Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.02.1915, Blaðsíða 1
Glftlngaleyflsbréf aelð TH. JOHNSON Watchmaker,Je'weIer&Optician VTBgertSir fljött og vel af bendl leystar 248 UAIN STREET ?hone tlain 6000 WINMTEG, UAN. Nordal og Björnsson — Gull og úrsmiðir — 674 SARGENT A V E. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. FEBRCAR, 1915. Nr. 19 Bretar haía nú tim tfma sent menn yfir á Frakkland svo hundr- uðum þúsunda skiftir, og eru ein- lægt að búa sig undir komandi tím ann og áhlaupin frá Vilhjálmi, sem einlægt koma, en nú mest annan- hvern dag, þar sem þau voru stund. um nótt og dag áður. Sagt er 1. febrúar, að þýzkir hafi gjört áhlaup á Dofra bæði neðan- ejávar og í lofti uppi; en Dofrabú- ar segjast hafa rekið þá burtu. Var það um nótt og heyrðist skothríð nokkur þaðan um nóttina. Ekki geta Þjóðverjar hrundið Rússanum af herðum sér í Norður- Póllandi; þeir síga áfram hægt og hægt. Hindenburg berst þó um og eendir stóra flokka á Rússa, bæði úr vatnahverfinu í Prússlandi, til að ryðja sér leið suður að Warshau og sunnan við Vistula á miðju Pól- landi, að brjóta hcrgarð Rússa þar. Láta Rússar nú litið undan síga, en taka móti hverju áhlaupi með kúlnahríð og byssustingjum. Verða hinir frá að hverfa, en láta menn i þúsundatali. Norðan með sjónum koma og Rússar að austan og stefna á Koenigsberg, en berjast þurfa þeir á hverjum degi. Frá Kar- patha fjöllum eru lítil tíðindi. — Hvorirtveggju grafa sig í snjóinn f skörðunum, og sækja Austurrikis- mcnn á, en komast ekki áfram. — Sunnan við Kákasus fjöll hafa Rússar hrakið l'yrki úr borginni Tabriz á Persalandi. Eóru Tyrkir á flótta þaðan, og rændu um leið öllu, sem þeir gátu hendur á fest. Við Suez-skurðinn sitja Bretar mcð Hindúa og Ástralíumenn og eru rólegir. Er sem árásín að aust- an hafi að litlu orðið. Bretar tóku á móti við E1 Kambara, og gáfu Tyrkjum þuim skClT,~aö þeir snöru frá, að minsta kosti í bráð. Frá Miklagarði flytja Tyrkir öli stjórnarskjöl og ekrifstofur til Brussa i Litlu-Asíu, en styrkja kast- ala alla með Marmara hafinu. Skipamálm. Pað hafa hálfpartinn verið dylgj- ur milli Bandaríkjanna og Breta út af verzlunarsökum og skipunum þýzku, sem flúðu inn á hafnir f Bandaríkjunum í hundraðatali og lögðust þar upp. Þau voru þvf ó- nýt Þjóðverjum, og hcfðu þau lagt út, þá hefðu Bretar tekið þau. En nú vill Viihjálmur selja skipin, og nota peningana í stríðinu; en það er stórfé.. Auðmenn í Bandaríkjun- um vilja kaupa skipin. En Bretar standa á móti og segju, að það sé að hjálpa Þjóðverjum til að halda áfram stríðinu. Auðmenn Bandarílnanna héldu þessu svo fast fram, að’þeir bjuggu út lagafrumvarp um það og sendu á þing til staðfestingar. Þctta gekk nokkuð vel fyrst, cn svo fóru fleiri og fleiri þingmenn að sjá, að þetta var að sýna Bretum beran fjand- ekap, og gat farið í það vertsta. Þeir fóru þvf margir að Hsa upp á móti frumvarpinu, bæði f efri og neðri málstofunni, og nú eru líkur til að frumvarpið sálist, áður tn það kemur til vei;ulegra atkvæða. Þá lág cinnig við, að þræta yrði ör