Heimskringla - 17.12.1914, Qupperneq 4
BL8. 4
HEIMSRRIMGLA
WINNIPEG, 17. DESEMBKR 1914.
Heimskringla
(Stofnuð 1886)
K«mur út 4 hverjum ftmtuaegt.
Otgefendur og eigendur
THE VIKING PRESS, LTD.
Vert5 blaísins í Canada og
Sandaríkjunum $2.00 um áritl
(fyrlrfram borgab).
Sent til lslands $2.00 (fyrirfram
borgab).
AUar borganir sendist rábs-
oaanni blabsins. Póst eba banka
ávísanir stýlist til The Viklng
PresK, Ltd.
Rltstjórl
M. J. SKAPTASON
RáSsmatiur
H. B. SKAPTASON
Skrifatofa
729 Sherbrooke Street, Winnipeg
BOI 3171. TaUiml liarry 411*
Jólagjöfin Roblins.
ÞaS er eins og menn hafi verið
bæSi undrandi og hikandi yfir þess-
ari hinni ákaflega þýðingarmiklu
breytingu, sem steyptist yfir fólkið
og bæjina og sveitirnar, er stjórn-
in lýsti yfir ásetningi sinum, að loka
öllum húsum, er vin seldu sumum
kl. 6, en hinum kl. 7. — Að amast
við þvi, að menn gætu verið fullir á
kveldin, það var þó að skerða frelsi
manna. En mikill hluti manna skyldi
vel, hvað þetta þýddi; skyldi það, að
þetta var hið bezta vcrk, sem nokk-
ur stjórn gat unnið. Það má segja, að
það hafi kannske verið hættuspil
fyrir stjórnmálamann, að koma fram
með það; en það skerðir ekki ágæti
verksins, og þetta var og er hin feg-
nrsta Jólagjöf, sem Roblin færði öll-
um fylkisbúum. Aldrei hér hefir
nokkurntima verið gefin önnur slik.
Hennar njóta ekki cinn eða tveir
menn, ekki ein sveit eða borg. Held-
nr hundruð og þúsundir manna i öll-
um sveitum og bæjum og borgum í
þessu hinu friða fylki Manitoba. —
Það eru kveldin, sem konan og móð-
irin og börnin fá að hafa eiginmann-
inn, elskhugann, föðurinn, vininn
heima há sér, í stað þess að vita af
honum á hótclunum, kannske með
vinurn sínum og kunningjum i glað-
Tæruin solli, — en kannske líka ó-
færan og ósjálfbjarga. Ef að þetta er
einskisvirði fyrir hcimilið, fyrir
konuna, þreytta og grátandi, fyrir
börnin, sem gjarnan vildu elska föð-
ur sinn, ef þau hefðu kost á og stund
ir til að njóta hans, — þá er flest
litilsvirði, þá er friðurinn og ánægj-
an lítilsvirði á heimilunum. Þá er
barnauppcldið litilsvirði og öll þau
eftirdæmi, sem eiga að móta þau fyr-
ir lifið og hina komandi stöðu þeirra
i mannfélaginu. Hvað ungur nemur,
gamall temur. Og það, sem barnið
daglega sér fyrir sér haft, það verð-
■r grundvöllurinn, sem það byggir
á alt sitt eftirkomandi líf. Þetta er
«vo augljóst, að það er þýðingar-
laust um það að tala, nema að þvi
leyti, að fjöldi manna lokar augum
sinum fyrir þessu og setur slag-
branda fyrir.
Er það virkilega svo, að vinir vor-
ir liberalar, sem barist hafa fyrir af-
námi vinsölu — total or partial pro-
hibition — er það virkilega, að þeir
fussi við þessu og stökkvi fram af
þungum móð og fari að brígsla Rob-
lin um það. að þetta sé gjört í póli-
tisku augnamiði. til þess að vinna
hylli fólksins? Eg heyrði vin minn
einn gamlan hrista höfuðið og bera
þctta fram. Eg hefi vir.t hann um
margra ára tíma fyrir staðfestu skoð-
ana hans og vandaða breytni og við
höfum borið og berum enn vinarhug
hvor til annars.
