Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 6
BLS. C. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. FEBRÚAR, 1915 UÓSVÖRÐURINN. inberlega eða með leynd. Auk þess var aleiga ínín, peningar, fatnaður og gjafir frá móður minni, i her- berginu, sem eg hafði sofið i. Eg gat ekki hjá því kom- ist, að fara þangað og flýtti mér þvi til bxjarins. Eg xtlaði að eiga á hættu, að rnæta Graham, ef svo hæri undir, til þess að fá að vita um liðan Emily. Þegar eg nálgaðisl húsið, hikaði eg við að halda áfrarn, þvi Graham hafði hótað mér að beita valdi, cf cg sligi yfir hans þröskuld oftar. En enda þótt eg vissi, að reiði hans væri ekki sloknuð cnnþá, áleit eg nauðsynlegt að finna hann til þess að bera af mér hinar röngu ásakanir hans; en eg ællaði ekki að gjöra þetta á heinxili hans, þar sem hin veika dóttir hans lá, heldur á skrifstof- anni, þar sem glæpurinn var framinn, i áheyrn hinna skrifaranna, og skora á hann að sanna þenna áburð. En fyrst varð eg annaðhvorl að sjá Emily, eða frétta um liðan heruiar, og vildi fá að vita, á hvern hátt eg hefði skaðað hana, áður en eg mætti föður hennar; en þá varð eg að biða þangað til kveldaði, svo eg gscti læðst inn i húsið í myrkrinu. “Eg var allan daginn að rölla, án þess að smakka mat, og hugsaði eingöngu um mína hcittelskuðu, ó- gæfusömu Emily. Stundirnar voru langar, en loksins kom kveldið og með því þykk þoka; þegar eg nálgað- ist hús Grahams, skalf eg við að sjá vagn Jeremy lækn- is við dyrnar, því eg vissi, að læknirinn var hættur að vitja hennar fyrir meira en viku siðan, og hlaut þvi að hafa verið kallaður til hennar vegna þessa nýja ó- happs. Af því læknirinn var þar, vildi eg ekki strax fara inn og hinkraði við. “Litlu slðar kom læknirinn út og Graham með hon- um. Læknirinn ællaði að fara, en Graham tafði fy'rir honum með þvi að spyrja hann um ásigkomulag dótt- ur sinnar. Eg heyrði ekki, hvað talað var, en af svip Grahams, sem ávalt varð sorglegri og sorglegri, gat eg mér til, hvernig áslatl murídi vera. “Eg þurfti því engar frekari sannanir fyrir þvi, að forlög Emlly voru ákveðin, og meðan eg horfði meðaumkunaraugum á föðurinn, ásakaði eg sjálfan mig fyrir þá hlutdeild, sem eg átti i þessu óhappi. Hve innileg, sem iðrun mín var, gat eg ekki glcymt þvi, að Graham átti mestan þátt í þessu, og gat ómögulega fyr- irgefið honum rangindin og svivirðinguna, sem hann veitti mér, og sem var orsök þess, að eg misti stjórn i sjálfum mér, svo að eg var óviljandi orsök þessa ó- happs. Þegar læknirinn var farinn, sá .eg Graham fara út og ganga burt, og þegar hann var horfinn inn í aðra götu, gekk eg inn i húsið. Þar var algjörð kyrð og engin manneskja sást i herbergjunum niðri. Eg gekk þvi upp á loft hávaðalaust, og inn i lítið herbergi við hliðina á Emilys; þar beið eg lengi, en heyrði hvorki né sá til nokkurar manneskju, og þar cð eg var hræddur iim, að Graham kæmi bráðum aftur, ásetti eg mér að fara inn i herbergi mitt og taka peninga mina og annað, sem eg gat haft með mér, og að því búnu ætlaði eg ofan i cldhúsið og spyrja frú Prime, sem var allra bezta manneskja, um ásigkomulag Emily. En þegar eg gekk ofan bakstigann