flugdrekum, sem Bretar voru að kaupa af Bandaríkja mðnnum. Það var flugmaðurinn Curtiss, sem fyrst 8eldi Bretum flugdrekann “Ame- ■ sem hann ætlaði að fljúga á ýfir Atlantshaf. Eiginlega vai það vatnadreki, þvf hann gat setið á sjó, sem önd á polli. Ákaflega var hann stór og komst einhv _n veg- inn til Englands 1 október, og lík- lega fleiri á eftir. En nú skrifar Bernstorff barón, sendiherra Þjóðverja í Bandarikj- uunm, Bryan bréf nýlega, og kvart- ar yfir því, að Curtiss sé að smíða fyrir Breta 24 vatnadreka með 70 hesta afli, og 12 aðra með 160 hcsta afli; og segir, að einnig sé hann , ð smíða hina stærri drekana fyi r Rússa: hann viti ekki hvað margv. Dreka þcssa telur Bernstorff mevi herskipum, og mcgi Bandarfkja menn því ekki selja þá Englend- ingum eða Rússuin. Bryan svarar Bernstorff og neitar því, að þessir vatnadrekar séu hcr- skip, og segir, að enginn geti bann- að Bandaríkja mönnum, að selja þá hverjum sem þeir vilji. Þesi úrskurður Bryans bendir á, að eitthvað er veður farið að breyt ast í lofti í Wasbington. Enda væri það hið æskilegasta, ef að þesar stórþjóðir, Bretar og Bandamenn, gætu haldið óslitinni vináttu um aldir fram. Ástralía býður 500,000 hermenn til að hjálpa Bretum. Nú eru Ástralíu menn farnir að æfa hermenn og eiga að verða 500 þúsundir, og skulu þeir vera reiðu- búnir að hjálpa Bretum, -ef þörf gjörist. Það er einsog þeim renni blóðið til skyldunnar, og vilji þeir síður, að Bretar verði undir. Og eitthvað sjá þeir lakara við það, ef Þýzkir sigra. Tjrrkir nærri Suez. Þann 27. anúar voru Tyrkir farn- ir að gjöra vart við sig að austan- verðu við Suez-skurðinn, og voru að sögn 120,000 menn; sumir segja þrjár herdeildir og væru þeir þá 140 til 150 þúsundir. Foringi var Djemal Pasha. Smábardagi var þar við El- kantara og á 3 öðrum stöðum. Rússar sækja a'ð á þrjá vegu. Rússar sækja að Austur-Prúss- landi á þrjá vegu. Koma meðfram sjónum að austan, norðan við In- sterberg, og stefna á kastalann Koenigsberg að sunnan. — Þcir hrundu Þjóðverjum norður, sem sóttu suður á Pólland frá Mlawa, og svo er hinn mikli aðalher þeirni, er sækir að Thorn, meðfram Vistul.i árinnar, á norðurbökkum hennar i Póllandi; og ætla þeir sér niður ineð Vistula, svo langt sein þeir komast, til þess að kvía lið það af, sem Hindenburg hefir f Austur- Prússlandi. En þetta hlýtur að ganga seint; það er starf mikið. — Kitchener segir, að ócfað muni Bandamenn sigra, en að minjti kosti þuiíi þeir 3 ár til þess. Afmælisgjöfin, sem ekki kom. Á afmælisdag Vilhjálms keisar ,, þann 27. janúar, vildu Þjóðverjar færa honum í afmælisgjöf nokkur þúsund höfuð Breta, þvf þcir héid í að þau væru honum kærust. Þeir gjörðu því harðar árásir á Breta við La Bassee og viðar í Flandern og á Frakklaridi. En Bretar sváfu ekki, og tþku á móti, og svo lauk, að Bretar höfðu höfuð Þjóðverja, en þeir ekki Breta, og er sagt, að þau hafi verið um 20,000. Austurfrá. Austurfrá er það, sem tfðindi eru nú að gjörast og f undirbúningi. Þjóðverjar hafa hingað til verið að brjótast þar um alla leiðina og þó krókótta