Heimskringla - 21.05.1914, Blaðsíða 11

Heimskringla - 21.05.1914, Blaðsíða 11
WINNIPEG, 21. lIAf, 1913 HEIMSKRINGLA Bls. 11 FURNITURE on Easy Payments OVER-LAND MAIN & ALEXANDER J. J. Swanson H. G. Hinrikson J. J. SWANSON & CO. Fasteignasalar og peninga miSlar SUITE 1. ALBERTA BLOCK Portage & Garry Talsími M.2597 Winnipeg, Man. WELLINGTON BARBER SHOP nndir nýrri stjórn Hárskurönr 25c, Alt vtrk vandaó. Við- skifta lslendinga óskaÐ. ROY PEAL, Eigandi 691 Wellington Ave. Heyrðu landil Það borgar sig'fyrir þig að láta HALLDOR METHÚSALEMS byggja þér hús Phone Sher. 2623 Öryggis rakhnífar skerftir Fyrir 12 eineggjuð blöö 25c Gilletts og öll tvíeggjuö blöö 35c. Reyniö aöferö vora í eitt skifti og sjáiö hvaö viö getutn gert. E. M. Good & Co. 263 Nótre Dame Ave. «í inóti Grace kyrkjunni. Lærðu að Dansa hjá beztu Dans kenuurum Winnipee bæjar Prof. og Mrs. E. A. Wirtb, á COLISEUM Fullkomið kenslu tímabil fyrir 12 so Byrjar klukkan 8.15 á hverju kvöldi. ■*- Berhöfðaður burt ég fer, brúður engin fylgir mér heim að staka Hjalla, heim að staka Hjalla. En þegar líður árið eitt, öliu verður þessu breytt, komin verður kona, komin verður kona, Sköijjmu eftir þetta giftist Einar tngibjörgu dóttur Þorleifs Arnfinns sonar fró Hrjót. Þeim varð fimm barna auðið, þá kvað hann eitt sinn: Áður fyrri ég þá var eins og fugl á kvisti. Oft og tíðum ekki par eftir meyjum þyrsti. Þögul njóla þótti góð, þánka flugi mínu.' Barnagælur brek og hljóð, byrla mér nú pínu. Þessar vísur orti Einar um Borg- arfjörð og héraðið. 1 Borgarfirði er býsna ljótt, bröttum fjöllum vafin, eru þau mórauð eins og sótt öll I sundur grafin. Héraðið er furðu frítt, fjöllin þar ljómandi, Víða skógi og vötnum prítt, við mér síbrosandi. Kvikfjáreign Einars voru nokkr- ar sauðkindur og bóru þær að þroska af öðru fé og var það að þakka bæði góðri hirðing og land- gæðum, líka átti liann fáeinar geit- ur, tvo liesta en enga kú. Túnblett ræktaði hann á sléttri grund í kringum hýbýli sitt og rann þar lítill lækur í gegn. Eitt sinn varð hann fóður þrota fyrir fénað sinn og varð að koma honum fyrir hjá bændum í sveit- inni. Hann kom að Kóreksstaða- gerði, þar sem ég ólst upp, einn dag 1 hörku dimmveðri. Hann var þá að reka nokkrar kindur í fóður, bróðir minn sem var eldri, en ég var látinn fylgja honum yfir að Dölum, næsta hæ. Á leiðinni segir bróðir minn: “þaÖ heggur nú út í hellisásinn.” Þá kvað Einar stöku. Heggur út í hellisás í hríð og snjóa kvölum, brotnar held ég bæjar lás, þá berjum við í Dölum. Þetta erindi kvað hann eftir að óhagstæð tíð hafði gengið um hríð. Sjá loftið vafið silfur snúrum, sjá norður fjöllin hrosa við, sjá nú er lokið svörtum skúrum, sjáið nú hafsins indælið, sjáið alt ljóma sól um kring samhuga lofum þríeining. Eitt sinn van Einar að leita að ám í þoku, þó kvað hann tvær vísur Sendii drottinn sunnan vind, svo mér hreldum líki, svo þrálát jafnan þoku synd, Þessi í burtu víki. Heyrðu jöfur iiimna ranns hvers ég af hjarta beiði, í frægu nafni frelsarans frá mér ama greiði. Þessar vísur kvað hann um gæfu og ógæfu og kallaði þær tvær systur Fýsast báðar fylgja mér, fram að grafar munna. Yeit ei fyrr en valla hér, við mig skilja kunna. Ein er bótin ömunar— Ég skal drottinn prísa, um aldamótin eilífðar upp mig lætur