Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 4
I. BLS, WINNIPEG, 12. SEPT. 1912.- HEIMSKEINGCA Heimskringla Pablidhed every Thursday by The ðeÍDiskringla Newsi l’Qhlisbiae Co. Ltd Verö blafisins 1 Canada og Bandar |2.00 am áriO (fyrir fram h*>rgaö). tíent til íslands $2 LO (fyrir fram borgaO). 6. L. BALDWINSON Kditor A Manaarer Ottice: 729 Sherbrooke Street, Winnipeg- BOX 3083. lalaími Garry 41 10 Félagarnir. t síöasta blaöi birtutn vér rit- perðir frá þeim berrum S.E. og Jóni Kristjánssyni, sem hvoru- tveggju eru ihugunarverðar af tvennum ástæöum : 1 fyrsta lagi af því, hvað þeir herrar viröast hafa litla þekkingu á máli því, sem þeir gera aö umræðuefni, og í ööru lagi af þeirri megnu ósann- girni, sem báðir beita í umræöun- um. þegar S.E. byrjaöi deilumál sitt, ritaði hann allstillilega, og gaf þá í skyn, aö hann byggi yfir þekkingu á högum íslands, sem gaf ástæöu til að ætla, aö spekingur væri ris- inn upp á meðal vor hér vestra. Ilann heimtaöi skýrslur um fram- leiöslumagn ýmissra afurða hér í landi, og lézt mundi sýna afuröa- magn sömu tegunda á Islandi. — Heimskringla tafði ekki að veita umbeðnar upplýsingar og vonaði, að nú stæöi ekki á samanburðar- töflum hjá S.E. En hvað skeður! Hann gerir alls enga tilraun til þess, að uppfylla samanburðartil- boð sitt, — getur það auðsjáaff- lega ekki. ITefir engar skýrslur um jjetta frá íslandi, sem honum þykja frambærilegar, og hefði ver- ið iniklu hyggilegra fyrir hann, að íhtiga það atriði lætur, áður en hann gerði samanburðar tilboðið. Drýgindalega ræddi hann og um, að fróðlegt mundi að bera saman næringargildi fóðursin's á Islandi við næringargildi samkynja teg- unda hér vestra. En enga tilraun hefir hann gert til Jjessa, og er þó Heimskringla nú tilbúin með töflu um }>etta atriði, ef þörf gerist. En að þessu sinni látum vér nægja, að benda S.E. á það, að næringar- gildi skepnufóðurs hér vestra er nægilega mikið til þess að tryggja stærri vöxt hesta, sauða og nauta heldur en á Islandi. Ileimskringla gerir ennfremur þá staðhæfingu, að mjólkurkýr í Canada yfirleitt mjólki fleiri potta, og stærri, í fleiri daga, og af betri mjólk, held- ur en kýr gera á Islandi. —* þetta er ekkert níð um íslenzku kýrnar, staðreyndur sannleikur, sem hægt er að rökstyðja með ábyggilegum landshagsskýrslum, að þvi er þetta land snertir. það gildir einu hvar leitað er afurðamagns og framleiðslu, það hvorttveggja er hér vestra í yfir- gnæfandi mæli. En svo vér snúum beint að síð- ustu ritgerð herra S.E.., þá ber þess að gæta, að alt þetta mál um samanburð Islands og Canada er risið út af þeirri staðhæfingu herra Bergssonar, að ísland sé eins gott land og Canada, ef þaö væri eins vel setið. Heimskringla neitaði og neitar þeirri staðhæf- ingu afdráttarlaust, og af ástæð- um, sem þegar hafa verið sýndar. Svo er að vísu að sjá, á síðustu grein herra S.E., að hann neiti i ekki yfirburðum Canada, en hann segist hafa ætlast til, að Heims- kringla gerði samanburðinn á lönd- unum á sama breiddarstigi. En j það telur blaðið ómögulegt að j gera, — því að Canada á sama breiddarstigi og ísland er óbygð j eyðimörk, þar sem hvítir menn hafa enn ekki stigið fæti, svo oss j sé kunnugt. Sanni nær teljum vér j að gera samanburðinn á hinum bygðu svæðum beggja landanna ; annar samanburður er alls ómögu- legur. Aðal þungamiðjan í síðustu rit- gerð herra S.E., er játning hans um það, að hann þoli ekki, að rit- að