Heimskringla - 21.05.1914, Blaðsíða 2
Bls. 2
HEIMSKRIJTGLA
WINNIPEG, 21. MAÍ, 1913
KTÖld og dagfiköli
Manitoba School of Telegraphy
530 MAIN STIIEET, WINNIPEG
McLean Block
I. INGALDSON, Elgnndi
K«mi5 e?5a skrifltí efllr uppiýsinprum
™ D0MIN10N BANK
Ilornl Notre Dame og Sherbrooke Str.
Höfuðstóll uppb. $4,700,000.00
Varasjðður - - $5,700,000.00
Allar eignir - - $70,000,000.00
Vér óskum eftir viðskiftumverz-
lunar manna og ábyrgumst ati gefa
þeim fullnægju. áparisjóðsdeild vor
er sú stærsta sem nokkur banki
hefir i borginni.
íbúendur þessa hluta borgarinn-
ar óska að skifta við stofnun sem
þeir vita að er algerlega trygg.
Nafn vort er fulltrygging óhult-
leika, Byrjið spari innlegg fyrir
sjálfa yður, konu yðar og börn.
C. M. DENIS0N, ráðsmaður.
Phone Cíai-ry 3 4 5 0
Agrip af reglugjörð
em heimilisréttarlönd í Canada
Norðvtaturlandinu.
Sérhver manneskja, sem fjölskyldu
hefir fyrir at5 sjá, ogr sérhver karlmaö-
ur, sem or'ðin «r 18 ára, hefir heimilis-
rétt til fiórðungs úr ‘section’ af óteknu
ctjórnarfandi í Manitobe, Saskatche-
wan og Alberta. Umsækjandinn vertJ-
ur sjálfur aö koma á landskrifstofu
stlórnarinnar etJa undirskrifstofu í þvi
hera'ði. Samkvæmt umbo'ði ogr með
sérstökum skilyrðum má faðir, móðir,
sonur, dóttir, bróður eða systlr um-
sækjandans swkja um landið fyrir
hans hönd á hvaða skrifstofu sem er.
Skyldur.—Sex mánaða ábúð á árl og
ræktun á landinu í þrjú ár. Landnemi
má þó búa á landi innan 9 mílna fró
íeimilisréttarlandinu, og ekki er minna
en 80 ekrur og er eignar og ábúðar-
jörð hans, eða föður, móður, sonar,
dóttur bróður eða systur hans.
f vissum héruðum hefur landnemnn,
sem fullnwgt hefir landtöku skildum
eínum, forkaupsrétt (pre-emption) að
sectionarfjórðungi áföstum við land
sitt. Verð $3.00 ekran. Skyldur:—
Verðor að aitja 0 mflnuði af Ari ú
Jandinu f 3 ár frá því er heimilisréttar-
landið var tekið (að þeim tíma með-
töldum, er til þess þarf að ná eignar-
hréfi á heimiíisréttarlandinu), og 60
•krur verður að yrkja aukreitis.
Landtökumaður, sem hefir þegar
notað heimilisrétt sinn og getur ekkl
náð forkaupsrétti (pre-emption) á
landi, getur keypt heimilisrettarland
i sérstökum héruðum. Verð $3.00 ek-
ran. Skyldur—Verðið að sitja 6 mán-
uði á landinu á ári i 3 ár og rækta 50
reisa hús $300.00 virði.
W. W. CORY,
Deputy Minister of the Interior.
Dixon Bros.
KJÖT 0G MATVÖRUSALAR
l>egar þér viljið fá besta kjöt, fisk
fuglakjöt, eða garðávezti, þá heim-
sækið oss. Verð sanngjarnt
Síma pantanir fá fljóta afgreiðslu.
637 Sargent Ave.
Næst við Good Templar Hall
Phone Garry 273
Offlce Phone 3158
I. INGALDSON
103 Mighton Avenue
Umboðsmaður
Contlnental Llfe Innnrance
417 Mclntyre Block
WINNIPEG
PAUL BJARNASON
FASTEIONASALI
SELUR ELDS LÍFS-OG SLYSA-
ABYRGÐIR OG ÚTVEGAK
PENINGALÁN
WYNYARD, - 5ASK.
