Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. WINNIPEG, 24. OKT. 1912. GEIUSKEin GLA MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaðoooD P. O’CONNELL. etgaadi. WINNIPEG Beztn vínfftn*? viodlar og aÐhlynning góö. Islenzkor veitingamaður N. Halldórsson, leiöbeinir lsleodingom. JIMMY'S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAK. VlNVEITARI T.H.FRA8ER, lSLENDINGDK. : : : : : Jamea Thorpc, Elgandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stwrsta Billiard Hall 1 NorövestorlandÍDo Tlo Pool-borö.—Alskooar vfn og rtndNr Gleting og fneOi: $1.00 á dag og þar yfir l.ennun A llenu Eigendor. Hafið þér húsgðgn til söln ? The Starlight Fumiture Co. borgar hæsta verð. 593—595 Notre Dame Ave. Sími (larry .3884 ♦---------------------------------» A. H. NOYES K JÖTSA Ll Cor, Sargent 6c Beverley Nýjar og tilreiddar tjöt tegondir íiskur, fuglar og pylso'r o.fl. SIMI SHERB. 2272 13-12-12 ♦---------------------------------♦ D0M1N10N HOTEL S 523 MAIUST.AVINNIPEG Björn B. Halldórsson, eigandi. P. S. Anderson, veitingamaöur. TALSlMI 1131 BIFREIÐ FYRIR GESTI. Dag-sfœtii $1.5o Legsteinar A.L. MacINTYRE selur alskyns legsteina og mynmstöflur og legstaða grindur. Kostnaðar Aætlanir gerðar um innanhús tigla- bkraut Sérstakt athygli veitt utan- héraðs pöntunum. A. L. HacINTYRE 231 Notre Daroe Ave. WINNIPEG PHONE MAIN 4422 6-12-12 <<Höfuðlærdómar.,> Svo heitir rit nýútkomiS eítir þorstein Björnsson prestaskóla- kandídat. Kitiö er prentaö í -‘Col- umbia Press” í Winnipeg. þaö er 72 blaðsíður, pappír í betra lagi, letur frekar smátt á þessari bóka- tegund, s. s. Höfuölærdómafræöi. Málið er hreint og snjalt víðast hvar, framsetning og málsietningar skipulegar yfir höfuö. Prentvillur fáar, en fá aíbrigöi á venjulegri réttritun. Höfuölærdómar skiítast í þessa kafla : — 1. formáli, 2. inngangs- orð, 3. I.úterstrúin, 4. Únítara- kenningin, 5. “Nýja guöfræðin”, niöurlag, og síöast tilvitnamr í “Nýju guðfræðina”, eftir K. J. Campbell. t formálanum skýrir höf. Höfuð- lærdóma frá því, aö hann hafi not- ið aðstoðar frá 3 lúterskum prest- um, og 2 únítariskum prestum, að hvað miklu leyti er ekki ljóst. Skaði er, að hann skyldi ekki afla sér aðstoðar hjá klerkum “Nýju guðfræðinnar”, úr því hann aflaðd sér aðstoðar hinna áðurnefndu klerka, eða geta þess, að klerkar “Nýju guðfræðinnar” bafi neitað sér aðstoðar, ef hann hefir til þeirra leitað. Ennfremur tekur höf. þuð skýrt fram, að hann hafi “hlotið ágætan styrk utan að”, sem sérstakur maður hafi veitt af höfðingsskap. Hann minnist á örlæti og andleg- an áhuga, sem enn ekki hafi yfir- gefið íslen/.ka þjóð. þá eru inngangsorðin. þar getur höf. þess, að “trúarþörf” hafi ein- læ<rt gert vart við sig hjá þjóð vorri, — að hún hafi tekið “með íögnuði” við kristinni trú. En landslýð hafi verið býsna tregt að yfirgefa katólskuna, þegar siða- bótin kom til sögunnar. En þegar Lúterskan var orðin landföst, sé vafamál, hvort önnur eins rækt hafi verið lögð við hana í öðrum löndum. 