Heimskringla - 27.08.1914, Blaðsíða 1
I
Giftingaleyfisbréf seld T
Vel grjörtSur letur gröftur. ^
Th. Johnson
Watchmaker,Jeweler&Optician t
Allar vitSgertSir fljótt og vel af hendi t
leystar.
248 Main Street
?hone Main ««()« WINIVIPEG, M;V\. X
+ ' FáitS upplýsingar um í
t DUNVEGAN t
t PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG
+ framtíöar höfuöból héraösins
t HALLDORSON REALTY CO.
| 710 MelWTVRE BLOCK
"f Phone Main 2S44 W I'VMPEG, CAX.
XXVIII. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. AGOST 1914.
Nr. 48
Norðurálfu Stríðið.
19. áqúst. —
Frá Nomandíu koma nú þær
fréttir, að skáldið og sjónleikahöf-
undurinn frægi, Maurice Maeter-
link, sé að bjóða sig fram í herinn
á Frakklandi, til þess að berjast við
óvini mannkynsins. Er hann þó
kominn yfir þann aldur, sem her-
skyldu er háður, 52 ára að aldri;
en hann eirir ekki heima að sitja,
þegar háir sem lágir leggja lífið i
sölurnar; liefir hann þessar sein-
ustu vikurnar verið að hjálpa til
við uppskeruna, þvi að nú starfa að
henni konur, börn og gamalmenni
um þvert og endilangt Frakkland.
En Maeterlink gat ekki við það set-
ið og vill óvægur vopn bera og
komast i einhverja sveit sjálfboða-
liðsins.
Frakkar ýta frá sér Þjóðverjum
í Elsas og sitja nú á öllu hálendinu
norður á móts við kastalann ram-
bygða og borgina Strasburg. Hafa
þeir komist svo nærri borginni, að
ekki voru nema 4 mílur eftir til
borgarinnar. En meðfram ánni Rin
eru þar sléttur miklar og frjósamar
og halda Þjóðverjar þeim ennþá og
sitja meðfram járnbrautunum. Seg-
ir yfirhershöfðingi Frakka, Joffre,
að þeir séu nú að búa sig til að taka
þær.
Norður í Belgíu er aðalhríðin og
bafa Þjóðverjar haugað svo miklum
mannafla þangað, líklega nær tveim-
ur miliónum manna, að Þjóðverjar
með þunga sínum ýtast áfram, þó
að hægt fari, og þó að allar upphugs-
anlegar tálmanir séu lagðar á veg
þeirra, og þó að sumar fremri sveit-
ir þeirra séu barðar og verði undan
að balda. Þeir koma þá aftur, ef
ekki á sama stað, þá á öðrum ekki
langt frá. Og fleygurinn, sem Vil-
bjálmur rekur inn þarna, hann er
þungur, 600,000 manna eða meira,
og á bak við stendur hálfu fleira lið.
En jafnmiklum múg manna með
vistum og hergögnum öllum, er ekki
auðvelt að koma fram á skömmum
tima. Þeir komast ekki nema uxa-
gang, sem menn'Segja, eða 12, 15 til
18 milur á dag; og ef að fleygurinn
skyldi slitna sundur, þá eru þeir
illa komnir. En meðan hann held-
ur, þá molar hann alt fyrir sér,
þegar ekkert er um mannslífið hugs-
að, og þeir hirða ekki, þó þeir láti
bundrað eða tvö hundruð þúsund
menn, — ef þeir aðeins komast á-
fram.
Þenna fleyg rekur Vilhjálmur inn
norðan við kastalaborgina Metz og
sunnan við Liege; eiginlega lenti
hann í fyrstu á Liege. En þar brutu
Belgar og Wallónar úr honum, og
við það varð allur hinn fleygurinn
að stöðvast og biða þangað til fylt
væri í skarðið. Var hann svo auk-
inn þarna fleyguHnn og bætt í nýj-
um mönnum, nýjum herdeildum,
sem hver er 40,000 manna, og úr
þeim herdeildum hafa smærri sveit-
ir verið að sveima um Belgiu, og
þessum smádeildum, 5, 10 og undir
20 þúsundir manna, hefir lent sam-
an við Belga og Frakka og oftast
verið barðar og menn látið kann-
ske í þúsundatali, hvað eftir annað.
