Heimskringla - 24.07.1913, Page 1

Heimskringla - 24.07.1913, Page 1
jan 14 XXVII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, F MTUDAGINN, 24. JÚLÍ 1913. Nr. 43 Alþingi. Alþinjri var sett 1. júlí, eins og lög skipa. þingsetning hófst á há- degi meö kirkjugöngn aö vanda. Séra Kristinn Daníelsson, 2. þm. Gullbr,- og Kjósarsýslu, prédikaði í dómkirkjunui. Ráðherra las skipunarbrtf kon- imgs til sín um setning albingis og bað aldursforseta (fiilíus Ilav- steen) að stýra kosning fors-eta sameinaös þings. En með því, að þingsköp ákveða, að fvrst skuli athuga kjörbréf nýkosinna þing- manna, þá varð sú athöfn að ganga fvrir. Revndust kjörbréí þingmannanna f.jögra í lagi og eins skipunarbréf liins ný.a kofiung- kjörna. þá hófst kosning og hlaut Jón Magnússon bæjarfógeti 20 atkvæði, Eárus H. Bjarnason 18, en tveir seðlar voru auðir. Var látið heita svo, sem Tón Magnússon hefð náð kosnýigu og lét hann sér að góðu verða, en revndar var þessi for- setakosning ólögleg og þvert ofan i 2. vr. þingskapa, sem heint á- kveður, að rétt kjörinn forseti sé sá, er hefir meira en helming at- kvæða, og leiðir af því, að rangt kjörinn forseti er sá, er hefir ekki nema helming atkvæða, en allir vita, að 40 atkvæði eru alls í 'hinginu, þiegar allir þingmenn eru nærstaddir. Mun það nýung í þingsögunni, að alþingi skarti með ólöglega kjörnum forseta. Varaforseti var kosinn séra Sig- nrður í Vigur með 20 atkv. Eirík- ■ur Briem fékk 7 atkvæði, 10 seðl- ar auðir. Skrifarar sam. þings voru Jó- hannes Jóhannesson (23 atkv.) iog Ölafur Briem (19 atkv.). Margir seðlar auðir. Til efri deildar var kjörinn Há- kon ' Kristófersson, þm. Barð- strendinga, með 20 atkv. Magnús • Kristjánsson fékk 19 atkv. Kr. JDaníelsson 1 atkv. þá skiftist þingheimur ; dcildir. Forseti neðri deildar var kjörinn Magnús Andrésson með 15 atkv., Jón Ölafsson fékk 9 atkv., þrír seðlar auðir. Fyrri varaforseti var kosinn Jón ólafsson við endurtekna kosning með 14 atkv. Valtýr Guðmunds- son fékk 9 atkv. Annar forseti varð við þriðju atrennu Valtýr Guðmundsson með 12 atkv., með bundnum kosning- nffl milli hans og Péturs frá Gaut- löndum. Pétur fékk þá 10 atkv. Skrifarar deildarinnar voru : Eggert Pálsson meö 22 atkv. og Jón sagnfræöingur meö 11 atkv.., eltir hlutkesti milli hans og Jóh. J óhannessonar. Forseti efri deildar var kosinn Stefán Stefánsson konungkjörni, með 11 atkv. Júlíus Havstoen fékk 2 atkv., einn seðill auður. Varaforsetar: Guöj. Guðlaugsson með 7 og Einar Jónsson með 8 atkvæðum. Skrifarar efri deildar Steingrím- ur Jónsson og B.jörn þorlákhson. Skrifstofustjóri nlþingis er Hall- dór Danielsson yfirdómari ; skrif- stofustarfsmenn : Einar þorkels- son og Guðm. Ma^nússon. Flokkaskipan á þingi ar ennþá all-mjög á reyki, nema h\að heimastjórnarflokkurinn er klofmn til helminga. Bræðingsmenn voru á síðasta þingi 33, og stofnuðu þá flokk þann, sem kallaður var Sam- bandsílokkur. Voru í honum flestir heimastjórnarmanna og talsverð- ur hluti sjálfstæðismanna. Flokkur hessí fór að trosna á Jólaföstu, er Hafsteinn kom með “grútinn” frá Danmörku. Varð ráöherra þá að llevkjast í samningsfarganinu og láta málið bíða þings. þegar er þingmenn komti til bæjarins var svo farið að halda fundi í þessum stóra samábyrgð- arílokki. Hófst fundur á sunnti- dagskveldið og var frestað tii máutidagskvelds. þrír flokksmenn vortt