Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 5
HEIMSKEINGTM WINNIPEG, 12. SEPT. 1912. 5. BLS^ Agrip af reglugjörð dm heimilisréttarlönd í C a n a d a N orðvestur landinu. Sérhver maepeskja, sem fjöl- skyldu hefir fyrir aÖ sjá, og sér hver karlmaður, sem orðinu er 18 ára, hefir heimilisrétt til íjórðungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. Umsækjandinn verður sjálf- ur að koma á landskrifstofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í því béraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, souur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandans sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er. S k y 1 d u r. — Sex mánaða á- búð á ári og ræktun á landinu i þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúöar- jörð hans, eða föður, móður, son- ar, dóttur bróöur eða systur hans. í vissum héruðum hefir landnem- inn, sem fullnægt befir landtöku skyldum sínum, forkaupsrétt (pre- •mption) að sectionarfjórðungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. Skrldur :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu i 6 ár frá þvi er heimilisréttarlandið vav tekið (að þeim tfma meðtöld- um, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að yrkja auk- reitis. Iyandtökumaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land f sérstökum héruðum. Verð $3.00 ekran. Skyldur : Verðið að sitja 6 mánuði á landinu á ári f þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virði. W. W. C O R T, Deputv Minister of the Interior. Islands fréttir. FRÁ ALÞINGI. Stjórnarskrármálið. það kemur víst flestum þing- mönnum satnan um, að gera ekk- ert í því máli á þessu þingi. það sem skilur, er hvernig eigi að fóðra það. Meirihluti nefndar (Guðl., Lár- us, Jón. Ól., Jón sagnfr.) vill að um málið sé gerð þingsályktunar- tillaga svo hljóðandi : “Neðri deild alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frum- varp til breytinga á stjórnarskrá landsins, svo framarlega, sem þá verður ekki fengin vís von um góðar undirtektir af hendi Dana undir nýja samninga um sam- bandsmálið á grundvelli frum- varps millilandanefndarinnar frá 1908”. Tveir nefndarmanna (Valtýr og Ivr. J.) vilja afgreiða það með röks'tuddri dagskrá svo hljóðandi: ‘‘Með því að horfur virðast vera á því, að bráðlega verði leitað nýrra samninga um sambandsmál- ið, er leiði til sambandssáttmála við Dani, og af slíkum sáttmála liljóti aftur að leiða stjórnarskrár- breytingu, álítur deildin, að heppi- legast sé og kostnaðarminst fyrir þjóðina, að láta allar breytingar á s.tjórnarskránni bíða, unz útséð er um, hvernia þessum samningum reiðir af, og tekur því fyrir næsta mál á dagskránni”. Minsti hluti nelndarinnar (Skúli (Thor.) vill aftur á móti láta samþykkja það óbreytt. Fvrirspurnir. Fyrirspurnin um áfenga drykki var til umræðu nýlega og urðu um hana talsvert harðar umræður Kom það upp, að rauðv nstunnur höfðu Verið látnar með leyfi ráð- hetra í skip á höfninni og afhentar baðan frönskum fiskiskipum. Og bótti meirihluta deildarmanna það lag&brot, og var samþykt svo- hljóðandi rökstudd dagskrá, með 12 atkvæðum gegn 10 : “í því trausti, að landsstjórnin líði ekki átölulaust brot á áfengis- löggjöf landsins, tekur deildin fyr- ir næsta mál á dagskrá”. Öanur fvrirspurn er á ferðinni frá Dr. Valtýr um Bjarna Jónsson viðskiftaráðanaut. því hann fáist við blaðatnensku og pólitiska starfsemi, þvert ofan í erindisbréf ; því hann dvelji mánuðum saman á Islandi og um ferðakostnað hans. Lotterí-frumvarpið, sem verið hefir