Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 4. FEBHÚAR, 1915 HEIMSKRINCLA BLS. 3. Póstspjald til okkar færir y'ður stóra litmyndaða Frae verðskrá. McKenzie’s Quality Seeds Þarna er kost besta Frae húsið í Canada. *** Þarna er Fræ húsið þar sem afgreiðsla er fljót. Þarna er mesta Fræ hús í Vestur-Canada. Þama er stærsta Fræ hús í Vesturlandinu. Þama er best útbúna Fræ húsið í Vestur-Can-g©"1 ada. Þarna er Fræ húsið sem fyrirkomulag er best íj|@“ Vesturlandinu. Þama er Fræ húsið þarj sem öllum er gjört rétt til Þama er best setta Fræ(! húsið. I Þarna er yðar ábyrgðB að þér fáið gott Fræ. , _ Fræið sem er sérstaklega ■‘“^valið fyrir Vesturlandið. _ Fræið sem gefur bestan ''árangur í Vesturheimi. McKenzie’s era fræin sem “fgjjeru líkust fyrirmynd og nafni. ^ Alt fyrir akurinn, mat- "r’Mljurtagarðinn og túnið. Fræið sem á veralega “fgftsterka og heilsugóða fræ æfi. Fræin sem vaza altaf frá byrjun. Sú tegund sem þeir skörpustu kaupa. Sú tegund sem vissast er að kaupa. Þeirra merkilegu yfir- *^lburðir eru framúrskar- andi. Brandon, Man. A. E. McKENZIE CO., Ltd. Calgary, Alta Gríman af Vilhjálmi keisara. «ða sagan um það, sem eiginlega lág á bak við stríðið, eftir dag- bók vinar hans Axel greifa (Framhald). "En hvað er hægt að gjöra?” spyr «g Þá- “ó, vinur minn! 3?að þyrfti lang- &n tíma til að útskýra það og þú *iátt ekki gleyma að eg er að tala vfsindalega (academically) um mög- aleika, en ekki hvað líklegt sé.” Spurði eg hann þá hvaða skoðun hann hefði á viðskiftum Austurrík- is og Rússlands og hvort hann héldi að batna myndi milli rfkja þessara ’Tið dauða erkihertogans. “Spurðu mig ekki að því, vinur Minn, það þarf vitrari mann, en eg «r, til að svara þvf. Samt held eg að Servía geti leyst hnútinn þann.” “En Servía átti þó engan þátt í morðinu?” spurði eg. “3>að hefur enga þýðingu svaraði keisarinn. Spurningin er eingöngu uin það, hvort hægt er að iáta svo sýnast, gem hún hafi átt þátt í þvf. Trúðu mér, f þessum heimi, sem vér lifum 1 cr það sem mestu varðar, ekki hvað hlutirnir eru, heldur hitt hvað menn gcta látið þá sýnast vera. Þar er lykillinn að öllum þeim pólitísku atburðum sem hafa hrist ®g skekið heiminn.” Hann þagnaði, er hann sá hvað mér varð bilt við, og greip í hand- legginn á mér, eins og þegar við vorum að leika okkur saman þegar við vorum drcngir og mælti: “Vertu ekki svona skuggalegur, finur minn, það er ekkert sem getur spilt skemtistundum okkar. Trúðu mér að viku liðinni verðum við komnir í landið, þar sem sólin skín um miðjar nætur, og menn gleyma stjórnmálum og sökkva sér niður f að skoða náttúruna, þenna mikla Jærimeistara sem aldrei ber fram rangar kenningar. Gleymdu þvf, sem eg hef sagt, það er einskis virði, aðcins marklaust hugarflug. Viltu ekki fá þér vindil.?” Það varð mér þá deginum ljósara að keisarinn var að leyna oss ein- þverju. Hann var að burðast með eitthvað ráðabrugg, sem hann vildi ekki láta okkur vini sína gruna, af því að hann hélt, að við myndum verða því mótfallnir. Júlí 1914 um borð á Hohenzollern. Þrir dagar