rísa. Einar var alténd glaður og skemt- inn viðtals. Hann andaðist 1860 um sumartíma ó útengja slætti. Amma mín, móðir föður míns, Ran- veig Þorleifsdóttir stundaði hann í banalegunni. Torfi Jónsson á Sandbrekku vitjaði hans einusinni til að taka honum blóð. Einar sagði honum draum sinn. Hann þóttist vera í smiðju að dengja sláttu ljá sinn. Maður kom inn í smiðjuna sem hann þekti ekki og sagði honum væri ekki til neins að vera að þessu, hano skyldi heldur fara upp að Gröf til hans Guð- inundar* og leggja sig þar vitaf. Einar spurði Torfa hvernig lion- um litist á drauminn. Torfi sagði að ef sig hefði dreymt hann þá hefði sér þótt hann góður. Einari sýnd- ist annað, réði hann svo að hann yrði fyrir bágri heyskapartíð. Hann andaðist fám dögum seinna. Ekkja hans hélt við búið þrjú ár eftir dauða lians, fór svo í burtu og býl- ið lagðist í eyði. Næst var Anastaðir, undir þá jörð liggur mikið land, bæði upp til af- réttar og á láglendinu. Sléttlendi fagurt er í landinu sem kallast Ána- staða völlur og rennur þar á í gegn. Á Ánastöðum bjó Pétur Þorláks- son Péturssonar sá Pétur bjó í Hleið- rargarði og var bróðir Hallgríms prests Thorlacíus, föður síra Einars í Saurbæ og síra Hallgríms á Hrafn- agili. Móðir Péturs og sfra Hall- gríms var Elín, dóttir Hallgrims Tliorlaeíus sýslumanns í Múlaliingi Jónssonar sýslumanns, Þorlóksson- ar biskups, Skúlasonar. Þessi ætt- leggur hefir þó ekki tekið sér Thor- lacíus nafnið, tilheyrir það þó með réttu. Móðir Péturs á Ánastöðum hét Guðrún, hennar móðir Guðrún dóttir síra Jóns Oddssonar ó Hjalta- stað. Kona Péturs á Ánastöðum var Sigríður dóttir Árna á Sævar- enda i Loðmundarfirði. Þau áttu margt barna og er eitt þeirra Har- aldur bóndi við Milton, N. D. Pét- ur á Ánastöðum var vel upplýstur og minnugur. Bróðir hans hét Stefán. Hann var liagleiksmaður á koparverk. Hann dvaldi lengst af hjá bróður sínum, var ókvæntur. Hann fóu öft suður í sýslur að selja koparsmíði sitt og andaðist í einni þeirri ferð. Næsti bær, sá syðsti af fjalla bæj- unum heitir Hrjótur. Þar bjó lengi Þorleifur Arnfinnsson, ættaður úr Norðurlandi, var karlmennsku- maður. Margt af afkomendum hans eru vestau hafs. Dóttursonur hans var Þorsteinn Pétursson sem mörg át' vann á skrifstofu Heimskringlu í Winnipeg. Á Hrjót hafði búið nokkur ár, óður enn ég fór til Ameríku, Vigfús Jónsson frá Gunnhildargerði. Hann var gestrisin lieim að sækja og mest- a valmenni. Kona hans var Guð- rún Björg, dóttir Þórarins Einars- sonar frá Víðivallagerði í Fljótsdal og Guglaugar Kolbeinsdóttur frá Dölum, Guðmundssonar. Dóttir Vigfúsai' og Guðrúnar Bjargar er húsfrú Stefanía Vigfúsdóttir í Yestur Selkirk. Líka býr í Selkirk Þórarinn Guðmundur Þorkelsson, stjúpsonur Vigfúsar. *Guðmundur Bjarnason hét hóndi í Gröf, sá bær er í Eiðaþinghá, fyrir sunnan Hleiðargarð skarnt frá Lagarfljóti. Til Árna Eggertssonar 8. maí 1914. lunum íleira en Ijörutíu vetur, írændi! lei/tu. Kominn vel á leiö aö tindinum, þar sögusólin heið sæmdatr-nafna birtir yfir letur. Margur veit ei vel um, hvaö hann getur ; varp sér niöur, öllum þrautum kveið, þó að leið hans lægi bein og greið. Langt nær sá, er stefnir : áfram betur! Tni ert einn af þeim, sem hneigst ei niður þrotinn hugar fyrir hverjutn gjóst ; en stefndir upp í