fyrir alþingi 'í sum- ar, þar sem þeir Magnús Stephen- sen fyrv. landsh., Sighv. Bjarna- son bankastj. og Knud Philippsen hinn danski fá leyfi til að reka ís- lenzkt lotterí (eða “happadrætti”) gegn því að greiða í landssjóð 4 prósent af andvirði keyptra seðla (eða minst nál. 200 þús. kr. á ári) er nú afgreitt af þinginu sem lög. — þá munar í skildinginn, Mess- aða löggjalana, — “bara peninga, hvernig sem þeir eru kugnir! ” sagði maðurinn. Ný tóbaksverksmiðja D. Thomsen konsúll hefir sent al- þingi erindi þess efnis, að hann hafi leitað samninga við 2 öflug- ustu tóbaksgerðarmenn í Khöfn, E. Nobel og Chr. Augustinus, og séu þeir fúsir á, að koma hér upp tóbaksverksmiðju fyrir alt að /4 milíón króna, er veiti 50 manns stöðuga atvinnu. Vilja þeir fá 20 ára einkarétt til innflutnings og tilbúnings á tóbaki á íslandi, gegn því að greiða landssjóði 3 kr. af hverju kiló af öllu tóbaki og vindl- um. Loía þeir að vinna að eins góðar tóbakstegundir og selja þær með innkaupsverði, að viðbættu landssjóðstillagi og starfskostnaði. — Landssjóður á kost á að kaupa verksmiðjurnar hvenær sem hann vill með kostnaðarverði. Augustinus hefir nú sent son sinn til Reykjavíkur til samninga um málið. Ný millilanduncfnd vona bræðingsmenn margir að nú í aðsigi. þá langar alla til að bregða sér suður að Eyrarsundi, til “skemtunar og fróðleiks”. En hætt er við að fái færri en vilja, og sagt er, að bræðingar vilji ekki láta leita út fyrir vébönd alþingis. Ná Hjörleifungar ekki upp í nefið á sér fyrir ergelsi yfir þeim frétt- um, af því þeir lifa nú á tómum vonum. ölympiufararnir komu til Revkjavíkur i vikunni um miðjan ágúst. Með Botníu komu þeir Axel Kristjánsson, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Kári Arngrímsson, Magnús Tómasson og Sigurjón Pétursson, en Hall- grímur Benediktsson og Jón Hall- dórsson komu með Vestu. Halldór Hansen varð eftir í Khöín vegna veikinda. þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að þeir glímdu í Stadion 7. júlí. Var þar þá fátt áhorfenda, en gliman féll mönnum svo vel í geð, að afráðið var að þeir,glímdu aftur, og fór sú glíma fram 15. júlí, og var þar kept um bikar þann, er landar í Danmörku höfðu gefið. 1 þetta skifti voru áhorfend- ur um 20,000, og var glímumönn- um tekið með nwklum fögnuði. Ilallgrímur vann bikarinn. þann 17. júlí fóru þeir til Málmhauga og voru þar í 3 daga. Voru boðn- ir þangað til að glíma á íþrótta- móti, er þar var haldið. þrenn verðlaun voru þar fyrir íslenzka glímu. Vann Hallgrimur 1., Sigur- jón 2. og Guðm. Kr. Guðmunds- son 3. verðlaun. Svium hefir fallið íslenzka glíman mjög vel í geð, og hafa mikinn hug á að læra hana. S'trákarnir í Málmhaugum voru farnir að glíma hver við annan þar á götunum. — í Málmhaugum vann Sigurjón 2. verðlaun í grísk- rómverskri glímu, oa átti þar þó við sér þyngri menn. þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að sundurþykkja kom upp milli Dana og íslendinga á Ólymp- íu-mótinu. Síðan hafa Danir ekki gert það endaslept, að reyna að beita íslendinga ójöfnuði. Danski sendiherrann í Stokkhólmi kærði glímumennina og einkum Sigurjón fvrir utanríkisráðherranum danska Sakarefnið var einkum það, að að þeir hefðu neitað, að þeir væru danskir. Sigurjón svaraði með því, að kæra Frits Hansen, for- ingja Dana í ólympíuleikunum, fyrir utanríkisráðherranum fvrir rangindi og ójöfnuð. Danir sendu langflesta menn í leikinn, en hafa eigi unnið sigra að sama skapi. Ein 1. verðlaun fengu þeir og eitthvaö af 2. og 3. verðlaunum. Glímumennirnir glímdu hér á