eru liðnir síðan við fórum frá Þýzkalandi, og keisarinn hefir verið i ágætu skapi. Þunglynd- iskastið eftir inorð hertogans virð- ist hafa liorfið frá honum, og ekki var hann við útförina. Sagði, að læknar Austurríkiskeisara hefðu sagt sér, að Jósep mætti ekki við geðshræringum, og svo bætti hann þessu við: “Enda er það betra að freista ekki Franz Jósep til að spyrja um skoð- anir annara, eða hvaða stefnu hann skyldi taka út af morði frænda sins”. Þeiia vaKti gj llu mér, að meira byggi niðri fyrir hjá keisara, en hann vildi uppi láta. Gat eg þess til, að þegar Serba- stjórn væri beðin að hjálpa rann- sóknarnefndinni, sem Austurriki hafði sett til að rannsaka morðið, þá myndu þeir bregða fljott við og veita ncfndinni allar þær upplýs- ingar, sem þeir gætu. “Við skulum sjá. Eg vona, það verði svo. En samt er eg glaður yfir því, að vera nú ekki í Berlín. Þann 23. Júlí- Sérstakur sendiboði var kominn og hafði komið með ósköpin öll af bréfum til keisarans. Þar var eitt skjalið um seinustu kröfuna Aust- urríkis til Serba. Eg var fullur kvíða og ótta.---------------------- Keisarinn slær úr og f. Nottin var svo ofur róleg og birt- an undir hinum norðlæga himni einhvernveginn svö töfrandi, og firðirnir umhverfis undurfagrir í logninu og bliðunni. Keisarinn sat uppi á stjórnbrúnni og reykti stór- an vindil; augun voru hálflokuð og lengi var hann þegjandi. Svo kailaði hann til min og benti mér að setjast hjá sér og nú hóf hann strax máls á þvi, er okkur báðum lá svo þungt á hjarta. “Austurríki er þá farið að hreyfa sig, Axel vinur minn. Hvað skyldu þeir nú gjöra næst?” “Má eg vera svo djarfur að segja, að yðar hátign vissi vel, hvað í vændum var og gjöra átti”. “Eg? — Vita af þvi? Það er alveg tilhæfulaust. Eg vissi ekkert um það, og hvernig átti eg að geta vit- að um það? Þetta snertir mig ekki hið allra minsta, og eg fór ekki til Víharborgar, einmitt til þess, að menn skyldu ekki geta sagt, að eg ætti nokkurn l>átt í þessu”. “1‘etta er þá hið sama og að segja að Franz Jósep hafi ráðgast um við yðar hátign?” “Ráðgast uni við mig! Vissulega ekki. Austurríki er ekkert upp á mig komið aða mína stjórn. Þetta eru persónulegar sakir Jieirra. Hví skyldu þeir vera að spyrja mig til ráða? Eg kann-að hafa getíð mér til margs; en þú veizt sjálfur, hvað óáreiðanlegt það er, að reiða sig á getgátur sínar”. “Herral” sagði eg, og var inér nú farið að renna i skap. “Austurríki hefði aldrei dirfst að senda þessa kröfu, ncma það hefði vitað, að það væri ekki á móti yðar skapi, eða stjórnar yðar”. Keisarinn svaraði: “Hvernig gat þýzka stjórnin hindrað það? Fyrst og fremst er þetta prívat mál, per- sónulegt mál, og Austurríki er ein- rátt um það hvað það gjörir. Og hvað gat eg eða stjórn min skift mér af því, hvernig Franz Jósep keisari leitaði hefnda fyrir morð frænda síns og erfingja?” “Hefnd!”