til eldhússins mætti eg frú Ellis með súpudisk i hendi sinni. Hún var ný- lega komin til Grahams, og hafði verið skipað að líta eftir mér, og þess vegna hafði eg viðbjóð á henni. — Hún vissi um alt, sem fram hafði farið, og var viðstödd þegar Graham rak mig út. Þegar hi'm sá mig, stóð hún kyr, rak upp hátt org og ætlaði að flýja, einsog hún sæji vilt dýr, sem eg hefi máske líkst þvi sorg og örvilnan haja sézt i andliti minu. “Eg neyddi hana til að vera kyrra og hlusta á mig, en áður en eg gat lokið við spurningu mína sagði hún: “ ‘Lofið þér mér að fara. Þér ætlið kannske að gjöra mig blinda lika, þrælmenni?’ “ ‘Hvar er Emily?’ spurði cg. ‘Lofið mér að sjá hana’. “ ‘Sjá hana! Níðingur, nei; hiín er búin að kvelj- ast nóg yðar vegna. Hún er nógu ógæfusöm, svo þér verðið að láta hana i friði’. “ ‘Hvað meinið þér með þessu?' hrópaði eg og hristi hana, þvi orð hennar særðu mig ósegjanlega. “ ‘Hvað eg meina? Eg meina, að hér eftir gelur Emily engan mann séð, og þó hún hefði þúsund augu, eruð þér sá síðasli, sem hún vildi sjá’. “ ‘Hatar Emily mig þá líka?’ sagði eg, fremur við sjálfan mig en ráðskonuna. “Svarið kom nú samt strax. ‘Hatar yður? Já, meira en það; hún gelur ekki fundið orð, sem eru nógu hörð um yður. Þegar kvalir hennar eru sem verslar, liggur hún og tautar: ‘Vondi maðurinnl Nið- ingurinn.’ Heyri hún nafn yðar nefnt, fer hryllingur um hana, og þess vegna er okkur bannað, að nefna það i ríærveru hennar’. “Eg gat ekki beðið eftir að heyra meira, en flýtti mér út úr húsinu. “A þessu augnabliki bygðist öll framtiðar tilvera min; höggið hitti og eg varð sem brjálaður maður. Vpnir mínar, gæfa mín, mannorð milt, — alt var horf- ið; eina Ijósið sem hafði skinið fyrir hugskotsaugum mínum, var ást Emily. Eg hafði reitt mig á hana, — hana eina, en nú hafði eg mist hana líka, og um leið æsku mtna, trúna og traustið á guði. Nú stóð mér á sama, hvar eg var og hvað um mig varð, og eg var ekkert. “Frá þessu augnabliki var eg annar maður, um- kringdur af skýjum á allar hliðar, og i þeim og undir þeim hefi eg síðan lifað, og í þeim sást þú mig fyrst og kyntist mér. Hinn fyrverandi glaði hlátur minn varð að beisku brosi, hárið gránaði og andlitsdræltir mínir urðu harðir og gremjulegir. “Eg veit ekki, í hvaða átt eg fór frá húsi Grahams; eg man ekki eftir hvaða götum eg gekk, þó eg þekti þær allar; en eg nam ekki staðar fyr en eg var kom- inn ofan að sjónum; þar stóð eg kyrr og horfði niður i hyldýpið, og fann sterka löngun til að stökkva út i það og grafa mig niður i eilífa gleymsku. “Þannig stóð eg, án þess að geta tekið nokkura á- kvörðun; en þá kom tilviljanin mér til hjálpar. Eg vaknaði af hugsunum minum við að heyra áraglamur i sjónum rétt hjá mér. Svo heyrði eg rösklegt fótatak á bryggjunni og leit við; þá sá eg l tunglsljósinu djarf- legan sjómann með ferðakistu i annari hendinni. Hann var góðmannlegur á svip, og um leið og hann gekk fram hjá mér, til að hoppa ofan i bátinn, sló hann vingjarnlega á öxl mína og sagði: “ ‘Nú, vinur minn, viljið þér verða samferða?’ “Án þess að hugsa mig um, svaraði eg já, og þegar hann hafði litið á andlil mitt og búning, og þóttist viss um, að eg gæti borgað fargjaldið, sagði hann hlæjandi: ‘Farið þér þá út í bátinn’. “Honum til undrunar — Því hann hefir naumast haldið, að mér væri alvara — hoppaði eg út l bálinn, og fáum augnablikum síðar var eg kominn út I fallegt barkskip, án þess eg vissi, hvert ferðinni væri heitið. “Að þrem dögum liðnum fékk eg fyrst að vita, að skipið ætlaði til fíio Janeiro: enda var mér jafnkært, hvert það ætlaði að fara. Annar farþcginn til var á skipinu; það var dóllir skipstjórans, Lucy Grey, sem eg veitti enga cftirtekt fyrstu vikuna; en hiin var svo kunnug öllu á skipinu, að maður gat haldið, að hún hefði verið þar alla æfi sina. Eg hefði máske ekki veitl þessari ungii stuiku neina eftirtekl alla leiðina, ef hið einkennilega og leyndardómsfulla framferði mitt hcfði ekki komið henni til að haga sér þannig, að mig furðaði það í fyrstu, en vakti athygli mitt síður. Hið svipþunga andlit mitt, sífeldur órói, hve litið eg borðaði og kærulcysið um alt sem fram fór i kringum mig, vakti undrun hennar og hluttekningu. Fyrst htit hún að eg væri brjálaður og breytti við mig sarnkvæmt því. Hún var vön að setjast beinl á moii mér á þil- farinu, horfa á mig langa stund, án þess að taka eftir pvi, að eg leit eftir henni; og svo yfirgaf hún mig méð þungri stunu. Stundum kom hún til min og bauð mér eitthvert sælgæli og, og sökum þess, að eg var hrifinn af góðvild hennar, þáði eg fremur mat af henni en öðrum og þar af leiðandi varð þessi greiðasemi hcnn- ar að fastri reglu. En þegar framkoma mín og útlit varð rólegra, og eg varð afar þunglyndur, kom hiin sjaldnar til min, og þegar eg fór að haga mér einsog aðrir menn, borðaði reglulega og var að minsla kosti nokkurn hluta af nóttunni i káetunni, i stað þess að ganga aftur og fram um þilfarið, hætti hún alveg að koma til mín, og eg talaði sjaldan við hana, nema þeg- ar eg heimsótti hana beinlínis. “En nú fór að verða stormasamt, svo eg kaus hcld- ur að vera niðri i káetunni og lesa í bók eða horfa á bárurnar, og þar eð ferðin stóð lengi yfir, vorum við oft saman. "óframfærni hennar hvarf nú smátl og smátt, og áður en ferðinni var lokið, talaði hún hiklausl til mín, og enda þótt eg mintist ekki með einu orði á mína liðnu æfi, sagði hún mér alla æfisögu sína blátt áfram. Stundum hlustaði eg á hana með athygli, en stundum var eg svo sokkinn niður í mínar sorglegu hugsanir, að eg heyrði ekki orð hennar. Þá hætti hún alt í einu að tala, og þegar eg svo vaknaði af draum mínum og leit upp, sá eg, að hún horfði á mig með ásakandi aug- um; eg reyndi þá að þvinga mig lil að hlusta með eft- irtekt á sögu hennar, sem mér og oftast tókst. Hún sagði mér, að hiín hefði verið með móður sinni á litlu sveitaheimili á Cap Cod, þangað til hún var á fjórtánda ári, og að faðir sinn hefði sjaldan komið til að fjörga einverulifið á heimili þeirra. Við slík tækifæri voru þær vanar, að heimsækja bæinn, þar sem skip hans lá, og dvelja þar tvær vikur við unaðslegar skemtanir, og að þvi búnu að fara heim aftur til að syrgja burtför hins lífsglaða skipstjóra, og telja vikurnar og mánuð- ina, þangað til hans væri aftur von til heimilis síns. “Enn fremur sagði hún