brattann, ha-rra og hærra. Bezt er þó liitt : að bróðurarmi styður þú brostinn margan svein : — og höfðingsbrjóst þitt er að verða sífelt stærra og stærra. — Já, stefndu, frændi! ávalt hærra og hærra. Hugarveldið gerðu stærra og stærra. I/egð’ að mund aö mvlja smærra og smærra mannsins böl i; svo verði færra og íærra af visnuðum sálum und sól, sem að ólánið fól, svo hjartna bjarminn hlossi skærra og skærra, hlóð í æðum fossi tærra og tærra, fólkig hefjist, guði kærra og kærral. Þ. B. KVEÐJA til' frú Guðrúnar Jónasson frá W’peg, stórga /Jtimanns ungtemplara á Islandi, er hun fói frá Reykjavík 18. api'l 1914 vestur. 1 skínandi sólheiði vestur um ver í vaggandi hraðbyri fleyið þig ber, með fegurstu árnaðaróskum á leið þér íslenzkatr vordísir fylgja’ úr á skeið. Vér þökkum þér komuna’ á hrím- landið heim og hugþekku dvölina’ á stöðvun- um þeim, er einbeitt og hreinskilin, hugstór 0g djörf þú lielgaðir ótrauð þin blessunar- störf. Með áhugans lýsandi á r s ó l í hug gegn áfengisbölinu vanst þú af dug, — þú varst ekki stefnuhvik, stöðug og, trú með stálkrafti ósérplæg fram sótt- Ír þú. En kærust og þörfust þú æskunni sem ófarna leið hefur bjarta þú gert, — þú vakir sem móðir á barnanna braut og beinir þeim hamingju’ og far- sæld í skaut. Guð blessi þinn veg, — þó að rér höfum mist þig vestur um stund, að þú komir seim fyrst til barnanna’ og vinanna aftur, það er sú ósk, er vér íelum nú gæfunni’ og þér! Guðm. Guðmundsson Framsýni er sama og fyrirhyggja fyrir frantíðinni Það er óforsjálni að leggja út peninga fyrir ónýta rjómaskilvindu, fyrir tá sök að hún er ódýrari. Hún ef til vill skilur mjólkina fyrst í stað, en bilar fljótt og verður ónýt innan eins eða tveggja ára. F.vrirhyggja er bað að kaupa hina sterku “M.tGNET” sem er smíðuð af sérfræð ngunum Petrie Manufacturing Co., Ltd., Hamilton og sem bafa áunnið sér frægð og auð með pví að finna upp og smíða bestu rjómaskilvindur sem pekkist, Takið ekki orð vor trúanleg, heldur gerið samanburð á “MAGNET” og öðrum samskonar vélum,og þér munuð komast að raun um að “MAGNET” er betur úr garði gjörð til pess að endast, heldur en nokkur hinna. HÉR ERU MEÐMÆLIN: J. Square gear byggingin. 2. Hin sterka og trausta umgjörð. 3. Tvístuðningur rjóma kúlunnar, “MAGNET” einkaleyfi. 4. Einstykkis fleytirinn tekur öll óhreinindi úr mjólkinniog hreinsar rjómaDn. 5. Skilur vel. Hefur framleiðslumagn eamkvæmt auglýsingunum. 6. Snýst lett. Börn geta unnið henni. 7. Fljót hreinsuð; til pess parf aðeins fimm mínútur. 8. Má breyta framleiðslu magninu, án pess að skifta um umgjörð. 9. Fulikominn hjólstöðvari. Sparar tíma “MAGNET” einkaleyfi. 10. Öruggleilíi. Öll hjól innibyrgð. 11. Skilur jafnt á ósléttji jörð sem sléttu gólfi. Vér ábyrgjumst hvert atriði. Sendið eftir verðskrá. Ókeypis til bænda. Deild E, sem út- skrifaður rjómafræðingur, ræður yfir, gefur allar upplýsingar um kúa bú, ókeypis. 12 ára reynzla vor sem rjóma sérfræðingar, stendur yður til boða. Vrér getum og viljujn hjálpa yður. Skrifið The Petrie Manufacturing Co., Ltd. Verksmiöja og aöalskrifstofa Hamilton, Ont. Vancouver, Calgary, Regina, Winnipeg, Hamilton, Montreal, St. John Abyrgst að fara vel Nýtfsku klæðnaðir. W.H. Graham Klæðskeri. Eg sauma klæðnaði fyrir marga hina lielztu íslendinga þessa • borgar. Spyrjið þá um mig. Phone Main 3076. 