Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 5
HEIMSKRTNC. V \ WINNIPEG, 24. OKT. 1912. 5. BLS, SVEINBJÖRN ÁRNASON hefir tekið að sér umboðssölu a bœjarlóðum í bænum í Albeita. þessi nýbj'gða ogr vaxandi borg norðurlandsins er einn hinn líklegasti staður til vaxfar o<í viðgancjs. Lóðir mjög billegar. Frekari upplýsingar í næsta blaði- Spyrjist fyrir hjá: Athabasca Landing 310 Mclntyre Block SVEINBIRNI ÁRNASYNI :Phone Main 4700 J P anamaskur ðurinn. AS ári um þetta leyti verður Pamamaskurðurinn fullgerður, eða svo að skip geta farið í gegnum hann, þó vígður verði hann ekki •hátíðlega fyr en 1814. Mannvirki þetta, sem vafalaust má telja hið langstærsta í heimi, er því á enda, mannvirki, sem er Bandaríkjun- «m til stórsæmdar, amerikskum verkfræðingum til ódauðlegrar frægðar, og öllum heiminum til ó- metanleg's gagns. Panamaskurðurinn verður lífæð- m í skipasamgöngum milli megin- hafanna tveggja, Kyrrahafsins og Atlantshafsins og færir Kyrrahafs- ströndina mörgum þúsundum mílna nær austur Ameríku og Ev- fópu, þ. e. a. s., hvað samgöngur snertir. Ferðin suður fyrir Suður- Ameríku hefir verið slæmur þrösk- uldur í vegi fyrir greiðum sjóferð- tun og valdið mörgu skiptjóninu. Verði Panamaskurðurinn full- S?erður að ári, eins og verkfræðing- arnir segja og engin ástæða er til að véfengja, þá ber svo merkilega við, að rétt fjögur hundruð ár eru liðin frá því hinn fyrsti Evrópu- maðttr fyrst leit Kvrrahafið. það var árið 1513, að Spánverjinn Bal- hoa sá af Culebra-fjallgarðinum, sem skurðurinn er nú grafinn í gegnum — hið volduga, töfrandi haf í vesturátt. þó mörgum kunni að þykja slíkt ólíklegt, þá stafar hugmyndin um að grafa skipaleið gegnum Pan- amaeiðið frá þeim tímum. Karl V. lét í því skyni gera mælingar árið 1520 ; en ekkert varð frekar af framkvæmdum. þrjátíu árum síðar leggur hinn spænski verkfræð ingur F. L. de Gomara áætlanir þar að lútandi fyrir Filip II., og ræður eindregið til þess að á skurðgreftri sé bvrjað sem fyrst ; en konttngi þótti kostnaðaráætlun- in svo gífurleg, að hann neitaði að gera nokkuð. Síðan hefir hug- myndinui verið hreyft stöku sinn- um, en lengra hefir ekki verið farið. það er fyrst nú á seinni tímum, að hugmyndin er tekin upp aftur fyrir alvöru. Eftir að Frökkum hafði tekist svo vel að grafa skip- gengan skurð gegnum Suez-eiðið og getið sér frægð fyrir, myndað- ist franskt félag, sem fékk levfi til yera skipaleið gegnum Panama- eiðið, Af framkvæmdum varð nú samt ekki hjá þessu félagi. En nokkrum árum seinna kom Ferdi- nand de Lesseps, hinn frægi meist- ari Suezskurðsins, t.il sögunnar. Tókst honum fljótlega að mynda félag, sem kevpti verkleyfið fyrir 10 milíónir franka. Áleit félag þetta sig hafa nóg fé til umráða ttl að framkvæma verkið, þrátt fvrir alla örðugleika. Iæsseps gerði nú þá áætlun, að verkinu mætti ljúka á 8 árum og að kostnaðurinn yrði um 40 milí- ónir dollara. Var nú byrjað á verkinu, en að 10 árum liðnum var félagið gjaldþrota ; ekki tveir fimtu hlutverksins unnið, en búið að eyða fé, er að minsta kosti nam 