1 því sambandi nefnir höf. hina andríku trúargarpa Hallgrím Pétursson og meistora Jón Vída- lín. U.m fyrsta atriðið verða deild- ar meiningar, ef á sögum skal byggja ; annað atriðrð er einnig of fljótt yfirfarið. Jin hið þriðja er sannleikur. það er mjög svo hæpið, aö það hefðu fundist menn kristnir í dag á meðal íslendinga, ef ekki væru til Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar og helgidaga- prédikanir meistara Jóns Vídalins. Mér vitanlega eiga, engar mótmæl- endaþjóðir eða kirkjudeildir eins hreintrúaðar og “brennandi í anda” — guðsorðabækur, sem bæk- ur þessar. þá er Lúters-trúin. Sá kafli skift- ist í VII. parta, fyrir utan inn- ganginn. það eru höfuðlærdóms- setningar Lúters-trúarinnar, sem barnalærdómskverin fjalla um að meiru og minna le<yti. PÍn hér eru þeir settir fram bæði skipulega og auðskildir, hverjum sem skilja vill. þar er sýnt, að Lúterstrúin er sönn trú, sem bygÖ er á óhreyfan- legum höfuðlærdómum ; hún er ó- hreyfa.nleg., ekki óákveðnar lausa- lopa kenningar, og einstakra manna stefnur, sem berast fyrir vindi geðþótta hvers og eins, pré- dikaxa eða orðsins heyrara. Kaflinn um Únítara-kenninguna er í VII. pörtum, ásarnt söguleg- um inngangi. þar er sýnt fram á, að Únítarar binda sig ekki við trú, beldur ,að eins kenningakerfi og- stefnur, sem alt getur verið hreyfanlegt, en afar-frjáLslynt fyrir dnstakling, og samrýmst við flest- ar nýungar, breytingar og dag- breytni. Kaflinn um “Nýju guðfræðina” er í VII. pörtum, ásamt inngangs- orðum, þar sem skýrð er stutt- lega frásaga hennar. Sú guðfræ&i hefir enga trú meðferðis, eftir skýringum höf. Hún kennir stund- um, að guð sé persónulegur guð, en stundum að hann sé alt í öllu og óaðskiljanlegur frá því náttúr- lega. Jafnvel að guðseðli í mann- inum sé ekki meira enn í dýrunum, einkum sé u.m hundinn að ræða! ! Margt líkt þessu tekur höf. fram um fjarmæli “Nýju guðfræðinnar". E-g hefi ekki lesáð “Ný’ju guðfræði” K. J. Camþbells, svo ég get ekki borið um, hvað satt er í þessu efni. En tilvrtnanir hjá höf. benda á, að hann sé ekki að fitnbulfamba út í loftið. Að endingu segir hann: — “Nýja guðfræðin er hvorki trú né skoðun, heldur undarlegur blendingur af báðu, og í rauninni skrípamynd hvorttveggja” Ekki dylst það, að bæklingurinn er í hæðsta máta andvígur “Nýju guðfræðinni”, og þvi miður er hún ákaflega óákveðin og reikul enn sem komið er. það ætti hver maður að lesa þennap bækling, því hann er fróð- legur að mörgu leyti, þótt hann sé andvígur þessari “Nýju guðfræði”. Sé hann það um of, þá getur hún huegað sig við, að það birtir í kring um hana fvrr eða síðar, sé hún á sannleikans grundvelli reist. Höfuðlærdómar kosta 35c, og á arðurinn að ganga til hins ívrir- hugaða íslen/ka gaffnalmennahælis. þarft fyrirtæki að styðja. Kk. Arg. Benediktsson Réttarritara embættið í Pembina County. Jakob J. Erlendsson, að Ilensel, N. I)ak., sækir við ihöndfarandi kosningar um réttarskrifara — Clerk of Court — embættis í Pem- bina County, undir flokksmerkjum Kepúblika. Síðan Jakob kom frá íslandi sem litill drengur árið 1883, hefir hann einlægt átt heima í Pembina County, og þekkir því út í æsar allar ástæður sveitarinn- ar, um