Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.10.1912, Blaðsíða 1
SENDIÐ KORN TII, ALEX. JOHNSON & COMPANY, 242 QRAIN EXCHANQE WINNIPEQ, MAN. ALEX. JOHNSON & COMPANY, ííijía ISLENZKA KOKXrjlXAUj I OASADA. LIC^NSED OG BONDED MEMBEBS Winnipeg Grain Exchange XXVII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 24. OKTÓBER 1912. Nr. 4 BALKANSTRlÐlÐ. Tyrkir fara halloka fyrir bandamönnum. Nú eru Svartfellingar ekki leng- ur einir á móti Tyrkjum ; hinar Balkanþjóðirnar ' fóru að dæmi þeirra og sögðu Tyrkjum stríð á hendur fyrra fimtudag, 17. þ. m., og frá þeim degi, byrjar hið veru- lega Balkan-stríð. G r i k k i r réðust inn á Tyrk- land að sunnan, og stýrði megin- her þeirra Konstantin krónprins ; tók hann viðstöðulitið ýmsar smá- borgir þar við landamærin, þar á meðal borgina Klassona ; sátu þeir um hana rúman sólarhring, en þá gáfust Tyrkir upp, eftir að hafa mist meiri hluta varnarliðs síns. Fengu Grikkir þar talsvert af skot- vopnum og tóku 1000 tyrkneska hermenn til fanga ; en sjálfir mistu þeir 1500 manns. Er þetta stærsti sigur Grikkja enn sem komið er, og iafnframt sá dýr- keyptasti. Svartfellingar hafa enn ekki tekið borgina Skiitari, en sitja um hana með meginher sinn, og búast við að ná henni á sitt vald á hverri stundu. þeir hafa náð borgunum Plava og Gussinje, eftir mannskæðar orustur. S e r b a r eru þeir einu af Bal- kanskaga þjóðunum, sem farið hafa halloka fyrir Tyrkjum. Mistu þeir heila hersvéit með 1000 manns nálægt þorpinu Novipazar á mánu- daginn. Raunar kom þar ekki til orustu, heldur höfðu Tyrkir íalið mikið af sprengiefni í jörðu, og er Serbarnir komu þangað, 1-étust Tyrkir hörfa undan, en kveiktu um leið í sprengiefninu, og varð spreng ingin svo gífurleg, að næstum hvert mannsbarn í serbisku her- sveitinni beið bana- Aftur unnu Serbar, undir forustu Jaukoviteh hershöfðingja, sigur á Tyrkjum við þorpið Podujovo, og tóku þeir þar 500 hermenn til fanga. Bulgarir hafa gert mestan uslann. þeir eru langfjölmenna^tir bandaþjoðanna og hafa góðan her. llafa þeir unnið hvern sigurinn á Tyrkjum á fætur öðrum og tekið margar borgir og bæi. Fyrst tóku þeir borgina Kvik-Kilisseh eftir harða orustu ; léllu þar af Tyrkj- Uö* 2,000 hermenn og 1200 af Búlg- urum. Næst tóku þeir bæinn Must- pha Pasha, eítir tveggja daga or- ustu ; höfðu Tyrkir þar mikinn viðbúnað og virki góð, en svo fóru leikar, að þeir urðu upp að gefast. Stýrði Ferdinand Búlgara- konungur sjálfur liðsveitum sin- um. Eftir þennan sigur hélt meg- inher Búlgara i tveimur deildum niðun eftir Maritza dalnum og sett ust um borginaf' Adrianopel, sem er ein af stærstu borgum Tyrk- lands. Um hana hafa nú staðið blóðugir bardagar í þrjá daga, og hafa Tyrkir alt af hröklast undan smátt og smátt, og nú i dag ber- ast þær fréttir, að Búlgarir hafi náð borginni og tekið 8,000 Tyrki til fanga. Næstu daga er búist við stóror- ustum, hverri á fætur annari. — Ilafa Tyrkir sent út meginher sinn í þremur deildum : eina suöur á inóti Grikkjum og hinar í norð- ur móti