Er það einskisvirði þetta af þvi
að Roblin gjörði það? Ef að einhver
liberal hefði gjört það, þá hefði það
verið þúsund sinnum meira virði,
þá hefði það verið einskonar engla-
verk. Eða er það einskisvirði, af
því hann vildi ná hylli manna með
því? Getur það dregið nokkurn hlut
úr verkinu? Eiga rncnn að vera svo
viti skertir, að hætta við að gjöra
nokkurn ærlegan hlut eða verk, ef
menn fyrir það ná hylli eða velvilja
annara? Eiga inenn þá, — ja, það
liggur beint við: Eftir þvi ættu
menn að leggja mesta stund á, að
gjöra öðrum alt til bölvunar. En
hvernig liti hcimurinn þá út? Hann
væri eintómur djöflahópur, þar sem
hver togaðist á við annan yfir ein-
hverja vítisgjá, sem á milli þeirra
væri, rjúkandi af eldi og brenni-
stcini, og þarna vildi bver kippa
öðrum ofan í.
En eg ætla ekki einum einasta ii-
beral þá hugsun, og þá ekki vini
minum, sem eg hefi þekt og reynt i
mörg berans ár. Það er sjúkt imynd-
unarafl. sem hugsar þannig. Hver
heilvita maður vill náttúrlega ná
hylli þeirra, sem hann býr sarnan
við, og þá ekki sizt flokksmanna
sinna, — ná hylli þeirra með öllu
ærlegu móti. Og geti hann notað til
þess gott vprk, sem ungir og gamlir,
aldir og óbornir eiga og hljóta að
hafa gott af, þá er'það þvi betra.
Saskatchewan bindindismenn biðja
um sömu lög.
Og cnska fólkið, ensku flokkarnir,
Iíta svo á málið, ekki einungis hér i
Manitoba eða Winnipcg, heldur út
um alt landið. Undir eins og þetta
barst út, hvað Roblin hafði á hoð-
stólum, þá risu upp hóparnir þcira,
sem höfðu viljað með öllu útbola
vininu — banish the bar — og vildu
fá viðtekin sömu lögin í Saskatche-
wan. Foringjar flokkanna ganga fús-
lega inn á það og þeir, sem ekki
gjöra það fúslega, þeir neyðast til
þcss af flokksinönnuin sinuin. Sama
er um Alberta; sama hljóðið í Ont-
ario. Allir hinir merkustu liberalar
hér i Manitoba eru þessu samþykkir
og þeim sé lieiður, — eg get ekki
sagt það of oft.
1 Winnipeg hefir einn flokkur
manna eftir annan lýst ánægju sinni
yfir þessu og það þó þeir hafi verið
pólitiskir mótstöðumenn Roblins,—
og menn cru farnir að tala um, að j
opna kyrkjurnar á kveldin, svo að 1
ungir menn og eldri gætu komið
þungað, fengið sér kaffi og lesið
blöð og skemt sér á annan hátt. —
Þetta hefðu menn reyndar átt áð
gjöra fyrir lifandi löngu, en vissu-
lega er betra seint en aldrei.
Allur þorri blaðanna um alt Aust-
ur-Canada tekur i sama strenginn,
að hrósa Manitoba-stjórn fyrir fram-
komu sína í þessum málum, og hér
um bil öll taka þau það fram, að
Manitoba hafi verið fyrsta fylkið til
að taka upp þessi ráð, — fyrst af
öllum fylkjum Canada-veldis til að
bannu kvelddrykkjur allar, að stytta
tijnanu staupanna og skálanna, og
banna með öllu þann tímann, sein
hættulegastur er fyrir heill og vel-
ferð manna.
Þetta er mjög ánægjulegt og gleði-
legt fyrir Manitoba og alla þá, sem
hlut eiga að máli. En það má geta
þess uin leið, að það er ekki i fyrsta
sinni, að Manitoba gengur á undan
hinum öðrum fylkjum Canada rikis
með umbætur í einu og öðru og lög-
gjöf um eitt og annað, sem til fram-
fara horfir og velferðar almennings.
Undir forustu Roblins og konser-
vatíva varð Manitoba fyrst til þess
af öllum fylkjunum, að draga fánann
alrikisins upp á öllum skólahúsum
fylkisins. Og hafa mörg hinna fylkj-
anna nú farið að dærai Manitoba.
Það var og sama Manitoba stjórn-
in, sem fyrst tók upp þann sið, að
styrkja félög lil járnbrautalagninga
á skynsamlegan, fjárhagslega ódýr-
an hátt, með sem allra inestum
sparnaði fyrir fylkið og fólkið. Og
nú eru öll hin fylkin farin að fylgja
dæmi þeirra.