leið pg hann sjálfur er þektur af öllum, sem einn af eftn- legustu ungu bændunum í bygðinni — ágætlega hæfur til að gegna op- inberum störfum, áreiðanlegur og vandaður í öllu tilliti. Jakob J. Erlendsson er fæddur að Jökli í Eyjafirði. Ilann er son- ur Jóhanns Erlendssonar og konu lians Sigurbjargar, og hafa þau hjón síðan 1891 átt heima í nánd við Akra,, N. Dak., og eru öllum að góðu kunn, er þau þekkja. Jakob naut vanalegrar alþýðu- skólamentunar, en ástæður leyfðu ekki, að hann héldi áfram skóla- veginn. En misjöfn eru þau not, er menn hafa af alþýðuskólamentun. Er það ljós vottur þess, hvernig sá, er hér um ræðir, hefir fært sér alþýðuskólann í nyt, að hann tal- ar og ritar enskt mál eins og bezt gegndr, svo engum mundi til hug- ar koma að neita, að hann sé vel vaxinn stöðu þeirri, sem hann sæk- ir um. 1 Akra Township hefir Jakob gegnt störfum hreppsnefndarmanns (supervisor) og virðingarmanns (assessor), og farist það ágætlega. Enda verið kosinn, án þess að sækjast eftir stöðunum. Árið 1907 var hann skipaður sem einn af að- stoðarmönnum lögreglumeistarans (sergeant-at-arms) í sambands- þinginu í Washington. Og 1909 var hann skipaður áðstoðarskrifari senators M. N. Johnsons frá N.- Dakota, og gegndi hann því starfi, þar til senator Johnson dó 22. október 1909. Meðan Jakob var i Washington sótti hann kveldskóla, og sýndi með því, hve gjarnt honum er að færa sér í nyt hvert tækifæri sem býðst til að víkka sjóndeildar- liringinn og auka mentun sína. — Síðan hefir hann stundað búskap. það er bændastéttinni sómi, þegar eins vel fær maður úr henn- ar hópi og Jakob J. Erlendsson, býður sig fram til vandasamsar stöðu, og er viðurkendur af. öllum að vera vel til hennar hæfur. — Stéttarbræður hans ættu því að sjá sóma sinn í því, að greiða at- kvæði sín með honum fimta nóv- ember í haust, — ekki vegna þess, að hann er bóndi, heldur vegna þess, að hann er ágætlega fær til stöðunnar, og mun verða stétt .‘-inni til sóma, ef hann er kosinn. Bændur ættu að taka þátt í op^ inberum störfum hlutfallslega við þýðingu bændastéttarinnar í mann ftlaginu. En því að eins verður það, að færir menn úr þeirra hópi nái kosningu, er þeir bjóða sig fram. Tækifæranna land! Nokkrir þeirra miklu kosta, sem Manitoba fylki býður þeim, sem óska að bæta hag sinn, sýna hvers vegna þeir ættu að velja sér heimili innan takmarka fylkisins. TIL FÖÐURSINS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba fylki heimsfrægt, sem framleiðslustöð N o. 1 h a r d hveitis. Til bændasonanna býður Manitoba ókeypis búnað- armentun, í búnaóarskóla, sem er í fremstu röð slíkra stofnana á meginlandi Ameríku. TIL HANDVERKS- 0G VINNUMANNA. Blómlegar iðnstofnanir í hraðvaxandi framfara- borgum keppa um allskyns verkfróða og óverkfróða vinnendur með háum vinnulaunum. þar er ótak- mörkuð og arðsöm atvinna fyrir alla. TIL FJÁRHYGGÉNDA. Gnægð af vatnsframleiddu rafafli á fágu verði fyr- ir framleiöslustofnanir. Frjósötn lönd. Margbreyti- leg og ótakmörkuð náttúru auðlegð. Fullnægjandi flutningstæki. Ungar og framfaraaniklar borgir. — Alt þetta