Mest eru þetta riddarar og hafa þeir
sveimað um til Brussel og jafnvel
til Antverp, en þangað er búið að
flytja stjórnarskjölin frá Brussel.
í dag er sagt að Þjóðverjar hafi
tekið Brussel, og reyndu Belgar ekki
til að verja hana, því að þeim þótti
óráS, að verja mönnum til þessa og
láta kannske tugi þúsunda þeirra.
Er sagt, að rikisráð Belga hafi
tárfelt, þegar það var afgjört, að lofa
Þjóðverjum að taka borgina, án þess
aö verja hana. En það hefir sjálfsagt
verið hyggilegast. Borgin er fögur
mjög og margar vandaðar bygging-
ar, og hefðu þær að likindum verið
brotnar og í rústir lagðar, ef barist
hefði verið um hana.
Þá er og sagt, að Liege sé á valdi
Þjóðyerja, en Liege-búar hafi
sprengt upp alla kastalana áður en
þeir héldu úr borginni. En svo ber
önnur fregn það til baka og segir,
að Liege verjist ennþá, og muni
Þjóðverjar aldrei ná henni.
A sunnudaginn var ætla margir,
að hinn eiginlegi slagur hafi byrjað,
er Þjóðverjar réðust á Frakka og
Belga nálægt vígvcllinum gamla,
Waterloo. En fyrsta hópnum sáu
Belgar fyrir, umkringdu hann og
drápu nærri hvern einasta mann.
En svo réðu Þjóðverjar til austar,
nálægt St. Trond í Belgiu og var þar
barist dag allan, og loks létu Belg-
ar undan síga, en voru þó mikið bún
ir að gjöra áður. En þetta geta alt
verið bardagar til þess að villa fyr-
ir, og vilji Þjóðverjar draga íið
bandamanna þar vestur og norður,
en ætli að koma með aðaláhlaupið
einar áttatíu til hundrað mílur sunn-
ar, og nátturlega vilja þeir þynna
þar sveitirnar, sem fyrir eru, ef
hægt er.
Þá hefir og verið barist við Din-
aut, en það er bær i Meuse-dalnum,
eitthvað 15 milur suður af Namur,
en Liege er eitthvað 40—50 milum
norðar, og sést þá, að Þjóðverjar
eru komnir langt suður fyrir Liege.
Bærinn Dinaut stendur meðfram
ánni á undirlendi mjóu, og er bakk-
inn upp yfir Dinaut ein 300 fet á
hæð; er þar hóll mikill upp úf, og
stendur kastalinn á honum. Þessum
kastala höfðu Þjóðverjar náð og
drógu þar upp fána sinn kl. 1.30 e.
m., eða skömmu eftir hádegi. En
svo komu Frakkar og sóttu að hon-
um, og kl. 7 um kveldið var farin
að linast skothríðin hjá Þjóðverj-
um, nema úr kastalanum sjálfum.
Réðu þá Frakkar til aðgöngu, þó að
ilt væri að sækja upp brekku þessa,
er stöðugt gaus á þá hriðin úr fall-
stykkjunum í kastalanum og byss-
um hermannanna uppi á víginu og
á brekkubrúnunum. En Frakkar
klifruðu samt upp, og þá vildi svo
til, að sprengikúla frá Frökkum
hitti eina hraðskeytu fallbyssuna
Þjóðverja og gjörði hana ónýta og
í þvi voru þeir komnir, en Þjóðverj-
ar lögðu á flótta. Létu þá Frakkar
skothríðina óspart dynja á riðla
þeirra á flóttanum, og féll þar fjöldi
Þjóðverja. Sagt er, að Þjóðverjar
hafi tapað þar 1500 manna. — En
þessir smábardagar eru svo tíðir á
hverjum degi, að þeirra er lítið
getið.