mér frá dauða móður sinn- ar; hve mjög hún hefði syrgt hana og hve mjög faðir sinn hefði grátið, þegar hann kom heim og frétti lát hennar. Eftir þetta hefði hún ávalt verið á skipinu með föður sínum, en þar hefði sér oftast leiðst, þegar vindasamt var og faðir sinn hefði þurft að vera uppi á þilfari. “Tár komu fram i augu hennar, þegar hún talaði um þetta, og eg horfði á hana með hluttekningu, eins og sorgin gjörði hana að systur minni. Þessir hryggi- legu viðburðir höfðu þó ekki svift hana kætinni; því þegar skipstjórinn kom henni á óvart með eitthvert spaug, var hún ávalt við því búin, að spauga við hann, byrja einhverja kímniþrætu eða hlæja glaðlega. Þeg- ar hi'm var búin að gleyma sorg sinni, skemtu glaðlegu orðin og káta röddin föðurnum, svo káetan eða þil- farið einrómaði af glaðlegum hlátri; en þessi kæti var mér andstyggileg, svo eg dró mig i hlé til að hugsa um ógæfu mina. “En eg má ekki tivelja of lengi við lifið á skipinu, þvi eg hefi svo margt annað að minnast á. Eg verð að sleppa því, að lýsa hinu voðalega illviðri, sem við urðum fyrir og sem var nærri búið að gjöra Lucy frá- vita; cn sem hafði engin áhrif á mig, sem lét mér á sama standa um alt. Þá gafst mér tækifæri til að end- urgjalda Lucy góðvild hennar, hugga hana og kæta, eftir beztu getu, svo að hún að lokum bar fult traust til mín, er mætli harðri reynslu, þegar við loksins komumst í hina fyrirhuguðu höfn. “Þegar við áttum átta daga ferð eftir til hinnar á- kveðnu hafnar, varð Grey skipstjóri veikur, og þrem- ur dögum áður en við lögðumst við akkeri í höfninni við fíio, dó hann. Eg hjálpaði Lucy til að stunda hann, lokaði að siðustu augum hans, og bar hana i fangi mínu í yfirliði burtu frá banabeði föður hennar. Með vingjarnlegum orðum tókst mér að koma henni til fullrar meðvitundar; en þegar hiin fór að hugsa um silt einmanalega líf, sem framtíðin bauð henni, vorð hún algjörlega örvilnuð. Grey hafði enga erfðaskrá skrifað, enda var það þýðingarlaust, því hann var fé- laus maður. Vesalings stiílkan hafði því fylstu ástæðn til að hryggjast, því hún átti enga ættingja og enga pen- inga, og var bráðum komin til ókunnugs lands, þar sem engrar verndar var að vænta fyrir einstæðinga. Föður hennar létum við i sjóinn. Þegar þessi sorglega skylda var framkvæmd, fór eg að finna Lncy og reyndi að gjöra henni skUjanlegt, hvernig staða hennar var, svo að eg á rf'.ir gu'i talað i.m framþ.'. ni'i vorum við svn nálæg landi. að við n* „„i.r-r. um stundum liðnum að yfirgefa skipið og leita hælis í bænum. Hún hlustaði á mig án þess að svara. “Loks mintist eg á það, að eg væri neyddur til að yfirgefa hana, og spurði, hvort hún hefði ekkert áform tekið fyrir ókomna tímann. Hún svaraði aðeins með tárastraum. Eg sagðist kenna brósti um hana og bað hana að gráta ekki. Þá fleygði hún sér snöktandi í faðm minn, og grátbændi mig um, að yfirgefa sig ekki, eða, einsog hún komst að orði, að reynast sér ekki ó- trúr. Iíún minti mig á, að hún var einmana i heimin- um, og að hún hlaut að fara í land, þar sem hún þekti engan, og bað mig að láta sig ekki deyja einmana. “Hvað átli eg að gjöra? Eg hafði enann tilaang 'grir