frá Momel, við Eystra-J salt, austast í Prússalöndum, og suður f Búkóvínu, suður af Galizíu. Þeir hafa alt til þossa haldið allri strandlengjunni við sjóinn f Aust- ur- og Vestur-Prússlandi og suður í mitt Austur-Prússland. Áldrci hafa Rússar reynt að reka þá frá strönd- inni fyrri en nú. Nú koma þeir meðl spánnýjan her og mannmargan og| stefna honum meðfram ströndinni á 6 mflna breiðri spildu og cr ætlan þeirra, að reyna að ná kastalanum Koenigsberg (Kongsbjarg). Eru nú ár allar eða flcstar frosnar og vilja þeir reyna við Þjóðverja á fsunum. Þegar Þjóðverjar urðu þeirra varir, þá varð þeim ekki um sel; höfðu aldrei búist við þeim þarna fyrri en þeir komu úr skógunum norðan við Tilsit og Memel og sópuðu öllu burtu, sem fyrir þeim varð. Þeir brugðu undir elns við, að senda hjálparsveitir mönnum sfnum, og er sagt, að til þess hafi þeir þurft að taka allar sveitir úr kastalanum Kocnigsberg, og mikið af herliði úr Póllandi; því að þeir höfðu nóg að gjöra að mæta Rússum, sem fóru og fara nú niður mcð Vistula á 5!) mílna breiðri spildu, og eru k-nnn- ir nærri fast að kastalaborg'nni Thorn. Annar herflokkur Rússr kemur að 6unnan og suðaustau og stefnir á vatnaklasann í niiðju Austur-Prússlandi, þar sem 1 jóð- verjar eru sterkastir. Á leiðinni fyrir Rússum er borgin Tilsit við Niemen fljótið, náltugt austurlandamærum Prússa, og svo Insterburg, scm Þjóðverjar cln'ægt hafa haldið og hafa herafla mikinn, og liaðan af eru hcrflokkar þcirra óslitnir vestur um alt Prússland. Geti Rússar komist vcstur með sjónum, þá vcröur mcginher Þjóð- verja um vötnin f vondri klípu, er Rússar sækja að þeim bæði að norð an og sunnan, og austan, en hinn mikli her Rússa, er fer niður mcð Vistula fljóti að norðan og austnn, fer að kvía þá af, ef hann kemst að mun longra. Frökenamar flýja. En nú er fjöldi mesti af stórmenn- um Prússa, sem eiga landeignir all- miklar þarna; þar cru hallir þeirra. og þarna cru bústaðir feðra Leirra Koenigsberg var gamalt höfðingja- setur þeirra. Þetta land vildu þeir þvf sfður að kæmist f hendur óvin- anna. Snemma í strfðinu óð Renn- enkampf um þarna eftir miðju land inu, og þá flúði aðalsfólkið f þús- undatali burtu, vestur til Berlínar, og knúði keisara til að láta hrekja Rússa. Varð hann að taka hersveit- ir vestan úr Frakklandi til að senda austur. Má vera, að hann hafi tapað Frakklandi þá. Rússar fengu þá þenna eina skell, sem þeir hafa fengið, er þeir töpuðu eitthvað 7Ú— 80 þúsunum manna í ófærunum við vötnin. , Þarna mega menn vera vissir um, að tfðindi verða áður langt líður, nema Þjóðverjar taki þann kostinn, sem skynsamlegastur virðist, að hörfa undan alla leið vcstur fyrir Vistula og gefa upp Prússland alt austan við ána. Nú sem stendur eru þeir komnir í hann svo krapp- ann þarna, að þeir verða að taka hcrflokka bæði frá Póllandi og að vestan. Þarna má nú búast við stöðugum bardaga um alt Prúss- land, austur og vestur, dag eftir dag, og sézt það nú, hverjir liprari verða á fsunum. og svcllunum á flæmi þessu. Á Póilandi gjörist lítið, í Galizfu