ST. REGIS H0TEL
Smith Street (nálægt Portage)
Europeftn Plan. Bnsiness manna máltlöir
fré kJ. 12 tii 2, 50c. Ten Conrse Table De
Hote dinner $1,00, með vfni $1.25. Vér böf*
nm einnig borðsal þar sem hver einstaklin- |
gnr ber á silt eigið borö.
McCarrey & Lee
Phone M, 5664 1
Björninn unninn.
Saga frá Pýrenea fjöllum.
Það var liðið fast að veturnótt-
um, seint um kveld í aftakaveðri,
roki og rigningu. Það var svo kol-
dimt úti, að varla sást handaskil.
tNokkrir veiðimenn, sem voru á
j dýraveiðum um daginn, höfðu, þeg-
; ar kvelda tók og vcður versnaði,
! dregið sig í áttina til bygða ; náðu
| ]>eir loks til sæluhúss cins, er stóð
j allfjarri bygðum uppi undir heiðar-
brún, og settust þar að; kveiktu
eld, tóku fram mali sína og fóru
!að snæða. Höfðu þeir vart lokið
isnæðingi, þegar enn bar mann að
garði; og var þá veður ófært orðið.
j En er innar kom, brá gestum í
brún, er þeir sáu manninn; var
j hér kominn klerkur bygðarinnar,
hár maður og herðabreiður, tæp-
jlega miðaldra. Einskis vildi hann
neyta, en settist við cldinn stund-
! arkorn og. vermdi sig. Gekk síðan
j inn í afhýsi eitt lítið, tók fram
bænabók úr pússi sínum og fórað
lesa. En veiðimenn lögðust niður
utan um eldinn . Voru þeir allir
búnir litklæðum að Spánverja sið,
gamlir veiðimenn og þó enginn við
j aldur. Tóku nú að reykja og ræða
| um veiðifarir. Alt nokkuð dró þó
úr kæti þeirra óveðrið úti fyrir:
þrumur, cldingar og afspyrna með
dynjandi regni. Setti kofabúa
hljóða, þegar verstu skellirnir
dundu á veggjum og hurð og sló
niður í eldinum. Nokkuð voru þeir
og varfærnari og hægari í samræð-
um sínum fyrir návist prestsins,
þótt ckki virtlst hann gefa þeim
neinn gaum. Einn félaganna var
hljóðastur og sat stundum luigsi.
Alt í einu hefst hann máls og seg-
ir: “Er það sannfrétt, að björninn
liafi banað Jakob Luehon í gær?”
— “Já”, gail annar jafnharðan við.
— “Það er þriðji maðurinn, sem
' hann verður að bana í þessu bygð-
[ ariagi”, sagði sá þriðji eftir litla
l>ögn. — “Hvar skyldi hann liafa
jsést seinast?” spurði sá fyrsti. —
“Rétt hjá Maladeta skarðinu”, svar-
aði sá annar. “Þú munt þó ekki
vera að hugsa um að bana honum,
Pétur?” bætti iiann við. — “.Jú, eg
er að hugsa um það”, svaraði sá
fyrsti fast og alvarlcga.
Þegar farið var að tala um björn-
j inn, tók prestur að leggja við hlust-
irnar. En nú stóð hann á fætur og
jgekk einsog hálfhikandi yfir til
j veiðilhannanna: snéri sér að þeim,
sem síðast talaði og mælti: “Hvað
; mörg börn átt þú, Pétur?” —
! “Pimm”, var svarið. — “Þú ferð þá
ekki á bjarnarveiðar á morgun”,
1 sagði prestur hægt og með áherzlu.
— “Jú, en —”. — “Þú ferð ekki fet!”