Á þriðjudaginn heyrðist skothríð
allmikil meginið af deginum úti í
Norðursjónum, á að gizka hundrað
inílur austur og norðaustur af Har-
wn h. Má veia. að einhverjar iisti-
skútur Þjóðverja hafi verið að leita
þar íiskimamia, en fundið þar fleiri
en peir bjuggust við.
Sagt er, að þýzki krónprinsinn sé
særður og liggi rúmfastur i Aix la
Chapelle.
Frá Port Said við Suezskurðinn
kemur sú fregn, að þar sé nú lokið
allri umferð um skurðinn og sé
höfnin troðfull af skipum frá öllurn
þjóðum. En enginn treystist að
legga skipi út þaðan vegna ófriðar-
ins; búast þeir við eð verða hertekn-
ir af einhverjum.
Þar er einnig stórkostlegur floti
þýzkra verzlunarskipa, sein Eng-
lendingar smátt og smátt hafa verið
að taka hér og hvar um nærliggjandi
höf. Öll verzlun Þjóðverja við Ástr-
aliu, Asiu og Austur-Afriku er eyði-
lögð, og um skurðinn fá engra ann-
ara þjóða skip að fara en ítalíu og
náttúrlega Breta og Frakka. Þar eru
og í haldi margir foringjar á sjó
og landi frá Þýzkalandi og Austur-
riki. Hafa þeir flestir verið teknir
fastir, er þeir ætluðu að læðast burt
i dularbúningi.
Ottawa stjórnin er farin að kaupa
flugdreka (aeroplanes).
20. ágúst. —
Heimsins langmesti slagur
líklega að bgrja
Hann er nú reyndar byrjaður fyr-
ir nokkru á nær 300 mílna svæði,
sem áður er sagt; en nú i dag er eins
og fast hafi verið fyrir þar, sem
fleygurinn átti að renna, nefnilega
frá Metz og Luxemburg og Liege inn
á landamæri Frakka og inn á
Frakkland um kastalaborgirnar
Toul, Vedrun og Namur, þvi að nú
er barist á öllum svæðum frá Nam-
ur, sunnan við Liege i Meuseárdaln
um, yfir Belgíu þvera; þaðan um
Waterloo og Brussel, og alla leið til
Antverp við sjó fram. í fyrradag
byrjaði slagurinn norðan við Brus-
sel, sem Belgar ætluðu ekki að
verja. Stóð hann dag þann til kvelds
og-nóttina alla og daginn i gær, og
var bæði sótt og varið af mesta á-
kafa. Sagt var að Þjóðverjar hafi
náð Brussel, en engin vissa fyrir
þvi. Seint í slagnum gjörðu Þjóðyerj
ar áhlaup og tóku Belgar við þeim
ineð byssusingjunum og runnu heil-
ar hersveitirnar fram i löngum röð-
um, maður við manns hlið og
mætti þar stáli stál. Var þar bæði
skotið og stungið og hrundu menn
irnir unnvörpum niður. Gekk svo
um hríð, að ekki var hægt að sjá,
hvorir myndu undan láta, en loks-
ins linuðu Þjóðverjar áhlaupið og
héldu Belgar velli að þessu sinni; en
einlægt harðnar.