sömuleiðis. Austurríkismenn halda þar horninu vestur af Cracow og suðaustur nokkuð að Dunajek ánni. En nú kemur fram herkænska Rússa, er þeir hafa' sent hersveitir suður um Dukla skörðin og suður í Ungarn, og ætla sér nú að berjast til þrautar þar á sléttunum. Þjóð- verjar hafa viljað halda bardögun- um uppi í fjöþunum og í Galizfu. En Rússar vilja heldur ciga við þá sunnar, á sléttum Ungarns. Þeir náðu táfcsti á Suður-Ungverjalandi þegar þeir komu nokkrum her- sveitum úr Búkóvínu og yfir Kar- patha fjöliin þar og ofan f Trans- sylvaníu, þar sem fólk alt að kalla má eru Rúmenar. Talið er, að Austurríkismenn geti sent 17 herdeildir á móti Rússum þarna í Ungarn, en það væru ná- lægt 850,000 manns, og mun ekki af veita, sízt ef að Rúmenar slást í leikinn, og eru þeir óðum að búa sig, en á því stendur cnnþá, að Búlgarar heirnta meginið af Make- dóníu, ef að þeir eigi að sitja hjá að. gjörðalausir; en hvorki Grikkir né Serbar vilja láta sinn hlut, er þeir fengu f skiftunum af Tyrkjum. Þar sem Austurrikismenn fara um Transsylvaníu, flýr nú hver sem getur, annaðhvort til Rússa eða suður til Rúmenfu, og ganga þeir í herinn með frændum sfnum. Pólverjar mynda herdeild I Warstiaw á Póllandi eru Pól- verjar að mynda sjálfboða-herdeild, til að bcrjast með Rússum; sýnir það bezt, hversu mikill uppreistar- hugur muni í þeim vera. Stjórnin á þar cngan hlut að. Það eru prívat- menn, sem stofna hana og kalia; “Hina pólsku legíón”. í herdeild þessa ganga menn af öllum stéttum, háskóla prófssorar og stúdentar, verkamenn og aðalsmcnn, og jafn- vel sumir herteknir Austurríkis- menn, scm vilja berjast á móti hin- um fyrri hershöfðingjum sfnum. Hvers vegna Beatty sneri aftur. Marga hefir furðað á því hvers vegna Beatty aðmíráll sneri aftur heimleiðis, þegar hann var búinn að lama og nærri sökkva stóru bryndrekunum þýzku, og vfst ein- ar 70 mílur eftir til Helgulands. En nú vita menn, hvernig á því stóð. Þegar þýzku skipin lögðu út frá Helgulandi, þá sendu Þjóðv. á eftir þeim hóp af neðansjávarbátum. Þeir hafa miklu minni ferð en hin skipin, þetta 9 og 10 mílur, þar sem hin fara 25—30 mílur á tímanum. En neðansjávarbátarnir áttu ekki að fylgjast með þeim, heldur að vera til taks, ef þau yrðu að flýja undan Bretum og taka á móti þeim og sökkva þcim, og var það kæn- lega hugsað. Þeir komu þarna, en Bretar urðu varir við þá í tíma og héldu því ekki lengra. 80,000 á einni viku. Um 80,000 hermenn sendi Kitchen er yfir sundið til Frakklands sein- ustu viku. Hún gengur einlægt þangað stöðugt og látlaust, þessi lest, eða þessi straumur. Prinsessu- deildin er komin þangað og hefir átt í höggi við þá þýzku, og þykja það hraustir menn og ódeigir. Hitt Skapti B. Brynjólfsson. (1860—1914). sást þú hann, þá sást þú manni — 1 samræSunum hver þaÖ fann, Að einhver veigur var í því, Sem vitið brendi svörin í. Og þetta handslag — þér svo nýtt, Um þig fór einsog veður hlýtt. Nú þykir orðið autt í rann Og enginn skipar bekkinn þann. Er sat hann fyrr, og sætið er Með sorgartómið yfir sér. En þetta, sem að þarna gljá’r, Er