t- þróttavellinum á mánudagskveld- ið (14. ág.J, og var þeim fagnað vel af áhorfendum. Sama kveldið var þeim ltaldið samsæti í Iðnó. Guðm. læknir Björnsson og Axel Tulinitts töluðu fyrir glknumönn- unum og Sigurjón og Ilallgrímur töluðu af þeirrá hendi. Ólympíufararnir láta hið bezta af för sinni. Viðtökur þær, er þeir iengu hjá Svíum segja þeir að ltafi verið ágætar. þeir hafa séð margt ov lært margt í íþróttum i förinni, sem eflaust verður íslenzku íþróttalífi til gagns og framfara. —(Reykjavík 17. ág.). Aflabrögð. Síldveiði fyrir norðan land er enn mikil. Fyrir þremur dögum hafði Skallagrímur komið inn með yfir 500 tunnur. Hér syðra virðist og vera mikið um síldargöngur. Skipið Nora, eign Miliónafélagsins, hefir komið 4 sinnum inn í vikunni og hefir fengið um 430 tunnur a*f reknetsíld. Skúturnar eru sem óðant að koma inn. þær, sem komnar eru, þykja hafa fiskað vel : Ása .32 þús., Sigríður 28 þús., Valtýr 27 þús., Hafsteinn 26 þús., Björn Ólafsson 25 þtis., Guðrún Soffía 24 þús., Langanes 23J4 þús. og Guörún frá Gufunesi 22 þúsund, að sögn. — Kapt. Trolle er nýlega farinn frá Gautaborg við þriðja mann og ætlar að halda til Reykjavikur. í bátnum er ‘hexa’-mótor. — Porvaldur læknir Pálsson, sér- fræðingur í magasjúkdómum, er heim kominn með Sterling. — Jónas Pálsson söngfræðingur frá Winnipæg hélt hér píanó hljóm- leika í Bárubúð sl. laugardagskv. (10. ág.). Hann hefir verið 12 ár vestra, numið þar söngfræði og i unnið sér þar álit. En fyrstu til- I sögn hafði hann fengið á Eyrar- j bakka hjá Jóni Pálssyni nú Lands- bankagjaldkera. Jónas er tengda- sonur Baldvins Baldvinssonar, rit- j stjóra Heimskringlu. Tfir hljóm- J leikttm hans var vel látið og mttndu þeir hafa verið meira sótt- ir, ef á öðrum árstíma hefði ver- ið. — (Lögrétta, 14. ág.). — Íslandsglíman 1912 fór fram 15. ágúst á Iþróttavellinum í Rvík. Fáir þátttakendur. Sigur- jón Pétursson hlaut beltið. Ilallgr. Benediktsson glímdi ekki, eins og menn ltöfðu búist við, og þótti mönnum það svik í tafli. Næst Sigttrjóni gekk Kári Arngrímsson frá Ljósavatni. — Próf. Finnur Jónsson fót- j brotnaði nýlega vestur á Snæfells- nesi. — Aðst. lögreglast. á Sigluf. um. síldveiðitímann er skipaður Guðm. Guðlaugsson ; hann fór með Fálk- anum norður nýlega. — Skagafjarðarsýsla er veitt Magnúsi Gtiðmundssvni stjórnar- ráðsaðstoðarmanni. Fór hann norður 15. ágúst með fjölskyldu sína, en kemur aftur í miðjum sept ember til þess að dæma í gjald- keramálinu. — Á ísafirði er nú kominn góð- ur afli, — fiskur komið með hafís- hroðanum, sem barst upp að norð vestur kjálkanum í öndverðum ág, eða var þar þá skamt undan landi. Grasspretta varð góð þar vestra, en kvartað þó um, að brunnið hafi af túnum á stöku stöðum,— tíðin of þurrviðrasöm. — Verzlun Á, Ásgeirssonar á ísafirði átti sextiu ára afmæli 26. júní sl. — Kuldakastið um mánaðamót- in júlí og ágúst var all-hart á sum tim stöðum á Norðurlandi. — 1 F njóskadalnum (1 Suður-þingeyj- arsýslu) t. d. svo mikill snjór á jörðu (1. og 2. ág.), að eigi varð sint slætti, og aðfaranóttina 2. ág. snjóaði á Akureyri ofan að sjó, enda hafði og dagana áður verið snjóhríð á fjöllum, og hvítnað nið- ur í mið fjöll. — Heyskapur hefir yfirleitt gengið vel nyrðra. — Skagfirðingar hafa í sumar rekið talsvert af hrossum til Ak- ureyrar, — til útflutnings þaðan. — Á Krossanesi og að DagVetð- areyri við Eyjafjörð, er nýlega byrjuð síldarlýsisbræðsla í stórura stíl. * tlastígs tugga fyrir þá sem kretiast betra en vanalega gerist. “Empire Navy Cut” er sérífega ágætt