Heimskringla


Heimskringla - 17.09.1914, Qupperneq 6

Heimskringla - 17.09.1914, Qupperneq 6
Bls. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. SEPT. 1914. L Ljósvörðurinn. Gerti hjá frú Sullivan á meðan; en nú var hún búin að vera viku hjá Emily. “Stendurðu ennþá við gluggann, Gerti? — Hvað gjörirðu þar, vina mín?” “Eg er að horfa á að Ijósin eru kveikt, ungfrú Emily”. “Á þeim verður ekki kveikt í kveld. Tunglið kem- ur upp kl. 8, og gefur næga birtu alla nóttina”. “Eg á ekki við götuljósin”. “Hvað áttu þá við, barnið mitt?” spurði Emily, sem kom til hennar og lagði hendur sínar á axlir hennar. “Eg á við stjörnurnar, góða ungfrú Emily. Eg vildi, að þér sæjuð þær”. “Eru þær bjartar?” “Himininn er þakinn af undurfögrum stjörnum “Eg var líka vön að standa við þenna glugga og horfa á þær, og mér finst eg sjái þær nú í allri sinni fegurð”. “Eg elska allar stjörnurnar, en vænst þykir mér um mína eigin stjörnu”, sagði Gerti. “Hvaða stjörnu kallar þú þina?” “Fallegu stjörnuna uppi yfir kyrkjuturninum; hún sendir geisla sína framan í mig á hverri nóttu, svo mér finst einsog á henni sé kveikt fyrir mig. Eg held, að Truman frændi kveiki á henni á hverju kveldi. Mér finst einsog hann standi þarna uppi brosandi og segi: ‘Sjáðu, Gerti, eg kveiki ljósið fyrir þig’. Góði Tru- man frændi. Haldið þér, að honum þyki vænt um mig núna, ungfrú Emily?” “Já, það held eg sannarlega, Gerti, og ef þú verður eins góð og þolinmóð einsog hann, þá verður hann ljós á vegi þínum”. “Eg var oftast góð og þolinmóð hjá honum, og það er eg líka hjá yður; en eg felli mig ekki við frú Ellis. Hún stríðir mér, svo eg reiðist og veit ekki, hvað eg gjöri. Hún sagði við mig í áheyrn Grahams, að ( eg hefði rifið í sundur gærdagsblaðið; en eg gjörði það ekki. Það var gamalt blað, sem hún sá mig vefja um inni-skóna yðar; en eg tel víst, að hún háfi kveikt upp í bókhlöðuofninum með hinu, og Graham mun trúa henni en ekki mér”. “Eg veit, að þú hefir ástæðu til að vera gröm og trúi því að þú hafir ekki eyðilagt blaðið. En mundu það, góða, að það er lítilsvirði, að vera góð og þolin- móð, þegar ekkert reynir á. Eg vil, að þú getir lært að umbera ranglæti, án þess að tapa sjálfsstjórn. Þú veizt, að frú Ellis hefir verið hér í mörg ár; hún hefir hagað sér eftir eigin vild og er óvön börnum. Þegar hún vissi, að þú mundir koma hingað, fann hún að starf sitt mundi aukast; svo það er ekki undarlegt, þó hún kenni þér um eitthvað af því, sem öfugt gengur, Hún er góð kona, vingjarnleg og stimamjúk við mig og áríðandi hússtýra fyrir föður minn. Mér þykir leitt, ef eg hefi ástæðu til að óttast, að ykkur semji ekki”, “Eg vil ógjarnan vera yður á móti, og eg vil eng- um vera til byrði”, sagði Gerti dálítið áköf. “Eg ætla að fara, fara til einhvers staðar, þar sem þér finn- ið mig aldrei oftar”. “Gerti”, sagði Emily alvarleg mjög og sorgbitin um leið og hún sneri henni að sér, því hendur henn ar hvíldu enn á öxlum barnsins. “Gerti, viltu yfirgefa þína blindu vinstúlku? Þykir þér ekkert vænt um mig?” Svo áhrifamikill var svipurinn á andliti Emily, að barninu rann strax reiðin; fleygði sér um háls Emily og sagði; “Nei, góða ungfrú Emily, hvað sem á geng hennar, þvi hann heyrði ekki, hvernig hjarta hennariue’ >firgefa yður. Eg vil breyta einsog þer segið mer. Yðar vegna vil eg ekki reiðast frú Ellis oftar”. “Ekki mín vegna, Gerti, heldur sjálfrar, þín vegna og skyldu þinnar við guð”, sagði Emily. “Eg fleygt út á dimmu götuna, einmana og alveg vinalaus, þá sendi minn himneski faðir þig til min; en vilji hann nú, að þú komir til sín, án þess eg fái að verða sam- ferða, þá sendir hann einhvern annan til að sjá um mig þann tíma, sem eg á eftir að vera hér’. Eftir þetta hætti eg við að vera hryggur”. “Hr. Flint”, sagði Emily, “viljið þér samþykkja, að trúa mér fyrir barninu yðar, ef þér verðið tekinn frá henni?”