Kl. 1 i nótt kom rafþráðarskeyti
frá Brussel til London og var dag-
sett á þriðjudaginh að kveldi og
voru þá sveitir Þjóðverja að færast
að borginni bæði að norðan -og
austan; en undan sveitunum kom
fólkið flýjandi, konurnar börnin og
gamalmennin, úr borgum og býlum;
alt leitaði undan ófögnuði þessum,
til þess að komast sem lengst burt
vestur og suður. því að víða mjög
þar sem sveitir þessara inilíóna her-
manna fara yfir, standa rústirnar
eftir af bæjum og býlum, en jarðar-
gróði er eyddur og matföngum
spilt, þeim, sem ekki eru rænd og
rupluð, svo að ekkert lifandi kvik-
indi geti þar þrifist. Svo var oft
gjört á dögum Loðviks 14. Frakka-
konungs; þá voru heilar sveitirnar
sem eitt brunaflag, til þess að þar
væri eyðimörk ein, sem óvinir hans
kæmust ekki yfir. Svo var öll miðj-
an úr Þýzkalandi eftir trúarstríðið
mikla, 30 ára stríðið, og beinin
barnanna, inæðranna og kvenna
ungra á blómaaldri liggja hér og
hvar á dreif i kolahrúgum borg-
anna.
Og nú dynja fallbyssurnar um
landið, alla leiðina frá ’ Namur til
Diest, við borgirnar Eyheze og Tir-
lemont og Jodoyne og á Waterloo
völlunum og Brussel og Louvain og
svo nálægt Antverp. En þó að þarna
verði barist i einn, tvo, þrjá eða
fjóra daga, og þó að aðrir hvorir
verði að láta undan síga, og þó að
hundruð þúsundir falli þá er eins
vist, að þetta sé bara byrjunin. úJo
væri gott og æskilegt, að þar með
væri alt búið, en til þess eru lítil lik-
indi, hver sem vinnur.
Nyrzt af borgum þessum er Lou-
vain, en þar segja blöðin að standi
Frakkar, Englendingar og Belgar.
Eru þá sveitir Þjóðverja komnar
fram hjá þeim, er þeir eru að berj-
ast við Brussel, eða sem líklegast er,
að þcir hafi hvergi unnið á varnar-
garðinum Frakka og Englendinga á
hinum 220 eða 230 niílum frá Muhl-
hausen i Elsas og til Louvain í Belg-
iu norðaustur af Brussel. Og nú i dag
eru þeir að velta fram þarna milli
Louvain og Antverp. En Antverp er
þrautavigi Belga og þangað fluttu
þeir stjórn sina og öll stórnarskjöl
og þar hafa þeir ætlað að veita hið
seinasta viðnám og má treysta þvi,
að þeir taka ekki þá borg fyrirhafn-
arlaust, eftir framkomu þeirri, sem
Belgar hafa sýnt i striði þessu alt til
þessa.
Englendingar eru fyrir löngu
búnir að senda 160,000 hermenn til
liðs við Frakka og Belga, og geta
verið búnir að senda drjúgum meira
því að sjór er þar óhultur fyrir
þýzkum; en áreiðanlegar fregnir
fást litlar eða engar, nema af smá-
atriðum. En það vita menn, að særð-
ir eru nú farnir að koma heim til
Englands frá hernum.
í Elsas verða Þjóðverjar einlægt
að hörfa undan Frökkum, og eru
þeir nú komnir nálægt höfuðborg-
inni í fylkinu Strassborg. Er þar
eitthvert sterkasta vígi Þjóðverja, og
næðu Frakkar þvi, þá væri mikið
unnið. Eftir fregnum siðustu dag-
ana hefir aðalforingi Frakka, Joffre,
verið þar nærstaddur, er Frakkar
voru að vinna á Þjóðverjum, og
virðist hapn geta verið á mörgum
stöðum í einu, svo fer hann fjótt yf-
ir, þó að feitur sé.
21. ágúst. —
Ennþá eru engar verulegar fréttir
af striðinu, nema hvað menn geta
fengið nokkurnveginn hugmynd um,
hvar sumar herdeildirnar eru, en
þó ekki svo að menn viti, hvaða her-
deild það er.
