Heimskringla - 14.11.1912, Síða 5
HEIMSKR n
WINNIPEG, 14. Nóv. 1912. 5. B13,
HEIMILI BYGÐ. $1,000 hús kostar nm 10 ára tíma $13.80 á mánnfti að viðlöffðum rentum.
Þdr getið fengið að flytja f húsið með eins mánaðar niðurborgun, og eftir á varið húsaleig- i unni, sem þér nú borgið, f kaupin. 6pró sent vextir verðagreiddir af innlagsféfrá $1.00 á viku ogupp, og alt að 9 prósent vextiraf $100.00 jafnframt ábyrgstum 6 pró sent, svo mögulegt verður að fá 15 pr<5 sent, Hið eina f jármála félag sem býðnr almeaningi hluttöku f gróða sínum.
Skrfið eftir frekari fræðslu: Oanadian Syndicate Investments Limited. TÁLS. MAIN 77. 810-812 Somerset Block, W'innipei? Canada
Islenzk gestrisni.
1 Heimskringlu 10. okt. sten-dur
SCrein um íslen/.ka gestrisni, er mig
langar til aÖ gera fáeinar athuga-
semdir vnð. ■ J>aÖ vill svo v.el.til, aö
ég er einn af þeim, er var á ferö
nm ísland í sumar sem leið. Hefi
alt aðra sögu að segja af íslenzkri
gestrisni, heldur enn stendur í
Hkr.-greininni.
Greinin byrjar með óskaplegum
fagurgala um, hvað íslenzk gesit-
•risni hafi verið indæl og skemtileg
•á dögum Sigurðar ’Breiðfjörðs, þá
hafi allur matur og allskonar þæg-
indi fengist fyrir alls ekki neitt.
Og af því nú að nokkur breyting
er á það komið og á ýmsum stöð-
um er hafin greiðasala í landinu,
þá finst greinarhöfundi sjálfsagt,
að hella allskonar ónotum út yfir
Austur-lslendinga í tilefni af því,
hvernig þeir taki á móti Vestur-
íslendingum, er heim kornu síðast-
Wðið sumar. Auðvitað þykist hann
hafa söguburð ýmsra þeirra, er
heim fóru til að byggja grein
sína á.
Við skulum nú fyrir augnablik í-
huga allar þessar óskaplegu giet-
sakir, er hann leggur til grund-
vallar í grein sinnt. Sá fyrsti seg-
ist hafa á Austurlandi verið á
ferð með konu sína og þurft að fá
ífylgd eina dagleið, og hafði það
kostað 25 krónur. það fyrsta að
athuga við þessa sögu, er hvaða
sannledksgildi hún hefir, þar sem
engin nöfn eru tilgreind. Auðvitað
Tier sagan sjálf mieð sér ósannindi
að hálfu leyti, því hafi söguberinn
'femrið eins dags fygld áleiðis, þá
hefir það hlotið að kosta fylgdar-
TOann tvo daga, annan daginn til
fyl'/dar, en hinn til baka heimleið-
is. Greinarhöfundur segir : “þegar
þess er gætt, að maðurinn hafði
að eins einn hest og misti að eins
einn dag frá verki, verður fjár-
níðslan ber". Hér talar greinarhöf.
alt af um einn dag f staðinn fyrir
tvo. Sami höfðingi kvaðst hafa
þurft að borga 75 aura fvrir einn
kaffibolla mieð brauði á sömu
stöðvum. það þarf ekki að íhuga
þessa sögu neitt, af því luin er af
sa-ma tagi og hin fyrri og þar af
leiðandi algerlega ómerk.