. “Ekkert væri mér kærara, en að vita hana i yðar vernd, þar er hún í varðveizlu engils”. “Nei, segi þér það ekki”, sagði Emily; “eg veit, að sjónleysi mitt, heilsuleysi og reynsluskortur gjörir mig lítt hæfa til að annast um barn einsog Gerti. En sé það nokkur huggun fyrir yður, ef þér skylduð deyja, að vita hana í minni umsjá, þa fullvissa eg yður um, að alt skal gjört verða til þess, að henni líði vel og hún verði lánsöm”, og hún lagði hendi sína i Trumans. Gerti kom til hugar, að hlaupa upp um hálsinn á Emily, en þegar hún sá Truman gráta, hætti hún við það, lagði höfuð hans að brjósti sínu og þerraði tárin af augum hans. “Mín æfi er bráðum á enda”, sagði Truman, “eg finn það, og fyrst að þér viljið annast hana, þá verður þess ekki langt að bíða. — Munið þér eftir því, þegar þér sögðuð: ‘Þér hafið gjört rétt, og guð mun blessa yður fyrir það’. Eg hefi síðan oft hugsað, að þér vær- uð sönn spákona og rödd yðar himnesk, en nú segi eg líka, að þér gjörið rétt, og ef guð launar yður einsog hann hefir launað mér, þá mun þetta barn með ást sinni og greiðveikni endurgjalda alt, sem þér gjörið fyrir hana. — Gerti?” “Hún er ekki hér”, sagði Emily, “eg heyrði hana hlaupa inn í sitt herbergi.” “Vesalings litli fuglinn”, sagði Truman, “henni likar ekki að heyra, að eg skuli bráðum yfirgefa hana; mér sárnar að vita, að hún skuli gráta yfir gamla frænda sínum innan skamms. Nei, þér þurfið ekki að kalla á hana, eg get gefið henni ráðleggingar mín- ar seinna. Verið þér sælar, góða Emily” — hún var staðin upp til að fara —. “Ef við finnumst ekki aftur, minnist þess þá, að þér hafið gjört gamla manninn sælan og að deyjandi manns blessun og bæn fylgir yð- ur, að guð leggi jafn fullkominn frið og ró yfir yðar siðustu æfidaga og hann hefir gjört yfir mína”. Sama kveldið, þegar Truman hafði boðið góða nótt dg Gerti var hætt að Iesa hátt í litlu biblunni sinni, einsog hún gjörði á kveldin, kallaði Truman á hana aftur og bað hana að lesa uppáhaldsbænina sína um sjúklinga, sem hún hefði svo oft lesið síðustu dagana. Hún knéféll við rúmið og las bænina. “Og líka bænina fyrir deyjandi menn, vina mín. — Er hún ekki líka í bókinni þinni?” Gerti skalf. Þessa bæn hafði hún svo oft lesið, þegar hún hugsaði um dauðann, að hún kunni hana utan bókar. Hún varð að taka á allri sinni sjálfsstjórn og kjarki til þess að geta byrjað; en eftir því, sem hún las meira, varð hún rólegri, svo röddin var hrein og róleg og Trúman fann til einskis kvíða yfir hrygð barðist. Hún stóð upp, þegar hún var búin með bænina; hún gat það ekki — en huldi höfuð sitt i rúmfötun- um. Um stund var algjör þögn, svo lagði Truman hendi sina á höfuð hennar. Hún leit upp. “Þér þykir vænt um ungfrú Emily, góða min?” “Já, mjög mikið”. “Þú verður henni þæg, þegar eg er farin?” “Ó, Truman frændi, þú mátt ekki yfirgefa mig, eg| get ekki mist þig”. “Það er vilji guðs að taka mig; hann hefir altaf verið okkur góður og við