300 milíón dollars. þetta gjaldþrot olli hinu al- ræmda Panama-lineyksli, sem margir af leiðandi stjórnmála- mönnum Frakka flæktust í, og sem sendi marga i fangeisi, þar á meðal son Lesseps. Ef leitað er að orsökunum til þess, að hinum fræga verkfræðing og slíkum afburðamanni sem Les- seps var, sem áður hafði unnið það risaverk, að grafa helmingi lengri skurð gegnum Suez-eiðið, — mishepnaðist þetta svo hrapar- lega, þá sést það fljótt, að hann hefir gert alt of lítið úr þeim mörgu og afarstórfeldu örðugleik- um, er stóðu verki þessu í vegi,— þrátt fyrir það, að hann hafði reynslu fyrir um erfiðleika slikra verka á þessum slóðum, sem sé Panama járnbrautina, sem er að eins 50 mílur á lengd, en hafði þó kostað nær 10 milíónir dollara og að minsta kosti 10,000 mannslif,— þá gerði hann sarnt alt of lítið úr hinu banvæna loftslagi, hinum pestnæmu foræðum, hinum órjúf- anlegu frumskógum, hinu afskap- lega regni, hinu ónýta verkefni og ennþá ónýtari verkamönnum, og öllum hinum gevsimiklu hindrun- um náttúruaflanna. Landið liggtir í sjálfu hitabelt- inu ; loftlagið afarheitt, en raka- fult. Tafnvel gróðurinn er í slíku landi stórfeld hindrun í vegi allra menningarstarfa. Ef ekki hepnast, að uppræta þennan gróður eða halda honum i skefjum, tekur nátt- úran til sinna ráða og klæðir aft- ur á augabragði með þessum risa- j vaxna gróðri alt það land, sem með feikna erfiðismunum var áður , búið að ryðja, og það svo þétt, 1 að hvergi v-erður í gegnum kom- ist. Suezskurðurinn var grafinn í gegnum gróðurlausa eyðimörk og I.esseps hafði ekki gert sér næga grein fvrir þ\;í, hvilíkum feikna erfiðleikum þar var að mæta að þessu leyti fram vfir það, sem var við Suez ; og þó var þetta næst- um smáræði í samanburði við ýmislegt annað, er reyndist að standa verkintt í vegi. Frá náttúrunnar hálfu voru hér tveir slíkir feikna örðugleikar i vegi, sem ekkert annað komst í samjöfnuð við, og þeir voru Cal- ebra fjallið og Chasgres fljótið. i Fljpt þetta er í þurviðri mein- laust og líður hægt áfram með lygnum straumi ; en í stórrign- ingum tekur það slíkum stakka- skiftum, að það værður afskapa- vatnsmikið og geysist áfram í hamslausu straumróti. Kú hafði Lesseps ákvarðað, að lejIK.Ía skurðinn eftir fljótsfarvegin- um ; en til þess þurfti hann að leiða fljótið frá, þvi hefði fljótið í vatnavöxtum hlattpið í skurðinn, hefði það hlotið að tæta hann all- an í sundur. En Lesseps reyndi sitt ítrasta við fljótið, en þegar hann algerlega yfirbugaður og upp- gefinn varð að hverfa frá og hætta verkinu, var hann engu nær að sigrast á því. En ennþá mieiri örðugleikar voru þó á, að ryðja leiðina gegnum' Culebra fjallið, og þar hafði Les- seps hraparlega misreiknað sig. llann áleit, að fjallið væri mynd- að af sandsteini, eftir rannsóknum þeim, sem hann hafði gert, en við vinnunna kom það í ljós, að fjallið er myndað af blágrýti og öðrum mjög hörðum bergtegundum, og í þessum bergtegundum hrukku borar þeir, sem menn þá notuðu, í sundur sem gler. það sem Frökkum’ vanst með fjall þetta á 10 árum var að eins