Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKR.IN Gt A WINNIPEG, 24. OKT. 1912. 7. BLS. * Pianosala. Afsláttarsala vor, sem vér byrjuöum 15, þ.m., er nú ö allra vörum, og höíum vér fulla ástæðu til að vera ánægðir með árnagurinn enn siem komið er. Píanó vor eru hin vönduðustu, hljómfögur og sterk, og hin mesta híbýlaprýöi, og ættu þvi að vera á sem flestum heimil- um, og nú er tækifærið að fá þau ódýr. Vort D. lag er mjög vandað og fallegt. piana, úr annaðhvort San Domingo ma- honf eða valhnot eik, og kosta vaual. frá $:i25 til $350, er salt núá $262.50. Vort E. lag, er mjög hljómmik- ið og sterkt, úr mahónf e?a val- hnot eik, kosta vanalega $400 til $425, fást nd fyrir 281.25. ÞETTA PÍANO FYRIR $262.50. “MUSIC COMPARTMENT BENCH and SCARF” — gefinn með hverju píano. Píanó-tegundir vorar eru : Sohmer, Newcombe, Blundall, Fowler i& Co. og Alexandra, og seljast þær allar með vildar- arverði. _ Píanó slík sem Sohmer hafa um 50 ár verið við- ■urkend sem hin beztu að snild og byggingu. það borgar sig að koma og skoða hljóðfærin í fjölbreyttustu hljóðíærabúöinni í Yestur-Canada. FOWLER & COMPANY, HOUSE OF QUALITY. Success Block horni PortageAve. & Edmonton. (290 Edmonton St.) ” DOMINION SHOECQ. 318 Main St. Vér seljum skó og stígvél, töskrr og kistur. — Vörur vorar eru góðar, Verðið er sanngjarnt.-—afgreiðsla ágaet. REYNID OSS! D0MINI0N SH0E C0.. 318 MAINST. WINNIPEC H0RNI MAIN ST. & ALEXANDER AYE. Húsmunir af öllum tegundum. Vandaðar vörur, auðveldir borgunar- skilmálar. Komið os finnið oss. Hver er skreðari þinn° Tf^i Fyrir bezt gerð föt ór beztu efnum sem hægt er að fá frá [útlöndum eða hérlendis FINNIÐ MIG SÍMI Garky 4186. W* R0SEN’ Vwtrp Oxford Second hand ClothineCo. Tulu áS _ _ itT . _ ^ 532 Notre Dame Ave. Tals «. «75» Vér seljum yfirfrakka fyrir lægra verð en nokkur annar f borginni.---Eftirtekt kvenfólksins viljum vðr vekja á vorum “Imitation Pony Coats1’ á $12. Einnig barna yfirhafnir á $2 búnar til úr klæði—KOMIÐ og skoðið birgðir vorar, þegar þér gangið framhjá.--Vér munum gera yður ánægða. EIGANDI, 4-M-M-M-M haust og vetrar fatnaður. V<. r höfum miklar birgðir af karla kvenna og oarna nærfatnaði, peysum, skóm og stígvélum. — Einnijr mikið a{ karlma nnafatnaði. Komið og skoðið. V,erð vort mun falla yður í geð. THE CORNEFI CLOTHING & DRY GOODS STORE 688 Notre Dame, (Horni AIaryland.) Frá fslandi. Ilannes Iláfstiein ráðherra sigldi á konungsfund 27. september, bæði með lagafrumvörp alþingis og svo til að leita undirtekta í sambands- máls samningunum væntanlegu. — Rinnig mun hann leita XA milíón króna lántöku banda Landsbank- anum, sem þingið heimilaði og bankanum mun víst full þörf á. — Nýr botnvörpungur er vænt- anlegur von bráðar, sem heitir “Ingóliur Arnarson”, og er Pétur Thorsteinsson eigandinn og ein- hverjir lleiri í félagi tneð honum. Skipið er smíðað á Englandi og Landsbankinn kvað hafa lánað £é