----------hrópaði eg. —- “Hefndirt á ekkert við þetta. Það er eitthvað annað undir iuú>i. Vð- ar hátign getur aldrei talið mér trú um, að Franz Jósep hafi þótt svo vænt um frænda sinn, að hann vildi hætta ríki sínu og krúnu til þess að geta hefnt sín á Serbum”. “Hver segir það, að krúnu hins æruverða bandamanns míns sé hætta búin?” spurði keisarinn þá. “Yðar hátign læzt nú misskilja mig. En eg skal þá tala skýrt og ljost. Serbastjórn getur ekki gengið að þessari kröfu, þó að hún vildi. Rússar myndu aldrei leyfa það”. “Hvað kemur það Rússum við?” segir keisari, hálfletilcga, líkt og hann var vanur, þegar hann gjörði þá óþolinmóða og leiða, sem hann talaði við. “Rússar hafa mest af öllum að segja í Serbíu, einsog yðar hátign veit”. “Rússar hafa ekki meira að segja í Serbíu, en eg i Austurríki, hvað persónuleg mál snertir. Rússum er bezt að hafa sig hæga, og má Rúss- land taka þetta sem lexiu og á- minningu um, að mál þessi komi því ekkert við”. “Yðar hátign læzt misskilja mig”, endurtók eg á ný. “Og nú eru Serb- ar einmitt að lialla sér að Rússum. Eru nokkur likindi til, að þeir vilji ekki snúa sér þangað i nauðum sín- um. Og gjöri þeir það, þá geta Rúss- ar ekki svarað nema á einn veg, og haldi Austurriki málinu til streitu, þá skerst Rússland í leikinn”. “Nikulás frændi minn verður ekki það flón, að gjöra það. Hví skyldi hann hætta hásætinu með því að taka upp mál þjóðar þeirrar, sem hann aldrci getur haft gagn af á nokkurn hátt?” “Yðar hátign gleymir nú þvi, að Rússar hafa ætið skoðað sig sem verndara Slafanna á Balkanskagan- um. þeir geta nú ekki afneitað þessu”. “Glæpur er þó æfinlega glæpur, og vissulega geta Rússar ekki vilj- að láta þeim vera óhegnt, sem myrtu erkihertogann?” “Það er enginn að óska, að þeir sleppi hjá hegningu. —------” “Æ, Axel, vinur minn”, mælti þá keisarinn. “Því erum við að deila um þessa hluti á svo yndislegri nóttu? Látum heiminn eiga sínar þrætur og minnuinst orða Kórans- ins: ‘Vér erum allir sem fingur á höndu Allahs’ (guðs). Hvað gjörir það til, þó að sumir fingranna hafi neglur úr stáli? 1 hinni heigu bok er alt þetta skrifað, áður en vér getum lesið það”. “Allah hefir ekkert við þetta að gjöra”, svaraði eg nokkuð hvass- lega, “nema yður hátign vilji taka upp á yðar herðar hlutverk spá- mannsins. Ilér liggur fyrir alvar- legt mál. Ef að Þríríkja sambandið (Þýzkaland, Austurríki og Italia) kemur fram þarna, þá getur það æst upp Rússa og alla þeirra fylgiliða. Er málið þess virði, að vekja upp róstu þá, sem getur orðið að hinu voðalegasta stríði, sem heimurinn nokkurntíma hefir séð?” “Hver er að tala um stríð, vinur minn? Vissulega hefi eg aldrei tek- ið mér það orð í munn. Hvi ætt- um vér að fara að fara í stríð?” “Af því að Rússland vill það”, svaraði eg. “Mér finst yðar hátign stefna að hinu sama”. “Eg er ekkert að stefna að neinu. Eg er hér i Noregi að skemta mér. Ráðgjafar mínir verða að skera úr því, hvað gjöra skuli, ef eitthvað kemur fyrir. Og væri eg spurður ráða, þá mundi eg fljótt segja Rúss- landi og Austurriki, að gjöra út um málin sín á milli. Þau eru nógu gömul til þess”. “En setjum svo, að Rússland nú sendi Austurríki iokakröfuna (ulti- matum) ?” . 