sagði prestur, og nú iá sá áherzlu-
J þungi á orðunum, að Pétur þagn-
aði og leit undan. — “En eg get far-
jið; og eg ætla að fara”, mælti ann-
j ar, nokkru yngri, “eg á hvorki konu
I né börn”. — Prestur þagði augna-
biik; því næst svaraði hann, og
jvar nú nokkuð viðkvæmari rödd-
jin: “Hver býr í smiðshúsinu niðri
jí þorpinu?”— , “Hún móðir mín”
j var svarið. — “Þú ferð ekki fet held-
ur, vinur minn”, kvað klerkur, og
hinn ]>agnaði. — Nú fékk Pétur
jmálið aftur: “Pyrst við erum nú
loksins orðnir þess vísir, livar bjarn-
íarfjandinn er, )>á get eg ekki séð
annað, en að skylda okkar sé, að
j nota tækifærið og bana honum
sem bráðast”. Það var næstum eins
og Pétur þættist hafa ráðist á eitt-
hvað, sem í rauninni væri óleyfi-
legt, með þessum andmælum. Því
hann horfði ekki beint framan í
prest, og leit svo út af svip hans,
sem hann ætti von á, að verða und-
ir í viðureigninni. — Prestur svar-
aði brátt, og þó vel rólega: “Björn-
inn verður skotinn, þó að þú farir
ekki, Pétur. — “Getur verið, en hver
verður til þess?” — “Eg”, mælti
prestur skjótt og einbcittlega. —
“Þér, herra prestur!” gullu allir
veiðimennirnir við undrandi og
jlitu á prestinn. — “Já. eg ætla að
gjöra það. — Eg er af bændaætt-
um og fjallabúi eins og þið”, bætti
hann svo við; “eg hefi þess utan.
verið veiðimaður hér í. fjöllunum
. fast að tuttugu árum áður en eg
jgekk í þjónustu guðs. Áður en eg
varð síra Hreggviður var eg kall-
' aður “Hreggviður bjarnabani”, —
mælti hann loks og brosti við.
Veiðimennirnir virtu prestinn
[fyrir sér hálf-undrandi. Pln eftir
J því, sem þeir horfðu lengur á hann,
! eftir því dró úr undruninni. Hann
var enn á léttasta skeiði, hvatlegur
og hermannlegur, hrafnsvartur á
hár og brúnamikiJl, augun djúp á
svip og dökk að lit. — “Eg held að
l>að sé guðs ráðstöfun, að mig
jskyldi bera hingað til ykkar í
! kveld, vinir mfnir, þegar þið voruð
j að hugsa um þessa glæfraför, svo
að eg gæti afstýrt henni. Og þó að
eg. hafi nú ekki svo árum skifti
haft byssu á-milli handa, þá vona
eg, að cg með guðs hjálp ——
“Ekki haft byssu milli handa svo
árum skiftir, og ætlar þó að ráðast
í þessa hættuferð?” mæltl Pétur.
— "Já”, svaraði prestur stillilega,
“það sæmir ekki guðsþjóni, að
ganga með morðvopn í höndum, —
jafnvel ekki til að bana óarga dýr-
um; en þegar þau eru farin að
gjöra af sér þann skaða, að til vand-
ræða horfir, þá er óhjákvæmilegt,
að ráða þau af dögum; — og til
þess gaf guð manninum þrek og
kraft, að hann skyldi verja sig fyr-
ir voðanum og hrinda af sér hættu-
legum illvættum. Og því álít eg
heldur engum skyldara en mér, að
bana þessum blóðuga dýrvargi”.—
“Þér ættuð ekki að ráðast í þessa
för, herra prestur”, mælti nú einn,
sem áður hafði þagað; “við megum
ekki við, að missa svo góðan prest,
sem þér eruð”. — “Eg er óhræddur;
eg ætla að rifja upp fyrir mér, hvern-
ig eg fór að, þegar eg var á bjarna-
veiðum á yngri árum; — og svo hef
eg ’ann’”. — Ungúr maður, liðlega
tvitugur að sjá, leit nú til prests-
ins og sagði:“Eg vona að ]>ú leyfir
mér, að fara með þér, bróðir!” —
“Þú færð ekki að fara með mér. “Við
skulum fara með þér allir, herra
prestur”, mælti nú einn veiðimann-
anna: eg vona, að þér leyfið okkur
það; þegaj við erum allir saman í
hóp, þá er minni hætta fyrir livern
einstakan,,. — “Nei, vinir inínir”,
mælti presturinn mjög alvarlega;
eg er óhræddur og þarf cngrar
hjálj>ar; guðs hönd er yfir inér og
hún mun yernda mig, þegar liætt-
an er mest. Og þó það eigi fyrir
mér að iiggja, að bfða bana f viður-
eigninni við villidýrið, þá er léttar
bættur skaðinn, að fá nýjan prest
í þorpið, heldur en fyrir munaðar-
leysingja, að fá nýja feður, eða fyrir
ekkjur að missa sorgar sinnar”. —
Með þessum orðum, scm voru sögð
jafn innilega og þau voru Sögð al-
varlega, var málið útrætt. Enginn
lagði þar frekar til, og voru allir
nokkra hríð hljóðir.
