Heimskringla - 11.02.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.02.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA' WLNNIPEG, 11. FEBRÚAR 1j15. THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlega Ábyrgst RHEUMA TIC TREATMENT Ver8 $1.50 Raímagns heimilis áhöld. l. Hughef Rafmagns Eldavélar Thor R&fmagns Þvottavélar Red Raífmagns Þvottavélar Harley íVacuum Gólf Hrelnsarar “Laco ’ Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Flxtures** ‘Universal” Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 410 PortaRf Avr. Phone Matn 4064 Winnlpeg ViSgjört5ir af öliu tagl fljótt og vel af hendi leistar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cahlnet Makera and (j phnlaterera Purntture repalred, upholstered and cleaned, french polishlng and Hardwood Finlshlng, Furni- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned. Phonr Sher. 2733 309 Shrrhrooke St. THE CANADA STANDARD LOAN CO. Aftal SkrlfMtofa, Wlnnlpeg $100 SKULDABRÉF SELD Tilþæglnda þeim sem hafa smá upp- hæóir til þess aó kaupa, sér 1 hag. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunni. J. C. Kyle* rftíÍKmaTIiir 42* Maln Street* Wlnnlpeg. Pian o stil/ing Ef þú gjörir úrs samning um aö láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er 1 góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla pfano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganiegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARRIS 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Systurnar. Eftir Álf Ormxtungu. Klstur, tðskur, húsmunir cða ann- að flutt eBa geymt. ISABEL BAGGAGE AND TRANSFER ST0RAGE GAHIiY IOP8 S3 ISAREL STREBT -n HEILSUTÆP 0G UPPVAXANDI BÖRN Porters Food er blessun fyr- ir heilsutæp og uppvaxandi börn. .Sóistaklega tilbúin meltingar fæða úr hveitimjéii og haframjöli og það er hægra að melta það en graut. Það má brúka það hvort heldur maður vill sem mat eða drykk PORTER’S FOOD Ef brúkað daglega fullnæg ir og þroskar ungbörn, og gjörir þau sterk og hraust. Selt f blikk kollum. 35c og $1. . 1 öllum lyfsölubúöum. Þær voru alsystur, og afkvæmi heiðurshjónanna Rógs og öfundar. Lýgi var ógnlítið eldri en systir hennar Hræsni. Þær voru mjög við aldifr, og eng- inn mundi eftir þeim, ekki einu sinni elztu menn, öðruvísi en æfa- gömlum. En þær báru ellina vel; þær áttu iíka heilmiklu heimsláni að fagna. Þær voru fyrir löngu skildar og skiftar að öllu öðru en frændsemi. Samt var það einn góðan veður- dag, að þær hittust á förnum vegi. Þær höfðu ekki sézt um all-langan tíma; enda var nú systurástin kuln- uð fyrir löngu. Þær öfunduðu hvor aðra og fanst hvorri fyrir sig, að hin standa sér fyrir ljósi. Og strax fóru þær metast á um, hvor hefði nú stærra og yfirgripsmeira verksvið meðai mannanna. “Eg liefi svo mikið að gjöra”, sagði Hræsni, “að eg sé ekki út yfir hclminginn af þvi. Eg hefi eigin- lega aidrci stundarfrið. Ekki einu sinni þegar þeír sofa, því þá er eg í draumum þeirra. An min hreyfa mennirnir varla legg eða lið; eg tala nú ckki um blessaða tunguna”. “Hvar sem tveir eða fleiri tala saman, þá er eg þar. Eg er á öllum möguicgum fundum. Og hafi nú svo viljað til, að eg hafi ætlað að kom ast hjá að vera þar, þá hefir ávalt einhver orðið til þess, að senda eftir mér. “f