Heimskringla - 27.08.1914, Blaðsíða 6
Bls. 6
HEIMSKRINGLS
WINNIPEG, 27. ÁGÚST 1914.
Ljósvörðurinn.
Þegar Gerti hafði hamast gegn Nan Grant um
tima, hætti hún af sjálfsdáðum; en óánægjusvipur
hvildi yfir andliti hennar, eirisóg vant var, þegar hún
hafði reiðst. Hann hvarf þó bráðlega, og þegar frú
Sullivan kom inn fyrir dyrnar seinna um kveldið, var
Gerti glöð og hlustaði með ánægju á íruman, þegar
hann þakkaði frúnni með mörgum fögrum orðum f.vr-
ir það, sem hún hafði gjört fyrir hánn; og þegar Willie
fór með npömmu sinni, hauð hún honum góða nótt og
bað hannjað koma bráðlega aftur.
“Húif er undarlegt barn, er það ekki niamrna?”
sagði Willie, “en eg kann vel við hana”.
FJÓfíBf KAPITULI.
Fyrsta bænin hennar Gerti.
Það mun vera ervitt, að finna tvö börn, sem alist
höfðu upp við jafn ólík kjör og Gerti og Willie, — þó
bæði væru þau úr flokki hinna fátæku. Gerti hafði
naumast orðið vör við þá umhyggju og ást, sem Willie
hafði ávalt notið. Frú Sullivan hafði verið gift gáfuð-
um sveitapresti, en þar eð hann dó meðan Willie var
mjög litill og skildi þeim eftir litla fjármuni, flutti hún
heim til föður síns, sem var orðinn ekkill og þarfnað-
ist hjálpar hennar.
Frá þeim tíma bjuggu þau þrjú saman á hinu fá-
tæklega cn viðfeldna heimili, og enda þótt þau væri fá-
tæk, gátu þau með iðni og sparsemi afstýrt skorti.
Willie var eftirlætisgoð móður Sinnar og hún gjörði sér
góðar vonir um framtíð hans, enda neytti hún allrar
orku til að veita Willie alt, sem hann þarfnaðist, and-
legt og likamlcgt.
Það hefði líka verið undarlegt, ef hún hefði ekki
verið upp með sér af þessum dreng, sem var svo fall-
egur, viðfeldinn og gáfaður, að hann öðlaðist allstað-
ar vini. Enginn gat verið með honum hálfa stund, án
þess að dást að honum og þykja vænt um hann. Hann
var hneigður fyrir bóklestur, og þangað til hann var
tólf ára gekk hann á skóla; en þá bauðst honum góð |
staða í stærstd lyfjabúð borgarinnar. La/inin váru í
fyrstu fremur lítil, en líkindi til að þau myndu hækka, j
'og miðað við fjármunalegar gstæður hans, varð hann j
að taka þessu tilboði með ánægju, enda var hann á- j
fram um, að hjálpa til að vinna fyrir sér og sínum. j
Móðir hans og afi samþyktu áform hans, og hann tók
tilboði Brays.
Heima var hans mikið saknað, því þar eð hann
borðaði og svaf í húsi lyfsalans, fékk hann sjaldan
tækifíferi til að heimsækja móður sína, nema á laugar-
dagskveldum. Þess vegna urðu þau kveld og sunnudag-
arnir hennar glöðustu stundir.
Þegar Willie kom inn til móður sinnar þetta áður-
nefnda kveld, g'ettist hann ni^ur’ásamt móður sinni og
afa og skrafaði við þau fjörlega. Hann hafði frá
mörgu að segja, þegar hann kom heim: frá viðskift- j
unum og Viðskiftamönnunum, húsbóndanum og fjöl-j
skyldu hans, og móðir hans hafði ávalt skemtun af þvi,!
sem Willie hafði gaman af og sömuleiðis afi hans, þó
hann vildi ekki kannast við það; því seinna kom það;
oft Ujós, að hann hafði heyrt alt. Hann spurði Willie
fárra spurninga, enda var það ekki nauðsynlegt því
frú Sullivan spurði fyrir þau bæði.