li, ir ‘ •' ■' ifu ‘ gefin; en í einu tilliti voru kjör okkar misjöfn. Eg gat unnið og verndað hana; hún gat hvorugt gjört fyr- ir sjálfa sig. Þarna hafði eg nokkuð að lifa fyrir, og fyrir hana væri það að minsta kosti betra, en þjáning- arnar og einveran, sem hún átti í vændum. Svo sagði eg henni hreinskilnislega, hve lítið eg hefði að bjóða henni; að eg væri raunamæddur og ógæfusamur, en að eg væri fús til að vinna fyrir hana og vernda hana fyr- ir hættum; að eg vorkendi henni og gæti máske stðar lært að elska hana. “Þessi fákæna stúlka hafði aldrei hugsað um hjóna- band; hana langaði til að njóta verndar vinar en ekki eiginmanns; en eg sýndi henni fram á, að þetta væri eina aðferðin, er komið gæti í veg fyrir, að við þyrft- um að skilja, og loks tók hún tilboði mínu. "Sá eini maður, sem fékk að vita um trúlofun okkar, það eina vitni, sem var til staðar við gifting- una fáum stundum síðar, var gamall sjómaður, sem hafði þekt Lucy frá þvi hún var barn, og nafn hans var — Ben Grant —, sem þú máske kannast við. Hann fylgdi okkur í land og til kyrkjunnar, sem við leituð- um fyrst til. Síðan fylgdi hann okkur til herbergja þeirra, er við höfðum tekið á leigu, til bráðabirgða, og gjörði alt, sem í hans valdi stóð, til að hlynna að Lucy, er síðar meir varð henni eitt sinn tit óhappa, einsog sðar skal sagt. ,‘Að mörgum vandræðurn afstöðnum fékk eg loks vinnu hjá rnanni, sem verið hafði góður vinur föður míns. Hann hafði urn mörg ár stundað verzlun í fíio og lét mig slrax fara að starfa á skrifstofu sinni; og einnig sendi hann mig við og við i verzlunarferðir hingað og þangað. Þar eð tekjur minar voru reglu- bundnar og ckki svo litlar, gat eg bráðlega látið konu minni tða vel, — hafa ultsnægtir. “Hið yndislega viðmót hennar, hve glöð hún var, þó að citlhvað skorti, og hinar óteljandi tilraunir hcnn- ar til að láta mér líða vel og gjöra mig glaðan, varð ekki árangurslaust. Smátt og smátt hvarf þunglyndi mitt og dökki svipurinn af andlitinu, og hrukkurnar á andlitinu sléttaði litla hendin hcnnar, svo þær hurfu. Hirin stutti timi, sem eg dvaldi mcð móður þinni, Gerti, svalaði sorgum mínum, og að siðustu elskaði eg hana innilcga. “Hér um bil tveirnur mánuðum eftir fæðingu þina varð eg að leggja upp í langa verzlunarferð. Hún varð enn lengri, cn eg hafði búist við byrjun; en eg skrif- aði Lucy reglulcga og sagði henni fra öllum ferðum tnínum. Seinna komst eg á þá skoðun, að hún hefði aldrei fengið neitt af bréfum minum. “Alt í einu byrjaði hættuleg veiki að gjöra vart við sig i héraðinu, sem eg dvaldi í. Eg reyndi af öllu megni, að forðast sýkingu, en gat það ekki, eg veiktist og lá í margar vikur nær dauða en lífi. Það var hlúð illa að mér meðan eg lá, þvi bæði hafði eg lítið af pen- ingum og cngan vin á þessum stöðvum. En hinar and- legu þjáningar minar viðvikjandi þér og Lucy, voru þó ennþá verri en hinar líkamlegu. Eg kvaldist af öll- um hugsanlcgum imynduðum sorgum um ykkur; en hin voðalega sannreynd var jió þúsund sinnum verri, þeg- ar cg kom aftur til fíio, horaður og magnlaus. “Eg fór lil heimilis míns, en það var tómt, og mér var strax sagt, að cg gjörði réttast i að