veitir vitsmunum, fjármagni og dugnaði tækifæri og gróða, óviðjafnanlegan nokkurstaðar og umfram beztu vonir. Yér bjóðum yður ölhim að koma og verða hlut- takandi í vorri vaeqandi framför Og framtíðar mikil- leik. Skrifið eftir frekari upplýsingum til : JO.S’, BUllKK, Industrial Bvreau, Winnipeg, Manitoba. JAS. IÍAIITNEY, 77 York Street, Toronto, Ontario. J. F. TBNNANT. tíretna, ManUoba. W. W. UNSWORTII. Einenon, Manitoba; S. A BEDF0RD. Deputy Minnister of Agriculture, Winnipey, Manitoba. Meö þvl aC biðja œflnlega nm ‘T.L. CJGAR, þA erto viss aö fá ágwtan vindil. (LNION MADE) Wentern Cisnr Faetory Thomas Lee, eieandi Winnnipeg þegar velkyntur maður sækir um embætti, er oítast talið sjálf- sagt, að hann fái atkvæði heima fyrir ekki einungis hjá ílokksbræðr- um, heldur án tillits til flokka. — Bygðin öll í vesturhluta Pembina- County ætti að sjá sórna sinn í því, að greiða stkvæði með heima- manninum, — ekki einungis vegna þess, að hann er heimamaður, heldur vegna þess, að hann er að allra dómi ágætlega vel hæfur í stöðuna,'og mundi verða bygð sinni til sóma, e£ hann er kosinn. Ekki væri það hrósvert af Is- lendingum,, að greiða atkvæði með manni úr sínum hópi einungis vegna þess hann er Islendingur, án tillits til þess, hvort hann er stöð- unni vaxinn eða ekki. En það vilj- um vér fullyrða, að enginn Islend- ingur, sem í haust grciðir atkvæði sitt með Jakob J. Erlendssyni fyr- ir réttarritara, þurfi í því að láta stjórnast af þjóðernishvötum ein- um, heldur getur hver og einn fundið til þess, að hann hafi kosið hæfan mann, sem verða muni þjóð sinni til sóma. ééééééééééééééééééééé* f> «! 5 l/ITUR MAÐUR er varkár með að dtekka ein- < $ ▼ göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. | ! DBEWRY’S REDWOOD LAGER ♦ það er léttur, fceyðandi bjor, gerður eingongu „ úr Malt og Hops. Biðjið ætið um hann. 4 | E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. | **ié*éé**éé******é**é* ********************** Sigrún M. Baldwinson ^TEACHEROFPIANO^ Ck. 727 Sherbrooke St. Phone G. 2414 Það er alveg víst afl þnrt borg- ar sig að aug- lýsa i Heim- skrÍDglu ! 132 Sögusafn Heimskringlu Bróðurdóttir amtmannsins 133 134 Sögusafn Heimskringlu Bróðurdóttir amtmannsins 135 iituðu þar á katli sínum ? Hvaða vitleysa! þetta voru að eins svörtu skýin, er þöndu sig yfir trjá- toppana. Eins og gypsum væri leyft að hafast við í skógum hans hátignar! En vegurinn var þó frjáls fyrir vagninn með strigatjaldinu og sólbrendu mötui- unum, er tylgdu ríðandi á eftir. þessi hópur manna hlaut að fara hægt. þeir áttu ekkert heimili og þurftu ekki að flýta sér ; fótgangandi maðurinn gat vel riáð þeim, og þá ætlaði hann að gæta að, hvort fallega stúlkan sæti ekki í vagninum. ‘Vitleysa! ’ sagði amtmaðurinn alt af, og hr . Markús tautaði það sama og liristi höfuðið. Heimska! — að hugsa sér þessa stoltu ágætisstúlku meðal hálfnaktra flökkumanna, inuanum spákerlingar og flækinga! — Hvernig var það mögulegt, að nokkrum manni með heilbrigðri skynsemi skyldi geta dottið annað eins i hug? — Hann hraðaði sér áfram sem mest hann mátti. Hann