megum ekki efast um hann nú. Emily getur gjört meira fyrir þig en eg, og þér líður vel hjá henni”. “Nei, eg varð aldrei framar lánsöm i þessum heimi; áður en eg kom til þín var eg aldrei lánsöm, og ef þú deyrð, vil eg líka deyja”. “Segðu það ekki, vina mín; þú ert ung og verður að reyna að gjöra eitthvað gott í heiminum og bíða þangað til þinn tími kemur; eg er gamall og aðeins til byrði”. “Nei, frændi, þú ert ekki til byrði. Eg óska þess eins, að eg hefði aldrei verið þér jafn þung byrði og| eg hefi verið”. “Þú hefir aldrei verið það; guð veit, að þú hefir verið mér til mikillar ánægju. Mér þykir slæmt, að þú verður að eyða tíma þinum frá námi til að hjúkra mér; en svona erum við öll hvert öðru háð. Eg finn, að guð mun bráðum kalla mig til sín, — fyrr en þig varir, en þá tekur Emily þig til sín, huggar þig og segir þér, að við munum mætast siðar, þar sem eng- inn skilnaður á sér stað, og Willi gjörir líka alt, sm hann getur til að stytta þér stundir. Fyrst i stað verð- ur þú Emily til byrði, en eg vona þú verðir henni þæg og góð, og þegar tímar líða getur þú máske gjört eitt- hvað henni til greiða aftur. Iíún er blind og þú verð- ur að vera hennar auga; hún er veikbygð og þú verð- ur að vera hennar hjálpandi hönd, einsog þú ert mín. Ef þú ert góð og þolinmóð og styður að gæfu annara, verður þú lánsöm og glöð. Ef þú verður óánægð, hugsaðu þá um Truman frænda, þcgar hann sagði; ‘Vertu hugrökk, litla dúfan mín, eg er viss um, að alt endar vel’. Vertu nú ekki hrygg; farðu nú að hátta og á morgun skulum við ganga út með Willie, sem eg veit að fylgir okkur”. Trumans vegna reyndi Gerti að vera róleg, fór og háttaði, en lá lengi vakandi, en þegar hún loksins sofn- aði vaknaði hún ekki fyr en um morguninn. Hana dreymdi, að morguninn væri kominn og að hún, Truman og Willie væru á skemtigöngu, að Tru- man frændi væri orðinn frískur aftur, augu hans björt og fótatakið stöðugt og fast, hún sjálf og Willie ánægð og hlæjandi. Meðan hana dreymdi þenna skemtilega draum og grunaði alls ekki, að hún og hinn fyrsti vinur hennar yrðu aldrei samferða á skemtigöngu oftar, þá kom boðið, blítt og bávaðalaust um hánótt, sem kallaði sálu hins góða, gamla Truiuaiis til guðs. frú Ellis, sem tal- og opnaði. ‘Frú Gerti; — eg NÍUNDl KAPÍTULl. Nýtt heimili. Tveir mánuðir eru liðnir síðan Truman Flint dó, og þar eð Grahams fjölskyldan var á ferðalagi, var treysti þér til að breyta vel við frú Ellis við öll tæki færi, þegar þú veizt að eg vil það”. “Já, eg vil gjöra það, ungfrú Emily. Þegar hún er slæm við mig, skal eg ekki svara henni, þó eg verði að bíta í varirnar til að halda þeim lokuðum”. “Eg held það verði nú ekki svo slæmt”, sagði Emily brosandi. “Frú Ellis er nokkuð ruddaleg í fram komu”. Nú heyrðist rödd úti í ganginum: “Þér viljið tala við ungfrú Flint? Jæja, það er gott. Hún er inni hjá ungfrú Emily. Máske hún eigi að fara að taka á móti gestum?” Gerti roðnaði, því það var aði í mjög háðslegum róm. Emily gekk að hurðinni Ellis”. “Já, hvað er nú, Emily?” “Er nokkur þarna niðri?” “Já, ungur maður, sem vill finna held það sé Sullivan”. “Willie”, sagði Gerti ofsaglöð og ætlaði að þjóta ofan. “Þú getur farið ofan og talað við hann, Gerti”, sagði Emily. “ Komdu svo hingað aftur, þegar hann er farinn; og þér gjörið máske svo vel, að laga ögn til í herbergi mínu, frú EIlis. Þér munuð finna margar tuskur á gólfinu eftir saumakonuna