til þess. Aftur á móti kvað það ekki vera rétt, sem nýlega var sagt hér í blaðinu, að Vestmann- evingar væru að láta byggja botn- vörpuskip á Englandi. — Sekt fyrir ólöglegar vínveit- inirar fékk brytinn á Austra ný- lega, 250 kr. Var kærður fyrir veit- ingar i siðustu för suður hingað frá Austfjörðum. — Björgunarbát er veriö að reyna að koma upp handa höfuð- staðnum með samskotum, er þeir gangast fyrir stýrimannaskóla- stjórinn, landlæknir (sem vakti máls á nauðsyn slikra áhalda fyr- ir missiri), 2 bankastjórar (B.S. og S.B.) og 3 borgarar aðrir með þessum formála : Hér var, fyrir 6 árum byrjað á samskotum til að eignast björgunarbát handa höfuð- staðnum, eftir voðaslys, er þá varð, er 20 manns druknuðu í einu á Viðej-jarsundi. Nú þótt slík stór- slvs séu fátíð hér á höfninni eða nærri henni, samanborið við land . alt með þess nær 70 druknunum á ári að meðaltali utn nær 30 ár hin siðustu, og sum árin (3) um og vfir 120, og þó að miklu meiri mannhætta sé hér í útverum og við eyðisanda, þá eru sam-t mikil brögð að sjóslysum hér í nágrenn- inu, með því að hér er svo margt um manninn, enda lítt bærilegur vansi, að gefast upp á miðri leið og ekki það, úr því byrjað var ú þessu. Og svo höfum vér .nú geng- ið í nefnd, til að reyna aö hafa sarnan það som á vantar, um eða vfir 3000 kr., sem á ekki að vera höfuðstaðnum ofvaxið. Að því búnu verður leitað fvrir sér með smíði eða útvegun á bátnum, gerð- ar ráðstafanir til öruggs viðhalds á honumi með góðri ttmsjón m.m. — Hinn 17. ágúst hrökk út af mótorbát í Norðfirði \T ára gam- ail piltur, Salómon, sonur Páls Magnússonar, bónda á Hvalsnesi í Miðneshreppi. Mesti efnispiltur og harmdauði ailra sem þektu hann. — Að tilhlutun landbtmaðarhá- skóla Dana hafa nýlega verið gérð- ar tilraunir til þess að komiast eft- ir, hvort arðvænlegra væri að mjólka kýr tvisvar á dag eða þris var. Niðurstaðan varð sú, að nokk ttð meiri mjólk fáist úr kúnni, sc hún mjólkuð þrisvar, en ef það er að eins gert tvisvar. Kýr, sem mjólkuðu 13 til 14 merkur í mál, bættu við mjólkina nær Hj pundi mjólkur, ef þær voru mjólkaðar þrisvar. Engin áhrif hafði það á fitumairn mjólkurinnar, þó oftar væri mjólkað, aftur léttust kýrnar dálítið við þessar tíðu mjaltir, ef ekki var séð um, að fóðra þær að því skapi betúr, sem þær mjólk- uðu meira. — Björgunarmedaliu úr gulli hefir frakkneska stjórnin veitt séra Jóni N. Jóhannessen presti að Staðastað fyrir aískifti hans af frakkneskum skipsbrotsmönnum sl. vetur, er fiskiskipið Aurora strand aði við Skeiðársand, en séra J. N. J. var þá prestur á Sandfellij — þorvaldur Pálsson læknir, sem nú er seztur að í Reykjavík og fæst við magasjúkdóma, hefir ný- verið stefnt ráöherra ísþvnds (f. h. landssjóðs) til þess að greiða sér eftirlaun fyrir héraðslæknisstörf í Hornafirði. Kyeðst þorvaldur reisa kröfu sina á læknisvottorð- um frá líflækni Kristjáns 9., Jens Schou, þórði