þögult minninganna tár. Já, hér er liðið lífið hans Og lokað augum þessa manns, Sem lögðu beint að öðrum oft, Svo íslenzkt táhreint fjallaloft, Að óhreinkan, sem inni var, Sá eigi fært að dyljast þar. Hann leit f útsýn anda manns Og yf’rá bláfjöll þroskalands, Og framsókn merkti ’ann manninn sinn Og mannúð bauð hann velkominn. Og því er skylt við skarðan hag Að skila þökk fyrir Iiðinn dag. Kr. Stefánsson. Canada-liðið er nú á förum, og von- umst vér cftir að fá bráðum bréf úr skotgröfunum. Neðansjávarbátar Þjóðverja , sökkva verzlunarskipum. Þjóðverjar eru nú farnir að sækja sig á köfunarbátunum. Þeir komast ekki áfram ofansjávar, og í lofti u í'i verður lítið af hreystiverkum þeirra, nema helzt að varpa sprengi- kúlum á varnarlausa menn og borg- ir. En með sjávarbotni geta þeir skriðið á ncðansjávarbátum sfn- um, svo að þcir eru nokkurnvginn óhultir fyrir Brctum, að minsta kosti meðan þeir sjá þá ekki. Og nú hafa þeir bygt sér svo stóra neðan- sjávarbáta, að þcir geta farið ekki hundrað mílur, heldur þúsund. — Þetta nota þeir og eru nú farnir að sökkva verzlunarskipum Breta í sundinu miili írlands og Bretiands og skipum við Frakklands strendur. Alt eru það varnarlaus verzlunar- skip. En óðara hafa Bretar sent út smærri herskipin að leita þeirra. Enda hefir ekki heyrst um spreng- ingar í 2 eöa 3 undanfarna daga. Sjóslagurinn sí!asti. Blaðið Scotsman segir frá sjóslagn- um síðasta milli Breta og Þjóðverja þannig. Það voru varðskip Breta (de stroyers), sem fyrst komu auga á þýzka flotann, er hann brunaði upp að ströndinni, og voru um 20 skip: 4 hinir stóru og hraðskrciðu bryndrekar, 6 bryndrckar nokkuð minni og hitt “destroyers”. Kl. var 7.30 f. m. og þeir voru eitthvað í 14 mílna farlægð og stefndu upp að New Castle. Fregin flaug óðara í loftinu til Beatty, sem var þar á næstu grös um, og nú var farið að kynda und ir kötlunum, og stóru skipin Breta voru fljótlega komin á fylstu ferð. En Þjóðverjar snóru undir eins við og þeir sáu Breta þarna fyrir og héldu á haf út alt sem þeir gátu, því að ekki var nú við griðum bú- ist. Fullar 40 mflur strikuðu nú flot- arnir báðir hina beinustu leið til Helgulands og sendust kveðjum á; en þó að þeir hittu hvorir aðra, þá var það lítið að marki Þcgar l-.tO yards voru á milli, voru skotin oið- in tíð, en á 1700 yards færi fóru þau að hrífa; en það er nálægt 10 mílur vegar. Yar dreki Breta, er Lion hcitir, á undan. og fór að draga Blucher uppi, en hann var soinast- ur af skipum Þjóðverja, og loks fór Lion framhjá Blucher og sendi hon- um um leið seinustu kveðjunn frá öllum fallbyssuin sfnum í einu, og var það hroðaskellur, en Blucher brotinn mikið áður. Lion hélt nú áfram, og var aldrei linað skriðið, og elti hina Þýzku drekana, er ó undan fóru, þá Derflinger, Seydli:z og Moltke. Tekur við aí Lion. Þá var bryndreki Breta Tiger næstur og náði hann skjótlega Blucher og sendi honum skot af öllum byssum sínum, er þeim mcg in voru um leið og þeir rendu fram hjá (broadside), en linuðu ekki skriðið að heldur. Þá kom Prin- cess Royal og