fara úr bænum, þar eð hin sama veiki geysaði þar og eg hafði þjáðst af. Sumar götur voru alveg mannlausar. Eg reyndi alt, sem eg gat, til að komast eftir, hvar kona mín og barn væru, en árangurslaust. Eg fór í líkhúsið, en öll þau lík, sem þar voru, voru algjörlega óþekkjanleg. Eg dvaldi margar vikur i bænum við rannsóknir mín- ar, en enginn gat sagt mér, hvað af Lucy væri orðið. Ben Grant, sem eg hafði beðið að sjá um konuna mína, var heldur ckki finnanlegur. ' “Mér kom fyrst til hugar, að kona min hefði farið að finna hiisbónda minn, til að spyrja um mig, og þvi hraðaði cg mér þangað, þegar eg fann heimili mitt tómt; en hann var líka dáinn og verzlaninni lokað, og þess vegna réð eg af að yfirgefa þetta land, sem geymdi svo sárar endurminningar fyrir mig. “Nú byrjaði hið ógæfusama flakk mitt, sem án takmarks eða nokkurrar hugsunar hcfir varað við alla æfi mína fram að þessari stundu, i alveg ólikum stöð- um og með mismunandi láni hefi eg ferðast um allan heiminn. Eg hefi komið í næstum öll lönd, siglt yfir flest höf og reynt allar loftbreytingar. Eg þekki lífið í bæjunum og á eyðimörkunum, meðal hinna siðfag- uðustu manna og villimanna. Eg hefi komist að því, að friðurinn á hvergi heima, og að sönn vinátta er að eins til að nafninu. Að eg hefi lært að hata, forðast og fyrirlíta mannkynið, byggist á þvi, að eg hefi lært að þekkja það. “Einu sinni á fcrðalagi mínu kom eg til æskuhcim- ilis míns. Enginn þekti mig, en eg þekti marga; enda þótt þeir væru mikið breyttir. Eg stóð fyrir utaa. gluggann á húsi Grahams, og sá hið únægjulega, gæfu- rika andlit Emily, — hún var gæfurík, þrátt fyrir sjón- leysi sitt; hún hafði gleymt liðna tímanum. Vng stúlka sat við ofninn og reyndi að lesa við hina ókyrru loga- glampa frá honum. Þá vissi eg ekki, hvað það var, sem gaf hinum hugsanaríku andlitsdráttum hennar svo mikinn unað, — heldur ekki, hvers vegna eg varð hrif- inn af þeim og horfði á þá með ánægju, þvi enginn gat sagt mér, að eg horfði á mitt eigið barn. Mig lang- aði mikið til að fara inn, segja hver eg var og biðja Emily fyrirgefningar, og eg hcld þessi löngun hefði sigrað ótta minn, ef Graham hefði ekki komið á sama augnabliki, kaldur og harðlegur, einsog hann var á- valt. Eg horfði á hann eitt augnablik, flýði svo frá húsinu og tók mér far með skipi til annars lands. “Enda þótt eg, við hina ýmislegu vinnu, sem eg varð að leysa af hendi til að geta lifað, væri stundum svo heppinn, að eg á eftir um langan tíma gat lifað 6- háðu lífi og fcrðast tangar leiðir, hafði eg þó aldrei safnað mér verulegum auði. Tilviljanin veitti mér nú samt mikinn auð, án þess eg gjörði mér nokkurt ómak til að ná honum. “Þegar eg var búinn að dvelja heilt ár á eyðimörk- um vestursins og hafði lent þar í ýmsum æfintýrum, kom eg loks til hins fyrirheitna lands, sem þó all-oft hefir reynst vonbrigðanna land fyrir svo margan á- gjarnan gullnema. En fyrir mig, sem næstum enga á- herzlu lagði á gullið, rigndi því yfir mig. Eg var með- al þeirra, sem fyrst fundu hinar beztu gullnámur landsins, — srí hepnasti, og um leið sá, sem minsta á- herzlu lagði á auðinn. Lánið var ekki einungis með mér í