Þá var Munitoba stjórnin fyrst til
þess, að taka að sér að eiga og stýra
opinberum eignum í almennings-
þarfir, svo sein telefón-þráðunum;
og nú er telefón-kerfi stjórnarinnar
svo fullkomið og svo vel stjórnað,
og gefur svo góðan arð af sér, að
margur öfundast yfir. Og þar einn-
ig hafa hin fylkin farið að dæini
Manitoba, en tæplega lukkast það
eins vel, því að þau hafa gcngið að
þvi með hangandi hendi.
Þá varð Manitoba stjórn fyrst til
þess af öllum fylkjunum, að færa í
lög, að þegar kosningar færu fram
um vínbann (local option), þá réði
úrslitum 1 prósent atkvæða fram yf-
ir helming allra atkvæða, er greidd
væru, og væri þá vínbannið löglegt,
ef sá flokkur hefði þetta 1 prósent
En í flestum öðrum fylkjuin þurfa
vinbansmenn miklu meiri yfirburði
til þess að geta komið vinbanni á,
og eiga vinbannsmenn þá miklu erf-
iðara með, að koma þar slíkum um-
bótum á.
Þá var Manitoba stjórn fyrst af
öllum fylkja stjórnum til að leiða í
lög og setja á stofn ncfnd, er liti eft-
ir öllum hagsmunum hins opinbera
(Public Utilities Coinmission), und-
ir stjórn Robsons dóinara. En af því
hefir fylkið nú þegar haft svo mik-
inn og inargbreyttan hag, að það er
örðugt og langt mál upp að telja.
Og ðUu þessu hcfir hin úthrópaða
R o b 1 i n stjórn komið til fram-
kvæmda. Vér getum þessa ekki hér
i þeim tilgangi cða með þeirri hug-
mynd, að hún hafi gjört incira en
skyldu sina, þvi að þeir eru fáir,
sem það gjöra. En það er til þess að
sýna það, að þeir að minsta kosti
viðurkenna þetta, sem gripa fyrsta
tækifæri til a breyta eftir því.
Jóhannes Jósefsson.
Vér sýnum hér þessa mynd af
glimukappanum islenzka Jóhannesi
Jósefssyni. Hann kom að sjá okkur.
Er hann inaður hvatlegur, lipur og
viðfeldinn, og i fyrstu myndi mönn-
um ekki koma til hugar, að hann
væri slikt heljarmenni, sem orð fer
af. Hann er enginn risi, góður með-
almaður á hæð. En aðgætinn maður
sér strax, að það er eitthvað við
hann. Það er einhver vi.ssa og sjálfs-
traust í öllum hans hrcifingum og
látbragði. Hann er víst óvanur að
láta skella sér, maðurinn sá. Eg hefi
séð annan mann vestur á strönd
nokkuð líkan þessu, landa einn og
góðan kunningja minn. — Þó má
segja um Jóhannes, að “getnr fim-
um falist”, þvi að þegar hann var
hér á Pantages leikhúsinu og átti við
mann með hlaðna skainmbyssíi, þá
munaði eitthvað agnarlitlu, er hann
slóg skammbyssuna úr höndum
hans, og hljóp skotið í öxlina á Jó-
hannesi og særði hann. En ekki var
það hættulegt.
Á myndinni, sem þessari grein
fylgir, sjást vöðvar hans skýrt og
greinlega, og þar er leyndardómur-
inn leystnr. Þeir eru harðir, sem
stálþræðir, og þar er cngin fita til
að draga úr afli vöðvanna, eða skarp
leika heilalauganna, sem stýra vöðv-
unum. Otlit hans sýnir það líka:
Hörund hans er hreint og svipur
andlits hans allur, mátulega rjóður,
sem brúður ung eða brúðgumi á tvit-
ugsaldri.
Á St. Regis hótelinu höfðu margir
íslendingar komið saman á laugar-
daginn var, og héldu Jóhannesi þar
veizlu mikla. Voru þar samankomn-
ir um 70 manns, og var þar margt af
stórmenni íslendinga hér, og voru
heiðursgestinum fluttar ra'ður og
inikill sómi sýndur. En ekki vorum
vér þar og getum því ekki nánar um
ræðurnar sagt, því að skotspóna
fregnir viljum vér siður flytja. En
alt hafði þar farið vel fram.