samkvæmislifinu skipa eg á valt hásæti. Þar er eg drotning; all ir tilbiðja mig, háir sem lágir; og það tekur upp hcilmikinn tima, eins og þú getur skilið. “Eg er heiðursmeðlimur í öllum kvenfélögum; og er það ótakmark að verksvið, einsog þú náttúrlega sérð. “Svo er eg nú talsvert háttstand andi í öllum Goodtemplara félög- um. Þar komast nú ekki allir inn svo glatt, skaltu vita”, sagði Hræsni drýgindaleg og fékk sér langan teig í nefið. Hún var orðin móð. “Já”, hélt hún áfram. “Og svo að fylgja öllum þessum aragrúa, sem deyr, til grafar; þvi engin líkfylgd er fuilkomin án min. “Svo er eg sjálfkjörin í öllum þessum safnaðarnefndum Vestur- íslendinga. Og er það eitt ærinn starfi fyrir ekki beisnari persónu en eg cr orðin, eins og þú liklega veizt að hefir gengið til hjá þeim seinni tið. Og sro allur þessi urm ull af samskota-nefndum, sem alt af eru að sjóða sjóði. Þarna er Júbil sjóður, Eimskipa-sjóður, tveir eða þrir skólasjóðir, Þjóðræknis-sjóður, Gamaimenna-sjóður og margir fleiri sem að likindum verða allir soðnir í einum stórum Gjaldþrotasjóði”,- Og Hræsnin varp mæðilega öndinni og fann hjartanlcga til þess, hvað hreinskilin hún var orðin. En það var henni heimilt, — hún var að tala við systur sína. “Á öllu þessu getur þú séð, „ð eg er ekki aðgjörðalaus; en aldrei get eg skiiið, hvað þú getur verið að slæpast; eg get ekki séð, að þú hafir nokkuð að gjöra”, — og Hræsni gaut til systur sinnar augunum með fyr- irlitningu. — “Get verið að gjöra? Þú veizt nú minst um þaðl” sagði Lýgi og iskraði af kátínu. “Þú ert ekki al vitur; það úthcimtir hvort sem er engan spcking að standa í þinni stöðu. — Það er munur með mig. “Allstaðar rþar sem um einhver framkvæmdarmál er að ræða, þá er eg þar með lifi og sál. “Eg cr í öllurn stjórnmálum. Þar er eg ávalt boðin og veikomin; þar gjörist litið án mín. “í þingsölunum, þar sem mestu stjórnrnálamenn og ræðuskörungar eru samaa komnir, — þar tala EG hæst. 'TIvar »em um stórkaup og sölur er að ræða, þá er eg þar. Það er eg, sem hefi þar mest að scgja; eg, sem get koniið þar mestu til leiðar. Eg er bókstaflega sálin í öllu viðskifta lífinu; ekkert er selt án minnar vit undar. “Og 1 réttarsölunum, þar sem menn gjöra út um öil sín ágreinings- mál; þar sem öll stærstu ag alvar- legustu mál heimsins, ásamt kyrkju- máiinu fræga, eru útkljáð, — þar sem rnenn sverja sína dýrustu eiða, að segja nú satt, ekkert nema sann leikann, svo hjáipi þeim guð, — , er eg þar.. “Þegar stjörnufræðingarnir í turnum sínum sitja við þessa óskap- legu sjónauka og rannsaka himin- geiminn, og segja svo auðtrúa al- múganum, að þcir hafi fundið stjörnu, sem bygð sé af iifandi ver- um; að þeir hafi setí;halastjörnu, sem stefni beint á mpldarhauginn þeirra, og.þá og þegar eyðileggi alt, — fxí er eg þar. “Og þegar sáiarfræðingarnir seil- ast út fyrir takmörk hins tímaniega og rétta að heiminum handfyili “dularfullum fyrirbrigðum”, — þá er eg þar. “Og orðin gullfögru, sem höfð eru eftir dómaranum forðum: — ‘Hvað er sannicikur?’ og sem enginn hefir svarað til fullnustu þann du,i í dag; þá var það alls ekki sagt út í bláinn, þvi þegar guðfræðingarn- ir, heimspekingarnir, vísindamenn- irnir og dómararnir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þcir viti nú alian sannleikann, þá eru þeir oft og tiðum hvað lengst frá þvi, að þekkja sannleikann, — því þá er eg þar. “Og þegar elskendurnir leiðast um laufsali skógarins, og hugljúfi þeirra máninn lýsir þeim í gegnum greinar trjánna, þar sem þau alsæ! af vonardraumum framtíðarinnar keppast við að sverja hvort öðru æfilanga trygð og hollustu, — þá er eg stundum þar á gægjftm. “Eg er sem sagt beinlínis eða ó- beinlínis óaðskiljanlegur hluti ein- staklings hvers, sem að nokkrum staðaldri tekur þátt í mannlífsbar- áttunni. “Og eg hefi meira að segja, en það er nú ekki á allra vitund”, sagði Lýgin og hnypti óþirmiicga i systur sína við hvert orð einsog hún væri að hlaða byssu, — “setið kyrkjuþing í Vesturheimi”. — Hræsni tútnaði út af öfund; hún fann sér til ósegjanlegrar gremju, að hún var smáræði i sam- anburði við systir sína; en hún vissi, að hún var grobbin og ýkin og dálítið skreytin. “Púff, kyrkjuþing!” og röddin var þrungin af fyrirlitningu. Eg held það séu engin ósköp, að komast ó kyrkjuþing. Eg fer til kyrkju og hlýði á messur á hverjum helgum degi”, sagði Hræsni og þóttist nú hafa sigrað systur sína og tekið af öll tvímæli. “Já, það er nú gott og blessað”, sagði Lýgi með ósvífnis gletni. — “Komið hefi eg i krókbckk þar”. Hræsni var mát og það fór fyrir henni, einsog svo ótal niörgom óðr- um, að bera ótakmarkaða lotningu fyrir þeim, sem á einhvern hátt hafa komist til valda og vaxið í glámsaugum almennings, — liún faðmaði systur sína og kysti hana marga og langa kossa, um leið og hún sagði: “Þú ert mér meiri. En við erum báðar mönnunum alveg ómissandi. En nú verð eg að kveðja þig; það er verið að hringja, eg er Iíklega orðin of sein fyrir sæti”. — Og um leið var hún farin. — Það hefir aldrei frézt greinilega, hvort hún hafi fengið sæti. En Hreinskilnin gekk aftur og fram um götuna, köld og klæðlítil; henni fanst þá sem oftar, að hún eiga “hvergi heima”, unz hún hvarf inn í lítið og hrörlegt hús. Þar bjuggu bláfátæk hjón með fjölda af börnum. Þangað litu engir inn, nema alla- vega lagaðir tunglskinsgcislar um litlu rúðurnar. Ofriðurinn og áfengið. Frá Rússlandi. Hjá Rússum eru nú.sem kunnugt er, sett bannlög af zarnum, og munu þau vera beln afleiðing stríðs ins mikla. Um ástandið undir hinum “nýja sið” er mjög skýr frásögn í $ænska blaðinu “Reformatoren”, og setjum vér hér þessa grein í þýðingu. Grein- in er rituð af dr. Matti Helenius- Seppala, sem mörgum bindindis- hlyntum mönnum hér á landi mun kunnur af hinu mikla ritverki “Al- koholspörgsmaalet”, sem Helenius náði doktorsnafnbót fyrir við K.- hafnar háskóla fyrir nokkrum ár- um. Helenius skrifar nú frá Hclsingja- forsi á Finnlandi: — Hvað eg sá í Petrograd? Eina fróttina annari merkilegri hefi eg heyrt um hið einkennilega bindindi á Rússlandi, og ákvað eg því að fara til Petrograd, til þess að sjá með eigin augum, hvernig á- standið var. Þegar í Valkeassaari og á finsku jámbrautarstöðinni f Petrograd sást glögglega, að hér voru nýjir sið- ir gengnir í garð. Ekkert áfengi var hægt að fá, ekki einu sinni öl og vín, hvað þá brennivín. Pjöldi ferðamanna naut matar og ýmsra óáfengra hressingardrykkja, eh 'ekki bar á öðru en að menn hefðu góða lyst. Eg sneri mér til matsveins nokkurs og spurði, hvort ekki værí hægt að fá sér öl að minsta kosti. “Nei, það