Þegar Willie hafði yfírgefið Gerti þetta kveld, sati
hún þegjandi í lágúm stól við hliðina á Truman. Hún
horfði á myndina, sem lá í keltu hennar, og þó að Tru-
man væri sjaldan vanur að byrja samtalið, tók hann
nú undir höku hennar, horfði á hana spyrjandi augum
og sagðí:
“Nú, sýist þér ekki Willie vera fallegur drengur?” j
“Jú”, svai^iði Gerti; en það var einsog hún vissi
ekki, hvað hún sagði.
Margar bænir flutti Gerti guði á síðari árum, og í
mörgum vandræðum leituði hún hjálpar hans og hugg-
unar, þegar hún var sorgmædd og kjarkur hennar bil-
aði, var guð hennar eina traust; en aldrei nálgaðist
hún hann með hreinni sál en þetta kveld, þegar hún i
fyrsta sinni féll á kné fyrir honum og sagði: “’Hér er eg
herra”, þó varir hennar væru þöglar
Eitt sunnudagskveld kom Willie og Gerti saman
um að mega fylgja Truinan þegar hann kveikti ljósin,
og veitti hann þá bón fúslaga. Það var i fyrsta sinni,
sein Gerti kcfm út á björtiv gíiturnar, og hún dansaði af
gleði, þegar hún sá marglitu ljósin í stórri lyfjabúð,
eða þegar glöðum og laglegum börnum brá fyrir augu
hennar í auðmanna húsum. Meðan Truman kveikti
Ijósin, sagði Willie vinstúlku sinni frá áformum sín-
um, að hann ætlaði sér að verða eins ríkur og hver og
einn af þeim, sem byggi hér í nánd.
Þau gengu nú fram hjá seinasta ljósberanum í göt-
unni og gengu fyrir húshorn; en tæplega höfðu þau
gengið tíu skref, þegar Gerti stóð kyr og neitaði að
fara lengra. Hún tók fast í handlegg Willie til að
stöðva hann líka.
“Hvap gengur að þér, Gerti? Ertu þreytt?” spurði
hann. *
/'“Af því — af því —”, sagði hún og hvíslaði að
Willje, “þarna býr Nan Grant; eg sé húsið. Eg hafði
gleymt, að Truman frændi gengur hjá þvi; eg get ekki
farið lengra — eg er hrædd”.
“ó”, sagði Willie og teygði úr sér, “mér þætti gam-
an að vita, við hvað þú ert hrædd, þegar eg er með þér
og Truman frændi lika., Láttu hana snerta þig, ef liún
þorir — eg skyldi hlæja”. Willie talaði vingjarnlega
og sannfærandi við harnið; sagði, að Nan gæti ekki
séð hana, sem og var hans innilegasta ósk, og hræðsla
Gerti hvarf bráðlega. Hún var ekki hræðslugjörn að
upplagi, en af þvi hún sá sitt gamla h^ímili svo snögg-
lega, sem Minti hana ú hræðsluna og fyrirlitninguna,
sem hún bar til Nan Grant, varð henni svona bilt við;
en hræðsla hennar breyttist brátt í löngun til að sýna
Willie sinn fyrverandi kvalara. Afleiðingin varð sú,
að þegar þau komu að húsinu, langaði hana til að sjá
Nan Grant, og aldrei bauðst betra tækifæri e einmitt
á þessu augnabliki. Hún stóð rétt fyrir innan glugg-
ann og var að rífast við eina af nágrannakonum sínum.
Andlit hennar var þrútið af ilsku og enginn hefði getað
litið á hana án þess að fá viðbjóð á henni.
“Hvor þéirra er hun?” surði Willie. Sú háa, sem
svefflar kaffikönnunni?”
“Já, það er Nan”, sagði Gerti
“Hvað er hún að gjöra?”
“Hún er að rífast við ungfrú Birch: hún rífst alt
af við einhvern; heldurðu að hún sjái okkur?”’