dánir og tveir aðrir höfðu látið af þingmensku. En allir þeir, er kosnir voru í skarðið, voru boðaðir á fundinn. Ráðherra varð að viðurkenna, að hann hefði engu framkomiþ, nema “grútmim”, og taldi hann fyrir sitt leyti aðgengilegan, en sá þó ekki annað fært en láta flokkinn samþvkkja, að hrevfa alls ekki við sambandsmálintt á þessu þingi! Nú þótti ýmsum flokksmönnttm sjálfsagt, að flokkurinn leystist jtevar sundur, þar sem það eina mál væri alveg úr sögunni, er flokkurinn hefði sameinast ttm. — það vildi Hafstein ekki, heldur að flokkurinn héldi áfram að styðja sig, hótt stefnuskráin væri engin. Tafnframt áttu samáhyrgðarmenn hessir að ganga til fulls úr þeim flokkum, sem þeir höfðtt áðttr tal- ist til.. þá var sumum heimastjórnar- mönntim nóg boðið, vildu ekki evðileggja flokk sinn og gengu úr samban isflokknum. Urðu lteir 10 : I.árus II. Bjarnason, Tón Ólafs- son, Jón Jóhsson sagnfræðingur, Guðm. Eggerz, Rggert PáTssott, Einar Tónsson, Rangv.þm., Stefán í Fagruskógi, ITalldór Steinsson, Túlíus Travsteen og Eiríkur Briem. Ennfremur Dr. Valtýr Guðmunds- son og Sir. ráðunatitur Sjgttrðs- son, og. ertt þeir háðir utan flokka. í sambands- eða .“grútar”- flokknum eru.: Ellefu gamlir heimiastjó'rn'armenn, þeir Hannes Hafstein, T ótt Magnússon, Pétur Jónsson, Gtiðjón Guðlaugsson, þórarinn Jónsson, Trvggvi Bjajrna son, Magnús Kristjánsson, Matth. Ólafsson, séra Einar Jónsson, Steingrímur Jónsson og Guðm. Björnsson ; ennfremtir Stefán Stef- ánsson skólastjóri, Jóh. Jóhannes- son, Sigurðurí Vigur , ólafur Bri em, Björn þorlák.sson, Miagnús Andrésson og líklega Jósef Bjöms- son og Jón Jónatansson. I.oks gekk herra Kristján Jóns- ron hávfirdómari i “grútar”-flokk- inn þingsetningardagskveldið. Sama daginn hafði Ilanttes Haf- stein útvegað háyfirdóanarhnum undirbankastjórastöðuna í hluta- f élags stofnu ninni Islandsbanka. — háyfiráómarinn að sitja þar með- an ráðherra þarf ekki sjálfur á sæti sínu að halda. Sjálfstæðistnenn eru nú 8 á þingi. Eru það þedr Skúli Thor- oddsen, Bjnrni Jónsson frá Vogi. Ben. Sveinsson, Sig. Eggerz, Kristinn Daníelsson, Björn Krist- jámsson, þorleifur Jónsson og Há- kon Kristófersson, hinn nýkosni þingmaður Barðstrendinga. Líklegt er talið, að all-miklar brevtingar verði á skipun flokk- anna áður en langt líðttr á þing betta. Er nú hallæri mikið í Búlgaríu oiz hin mesta óáran. Miklar hroðasögttr ganga sem | áður af níðingsverkum Búlgara. : En Búlp'arir læra sér það til máls- ■ bóta, að Grikkir og Serbar séu engu betri. Ráðanevtisskifti ■ hafa orðið í jBúlgaríu. Ilefir Dr. Daneff, sá sem i mest var að kenna vfirstandandi stvrjöld, orðið að fara frá völd- um. Fagna íriðarvinir þeim skift- um. BALKANSTYRJÖLDIN. Friðar-horfur. Með Búlgaríu umkringda að vestan og sunnan af hersveitum Grikkja og Serba og herdeildir Riimeníu inni í norðurliluta lands- ins, að eins fáar mílur frá höfuð- borgiitni Sofia, og Tyrkir á ltraða leið að vinna aftur lendur þær, •sem Búlgarir tóku, — hefir Ferdin- and Btilgaríu konungttr leitað á náðir keisara Rússlands og þýzka- lattds, og beðið þá í guðanna bæn- um að kotna friði á sem allra fyrst. þó þessari málaleitun hans hafi verið tekið nokkuð dræmt, er samt vissa íeugin fyrir þvi, að friðarnefnd á að koma samatt liina næstu daga, og líklegt, að vopna- hlé verði sett strax og tj£fndin sezt á rökstólana. Vopnaviðskifti