190 James St., Winnipeg, FA R B R É F Alex Calder & Son General Steamship Agents Ef f>ér hafið í hyggja að fara til gamla landsins. þá talið við oss eða skrifið til vor. Vér höfum hinn fullkomnasta útbúnað í Canada. 663 Main Street, Phone Main 3260 Winnipeg, Man. 244 Sögusafn Heimskringlu ‘ö, þ«tta kalla ég að lifa’, sagði Celia. ‘það er svo ólíkt okkar lífsháttum hér’. ‘jiér munduð ekki segja þetta, ef þér vissuð, hve glaðir borgarbúarnir «ru yfir því, að dvelja úti á landi’. — ‘Látum þá reyna það einn mánuð eða tvo, og þ»ir veröa orðnir ledðir á því, áður en sá tími er liðinn, nema þeir séu af þeim flokki þeirra, sem á- valt eru ánægðir, þegar þeir hafa byssu eða dorg til að drepa eitthvað með’, sagði Celia. ‘I‘lg þyrfti hvorki byssu eða dorg, ég mundi una tnér á meðal fjallanna hér’, sagði Gerarð. ‘Hvað þá, í fjarlægð frá sjúkrahúsunum yðar?’ ‘Ég á við frítíma mína. Ég get ekki þolað, alð yfirgefa sjúkrahúsin. líg þarf að læra iðn mína1’. ‘Ég hélt þér væruð búinn að læra alt, þegar þér tókuð próf’. ‘Læknar eru aldrei full-lærðir. Byrjandi nútím- atis veit meira, en reyndur læknir vissi fyrir hundrað árum’. Celia tók að sér að skemta gestinum, því Eð- varð var leiður og lokaði sig inni, enda vair hún all- áaægð með þetta stari. þau töluðu mikið og margt. Meðal annars sagði Gerarð henni frá barnæsku sinni og þroskaskeiði. ‘Ælska yðar hefir verið mjög alvarleg’, sagði hún. ‘Og ég hlýt að eiga fyrir höndum hörð og alvar- leg fullorðinsár’, svaraði hann. ‘það er ekki útlit fyrir, að ég igeti beðið nokkra stúlku að taka þátt í lífi mínu, sem er svö fátækt af sólskini’. ‘En byrja ekki öll mikilmenni á þann hátt?’ spurði Celia. ‘Sir Astley Cooper t. d., og kæri ves- almgurinn, sem stjórnar hugsunum okkar og hreyfing- iin, þó hamingjan megi vita, að hvaðá gagni slik uppgötvan kemur*. JónogLára 245 ‘þér munuð eiga við Sir Charles Bell?’ sagði Gerarð. •Eg held þaö’, sagði CeUa. ‘Mig minnir, að hann skrifaði bók um hendur. Eg vildi að hann hefði líka skrifað bók um gjófa, því líkamsfræði þeirra, sem búa til glófa, er voðaleg. Enn þá hefi ég engan þekt, sem1 kann að sauma utanu,m þumalfingur min'n’. ‘1 því tilfelli er mitt kyn betur statt en yðar’. ‘Hvernig þá?’ ‘Við þurfum aldrei glófa, nema þegar við döns- um eða keyrum’. ‘Ö, er það mögulegt?’ sagði Celia undrandi. ‘Finnast menn í þessum stóru borgtim, sem aldrei bruka piófa ? En hér, þar sem allir'þekkjast, er maður neyddur til að gera; þaö’. ‘Eg held ég hafi ekki keypt nema tvenna glófa um æfina’, saigði Gerarð. ‘Getið þér verið án þeirra, þegar þér idansið, ?* ‘Með hægu móti. Eg dansa aldrei’. ‘Verðið þér þá aldrei þreyttur af aðtlesa. G-etur þýzki valsinn ekki, vakið andagift yðar ?'’ ‘Eg revni aldrei að v-erða fyrir innblástri. Síðan éig kom til I.ondon hefi ég aldrei verið í samkvæmi’. ‘En — hvers vegna farið þér ekki í samkvætni?’. ‘Eg get fært fram fimtíu ástæður fyrir því, en |ináske ein nægi : Mér liefir aldrei verið boðið i sam- kvæ.mi’. ‘Vesalings maðtir’, sagði Gelia í meðaumkunar- róm. ‘Búið ]>ér i London um skemtanatvmann, og enginn býðnr yður að taka þátt í dansi eða neinu öðru ?’ ‘það er ekkert skemtunar-tímabil i þeim hluta jT.ondonar, sem ég á heima. Lífið rennur á sömu 'einföldu hjólunum alt árið : skuldum, vandræðum, veikindum og sorg’. 