Thoroddsen, Matthí- asi Einarssyni og Halldóri S'tef- ánssyni. Fróðlegt að vita, hvernig mn það mál fer! Suðurland 14. sept. segir: Allmargir hér eystra munti nú hæittir heyskap, og mun honttm nú innan skamms lokið hjá flestum. Heyfengur mun vera í bezta lagi og nýting ágæt, nema eitthvað hrakið af töðu hjá þeim, er fyrst byrjuðu. Víða hér munu sláttuvél- arnar eiga drjúgan þátt í þessum góða heyskap. Frönsku milíónirnar, sem attu að skapa stórskipahöfnina þar í Jtorlákshöfn, og sem gera áttu Suðurlands undirlendið að þessu mikla Goífenlandi framtíðar- innar, eru ókomnar ennþá. þeim verður það á, þcssum fésvslttmönn Ium, að tala digurt og ráðgera mikið, en efndirnar verða mdtini.' Skyldi Frakkinn annars kveinka * sér við kuldann ? — Kaupgjald á Akureyri hefir verið í sumar 40—50 aurar um tímann við sildarvinnu og 40 aur- ar við heyskap. Mikil ekla á sláttumönnum þar i ágústmánuði. — “Fjalla-Eyvindur verður i vetur leikinn á aðalleikhúsinu í Munchen á þýzkalandi, og er síð- ast fréttist, var Jóhann að semja við Max Reinhardt, alkunnan leik- hússtjóra þýzkan, um sölu á leik- ritinu. Takist þeir samningar mun “Fj.Eyv.” leikinn um alt þýzka- land. — “Fjalla-Eyvind” á einnig að leika á komandi vetri í “Dram- atiska teatern” í Stokkhólmi. Og minnist sænska blaðið Dagens Nv- heter þessa í langri grein nýlega. þar er skýrt mjög ving.jarnlega frá efninu i þeim þnemur kikritum, er Jóhann hefir gefið út. — Félag í Lundúnum ætlar í haust að senda til íslands gufu- skip með kælirúmi til þess að flvtja út kjöt, og hefir ftdagið sam- ið við Sláturfélag Suðurlands ttm kaup á kjötinu, pantað hjá því 200 þúsund pttnd af nýju kinda- kjöti, fyrsta flokks (þ. e. kjöti af dilktim, veturgömlu fé og sattð- um). Verðið á að vera 24 au.. pd. Chr. B. Eyjólfsson hefir verið milligöngumaður að koma þessu á laggirnar. — Chr. Popp, .kaupmaður á H'ofs ós, hefir selt verzlun'sína þar Egg- ert Jónssvni, verzlunarmanni á Sauðárkróki. t kaupinu eru verzl- unarhús, vöruhirgðir, útistartdandi skuldir, og vfir höfuð alt, er verzl- un Popps fvlgdi, segir blaðið Giallarhorn. Plnnfremur se?ir bað, að Plggert hafi keypt höfuðbólið Hof á Höfðaströnd með öllum hjáleigum. — Gjallarhorn setrir um síldar- veiðina nvrðra : Síldarafli hefir verið ágætur i sumar hér norðan við land. Er nú búið að salta til útflutnings um 100 þús. tunnur, en þar að auki hefir mikið verið selt síldarolíuverksmiðjunum til þess að bræða, og ætla menn að það mttni alls vera tim 50 þús. tunmir. Mikið af þessar.i síld er nú veitt af innlendum gufuskipum, og er það tnikil framför og ánægjuleg. — Kveldið 17. ágúst druknaði í Ilvalfirði Jtorsteinn Tónsson kaupa maður frá Ilálsi í Kjós, somir Jóns bónda Jtorsteinssonar, á Kala stÖöum. Ilafði siglt einn 4 báti vestur vfir fiörðinn seint ttm kveld ið, og er baldið að báturinn ltafi lent upp á sker við vesturströnd- ina, því þar fmst báturinn