ungfrú Randolph”. Frú EIlis safnaði saman tuskunum, og þegar hún var búin að því settist hún á stól við ofninn með hvítu tuskurnar í annari hendinni og þær mislitu í hinni. “Hvað ætlið þér að gjöra við hana, Emily?” sagði hún. Senda hana á skóla?” “Já, hún á að ganga á W.s skóla i vetur”. “Er ekki sá skóli mjög dýr fyrir slíkt barn?” “Jú, það er hann; en eg vil að hún fái þann bezta kennara, sem eg get útvegað, og pabbi er því sam- þykkur. Hann segir,, að ef hún eigi að verða góð kenslukona, þá þurfi hún góða tilsögn. Hún verður hjá okkur fyrst um sinn; eg vil að hún sé hjá mér eins lengi og unt er, bæði af því að mér þykir vænt um hana og að hún er veikbygð — og núna, þar eð hún er svo sorgbitin yfir dauða Flints, ættum við að gjöra alt, sem við getum til þess að henni líði vel. Finst yður það ekki?” “Eg reyni ávalt að gjöra skyldu mína”, sagði frú- in kuldalega. “Hvar á hún að sofa?” “í litla herberginu við endann á ganginum”. “Hvar á eg þá að hafa pentudúka-fargið mitt?” “Getur það ekki staðið á milli glugganna í aftari ganginum?” “Eg mátti vita það”, sagði frúin gröm og þaut út. “Öllu á að breyta fyrir þessa uppáhalds-brúðu”. TÍUNDI KAPITULI. Willie fer á burt. Gerti var enn hjá Willie og Emily sat ein í herbergi sínu í djúpum hugsunum. Hún studdi hönd undir kinn og tár runnu úr augum hennar. Alt í einu var hönd lögð blíðlega á hendi hennar. Hún hrökk við, því hún hafði ekki heyrt neinn koma inn. “Er nokkuð að, ungfrú Emily?,’ spurði Gerti “Viljið þér vera einar, eða má eg vera hér líka?” Samhygðar-rödd barnsins hreif Emily. Hún þrýsti henni að sér og sagði: “Já, já, vertu hérna hjá mér”, Þegar hún lagði hendi sína um mitti barnsins, fann hún að hún skalf og sagði: “En hvað gengur að þér, Gerti, af hverju skelfur þú?” “Ó, ungfrú Emily, eg hélt þér væruð að gráta þegar eg kom inn, og vonaði að þér munduð leyfa mér að gráta með yður, mér liður svo illa”, sagði Gerti. Sorg barnsins gjörði Emily rólegri og hún reyndi að fá að vita ástæðuna til sorgar hennar. Willie kom til að segja Gerti, að hann færi til Austur-Indlands. Clinton ætti verzlun í Kalkútta, og hefði boðið Willie að fara þangað sem skrifara, fyrir há laun. Þar væri framtíð hans betur borgið en heima og launin væru nóg fyrir útgjöld handa sér, mömmu sinni og afa, sem hefðu meiri og meiri þörf fyrir aðstoð hans. Hann tók tilboðinu, og lirátt fyrir hið innra stríð hans við að hugsa til 5 eða 10 ára burtuveru, talaði hann þó hik- laust um ferðina við mömmu sína og afa. “Ungfrú Emily”, sagði hún, þegar hún var búin að segja frá þessari nýung, “hvernig get eg þolað það, að Willie fari? Hann hefir ávalt verið mér betri en bróð- ir, og siðan Truman dó, hefir hann reynt á allan hátt að hugga mig, og eg mundi naumast hafa þolað dauða hans, ef Willie hefði ekki verið, og hvernig get eg þá mist hann?” “Það er eívitt”, sagði Emily vingjarnlega, “en það er honum til gagns. Hugsaðu um það”. “Eg veit það”, svaraði Gerti; “en þér vitið ekki, hve vænt mér þykir um Willie, og hafið enga hugmynd um, hve góðir vinir við erum”. óafvitandi hafði barnið snert streng, sem kom lík- ama Emily til að skjálfa og röddinni lika, þegar hún svaraði: “Þú heldur að eg viti það ekki, barnið mitt, en eg veit það betur en þig grunar. Eg átti líka —”, svo þagnaði hún, stóð upp og gekk að glugganum til að kæla enni sitt við rúðuna, kom svo til barnsins aftur og sagði rólega: “Ó, vina mín, fyrir þá sorg, sem nú þjáir þig, skilur þú ekki, hve þakklát þú mátt vera. Hugsaðu þér, að Willie verður á þeim stað, sem þú oft heyrir, hvernig honum líður, og þar sem hann á- valt getur fengið bréf frá vinum sínum. Ykkar sam- búð hefir verið ánægjuleg”, bætti hún við, “og þið skiljið sem góðir vinir. ó, slíkur skilnaður ætti ekki að gjöra þig sorgbitna; það er margt verra til”. Við síðustu orðin skalf rödd Emily og barnið horfði á hana undrandi. “Ungfrú Emily”, sagði hún, eg fer að halda að allir hafi sínar sorgir’”. “Það er hlutfall mannanna og við megum ekki bú- ast við að það verði öðruvísi”, var hið angurblíða svar. Gerti heimsótti oft Sullivans áður en Willie fór, og þar eð hann bjóst við að verða burtu í tíu ár, gat hann ekki hugsað kviðalaust um móður sina og afa. Gerti lofaði að hjálpa þeim eftir beztu getu, og það huggaði Willie mikið. “Þú verður bráðum fullorðin stúlka”, sagði hann spaugandi. Þegar Willie var farinn, tók Gerti fast aðsetur hjá Grahams, fór strax að ganga á skóla og stundaði nám með dugnaði þangað til vorið koin. Hún varð brátt í afhaldi hjá heimilisfólkinu. Frú Ellis hafði ennþá óbeit á henni, en af þvi Gerti var ávalt kurteis og Emily sá um, að þær væru sem minst saman, var samkomu- lagið þolanlegt. Graham, sem sá að hún var kyrlát og þunglynd, gaf henni lítinn gaum í fyrstu; en þegar hann fann hlöðin sín lögð saman með góðri reglu hvað eftir ann- að og gleraugun sín á vissum stað, sem hann varð svo oft að leita að áður, fór hann að álíta hana hugsunar- sama stúlku. Nokkru eftir að Graham var fluttur út á land, sagði Georg henni, sem á hverum degi fór til bæjarins, að frú Sullivan hefði skilið eftir boð hjá slátraranum,, að nú væri hún búin að fá bréf frá Willie, og sér þætti vænt um, að Gerti kæmi til að lesa það. Emily var fús til að leyfa henni að fara, en hún vissi ekki, á hvern hátt hún gæti farið, þar eð “Charlie”, eini hesturinn sem Graham átti, var í brúkun. “Því sendið þér hana ekki með fólksvagninum?” spurði frú Ellis. Gerti leit þakklátlega til hennar; það var í fyrsta sinn, sem þessi kona studdi að framkvæmd óska hennar. “Eg held það sé ekki óhult, að láta hana fara al- eina með þeim vagni”, sagði Emily. “óhult? — Hvað segið þér, þessa stóru stúlku?” hrópaði frú Ellis. “Haldið þér að það sé óhætt?” spurði Emily. “Já, i alla staði”, svaraði frúin. Tafarlaust voru nú Gerti fengnir tveir farseðlar, og hún fór af stað glöð í huga. Hún fann frú Sullivan og Cooper, frísk og glöð yfir fregnunum frá Willie, sem eftir langa en þægilega ferð var kominn til Kalkútta. Lýsing á heimili hans, störfum og skyldum endaði bréfið, auk kærlegra spurninga og kveðja, sem Gerti átti mest af. Gerti borðaði dagverð hjá frú Sullivan, og að honum loknum flýtti hún sér til fólksvagnsins. Hún settist inn í vagninn og meðan hún beið þess, að hann færi af stað, skemti hún sér við að horfa á fólk- ið, sem framhjá gekk. Klukkan var að verða 3, og hún hélt að hún mundi verða eini farþeginn, en þá heyrði hún rödd frá persónu, sem hún hafði ckki tekið eftir áður. Hún gekk til dyranna og sá hina merkileg- ustu persónu, sem hún hafði nokkru sinni séð. Það var smávaxin gömul kona, talsvert bogin af elli. Allur klæðnaður hennar var einkennilegur og framkoma ekki undarleg. Árangurslaust reyndi hún að komast inn í vagn- inn, og nú stóð hún með annan fótinn á neðstu rim- inni og kallaði