hafa verið ööru ltvoru alla þessa viku, og Búlganir j hvervetna orðið að lúta í lægra I haldi, og sumstaðar hafa þeir alls | ekkert viðnám veitt. þannig hafa | til dæmis Rúmenir lagt ttndir sig I ttorðurhluta Búlgaríu orustulaust, | op Tyfkir tekið Kir-Kilisseh Bu- , lair og, ýmsar fleiri borgir, er Búl- garir höfðu áður unnið, einnig or- I ustulaust, og nú ertt þeir komnir : fast að Adríanópel. En stórveldin hafa látið bað boð út gangá, aö Tyrkir fengju ekkert aftur af lönd- ttm þeim, sem þeir ltöfðti tapað í hinttm fyrri ófriði, frekar en frið- ! arskilmálarnir, er samþyktir voru í I/tindúniim, ákveða. Rúmeuir ltafa nú tjáð sig fúsa, að semja frið við Búlgari, fái þeir mikla landspildu af norður Búlg- aríu og sjávarhöfn, og hafa Búlg- arir tjáð sig viljuga að ganga að þeim kostum. Grikkir og Serbar segjast vera tilleiðanlegir til frið- ar. En um kröfttr þeirra hefir eigi frézt, en smáar verða þær varla. Jnhannes Jósepsson. Hinn víðfrægi landi vor, íþrótta- maðtirinn Jóhannes Tósefsson, ketnur hingað til borgarinnar næstkomandi sunnudag, laust eft- | ir hádegi, og dvelur hér fram á | mánudagskveld. Raunar verður i það að eins stinntidagurinn, setn ! hann hefir til sinna ráða, því ntiánudaginit sýnir hann íþróttir sínar í Barnttm &, Badly Circus. Jóhannes heíir nú verið frá ætt- landi sínu .i fimm ár, og mestan þann tíma verið á sífeldu íeröa- ( lagi um Evrópu þvera og endi- j lauga. í vor kom ltann vestur um | haf. Hvar sem Jóha(nnes hefir sýnt íþróttir sínar, hefir hann hlotið lol mikið, og murga kempuná hefir hann að velli lagða og í margar svaðilíarir komist, en hedll og heiðri krýndttr hefir hann komist úr beiim öllum. Jóhahnes hefir gert ættjörðu sinni satmd mikla með hinni hraustu framkomtt sinni í titlönd- um. Ilann er likur yíkingunum fornu, sem fóru til annara landa, að leita sér fjár. og- frægðar. Frægðina hefir hanti hlotið, þó kannske minna sé um fjáraflann, bví feröalög sem hans eru dýr. En það er líka frægðin, sem mestu varðar. En á öllit þessu ferðölagi fjarri ættjörðiinni hefir hann lítið séð af íslendipgum. M innipieg éF fvrsti staðurinn, sotn hann kemur til á fimm áruni, st.m hefir ísfenzkra ný- lendu. og liklegast síðasti staður- inn, sem hann sér um lengri tíma mieð íslenzkum íbúum. Honum er kært að sjá landa sína, og þeim ætti að vera kært að sjá hann og kynnast honttm. Væri bví vel að verið, og raurtar sjálfsagt, að Winn.ipeg-íslettdittgar heiðruðtt hann að einhverju leyti, bá bann ke.mur á sunnudaginin. Hann er þess verðugur. Ilann er frægttr í.sdendiugur og sannttr ís- lendingur. það ber svo eiukennilega við, að daviirinit 27. júlí, sem hann sýnir iþróttir sínar hér, er afmælisdagur hans. þann dag er hann 29 ára gatnall. Hann er fæddur og ttppal- ittn á Akurej-ri. Jóhannes er kvæntur Karólími, dóttur Gtiðlangs sýslumanns Gttð- mundssonar á Akurevri, og eiga þau dætur tvær á lífi. Hún hefir jafnan fvlgt honttm á ferðttm hans, en er nú nýlega farin til NewYork til barna þeirra, sem skilin vortt þ'ar eftir. J>að má óhætt fullvrða, að Jó- haunes Jósefsson hefir gert meira til að vekja íþróttaltfiö á íslandi en nokkttr annar núlifandi maðnr. A íslenzka gltman mikið að þakka honum. En Júhannes hefir gert mieira : hann er höfundttr ung- mennafélags hrevfingarinitar á ís- landi og stofnaði hið fvrsta félag, og síðan mörg önnur. Ilann er og mikill