gjörði hið sama; var þá öllum ljóst> að Blucher var að fram kominn og myndi ekki mein gjöra cftir þctta. Yar þá slagurinn búinn að standa í tvo klukkutíma, og nú voru þau þrjú þýzku skipin' stóru á undan og 'nlægt stórhrfð- in,og flugu kólfarnir í lofti til og frá milli skipanna. Léttari skipin. Einlægt á leiðinni voru hinir létt- ari bryndrekar Þjóðverja að reyna að hjálpa stóru skipunum og senda hríðar á Breta, en þeir sintu því lítið, nema að senda þeim kúlu við og við, og er sagt, að Lion hafi sökt einum hinum lé'ttari dreka þeirra, er Kolberg heitir, nýju brynskipi með 400 manns. En svo tóku léttari skipin Breta við þcim, svo að hin þýzku flýðu alt sem af tók. Derflinger í bálL Þegar ekki var nema hálftfma leið til stöðva þeirra á sjónum, er Þýzk- ir höfðu sprengidufla-akra sfna, þá var Derflinger allur í báli, og lin- aðist þá skothríðin frá honum. Enda var alt brotið og bramlað á þilfarinu, og þegar Þýzkir komu inn á sprengivélasvæðið, var hver Eallbyssa þeirra þögnuð, og dundu þó yfir þá seinustu kveðjur Breta, sem hríð væri. Þriðja skipið Þjóð- verja var að flestra sögn Moltke og var það engu betur statt Lion hafðieinlægt náð því með skotum sfnum við og við og því betur eftir að Blucher var frá, og nú fékk Moltke óskiftar kveðjurnar og auk þes^Jrá Tiger og Princess Royal og Indomitable Þessi skot brutu og sprengdu hvera fallbyssu á eftir annari og eirinlega alt sem ofar var þilfarinu. Og lfktist þá skipið heizt kollu mikilli, og þegjandi rann það undan til að reyna að forða sér, og mannfall hefir hlotið að vera þar voðalegt. Blucher sekkur. Þegar stóru skipin voru komin fram hjá, tóku smærri skipin við Blucher. Einn af hinum léttan bryndrekum Breta var Arethusa; og þegar hann náði Bluclicr, sendi hann honum torpedó. Hún hitti, og á augabragði stökk hver sem gat í sjóinn, en skipið lagðist á hlið- ina, cinsog þegar maður hallar höfði á kodda, hægt og hægt, og enn blakti fáninn þýzki, þangað til drekinn mikli sökk með gný mikl- um, er vélarnar sprungu við það, að kaidur sjórinn féll um sjóðandi heita katlana; snöri skipið fyrst kili upp, og fóru sumir að reyna að skrfða upp á kjölinn; en það var ekki nema augnabliksfriður. Skip- ið lcitaði botns og dróg í djúpið með sér alla þá, er næstir voru. Bretar bjarga hverjum manni, sem þeir geta. En nú fara Bretar að bjarga og senda bátana út af hinum smærrf skipum, og tíndu þeir þar upp & annað hundrað manns. En þá ko^ i þar einn trölla-Zeppclin fijúgandi frá Hclgulandi og með honum flug- drekar margir, og fóru að hella sprengikúlum yfir herskipin og bátana, sem voru að bjarga, svo a3 þeir urðu að hætta við og fara að gefa sig við öndum þeim hinum illu sem í lofti fóru; sendu þeir þeim fljótlega hríðar af skotum, og sneru loftförin þá heim aftur með skip- unum, sem undan komust. Þýzkir strá sprengiduflum á flóttanum. Fyrsta skotið, sem Lion sendi, var á 15 mílna færi. Þegar Bretar voru farnir að draga þýzku skipin, þá fóru þau að strá sprengiduflum um sjóinn, í von um, að Bretar kynnu að rekast á þau, og héldu því