gullnámunum. Fyrir peninga þá, sem eg hafði sparað, keypti eg stórt landssvæði, án þess að gruna, að þetta cyðilega pláss yrði að götum og húsalóðum i blómstrandi bæ. “Það varð það nú samt, og tilraunalaust, já, án þes að vita af þvi varð eg að stórauðiigum manni. “En þetta var ekki alt. Sii blessaða tilviljun, sem leiddi mig inn í þetta gull-land, varð einnig til þess, að útvega mér gersemi, er Kalifornía með öllu sinu gulli var í minum augum einkis virði í samanburði við. Þú veizt, að gullshljómurinn barst um allan heiminn og að menn frá öllum löndum streymdu inn i gull-landið. Svo byrjaði hallæri með veikindum og dauða, og marg- ir af þeim, sem komu að leita gulls i þessu landi, dóm á þjóðveginum. “Enda þótt eg fyrirliti þenna ágjarna mannflokk, gat eg þó ekki á þessum gæfunnar tíma hikað við, að hjálpa þeim, sem eg hitti og bágt áttu, og l fyrsta skifti fékk nú mannkærleiki minn endurgjald. ‘Veikur, tötralegur, hungraður og að því er virt- ist deyjandi maður, kom að dyrum mínum og bað mig með veikri röddu um líkn. Eg leyfði honum að setj- ast að i litla kofanum mínum og hjiíkraði honum eftir bezta getu. Það kom í Ijós, að vesæld hans stafaði fremur af skorti á ýmsu, en verulegum veikindum, og þegar hann var búinn að borða nægjii sína, kom rudda- skapur hans í Ijós í kæruleysinu, sem hann sýndi við móttöku velgjörðanna af ókunnum manni og vanþakk- lætinu yfir gestrisni minni. Eftir fáeina daga var hann fyllilega búinn að ná sér, og þar eð eg vildi losna við gest, scm með háttalagi sínu kveikti hjá mér efa um ráðvendni hans, sagði eg honum, að nú yrði hann að fara, og gaf honum jafnframt peninga, sem nægðu til að viðhalda lífi hans, unz hann næði námunum, sem hann kvaðst ætla að heimsækja. Helgur dómur Rússa Englendingur einn er foringi í liði Rússa á Póllandi og segir hann rétt nýlega frá því í bréfi einu hvað Rússar eru einlægt að verða heitari og heitari móti Þjóðverjum. Strfð- ið er að verða trúarstríð, Rússar hafa mætur miklar á helgum dóm- um og myndum helgra manna, því þeir eru trúmenn miklir. En nú fyrir skömmu, er Þjoöverjar brut ust inn á Pólland tóku þeir kyrkju eina og rændu og þar á meðal líkn- eski dýrlings eins, sem Rússar höfðu til áheita, (Holy Ikón). Líkneskið höfðu þeir með sér og sendu til Ber- línar, en þegar Vilhjálinur vissi það þá brást hann reiður við og sendi líkneskið til Nikúlásar stórhertoga yfirforingja Rússa, og bað fyrirgefn- ingar. Nikúlás varð stuttur við, og sendi líkneskið undireins til baka, og þau orð með, að herskarar Rússa myndu sækja það til Þýzkalands, áður langt liði, er þeir væru búnir ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sem heflr fyrir fjölskyldu a« sjá eða karlmaður eldri en 18 ára. get- ur tekið helmilisrétt á fjérðung úr sectlon af óteknu stjórnarlandl I Man sækjandi vertiur sjálfur a« koma 6 itoba, Saskatchewan og Alberta Um- landskrifstofu stjórnarinnar, eða und irskrifstofu hennar í því hérafil Sam- kvæmt umboði má land taka á ðllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrlfstofum) með vissum skll yrTJiim 'TIiIK'R—Sex mánaSa ábófl og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meb vissum skilyrðum innan 9 mílna frá heimilts- réttarlandi sínu. á tandi s.