Vér óskum Jóhannesi til hamingju
hvar sem hann fer!
“Ferðalýsingar.”
Nú er það að koina út rit síra
Rögnv. Péturssonar, ferðasagan, sem
prentuð var í Heiniskringlu þangað
til nú fyrir sköinmu, en siðan gcfin
út í bókarformi. Blaðið var búið að
prenta rúmar 180 bls., eða til 184.,
en siðan hefir verið pcentað fró 183.
bls. til 268, eða langt til 100 bls., og
er það ferðasaga síra Rögnvaldar frá
því hann kom á Akureyri suður um
land til Reykjavíkur, um Skagáfjörð,
Hnavatnssýslu, Borgarfjörð og Mýr-
ar og Kjós og svo um veru hans í
Reykjavik.
Sira Rögnvaldur er borinn í
Skagafirði, og sést það á bókinni,
því að hvert orð andar hlýjum hlæ
til sveitarinnar, sögunnar, fólksins,
sem þar lifir. Hann sér alt, sem gott
er þar og fagurt og elskulegt, en litið
af hinu, og cr þó maðurinn glöggur
injög að sjá, hvað brestur. En Skaga-
fjörður er líka fögur sveit og menn
eru þar óþústaðir og frjálsmann-
legir.
Það er auðséð, að hann hefir far-
ið stilt og gætilega yfir, því að önn-
ur Icngsta dagleið hans var frá
Þverá i Ðxnadal til Réttarholts, og
voru þau 16 klukkutíma á hestbnki.
Hann hefir því haft góðan tima til
•þess, að taka eftir öllu. Enda er
auðséð, að hann hefir gjört það og
verið ramur í sögu sveitarinnar og
landsins til forna, þvi að hann þekk-
ir þar hverja þúfu með nafni og
hvað á bcnni gjörðist til forna.
Oft kemur síra Rögnvaidur miklu
mali fyrir i eina eða tvær setningar,
og er það skálda cinkenni og getur
þvi margur maðurinh verið skáld,
þó hann yrki ekki, — i rauninni
betra skáld en sumir, sem með kvöl-
Um og harmkvæhim hnoða saman
hortittum, bragvillum og hugsana-
villum í kekki einhverja, sem þeir
kalla skáldskap, og eru stundum lítt
bakaðir.
Sem dæmi vil eg taka þetta:
“Það var Skagafjörður og Borg-
arfjörðúr, er börðust um völdin,
eða Flugumýri og Beykholt, í enn
■þrengri merkingu og slitu sundur
milli sín lögin — og friðinn, eins
og Þoi-geir spáði. Hin forna öld
sé til sævar í blóði, en uppreis hin
önnur, inn í ættir borin með suð-
rænum svikum — öld konungs-
vina, föl og fjörvana alls dreng-
skapar og dáða. — Þeim hefir
löngum verið leitt að lúta í lægra
haldi Norðlendingum”.
Það er eiginlega blaðsiða þarna i
hverri setningu. Ennþá betra er þó
þarna rétt á eftir, er ' hann lýsir
Bólu:
“Fram með veginum stendur
Bóla, þar sem Hjálmar bjó, sann-
arleg bóla, þvi hrörlegri manna-
bústað getur varla. En jafnhátt
er þar til lofts af hlaðinu og á hin-
um bæjunum, og Hjálmar huldu
ekki rjáfrin, hvort hátt eða lágt
var á veggbrúnina”.
Þetta er fyrirtaksvel að orði kom-
ist.
Enn uftur vil eg taka sýnishorn,
af Ws. 191, er hann lýsir Hólum:
“Þar sátu tveir mestu biskupar
landsins í eldri og yngri sið —
Jón Arason og Guðbrandur Þor-
láksson —. Þar stóð “musterið”,
hin forna Hólakyrkja i allri sinni
dýrð. Þar er kyrkjugarðurinn
forni með afturgöngunum öilum
og galdramönnunum! — Fjörið
var ofmikið i Norðlendingum til
þess þeir Ixgi kyrrir, þótt þeir
dæju”.
