Heimskringla - 11.02.1915, Blaðsíða 4
BLS.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. FEBROAR 1915.
Heimskringla
(Stofnuð 1886)
Suuur út & hverjum flmtudegt.
trtgefendur og eigenduí
THE VIKING PRESS, LTD.
Verfl blaCains i Caiiftda og
Bandari^Junum $2.00 tim arlC
(fyrlrfram borgaC).
Sent til lslande $2.00 (fyrlrfram
borgaC).
Allar borganir sendist ráBs-
manni blaCsfns. Póst etia bánka
ávísanir stýllst tli The Vlking
Press, Ltd.
Rltstjðrt
M. J. SKAPTASON
RátSsmatSur
H. B. 8KAPTASON
Skrlfstofa
729 Sherbrooke Street, Wionípef
BOX 8171. Talsiml Oarry 4110
Islenzkan viðurkend við
háskólan í Saskatoon.
Herra prófessor Thorbergur Thor-
valdsson skrifar oss nýlega, að
i fundi háskólaráðsins, við háskóla
Saskatchewan fylkis i Saskatoon,
hinn 3. febrúar þ. á., hafi það verið
ákveðið i einu hljooi, —
að neméndum, er sæskja uiti inn-
töku í 'háskólann, skuli heimilt,
að velja við inttgönguprófið i s -
lenzkp, i stað eins, af.eftirfglgj-
andi tungumálum: latinu, grisku,
frönsktí og þýzku. Þetta gildir
fyrir allar dcildir háskólans, svo
sem: Arts, Science, Law, Medi-
cine, Déntistry, Pharmacy, Agri-
culture, Accounting og Engineer-
ing.
Með þessu ákvæði hefir háskóla-
ráðið algjörlega sett islenzkuna á
bekk með hinum öðrum útlend-
um tungumálum, sem kend eru eru
við háskólann.
Einnig hefir forseti skólans, t)r.
Murray, látið i ljósi, áð þessi á-
kvörðun háskólaráðsins sé aðeins
byrjun, og að undir eins og nem-
endum fjölgi við háskólann, sem
nema vilji islenzkuna þar, þá verði
téð um kenslu i islenzku og islenzk-
um bókmentum i fyrsta og öðrum
bekk háskólans. .,
Það er því algjörlega á valdi fs-
lendinga sjálfra, hvort islenzkan
verður kend við háskólann i ná-
lægri framtíð eða ekki.
Þetta er svo stórvægilegt atriði,
að íslendingar ættu nú að lita upp,
því að aldrei hefir þeim, eða hinni
fornu og frægu tungu þeirra verið
annar eins sómi sýndur. Komi þeir
nú fram, sem elska hið gamla ís-
land, elska minningu feðra sinna og
mæðra, elska hinar fornu bókinent-
ir, hin fornu Ijóð og fornu sagnir,
sem haldið hafa og halda munu uppi
það? Eða ætla þeir að setja slag-
brand fyrir dyrnar. Þeir eru boðn-
ir, beðnir, laðaðir, lokkaðir til að
koma inn og hagnýta sér þetta. Há-
skólaráðið hefir komist aá þeirril
niðurstöðu, að af námi hinnar is-
lenzku tungu, og úr hinum islenzku
bókmentum, geti þeir aflað sér eins
mikilla andlegra fjársjóða, einsog
af tungum stórþjóðanna, — Breta,.
Frakka og Þjóðverja — eða hinna
fornu þjóða — Grikkja og Róm-
verja.
fslendingar i Saskatchewan! Þér
eruð framafaramenn: þér eigið
þcnna háskóla, -— þér hafið nú kost
á, að halda uppi virðingu hinnar
fornu móður vorrar, sem vér allir
elskum heitt og innilega, þó að höf
og lönd og margt annað aðskilji oss
og hana, móðurina fátæku en friðu,
sem bar oss á brjóstum sinum; —
móðurina fornu, sem svo hætt er
við að börnin vor gleymi, af þvi þau
hafa aldrei séð hana. Reynum nú
að halda við tungu hennar og virð-
ingu, þvi, ef að tungan fer, þá er
'virðingin og ástin farin um Iéið, og
þetta alt er nú býsna viða á förum.
En þér verðið rikari, andlega rikari,
ef að þér notið yður nú tækifærið
og sækið skóla þenna; og annað:
þér vinnið gott verk, ekki einungis
fyrir yður sjálfa, heldur einnig fyr-
ír eftirkomendur yðar, fyrir börn
yðar og barnabörn, ef að þér stuðl-
ið nú að þvi, að fastur kennari verði
settur þarna við háskólann.
| Þá er islenzkan komin þarna á
jfastari fót i Saskatchewan, heldur
'en hér í Manitoba; og háskólinn
ætti að geta dregið nemendur að úr
öllum sveitum, hvar sem íslending-
ar eru hér i Ameriku. Hann yrði
miðpunktur islenzkrar menningar
hér vestra. Gamla fsland gæti þá
verið stolt af yður, og börn yðar
myndu blessa minningu yðar.