í kveldblöðunum í gær fréttist
það, að Þjóðverjar væru að fara í
stórlestum yfir áná Meuse, sunnan-
við Liege en norðan við Namur, og
hafa þeir þá getað brúað hana, þvi
að þar átti engin brú að vera. Þeir
hafa þarna náð fótfestu í miðhluta
Belgíu, þó að Liege sé líklega ennþá
ótekin að baki þeim. Þessar her-
sveitir hljóta að koma úr miðher
þeirra, sem óð 1 gegnum Luxemburg
og frá kastalaborginni þýzku Metz,
sem er við landamæri Luxemborgar.
Hefir þeim óefað verið torsótt leið,
þvi að þarna suður af Liege og aust-
anmegin árinnar Meuse eru Ardenn-
esfjöllin, löng nokkuð og lítið bygð
og veglaus og þakin þykkum skógi;
þar eru og fen og torfærur á fjöll-
unum. Járnbraut engin. Var þar
ræningjabæli á fyrri tímum öld fram
af öld.
Þegar vestur fyrir Meuse ána
kemur, verður kastalinn Namur á
vinstri hönd Þjóðverjum, en Liege
á hægri, og eru liklega um 20 mílur
á milli þeirra. Þá stefna Þjóðvérjar
vestur og hallast heldur til norðurs.
Eru hergarðar Frakka, Englendinga
og Belga einlægt á vinstri hönd þeim
og hvernig sem þeir hafa reynt að
brjóta garða þessa, þá liafa þeir ekk-
ert komist áfram. En um alla Belgiu
er seinfært mjög, þó vegir séu góðir,
því að landið er ákaflega þéttbygt
og lönd bænda smá og hver einasti
blettur inngirtur ýmist með grjóti
eða vír, og er þvi ervitt mjög að
neyta riddaraliðs.
Þessir hergarðar Frakka, Engla
og Belga eru einlægt sem klettagarð-
ur á vinstri hönd Þjóðverjum, frá
Namur, um Tirlemont, Waterloo,
Louvain og alt til Brussel; enþá veit
enginn hverjar varnir eru þaðan og
norðvestur til Antverp.
Englar og Frakkar halda undan.
i blöðunum í gærkveldi og morg-
un er sagt, að bandamenn hafi látið |
undan síga og hefir það liklega
verið einhversstaðar um Tirlemont
og Louvain, en þar skagar hergarður
Engla og Frakka nokkuð fram. En
þeir fara ekki langt undan, og lík-
lega er það alt saman gjört af yfir-
lögðu ráði.
AUan norðurhluta Belgiu hafa nú
Þjóðverjar á sinu valdi og hafa þeir
orðið að berjast um sum þorpin
hvað eftir annað, t. d. Hallen og Di-
est og St. Trond og Tirlemont; verið
barðir frá þeim i fyrstu, unnið þau
daginn eftir, tapað þeim svo aftur
og svo náð þeim eftir mikið inann-
fall. 1 Maestrict borginni er sagt að
líkin hafi legið í hrúgum og dyngj-
um; húsin brend og landið alt i
kring, og lagði svo mikill óþefur og
ódaunn af likum og hræjum gripa
og húsdýra að illa var þolandi.
Lýsing er nú komin af fyrsta inn-
hlaupi Þjóðverja i Frakkland, er
þeir koinust yfir landamærin ná-
lægt Luneville, eða við Sirey Sur
Vescuse. Þarna hefir verið barist á
hverjum degi siðan striðið byrjaði,
þangað til fyrir tveimur eða þremur
dögum, að Frakkar hrundu þeim af
♦ 4-f 4 ♦ ♦♦♦♦M-M-M-MM-M ♦ 4-M
t , t
Úr ræðu Borden’s í þingi.