Að þessu loknu bregður greinar-
höf. sér til Suðurlands og brúkar
þar sömu aðferðina, — segir, að
allir, sem þar hafi ferðast, hafi
sömu sögu að segja ; þeir hafi
þurft að borga langtum hærra
verð, en sanngjarnt hafi verið ;
sérstaklega bendir ltann á Kára-
staði. Ég læt þess hér með getið,
að ég kom á Klíirastaði og þáði
þar góðgjörðir og varð ekki var
yið neina ósanngirni, heldur þvert
á móti það gagnstæða. Grednar-
liöf. segir, að allir Vestur-íslend-
ingar, ásamt útlendingum, er ferð-
uðust um Suðurland í sumar er
var, hafi orðið að sæta ránsverði
á öllum rreiða. Og alla þessa last-
TOælgi hefir greinarhöf. frá ónefnd-
um mönnuim ; enda er hér auðséð
að hann sjálfan er farið að voma
upp a£ sínu eigin verki. Hann finn-
ur auðsjáanlega sárt til þess, að
hér þurfi eitthvað og það meira en
lítið til að sanna alt hér á rindan
áminst slúður um íslenzka ógest-
risni. Og að lokum finnur hann
ráðið, sem er það, að skapa sér
einn sannorðan, mann og láta hann
vera frá Winnipeg. A öllum hinum
og öllu því, sem þeir segja, tekur
hann eigi lengur mark ; það er
bara þessi eini, sem hann veit að
er sannorður, og þá bezt að fórn-
færa honum fyrir alla hina, — og
farast lionutn þannig orð : “Oss
hefir tjáð sannorður maður hér úr
borg, er gist hafði á Hótel
Revkjavík og hafi þurft að borga
8 kr. um sólarhring. Aftur hafi
hann gist á Hótel Akurevri við
Eyjafjörð og ekki þurft að borga
þar nema einar 4 kr. um sólar-
hring’’. þetta dæmi virðist mér
bæði heimskulegt og illgjarnt, því
liefði þessum herra þótt of mikið
að borga 8 kr. á dag, því fór þá
ekki mannskepnan á einhverja ó-
dvrari staði, t. d. Ilótel ísland
fvrir 5 kr., eða Skjaldbreið fyrir 4
kr., eða á einhvern annan stað, er
hann hefði getað fengið ednhverju
slett í sig fvrir 2 kr. á dag ? Eða
er bað nokkuð til að sanna, að
Ilótel Revkjavík hafi verið ósann-
gjarnt í 8 kr. kosti, þó hinn á-
minsti gæti farið mörg hundruð
mílur norður í land og fengið þar
næturgreiða fyrir 4 kr. ? þetta alt
svnir og sannar ekkert annað enn
að maður sá, er grein þessa hefir
í Ilkr. skrifað, er fáránlegur slúð-
urberi. Eitt af hans óskammfeilnu
ósannindum er það, að allir þeir,
er heim til Islands fóru í vor og
síðastl. sumar, hafi haft hér að
framan áminsta sögu að segja. —
Eg skal láta þess liér með getið,
að enn sem komið er liefi ég undir-
ritaðtir ekki á Hkr. skriístofu
komið. Og svo skora ég á ómenni
þetta að koma fram í birtuna og
sanna, að hann hafi , heyrt mig
bera nokkuð af beim óhróðri, er
hann ber unn á Austur-íslendinga.
Eg gat þess í byrjun þessara fáu
lína, að ég hefði alt aðra sögu að
segja frá ferð minni um ísland, en
stendur í áminstri grein í Hkr, Eg
skal nú með fáum orðum minnast
á ferð mina og samferðamanns
mins, herra Jóns Thorsteinssonar
hér úr borg. Við byrjuðum land-
ferð okkar í Stj’kkishólmi .við
Breiðafjörð. þar keyptum við sex
hesta ásamt öllum reiðtýgjum og
allskonar ferðaútbúnaði, einnig
réðum við okkur þar fylgdarmann
og var hann með okkur alla land-
ferðina. Maður sá hét Torfi Tóm-
asson, gætmn maður og vel að sér
um marga liluti. í Stykkishólmi
vorum við fjóra daga og Leið hverj
um deginum betur. Fyrsti áfang-
inn frá Stvkkishólmi var að
Helgaielli ; fylgdi okkur þangað
múgur og margmenni úr Hólmin-
um, og var það alt önnur tegund
íslenzkrar gestrisni, en ttm getur í
Hkr. Síðan héldum við út í Evr-
arsveit, kringum Snæfellsjökul og
ittn í Staðarsveit. þar snerum við
við og héldum norður og austur
allar sýslur, sem leið liggur til
Vopnafjarðar. Eg get eigi, tírna-
levsis vegna, skrifað langa ferða-
sögu. Get einungis um þessa löngu
landferð okkar til að sanna lesend-
um Hkr., að mér er eins vel kunn-
ugt um1 gestrisnina heima eins og
fvrr nefndum greinarhöf. Hvar sem
við fórum um landið, þá fvlgdi
fólkið sömu resrlu, að fylgja okkur
úr garði, og það stundum heiiar
og hálfar dagleiðir. Við höfðttm
náttstað hjá fólki af ölltim stétt-
um og mættum allstaðar sömu á-
gætu viðtökum. Eitt af því, sem
við áttum erfiðast með, var að fá
að bortra nokkuð fvrir nætur-
greiða, þar sem við gistum. Attð-
vitað var það ekki á þeim stöð-
um, har sem tim almenna greiða-
sölu var að ræða ; þar er gjaldið
ákveðið 2 kr. um nóttina. það
var iafnvel á bessum stöðtim, að
fólkið vildi ekki taka bað mikið
fyrir næturgreiða, og ef því svo
var þnenp"t til, að taka þessa á-
kveðnu borgun, þá var sjálfsagt,
að revna að gefa manni eitthvert
ofanálag, sjem vanalega var í því
fólgið, að taka bezta hestinn og
fylgja manm hálfa eða jafnvel
heila dagleið.