munn- tóbak—hreint, smekk- gott og varanlegt. Yður mun áreiðanlega geðjast að “ Empire Navy Plug” ALLIR GÓÐIR VERZLARAR HAFA ÞAÐ —BIÐJIÐ YÐAR. k Á 80 Sögusafn Heimskringlu hann svo mikið, að hún vildi ekki gefa sig betur í ljós, — gætti hann ekkert að ; en sagði að eins hátt við amttnanninn, er var farinn að heyra illa, að eitt- hvert dýr væri víst að læðast eftir runnunum. Svo hló hann lágt Og- gletnislega, og leiddi gamla mann- inn af stað, með stóran bókabunka undir hendinni, er hann hafði lánað honum, og sem amtm^ðurinn hafði sjálfur valið úr bókaskáp hans, því hann sagði, að sig þyrsti i lestur góðra bóka, en sem hann nú um tíma hefði ekki getað veitt sér, því hann hefði neyðst til að selja hið ágæta bókasafn sitt, er hann hefði eytt í svo þúsundum skifti. Hr. Markús hafði komið sér saman við Griebel leiguliða sinn um, aðlhann rétti hjáleigufólkinu hjálp- arhönd ; var sú hjálp góðfúslega í té látin. En kona hans sagði, að Pétur sinn kæmilalt af öllu því fram, er hann vildi vera láta, jafn mcinlaus og sakkysis- legur og hann sýndist vera, þá gæiti hann líka verið kænn, og hún yrði í guðsnafni, að segja já og amen við því öllu saman ; en hún spenti gre.ipar og hristi höfuðið yfir unga húsbóndanum, er að öllum líkind- um vissi ekki, hvað hann átti við peninga sína að gera, — annars myndi hann ekki dansa svona fjörugt á hálum ís. Án efa gat hún búið saman við amt- mannsfrúna og kenslukonuna, henni gerði ekkert til, þó hún yrði að rétta gömlu konunni hjálpandi hönd, það gerði hún með gleði; og dramb ungfrúarinnar gat hún látið sem hún sæi ekki. En við amtmann- inn, þennan letisegg, sem myndi allstaðar verða of- an í og að öllu finna, yrði verra að lynda ; og þó hún gæfi kúnnihans brauð og smjör og horðuSti hænsunum hans haframjöl, myndi honum samt sem áður þykja ábótavant. Og vinnukonan, með alla hæverskuna, gat víst ekki þrifist á herragarðinum, þar sem vinnufólkið vann í gróftim fötum og skýlu- laust. Stúlkan myndi að eins spilla hinu vinnufólk- Bróðurdóttir amtmannsins 81 inu, Og- sjálf kvaðst hún hafa óbeit á henni, — og af jíilviljun einni óx þessi óbeit, eins og hr. Markús fékk að komast að raun um þann sama dag. Hann hafði fengið langt bréf frá bókara sínum,, viðvíkjandi ýmsum áríðandi viðskiftum, og v'arð því að skrifa honum aftur. það tók langan tíma; hafði hann setið við skrifborð sitt í gluggahorninu og verið svo niðursokkinn ofan í starf sitt, að hann vissi ekkert um, hvað fram fór úti fyrir. Enginn hafði truflað hann ; vinnukonan hafði borið á borð, og síðan hafði hann ekkert annað hljóð heyrt en sargið í penna sinum ; en nú voru dyrnar opnaðár rösklega, og inn kom frú Griebel með eftirmiðdags- kaffi handa honum, eins og hún var vön að gera. ‘það er satt, að húsið okkar er indælt og svalt, úti er tnjög mollulegt og heitt’, sagði hún, er hr. Markús hafði heilsað henni ; hún þurkaði sér í fram- an með svuntuhorninu. ‘Lovísa mín og ég fórum snemtna i morgun og tíndum fulla körftt af berjum ; við fórum klukkan fjögur og gengum til Grafenholz,, þar vaxa þau jafn stór og Itálfur hnefi minn. Bara fyrir það fór ég þangiað, annars gætu ekki tíu hestar dregið mig á þann stað, því mér geðjast ekki að skógarverðinum þar ; hann er eins drambsamur og sérsinna og hjáleigufólkið, — og vel á minst, meðan ég man eftiý að segja }>ér frá því, ég vil ekki vera eina stundu undir sama þaki og hjáleigustúlkan, — vegna Lovísu minnar, hún kemur heim í skólafríinu. Eg sá nokkuð í dag, sem gekk yfir mig. Getur þti ímyndað þér, hvað það var? Stúlkan kom út frá