sé nið um ísland. En hann kveðst stíla grein sína til þeirra, sem ófrægi íslenzkt þjóðerni með illmælum um lalendinga, svo sem þeirra, sem láti sér um munn fara ! annað eins og þetta : lihann er ekta h____ Islendingur! ” Vér er- um herra S.B. algerlega samdóma um vansæmið, sem felst í þessu hvorttveggju, og vér staðhæfum afdráttarlaust, að Heimskringla j eða ritstjóri hennar, eða nokkur ! jieirra, er að blaði þessu hefir nokkru sinni unnið, hafi gert sig s' ka í þessum atriðum. það hefir verif. stöðug viðleitni þessa blaðs, j frá ] ví fyrsta, að halda uppi sóma tsk ' nga hér í álfu, og oss vitan- legr ,f:r blaðið aldrei látið neitt tar’ ’tæ ónotað til þess. Blaðið hefir þráfaldlega bent á, að sem þjóðflokkur hafi Islendingar hér vestra áunnið sér álit og tiltrú hérlendu jjjóðarinnar, og að þeir J hafi sýnt, að þeir séu engir eftir- J bátar annara þjóðflokka, er hing- | að flytja ; og þess vegna hefir það verið einlæg sannfæring blaðsins, að þjóðflokkur vor eigi fagra fram tíð hér í landi. Hitt er öllum vit- anfegt, að til eru hér menn og konur af íslenzku bergi brotið, er ekki varpa neinum ljóma yfir þjóð- erni sitt. En þær persónur eru hverfandi tala í samanburði við hina, sem mynda þjóðflokksheild- ina. Vér hyggjum, að staðhæfa megi, að stofnþjóðin íslenzka þurfi engan kinnroða að bera fyrir fram- ferði þeirra hér vestra, yfirleitt, sem frá hennk eru sprungnir, — þrátt fyrir sjaldgæfar undanteku- ingar,, sem átt geta sér stað, svo sem þeirra til demis, sem telja sér vanyirðu að þjóðerni sínu og vilja helzt hvorki heyra það né sjá. En S.E. viröist sérlega umhug- ! að um, að smeygja þeirri flögu inn í meðvitund lesenda Heims- kringlu, að ritsjóri hennar níði Is- land. Vér fáurn ekki séð þetta í sama ljósi og hann. Reyndar geta verið deildar meiningar um þýð- inguna í orðinu l‘níð”. Vér höfum leitað þeirrar þýðingar í orðabók- J um, oe ekki fundið neitt beint á- J kveðið um það. það næsta, sem j vér höfum komist er, að “óverð- skulduð ófræging” sé níð. Sé þetta ré.ttur skilningur, þá er engin sú ! ófræging níð, sem á rökum er bvgð. Ef vér til dæmis segjum, að einhver sé illmenni, þá er það ekki níð um þann mann, eða áníðsla á mannorði hans, ef sannað verður með órækum rökum, að ámælið sé verðskuldað. — Níðingsverk er það, er einhver meiri máttar beit- ir mætti sínum til þess, að á- stæðulausu og óverðskulduðu, að undiroka sér minni máttar og beita hann rangindum. ‘‘ Överðskuldað last er níð ”, en verðskuldað last er engin ófræging og þess vegna ekki nið. Alt er komið undir því, að satt sé sagt. Að segja kost og löst á | landi, manni eða hlut, er ekki níð ! um það land, mann eða hlut, — j sé sannleikanum fylgt í lvsingunni. j í raun réttri hyggjum vér vafa- j samt, hvort rétt er að telja það I löst, sem skortir á fullkomnun j eins landshluta eða hlutar ; 1 oss j finst það megi fremur teljast galli, J þegar um dauða hluti er að ræða. I En hvað sem um það má segja, j)á teljum vér hitt rétt mælt, að engin þau sannmæli eru níð, sem svo svo eru rökstudd, að ekki verði með jafn sterkum rökum j hrakin. Vér verðum því að halda því fram, að hvorki Heimskringla né ritstjóri hennar hafi nítt Island, — en vér hófum sagt tim það rök- studdan sannleika : — 1. það, að íslendingar á ættjörð- inni hafi ekki við þúsund ára búskap þar fundið eins mikil þriínaðarskilyrði eins og Vest- ur-íslendingar hafa fundið í Canada á sl. 40 árum. 2. Að það vaxi ekki nóg gras þar í Iandi til þess að fullnægja heyþörfum þjóðarinnar, og að þess vegna sé árlega keypt bæði hey og korn frá útlöndum til viðhalds búpeningi. 