að stýfa hæstu fjallgnýpurnar, og þó fjallið sé ekki hátt, þá var slík- ur árangur harla notalítill fyrir skurðgröftinn. Aftur var jarðvegurinn við strendurnar mjúkur og auðgrafinn, og gekk þ\Tí Lesseps þar verkið bærilega ; og það, sem af skurðin- um var grafið, þá Frakkar gáfust upp, var auðunnasti hlutinn ; — fjallið reyndist Iæsseps óvinnandi. En auk náttúru og landslags erfiðleikanna voru næstum engu minni örðugleikar með verkamenn- ina. það kom brátt í ljós, að Norðurálfumenn voru næstum ó- ltæfir til að vinna svo erfiða vinnu, sem skurðgröfturinn rejmd- ist, í svo banvænu loftslagi sem í Panama er, og kynblendingar þeir og svertingjar, sem Lesseps hafði til timráða, var sá mesti vand- ræðalýður, sem hugsast gat, bæði latur, ónýtur og sýktur af hita- veiki, blóðsótt, bólu og öðrum ó- hræsiskvillum, sem svo tíðir eru í hitabeltinu, og þar á ofan gegn- sýrðir af allskonar löstum, þó let- in væri þeirra suerstup — hún var alvcy dæmalaus. Og þegar þar við bætast allar þær torfærur og hörmungar, sem Frakkar áttu við að stríða, þá getur maður skilið, að endirinn varð eins og hann varð : þúsundir þeirra dóu, en þeir seldu líf sitt dýrt. þeir vissu, að dauðinn var fyrir dyrum strax og þeir höfðu dvalið þar nokkrar vikur, og þeir vildu njóta lifsins sem bezt þeir gátu meðan það varaði. Heilir skipsfarmar af fögr- um konum voru fluttir frá Frakk- landi, og í hvíldarlausu sukki og svalli, við ástir og kampavín, drógu þeir fram lífið í þessari ó- happa-útlegð. “Skurðurinn skal I verða grafinn! ” sög>öu Frakkarn- ir, ‘S:n það kostar hjartahlóð vort og það er dýrt”. Og svo dýrt varð það, að félagið fór á höfuðið. Frakkar fóru svo burt frá Pan- ama, og spor þeirra og menjar á Panamaeiðinu hurfu fljótt. Hita- beltiS loftslagið er hraðvirkt að afmá og breyta. þær menjar, er lengst sáust, var óteljandi fjöldi ledða, er mynduðu eins og umaerð um svæði það, sem átti að verða að skurði. Títi á kirkjugörðunum standa enn glöggustu menjar sorg- arleiksins, — skrautlegir minnis- varðar ungra sona og dætra Frakklands, sem æfintýrið varð að bana. Minnisvaröarnir eru að vísu farnir að skemmast af völdum ! náttúrunnar, en. þeir segja sína sorgarsögu. öllu öðru betur. Loks létu Frakkar eftir sig allra mesta kynstur verkvéla og áhalda. , En mest af því var lítt nothæft, þegar það var keypt, og eyðilegg- ingin byrjaði fljótt, er þessu var fleygt hvar sem verkast vildi, og varð fljótt umvafið kjarri, svo ó- mögulegt var að finna það aftur. Tréð fúnaði og járnið ryðgaði. — þegar svo Bandaríkjamenn byrj- uðu að vinna, áttu þeir fult í fangi með, að ryðja öllu þessu rusli úr vegi. Oftast brendu þeir skóginn til að komast að því ; og einkennilcgt var að sjá eftir skóg- arbruna þessa langar raðir af gufuvögnum, flutningsvögnum, ým iskonar vélum og áhöldum, er við gröftinn voru notaðar o. s. frv., — gegnum reyk og loga. Eftir að Lesseps félagið varð gjaldþrota, tók annað félag, sem samanstóð af Frökkum og Bret- um, verkleyfið, og vann að eins til að halda leyfinu við með nokk- urar hendur eða