ætlaði að leita sér ttpplýsinga hjá skógverðin- tim, og væri hún farin þaðan ætlaði hann á eftir henni og ekki að stansa fyr en hann findi hana. Hinn græni litur skógarins var horfinn. þögul og dökkleit stóðu stórvöxnu trén og biðu titrandi stormsins. Hitinn undanfarna daga hafði gegnsogið þau. Gatan mjóa, sem vanalega var rök, var nú /tkrælþur, grasið stóð visið og blómin drupu þögtil blómkrónum síntim. Dálítill lækur, er rann þar hjá, var nærri þurkaður upp, og borðið, er lá yfir hann; var nú næstum til aðhlægis. Herra Markús jjekk vfir lækinn á borðinu. Á hægri hönd lá skógtirinn, á vinstri engjalönd. þar stóð skógvarðarhúsið. Tængra i burtu var gengið yfir á þjóðvegfnn, og svo kom liúsið i ljós eftir stundarkorn. Hr. Markús staðnæmdist alveg forviða. Maður- inn, sem hann hafði séð þar kveldinu áður, kom irt úr húsinu og sté á bak hesti sínum, sem skógvörðurinn hafði haldið í. Og nú sá hann hver það var. þessi tígulegi gamli maður, með stutta, gráa hárið og í sumarkápu og með hanzka á höndum, hefði ekki kært sig um að vera álitinn gypsa-höfðingi. Ilann reið greitt í burtu. Hundurinn hljóp á undan honum og skógvörðurinn við hlið hans. Iýftir nokkrar mínútur voru þeir horfnir úr augsýn. llvað átti hann nú til bragðs að taka? Fvrst ætlaði hr. Markús að hlaupa i veg fyrir skógvörðinn, er var sá eini, er nokkuð gat greitt fram. úr vand- ræðum hans, en svo hugsaði hann sig betur um : ITann gat naumast gefið sig á tal við mann, er sýni- lega var í áríöandi erindagerðum, og krefjast skýring- ar af honum úti á víðavangi. Nú sá hann kött læðast niður tröppurnar og skjótast burtti. Húsið hlaut því að* vera opið og einhver manneskja inni. Ilann gekk hcim að hornglugganum ; hlæjtirnar voru dregnar niður, en dvrnar voru ólæstar, og hann hikaði eigi við að opna strax og ganga inn. Enginn gluggi var á anddyrinu, þar var þvrí bæði svalt og dimt ; en dyrnar á hornherberginu, er lágu út í ganginn, stóðu opnar, — líklega til að hlevpa hreinu iofti inn, — og bláleita skímu lagði út í anddyrið. Hann fékk megnustu óbedt á sjálfum sér. Hann stóð hér sem þjófur, er læðst hefir inn í hús til að stela. Hvernig átti hann að afsaka kotmi sína fyrir ókunnugum ? Samt sem áður lokaði hann hurðinni hljóðlega, og beið svo við. Honum var dimt fvrir atigum fvrst í staö, en það var að e ns i svip. Og nú sá hann, að kenslukonan var hér ; hattur hennar og hanzkar, er írú Griebel hafði mest hneykslast á, lágu þar á litlu borði. — Á! Fuglinn var veiddur. það glaðn- aði yfir honttm og hann langaði eftir hefnd. Nú gat hann dregið til hliðar tjald það, er httlið hafði ting- frúna. þessi eigingjarna kona skyldi mega til að segja honum, hvar stúlka sú væri niðurkotnin, er lniii hafði drégið ofan í fátækt með sér. Hawi gekk hratt og ákveðinn inn í stofuna, en hrökk svo við og hvarf út í anddyrið aftur. I stofu- horninu — horni því, er hann hafði heyrt lága sam- talið kveldið áður — stóð rúm og í því lá sofandi maður ; ekki var hægt að sjá fyrir víst, hvort mað- ttrinn var sofandi eða liðiö lík, sem reyndar þó var eins mikið útlit