2 “Vinur minn! Þegar sá dagur kemur, þá er nógur timi til þess að hugsa um, hvað gjöra skuli; en eg vona, að það gjöri ekki snöggan enda á skemtiferð okkar”. Skelfingin grípur mig Eg varð svo sleginn af gremju og reiði, að mér lág við að stökkva upp og fara burtu, en mundi þá til allrar hamingju við hvern eg var að tala. Eg skildi ekkert i keisaran- um. Þarna var svo mikið í veði, og þó var hann svo rólegur og sýndist hafa gaman af öllu saman. Mér kom nú í hug það, sein Moltkc sagði, og þá greip mig hræðslan aftur, er eg hlustaói á xeisarann. Þetta var alt annar maður en Vilhjálmur sá, sem eg hafði þekt svo vel einlægt síðan við vorum börn og lékum okkur saman. Eg sagði ekkert, en hélt áfram að reykja og beið þess, hvað keisarinn myndi gjöra. Eg þurfti ekki lengi að bíða. — Hann stóð upp og leit tii lofts og snöri sér svo að mér, og sagði: — “Er þetta ekki elskulegt alt saman, — nóttin og útsýnið? Er það ekki sárt, að hugsa til þess, að annað eins kveld getur ekki haldist til ei- lífðar? Honum er ekki vel fyrir- komið, þessum heimi, Axel minn”. “Eg vil ekki láta svo, sem eg ekki skilji yðar hátign” svaraði eg. “En eg vona það að Austurriki gæti skynseminnar, og hugsi sig vel og vandlega um, áður en það riki tekur stefnuna þá, sem ómögulcgt er að hverfa frá aftur”. Grímunni kastaS. “Og ef að Austurriki skyldi nú hverfa aftur, heldurðu þá að aðrir myndu fylgja dæmi þeirra róloga og þegjandi?” hrópaði nú keisar- inn. “Austurríki er ekki eitt um málin. Á bak við stendur Rússa- þjóðin og Rússa blöðin, og metnað- argirni Poincare, forseta Frakka, og ósvífni frönsku blaðamannanna, — allur sá fjandskapur og háski, sem ógnar oss Þjóðverjum og lengi hefir haft í heitingum við oss, með- an eg gat ekkert nema þagað einsog steinn og látist hvorki heyra né sjá. Eg hefi beðið og beðið og haft gát á öllu, sem skeði svo langa-langa tima, alt of lengi fyrir þjóðvald þann, sem hefir ætlað ser að koma i framkvæmd störfum miklum. —I Heldur þú, að mér hafi veitt þetta létt? Geturðu ekki hugsað þer, að þetta hafi farið illa með niig, sært virðingu mina og álit fyrir sjálfum mér, tilfinninguna og ástina fyrir föðurlandinu, að vcra rolcgur eins og steirm undir öltnrn þcim svlvirð- ingum, sem á mig hefir verið hlað- ið? Ef þú ætlar, að þetta hafi ekki snert mig, þá skjátlar þcr illa. En eg hefi þagað, — “Af þvi eg gat ckki uiuiað; “Af því, að við vorutn ckki húnir undir slaginn; “Af þvi, að eg gat ekki vcrið viss um, að við mundum sigur viuna, ef við risum upp á móti. “En nú er stundin komin, er eg get kastað þessari grímu. Heldurðu að það létti ekki á mér, eftir öll þessi 25 ár, sem liðið hafa, síðan eg var sannfærður um, að Þýzkaland væri ekki nógu öflugt eða voldugt, og að það skipaði ekki sitt rétta sæti meðal þjóða heimsins? Þessi barátta mín hefir verið þung og sár og erfið; en nú loksins er henni lokið, og nú get eg fyrst dregið and- ann frjálst og óhindrað. Eg óska ekki eftir stríði, en eg vík ekki eitt hænufet úr vegi til að forðast það. Eg bið þess óskelfdur og lendi eg í því, þá skal eg halda því fram misk- unarlaust; spara