-'m ekki er minna en 80 ekrur. t vissum hérubum getur góbur og efnllegur landnemi fengifl forkaups- rétt á fjór'ðungi sectfónar meófrarw landi sínu. Verb $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR—Sex mánaba ábúh á hverju hinna næstu þrlggja ára eftlr ab hann hefir unnitS sér Inn eignar bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu. og auk þess ræktab 60 ekrur á hinu selnna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengib um leib og hann tekur heimilisréttarbréfib, en þó meí vissuna skllyróum. Landnemi sem eytt hefur helmllls rétti sínum, getur fengib heimillsrétt arland keypt f vissum héruóum Verh $3.00 fyrir ekru hverja SKVI.DI It— Verbur a?5 sitja á landlnu mánuói af hverju af þremur næstu árum. rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virbi. Bera má nibur ekrutal. er ræktast skal, sé landib óslétt, skógi vaxib eha grýtt. Búþening má hafa á landinu I stab ræktunar undir vissurr. skilyróiim BlötJ, sem flytja þessa euglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir. w. w. roiiY, Deputy Minister of the Intertor a hefna allra svívirðinganna á þióð- verjum. Segir hinn enski herforingi að þetta sé sýnishorn af hugsunar- hætti Rússa æðri sem lægri, a't frá jitórhertoganum niður til hins lít- llfjörlegasta bónda. Þeir sefast ald- rei fyrri en þeir hafa troðið Þýzka- land undir fótum sér og látið greip- ar sópa um Berlín. Nú sem stendur hamli það Rúss- um mest, að þeir séu skotfæralaus- ir, en þegar komi fram undir mars- mánuð, þá muni enginn þurður á þeim vera, og í maímánuði muni þeir hafa fullar 10 milíónir vel út- búinna hermanna, að steypa þeim yfir Þýzkaland. Að tala um frið nú sé alveg þýðingarlaust, aðeins til að brosa að, það verði til skarar að skríða. Fuglinn minn. Hvi ert þú sviftur að syngja sönginn, er gladdi mig? Er klukkan kannske að liringja út kveðjuna hin&tu’ um þig? Horfið er hér mitt yndi eg hef þig ei fuglinn minn. En sælt var i sitnnan vindi sönginn að heyra þinn. Eg vona með vorina hlýja, vinur, þú heimsækir mig, og kveðir þá kvæðið nýja, sein kent er að cins við þig. Til sumars eg þolgóður þreyji,—• en þráin eykur mér mein, — eftir þeim indæla degi aftur að sjá þig á grein. Jón H. Árnason. GOLUMBIA GRAIN CO. Ltd. 140-144 Grain Exchange Bldg. Phone M. 3508 WINNIPEG TAKIÐ EFTIR: Við kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta prís og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti. Skrifaðu eftir upplýsingum. VIÐ VÍXLUM GRAMAPHONE RECORDS FYRIR 15c. HVERT Skrlflb eba símlfl eftir hók No. 4 sem útskýrlr okkar fyrlrkomnlag. ViC sendum Records hvert sem er 1 Canada. The Talking Machine Record Exchange 3, GLINiSS BI.OCK. PORTAGK AVK. WINNIPKO. MAN. Gllnes Block er belnt á mótl Monarch Theatre. Phone Main 2119 EINA ÍSLENZKA HUÐABUÐIN I WINNIPEG tiaupa oi? verzla mefl húfllr, gærur. o* allar tegunrtlr af dýranktinum, mark&ðs gengum Lfka metl ull og Seneca Hoots, m.fl. Borg- ar hæhsla verfl. Fljót afgrelösla. J. Henderpon & Co. Phone G. 2590 239 King St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.