fáar þúsundir inanna — áfram að skurðgrefrin- um, auðvitað án minstu vonar um að lúka verkinu ; en aftur á móti með von um, að einhver gæfi sig fram til að kaupa leyfið. Innan skamms gaf sig fram stórveldi, en í þess hendur vildu menn ógjarnan selja. Samt sem áður, eftir alls- konar vafninga, sáu leyfishafar sér þánn kostinn vænstan, að selja Bandaríkjunum verkleyfið í hend- ur, — fyrir 50 milíónir dollara, eða * 10 milíónum hærra en Lesseps hafði í fyrstu áætlað skurðgraftar- kostnaðinn. j þegar Bandaríkjamenn höfðu fengið leyfið, var fvrsta verk í þeirra að koma af stað með mesta friði dálítilli stjórnarbylt- j ingu, Með henni gekk Panama eið- j ið úr lögum við Colnmbia ríkið, j og myndaði sérstakt og sjálfstætt j lýðveldi, og gerðist þetta alt und- ir vernd Bandaríkjanna. Yar þessi, lýðveldisstofnun lýst vfír 4. nóv. í 1903, og greiddu Bandaríkjamenn j þessu nýja Panama lýðveldi 10 mil- íónir dollara í skaðabætur. Ef borin er saman áætlun Banda- manna og Lesseps, kemur það enn þá betur í ljós, hve mjög honum hefir skjátlast. Auk þessara 50 milíóna byrjunarkostnaðar áætl- uðu Bandámenn að verkið mundi kosta 125 milíónir dollara, og að greftrinum yrði lokið á 10—12 ár- um. þetta var því æði mikið rif- legar áætlað en hjá Lesseps, en þó reyndist áætlun þessi alt af lág, — og nú hafa verkfræðingarnir lýst því yfir, að 400 milíónir dollara muni skurðgröfturinn kosta, að minsta kosti ; og þegar þessi 50 milíón dollara byrjunarkostnaður legst þar við, ásamt öðru ófyrir- séðu, mun ekki mikið vanta upp á, að Panamaskurðurinn kosti Bandamcnn 500 milíónir dollara. Bandamenn byrjuðu á skurð- greftíinum 1904, og þar sem vígsla skurðsins er ákveðin árið 1914, þá hefir tímaáætlunin staðist og.hefði jafnvel getað verið 9 ár, og skurð- urinn þá vígður að sumri, þegar hann er fullgerðttr til umferða. En við timaáætlunina vill Bandaríkja- stjórn ltalda sér, og verður því skurðvígslan á miðju sumri 1914, —• réttum 10 árum eftir að bvrjað var á verkinu. En þó nú Bandamönnum ltafi gengið verkið vel, þá hafa þeir átt við hina sömu örðugleikttna að stríða og Frakkar, að undanskildu því, að þeir hafa haft duglegri og ábvggilegri verkamenn, og stjórn verksins hefir verið í höndunum á mönnum, sem kunna að stjórna verki. Einnig höfðu Bandamenn langtum betri útbúnað, hvað verk- færi og önnur áhöld snerti en Frakkar. Amerisku verkfræðing- arnir beittu fvrst öllu sínu hugviti til að velja og láta smíða verkfæri og vinnuvélar, sem þeir voru viss- ir um að hægt væri að vinna með. þeir vissu sem var, að án góðra' áhalda var skurðgröfturinn ógern- ingur. Mesti örðugleikinn, sem Banda- menn áttu við að stríða* er lands- lagið. Ekki svo mjög blágrýtis- klettarnir og aðrar harðar berg- tegundir, heldur sú rás jarðlag- anna að sækja saman. þegar loks- ins með afar örðugleikum er búið að höggva í gegnum kletta og jarðlög og skurður er grafinn, þá eftir nokkra daga vakna menn upp við það, að skurðurinn fer mink- andi og að hir.ir sundurhögnu klettar og jarðlög eru að dragast saman. þrýstingur