engan mann og engan hlut; en gjöreyða alt, sem eg get ekki tekið með mér!” Meðan Vilhjálmur taiaði, hafði máninn skinið skært á sjóinn, en gekk svo ,á bak við ský nokkur. Varð þá einhver breyting á geisla- brotinu og stækkaði þá skugginn af Vilhjálmi á sjávarfletinum, og varð feykilega stór; hann gnæfði hátt upp yfir skipið, og var sem þarna væri komið eitthvert voðatröll, er merja vildi milli greipa sinna skip- ið og alla mennina, sem á því voru. (Framhald). Bardaginn við Lemberg. (Framhald frá 2. siðu) höfðu bygt 30 smákastala i kringum Halicz. Var það álitið óinögulegt, að sækja yfir ána. En Rússar fóru á stökki yfir alt, með byssustingina sem lensur fram undan sér, — yfir ána, yfir skotgrafirnar og hólana og upp á víggarðana; það stóð ekkert fyrié þeim. Fyrst fóru þeir gisið, smáköstuðu sér niður og skuíu, stukku svo upp aftur, hlupu spöl góðan og köstuðu sér niður. Loks kom aðalhlaupið; þeir prófuðu orð- tak Suwaroffs gamia: Kúlan er hið mesta flón, en byssustingurinn er kappinn (sem vinnur). Orustan byraði 31. ágúst og stóð í 24 klukkutíma; þá var brotin og rofin fylking Austurríkismanna, en 20 þúsundir þeirra lágu þar særðir og dauðir. 1 fulla 17 daga voru Rúss- ar búnir að ganga langa göngu á hverjum degi. En ekki voru þeir þreyttir og nú færðist í þá nýtt fjö.' og lif. Lemberg tekin. Þeir stefndu nú þaðan til Lem- berg og ráku á undan sér Austur- rikismennina, og hentu af þeim það sem þeir máttu. En þá kom Russki austan frá Zloczow og voru það 40 milur, og þurfti hann ,að flýta sér. Tók hann nokkra sinákastala á leið- inni,' og kom að borginni að norð- austan og austan, og af þeim voru sumir á hæðunum austan og suð- austan við borgina. Þarna stóð or- ustan í 6 daga, frá 29. ágúst til 3. sept. í fyrstu börðust Rússar allan daginn frá morgni til kvelds, með- an nokkur skima var. En þegar á ieið, börðust þeir bæði nótt og dag. Austurrikismcnn börðust hraust- lega og stóðu vel aö vígi, þvi að þarna voru hæðar margar, og skál- ar eða gýgir margir eftir æfagömul eldgos, svo að þarna höfðu þeir sjálfgjörð vígin, og það var aðeins með tvennu móti hægt að koma þeim þaðan; annaðhvort ineð þvi, að láta rigna yfir þá hriðum sprengi kúlna úr lofti ofan, eða þá að sópa þeim þaðan með byssustingjunum. Alt var iand þar grýtt og hart og vatnslaust, en hiti mikill var af sólu á sumardaginn og var margar Rúss- í"" hýsra v-ó Einlægt harouaoi orustan, eitir þvi sem nær dróg Lemberg, og 1. sept. gat Russki hrakið meginher óvinanna inn undir múra kastal- anna i Lemberg, en þá var Brussi- loff rétt búinn að vinna Halicz. Þá voru Rússar orðnir þreyttir mjög, en þá langaði til að sigra og börðust einlægt ákafara og ákafara. 