3. Að landið gefi ekki af sér næga jarðepla uppskeru til að mæta • þörfum þjóðarinnar, og að jarðeplin þar séu vaxtarlítil, í samanburði við vöxt þeirra hér vestra. 4. Að jarðepli vaxi alls ekki i sumum árum á Islandi, nema helzt á Suðurlandi, og þá bæði fá og smá. þess vegna séu jarðepli keypt frá útlöndum á hverju ári. 5. Að Island hafi í raun réttri alls engin landgæði til að bera, er því nafni megi nefnast, í sam- anburði við náttúruauðlegð þessa lands, og 6. Heimskringla og ritstjóri henn- ar er við því búinn, að bæta við þessari sjöttu staðhæfingu, að ísland sé tvimælalaust lang gæðasnauðasta landið á hnetti vorum, sem nokkur menningar og mentaþjóð byggir. þetta er að vorum dómi ekkert níð um ísland, heldur hlutdrægnis- laus sannleikur, sem vér hyggjum, að S. E. ekki muni hrekja með nokkrum ábyggilegum rökum. * * * Vinur vor Jón Kristjánsson hef- ir í síðasta bíaði auglýst þá skoð- un sína, að meðhald þessa blaðs með Canada hljóti að vera gert í |/eim tilgangi, að gera fólk á Is- íandi óánægt með kjör sin þar heima, og örfa það þannig til vesturferðar. Sennilegt er það mjög, að þessar geti í mörgum til- fcllum orðið afleiðfngarnar af með- haldi blaðsins með Canada, en ekki eru greinarnar ritaðar f því augna- miði. þær eru ritaðar fyrir Vest- ur-íslendinga, og án tillitS til þess hver áhrif þær kunna að hafa á hugarfar landa vorra austan hafs. Alt eins mætti Jón segja, að þeg- ar blað vort getur um stórslys, þrumuveður og haglstorma, sem hér koma oft fvrir, þá væri þess getið til þess að fæla fólk á ís- landi frá að flvtja til Canada. En í hvorugu tilfellinu er tillit tekið til þess, hvernig fólk á Islandi lít- ur á það. Eina augnamið blaðs- ins er að segja fréttirnar og að .seg.ja þær sem sannastar Oy ré.tt- astar. Hitt er satt, að Heimskringla hefir sett það óáfmáanlega á stefnuskrá sína, að benda löndum vorum hér í landi á, hve ágætt land það er, sem þeir nú byggja hér., og með því að örfa hjá þeim ást til þessa lands, sem er föður- land afkomenda þeirra. Heims- kringla hefir oft fundið til þess, að Canada íslendingar eru ennþá að nokkru leyti útlendingar í anda, — með hugann heima við ættjörðu sína, og svo bundnir við endur- minningar bernskuáranna það, að það stendtir eðlilegri ættjarðarást til þessa lands fyrir þrifum. Og það er sannfæring Heimskringlu, að sem fullveðja borgarar þessa lands fái landar vorir aldred full- komlega notið sín, fvr en þeir eru snortnir eins hreinni ást til lands- ins og meti gæði þess jafn rétt, eins og þeir, sem mestir eru og á- kafastir ættjarðarvinir. Enginn sannur ættjarðarvinur mundi finna Heimskringlu það til foráttu, að hún heldur fram verðleikum Can- ada. Herra Kristjánsson telur það ilt verk og vondan tilgang, að rita rita svo um þetta land, að Islend* ingar á ættjörðinni fái löngun til vesturferða. En jafnframt tekur hann það skýrt fram, að “nærri undantekningarlaust eru allir ís- lendingar, sean hér koma, allslaus- ir, nema ef þeir eiga eitthvað litið af fatnaði, og þar að auki mál- lausir á enska tungu”. þessi setn- ing í ritgerð Jóns er algerlega sönn, og þarf því engan að undra, þótt þeir verði að láta hendur standa fram úr ermum hér, til þess að ryðja sér braut til auðs og sældar. Og þegar svo þess er gætt, hve