bindindisfrömuður. þannig maður er Jóliannes Jó- sefsson, og hann verðskttldar, að honum sé sómi siýndur. FREGNSAFN. — William Jennings Bryan, ut- anríkisráðgjafi Bandaríkjanna, á ómildum dómum að sæta í ýtnstutt af blöðum þjóðarinuar tim }>essar mundir, og er ástæðan til þess það tiltæki hans, að taka sér sex vikna frí frá stjórnarstörfum til þess að halda fyrirlestra fvrir pen- inga sér í hag. þvkir blöðunum þetta sitja illa á einum æðsta em- bættismanni ríkjanna. Bryan hefir gefið hað svar, að laun sín sem utanríkisráðgjafi væru svo lág, að hann gæti ekki lifað af þeim sóma- samlega, og yrði hann því að vinna hallann ttpp með þessu eina móti sem sér væri hægt, og það væri að fivtja fyrirlestra. I.aunin, sem utanríkisráðgjafinn fær, eru $12,000.00, og segir Bryan að það sé 10 þúsnndum dolfara minna, en hann hafi unttið sér inn árlega hin siðari árin, þá ltann var blaðstjóri og hélt fvrirlestra í frístundum frá því starfi. Bryan játaði það eintt- ig, að síðastliöin 17 ár hefði hann grætt 170 þústvndir dollara á fvrir- lestrum síntim. En m.eð -hagattlegri íjársýslu er álitið, að þessi ttpp- hæð hafi því nær þrefaldast, og að Brvan eigi nú 500 þúsundir doll- ara. — það færir Brvan sér og til' afsökunar, aö það sé ólíkt dýrara, uð búa í höfuöborginni Washing- ton en í Lincoln bæ í Nebraska, og er bað auðvitað hverjtt oröi sannara. — J>essi fyrirlestra leið- rnirur Brvans 'og skýi’ingar hans kom til umræðu í öldttngadeild- ittni, o" vortt fiestir, sem töluðu, þeirrar skoðtiuar, að ósæmiiegt væri, að Brvan færi að prédika fvrir peninga. Einn senatoranna, Bristow frá Kainsas, bar frám binvsálvktun þess efnis, aö forset- inn Wöodrow Wilson gæfi öldunga- deildinni upplýsingar um, hve há laun væru nauðsvnleg til þess að helra ríkinu alla starfsemi utan- rikisráðgjafans og til að halda hontun kvrrum í Washington. Til- lacra þessi kom af stað all-miklum hávaöa. Frestað var svo atkvæða- greiðslu um þingsályktunina þar til síðar. — þessar tiltektir Bry- ans hafa valdið all-miklum ttmræð- um í útlendum hlöðum, og draga bau ílest dár að utanríkisráð'gjaf- iinnm, og kvað Wilson forseta vera hin miesta rattn að ölltt þessu. Iín Bryan sitttr fastur við sinn keip. — Prins Arthur af Connaught, sonttr Canada landsstjórans, er Irúlofaðttr náfrænku sinni, Alew öndru hertogavnju aí Fiíe. Er hún dótturdóttir Játvarðar heitins Bretakonungs og Alexöndru drotn- ingar, og talin kvenkostur hinn! bezti. Hún er nú samt í málaferl- | utn við móður sína út af skiftingu ■ irfleifðar þeirrar, er hertoginti af .! ue skildi eftíl þá ln.nn dó. Iter- j toginn átti að eins dætur tvær I barna, og var Alaxandra sú eldri, og féll í hennar hltit hertogadæm- ið og meginhluti allra fasteigna. En hiertogafriiin vildi hafa mest ráðin vfir ölltt saman, og fór því dóttirin til dómstólanna og bað þá skera úr, hvað sitt væri til um- ráða og hvað móður sinnar, og er nú venið að íhttga það. En alt fer þetta fram með hinni mestu laun- tin.'c. Alexandra hertogaynja er 22. ára gömul, en unnusti hennar 30 ára. Trúloftitt þeirra hefir vakið mikla ánægju á Bretlandi. — Mexieo er vamdræðanna land, og líklegast, að aðrar þjóðir verði nti að hlanda sér í sakirnar til þess að koma einhverju tauti á stjórnarfarið. Bandaríkjastjórn- inni er nú mikið kent ttm, h'vernig ástatt er, v.egna þess hún hefir ekki viTjað viðurkenna