jarðlaganna beggja megin grafningsins er svo mikill, að skurðurinn helzt ekki í skorðum og sígttr bví aftur í faðm sinnar móður, að svo miklu leyti sem honum er lofað það. Vitan- lega gera Bandamenn alt sem þeir geta til þess að hindra þennan “samdrátt”, og gera því skurðinn breiðari o£ breiðari ; en þá er það að jarölögin neita að standa í sín- um fornu skorðum og hrynja nið- ur í skurðinn. Crðugleikarnir, sem Bandamenn hafa af þessu “uppá- ^ tæki” jarðlaganna, eru stórfeldir ; en von verkfræðinganna er, að þeg- 'ar sjóttum eittu sinni hefir verið hleypt í skurðinn, þá muni hann j jiess megnugur, að halda jarðlög- unum í skefjum. þess skal getið, að þessi samdráttur jarðlaganna er að eins í Calebra fjallgarðinum, Jen hann er eins og kunnugt er einn jliður hins mikla fjallaklasa, sem (liggur eftir Mið-Ameríku ettdi- langri. En þó nú að örðugleikatitir V.afi verið griðarmiklir og séu það enn, þá er nú samt svo komið, að auð- sætt er, að Bandamenn eru sigur- vegararnir, — skurðurinn er í e.tg- um vafa lengur. Panatnaskurðurinn, frá stri'nd til strandar, er um 40 mílur, t tt 10 mílur lengra fram á djúpsævi, tn þangað verður að grafa, því að grvnningar eru fram undan strönd- um. Má því segja, að skurðut'iun verði 50 enskar mílur á lengd. Skurðurinn er á sumum stö’Sutn vfir sjávarmál, en nálægt ströncl- ttnum er hanu hafdjúpur, Frá Li- mon fióanum á austurströndinni jvestur til Gatum er skurðurinn lallur hafjafn, og er sú lengd hans irúmar 7 m:lur. Hann er þar 42. feta djúpur í meðalflóði og 500 feta breiður. Við Gatum kemst skttrðurinn yfir sjávarmál. þar eru flóðlokur og risa-flóögarður bygð- ur þvert vfir dalinn, og er Chas- gres fljótið stýflað þar og gert að stöðuvatni, sem er um 164 fermil- ur. þegar því lýkur heldur skurð- urinn áfram yfir sjávarflöt nnz komið er til Pedro Miguel, sem er Kyrrahafsmegin ; vegalengdin nem ur þar 32 milum. þá koma afttir flóðgarðar og flóðlokur, unz skurð- ttrinn kemst aftur á haíjafna, sem verður sex mílur frá ströndinni. Að ári liðnu, 15. október, er ráðgert að fyrsta skip geti farið í egnum Panamaskurðinn. þá verðttr gleði á ferðum hjá mörgum. Ekkert mannvirki í heiminum hefir kostað annað eins fé og Pan- amaskurðurinn ; ekkert kostað fleiri mannslífin, ' og ekkert reynst örðugra viðfangs. Engu verður því betur fagnað en honum. Panamaskurðurinn verður Banda- rikjunum til ævarandi heiðurs. Fæði og húsnœði ——selur--- Mrs. JÓHANNSON, 794 Victor St. Winnipeg 128 Sögusafn Heimskringlu upp hurðu/ hundurinn tók að gelta og einhver fór að skamma hann fyrir. þegar hr. Markús gekk inn í húsið, sá hann amt- manntnn standa við matarskápinn í eldhúsinu í vinstri hendinni hélt hann á staf sínum oa pípu,’ en með þeirri hægri lamdi hann á skáphurðina, svó\hún var nærri farin af hjörunum. því næst tók hann lykilinn og stakk honum í vasa sinn. ‘Fjandinn hafi allar heimilisáhyggjur’, nöldraði hann, um ledð og hann staulaðist út í forstofuna. ____ Hann rétti hr. Markúsi hendina. ‘það er núna í eldhússkápnum ágætis pylsa og i -----t— w "■ ww‘“ það minsta þrjú pund af bezta hangikjöti, — gott á but t mc-N ' ^ elnSt °í' v.ln^urlnn befði baft hana .. «----- K.............................................. nn*t með ser, — alveg eins og hún hefði aldrei komið htnp'H'N t n _______________ h Bróðurdóttir amtmannsins 129 tala við þig um nýja húsið. Mér hefir dottið margt bug ; stássstofan fyrir það fyrsta----’ . .