er alveg ómögulegt”. “En er þá almenningur ekki ó- ánægður, og gengur ekki matsalan ver?” “Já, ekki eru allir mjög hrifnir af því að sitja að kaffi- eða tedrykkju, en almenningur verður að venjast við' Á máteölustöðum við járnbraut- irnár á Pinnlandi er selt öi með mat, en -i Rússlandi er algjört bind- indi á slíkúm stöðum. Bindindi Rússa tekur fram bindindi Finna, sem þó hefir fengið mikið lof! Hvar sem eg ferðaðist um í höf- uðbörg Rússaveldis dag eftir dag, sá eg eitt og hið sama. Eg lór á gisti hús og matsölustaði, gekk um aðal götur og hliðargötur; en mér fanst einsog eg væri að ganga í svefni svo gagnólíkt var það nú á móts við fjrrri daga. Eg sá ekkert af á- fengum drykkjum, og eg sá enga drykkjumenn. Eg var 5 daga f Petrograd og sá höfuðborgina bæði hversdagslega og um helgi. Á sunnudaginn héldu menn nafndág prinsins hátíðlegan; en mér var ómögulegt að sjá nokk- urn mann ölvaðan. Verzlun og veiting -áfengra drykkja er algjörlega bðnpuð í Petrograd. Ekki einu sinnr lyrstsl flokks veitingahús þora að leggja út í ncina áfengisveitingu. ;Sterkari víntegundir, — madeira, þortvfn o, s. frv. — alt er bannað. ölveitinga húsurn er lokað. Hinn 16. okt. sl létu’ yfirvöldin hella út öllum öl birgðum, sem til voru á sölustöðun um. Sama er að segja um vínsölu staðina. Að eins á fáum mateölu stöðum ér hægt að fá léttari vín tegundir og veikt öl með heitum mat. Það er alt og sumt, sem eftir er af áfengissölunni í Petrograd. Það er svo lítið, að menn geta dval ið dögum saman í borginni, án þess á nokkurn hátt að verða þess var Úr goðheimi. Mér stundum finst, sem svipir sveimi Úr sögubjörtum goðaheimi; Frá þjóðsagnanna heimahögum, 1 hljómleik bundnum góðalöguro — 1 lífs og anda öfugstreymi, Me8 draummyndum og dæmisögum. Við frumhelginnar fórnarstalla, Sem fæddi á draumum sköpun alla, Hófst risa-andi starfs og stríÖa, Sem steypti myndir lýSs og tíSa; Og lætur sköp í skorSur falla, 1 sigurverki völund-smíSa. Af vaxtareSli eilífs kjarna Reis áttaviti foldarbarna. — Eitt gójslahros frá geimsins eldi VarS gílSsdra'ömur tg himinveldL.—* Þó breytist leiS og leiSarstjarná.i ÞaS lýsir heimi aS hinsta kveldi. Hver spámannshönd óf líking laga 1 lögmálskerfi sinna dafea. — ViS athvörf nýrra alda’ og þjóSa, Á öldnum stofn méS nýjum gróSa. Er leikin breytt :hán sama fiaga, Og sunginn þáttur sjiinu ljóSa. 41 Og trúin eyöir sjálfs síns syndum, í sókn, og leit aS feg i myndum. Svo spretta fegri og fegri blómin,. Og fegri sýnist morgunljóminn, Vio gróðrardögg frá lífsins lindum. 1 sannleiks leit, viS sigurhljóminn. Á rósbaSm Iffs af rót hins smáa, Sem rís í h-feiSiS fagurbláa; Þar gróa bFóm í sigursveiginn Um sérhvert líf, sem brýtur veginn MeS trú á stríS og styrk þess háa, AS sannleiks löndum sólar megin. Pálmi Einarsson. ■ VERZLUNARMARKMIÐ ER TRYGGING ÞIN BLUE MBBON TEA. Biddu um BLUE RIBB0N Te og vertu viss um að fá það. Það er talin bezta tegund. Sendu þessa auglýsingu meÖ 25 centum fyrir BLUE RIBBON matreiðsiubóðina. Skrifaru nafn cg heimili skýrt. ir. Þar að auki er þess að gæta, að PetrogTad nýtur í þessu efni meira frelsis en aðrir landshlutar á ýms- um stöðum, t. a. m. Kursck og Wil- na; á þeim stöðum hefir síðan stríð ið hófst vcrið algjört aðflutnings- bann. Það leiðir af sjálfu sér, að drukn- ir