Búlgurum og Svartfelling- um. Er búist við, að fyrsta reglu- lega stórorustan standi við borg- ina Skiitari, því þangað sendu Tyrkir aðra norður-herdeildina, til að levsa borgina úr umsátri Svartfellinga. Tyrknesk herskip hafa skotiö á borgir meðfram Bitlgaríu strönd- um, og grísk skip á tyrkneskai bæi en litlum skaða kvað það hafa valdið. Ný uppreist í Mexico. Mexico er vandræðanna land. — þegar Madero stjórnin þóttist vel á veg kotnin meö að bæla niður uppreist þá, sem Orozco hershöfð- ingi liafði liafið í norður Mexico og setn staðið hefir lengst af í sumar, — kemur það fyrir, að önnur upp- reist er hafin, og langtum alvar- legri i attstur Mexico. Fyrir þess- ari nýju og óvæntu uppreist stend- ur Felix Diaz hershöfðingi, bróður sonur hins fyrverandi forseta, sem Madero steypti af stóli. Gamli Diaz hafði fylgi mikið í Mexico meðal höfðingja og klerka, og nú eru allar líkurnar, að Felix Diaz fái alt það mikla fylgi. Ilfann byrjaði uppredst sína í Vera Cruz fylkinu, og gengu Jægar fjórar borgir á vald hans, og tollstjóri stjórnarinnar í Vera Cruz gekk þegar í lið með Diaz, og afhenti honum tollsjóðinn, sem nam fimm hundruð þúsund dollurum i gulli, og kom það Diaz vafalaust i góð- ar þarfir. Nú hefir hinn uppreistarforinginn Orozco gert bandalag við Diaz gegn Madero stjórninni og hafa þeir nú mikið lið, bæði í austur og norðurhluta landsins. Diaz hef- ir Jtegar tekið sér bráðabyrgðar- forsetanafn og myndað ráðaneyti. Einn af ráðherrum hans er Fran-. cisco de la Barra, sem áður var Maderos maður og bráðabyrgðar- forseti, þegar Diaz forseti hröklað- ist af stóli. Nokkrar orustur liafa háðar ver- ið og hefir uppreistarmönnum veitt betur. En Madero stjórnin er engan veginn aðgerðalaus. Hún fékk þingið til að veita eina milíón dollara til herkostnaðar, og ætlar að senda allan meginher sinn gegn Diaz, og reyna að koma honum fyrir kattarnef áður uppreist hans verður mögnuð. Hafa margar her- deildir verið sendar norður á leið til Vera Cruz, og er búist við stórbardaga á næstu dögum. Álit fiestra er að gamli Diaz standi að baki uppreist bróður- sonar síns, og að hann muni ætla sér forsetatignina að nvju í Merxi- co, ef Madero verður hrint af stóli. ’Ctlitið er því ískvggilegt í Mex- ico um þessar mundir. Fregnsafn. Mn k vei ðustu viðburðir hvaðanæla — Hertoginn af Connaught, Canada landsstjórinn, kom á mánu daginn beim til Ottawa úr umíerð sinni um Vestur-Canada. Hver- vetna sem hann og fjölskylda hans komu var Jteim fagnað með kost- um og kynjum, og gerðu Vest- menn sé-r einkum dælt við dóttur- ina, hina fögru prinsesstt Patrica, sem strax vann sér velvild allra, er hana sáu. Hertoginn var stór- hrifinn af Vestur-Canada og hinum alúðlegu viðtökum, er hann varð hvervetna aðnjótandi. — Fvlkisþingið í Saskatchewan á að koma saman 14. nóvember. — Flotamálaráðgjafi Breta, Rt. Hon. IVinston S. Churchill, hafði sem kunnugt er ákveðið aö heim- sækja Canada í næsta mánuði, í tilefni af flotasamningum Borden- stjórnarinnar við stjórn Breta ; en nú er hann hættur við þá för í bráðina vegna Balkan ófriðarins, þvkist þurfa að vera heitri'a'* og hafa gát á rás viðburðanna, og mun slíks engin vanþörf eins og nú horfir. I.