drottins- j svikarann Huerta, sem forseta lýð- veldisins, sem þó flestar af stjórn- ir Evrópu þjóðanna hafa gert. Eins og nú stendur, er landið í einu uppreistarbáli, og alt eins liklegt, aðt Iluerta verði hrttndið af stóli. En Kvrópuþjóöirnar hafa nú gert kröfu til Bandaríkja- j stjórnarinnar, að annaðhvort við- itrketiiti hún ITuerta stjórnina, eða taki á sig ábyrgð fyrir öllu, sem gerist þar í landi. — Margir út- lendingar eiga eignir miklar í Mex- ico, en þær eru nú í hershöndum. Kn eigendurnir hafa klagað fyrir stjórnum sínum, og þær afttir tyr- ir Bandaríkjastjórninni. Jteir eru sem sé samningar, sem gefa Banda ríkjunum einttm rétt til að blanda sér í málefni SuSur-Ameriktt lýð- veldanna, nema þá þau afsali sér þeitn rétti. í þessu tilfelli er það mjög ólíklegt. Stjórnir ' Evrópu- landanna eru þeirrar skoðnnar, að Bandaríkjastjórnin hafi ekkcirt gert til þess, að miðla málttm í Mexi- co, og hafa láti’ð ótvírætt í ljósi, að ef Bandaríkjastjórnin ekki kjjtmi friði á, þá mtindti þær taka til sinna ráða. Bryan utanríkisráð- gjafi fær hnútur víða að fyrir ó- viturlega stjórn, og friðarstefna hans kemur aldrei að gagni í Mex- ico. — Sumir spá því, að endirinn verði sá, að Bandaríkin leggi hlex- ico ttndir sig, og mttndi svo bezt farið. — Bandaríkjastjórnin hefir kallað sendiherra sinn heim frá Mexico til að gefa upplýsingar um ástandið. — Saskatchewan búar liljóta að : : Mismnnandi mél : : Venjulegt mél gerir/Ugott bruuð, en til þess að fá óviðjafnanlega gott brauð, verður þft að nota Ogihie 's Royal Hou^ebold Flour sern er jafugott fyrir bakningar sem brauð. — Matsal inn yðar hetir það The Oiíilvie’s Flour Mills Co , Ltd. Fort Williatn. Winnipeg. Montreal i£«i vera óvenjufega guðlausir náttng- ar, bví klerkur einn þaðan, R. O. Darwin, )-firmaöur Metódista- kirkjtinnar þar, er um þessær mundir að smala prestlingum í Austur-Canada til þess að prédika vfir haitsamótunum á hinttm for- lierta lýð. Hann segist þttrla á 40 trúhoðum að halda, að minsta kosti. — Asquith stjórnin á Englandi hefir útnefnt Dr. Robert Bridges að lárviðarskáldi, í stað Alíred Austins, sem anclaðist fvrir skömmtt. J>essi útnefning þykir næsta kynleg, því Ilr. Bridges er lítt þektur sem skáld ; hann er rit- höfundur og læknir, og hefir ort nokkur strembin kvæði, sem fáir kunna, því þau eru hálærð. Sá maður, sem að all-flestra dómi var bezt að tigninni kominn, gr Rttdvard Kipling, en hann hefir ort skammir uiti Asquith stjórn- ina og írsku heimastjórnina, og varð það orsök í því, að hann varð af tigninni. Annað kunnasta skáld Breta, William Watson, orti skammir um Mrs. A.squith, og kom þ\i ekki tii rnála, aö hann vrði gerður að lárviðarskáldi ; en sá maðurinti, sem almeut var bú- ist við að fengi hiediðurinn úr þvt Kipling og Watson vortt þegar í tipphafi skoðaðir ólíklegir, var ITenrv Newholt, sem vafalatist er alþýðlegasta og liprasta ljóðskáld, sem nú er uppi á Bretlandi. Ett læknirinn Bridges fann náð fvrir attgum Asquiths, og það reið baggamtininn. — Konungdómur verður lfkl-'ga ekki langgæður í Noregi, þó nndar- legt kunnd að þykja, því f\::r stórþinginu liggttr frumvarp, sem fer fram á, að devi núverandi kon- itngur og drottning án þess að eica son, skuli komingdórnuriim leggjast niöttr og Noregur veröa 'lýðveldi. Koimngur og áiotttting e ga son einn barna, prins Ólal, sem er 10 vetra