♦
♦
4-
4-
■f
“ÞaS er ekki af því að vér elskum stríSiS, ekki af löng-
un til þess aS leggja undir oss ný lönd eSa ríki, ekki fyrir
ásælni eSa vér viljum draga oss eigur annara aS vér förum í
stríS þetta, heldur gjörum vér þaS fyrir öeru vora og heiSur
til þess aS halda svarna eiSa, til þess aS halda uppi fána
frelsisins, aS rísa móti öflum þeim, sem vilja gjöra heiminn
allan aS herbúSum vopnaSra manna og þaS var í friSarins
nafni aS vér vildum varSveita heiSur vorn meS því, aS
leggja út í stríS þetta, og þó aS vér sjáum vel hvaS feyki-
lega mikiS er nú í húfi og þau ósköp af fé og mönnum vér
verSum fram aS leggja, þá hikum vér oss ekki hót og látum
eigi hugfallast, heldur leggjum alt fram sem til er og bíSum
svo atburSanna meS rólegu geSi.”
i
t
t
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦HM4-4-4- >-f ■♦ IMM 4 HIHHHHHH
ffffÍ
sjá hann með hópnum. En hermanni
einum enskum segist svo frá við-
tökunum í bréfi til konu sinnar:
“Hvar sem við fórum var tekið við
okkur opnurrt örmum. Við fengum
ekki að borga fyrir.okkur, hvort sem
það voru ávextir eða vín, eða tóbak
eða hvað semþað var annað, það
var alt sjálfsagt og margvelkomið.
“Borgið oss í þýzkum peningum,
þegar þið komið aftur frá Berlirí’,
sögðu þeir eða annað þvi líkt.
Annar íri segir: “Gamlir menn
og ungir, konur og börn treðst
hvert uin annað á strætunum og
hrindir hvert öðru til þess að geta
komist svo nærri okkur, að það geti
tekið i hendina á okkur, og biðja
okkur að gefa sér hnapp úr ein-
kennisfötunum okkar eða snepil af
fötunum okkar, til þess að hafa það
til minningar um komu okkar. Og
sjúkir menn eru bornir- út i götu
dyrnar eða studdir út að gluggun-
um til þess að geta séð okkur þegar
við göngum framhjá. Það er einsog
létt liafi af þeim einhverr i- voða-
byrði, er þeir vissu, að gamla Eng-
land var nú með þeim”.
Stórbardaginn l Bclgíu að nálgast.
Þjóðverjar halda vestur um Lou-
vain og virðast þeir þá komnir fyrir
tangann á varnargarði Breta og jjreið
Frakka. Þaðan halda þeir suðvestur
til Brussel og norðvestur til Antverp.
Er sem þeir séu að kljúfa Belga her-
Þá eru og Frakkar óðum að leita
uppi bryndreka Austurríkismanna
og sökkva þeim, en þeir sem undan
komast, flýja á hafnir inn. Nýlega
skutu Frakkar á kastalann Cattaró,
syðst i ríki Austurríkismanna í Dal-
matiu við Adriahafið; brutu þeir
kastalann og gjörðu virkin ónýt.
Eru þá tvær sjóborgir eftir, sem
Austurríki á: Pola, sunnan til á
skaganum Istria, öflug vigi og her-
skipalagi gott, og svo hinn eini
merkilegi sjóverzlunarstaður þeirra
Trieste, norður við Adríahafsbotn-
inn að austanverðu. Eru nú Frakk-
ar að leita norður þangað og sópa
hafið um leið.
í Elsas veitir Frökkum einlægt
betur til þessa, og er einsog þeir fær
ist stöðugt norður eftir fjöllunum
og skörðunum, og nú er sagt að all-
mikill bardagi hefi verið milli Muhl-
hausen og Altkirk og hafi Frakkar
unnið sigur. En Altkirk er einhver
syðsta borgin i Elsas, niðurvið eða
á láglendinu ineðfram Rínarfljót-
inu. Sé svo, þá hafa þeir sópað end-
ann á Elsas og halda þá norður eft-
ir, því áður en þeir fara verulega að
eiga við Strassburg, þurfa þeir að
vera búnir að sópa alt Elsas að
sunnan, og getur gengið til þess
nokkur timi, þó að spildan sé ekki
í borgunum í Rínardalnum og
löndunum beggja megin við Rin, er
land með sjó fram. En þá hafa þeir
sér norður og austur yfir landamær-l allan herinn hinna, Frakka og Breta,
in aftur. Hefir þessu verið leyndujá hlið við sig, og munu þeir ekki
haldið þangað til nú sem mörgu [ eiga það á hættu. Þarna verða þeir
öðru.