Ég vona, að þetta sé nóg til að
sanna, að ég ber eigi sömu söguna
og þessi Hkr. höf. Og nú að end-
ingu bið ég alla þá, er veittu mér
höfðinglegar inóttökur á ferð
minni um ísland síðastl. sumar,
að mieðtaka mitt innilegasta þakk-
læti. Og verð ég að bæta þvi við,
að ef ég hefði tíma og efni til að
takast á hendur aðra skemtiferð,
þá vildi ég hvergi frekar eyða
nokkrum mánuðum, heldur enn úti
á íslandi.
Sigfús Anderson.
Hvað Athabasca er að
gera.
Eftir ‘Northern News’, Atha-
basca, 26. okt. 1912 :
“Pþns dæma framfarir eru hér í
Athabasca þanding í hverri átt,
sem litið er. Trjáviðar verzlun er
sérstaklega mikil, og bygginga-
mennirnir gera sitt ítrasta til, að
uppfylla kröfurnar, sem kotna all-
staðar að. Verzlunarlífið er fjör-
ugt, og vagnfarmar með allskyns
vörum koma rrueð hv.erri lest, til
að ttppfylla þarfir bæjarbúa og
grendarinnar.
Skurðgraftrar vélin mikla vinn-
ur bæði dag og nótt, og vátnspíp-
urnar eru lagðar jafnharðau og
skurðirnir eru grafnir.
Pipurnar fyrir gasleiðsluna eru
nýkomnar frá Calgary, og bærinn
verður búinn að fá bæði gasleiðsflu
og vatnsleiðslu fyrir jól.
Talsíminn frá Kdmonton hingað
er nú lagður og talsímakerfið
verður lagt innanbæjar mjög bráð-
lega. Að ári liðnti verður Atha-
basca nýtisku borg með öllum
þægindum, nema sporvagna, og
má þá með sanni segja, að tröll-
auknari framförum hefir enginn
bær tekið ð jafn stuttum tíma í
Vestur-Canada.
Undra-vöxtur.
það er mikil umbót á með-
höndltin kornvöru á Vestiirlands-
sléttunum nú, við það sem var
fjrir nokkrum árum, og þetta er
beinlínis og óbeinlínis að miklu
leyti að þakka Grain Growers fé-
laginu.
Beinlínis fvrir upplýsinga starf-
semi þess vfir vetrarmánnðina,
með mvndiin félagsdeilda og út-
býtingu j'mislegra bæklinga, og
með því að fá ýmsar stjórnir til
þess, að lögleiða hagfeldar um-
bætur á meðnöndlun korns, svo
sem fvrsta kornlagafrumvarpið,
útbýting járiibraiitarvagna, vagn-
hleðslustéttir, og hin nýu, endtir-
bættu kornlög og margt annað
svipaðs eðlis.
öbeinlínis, með þcirri viðurkcnn-
ingu, að bændafélögin séu tekin til
greina í landsmálum, og þeirri
breytingu hugsunarháttarins, að
bændalýðurinn sé rétthár liluti
mannlélagsins, og í fúsleika stjórn-
anna til |>ess að taka tillögur
bænda til greina.
þessi atriði hcfðu ekki fengist á
svo skömmtim tíma, nema f'J’rir
Grain Growcrs félagsmyndanina,
sem lagt hefir fram starfskostnað-
inn og þær upplýsingar um hag
twenda, sem áður voru litt þektar.