fyrir, en bláleitu glætunni gat þar verið um að kenna. Hr. Markús var reyndar ekkert rö hugsa um þetta ; hann starði a'ð eins á mikla skeggið, er lá ofan á ábreiðunni. Hvernig stóð á |því, að hcr lá maðttr sá, er hann sjálfur og frú Gri- ebel höfðu fundi'ð á þjóðveginum og flutt heim á hcrragarðinn og hjúkrað eina nótt ? því þetta var sami ma'ðurinn. Og hvútð lengi hafði hann verið í lierbergi þesstt, sem hafði valdið hr. Markúsi svo mik- illar áhyggju ? Og hvernig í dattðanum stóð á því, að kenslttkonan, þessi hofróða, var hér í skógvarðar- húsintt við sjúkrasæng flækingsins ? Hann færði sig lengra út í anddyrið, því nú lteyrði hatm skrjáfa ofurlitið í kvenkjól. Hann vildi virða hana fvrir sér í góðu tómi, áður en hún vrði hans vör. Hún hlaut að hafa komið inn um hliðar- tlvr ; líklega úr elclhúsintt. Hún var víst að taka eitthvað til á borðintt, því það heyrðist sem hringla lítið eitt í glösum. Svo gekk hún að rivminu. Hún sneri baki a'ð honum. Hann sá þvkka dökkva lokka, og hún hélt með annari hendinni dökka kjólnttm. upp að aftan. Hvernig lá í ölltt þessu ? Hlonum fanst eins og hann hefði séð hana áður, — líklega í skuggsýnu, hún var að líkindtim lík frænda sínum. Hann hafði aldrei talað orð við hana og þó fanst honum eins og hann hefði þekt hana langa lengi. Hún beygði sig ofan að sofandi manninum, og hlustaði eftir andardrætti hans ; hún bægði hægt í burtu ílugu, er flögraði þar. Síðan sneri hún sér við, — og maðurinri í forstofunni stóð sem negldur niður : þó ltún sýndist vera hieKSarmey i fallegum, vel saumuðtmi kjól, með mikið vel uppsett hár, —i þá var það samt sem áður þjónustustúlkan amtmanns- ins, er hugsandi og niðurlút gekk aftur inn að borð- inu. Skýl’an féll frá auguni mannsins, en lijartað hans stóð nærri kyrt, svo forviða varð hann. þvílíkt og annað eins! Ilann hafði fallega vaðið revk. því- líkur dæmalatts attli og kjáni hann hafði verið! Haltn haföi hvorki litið til hægri né vinstri, heldur trúað öllu, er honutn var sagt. Ef hann að eins hefði við haft dálítið meiri skarpskygni, er náttúran hafði gef- ið honum, þá ltefði hann fvrir löngtt sí'ðan verið bú- inn að ráða þessa gátu. Nú vissi hann að ungfrú Agnes Franz Itafði farið í vinnuföt til að vinna fyrir brauði handa ógæfttsömu gömlu hjónunum. Kenslu- konan og þjótnistustúlkan voru eitt ög hið satn t, — “sem eitt hjarta og ein sál”. Hún hafði eintt sinni sagt lionttm það, og nú iyrst sá hann, hvernig í ölltt lá. Nokkurs konar sambland af gremju og aðdátm, löngun eftir hefnd og innileg hluttekning — lirevfði sér í brjósti hans. Hlann þakkaði símim sæla fvrir, að geta dulist um stund frammi í myrkrintt. Utig- frúin skyldi ekki hafa gaman af þvi, að sjá tindrun hans. Hún mátti ekki einu sinni lesa hana úr and- liti hans. Ilún gekk fram hjá dyrunum, án þess að veita hontim eftirtekt. Hann laut áfram til þess að sjá, hvað htin hefði fyrir, stafni ; hún skar sttndur sítrónu og Iét í vatnsglas, — og nú sá hann, hvers vegna fall- egu frænku var ekki l'eyft að ganga út hanzkalausri.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.