menn verða fáséðir, enda hefir hegningin fyrir að sýna sig öivaðan orðið miklu þyngri en fyr. í Petro- grad er hegningin vanalega 3 mán- aða fangelsi, eða 3,000 rúblur í sekt. — Sumir hafa reynt að neyta suðu- spirits, en hafa annaðhvort lent i sjúkrahúsum cða 1 fangelsi. Mat- söluhús eru opin til kl. 11 að kveld- inu. Götulífið í Petrograd er með öðru móti en fyr. Ræflarnir, sem heima áttu á götunum, eru horfnir. Jafn- vel f lélegustu borgarhlutunum er útlitið betra en áður. 1 einum strætisvagninum heyrði eg mann lýsa ánægju sinni meö breyting- una. Þá rís annar upp og montar af því, að nú hafi hann heil stígvél, það hafi hann ekki haft uncjan- farna vetur. Já, afleiðingarnar sýna sig. Rúss- neskir hagfræðingar hafa talið spamaö Rússlands, sökum áfengis- bannsins, aðeins septembermánuð síðastl., nema 360 millíónum rúblna, eða jafnmikið og allur herskattur Tyrklands árið 1896. Hva'5 eg heyrði í Petrograd. Eg heimsótti nokkra helztu leið- toga f bindindishreyfingunni rúss- nesku, sem annaðhvort sjálfir hafa talað við zarinn eða ráðherra og stjórnmálamenn. Allir fullyrtu þeir, að vaid brcnnivínsins á Rússlandi sé bíötið á bak. Það sögðu þeir hikladst, dúmainaðurinn Tschelis- how og Mirtow prestur, sem báðir höfðu talað við zarinn, og á sama máli voru hinir góðkunnu iækn- ar, Nisehegorodtsew og Mendél- sohn. Þetta er ekki augnahiiksæsing. Það er þegar kunugt orðið, að zar- inn hefir ákveðið, að öll brennivíns verzlun Rúgsaríkis skuli hætta fyr- ir fult og ait. Rússneska þjóðin tók því með miklum fögnuSi.Rlððin tala mikið um.málið, og um lanci alt eru haldnar þakklætisguðsþjónust- ur í þessu til efni. Glæpum hefir fækkað svo mjög, að það er nú hætt við bygging ým- issa áður fyrirhugaðra fangahúsa. Sjúklingar i sjúkrahúsum i Petro- grad'eru færri en áður. Sparisjóðir eru fyllri en áður, svo að við suma þeirra hefir orðið að bæta starfskröftum. Færri eldsvoðar en áður voru, og slökkvilið borgarinnar hefir í seinni tíð haft óvenjulega lítið að gjöra. • • * Af öllu, sem eg hefi heyrt og séð (segir Helenius), er auðráðið, að Rússland er að gjörbreytast. Og breytingin er árciðánlega til batn- aðar. (D. ö. þýddi). —Vísir. Galdra-Loftur. Eg hafði raunar nbkkra^hugmynd um Galdra-Loft áðúr. En 'síðan eg sá hann leikinn, lifandi fyrír aug- um mínum,' hefi eg okki' "verið i rónni fyr en eg nókktlhn vegino gat skipað honuin vissan Stáð í lifsskoð^ unarkerfi minu, gjört hann saiöfí nefndan við önnur þau' brbt, sem hinn mikli reiknimcistari, lífið, hef- ir fengið fner að glíma vlð.' Það er ógurlegt að sjá hann. Þar virðist farið i landajeit um svört- ustu hyldýpi manntegrar sálar. Og auðnin, myrkrið, er mikið. En þó er þar nóg ..ríkidæmi. Stein- unn, sem bepst fyrir gæfu sinni qg ófæddu barni sipu,- sem umhyert'jst' svo af heift,' að, hún vill láta barn I.ofts, han^ eigið andlit, standa á dóinsdegi, jiískrænit af löstum,; ^og krefja hapn« nfikningssk^par'. ýyg^ sáiu'sinpL^rrr, cn síðaöi, fyi;jfgefur honum alveg, áður hún gangi i dauðann — slik sál er fjarsjóður,. sem ekki verður metinn. — Og hin barnslega, ósnortna sál biskups- dótturinnar, sem lífið hefir ekki enn þá blettað, en vantar alian þroska og getur að eins óttast hin myrku öfl, ensog smábarnið hræðist Grýlu, umhugsunarlaust, af eðlishvöt. Og