undursamlega landar vorir hér hafa blómgast á liðnum árum, þá gegnir það furðu, að herra Kristjánsson skuli halda því fram, að “hagur hins vinnandi fólks í Canada sé engu betri en þar sem ástandið er verst í .heim- inum”. Svo langt er þetta frá hreinum sannleika og heilbrigðu viti, að því verður ekki nógsam- lega andmælt. En hins vegar veit- ir það hvöt til þess, að íhugað sé siðar meir, í sérstakri ritgerð, : “þýðing auðs á hag þjóða”. Vér bentum Jóni á það í fyrra blaði, hve skaðfegt það væri fyrir tiltrú hans, að verða uppvís að & sannsögli í ritgerðum, því að ein ósönn staðhæfing gæfi grun um, að alt annað í ritgerðunum færi eftir því. En þessi bróðurlega á- minning virðist ekki hafa haft nein áhrif á hann, því að í þessari sítfe ustu ritgerð segir hann, að rit- stjóri Heimskringlu hafi virt bú bónda eins í Nýja íslandi, í sum- ar, þannig, að hver sauðkind og eins unglömbin hafi verið .virtar á 30 krónur hver, og hver nautgrip- ur og nýfæddur káifur á 30 doll- ars. I þessari stuttu setningu úr ritgerð hans eru fjórar missagnir, sem sé : 1. Ritstj. Heimskringlu virti ekki bú bóndans, heldur gerði sjálf- ur bóndinn það, hér inni á skrifstofunni. 2. Unglömb voru ekki nefnd né talin í gripastofni bóndans, heldur 17 sauðkindur, vænar, metnar á $136.00, en það er 8 dollara hver sauðkind til jafnaðar, fyrir þær kindur, sem ' allar voru vænar. Til þess að sýna, að hér var ekki of hátt metið, skal þess getið, að einn bóndi í Nýja Islandi seldi i fyrra skrokka af tveimur sauð- kindum, tveggja ár gömlum. Kaupandinn var verzlunarmað- ur í Árborg bæ ; hann borgaði bóndanum $19.10 fyrir skrokk- ana. En bóndinn hafði þess utan gærurnar, sviðin og slátr- ið, sem vægast metið var $2.75 yirði. Hér varð því hver kind nálega 40 kr. og 40 aura virði, eða 10 krónum meira, en áðurnefndur bóndi mat sín- ar kindur. 3. í tölu þeirra 33 Hautgripa sem téð grein getur um, voru kálf- ar ekki metnir $30.00, — þar segir : 33 nautgripir, þar með vænt aknevti og önnur yngri ak- neyti, alls $825.00. Akneytin vænu eru minst $150, og aðrir nautaripirnir metnir minna en ætla mætti að þeir seldust fyrir. 4. Hver nautgripur var því ekki metinn $30.00 eins og Jón seg- ir, heldur 25 dollara hver að jafnaði. Bóndinn gerði eins lít- ið úr eigum sínum og hann sá sér fært, og tók það jafnframt fram, ein's og getið var í grein- inni, að hann vildi ekki selja eignir sínar á þessu virðingar- verði, þó hann fengi það borg- að í peningum út í hönd. þegar þess er nii gætt, að í svona stuttri setningu í ritgerð Jóns, eru fjórir ósannindaliðir, þá virðist ljóst, að annaðhvort kann maðurinn ekki að lesa rétt, eða að j ástríðan hjá honum til að segja ó- satt er svo mögnuð, að hann fær ekki við hana ráðið, — eða í j þriðja lagi, að skapæsingin er svo mikil, að hann fær ekki stjórnað 1 penna sínum. Nýja sýningarsvæðið. það hefir legið á meðvitund allra skynbærra borgarbúa um nokkur síðastliðin ár, að sýuingar- svæðið gamla, sem þó er árlega notað fvrir sýninguna hér i boig, sé orðið alt of litið til að ina:ta vaxandi þörfum borgarinnar. það hefir frá því fyrsta verið a c;n- kennilega óhentugum stað, hér norðvestast í borginni. það I'.ggur lágt og er blautt og sóðaleg t ; hvenær sem votviðri eru, liggur vatn á þvi, því að framræsla hefir þar aldrei verið gerð að nokkru ráði. Byggingarnar hafa verið og eru ennþá að mestu leyti i sam- ræmi við svæðið : litlar, lágar og lélegar, í