íklegt er talið, að Mr. Churchill mnni ferðast til Canada og Ástralíu á næsta sumri. — Signor Marconi, hinn heims- frægi uppgötvari loftskey tanna, lenti í bifredðarslysi nýverið og meiddist talsvert á höfði, en lækn- ar héldu þá, að engar alvarlegar afleiðingar tnundi fylgja. En raun- in varð önnur, þvi núna fvrir fá- um dögum, varð Marconi að láta taka úr sér hægra augað, og sögðu þá læknarnir, að sjóntaugin htfði skaðast við höfuðhögg það, ' sem hann fékk í bifreiöarslysinu og eini vegurinn til að varðveita sjón- j ina á vinstra auganu væri að taka burtu hægra augað. Marconi er ennþá á sjúkrahúsinu í Rómaborg. — Maður nokkur í Mason City í lowa, \V. J. Coleman að nafni, var nýverið dæmdur í hegningar- | hússyinnu utn óákveðinn tima fyr- ir fjölkvæni. Kom það i ljós fyrir 1 réttinum, að hann hafði kvænst 6 I konum, sem allar voru á lífi, og ekki íengið skilnað frá neinni þeirra. Engar tvær voru úr sama ríkinu ; ein var frá Georgia, ein frá South Carolina, þriöja frá New York, íjórða frá Illinois, fimta frá Wisconsin og sjötta frá Iowa. Var það konan númer 5, sem kotn upp um hann ; hafði hún veitt honutn eftirför til Iowa,- og fann hann þar nýkvongaðan eigtnkonunni númer 6. Hún brá þá strax við og klag- aði bónda sinn fyrir lögreglunni, og var hann samdægurs tekinn fastur og farið að grenslast fyrir um æfiferil hans. Kom það þá í ljós., að á síðastliðnum fjórum ár- tim hafði hann búið í sex ríkjum og kvongast að minsta kosti sex sinnum, og alt af undir sínu rétta nafni — Coleman. Fimm a£ konum hans mættu fvrir réttinum, og níu , börn sýndu þær, sem Jtær kváðu . hann föður að. þrjár hafði hann ( vfirsxefið eftir nokkura mánaða sambúð, en með tveimur Jteim ivrstu bjó hann í tvö ár og skifti ( tímanum á milli þeirra. Hina j sjöttu og siðustu hafði hann nv- gengið að eiga. I.ögreelan heldur raunar, að hann muni eiga fleiri konur en þessar sex, og sjálfur | bar náunginn ekki á móti því ; sagðist ekki muna með vissu, hve mörgum hann hriði kvænst osx hversu margar hefðu að eins vrið vinkonur s'nar. Coleman er talinn ófríður maður, og dómarinn lvsti tindr”n si”ni vfir bv'. að kommnm skvldi hafa getað litist á slíkan mann. — Senator Weldon Brinton Hey- burn frá Idoho andaðist í Wash- ington, D. C., 17. þ.m. eftir langa legu. Hann varð 60 ára og hafði setið í W7ashington senatinu í 9 ár. Hann var Repúblikani. — Fellibylur geysaði yfir Filips- eyjarnar 16. þ.m., og gerði feikna skaða á mönnum og eignum. Segja fregnir þaðan, að rétm 400 manns hafi farist og eignatjónið nemi vfir 8 milíónum dollars. Mörg þúsund manns mistu aleigu sína og standa uppi húsnæðislausir og allslausir og er því hörmungaástand víða á eyjunum. Mestur skaði varð þá á eyjunni Cebu ; fórust þar mörg skip og fjöldi húsa fauk ; er eigna- tjónið' á þessari einu evju talið að nema 5 miliónum dollars. Iyands- KLIPPIÐ AF Húshaldskostnaði yðar Rieð meira ltrauðáti, brauð er ódýrust og saðsömust fæðutegund.