þó sést, að sál hennar er að vakna- En vöknunin verður óttaleg. Hún er engilbarn, sem vaknar upp í hel- víti. — En stórfenglegastur er Galdra- Loftur sjálfur. Hann er ekki i upp- hafi vondur maður. En hann er metnaðargjarn fram úr hófi og sjálfsclskur. Það hcfir hann frá föð- ur sínum. Hann er afburðamaður að gáfum og lærdómi, “geni”, og við lestur huldra fræða vaknar hjá hon- um áköf löngun til þess, einsog hann segir, “að standa með alia þekkingu mannanna á þröskuldin- um til hins ókunna”. Þcssi löngun fær byr undir báða vængi, þegar hann hefir látið eftir sjálfselsku sinni og holdsfýsnum og flekað Steinunni, sem hann ann ekki, þótt hann haldi það i svip. Ein syndin býður annari heim. Eftir að hann hefir náð ást Disu, þráir hann að losna við Steinunni. En það er ekkt auðvelt. Ilún ver sig sem vargynja, sig og barnið. Hræðileg orð fara á inilli þeirra. Og hið iila nær við pá baráttu sterkari tökum á honum. Framþróun þess er auðséð. Fyrst vill hann losna með hægu móti. Svo segir hann henni frá þvi, hvernig eigi að óska mann dauðan — en getur ekki sagt orðin, sem þar til heyra, skelfist við að sjá ofan i undirdjúp sálar sinnar, þar sem óskin lá, orðvana og bundin. En eftir samtalið við föður sinn, — sem ber mikinn hluta hinnar siðferð islegu ábyrgðar á dauða Steinunn- ar — finst honum kreppa svo að sér, að hann kastar samvizkunni fyrir borð — biður hið illa vald að drepa hana, og gefur þvi í staðinn sál sina, — “frá eilífð til eilífðar”. Strax á eftir ógnar honurti, hvað hann hefir gjört, en hann'er bund- inn. Með grátandi rödd endurtekur hann sáttmálann. — Svo druknar Steinunn. Loftur er viss um, að ósk síni hefirt valdið dauða hennar. Og nú er siðasta eld- raunin eftir. Honum ógna syndir sínar, finnast þær stærri en svo, að þær verði fyrirgefnar. Og sáttmal- inn. — Hið illa hefir vald á honum. Halfri vildi ná valdi á þvi. örvænt- ing, hóflaus metnaður og rangsnúin iðrun hvetja hann til að stíga sið- asta sporið, reyna að ná Rauð- skinnu Gottskálks.grímma, til þess að verða ofan á. ;jQg eftir ægileg at- vik í kyrkjunni, þar sem orgeltón- arnir augnablik veita honum svo mikla.fró, að hann getijr beðið guð — þótt bænin lendi á steinmúr — og hapn finnur, að hann getur ekki fyrirgefið sér sjálfur, þá fer hann að særa. Hann gefur sig enn hinu illa, á meðan vofur biskupanna hrópa: “Vei, vei”, — deyjandi berg- mál hans vondu samvizku — tryll- ist og íejluf til jarðar. Það, sem að síðustu gjörir Loft óðan^er það, að hann getur ekki orðið djöfull. í fyrsta lagi af því, að hann hefir samvizku-leifar, sem eru óslökkvandi eldur i gegnum alt myrkrið. Og í öðru lagi af því, að það er ekki á mannanna valdi, að ‘ná hinu takmarkalausa, hvorki hinu óendanlega góða, né óendanlega iila. bangað stendur hugur hans ætíð, og þess vegna er öll barátta hans dauðadæmd frá byrjun. En hann er kominn af. langt til þess að geta snúið aftur. Og í þcsari ægilegu Iífssögu um baráttu milli góðs og ills, þar sera hið illa stei dur fyrir oss sem sjá'f- stætt, voðalegt .vald, eru svo mikil spekidjúp, að Loftur gctur gjört ráð f.yrir því, að hið illa og góða, sé ef tii viíl runnið. frá sömu uppsprettu *•----------n---------------------- (Eraijihald á 9. bls.) J f

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.