Félagið hefir árlega varið frá 10
til 30 þús. dollars til styrktar
kornræktarfélögum, mcð því að
senda út ræðumcnn og menn til
að mj-nda nýjar deildir hvcrvctna
i landinu, og margt annað til
hagsmuna bændttm. Vöxtur félags-
ins hefir verið undraverður, ekki
að eins vcrzlunarstéttinni, heldur
einnig sjálfum bændunum. Fylgj-
andi taíla sýnir vöxt félagsins til
þessa tátta.
1906— 7.
Bushcl korns höndlað ... 2,500,000
Scldir ldutir .............. 1,853
Uppborgaður höfuðstóll 11,795.00
Upphæð tekinna hluta ... 46,325.60
1907— 8.
Btishcl korns höndlað ... 5,000,000
Seldir hlutir .............. 2,932
Uppborgaður höfuðstóll 20,385.00
Upphæð tekinna hluta ... 73,300.00
* 1908—9.
Bushcl korns höndlað ... 7,500,000
“ “ útflutt ... 2,000,000
Sddir hlutir ...>.. ..., ... 7,558
Uppborgaður höfuðstóll 120,708.00
Upphæð tekinna hluta... 188,950.00
1909— 10.
Bushel korns höndlað 16,400,000
“ “ útflutt ..... 6,000,000
Scldir hlutir ............. 14,131
Uppborgaðttr höfuðstóll 292,957.55
Upphæð tckinna hlttta... 353,275.00
1910— 11.
Bushel korns höndlað... 18,855,303
“ “ útflutt ... 10,592,232
Seldir lilutir ............. 24,602
Uppborgaður höfuðstóll 492,062.00
Upphæð tekinna hluta ... 615,050.00
Tala bæiida, scm áttu hluti í fé-
laginii 30. júní 1911 ....... 11,785
Tala bænda, sem sendu korn sitt
til Bændafél. árið 1911 ..... 10,062
Á jjessu ári hafa nýir starfsliðir
aukist viö vcrkahring Íélágsins,
svo sctn starfræksla Manitoba-
stjórnar kornhlaðanna og tvcggja
C.P.R. kornhlaðanna í Fort Wil-
liam,, sem hvorttveggja sýnir æski-
legan árangur til þessa tima í
íækkuðum mcðaferðar tilkostnaði
bændanna. Við byrjun ársins var
brej’ting gerð á skrifstofu þjón-
ustu félagsins. Einn nýju stjórn-
endanna, hcrra Mo.ffat, kosinn á
síðasta ársfundi, var gerður skrif-
ari með ttmsjon a öllum bréfavið-
skiftum við fólagið. . G. I.ind-
say, með 30 ára æfingu, var gerð-
ur umsjónarmaðtir kornhlaðanna.
J. A. Jenkins, j'firbókhaldari og
forstjóri skrifstofunnar. Hr, Mur-
ray hcfir umsjón á sölu og út-
llutningi kornsins, og hefir nú þeg-
ar fengið meira en þj prócent
hærra cn markaðsverð fyrir selt
korn. Ilerra Lcisncr hcfir umsjón
með útflutningsdedldinni, og hann
á að sjá um, að markaðsvcrð hér
í landi sé í samræmd við markaðs-
verð utanlands. Fyrir ráðsmensku
hr. Hendersons á haínstaða korn-
hlöðunum hcfir meira korn sótt að
þckn þetta ár, en nokkru sinni fyr
og trjggir með því góðar inntekt-
ir fyrir félagið. Hr. Massey ræður
yfir flokkunardeildinni, sem ðkvcð-
ur gæði korns í hverjum vagni,
sem íélaginu er scndur. Hr. John
Kennedv sér um deildamyndun.
Svo er ákveðið, að stjórnendur
hverrar deildar bafi vikulega fundi
með sér, til þess kað ræða um
vandamál félagsins og ráða fram
úr jæim.
Ef j>ér lítið inn í skrifstofuna í
Keewayden Building, sjáið þér
annamestu skrifstofu í Winnipeg,
þar seim 120 þjónar eru önnttm
kafnir alla daga og part af nótt-
unum til þess að annast starfið.
þetta er vöxrtur félagsins á 6 ár-
um. Hvað verður hann á næstu 6
árurn. þvi ráða bændumir.