“Nei, hún á of annríkt til þess. Komdu, við skul-
um ekki standa hérna. Hún er hræðileg kona, — alveg
einsog ég hafi hugsað mér hana. Eg hefi séð hana
nógu lengi, og eg veit að þú hefir gjört það líka —
komdu!” ,
Gerti hikaði. Hún var óskelfd af því hún vissi sig
örugga og óséða; hún starði á Nan pg augu hennar
skutu eldingum, ekki af barnsleguin fögnuði einsog
tyrir fáum mínútum síðan, heldur af eldiegri heipt,
sem Nan hafði kVeikt fyrir iór.gu síðan, og nú blossaði
upp af því að sjá hana.. Willie, sem áleit tima til kom-
inn að hraða sér heim, og sá að Truman var kominn
langt niður eftir göhinr.i, yfirgaf nú Gcrti l-þvi skyni
að neyða hana til að koma og sagði um leið: “Komdu
Gerti, eg get ekkiíieðið”.
Gerti sneri sér við og þegar hún sá hann fara laut
hún niður, greip stein og kastaði í gluggarin, og um
leið og glerbrotahringlið heyrðist, greip hræðslan
hana og hún þaut af stað, hljóp fram hjá Willie og
staðænmdist ekki fyr en hún var komin til Truman
Flints og vissi sig örugga. Willie náði þeim ekki fyr
en þau voru komin heimr og sagði þá mæðinn af hlaup-
unum: “Gerti, veiztu hvað þú gjörðir? Þú brauzt
gluggann”.
Gerti hnipti óþolinmóðlega i hann og sagði að
það hefði verið áform sitt.
Truman spurði, hvaða gluggi það hefði verið, og
Gerti sagði einsog var og kvaðst hafa gjört það vilj-
andi. Truman og Willie urðu hissa og þögðu, og Gerti
þagði líka og leið illa.
Willie kvaddi þau fyrir utan dyrnar og einsog
vant var sáu þau hann ekki fyr en viku seinna.
“Þér geðjast að honum, er það ekki?” spurði Tru-
man.
“Jú”, sagði Gerti utan við sig. Hún var ekki að
hugsa um Willie, en Truman bjóst við, að hún mundi
fara að tala um hann. Eina eða tvær mír.útur sat hún
þegjandi, svo leit hún upp og sagði:
“Truman frændi, um hvað biður Samúel guð?”
Truínan leit upp undrandi. “Um hvað Safhúel bið-
ur ■*- eg veit ekki við hvað þú átt”.
Gérti lyfti upp myndinni. “Willie segir að þessi
litli drengur heiti Samúel, og að hanh liggi á hnjánum
og fórni upp höndunum af því hann biðji guð, sem á
heima uppi í skýjunum. Eg veit ekki hvað hann mein-
ar, — veizt þú það?”
Truman tók myndina og hórfði á hana; hann
hreyfði sig órólega í stólnum, klóraði sér bak við eyr-
að og sagði:
“Já, ég held hann segi satt; þetta harn er biðjandi,
þó eg hafi ekki séð það fyrri. En eg veit ékki, hvers
vegna hann kallar það Samúel. Við skulum spyrja
nann um það seinna”.
'“En hvað biður hann um, Truman frændi?”
“ó, hann biður um að fá að verða góður: menn !
icrða góðir, þegar þeir moja guð”.
“Getur guð gjört fólkið gott?”
“Já, guð er mikill; hann getur gjört alt”.
“Hvernig getur hann heyrt?”
"Hann heyrir alt og sér alt í öllum heiminum”.
“Býr hann uppi í skýjunum?”
“Já, á himni”, sagði Truman.