á ökumann að koma og hjálpa sér. “Herra minn”, sagði hún, “er þessi vagn undir yð- ar umsjá?” “Jú-jú, eg er ökumaður”, og i sama bili kom hann að dyrunum og opnaði þær; lyfti svo konunni upp og lét hana inn í vagninn, og áður en hún gat komið með nokkra spurningu, lokaði hann vagninum. “Hamingjan hjálpi mér”, sagði hún um leið og hún settist gagnvart Gerti og fór að laga blæuna sina og annað skraut; “þessi maður er ekki æfður í þeirri list, að hjálpa kvenmönnum, án þess að eyðileggja klæðn- að þeirra. ó, góða, góða, eg hefi mist sólhlífina mína”, sagði hún í sömu andránni. Hún stóð upp á meðan hún talaði, en um leið ók vagninn af stað og hún tapaði jafnvæginu og hefði dott- ið, ef Gerti hefði ekki gripið hana og hjálpað henni í sæti sitt um leið og hún sagði: “Verið þér rólegar, hérna er sólhlífin”. Hún tók upp sólhlífina, sem hafði verið fest við mitti gömlu konunnar, með grænu bandi, er hafði losn- að, og þess vegna áleit hún hana tapaða. Auk hlífar- innar var margt annað fest með þessu bandi, sem Gerti Vígvellir og Herskapur (Niðurlag). En öll línan þaðan og austur að Luxemburg hraktist aftur og inn í Frakkland og hafa þeir ekki getað viðnám veitt fyrri en á vesturbakka Meuse-fljótsins. En þá hinn 28. voru Þjóðverjar farnir að velta þar inn 3 milíónum hermanna sunnan við Luxemburg, og norðan við Mets. Brutu þar kastala garðinn og tóku þar kastalana, Montmedy, Longvy, og Briey. Urðu nú Frakkar að smala þangað hverjum manni sem þeir gátu - náð annarstaðar frá. Þarna mæta Frakkar þeim á 70 eða 80 mílna langri línu frá norðri til suður á vest urbökkum Meuse. En nokkru sunnar í norðan verð- um Vosges fjöllum beint véstur af Strassburg brutust þýzkir líka inn og er það þriðji fleygurinn. Tóku þeir fyrst kastalann Luneville og síðan að öllum líkindum Nancy, þar rétt fyrir norðan. Bar gátu þeir einnig brotið sér hlið, og þar þurftu Frakkar að komast í veg fyrir þá að mæta þeim, og það vcld- ur því að lið Frakka í Elsas hefur orðið að hætta sókn þar en flýta sér vestur úr fjöllunum og komast í veg fyrir þenna fleyginn. Þeir stefna þarna þremur fleygum á Parísarborg þjóðverjar, einum að norðan með sjó fram, öðrum úr norðaustri í stefnunni frá Luxem- burg og Metz, og þriðja beint að austan úr stefnu frá Strassburg. Nú seinustu dagana hafa Eng- lendingar orðið að berjast við Man- beuge, sunnan vlð landamærin, eða á þeim, þann 26. og 27. svo líka sama dag við Cambray, tuttugu mílum sunnar, þá við St. Quentin einum 18 mílum suðaustur af Cambray og nú seinast þann 29. við Amiens 30 mílum suðvestur af Cambray. Þeir berjast þarna á eitthvað 60 til 70 mílna spildu og eru þýzkir fyrir vestan þá norðvestan og suð- vestan. En einlægt verða þeir að teygja úr sér lengra og lengra suður í átt- ina til Parísar og halda heldur und- an. Verður einlægt örðugra og örðugra fyrir Englendinga að senda þeim lið nema það hefði farið í stór- hópum svo sem 200 þúsundir eða meira, því Frakkar halda nú allri ströndinni suður að Signu og einar 50—60 milur inn í land, þó má víst lenda í Normandí enn þá. En þetta þykir Vilhjálmi ganga seint og er hann nú á degi hverjum sem þeytispjald á leiðinni milli Cob- lens og Mains til að herða á her- sveitunum, og núna í dag þann 29. koma þær fregnir að hann hafi sent 5 herdeildir eða 200,000 manns inn í Swissaraland til Basel að fara það- an inn á Frakkland. Hefur hann þá brotið lög og svardaga