Dánarfregn.
Fimtudaginn þann 3. október
1912 andaðist að heimili sínu
Hvammi í Gimlisvcit bóndinn
þorsteinn Sigfússon, nær áttræður
að aldri.
Hann var íæddttr á þórodds-
stöðum í ólafsfirði á íslandi þann
13. október 1832. Foreldrar hans
voru þatt hjón Sigftts bóndi Bjarna
son á þóroddsstöðum og Ásta
þórunn Daníelsdóttir, bónda að
Skipalóni í Hörgárdal.
Syx ára að aldri lluttist þor-
steinn sál. mcð foreldrum sínum
frá þóroddsstöðum 4nn að
Hvammi í Möðruvallaklausturs-
sókn, og var hjá jieim þar, þár til
hann var átján ára að aldri. Fór
hann þá til móðurbróður síhs,
þorsteins Daníelssonar á Slcipa-
lóni og var hjá hontim í scx ár og
lærði hjá honuni snikkaraiðn. Frá
Skipalóni fór þorsteinn til Jóns
bónda Sigfússonar, bróður síns,
sem þá bjó á Hallgilsstöðum í
Fnjóskadal, og var hjá honum
vinnumaður eitt ár. þaðan fór
hann aftur til þorsteins Daníels-
sonar frænda síns á Skipalóni, og
var hjá lionum vinntimaðttr í þrjú
áe.
Ilaiistið 1860 gvæntist þorsteinn
Önnu Halldórsdóttur, bónda að
Kjjama í Möðruvallaklausturs-
Næsta vor á eftir, 1861, reistu þau
bú að Hvammi í Möðruvallakl.-
sókn og bjuggu þar þangað til
vorið 1876, að þau fluttu til Ame-
ár.
þorsteinn sál. nam land 4 mílur
snðvestur af þorpinu Gimli, og
nefndi bæinn Hvamm. þar bjó
hann til dánardægurs.
þau hjón höfðu lifað í hjóna-
bandi í 52 ár og eignast 4 böra.
Af þeim dóu tvö í æsku heima á
íslandi, en tveir fullorðnir synir
þeirra eru enn á lífi, sem báðir
edga heima í Gimli sveitinni.
Friður og blessun drottins sé
með hinum framliðna.
Sigfús Valdimar Thorstcinsson.
Konur og ungfrúr.
Aður en þér kaupið ykk
ar vetrarfatnað og yfir-
hafnir ættur þér að
koma og skoða hin&r
miklu og fjölbreyttu
birgðir vorar, sem allar
eru eftir nýustu tízku og
af bezta verði.
Saumað eftir máli,
eða tilbúin.
I.ÁNAÐ, EF ÓSKAÐ ER.
J WILSON
l’hone G. 2592 - - 7 CampMI Blk,
riaín & James
MAIL CONTRACT.
r JL'ILBOD i lokuðum umslögum,
árituð til Postmaster General,
verða meðtekin í Ottawa til há-
clegis á föstudaginn þann 6. des-
ember 1912, um póstflutning um
íjögra ára tíma tólf sinnum á
viku hvora leið, milli Oak Point
og Oak Point járnbrautarstöðv-
anna, og byrjar þegar Postmaster
Gencral skipar fyrir um það.
Prentaðar tilkyuningar, sem
innihalda frekari upplýsingar rnn
póstflutningaskilyrðin, fást til yf-
irlits, og eyðuhlöð til samninga
eru fáanleg á pósthúsinu í Oak
Point og á skrifstofu Postoffice
Inspector.
Postoffice Inspectors Office,
Winnipeg, Manitoba, 25. okt.1912
H. H. PHINNEY,
Postoffice Inspector4
152
Sögusafn Heimskringlu
Bróðurdóttir a-mtmannsins 153 154 Sögusafn Heimskringlu
hafði haft með sér. 'En sá klaufi ég er’, hvíslaði
hún og strauk hendinni um enni sér ; <ég skil ekkert
í þessu ; en loftið hér inni er svo þungt. Einstakur 1
aumingi er ég’..
Hún leysti klútinn af sér í snatri og ýtti honum
aftur á lierðarnar, sem vildi hún eiga hægra með að |
ná andanum. Svo tók hún um hendi hans, án þess
að líta upp.