skógarverðinutm klukkan hálffimm í morgun! Ha, ha, þú roðnar þá svona mikið ; en það er líka ekki nema eðlilegt, að menn roðni, er þeir sjá og heyra, hvernig tuigu stúlkurnar haga sér nú á dögum’. Ilún setti bollann á borðið. ‘Nú hefi ég sagt frá þessu hneyksli, og þig getur ekki undrað, þó gamla 82 Sögusafn Heimskringlti frú Griebel snúi nefinu upp í loftið. Ef amtmanninn vantar stúlku, þá skal ég útvega honum hana ; en þessi, sem hann hefir nú, kemur ekki inn fyrir mínar dyr, og vonandi hefir hún svo mikla sómatilfinningu, að fara ekki íram á slíkt. Hjá Griebel fólkinu ræð- ur heiður og góð hegðan mestu, hr. Markús! Og láttu nú ekki kaffið verða kalt, og skrifaðu ekki þangað til þú veikist, andlitið á þér er sem eitt eld- stýkki’. Varla var hún horfin út tir dyrunum, þegar ht. Markús spratt upp. Gamla frú Griebel fór meff slúður, líkt og fleiri konur á hennar aldri. Hann hafði orðið að sitja á sér með að taka ekki í herðar henni og hrista hana óþyrmilega. því varð aö vísu ekki neitað, að stúlka sú, er hér var um að ræða, var fá- lát og lireykti sér skör hærra, en staða hennar leý'fði henni, og það eitt var nóg til að auka kala övina hennar ; en sjálf var hún óspilt, stóð alveg á satna, 4 hvaða tíma hún sást koma út frá skógvarð- arhúsinu. Ilann fann til sársauka, er hann heyrði stúlku þessa setta í samband við ‘‘grænstakk". Hann sá uú líka, að þetta miskunarverk hans, eins og Pétur Griebel kallaði það, nefnilega hjálpsemi hans við amtmanninn, var að snúast alt öðruvísi en hann í fyrstu hafði ætlað. Auðvitaö gat hann alt af sagt, að hann væri að eins að fratnkvæma síðasta vilja frændkonu sinnar, á sem haganiegastan hátt, — en þessi flýtir átti ekkert skylt við göfugar hvatir. Hreint og beint sagt, hann hafði öfundað “græn- stakk” af mannúð hans ; hann hafði óskað eftlr að vinna á móti honum, en ekki tekist það betur en svo, að ltann hafði losað stúlkuna við skyldur henn- ar í hjáleigunni, svo nú gat hún gifts skógverðinum nær sem hún vildi. Frú Griebel hafði sagt satt, andlit hans var sem glóandi eldstykki og blóðið þaut um æðar hans. Bróðurdóttir amt ma n n s i n s 831 Hann gekk um gólf og gat sér til af hverju órósemi ltans stafaði. Leit ekki hel/.t út fyrir, að frændi hans horfði á hann með hæðnisglotti, — á lásasmiðs- soninn, er sór sig í alþýðuættina og sótti eftir sveita- stúlku, er vann fyrir viðurværi sinu og gekk á gróf- um fötum, með hendur harðar og brúnar af vinnu^ En var það skrifað á enni hennar, er brosti svo blíð-* lega við hlið hins drambláta manns, að hún væri af göfugum ættmn ? Gat ekki stúlkan með fallega dökka hárið staðið hnarreist við hlið hennar? Hún var eins falleg og hafði sömu gáfulegu augun, er höfðu gagntekið hjarta hans þann sama dag, er hann frekjulega hafði rifið skýluna af henni. Hann vildi komast út ; jafnvel þó heitt og mollulegt væri, var þó betra, að ganga undir beru lofti en þarna inni* sem ltonum fanst hann ætla að kafna. Hann tók hatt sinn ; pennanum hafði hann fleygt og lá hann ofan á pappírnum hans í stórum blek- polli; bréfmiðar láu hér og hvar um gólfið ; þeir höfðu dottið, þegar hann stóð upp. Hann var nu ekki að hiröa um svoleiöis smámuni, og þó bókarf hans hefði beðið um áríðandi svar, þá hljóp hr* Markús, þessi staki iðju og reglumaður, nú út, og skildi alt eftir í reiðuleysi. 11. KAFLI. Án minstu umhugsunar beygði hann inn á vegúra er lá að hjáleigunni ; áformi sínu, að sneiða sig sem mest hjá þeim bæ, skeytti hann nú engu. Eigi hik-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.