Það er auðséð, að sira Rögnvaldur
Pétursson hefir verið kunniir sög-
unni um Galdra-Loft, sem er liklega
sú fjörugasta og bezt sagða drauga-
saga„ sera skemt hefir mönnum á ís-
landi.
Ekki hefir hann mikið álit á að-
skilnaði ríkis og kyrkju á íslandi;
þykir landið strjálbygt og ætlnr að
fljótt myndi fara svo, að kyrkjan
yrði afnumin á stórum svæðuin og
það skjótlega, ef hún væri frá rikinu
skilin. Munu honum þar fleiri sam-
dóma, er til slíkra mála þekkja.
Ætlar hann, að ny.tsemi og virð-
ing kyrkjunar yrði hætta búin sum-
staðar. Á bls. 193 scgir hann:
“Á þeim stöðum yrði kenning
hennar að vera samhljóða vtlja
og trú ráðrikasta, slxgvilrasta og
auðugasta mannsins i sveitinni”.
Ilm Hóla segir hann á sömu pls.:
“Horfinn er guðfræðisskólinn
og í hans stað kominn búfræðis-
skóli. Aður var piltum kent að
leggja út ritningarnar og yrkja á
latinu, nú er þeim kent að lcggja
út kálgarða og yrkja tún".
Þarna er heilt kerfi hugmynda í
tveimur linum.
Lýsingin á Hólakyrkju er góð. —
Þykir honum spilt hafa verið forn-
leifum merkum, með fáránlegum
umbótum. “Horfnar em biskupsdyr
og einhverju upp í skarðið hlaðið”,
bls. 195. Sýnist honum svo vera bæði
innan húss og utan. Kveður hann
sögustöðum litt þyrmt. “Fornaldar-
og sögu-dýrkun (slcndinga er við-
brugðið”, segir hann. “En naumast
fær inaður varist þeirri hugsun, að
hlindari dýrkun getur ekki meðal
inanna. Um leið ogþjóðin fellur með
lotningu frammi fyrir frásögninni,
ber hún söguminjarnar á báiið” fá
að vera: menjarnar)
Sauðárkrókur, bls. 202. Þar er
jörð ekki ncma hálfsköpuð. Þar er
að vísu “sandur og sær og svalar
unnir,,, en “gras hvergi”. Og mun
það rétt lýsing.
Um Jófias læknir Kristjánsson get-
ur hann þess, að hann sé ættaður úr
Húnavatnssýslu og vinsæll, og með
beztu læknum landsins. Þykir hon-
um það merkilegt, að allir atkvæða-
læknar Islands skuli vera ættaðir úr
sömu sýslu, — allir Húnvetningar.
Segir hann, að liklegust sé tilgáta
stúlkunnar á Stóru-Giljá, er læknar
bárust í tal, að Húnvetningar hafi
aldrei verið hræddir við manna-
blóð”.
Á bls. 205 segir hann, “að maður
þurfi helzt, að vera allur angu til
þess, að fá séð alt, sem e.r að sjá á
ferðalagi um ísland".
Á bls. 217 gengur honum illa að
fá mat sinn og biður um lambasteik
og var lofað henni. Lengi drógst
morgunmaturinn, fram undir há-
degi, og nú hugsuðu þau gott til
sfeikarinnar; en þegar loks var á
borð borið, var þar engin lamba-
steik, heldur bökuð lifur og nýru.
Blessuð stúlkan fer að afsaka sig:
Gleymdist að slátra lambinu í gær-
kvcldi, en i morgun var ómögulegt
að ná þvi. Sira Bögnvaldur fann
reyndar ekkert að þessu. En það
þótti honum furðanlcgt, að lambið
skyldi sleppa lifs, en missa hseði lif-
ur og nýru!
Enn er á bls. 224, þar sem hann er
nýkominn frá sæluhúsinu á Mosfells-
heiði, þá sjá þau, hvar einhver kem-
ur ríðandi á móti þeim og fer
lötur—hægt: — • .
“Er við komum á móts við það,
kennum við, að þar er komin sú
Bláklædda, er okkur varð sam-
ferða á Bothníu. Var hún nú í
nærskordum reiðfötum og sat karl
vega. Náðu hælarnir niður á miðj-
ar siður bcstinum og var það hin
skringilegasta sjon. Bar þó ekki
svo mikið á þvi, hvað kátlegt þetta
var, fyrr en hún var komin nokk-
uð burtu upp á há-hæðina. Má eg
elcki svo til Mosfellsheiðar hugsa,
að eg sjái ekki þessa sjón þar á
heiðarbrúninni”..