‘þetta tekur bráðutn enda’, sagði hann. Hann
vildi segja þetta henni til liuglireystingar, en gat
varla komið upp orðunum vcgna sinnar eigin hugar-
æsingar.
Hún svaraði engu strax, cn tók að spretta af
umbúðunum. 'Ég losna þó við þetta’, mælti hún
svo ; ‘þú hefir ekki rneitt þig aftur, sárið er gróið
satnan og það vcrður tæpast ör eftir’.
‘Hvaða skrambi! Mér hcfði þótt gaman af, að
hafa það til minningar, eins og stúdent, er fær ör á
andlit sér ; og nú bj'st ég einnig við, að þú álítir
ekki lengur þörf á, að gera því til góða’.
‘Nei, alls ekki’, svaraði hún, ‘það scm hér eftir
þarf að gera, getur frú Gricbel gert’.
‘Mikið ertu góð! En mig langar nú ekki svo
sérlega mikið til að biðja gömlu frú Griebel um að
hjálpa mér. Ef til vill má ég koma í hjáleiguna, ef
ég þarf frekari hjálpar við?’
‘það liefði enga þýðingu’, mælti liún án þess a'Ö
líta upp. Svo gelck hún frá honum ; starfi hennar
var nú lokið. ,
Hún flýtti sér að ganga frá dóti sínu, og áður en
hann vissi af, var hún komin út úr dyrunum, líkt og
fugl, cr notar sér frelsið og flýgur út. En er hún
stóð f annari tröppunni sneri hún sér við : ‘Ifefir
hér verið sýnd nóg sjálfsafneitun ?’ spurði hún og
blandaðist sorg og gremja saman í rödd hennar.
‘Ber ekki þetta nægilegan vott um auðmýkt?’
‘Vertu nú ekki að grcmja þig með jiessari upp-
gerðargremju, sem alls eklci kemur frá lijarta þér’,
greip liann fram í fj'rir lienni. II,ann hafði tekið hatt
sinn og stóð nú við hlið hennar. ‘Kg hcuntaði að
eins það, er ég átti heimtingu á. Hver skjldi lá
mér það ? Og þú gerðir að eins skvldu þína. Er
það svo hræðilegt ? í staðinn- skal ég fj'lgja þér
heim. Nei, nci, — hafðu ekkert á móti þvi. Veiztu
ekki, að ílökkumannaflokkur er á ferð hér í Ilirsch-
winkel — — ?’
‘Er það svo ? þeir gætu tekið mig og látið mig
ganga á mjóa bandinu’, mælti hún og sneri sér bros-
andi að honum.
‘Auðvitað. Og þó það hafi ekki skeð í raun og
veru, þá hefi ég séð þig í dag í vagni með striga-
tjaldi yfir á meðal spákerlinga og flökkumanna. En
alt þetta skal ég skýra fyrir þér í annan tfma, —
það er að segja, ef blessuð sólin vill skfna á mig,
vesalinginn. Til þessa hefir hún gert það af skornum
skamti ; og með því lika að 6g vcit, að eftir hér um
bil hálftÍTOa hverfur amtmannsvinnukonan, í verka-
fötunum og tneð skýluklútinn, fyrir fult og alt, þá
skal cg rejna að nota þennan stutta tíma, sem eftir
er, eins vel og cg get’.
Hún leit snögglega til hans. Hann' var alvarleg-
ur á svip. þau gengu samhliða í áttina til furu-
trjánna, eftir miðjum vcgimim, því ennþá glitruðu
regndroparnir í trjálaufumun. Sama var að scgja
um kornstráin or hvern einasta smápoll. Sólin varp-
aði dýrðlegum ljótna j'fir það alt. það var sem
hitnin otr jörð, sól og vatn sættust nú heilum sáttum
cflir óveðrið.
‘Ilvað heldur þú að ungi Franz ætli að leggja
fyrir sig, er hann fær heilsuna nftur ?’ spurði lierra-
garðscigandinn a1t í eimi. ‘T.íklegast hverftir liann
eigl aftur til Californiu’.