brot- inn, en með seglttm ttppi, morgun- inn eftir. Kvennaskólinn á Blönduósi. Hinn nýi kvennaskóli ái Blöndu- ósi tekur til starfa í haust. Ilúsið er steinstevpuhús, allálitlegt og er bað gert eftir teikningu, Einars tré smiðs Erlendssonar í Revkjavík, en Sigtr. Jóhannesson smiður á Akurevri, tók að sér að hyggja það fvrir 27 þús. kr. Sleppi hann sæmilega frá því fjárhagslega virð- ast þessar steinstevpubyggingar alt annað en dýrar á íslandi. Húsið er 32 álnir á lengd, en 17 álna breitt og að auki forstofa, 5x7 álnir. það er tvílyft, með há- um kjallara og 6 álna risi. í kjall- ara eru : Borðsalur, eldhús, búr, þvottahús, vinnukonttherbergi o. fl. frv. Hæð undir. loft er þar alin A fyrsta lofti eru 4 kenslustofur og stofur forstöðukvenna, en á 2. lofti eru stofur fvrir námsmcvjar 13 að tölu. Fimm álnir eru ttndir loft bæði á 1. og 2. gólfi ; auk þess er eitthvað af herbergjum á efsta gólfi. Jtiljað er innan á alla út- veggi hússins. Vatnsleiðsla er ttm alt og sömuleiðis fráræsla út í Blöndti. Kenslukonur til skólans eru ráðn ar þessar : Forstöðnkona írú Elín (Briem) Jónsson ; Fyrsti kennari ungfrú R<)Sa Arason frá Yíðimýri ; annar kennari ungfrú Sigurrós þórðardóttir frá Stóra-Fjarðár- horni ; þriðji kennari var óráðinn, er síðast fréttist. Til hússtjórnar- kenslu er ráðin ungfrú Guðþjörg Guðmundsdóttir úr Reykjavík. Reykjavík kornforða- búrfyrir Bretland ? Kanadabúar flytja ósköpin öll af korni til Bretlands. Jæir innflutn- ingar fara sívaxandi. það, sem á veltur fyrir kornframleiðendur, er að geta komið hveitinu á íslausar hafnir við Atlantshaf á öllttm tím- um árs. í sambandi við þetta er farið að skeggræða um það í brezkum blöð- um, að hentugast mvndi, ef hægt væri, að gera Reykjavík að milli- stöð milli Kanada og Bretlands og flytja hingað Kanadahveitið. t enska blaðinu Morning Post er greinarstúfur um J>etta, dags.,1. september. þar er bent á, að skrið sé aö komast á hafnargerðina hér, og Jtegar henni sé lokið verði Reykjavík “aðdáanleg miðstöð annaðhvort til geymslu Kanadahv.eitis eða þá til þess að breyta því í hveitimjöl og senda síðan til Bretlands”. — “Loftslagið er einkar hentugt”, heldur höf. áfram, “og ennfremur mælir það mjög með þessari uppá- stungu, að kornskip geta á sama tíma og þau fara 3 ferðir til Liv- erpool farið 5 ferðir milli Kanada og Reykjavíkur". Hof. endar grein sína á því, að skora á kunnuga menn að taka þessar uppástungur til rækilegrar íhugunar. Isafold segist muni gera sér far um, að láta lesenduf fvlgjast með í því, sem frekara gerist um þetta tnál. F réttabréf. THISTLE, UTAH. 13. október 1912. Hr. ritstjóri Hkr. J>ar eð nú er langt orðið síðan nokkuð hefir sézt í blaði yðar héð- an frá Utah, þá ætla ég að hripa fáeinar línur. J>að er virkilega skrítið, að þar eð á sl. siimri urðu hér íleiri markverðir viðburðir en á nokkru undangengnu í Spanish Kork, að hinir æfðu fregnritarar Heimskringlu