^j^u ekki fyrst segja mér, hvert stúlkan hefir iartð?’ spurði hr. Markús kurteislega og alvarlega. Hvers konar heimskuspurning, herra tninn’, svar- aði amtmaðurinn, án þcss að bregða hið minsta. }rrirgefðu, en segðu mér hvaða húsbóndi skiftir sér a. \innufólki slnu, sem er farið frá honum. Ég borga pjonum mínum laun sín, og þar með er það búið. . ir það eru þeir sem dauðir fyrir mér, og ég læt mig engu skifta, hvar í veröldinni þeir ertt. Stúlkan 130 Sögusafn Heimskringlu bingað. Já, svo finst mér'. Eo frændkona þin, sem kom trneð hana hingað, er bragðið fyrir betlikrakkana, er skriða kringum húsið. Ef svona er gengið frá kjötinu úti í reykhúsi, þá er , ekki að undra, þó þar sé litið, og svo á einhversstað- hún ánætrð ^ ^1”’ S,em k°m nueð ha ar að vera fttll hilla með niðúrsoðnum aldinakrukk- nm’. Hann klóraði sér á bak við eyrað. þori mín’, cndurtók hann^f ekki að segja konunni minni, hversu kjallarinn henn-'spurð aö þvl KvenfólkfíTÍ,’- ~ b&h‘ •hU” /"r{ ar befir verið rændur, _ og þess vegna - ég vtssijinni, - \ cr JZS? bcrna er numer, tvo í roð- ekki, að við heíðum tilbúinn mat fyrir kveld og mið-heimska er L ta- H r T ^ . T<t,io f---1____í_ ,_____ , , , . ta! Her Stondum vtð etns og tvær þú dagsmat. Jæja, þegar frænka mín kemur — —’. ‘Getur gkki vinnustúlkan sagt þér hvernig stendur?’ spurði hr. Markús. ‘þessi?’ og hann benti með pípu ainni á eldhúss- borðið, sem nýkomna stúlkan stóð við. ‘Hvernig dettur þér það í hug, hún tæpa tvo tima?’ ‘% meinti hina’ * c----* aiuuuum vio ClllS Og lvívi gamlar kjaftakerlingar og körpum ttm einskisverðan íngoma! _ Komdu inn, ég hefi nýjar hugmyndir. -- gólftð t stassstofunni ___’ ‘1 ið sktilum tala um það seinna, herra minn’, - o Rr*-‘ip hr. Markús fram í, þungbúinn i tneira lag’, og sem hefir dvalið hér íjáft þess að hrevfa sig úr sporunum. ‘Eg hefi nú einu sinni gaman af þessum hégóma, og af sérstakri á- stæðu verð é.g að fá að vita meira um stúlku þessa Amtmaðurmn horfðt stundarkorn út í bláinn, 'er vann fyrir þig í hvaða veðri sem var otr án þess sem vært hann að hugsa um eitthvað fjarlægt sér ; að mögla’ svo tók hann fis ai treyju sinni. 0, hún, hún ? -’ I <0, viÚeysa! Svo langt náði það ekki’. stamaði tautaði hann með ptpuna milli tanna sór. ‘Hún er ?amli maðurinn vandræðalega. er ekki lengur. ^ Hnn er íarwi’. Hjann lieit afturi ‘Jæja, þá’, greip hinn fram i og stappaði fsetinum ^PP °g var tþá blóðrjoður. ‘Kotndu inn, hr. Markús, óþolinmóðlega i gólfið, ‘við skulum sleppa því, er, ooan mtn verður glöð yfir að sjá þig, og ég þarf aS ég ætla að leggja það undir dómgreind kvenfólksins'. i i; i .. ■ i \m riwitifi^n^pr Hann sneri að stofudyrunum, en gamli tnaðurinn [fór í veg íyrir hann. ‘Ilvað gengur að þér, herra minn, að kvelja mig Jþannig’, kallaði hann ákafur. Viltu hræða vesaliflgs veiku konuna mína? Við erum bunir að tala nóg um þetta og þér má standa á sama. Ilvernig stend- ur á, að þú ert að fást svona mikið um kvenmann, sem leið hér ttm eins og skuggi, og sem við höfum alvcg gleymt ? ’ ‘Og fröken Franz líka, sem hún þó þjónaði með trúmensku ?’ ‘Svo ? Ilver hefir sagt þér það?’ spurði amt- maðurinn og brosti gletnislega. ‘Stúlkan sjálf —'. ‘Svo ? Talaði hún við þig ? Og hún sagði þér að hún hefði sérstaklega þjónað frænku minni?’ — Brosið hvarf eigi af andliti hans. — ‘Satt að segja vissi ég það ekki ; ég er ekki svo fimur i förunum að ég komist upp á loftið. Já, stúlkan sú! ’ Hann jypti öxlum. ‘Hún fallega frænka mín verður nú víst jfyrsta kastið að þjóna sjálfri sér, — þangað til hún hverfur aftur út í heiminn, eða réttara sagt, þangað til drengurinn minn kemur heim. þá breytist margt, herra minn. Hann sleppir ekki jafn fallegri frænku sinni frá scr, — jafnvel ekki, þó hún ætti í vændum að dvelja við hirðina. — þá skulum við hafa okkur upp aftur með hjálp gullsins ; þá skal hún ekki keyra í annara vagni en okkar eigin, herra minn ! — Og ég þekki keyrsluhesta’, hann kysti á fingur sér, — ‘ákafiega fallega og góða, en hvar þeir eru vil ég ekki segja þér, því þá kynnir þú að kaupa þá á ttnd- afl mér. Sjá þú til — ölltt hefi ég hugsað fyrir, og jþað eru ekki allir, sem gera það eins vel. Og ef sonur minni kæmi heim í þennan fátæklega kofa strax jí dag, skyldi ég á stuttum tíma skýra fyrir honum, hvernig hann ætti að lifa eins og efnuðum manni sæmdi’. Hann komst ekki lengra. Hr. Markús hafði tekið hatt sinn og gengið í burtu. ’ Bróðurdóttir amtmannsins lSA' 17. KAPÍTULI. Að eins til að e\-ða timanum!' Hann nísti tönn- um af reiði, er hann gekk yfir garðinn og að hliðinu. ‘þú ættir að koma inn’, kallaði amtmaðurinn á eftir honum og benti með pípu sinni á óveðursskýin, er höfðu nú safnast saman og dregið fyrir sólu. Líka var tekið að skyggja og brennheitan vindþyt lagðr fyrir hornið á bænum, sem feykti til gráu lokkunum á enni gamla mannsins, — ‘En skyldir þú mæta ungri sttilku með hatt og grátt slör, þá sendu hana strax hingað heim’, — bætti hann við og bar hendina ttpp að vörum sér. — ‘þessi bölvuð blómaleit, — gamla fólkið má sitja heima dauðhrætt! ’ Hr. Markús heyrði síðusttt orðin út fyrir garðinn. Hann hló liátt. Ef hann að eins mætti “fallegu frænku”, þá skyldi'hún ekki komast heim f\-r en hún hefði skýrt frá öllu því, er hann vildi vita, — þó svo þrumur og eldingar kæmu — skyldi hann eigi sleppa henni f\-rri. Vegurinn lá með fram garðshliðimt og út í skóg- inn, eða réttara sagt, það var mjó gata, er lá til Grafenholz. Skeð gat, að stúlka hans hefði valið þessa leið, er hún fór frá hjáleigunni. Inn í skóginn — inn í græna skóginn!’ Var ekki þarna í fjarska' dálítilt reykjarmökkur ? Gat það ekki verið ttpp af þurum kvistum, er flökkumenn höfðu tínt saman og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.