og hinn efnileg- asti. En nún fvrir fáttm dögttln lanst vopnaður maðttr í feltnn í garði þeim, sem prinsinn feiktir sér í, og hafði sá í hvggju að mvrða prinsinn. J>egar drottningin hevrði af þessu, setti að hentt' grát mikinn, og vildi ólm þegar út Noregi halda, . því hún fullyrti, að frumvarpið væri beint sett til höf- uðs prinsinum. KongsféncHint fjö’g- ar stöðugt í Noregi og lýðveldis- hreyfingin fær stöðugt nýjan cg sterkan býr undir vængi. Konuttg- það forsætisráðgjafinn sjálfttr, her- málaráðgjafinn, fjármála og ílota- ráðgjafarnir. J>etta tiltæki þings- ,ins mislíkaði Yuan Shi Kai stór- um, og er talið sennifegt, að hann mttni binda enda á þessar þing- róstur með því að reka þingið heim og taka sér alræðisvald. Mik- ill hluti ltjóðarinnar er tnjög ó- ánægður mieð forsetann, en herinn fvlgir honum, og er það bezti styrkurinn. En ilt má það kalla, að ekki sktili lvðveldið fá að þríf- ast í friði, eins báglega og Kína- veldi er nti statt fjárhagslega. Inn- anríkisóeirðir eru líklegastar til að liða það í sttndur í smáhluta, er hver verður ríki um sig, eða þá innlimaðir af erlendu valdi. — Ein af kunnari kvenréttinda- konum Breta, Mrs. Edirh Rigbv, gift lækni einttm í Preston, gerði nvlega merkilega játningu fvrir lögregluréittinnm i Liverpool. Htin kvaðst vera valdandi að brttna þeim, sem eyðiilagði herragarð í Harwich fyrir nokkru síðan, » og sem orsakaði rúmiega $100,000 tjón. Einnig kv-að htin 1>að hafa verið sig, setn kont sprengikúlu í baðmullar-kauphöll borgarinnar, sem svo sprakk þar, en gerði til- tölulega lítinn skaða. Hún kvaðst einnig hafa halt í hyggju, að sprengja í loít upp minnisvarða Nelsons aðmíráls í Lundúnum, en ekki getað komið því við í það skiftáð. Konc\ þessi var mjög svo hrevkin yfir aðgerðum sínum, sök- um þess, að þær voru unnar í þarfir málefnisins. Dómur hefir nti verið kveðinn upp yfir henni, og hljóðar hann upp á þriggja ára. hegningarhússvist. — Sex aÖrar I kvenréttindakonur/hafa nýlega ver- ið dæmdar í Lttndúnum í fjögra mánaða fangdsi fvrir óspektir. 1 þei!m hóp er Miss Svlvia Pank- hurst, dóttir foringjans. ur Norðmanna, Hákon, er bróðir Kristjáns Dankonungs, en drottn- ing hans er Maud, systir Georgs | Bretakonungs, og eru konungs- , hjónin því systkinabörn. — Fjörutíu manns fórust í: brenmstieinsnáma á Sikiley þann! 17. b. m. — I Kína er nti uppreist hafitt að nýju. ’ Er ^ttin í héraðinu Kin Kiang, og er það afsetti fvlkis- ; stjórinn þar, sem henni stýrir, Ki- ■ ann- Si að nafni. Hefir forsetinn Y'uan Shi Kai sent herlið mikið undir forustu Ttian Sliiknei hers-! hölðingja til þess að bæla uppreist- ina niður, og hafa blóðugir bar- dagar staðið undanfarna daga og hafa uppreistarmenn farið halloka. Sagt er, að bak við þessa upp- reist standi Dr. Sun Yat Sen, for- ingi Ung-Kína, og einhver ágæt- . asti maður Kínaveldis. Hann og forsetinn eru engir vinir. í annan stað er tnikill flokkadráttur á þingi Kínverja. Hefir það sam- þvkt, að setja flesta af ráðgjöfun- um í varðhald fyrir fjárdrátt ; eru Þegar þér byggið hús, gerið þér það með því augnamiði að hafa þau gdð, 0g vandið þar af leiðandi efni og verk. EMPIRE TEGUNDIR —AF— Wall Plaster, A\ ood Fiber Cement Wall —OG— Finish Reynast ætíð ágætlega. Skrifið eftir upplýs- ingum til: Manitoba Gypsum Co. Ltd. WINNIPEG. MAN.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.