Eg var búinn að heyra höf. kveld
eitt lýsa samtali sínu við þessa Blá-
klxddu, og var ekki laust við, að það
væri nokkuð skringileg frásngn.
Eg vil aðeins geta þess, hvað
Reykjavik snertir, þá finst honum
minna um borgina og strætin, en
meira um fólkið. Hrifinn hefir hann
verið af Þorsteini Erlingssyni, Jóni
ólafssyni, Birni prófessor ólsen og
Margrétu systur hans og Hannesi
Hafstein. Getur hann þess á bls 226
að Reykjavik sé höfuðból islenzkra
menta- og fræðimanna: — “Munu
meRtamenn þar fleiri að hlutföllum
við alþýðu, en í nokkrum öðrum
bæ, að undanteknum Boston
í Bandaríkjunum”. — Og mun það
nær hæfi láta og er stór beiður fyrir
fslcndinga.
Það er ekki timi til að fara lengra
út i þetta. Landar hér voru búnir að
lesa allan fyrri hluta bókarinnar, og
hefi eg ekkert við það átt. Myndir
fylgja með og eru með bezta frá-
gangi. Bókin er öll rúmar 260 bls.,
eða nær 270 bls. Prentvillur eru, þvi
miður of margar, en ilt er jafnan
við þeim að gjöra. Mál er lipurt, en
ritháttur stundum óvanalcgur. En
oft er það i frásögunni, að það er
eins og hann negli hlutina og við-
burðina á spjaldþil fyrir framan
mann, með einni eða tveimur setn-
ingum, og naglar þeir svo reknir, að
óhægt er um að losa.
Þjáningar og kvalalaus
fæðing.
Bitgjörð eftir Vance Thompson.
Rithöfundur þessi er einhver
mesti rithöfundur og fregnriti allra
manna i Bandarikjunum. Hvenær
sem nafn hans sést undir fréttagrein
eða ritgjörð gleypa menn við því, er
hann skrifar, og kasta öllu öðru.
Menn mega ekki ætla, að þetta
ré skáldskapur, þó að Vance Themp-
son sé skáld, og það gott. það er
ekki annað en fréttagrein, en hún er
svo þýðingarmikil. að það er spurn-
ing, hvort frcgnin om algjöt ðan sig-
ur eða ósigur þeirra þjóða, sem nú
eru að berjast og brytja hvor aðra
niður, væri nokkuð þýðingarmeiri
en þessi, og hún snertir alt mann-
kyn, það er að segja hvern einasta
mann, cn inest þó helminginn þaun,
sem vér karlmennirnir segjum að
oss sé svo ant um, mæðurnar, sem
ala og fæða af sér hina uppvaxandí
kynslóð.
Það var núna í júlímánuði, rétt
áður en herörin flaug af streng um
alla Norðurálfu og brakið vopnanna
og dunur fallbyssanna ghimdu og
þrumuðu i eyrum manna,— þá flaug
líka sú fregn úr rannsóknarstofu
visindnmanns eins — og aldrei hef-
ir þýðari og ljúfari fregn komið frá
læknisborði, en sú, er þaðan kom,
þó að hún heyrðist ekki, því að or-
ustugjaumurinn var svo yfirgnæf-
andi þungur, að hann kæfði hana
um stund, — Það var fregnin urai
það, að nú gætu konur fætt börni
sin án allra kvala og þjáninga.
Parisarborg vissi þetta; og hið
franska Academi of Medicine vissi
það og var búið að viðurkenna það.
Mr. Vance Thompson var þá i París
og fékk tækifærið, að gjöra nýung
þessa heiminum kunna.
Menn verða að gæta þess, að þetta
á ekkert skylt við morphin-scopala-
min aðferð þá, sem fyrir nokkrum
árum var alment farið að viðhafa
við konur á barnssæng i Freiburg,
og sem nefnd hefir verið hér i blöð-
um og timaritum: Twilight Sleep —
rökkursvefninn.
Aðferð sú útheimtir góðan og van-
an læknir, og hefir þann galla, að
sjúklingurinn tapar meira eður
minna tilfinningunni. Það er því
varla hægt að koma henni við nema
á spítöluin, og ætti þvi eiginlega að
fyrirbjóðast almcnningi með lögum.