Gerti kom með mörg fleiri undarleg spursmál, sem
Truman gat ekki svarað, én furðaði sig á, að hafa ekki
hugsað úm þau fyrri. Alt, sem fterti fékk að vita þetta
kveld var, að guð var á himnum, að vald hans var mik-
ið, og að menn urðu betri, ef þeir fluttu honum bæn-
ir. En hún hugsaði svo mikið um þetta efni, að nýja
herbergið, sem hún átti að sofa í um nóttina og hún
mundi eftir, gat ekki vakið hugsun hennar um sig.—
Þegar hún var háttuð með hvítu myndina í faðmi sin-
um og Truman hafði tekið lampann frá henni, lá hún
lengi vakandi með opin augun. Við fótagafl hennar
var glugginn. Gerti gat horft út. Úti var bjart og him-
ininn fjölstirndur og vakti það undrun hennar og for-
vitnl, hver kveikt hefði á þessum Ijósum. Alt í einu
datt henni í hug: “Guð hefir kveikt þau! Én hvað j
hann hlýtur að vera stór, og þó geta börnin beðið I
hann”. Hún fór ofan út rúminu, gekk að glugganum
og féll á kné, lyfti upp höudunum og leit til himins,
einsoé litli Samúel. Hún sagði ekkert; en i augum
hennar skein löngunin eftir að Iæra að þekkja guð, og
von hennar rættist Iíka.
FIMTI KAPITULI.
Þýðingarmikill samfundur í kgrkjunni.
“Pabbi”, sagði frú Sullivan síðari hluta eins dags,
þegar hann var að búa sig til að starfa að laugardags-
vinnu sinni í ky'rkjunni, “því biður þú ekki Gerti litlu
að hjólpa þér til afS bera eitthvað af áhöldunum. Þú
getur ekki borið þau öll í einu hvort sem er, og eg
veit hún ér fús^til að fara með þér”.|
“Hún verður bara til fyrirhafnar”, svaraði Coop-
er; “eg get borið þau sjálfur”.
En þegar hann var búinn að taka eins mikið og
hann gat, var þó nokkuð eftir.
Frú Sullivan fór og sótti Gerti og bað hana að
fylgja Cooper til kyrkjunnar og bera fvrir hann nokk-
ur áhöld. /
Gerti þótti vaent um þetta, tók áhöldin' og skopp-
aði á eftir Cooper. Þegar þau komu í kyrkjuna, tók
Cooper á móti þvi, sem hún hafði borið, og sagði
henni að skeiAta sér eins vel og hún gæti, en engum
mætti hún amast við. Svo fór hann inn í skrúðhúsið
til þess að þurka rykið burt, sópa gólf og því um likt.
Gerti hljóp á milli sætanna og stoðanna og skoðaði alt
nákvæmlega, því hún hafði áður séð þetta að eins í
fjarlægð úr einu horninu uppi á loftinu. Svo gekk hún
upþ'i prédikunarstólinn og ímyndaði sér, að hún væri
að tala til fjölmenns safnaðar. Svo fór hún að þreyt-
ast á þessu, en þá byrjaði organleikarinn að spila lágt
en fagurt lag; hann hafði komið inn, án þess hún tæki
eftir þvi. Gerti settist á tröppurnar, sem láu upp í
prédikunarstólinn og hlustaði á hann með ánægju og
eftirtekt. Hann var ekki búinn að spila lengi, þegar
tvær persónur komu inn úr hliðarganginum; önnur
þeirra var roskinn maður irieð þunt og grátt hár,
klæddur einsog prestur; hin var ung stúlka, á að gizka
25 ára, í skrautlausum búningi, í dökkjarpri kápu með
samlitan hatt; en um hálsinn bar hún kostbæran loð-
skinnkraga, sem var festur saman að framan með fag-
urri sylgju. Hún var tæplega af meðalhæð, en vöxtur
hennar var fagur og svaraði sér vel. Andlit hennar
var lítið, en svipurinn fagúr og reglubundinn; hörunds
liturinn var hreinn en fölur, og ljósjarpa hárið skrýddi
hanp fagurlega. Hún leit ekki upp, þegar hún gekk
og augnahárin náðu næstum niður á kinnar.
Þau nálguðust Gerti þar sem hún sat, en sáu hana
ekki/ “Mér þykir vænt um, að orgelsöngurinn gleður
yður”, sagði maðurinn; “mér er sagt að orgelið sé
gott og að Hermann spili vel; sjálfur þekki eg það
ekki”.