Hún liristi höfuðið. ‘þegar hann kom, sagði
Ihann við mig, að heldur vildi hann stunda vega-
ivinnu hér í Thuringen’. Ilún stundi þungan. ‘þú
veizt bezt sjálfur, í hvaða ásigkomulagi ‘lvin gullna
Ivon’ gamla amtmannsins kom licim. Hann hefir sagt
Imét, að þú af brjóstgæðum tókst liann upp af veg-
inum, hjálpaðir honnm heim til þín og lijukraðir hon-
um fyrstu nóttina á hcrragarðinum. Sorg og
Igremja kom honum til aö flýja þaðan, — hann vildi
lieldur deyja einn síns liðs úti á víðavangi, heldur en
þiggja ölmusti. Ég skil það vel’, bætti hún við og
grcip báðum höndum um brjóst sér. ‘Hann hafði
irétt fyrir sér ; það er hálfu bctra, að dej'ja á af-
viknum stað, hcldur en verða stööugt að þiggja
af öðrum’.
Hún þagnaði um stund, og horfði upp fyrir sig ;
jhún bcit gremjulega í neðri vörina og hnj’klaði brýrn-
'ar, og maðuriun við hlið hcnnar forðaðist að rjúfa
jþögnina.
‘Hann komst gegnum skóginn og hneig niður í
nrma mína við hliðið’, bætti lnin við og dró þungt
andann.
I ‘Kn hvernig gastu komið honum í burttt ? ’
‘Öttinn gaf mér afl. Foreldrar hans máttu
sjá hann. Hefði móðir hans séð hann í slíku
komulagi, mj'ndi hún eigi hafa afborið það’.
‘En skógvarðarhúsið cr svo langt í burtu?’
‘Já, þann morgun fanst mér vegurinn þangað ó-
endanlegur ; en ég fékk hjalp. Skogyörðurmn var
æskuleikbróðir Ottós. Hann bæði hló og grét í einu,
er hann mætti okkur. Nokkrum klukkutímum stðar
hafði sjúklingurinn okkar óráð’.
‘Og hafði þá svo hátt, að ttndir tók í skógimvm’,
bætli hr. Markús við. ‘Og þeir er fram hjá gengu og
jhevrðu hláturinn, héldu . að skógvörðurinn hefði
jdrj'kkjuveizln í hornstofunni. Já, ég veit það, og
ekki
ásig-
Bróðurdóttir amtmannsins 155
til að bæta fyrir nokkur hörð, ónéttlát og meiðandt
orð, sem særðu göfugt hjarta, veitti ekki af lteiltt
mannslífi, með allri þeirri ást og umhyggju, er það
gæti í té látið’.
Hún sneri sér óttaslegin til hliðar, og virtisty
sem væri hún helzt að hugsa um, hvort hún gæti oigi
komist kiðar sinnar gegnum rennandi lilautt skóg-i
kjarrið.
Fj'lgdarmaður hennar tók víst ekkert eftir þessu4
Hann spurði jafn rólega eins og ekkert hefði trufiað
samtal þeirra : ‘Hvaða atvinnu stundar gullleitar-
maðurinn ?’
‘Hann er bóndi’, svaraði hún og færði sig fjær
trjágrein, er slóst í höfuð henni. ‘Fj'r meir ætlaði
hann sér að taka við cftir föðttr sinn á Gelsungen ;
auðvitað er langt síðan því var slcpt, og xiú^ er bann
hefir mætt svo mikilli ógæfu, gerir hann ekki svo há-
ar kröfur. Vinna, er veitir honum lifsuppeldi, þó
það væri svo hm erfiðasta og á úthala veraldar, og
að geta verið með móður sinni — óskar hann nú
mest af öllu.
‘þá gæti hann verið hér í Hirschwinkel’.
Hún þagði um stund og leit ánægjulega til lians4
‘Vildir þú bj'ggja homitn hjálciguna?’
Hann leit til hliðar og j'pti öxlum. ‘Eg hefi ekk-
ert með það að gera lengur’.
‘Ekki lengur! ’ endurtók hún alveg forviða og
með hrj'gðarkeim í röddinni ; hún var náföl. ‘Hefir
þú selt Hirschwinkel ?’
‘Hvernig spj'r þú ? Hcldttr þú að ég hafi selt
aðra eins pcrlu, setn féll mér í skaut alveg óverðug-
utn ? Fyr mjmdi ég selja verksmiðjtina. Nei, en á-
stæðan er sú, að i meira en ár hefir hjáleigan ekki
legið undir herragarðinn’.
‘Svo þú hefir þá ekkert meira með það að gera ?!
Og ógæfusama gamla fólkið verður nú aftur að berj-