Veðrið lét sömu látum og fyr. Þó
var ekkki alveg fjarri, að ögn væri
dregið úr allra frekasta veðurofs-
anum; en í þess stað dundi regnið
ennþá ákafar og þyngra um hurð
og veggi, en stormurinn æpti inn
um rifur í veggjum og rjáfri. Veiði-
mennirnir reyktu hægt og rólega,
og rauk af þeim suddinn við hitann
af eldinum, — blandaðist svælunni
frá hlóðunum og reyknum úr píp-
unum. Prestur hlustaði eftir veðr-
inu, og horfði í eldinn ýmist eða
hann virti fyrir sér mennina í kring
um hann, — þessi hraustu náttúru-
börn úr fjallabygðunum. — Loksins
var sem hann vaknaði af dvala, og
ávarpaði samnáttamenn sína: “Eg
held að það sé orðið býsna fram-
orðið, bræður. Mundi ekki bezt, að
við færum að leggjast til svefns?”
Einsog í leiðslu var þcssari áskor-
un hlýtt. Mennirnir stóðu á fætur
þegjandi, réttu úr sér og fóru svo
að búa um sig á gólfinu. hv;e W
sínu horm, þó enginn mjög langt
frá eldinum. Prestur var ein hinn
seinasti að leggjast fyrir, einsog
hann væri að bíða eftir, að láta
hina hagræða sér sem bezt, og væri
ánægður með að mæta sjálfur af-
gangi. Að lokum lagðist hann og
niður, vafði utan um sig geitar-
skinnskufli, sem hann hafði verið
í, ias bænir sínar, og svo gjörðu
hinir. — Leið ekki á löngu áður
þungir andardrættir og þrotur
gistingarinanna tæki undir með eld
ingum, regndunum og stormþyt.
* * *
Undir eins í sólarupprás næsta
morgun reis síra Hreggviður á fæt-
ur. Fór hann svo hijóðlega, sem
hann mátti, til þess að vekja eng-
an af gistifélögum sínum, og tókst
honum það. Var nú ált annað
snið á lionum lieldur en um kveld-
ið. Nú var hann kominn í búning,
sem einn veiðimannanna hafði iéð
honum um kveldið til fararinnar
að morgni. Var hann því nú svo
búinn, að liann hafði flata liúfu
litla á höfði, ieðurhlífar um leggi,
gyrtur rauðu belti, og stakk liann
undir það löngum og oddmjóum
veiðihníf. Það var þvf líkast, sem
búningurinn hefði gjörbreytt hon-
um. Hann var orðinn alt öðru vísi
í fasi, en um kveldið, iéttstígur, lip-
ur og fimlegur; og átti sá limaburð-
ur vel við vöxt hans, sem var ó-
venjulega hraustlegur; en á því
bar einnig miklu meira nú en ella,
er hann var búinn í skósíða, víða
prestshempu.
Þegar sfra Hréggviður var kom-
ínn út fyrir sæluliúss-dyrnar, að-
gætti liann vandlega byssuna, sem
hann hafði fengið léða, og er hann
fann, að hún var í bezta lagi, hlóð
hann hana þrcmur kúluskotum, og
lagði því næst af stað með röskum
skrefum í áttina til heiðarinnar.
Hann var að eins kominn örfáa
faðma, þegar hann heyrði kallað
á eftir sér. Hanti snéri við, og sá nú
að þar var kominn .Stefán bróðir
hans, alveiðibúinn. “Hvað ætlar
þú, Stefán?” spurði prestur. — “Eg
ætia með þér, ef eg má”, svaraði
Stefán. — “Er það alvára þín?” —
“Já”. — “Jæja, komdu ]>á. Er byss-
an þín hlaðin?” — “Já, hún er
hlaðin”. — “Jæja, hér eru tólf kúl-
ur í viðbót. Taktu við þeim. Og
svo skulum við flýta okkur af
stað”.