“Skoðun mín er heldur ekki mikils virði’”, sagði
stúlkan, “því eg þekki mjög lítið til söngs, þó eg hafi
ánægju af honum; ^en þessi samhljóman á vel við mig;
Það er langt siðán eg heff heyrt svo fagran hljóðfæra-
söng, eða máske það stafi af því, að hann nýtur sin
betur í þessari hótiðlegu kyrð? Mér þykir svo vænt
um, að koma inn í stóra kyrkju 'á virkum dögum.
Það var vingjarnlegt af yður að koma inn og sækja
mig. Hvernig hugsaðist yður það?”
“Eg hélt að yður mundi þykja vænt um það. Eg
vissi, að Hermann mundi vera hér um þetta leyti og
spila, og svo hélt eg, að hreyfingin mundi vera yður
holþ'þegar eg sá, hve fölar þér voruð”.
“Hún liefir hrest mig. Mér leið ekki vel í dag og
ferskt loft var einmitt það, sem mig skorti; eg vlssi að
hún mundi hressa mig, en frú Ellis átti svo annríkt og
eg gat ekki farið ein út einsog þér vitið”.
“Eg hélt að Cooper væri hér”, sagði maðurinn.
“Eg ætlaði að tala<við hann um fyrirkomulag ljósanna;
dagurinn er svo stuttur og myrkrið kemur snemma;
eg verð að biðja hann að draga blæjurnar til hliðar,
annars sé eg ekki til að lesa préflikanina á morgun.
Máske hann sé 1 skrúðhúsinu; hann er alt af vanur að
vera hér á laugardögúm. Eg held eg verði að fara og
líta eftir honum”.
Rétt í þessu kom Cooper inn í kyrkjuna og þegar
hann sá prestinn gekk hann til hans og tók við skip-
nnum hans viðvíkjandi Ijósunum og blæjunum. Að
því búnú virtist hann að biðja prestinn að koma með
sér eitthvað í burtu, þvi hann hikaði við, leit á ungu
stúlkuna og sagði: “Eg ætti nú sjálfsíagt að fara i dag,
og fyrst þér segist hafa tíma til þess, er það slæmt að
eg skuli ekki geta það; en eg veit ekki —”
Hann sneri sér skyndilega að stúlkunni og sagði:
“Emily, Cooper spyr mig, hvort eg geti farið með sér
til frú Glass, og eg er hræddur um, að eg verði dálitla
stund i burtu. Haldið þér, að þér getið. beðið hér
þangað til eg kem aftur? Hún býr i næstu götu, en eg
býst við að verða tafinn, þvi eg ætla að tala um bók-
hlöðubækunar, sem svo illa var farið með; en eg er
liræddur um, að elzti sour hennar sé eitthvað við það
riðinn. Það verður að rannsakast í dag, og eg get
naumast gengið svo langt aftur í dag; annars dytti
mér ekki í hug að yfirgefa yður”
“Hugsið þér ekki um mig”, sagði Emily, “yður er
óhætt að fara; mér er ánægja að því að hlusta á hljóð-
færasláttinn/ svb þér þurfið ekki að flýta yður mín
vegna, sira Arnold”. ,
Þegar síra Arnold heyrði þessi orð, ásetti hann
sér að fara; fyrst leiddi liann samt Emily að stól, rétt
fyrir neðan prédikunarstólinn, og fór svo með Cooper.
Allan þenna tíma hafði Gerti sefið í efstu tröpp-
unni, án þess eftir henni væri tekið; en þegar dyrun-
um var lokað, stóð hún upp og gekk ofan tröppurnar.
Stúlkan, sem sat rétt hjá tröppunum, heyrði það og
sagði: “Hver er þarna?”
Gerti stóð kyr og þagði. Þó undarlegt væri, leit
stúlkan ekki upp, enda þótt hún hlyti að hafa heyrt að
hljóðið kom að ofan. Nú varð augnabliks kyrð, en
svo hélt Gerti áfram ofan tröppurnar. Þá stóð stúlk-
an upp, rétti fram hendina og sagði: “Hver er þetta?”