1 tvo daga stóð bardaginn cnnþá og var þá einlægt svaðaleg skothríð, sem hvor sendi öðruin. Sendu hinar stóru fallbyssur Rússa þungar og sverar sprengikúlur inn í kastalana á stálsteyptu hattana yfir virkjun- um og þykku concrete veggina. Var þá hefnt alls þess, sem Belgar höfðu orðið að þola í Liege og Namur og Frakkar í Maubeuge, af hinum stóru þýzku “skoda” fallbyssum. Og mikið máttu Austurríkisincnn gjaida fyrir að hafa léð Vilhjálmi bezta stórskotaliðið sitt. Rússar höfðu Hvenær ætlarðn að spara ef þn gerir það ekki núna? 3Jau laun þin eða tckj- ur aukist án efa, aukast útgjöld þín einnig og mörgum finst öllu meira um það. Nú er því tíminn að byrja eparisjóð, og er sparisjóðsdeild UNION BANK OF CANADA staðurinn að geyma liann. Byrjið mcð því aukafé sem þið nú hafið með höndum. hvaða upphæð niður í einn dollar gefur vexti. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. WALCOT, Bankastjóri >. . ------- ■ ■ — ----------J lært af Japönum, þegar þeir sátu um þá i 6 mánuði i Port Arthur og þektu betur til þessara hluta en Þjóðverjar sjálfir. Á nokkrum dögum voru Rússar búnir að brjóta hinar stóru byssur og umturna hinum ramgjörðu virkj- um og vigturnum borgarinnar, sem var fjórða mesta borgin i öllu Aust- urríki, og aðaikastalaborgin og forðabúr Galiziu. Þegar stórskota- hríðin frá borginni iinaði, þá var fótgönguliði Rússa skipað að renna á vígin og grafirnar þær fremstu. Bændaiýður þeirra Rússanna stökk fram og náði gröfunutn i einu á- hlaupi og flettu með byssustingjun- um sundur þeim, sem í gröfunum voru og við failbyssurnar stóðh. En | þá reið yfir þá hriðin úr næstu j gröfum og virkum; en það stóð' eigi lengi, þvi Rússar héldu áfram og j náðu öllum stærri byssunum^ sem eftir voru, og voru þess nú albúnir, að renna á þá, sem eftir voru af Austurríkismönnum með byssu- stingjunum; en þeir biðu ekki boð- anna, en héldu burtu, en þó með fylktu liði. Var undanhald það einkenni- legt, því að nú vildu Austurríkis- menn, sem þýzkir voru og Þjóðverj- ar allir og Ungarar, frelsa sjálfa sig og létu því seinast fara hersveitir Slafa,—- Litlu-Rússana í Galizíu, Pól verjana, Serbana frá Bosniu og Bæ- heimsmennina, sem nálægt lá við, að myndu uppreist gjöra. Þessir all- ir áttu að verða fyrir áhlaupuiii og skotum Rússa. En á bak við þá settu þeir Ungverja sveitir, og var þeim skipað að skjóta á þá, ef þeir sýndu nokkurt hik á sér. En til allrar hamingju vissu Rúss- ar þetta, eða foringjar þeirra, og þegar þeir ráku flóttann, létu þeir stórskotaliðið skjóta yfir höfuð þeim sprengikúlunum, og var hríð sú hörð og kom á Ungverja, en fór yfir höfuð hinna. Bjuggust þeir ekki við þessu, er þeir fóru að hrynja niður, og brast nú algjörður flótti i lið þeirra, og hlupu þeir frá öllum kanónum, skotfæravögnum og vista, og breiddust á harða hlaupum út um aila stigu og vegi til að komast eitthvað í burtu, en aðalflóttinn var á leiðina til kastalans Gorodok. Nú þyrftust Rússar inn í borgina að norðan og austan og sunnan fimtudaginn 3. september. Fáeinar sveitir höfðu verið eftir þar og veittu við nám, en þeir voru annað- j hvort höggnir eða fangaðir. Bæjar- j búar tóku á móti Rússum með hróp-' um og gleðilátum, og fóru þegar að syngja þjóðsönginn Rússa. Þó að þeir væru þreyttir Rússar' og svangir og syfjaðir, þvi að þeir höfðu barist þarna stöðugt nótt og dag seinast, þá gleymdu þeir nú hungrinu og þorstanum: Blómin og