— Gerið brauðið úr OGILVIE'S Royal Household Fiour Það er ágætasta mjölið, sem J ér getið not- að, og veitir ætfð fullnæging. FÁIÐ ÞAÐ HJÁ MATSALANUM. The Ogilvie Flour JVliIIs Co. Ltd. Winnipeg( stjórinn hefir Jtegar sent skip hlað- in vistum til Cebu eyjar, og sam- skot hafa verið hafin víðsvegar til að bœta úr brýnustu þörfum þessa bágstadda fólks. — Col. Roosevelt fór út af spít- ala Jteim í Chicago, er hann lá á, á mánudaginn var, og hélt rak- leiðis til Oyster Bay. Hann er tal- inn úr allri hættu, Jtó enn blæði talsvert úr sári hans og kúlan hafi enn ekki náðst. — Grikkir í Canada eru að safna £é til styrktar löndum sínum á ættjörðinni, sem nú eru i stríðinu við Tvrki. Á fé það, að ganga til lífsframfærslu hermannanna og fjölskyldna þeirra. A einum slíkum fundi í Toronto borg náfflu sam- skotin nokkrutn þúsundumi dollars og 200 manns á þeim fundi sömdu skrifiega um, aö hverfa þaðan heim aftur til að berjast moti Tvrkjum. — Morson dómari í Toronto borg hefir höföað mál móti borg- inni fyrir það, að hún lagði á hann $65.00 inntektaskatt. Hann borg- aði kröfuna með mótmælum og gaf um kið tilkynning um máls- j höfðun. Hann segir alla rikis- I stjórnarþjóna undanjtegna skatt- greiðslu. Málið ienn óútkljáö. — Eldur kom upp í sjó- og fiski- mála deildinni í þinghúsbygRÍngun- tim í Ottawa á lattgardaginn var. ökaðinn varð lítill, því að fijót- lega varð slökt, en eitthvað af \-erðmiæitum skjölum er mælt að hafi brunnið. — Ræningi einn i Skagway sló í rot mann einn þar í borg á föstu- dagsk\-eldið var á skrifstofu Wells Fargo Epress félagsins ; ræninginn náði pakka með 1200dollars í, en gætti ekki að taka með sér annan stærri pakka, sem var á skrifstof- unni, og sem hafði inni að halda 250 þúsund dollars. Skrifstofu- þjónninn, sem sleginn var í rot, fanst meðvitundarlaus þar á skrif- stofunni næsta dag. — Robert Barr, skozka sögu- skáldið nafnkunna, andaðist í Lundúnum 22. þ. m., 62. ára gam- all. Hann var mjög vel Jtektur hér i Canada, hafði dvalið hér allmörg ár sem kennari. KINDASYIÐ Fást nú,. og framvegis, f verzlun G. Eggertssonar Ósvíðin 7c. hausinn, svið- in 12 cents. , AJJskonar kjöt af Jteztn tegnnd,—Nýr fisknr, kart- efinr og kftlmeti, sem se!j- ast með mþig vægu verdi, er ætfð fil i verzluninni, G. Eggertsson, kjölNttli, 693 Wellington Ave. TALS'MI G. 2(583. Matthias Jocku mss o n H.S-Hel6ason Thinjjholt- Forspg: £ím. ; T?<xtL 1 , j jvf V~ _ r f3 —h? VJT= - ■ < Æí=dF T ~4 - J. f * 1 — r • f' < — - g—~ c. E. Jones. HIGH CLASö LADÍES & GENTS TAJLOR, H HKlNS * R, PRlSSNR.GERIR VH) KÖÍ .\olie II nin' I»1«. G 8z4 (Aðui .1, Frie'L] VEGGLIM Pafent haichvall veííujlím (Empire tejiundin) gert úi Gips, jzerir betra vegolírn en nokk urt annað vegg- línis efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLÁSTER BOARD ELDVARNAR- VEGGLÍMS RIMLAR oq HL.JÓDDEÝF1R. Manitoba Gypsum Company, Limited WliVNIPEÖ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.