“Það er eg”, svaraði Gerti og horfði framan í
stúlkuna; “það er aðeins eg”. y
“Viltu ekki bíða dálítið og tala við mig?„ spurði
stúlkan.
Gerti gekk nú fast að stólnum, þvi fagri og mjuki
málrómurinn var svo aðlaðandi. Stúlkan lagði hendi
sina á höfuð Gerti, dró hana að sér og spurði: “Hver
ert þú?”
“Gerti”.
“Hvaða Gerti?”
“Eg heiti aðeins Gerti”.
“Hefirðu gleymt hinu nafninu þínu?”
“Eg liefi ekkert annað nafn”.
“Hvernig komstu hingað?”
“Eg kom með Cooper og bar fyrir hann nokkuð af
áliöldum hans” i
“Og nú ert þú hér og bíður eftir honum og það
gjöri eg líka; við verðum þá að skemta okkur saman,
er það ekki?”
Gerti hló.
“Hvar varstu? Uppi í tröppunum?”
“Já”.
“Viltu ekki áetjast og spjalla dólítið við mig? Eg
hefði gaman af að vita, hverra manna þú ert. Hvar
áttu heimp?”
“Hjá Truman frænda”.
“Truman?”
“Já, eg ó heima hjá Truman frænda núna. Hann
tók mig heim með sér eitt kveldið, þegar Nan Grant
fleygði mér út á götuna”.
“Ert þú sú litla stúlka? Þó liefi eg lieyrt þín get-
ið áður. Flint hefir sagt mér fró þér”.
“Þekkir þú Truman frænda?”
“Já, mjög vel”. ‘
“Hvað heitir þú?”
“Eg heiti Emily Graham”.
“ó, eg þekki þig”, sagði Gerti, stóð upp og klapp-
aði saman höndunum, “eg þekki þig. Það varst þú,
sem baðst hann að lofa mér að vera, hann sagði það
— eg heyrði hann segja það, og það varst þú, sem
gafst mér fatnáðinn; og þú ert falleg, og þú ert góð, og
mér þykir svo vænt um þig. ó, hvað mér þykir vænt
um þig!”
Meðan Gerti talaði þannig með glaðri röddu, kom
undarlegur svipur á andlit ungfrú Graham, bæði spyrj-
andi og órólegur, alveg einsog rödd Gerti hefði komið
einliverjum streng i endijrminningum hennar til aS
titra. Hún talaði ekki, en lagði handlegg sinn um
mitti barnsins og dró hana nær sér. Þegar hinn ein-
kennilcgi svipur hvarf aftur af andliti hennar og hin
vanalega rósemi hvíldi yfir því, starði Gerti undrandi
á hana og sagði: “Ætlarðu að sofa?”
“Nei, hvers vegna spyrðu að því?”
“Af þvi þú,hefir augun lokuð”.
“Þau eru alt af lokuð, barnið mitt’”.
“Altaf lokuð — hvers vegna?”
“Eg er blind, Gerti; eg get ekki séð”. '
“Ekkert séð?” sagði Gerti. “Sérðu ekkert? Sérðu
mig ekki nún?”
“Nei”, svaraði ungfrú Graham.
“Mér þykir vænt um það”, sagði Gerti.
“Vænt”, sagði frú Graliam með hryggum róm.
“Já”, sagði Gerti, “fyrst þú sérð mig ekki, getur
skeð,- að þér þyki vænt um mig”.
“Gæti mér ekki þótt vænt um þig, þó eg sæi þig?”
sagði Emily og klappaði henni blíðlega á kinnina.
“Nei, eg er svo ljót, og þess vegna þykir mér vænt
um, að þú sérð ekki, hve Ijót eg er”, sagði Gerti.
“En hugsaðu þér nú, Gerti”, sagði Emily með jafn
hryggum róm, “ef þú gætir ekki séð Ijósið og ekkert,
sem í heiminum er, hvernig mundi þér líka það?”
“Geturðu ekki séf^ sólina, stjörnurnar, himininn
og kyrkjuna, sém við erum í? Ertu i myrkri?”