246 Sögusafn Heimskringlu ‘Ö, þér vekjið hjá mér sorg og ógæfu í hugan- um’. 'Mér þykír slæmt að hafa gert það’, sagði Ger- arð blíðlega. ‘það er lika lélegt endurgjald fyrir alla þá vinát'tu, sem þér hafið sýnt mér. ]>ér tnegið ekki ætla, að ég liti við sífeldar píslir. Eg næ hraðari framförum, en ég bjóst við, og ég vona að öðlast nafnfrægð og lán, ef ég lifi nógu lengi. það er að eins, ]>egar ég er að liugsa um, hve langt muni þangað til, að cg geiti boðið kvenmanni að taka þátt í stöðu minni, að ég verð óþolinmóður’. Gelia blóðroðnaði og laut niður að skrautsaum- unum, sem láu í kjöltu hennar, og virtist ekki geta litiö upp aftur. Hiim hóstaði ofurlítið sem svar. En þar eð Ger- arð gekk fram og aftur um gólfið þegjandi, fanst henni að hún yröi að segja eitthvað. ‘Eg býst við, að unga stúlkan, sem þér eruð heit- bundinn, íiirði lítið um, hv>e lengi hún þarf að híða’. sagði Celia, ‘eða sé hún hugrökk, hikar hún ekki við að taka þátt í erfiðleikum yðar í bvrjun’. ‘Eg er ekki heitbundinn’, svaraði Gerarð. 'Etr biö afsökunar. Eg srlevmdi hvrí, að þér sögð- ust aldrei taka þátt í samkvæmum’. ‘Haldið þér, að maður velji sér konu við dans- samkomur ?’ 'Eg veit ekki. Kemur það ekki oft fvrir við danssamikomur ?’ ‘Getur verið, eu að þvi er mig snertnr vuldi ég heldur sjá tilvonandi konu mína á heimili sínu vúð arinn foreldra sinna’. ‘Bæta sokka’, sapði Celia. ‘Ee held það sé hinn rétti mælikvarði fvrir kvenleva dvgð. Hún fær má- ske levfi til, að leika á hljóðfæri og syngja, en aöal- stari hennar'er að matreiða og bæta föt. Er það ekki, hr. Gerarð?’ Jón o g Lára 247 ‘það mun sýnast einkennilegt af ástfangnuai manni, aö leggja áherzlu á slíka smámunu, en þó er ánægja og gæfa mannsins mjög mikið komin undir innanhúss-stjórn heimilisins’. Celia hló, en hláturinn endaði með stunu. Hún hafði ákveóið, að ef hún giftist nokkru sinni, þá yrði það auðugum manni, svo liún gæti haft vagn og hesta út af fvrir sig, þegiar hún vildi, og fallega stofustúlku yrði hún að hafa, þó ekoi gæti hún haft þjón. En hér var ungur maður, sem varð að híða nokk- ur ár, áður en hann gæti gift sig, og þó var hann myndarlegasti maðurinn, sem hún hafði séð á æfi sinni og líklega einnig sá göfuglyndasti og bezti. Frú Clare, sem þurft hafði að líta eftir innan- húss-störfum, kom nú inn til að borða dagverð og sömuleiðis Eðvarð, er bráölega fór að spjalla við Gerarð um bokmentalegt gildi Brownings og Svvin- burnes. Celiu furðaðd stórum, hve fróðtir ungi læ.knirinn var. •Hverniig hafið þér getað fengið tíma til að lesa skáldskaparrit ?’ spurði hún. ‘Skáldskaparrit eru mín eina tilhrevting’. ‘Og svo býst ég viö, að þér farið í leikhús stund- umí’ ‘T'á, þegar eitthvað mnrkvert er að sjá’. þetrar^dagverði var lokið, var hætt að ricna og leit ekki ut fvrir, að aftur mundi rigna þann dag. 'það væri gaman, að ganca um heiöinn núna’, sagði Oerarð, þar sem hann stóð við clugcann og horiði út. ‘Eruð.hér nógu hugrakkar til að fylgja og Teiðbeina mér. umrfrú ?’ Celia leit snvrjandi á hróður sinn. ‘Esr er ekki hneigður til að skrifa meira f dag’. sagði Eðvarð, 'máske að löng skemtiganga um heW-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.