skuli ekki með eintt oröi hafa drepið á þá. En af hverju það kemur ætla ég ekki að leiða neinar getur að þcsstt sinri. þó frostin gerðu nokkrar skemd- ii á ávöxtum hér í Utah i haust, þá var uppskeran þó vfir höfuð mikið góð, og atvinna er og hefir verið mikið góð, og mikið að gera bæði hjá löndttm og víðar. Verk- fallið, siem hér var gert í einum af námabæjunum, entist ekki lengi, og gerði mikið minni skaða en bú- ist van við. Jámbrautarvinna er hér mikil. Fyrst og fremst er Rio Grande Western félagið að gera hraut sína vfir Wabash fjallgarðinn um nálægt 50 mílna veg, og er hún með tvöföldu spori alla leið ; má því í raun réttri heita tvær sam- hliða brautir. Svo er félagið, sem á Schofield kolanámana — stærstu náma sinnar tegundar hér í Utah bvrjað að leggja braut þangað frá Ogden og gegnnnt Salt Lake Citv, og ver.ður sú braut hartnær 150 mílna löng, og er hún mestmegnis eign Utah manna. Braut þessi á að liggja tim Thistle bæ og Soldier Fork., — svo að þaö er ómögulegt að fá nægan mannafla til að vinna liér í grendinni. Mienn hafa svo hundruðum skiftir verið sendir far- gjaldsfrítt hiitgað, helzt að austan. En flestir þeirra kunita ekki við, að vinna erftða vinnu, þegar hing- að kemur, og stálu því keyrslu vestur á leið lengra. En morð cru hér nú mjög tíð. Ungur maður fanst myrtur í ánni, sem rennur hér hjá. Jtetta var fyr- ir rúmum mánttði ; en ekki hefir sá fundist, sem verkið framdi. Ilér hafa verið talsverðar rign- ingar, sem hafa holl áhrif fyrir hausthveitið, sem nú er tekiö að rækta hér, og sem borgar sig mik- ið vel. þegar haustrigningarnar eru nægilegar, svo að kornsprettan verði góð. Regníallið er nú þegar orðið um 1 þtimlung í október. I/ika hafa hér veriö talsverð frost. t nótt er leið varð kttldinn 11 stig íyrir neðan frostdepil. Nú er nautpeningur að fara af heiðum og niður í dali, og hafa fleiri hundruð dollara virði af grip- um slasast eða verið drepnir af járnbrautinni. En lögin hér í Utah þessu viðkomandi virðast að vera mjög óréttlát og virkilega bara heimskuleg, og eru þvi þing- mönntun mikið fremur til minkun- ar cn hitt. Til dæmis verða engar skaðabætur heimtaðar fyrir fénað, sem slasast eða er drepinn, þar sem fjárgafan liggur þvert yfir járnbrautina, og það þó sú seinni sé mikið yngri en hin ; og sýnist mér alveg hið mótsetta í þessu efni, því þar virðist mér að járn- brautamenn og félög ættu, að vera sérstaklega varkár og standa í á- byrgð fyrir þc»m skaða sem þau gera. Yfir höfuð er fólk hér fremur heilsugott um þessar mttndir, þó kvef og hósti talsvert til ama, og hér i bænum Thistle hafa um lang- an tíma verið tvær til þrjár fæð- ingar á móti hverju dattðsfalli, og getur þa8 ekki heitið slæmt. En það eru nálægt hálft edns margir hjónaskilnaðir eins og giftingar, ojj lítur það ver út. Grikkir þeir, sem eru að vinna hér, eru óánægðir yfir því að vera heimtaðir heim til föðurlandsins til