inn í sundur, og hefir sumt af hon-l a*t af Þýzkuni hermönnum, sem
um hörfað suður á við til Brussel og eyu e^a bíða þess, að þeir
norðvestur til Antverp. íseu kallaðir frain a vígvöllinn
..,4, . I vestra. Það er styrktarliðið, sem
Eftir þvi symst svo sem Þióðveri- *
* * , ,, * , „ ,, Vilhialmur ætlár að hafa til þess að
ar ætluðu að halda suður a Frakk- . * f ,.,
fylla upp l skorðin, eða gripa
Áhlaupið á Badonviller.
og sama var um smáþorpin. Segir
maður, sem var þar, þannig frá um
þorpið Badonviller:
Þar sat ein hersveit Frakka, þó
nokkur þúsund manns. Byrjaði or-
ustan 10. ágúst og gjörðu Þjóðverjar
L sköröin, eöa gripa til
þegar á liggur.
Liðsstgrkur frá Austurriki.
En i gær sendu Austurríkismenn
Vilhjálmi 48 vagnalestir af her-
mönnum, til þess að senda þær á
Frakka þarna norður frá. Áður voru
þeir búnir að senda þeim herlið til
þvi að berjast og hrekja Frakka og
Breta úr Belgíu og suður á Frakk-
I land, og um leið koma einlægt vest-
Þýzkir voru einlægt að taka þar j urtanganum af liði sinu heldur á
hverja hæðina af annari, en töpuðu undan. En einlægt verða þeir að bú- £]sas Er búist við þvi, að þá byrji
þeim aftur eftir nokkra klukkutima, ast við, að mæta nýjum hersveitum 1 s]agurinn fyrir alvöru þar nyrðra,
suður með sjónum og kastalaborg- j þrgar þessar hersveitir koma og
um, þegar lengra kemur. Og einlægt agrar nýjar austan úr Þýzkalandi.
verða þeir að passa, að samband , 0g þó ag pýzkarar séu búnir að
þeirra við Þýzkaland verði ekki j£fa inargar þúsundir nú i viðureign
slitið, þvi að geti Frakkar komið sinni við Frakka> þá liefir einlægt
fleyg a milli þeirra og Þýzkalands, ijívzt svo við, að Þjóðverjar verða
svo harða fallbyssuhrið með sprengi! þá eru þeir farnir. Þess vegna hljóta f]eiri nokkru eftir slaginn, en þeir
kúlum á bæinn, að Frakkar urðuj þeir að gjöra harða kviðu þarna um voru fyrir þann<
að hörfa úr honum, en tóku sér j þvera Belgiu, og til þess að Frakk-
stöðvar rétt hjá. En einlægt héldu j ar geti ekki dregið lið að sér ann-
Þjóðverjar áfram skothríðinni og j arsstaðar frá, þá verða þeir, hvort
flýðu íbúar þorpsins niður i alla | sem þeir vilja eða ekki, að gjöra á-
kjallara, sem til voru, þvi að kúlna- I hlaup á allri línunni frá Elsas og
regnið var farið að mölbrjóta húsin j norður til Brussel, og það i einu. En
og sprengikúlurnar kveiktu i þeim. j Það er á þriðja hundrað mílur. En
Lögðust konur á kné þar niðri og j ekkert er liklegra, en að Frakkar og
báðust fyrir, en börnin stóðu grát- j Englar séu við því búnir, og hafi
andi uppi yfir þeinv Þegar Frakk- j verið viðbúnir öllu þvi, sem ennþá
ar hörfuðu úr þorpinu, fóru þeir hefir fram komið. En hvað eftir ann
hægt og hægt, hús úr húsi, og sendu j að hafa Þýzkurum brugðist fyrir-
Þjóðverjum einlægt kveðju mót ætlanir sinar.