samanburði við það, sein ætti að vera. “Grand Stand” er það eina, sem vandað hefir verið til að nokkru ráði, því að þar lá við líf tuga þúsunda manns, að vel væri bygt. En þó að svæði þetta liafi á liðnum árum orðið að nægja þörf- um s’ýningarinnar, þá er nú svo komið, að takmarka verður stærð i sýningarinnar eða magn þeirra hluta, sem sýndir eru, við rúm- mál svæðisins og bygginganna, sem á því standa. Winnipeg borg hefir á sl. 12 ár- um tekið svo hraöskreiðum fram- förum og vexti á allan hátt, að liún er komin í stórborga röð, og fáir eru þeir af framsýnum mönn- itm, sem ekki eru sannfærðir um, að það’ liggur fyrir henni að verða langstærsta borgin í Canada, er tim;ir líða. Nú þegar er hún orðin svo stór, og vegleg, að sýningar- svæði hennar, sem notast hefir j verið við að undanförnu, er orðið alls óhæfilegt, og alger nauðsyn er til þess, að fá annað stærra og j hentugra. það er nú orðið bygt upp af íveruhúsum alt í kringum j gamla svæðið, og er það því orð- ! in verðmæt landspilda til að selja fyrir byggingarlóðir. Nú hefir bæjarstjórnin trygt sér kost á að kaupa landspildu mikla og fagra á bökkum Rauðár, eina milu norðan við takamarkalínu borgarinnar. Svæði þetta er eitt hið fiegursta, sem völ er á hér nokkurstaðar nærlendis, en fæst nú fyrir talsvert minna verð, en gamla svæðið getur selst fyrir. — Mgsti fjöldi borgarbúa hefir skoð- að svæði þetta hið nýja, og ber þeim öllum saman um, að ekki sé nokkurt vafamál, að borgin ættF að tryggja sér það nú strax, og að reisa þar vegfegar sýningar- byggingar, er séu í samræmi við stærð og vaxandi þarfir borgar- innar. Gjaldþegnarnir eru beðnir að greiða atkvæði um þetta á föstu- daginn í þessari viku, þann 13. Heimskringla maelir fastfega með því, að tslendingar greiði atkvæði sin með því að kaupin verði gerð og svæðið trygt borginni til eign- ar og varanfegra sýningarnota. — Strætisbrautin liggur að þvi, svo hægt er að komast þangað á öll- um tímum. Úr bænum. Herra Jóhannes Stefánsson, frá Uppsölum í Skagafirði, sem dval- ið hefir hér vestra um tveggja ára tíma, hefir verið hér í borg í sl. 4 mánuði og stundar fasteignasölu Heimili hans er að 692 Victor St. Hr. R. Th. Newland fastcigna- sali kom til borgarinnar á laugai- daginn, eftir mánaðardvöl að Dog Creek, Man. Dvaldi hann allan þann tíma hjá þeim hjónum Steph an Stephansson kaupmanni og konu hans. Margir aðrir vildu lá Newland sem gest, en vegna hins slæma tíðarfars var örðugt að lerðast um, og sat hann því i lagnaði hjá kaupmannshjónunum með mestu rósemd og fór hvergi. Hr. Newland biður Hkr. að flytja þeim hjónum hinar beztu þakkir sínar fyrir rausn þeirra við sig og svo einnig kæra kveðju til allra annara kunningja sinna þar. New- land lítur út sem annar maður eft- Fyrir nýtízku karlmanna fatnað FARIÐ TIL W. R. DONOGH & CO. ÞEIR GERA VöNDUÐUST F'"T ÚR VðLDrSTl' EFN'I EFTIR MÁLI 216 BANNATYISIE AVE. Talsími Garry 4416. Winnipeg, Man. ir þessa mánaðardvöl sína þar við Ilundasprænuna, er hann feitari og sællegri og hefir yngst um 5 ár að minsta kosti,, bæði í anda og útliti Nokkrir meðlimir Goodtemplara stúknanna Heklu og Skuldar hafa áformað að heimsækja íslenzku Goodtemplara stúkuna í Selkirk næsta miðvikudagskveld (18. þ.m.) þeir félagar V. Freemann, Vest- fold, og H. Johnson, Adelard, voru liér í borginni um daginn. Hey- skapur nær búinn og uppskera lit- ur vel út, og kornskurður byrjað- ur fyrir nokkrum dögum. þeir voru