Það mætti telja kynlegt, að
presturinn skyidi nú leyfa bróður
sínum að fara með sér, þar sem
hann hafði bannað honum það
kveldinu áður. En það kom til að
hann vissi, að Stefán var óvenjulega
röskur og ötull veiðimaður. Hann
treysti og sjálfum sér til að verja
hann, ef í ófæru kæmi. Enda sá
liann, að því fyr mundi bróður
sinn verða fullframa veiðimaður,
sem hann vendist fyr hættum og
mannraunum.
Bræðurnir lögðu þá saman leiðar
sinnar og stefndu til fjalla. Yeðrið
var nú alt annað en um kv’eldið
áður; storminum var slotað, him-
ininn var heiðblár og fagur, ofurlít-
ið föl á jörð, en loftið var svo tært
og hressandi, sem á varð kosið.
Eftir svo sem klukkutíma gang,
voru þeir komnir að klettunum,
þar sem mætast landamæri Spánar
og Frakklands, á há-Maledetta-
skarðinu. Þar biasti við stórfeld
og tilkomumikil útsýn: fjöll og
hálsar, heiðar og tindar, alt snævi-
þakið og sólskini fáð, svo langt,
sem augað eygði. Og síra Hregg-
viði fanst svo mikið um þessa mik-
ilfenglegu sýn, sem hann liafði ekki
séð svo lengi, að liann hóf upp
höndurnar' og mælti frá sér num-
inn:
“Nei, sko öll þessi dýrðlegu snjó-
þöktu fjöll!” Því næst sneri hann
sér að bróður sínuin og sagði: “Ef
það er satt, sein Jakob segir, ]>á
hlýtur björninn að halda sig cin-
hversstaðar í furuskóginum hér til
vinstri handar. Og þá verðum við
að fara yfir Maladetta-skarðið; og
]>á verða á leið okkar gjárnar, þar
sem fjöldi af fjallgöngumönnum
ligggur ógrafinn. “Tókstu reipið
með ]>ér?”
“Já, það er hérna”, svaraði bróð-
ir iians.
Þeir hundu nú reipinu utan um
sig, sínum endanum hvor, með
löngu millibili; svo að þó annar
hrapaði, gæti hinn dregið hann að
sér á bandinu. Þvf næst tóku þeir
til að klifra upj> fjallshlíðina öðr-
um megin skarðsins.
Þegar þeir höfðu klifrað í liér um
bil hálftíma, sprakk snögglega
svellskán undan fótum Stefáns, og
var hann horfinn að augnabliki
liðnu. Presturinn, sem gekk fyrir,
vissi ekki fyrri til, en hann fann
togað í sig. Hann hrapaði ofan tals-
verðan veg, og iá nærri, að hann
hefði mist fótanna. En hann sá
skjótt, hvað við lá: Stefán bróðir
hans horfinn ofan í hyldjúpa gjá
(eftir því að dæma, að þungi hans
lá allur á bandinu, svo hann gat
ekki haft botn), og hann sjálfur á
gjárbarminum. Hann neytti þvf
sinnar ítrustu orku til að forðast
að falla ofan í djúpið; og tókst hon-
um það með hörkubrögðum. En
ekki var svo sem nema áinar bil að
gjárbarminum, pr liann náði fót-
festu. Hann tók nú að toga f band-
ið af alafli; og er hann hafði togað
um hríð, bólaði fyrir koilinum á
Stefáni við gjárbarminn. Setti nú
prestur góðan rykk á reipið, — og
dró bróður sinn alla leið upp. Stef-
án studdi fyrir sig höndum, en
hneig því næst máttvana og mcð-
vitundailaus út af á snjóinn. —
Prestur heygði sig niður að hon-
um, iyfti upp höfðinu á honum, og
lét hann dreypa á brennivínspela
sínum. Itaknaði ]>á Stefán við og
ieit á bróður sinn, í fyrstu einsog
utan við sig, en því næst með blíðu
og þakklæti.
“Það er gieðilegt að sjá, að ]>ú
skulir vera raknaður við aftur,
bróðir”, segir prestur. “Eg hélt
augnabiik, að við ætluðum báðir
að hrapq”.
“Já”, svaraði Stefán, einsog í
leiðslu.
“Því var nú betur, að svo
fór ekki. Okkar tími er enn ekki
kominn. — En nú skuium við halda
áfram”.
“Já, bróðir minn”, svaraði Stefán,
enn]>á einsog í hálfgjörðum draumi.