á Swiss- lendingum sem Belgum, og man ég ekki til að nokkur þjóð hafi gjört það fyrri. Lögin og svardagarnir og þjóðarrétturinn er hér svo sóða- lega svívirtur og alt, sem heilagt hefur verið talið, svo í sorp troðið, að sá maður ætti að vera vargur í véum ár og síð og hvar sem hann kemur eða fer á guðs grænni jörðu, og er vonandi að Swisslendingar gefi honum bakslettu, þvf að þeir hafa nú vopnaðar 350 þúsundir hermanna. Náttúrlega væri leiðin frá Basel besta leiðin fyrir Þýzka til París og minstar torfærur á leiðinni, einkum nú þegar allur afli Frakka er norð- ur í landi. En þó að svo fari, að þýzkir kom- ist til Parísar og taki hana eftir eins eða tveggja eða þriggja mán- aða umsátur þá er nú komið svo mikið sigg í lófa Frakka og Eng- lendinga og svo mikil gremja í hug þeirra og hjörtu að þeir gefa ekki upp fyrir það. Og afar illa, er það gjört af hverjum sem að engu vill telja voða þenna, og sýnir það bæði löðurmensku og heimsku hvers þess sem það gjörir. En þó að Frakkar tapi einum kastalanum á eftir öðrum og þó að Englendingar verði að berjast ber- um brjóstum, þá er einn kastalinn æfinlega bestur allra og áreiðanleg- astur, en það er hugrakt og þolgott og þrautvanið hjarta. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada NorÖvesturlandinu. Hver, sem hefur fyrlr fjölskyldu aS sjá eSa karlmaöur eldrl en 18 ára, get- ur teklö helmillsrétt á fjóröung dr sectlon af óteknu stjðrnarlandl I Man- Itoba, Saskatchewan og Alberta. TJm- sœkjandl veröur sjálfur aö koma & landskrifstofu stjórnarlnnar, eöa und- irskrifstofu hennar i því hératSl. Sam- kvæmt umbotSl má land taka á öllum iandskrlfstofum stjdrnarlnnar (en ekkl á undir skrifstofum) metS vlssum skll- yrtSum. SKYLDUR—Sex mánatSa ábútS O* ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa metS vlssum skilyrtSum innan 9 milna frá heimllle- réttarlandi sinu, á landi sem ekkl er minna en 80 ekrur. 1 vissum hérötSum getur gótSur o* efnilegur landneml fengrits forkaups- rétt á fjórtSungi sectiónar metsfram landl slnu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR—Sex mánatSa ábútl á hverju hinna næstu þrlRgja ára eftir at5 hann hefur unnltS sér inn eignar- bréf fyrir heimillsréttarland! slnu, og auk þess ræktatS EO ekrur á hlnu selnna landi. Forkaupsréttarbréf gretur land- nemi fengitS um leitS og hann tekur heimilisréttarbréfltS, en þð metS vlssum skilyrtSum. Landnemi sem eytt hefur helmllls- réttl sínum, getur fengitS helmillsrétt- arland keypt I vlssum hérötSum. Ver* $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUIt— VertSur atS sitja á landlnu 6 mánntSl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús i landlnu, sem er $300.00 vlrtSl. Færa má nitSur ekrutal, er ræktast skal, sé landltS óslétt, skðgl vaxltS etSa grýtt. Búþening má hafa á landlnu 1 statS ræktnnar undir vissum skilyrtSuna. BlötS, sean flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrlr.— W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Hií sterkasta gjöreyðingar lyf fyrir skordýr. Bráðdrepur öll skorkvikindi svo sem, veggjalýs, kokkerlak, maur, fló, melflögur, og alskonar smá- kvikindi. Það eyðileggur eggin og lirfuna, og kemur þannig í veg fyrir frekari óþægindi. Búið til af PARKIN CHEMICAL CO. 400 McDermot Avenue Pbone Garry 4264 Selt 1 öllum betrl lyfjabúðum. WINNIPEG * :____________!

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.