ein- lægt áfram. En Bretar sintu þvf ckki, enda varð þeim ekki meint við það. Sagt er, að flugmenn Breta hafi fyrst séð til ferða Þjóðverja um morguninn. Þcgar nokkuð leið S bardagann, kom skot í olíukassa Lions og spilt- ist eldneytið; og rann Lion sfðan með einni vél í stað tveggja. Fór þá aðmíráll Beatty af skipinu á “de- stroyer” einn, og því næst á skipið Prineess Royal. Lion var svo lamað, að I'ndomitablc þurfti að draga það um tíma, þegar slagurinn var búin — en svo fór skipið að bjarga sér sjálft og var þó seinast í höfn. Var því þá tekið með fögnuði miklum. Er nú Seydlitz eitt eftir af hinum hraðskreiðustu skipum Þjóðvera og er því líklegt, að þeir hætti ekkl bráðlega skipum sínum undir kúl- ur Englendinga, Öðrum en nððan- sjávarbátum. En furða er það rnikil, hvað Bretum hefir gengið vel, að hitta sk ipinþýzku á brunandi ferð og í sjógangi á 10 mílna færi. Þar er þó sannarlcga ekki stór blettur að sigta á, — lítiö stærri en vænn prjónhaus f heystakki. MÁLFUNDUR um bindindis- málið. Málfundurinn var haldinn í ls- lenzka Conservative Klúbbnum á mánudagskveldið sem tilstóð i sam- komusal Únítara, og var þar talað um framkvæmdir Roblin stjórnar- innar í bindindismálinu. Var það einhuga álit manna, að stjórnin ætti þakkir skilið af öllum ibúum fylkis þessa, af hvaða flokki sem þeir væru. Locál option lögin hér i Manitoba væru beztu lögin ekki ein- ungis i Canada, heldur þó að víðar væri leitað, og allir viidu nú taka þau upp. Forseti fundarins var Ásmundur P. Jóhannsson, og sctti hann fund- inn með ræðu og mæltist vel. Aðal- ræðumaður var Árni lögmaður And- erson, sem innlciddi spursmálið; kvað hann stjórnina hafa unnið stöðugt i þá átt, að efla viðgang og útbreiðslu bindindis í fylkinu, og vildi hann óska þess, að henni auðnaðist að útrýma þvi mt;ð öllu. Var að máli hans gjörður góður róinur. Aðrir sem töluðu voru: Berg- sveinn Long, Jónas H. Jónsson, J. B. Skaptason, Magnús Pétursson, J. Gottskálksson, llallur Magnússon, T. Thomas o. fl. FRÁ ÍSLANDI. — “Menningarfélagið” hér i bæn- um hélt á sunnudaginn var skemtun i Bárubúð til ágoða ^fyrir Ólöfu Helgadóttur grasakonu. Töluðu þar sira Magnús Helgason og Stefán - . Jvmsson, formaður félagsins. Sam- koman var vel sótt og líkaði vel. — Frá Akureyri er simað: Ing- ólfur hafði komið hér með álitlegar vinbyrgðir siðast. Sýslumaður fór þegar út í skipið, er það kom, og innsiglaði alt; en daginn eftir lét hann flytja allar byrgðirnar í land og hófust þá réttarhöld mikil, sem lauk svo, að ekkert sannaðist ur.i vínsölu; nema hvað brytinn játaði, að hafa selt 2 flöskur af áfengi í suniar á Siglufirði, og skildi hann eftir 200 kr. fyrir væntanlegri sekh Voru svo byrgðirnar fluttar á skip rétt fyrir burtförina. Margir Akur- eyrarbúar voru gramir yfir aðför- um þessum; munu hafa hugsað gott til að ná i jólapelann. — Aukaútsvör á Akureyri eru að þessu sinni 21,535.00 kr. (í fyrra tæpar 18 þús.). Hæst hjá kaupfélag- inu 1700 og Höefpner 1250, þá hjá | Snorra Jóhannssyui 750.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.