Þeir héldu nú af nýju áfi'ain ferð
sinni upp fjallshlíðina.
Stefán hafði mist foreldra sína
ungur, hafði Hreggviðr bróðir lians
gengið honum að öllu leyti í föður
stað. Hafði Stefán vanizt á, að
hiýða bróður sfnum, sem jafnan
var ákveðinn og einbeittur í fram-
göngu; bar liann djúpa virðingu
fyrir honum, og datt aldrei í hug,
að víkja liársbreidd frá boðum
þans. Hann var mjög áþekkur bróð
ur sfnum í útliti, en að vísu ekki
eins þroskalcgur, ]>ar sem hann var
tæplega kominn enn á manndóms-
aldur. Hann var vel iátinn af al-
menriingi, og í alimiklu áliti meðal
þorpsbúa, sem eitt hið bezta veiði-
mannsefni f hóp yngri mannanna.
— Nú gekk hann á eftir bróður sín-
um upp fjallshlíðina, fölur og frá
sér numinn. Hann hafði orðið yfir-
kominn af hræðslu í fallinu ofan í
gjána, og var iangt frá búinn að
ná sér aftur. Hann hefði lielzt kos-
ið að snúa aftur — heim; en að
sjálfsögðu lilýddi hann bróður sín-
um að vanda.
Eftir að bræðurnir voru komnir
stuttan spotta þaðan, sem Stefán
hafði fallið ofan í gjána, nam síra
Hroggviður staðar óg iagði við eyr-
un. Honum fanst hann heyra
dimt urr ekki mjög langt frá sér. —
(Frainh. á 3. bls.).
RibboK
Goffss
SaBlue Ribbon
Kaffi og bökunar duft
Er morgun kaffið þitt bragðgott
og heilnæmt? Ef það er ekki þá pant-
aðu^BLUK RIBBON kaffi hjá matsal-
anum, og taktu eftir þeim mikla
mismun,
Þú munt verða bæði hissa og
fagnandi. BLUE RIBBON Te, Kaffi,
Bökunarduft, Krydd og jurtaseyði
er alt af sömu gerð, það bezta.
REYNIÐ ÞAÐ
Ertu viðbúinn að taka á móti gestum?
Slá ekki á frest, að kaupa þá húsmuni, sem þú þarft,
þangað til þú ÁTT GESTA VON. Ef þú gjörir það, kemur
þreyta og umstang í stað ánægju af komu vinar þíns. Kauptu
nú þegar þá húsmuni, sem ] ú þarfnast, og þegar gestirnir
koma muntu verða mjög ánægð yfir útliti heimilis þíns, og
geta tekið á móti gestunum eins og vera ber.
Ef þú kemur í okkar búð, inuntu fljótt sannfærast um,
að þú þarft ekki að leita lengra, því þú munt vilja skifta við
oss. Og þú munt spara peninga, því vér seljum með sann-
gjörnu verði. Heimili sem er uppbúið frá búð vorri, gjörir
hamingju yðar fullkomna.
J. A. BANFIELD
Áreiðanlegu húsgagna-salarnir
492 MAIN STREET PHONE GARRY 1680
Síðdegis Nýtízku
Búningar
Fatnaður af týjustu tegundum og fegurstu gerð, sniönir og
saumaðir eftir Parísar tízku. Ágætlega ofið, í fegurstu til-
breytingum. “Taffeta/’ “Crepe de Chine,” “Charmeuse,”
og “Serges” er í þessu úrvali. Þér getið ekki fengíð betri
vöru fyrir þetta verð.
Venjulegt verð $37.50, sérstakt ... $17.50
Venjulegt verð $45.00, sérstakt ... $32.50
Tízku vor hattar
kosta minna en efnið í þeim
Aðeins 45 til sölu, og allir með tízku sniði. í flestum
þessum tilfellum kostar efnið sem í þeim er meira heldur
enn hattarnir eru seldir fyrir, ef þeir eru keyptir undir eins.
Þar á meðal hinir velþektu “Tailors” og “Turban” maskínu
og handsaumuðir hattar. Allar nýjustu gerðir.
Nokkrir þeirra eru innfluttir. Vegua þrengsla verða þeir
að seljast strax. Allir fyrir sania verð.
Aðeins $5.00