kveðju og skot mót skoti, og þegar Austur frá
Austur frá eru Rússar að sækja á,
og hafa tekið borg eða kastala þýzk-
an i Austur-Prússlandi, suður af
Königsberg. Rússar hafa og sótt inn
riki Austurrikismanna í Galizíu
og eru komnir nálægt höfuðborginni
Lemberg. Þá hafa þeir einnig ruðst
inn á öðrum stað í Podoliu, og all-
staðar hrökkva Austurrikismenn fyr
ir þeim.
Á Serbum vinna Austurrikismenn
ekki hót, hversu mikinn liðsafla,
sem þeir senda móti þeim, og eru
sól var sezt var bærinn allur í rúst-
mn. Héldu þá hermennirnir út úr
rústunum og námu staðar fyrir utan
bæinn, en flest af fólkinu var eftir.
Þá komu Þjóðverjar inn og er þeir
fóru um bæinn, þá sendu þeir skot- 1
hrið úr byssum sium inn í hvern
einasta kjallara, þangað til þeir
héldu að ekkert væri lifandi þar
inni. í samfelda 15 klukkutima stóð
þessi voðahrið á þenna litla bæ.
Móttaka Englendinga hjá Frökkum.
Þegar það spurðist um Frakk-
land, að Englendingar ætluðu að
Klókindi Vilhjálms.
Rétt nýlega var þess farið á leit
við Bandaríkjaforseta, af Þjóðverj-
um, að hann yrði milligöngumaður
frá þeim Þjóðverjuni til Kinastjórn-
ar, og afhenti Kinverjum til æfin-
legrar eignar hafnarborgina Kiaou-
Kau i Norður-Kína. Þeir höfðu
leigt hana af Kinverjum i 99 ár og
höfðu þar herskipastöð. En Japan-
ar eru búnir að búa sig til að taka
hana. Og hefir Vilhjálmur óefað
ætlað að koma þeim þar saman Jap-
önum og Bandarikjunum. En Wil-
son forseti sá strax við því og þver-
tók fyrir, að eiga nokkurn hlut í
þessu.
veitá Frökkum lið, þá urðu Frakkar j Serbar nú komnir inn á bræðraland
ákaflega glaðir við, sem von var, og! sitt Bozniu, og flykkjast þar frænd-
þegar ensku hersveitirnar komu á j ur þeirra i lið með þeim, en risa
land og fóru um bæina, þá voru all- j upp á móti Austurrikismönnum. Svo
ir að spyrja: “Hvenær kemur hann jeru Svartfellingar i bandalagi við
Kitcheneer?’ Eða: ‘“Er hann Kitch-j þá og hafa þeir tekið nokkrar borg-
eneer kominn?” Þejr vildu gjarnan ir af Austurríki í Herzegovína.
Flugdrekar.
Það eru nú orðin tíðindi lítil, þó
flugdrekarnir fljúgi um loftið, og
þó að þeir fari i slag hvor við ann-
an og aðrir hvorir eða báðir hrynji
niður. En einlægt er einsog þeim
veiti betur í loftinu Belgum og
Frökkum, og einláegt eru Frakkar
að ná flugdrekunum þýzku. Núna
nýlega er getið uin, að drengir tveir
vopnaðir liafi náð þýzkum dreka.
Hann var að fljúga yfir liði Belga,
og fór hópur útvarða að skjóta á
hann, en hittu ekki. En drengir
(Framhald á 5... siðu)