að kaupa ýmislegt aðlútandi þreskivél sinni. þar var uppskera ágæt í fyrra, en samt líklega betri nú. Ilr. Karl Vopni, ‘contractari’ frá Reddett, Ont., var á snöggri ferð hér í fyrri viku. Hann er að byggja brautarstöðvar þar eystra. Nýskeð brann þar “department block” og pósthúsið, og fékk félag hans samning um, að byggja þessi stórhýsi aftur. Var hann að leita sér að trésmiðum. Kaupgjald er frá 50 til 60 cents um klukkutím- ann. Ilr. Pétur Ma,gnússon, “contrac- tari” á Gimli, hefir fengið verk- stjórastöðu hjá Dominion stjórn- inni, að byggja undirstöðu á bryggju í bænum Drayton, Ont., og fór austur í síðustu viku til að byrja á verkinu. Miss I.ína Sigurdson, sem um sl. mánaðartíma hefir verið suður í Granvilk, N. Dak., er væntanfeg heim hingað til borgarinnar um næstu helgi. Fregn frá Árborg á mánudaginn var segir timbursmið einn að nafni Ólafsson hafa .fyrirfarið sér um helgina. Fregnin óljós að öðru feyti. Hinn látni hafði átt heimili 3 mílur austur frá bænum. þann 1. þ. m. andaðist að Ros- ser Ave., Fort Rouge, húsfrú þor- gerður Johnson, eiginkona herra Friðriks Johnsons, ‘contractor’ hér í borg. Hún hafði þjáðst af krabbameinsemd síðan í janúar sl. en varð rúmföst í lok febrúar sl. Hún varð 61 ára gömul. Hún var jarðsungin þann 3. þ.m. af þeim séra Fr. J. Bergman og séra Rún- ólfi Marteinssyni. þeir herrar Björn kaupmaður Austfjörð og Karl Einarsson, báð- ir frá Ilensel, N. D., voru hér á ferð í borginni í þessari viku. — Hússtjórnarskóli verður sett- ur á stofn í Isafjarðarkaupjtað á komandi hausti, og er Fjóla Gteí- ánsdóttir ráðin forstöðukou.i iians Hún hefir haft á hendi umferðar- kenslu suður í Danmörk siðasta árið, en er nú kennari við Borrc- hús hússtjórnarskóla í Koldiug. Kvenfélagið “Ósk” hefir gengist fyrir stofnun þessa skóla, on har.n er styrktur af sýslusjóði og lands- sjóði. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, að 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hniia og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla Winnipegverð á korntegundum geymdar 1 Fort Willam eða Port Arthur vikuna frá 4. til 10. sept. September 4 5 6 7 9 10 1 Nor 1052 1052 99 2 Nor 104 104 • 97 3 Nor 97 96 94 90 91 91 No.Four 37 86 84 8Í) 80 81 No. Five' 74$ 74 $ 74$-g 72 72 72| No. Six 64$ 64 64 62 62 62£ Feed m 59 59 .... .... 57 2 C. W. Oats 43 43 43 42$ 43 42$ 3 C. W. Oats 41| 41$ 41$ 41 41 41 Ex. 1 Feed 42$ 43 42$ 42 42 42 1 Feen 414 42 42 41$ 41$ 41$ 2 Feed 37 37 37 36$ 37 37 No. 3 Bar 53 53 53 53 53 Nn. 4 Bar 47 47 464 47 47 1 N. W. Flax I6tf 1 Man Flax 164 .... • • • • .... .... Rej. Flax 158 158 • • • . • • • • .... 150 Cond. Fla x 125 125 • • • • .... .... .... WINNIPEG FUTURES Oct W 911 91 90-$ ’-t* 00 00 87|-| 88$ Dec W 88$-$| 87£ 86$ 85 94$ 852-1 Oct Oats 35| 36 36$ 35| 36$ 36$-§ Oct Flax 161 | 158 157 151 151 151 g: ■ —— « g ÍSLENZKIR BŒNDUR! Reynið aðferð vora þepar þér semlið KORNVÖRU yðar frá yður.—Það borgar sig fyrir yður. Vér krefjums ekki að meðhöndla alla uppskeru yðar, heldur að eins eitt vagnhlass, svo vér getnm sýnt yður hvað vér getum gert. Samkepnin er líftaug verzlunar, og trygging þess að þér fái hæzta verð fyrir kornvöru yðar. Skrifið eftir vorri vikulegu markaðsskýrzlu og bækl- ingi um kornsölu, sent kostnaðarlaust til allr bænda. HANSEN GRAfN CO. HAFA TRYGGT UMBOÐ8SÖLULEYFI. 'WIN'inPEG, r 1k/r A TS.r P ...— ' B *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.