þess að berja á Tyrkjum, og fáir eða engir tminu fara heim. Ameríkönsk timarit segja, að nú sé á orði að veita Golístrauminum norður tnilli Grænlands og Labra- dor. Vísindamenn álíta það mögu- legt, og ef það verður gert, þá verður byggilegt þar nyrðra. John Thorgeirsson. Dánarfregn. þann 30. september 1912 andað- ist að Merid P.O., Sask., aldraður maður Ingimar Marísson að nafni. Hann vrar fæddur að Dysey í Norð- urárdal i MýTasýslu á íslandi 30. apríl 1836. Ingimar sál. átti 6 börn á lifi, öll fullorðin ; 2 sonu heima á íslandi : Agúsfc trésmiður kvæntur og Benja mín ókvæntur ; 2 dætur hér vestra og heita báðar Sigríður, sú eldri gift Hannesi Benediktssyni og bú- sett nærri Foam Lake, hin gift Guðmundi Kjartanssyni og búsett nærri Manitoba vatni ; 2 sonu hér vrestra : Thorsteinn ókvæntur og Magnús kvæntur, háðir búsettir við Merid P.O. Ingimar sál. flutti vestur utn haf árið 1900, ásamt síðartöldum sonum sínum, og nam þá land í svonefndri Vatnsdalsbygð (Tantal- lon), en seldi það síðan og flutti vestur með sonum sínum. H:inn framliðni var búinn að vera ekkjumaður um mörg ár áður en hann flutti vestur. Blindur var hann rúm sjö síðustu ár æfi sinn- ar, en lengst af þeim tíma við góða heilsu, þar til síðasta árið, að hann var mjög þrotinn að heilsu og kröftum. Hann vrar jarðsettur 2. októberT að viðstöddu mörgu fólki. Hús- kveðju og líkræðu hélt enskur lút- erskur prestur. Friður guðs fylgi þeim fram- liðna. Blaðið Isafold er vinsamlega beð- ið að taka upp dánarfregn þessa. xii. í TÓMSTUNDUNUM J>AÐ ER SAGT, AÐ MARGT | megi gera sér og sfnum til göðs i og nytsemds, f tómstundunum. Og Það er rétt. Sumir eyða ölluin sínutn tómstundum til að skemta sér; en aftur aðrir til hins betra að læra ýmislegt sjálfum sér til ! gagns í Iffinu. Með þvf að eyða fáum mfnútum, í tómstnndum, til að skrifa til HEIMSKRINGLU j og gerast kaupandi hennar, gerið j þér ómetanlegt gagn, — þess fleiri j sem kaupa þess lengur lifir fs- i lenzkan Vestanhafs. Föt eftir máli Beztu fatnaðir gerðir eftir máli og ábyrgst að fara vel. hreinsun,:pressun OKAÐGEBÐIR J. FRIED, The Tciilor 660 Notre Dame Ave. 13-12-12 Rafurmagnsleiðsla. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ BygKÍnframeistarar! látiö okkur <?ora tilboö um Ijóávíra ok rnfurmaKnsleiösla í Jiúsiu ykkar. Verö vort er sanugjarut. Talsími Garry 4108 THE H. P. ELECTRIC 664 NOTRE DAMB AVE (AÐKNOUR : Komiö og sjáiö rafur* * _ magDs straujárn og suöu áhöld okkar, einnipr önnur rafurmagns áhöld. Ef eitthvaö fer aflaí?a kallið OARRY 4108 eöa komiö til 664 NOTRE DAME AVE .H-M-M-MG-M-MGMG-M-MGGGGG-tM-i-M-M-M-M-M-M’* WIVI. BOIVD, | High Class Merchant Tailor. 1 Aðeins beztu eíni á boðstólum.—Verknað- ur og snið eftir nýjustu tísku. VKHÐ SANNGJARNT. VERKSTÆÐI; ROOM 7 McLEAN BLK., 530 Main St. WLIW-í-W-W-W-J-h ■W^M-M-M-M-W-M-J-M-l-M-M-M-f-fr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.