blómvendirnir rigndu yfir þá úr gluggunum, og konur og karlar tróð ust utan um raðir fylkinganna, og tö’uðu til þeirra á þcirra eigin máli og báðu þá velkomna og heils-1 uðu þeim sem frelsurum sinum og buðu þeim fæðu og drykk og tóku hendur þeirra að kyssa. Klukkan hálftiu beið sendinefnd borgaranna Russki herforingja í ráðhúsi borgarinnar, og lýsti þvi yfir, að Slafar aliir óskuðu þess eins að verða sannir og dyggir borgarar hins mikla rússneska keisaraveldis. Rússar fengu þarna feykilega mikið herfang og það sem meira var, þeir höfðu þarna sigrað og l'-i 'n-;' f"M.-ingararmi hins mikta hers, hins mesta, sem nokk- urntíma hafði ráðist inn á Rússa- lönd,— þrjú hundruð þúsund höfðu þeir sigrað, tvístrað og rekið á flótta. Og Russki hélt þegar á eftir flóttamönnunum með sveitir mikl- ar; en þeir Dimitrieff og Brussiloff fóru að hreinsa landið í kring. Voru þá komnar nokkrar nýjar sveitir sveitir Þjóðverja og Ungara, til að hjálpa þeim og gátu þeir borgið nokkrum upp i fjöllin. 70,000 Slaf- ar gáfust upp fyrir Rússum. SKAUTAR SKERPTIR SkrúfaCir et5a hno?5at5ir á skó án tafar Mjögr fin skó viógrerö á meU- an þú bíöur. Karlmanna skór hálf botnaóir (saumaö) 15 mínútur, g:úttaberg8 hælar (dont slip) eóa leöur, 2 mínútur. 8TEW4RT, UI3 1'iH‘iriN Ave. Fyrsta bút5 fyrir austan aðalstrætl. Pbone M»ln 5181 1 M. FRANK. TOSE Artist and Taxidermist SendlS mlr dýrahöfo«ln, >« »1* vlljið lfita Mtoppo rtt. Kaupt stór dýrshöfaV, Elk tennur, og ógörfuö loöakinn og búötr. Biöjitl um ókeypts bækllng metl myndum. NÚ er tímin þeg’ar alllr þyrfta aó brúka Cod Liver Oil. Vib höndlum beztu tegrund. Einnig Emuleion og Tapte- less Extract of Cod Liver Oil. ReynltJ okkar Menth- ol Balsam vlt5 hósta ogr kvefi. SímiÓ pöntun yTJar til GARRY 43«S Islenzkl Lyfnalinn. E.J. SKJÖLD OhemíaV"* Radd Framleiðsla Mrs. Ho mck, 4N5 Arllnyrton St. er reibubúln at5 veita móttöku nem- endum 1/rir raddframleióslu og Böng. Vegna þess at5 hún hefir kent nemendum á Skotlandi undir Lond- on Royal Academy próf meb bezta árangri er Mrs. Hossack sérstak- lega vel hæf til þess at5 grefa full- komna kenslu og met5 láu vertJL Símið Sherb. 1779 JOHN SHAW VINSALI *(át5ur rát5smat5ur Hudson’s Bay Company’s Brennivíns deildar- innar) 328 Smith St., Wlnnlpea, Maa Gegnt nýja Olympia Hótelinu. sut5ur af Walker leikhúsinu, Winnipeg, Man. Ný opnutS verzlun á ofangreind- um 8tat5 og æskir eftior vitiskift- um yt5ar. Vert5 mjög sanngjarnt Pantanir fljótt afgreiddar. Sím- Ít5 pantanir yt5ar. Sími Main 4100 Póst pantanir — Undirbúnings vert5skrá er nú til. SenditS eftir ukeypis vert5skrá. Allar Póst ftantanir eru vandlega og tafar- aust afgreiddar. Senditi mér eina pöntun til refnslu. Sími5 pantanir.. . Sími Main 4160 Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. GUINN, elKandl Kunna manna bezt aö fara m.tl LOÐSKINNA FATNAÐ Vtögerölr og breyttngar & fatnaöi. Phone Garry 1098 83 Isabel St. horni McDermot 1915 Mun auka um eitt ár oröstír Hjá verzlunarmanni jðar, eða trá: E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.