En detoxicated morphin þar á móti,
er algjörlega hættulaust fyrir móð-
urina, stöðvar ekkert starf liffær-
annn, tefur ekkert fyrir fæðingu
barnsins, hindrar ekkert samdrátt
vöðvinna, sem eru aðalatriði við
fæðingu barnsins, — en það hjálpar
svo móðurinni, að hún fæðir barn
sitt brosandi og án allra kvala og
þjáninga.
Þcir, sem fyrst fundu aðferð
þessa, hafa enn ekki gctað gjört
hana heyrum kunna i öllum atrið-
um, hinum smærri atriðum. En á
meðan hefir þetta sefandi, kvala-
stillandi meðal verið notað á ann-
an hátt til þess, að líkna þeim, sem
kvalir líða. En það er á vígvöllun-
um, og hafa læknar þaðan gefið ský-
laust vottorð um það, að detoxicat-
ed (afeitrað morphin gjöri sár öll
kvalalaus um sex stunda bil, að
minsta kosti; og er það oftast næg-
ur tími til þess, að flytja hina særðu
á spítala eða til læknis. Það er mjög
leitt, að ]>að skuli hafa dregist svo
lengi, að gjöra þetta heiminum
kunnugt, en huggun er það þó að
vita, hvað það hefir linað kvalir
þúsunda særðra manan.
Bitstj. Casmopplitan.
# * *
Það var i Rómaborg, að cftirfar
andi greinar voru ritaðar, tiu dög-
um áður en stríðið skall á, þetta
voðastríð, sein enginn hélt að koma
myndi, og þá ætluðu menn, að þetta
væru hin mestu tíðindi, sem mögu-
legt væri að boða heiminum. Það
sncrti sjálft upphaf lifsins; það
fylti allar konur þeirri vissu, að nú
þyrfti móðirin ekki lengur með
kvölum að ala börn sín. Konur í
París töluðu ekki um annað en þe«sa
furðu, að börnin þeirra skyldu héð-
an af fæðast í heim þenna, án þess
nokkur sársauki eða skelfingarótti
fylgdi. Og menn töluðu um þe«*a.
hvar sem þeir hittust. Menn töluðu
um hina nýju kynslóð, sem fæddist
án allra kvala; um mannfélag það,
sem ætti og hlyti að verða betr og
þýðara og elskidegra með hve.jum
degi, endurleyst og friðkeypt frá
hinu eldgamla lögmáli kvalanna og
þjáninganna. Karlmennirnir horíðu
í augu kvennanna án þess að fyrir-
verða sig eða líta undan, og kcmr
og stúlkur horfðu í augu karlmann-
anna og voru óskelfdar. Bölvanin
gamla, að með kvölum og hörmnng-
um skyldi konnn barn sitt al-i, var
nú burtu runnin. En svo fór eg úr
Parisarborg og fór til hinna so gun>
sveipuðu hæða Elsas fjnlla.
Svo leið ein vika, tíu dagar. —
En þar sá eg hinn svívirðilegasta
sjónleik og kvalanna hátið. Kvala-
laus fæðing? — f öskuhrúgum borg-
anna og brennandi rústum fæddust
börnin og dóu; og mæðurnar dóu
Hka. — Kvalalaus fæðing? Sannar-
lega féllu hin fornu bölvunarorð
þung og myrk á konur Frakklands;
og með skelfingum og hrellingum,
oft blóði drifnar, hálfkafnaðar af ó
hreinum flugnahópum ólu þær börn
sin. Þau lifðu snöggvast, en dóu svo
hastarlega. — Allri menningu var
sópað burtu. Mannlegt eðli var orð-
ið hundsins systir og verður það
þangað til nýr dagur rennur.
En eitt er það, sem stríðið getur
ekki eyðilagt, og það er uppgötvun
lessi hin mikla, sem eg hefi þegar
getið. Frægðardýrð hersliöfðingj-
anna hjaðnar niður, sem bóla fyrir
ljómanum af þessari uppgötvun vís-
indamannanna.
I.
Hin mikln uppgötmin.
Hann hét Georgc Paulin maður
inn og var víðkunnur cfnafræðing-
ur franskur. Árum samnn hafði hann
verið að leita og loksins fann hann
furðulyf þetta, sem leyst hefir kon-