“Já, altaf, dag og nótt i myrkri”.
GÓÐ TILBCÆ)
Maður, sem er vanur landbúnaði,
hefir litla familíu, getur fengið bú-
jörð í íslenzkri nýlendu skamt frá
Winnipeg.
Vilji einhver íslendingur sinna
því, þá að gjöra það hið allra
fyrsta.
Upplýsingar gefnar að 674 Alver-
stone St., Winnipeg, eða með tal-
síma: Garry 4161.
\
Meö þvl aö biOja æfinlega nm
‘T.L. CIGAR,” þá ertn vias aö
fá áwetan vindil.
a
(UNION MADE)
Western Cigar Factory
Thomas Lee, eigandi Winnnipeg
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ
um heimilisréttarlönd í Canada
NorÖvesturlandinu.
Hver, sem hefur fyrir fjölskyldu aU
sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get-
ur tekiö heimilisrétt á fjörtSung úr
section af óteknu stjórnarlandl i Man-
itoba, Saskatchewan og Alberta. TJm-
sækjandi veröur sjálfur a® Nkoma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und-
irsjcrifstofu hennaV í J>ví héraöi. Sam-
kvæmt umboSi má land taka á öllum
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki
á undir skrifstofum) meö vissum skil-
yröum.
SKY1.DUR—Sex mánatia ábúö og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa meö vissum
skilyröúm tnnan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekkl er
minna en 80 ekrur.
1 vissum hérööum getur góöur og
efnilegur landneml fengiö forkaups-
rétt á fjðröungi sectlónar meöfram
landi sinu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja.
SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö á
hverju hlnna næstu þrlggja ára eftlr
aö hann hefur unniö sér lnn eignar-
bréf fyrlr helmilisréttarlandl sinu, og
auk þess ræktaö 50 ekrur á hlnu selnna
landl. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengiö um leiö og hann tekur
heimllisréttarbréfiö, en þó meö vissum
skilyröum.
Landnemt sem eytt hefur heimllls-
rétti sinum, getur fengiö helmllisrétt-
arland keyþt i vissum hérööum. Verö
$3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—
Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og reisa hús i landinu, sem er
$300.00 viröl.
/Færa má niöur ekrutal, er ríektast
skal, sé landiö óslétt, skðgl vaxlö eöa
grýtt. Búþening má hafa á landlnu i
staö ræktunar undir vissum skllyröum.
Blöö, sem flytja þessa auglýsingu
leyfislaust fá enga borgun fyrlr.—
W. W. COIIY.
Deputy Minlster of the Interior
f
!
i
t
I
!
i
Hið sterkasta gjöreyíingar lyf fyrir skordýr.
Bráðdrepur öll skorkvikindl svo sem, veggjalýs,
kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá-
kvikindi. Það eyðileggur eggin og lírfuna, og kemur
þannig í veg fyrir frekari óþægindi. p
Búið til af
PARKIN CHEMICAL CO.
♦
!
400 McDermot Avenue
Phone Garry 4254
Selt í öllum betri lyfjabúðum.
WINNIPEG *
I
ÁTT ÞÚ N0KKRA?
ALLIB íbúar Manitoba, sem vini eiga í sínu
, gamla föðurlandi, eru beðnir að senda
~~ bss nöfn og heimili þeirra, sem nokkur
líkindi eru til að koma kunni til lands þessa.
Akuryrkjudeild fylkisins mun þá senda þeim
alla þá seinustu
MANITOBA
BÆKLINGA
En bæklingar þessir fjalla um öll atriði búskap-
ar í Manitoba og hafa kynstur öll af myndum af
búskap og búsýslum og afurðum Manitoba.
íbúar Manitoba hafa fulla ástæðu til þess að
vera stoltlr af fylki sínu. Það er merkisberi Can-
ada hvað akuryrkju snertir, það er kasthjól
hinna vestrænu framfara. Talið unl Manitoba og
sendið utanáskrift til:
/ HON. GEORGE LAWRENCE
Minister of Agrieulture & Immigration, Winnipeg
I