Og gleymið ekki manninum, sem
hefir barist fyrir þessu, prófessor
Thorbergi Thorvaldssyni. Þér vit-
ið sjálfir, að það er honum að
þakka. ,
Áður en eg skilst hér við, vil eg
geta þess, að á Saskatchewan há-
skóla, 'þessum i Saskatoon,, eru nú
jrfir 400 nemendur, og er hannieini
háskólinn i Saskatchewan fylki. Við
háskólánn eru nú 3 islenzkír nem-
endur aðeins, — en aéttu að vera
30. En svo er þessi ráðstöfun alveg
ný, sem enginn hefir um vitað, þó
að margir muni hafa óskað eftir
einhverju Iíku\
í bréfinu til min getur prófssor
Thorbergur Thorvaldsson þess, að
sér sé ánægja, að svara fyrirspurn-
um viðvíkjandi skólanum frá til-
vonandi nemendum eða aðstand-
endum þeirra.
Utanáskrift hans er: —
kemur saman um, að engin von sé
til, að “komast áfram” úti á landi,
fyrir þá, sem vilja sækjast eftir
þessa heims gæðum. ,
Þannig hefir ástandið verið, og
þannig er það i þeim sveitum, sem
ekki fylgjast með timanum.
En nú hefir stór breyting orðið
á þessu, og má sjá það i mörgu:
öll starfsemi bænda er í uppgangi,
og aukin samtök, frainför og ment-
un hafa bætt hag bænda um alt fylk-
i'ð. Og ein allra yngsta, og um leið
lang þarflegasta hreyfingin í fram-
faraáttina er sú. sem hefir komið af
stað félagsskap fyrir börn og ung-
linga, sem lifa i sveitum, og nefnist
“The Manitoba .Boys’ and Girls’
Club” (Félag fyrir drengi og stúlk-
ur i Manitoba). Markmið þessa fé-
lags er að setja á fót samkepni með-
al unglinga, sem samsvari iðnaðar-
sýningum bænda viðsvegar um
landið.
Vpptök.
Þetta félag var fyrst myndað fyr-
ir rúmum tveimur árum. Smærri fé-
lög, eða greinar af aðalfélaginu,
voru stofnsett i bygðum og þorp-
um, —- átta alls —, flest i sambandi
við barnaskóla eða sameinaða- og
lýðháskóla. Þó er ekki nauðsynlegt,
að þessi félög séu i sambandi við
skóla eða mentastofnanir. Alveg
eins má stofna þau sérstaklega, í
hvaða plássi sem er, ef nógu margir
gefa sig fram; því öll starfsemi fé-
Jagsmeðlima fer fram heima hjá
þeim sjálfum, en ekki á skólum eða
sérstökum stöðum. Félögum hefir
mög fjölgað, svo að nú er alls með-
limafjöldi aðalfélagsins (nfl. saman-
lagðir meðlimir allra smáfélaganna)
nær tvö þúsund piltar og stúlkur.
Félaginu stýrir útbreiðsludeild Bú-
fræðisskóla Manitoba fylkis (Ex-
tension Department, of the Mani-
toba Agricultural College).
Tilgangur.
í stuttu máli er tilgangur félags-
ins sem hér skal greina:
. Að kenna unglingum að vinna
að ákveðnu takmarki, með á-
buga og vandvirkni. Þannig er
lagður góður grundvöllur fyrir
bvaða köllun sem er, í lifinu.
2. Að innræta börnunum það
strax á unga aldrj, að það er
heiðarlegt og lofsvert, að starfa
með höndum ekki siður' en fneð
höfði.
3. Að veita unglingum úti á; landi
tækifæri til að njóta ánægju og
uppörfunar i.sambandi við dag-
• Ieg störf, þ. e.; að gjöra) þeim
búnaðar-starfsemina léttari og
aðgengilegri.
4. Og á þenna hátt að setja á var-
anlegan grundvöll bændaheir.i-
ilin og sveitalífið, fyrir kom-
andi kynslóðir, svo að , ekk
leiti burtu úr bygðunum þcir
kraftar, sem bezt gætu bygl upp
landið. Þvi að, ef yngra fólkið
fælist landlífið, þá verður seint
hægt, að byggja upp blóndegar
sveitir i landinu. Svo lengi, sem
yngri menn og konur þurfa að
flýja sveitirnar, verða menta-
mál, félagsmál og fjármál
bænda ætið i ólagi, og landbún-
aðurinn á völtum fæti.
heiðri íslands og fslendinga þeirra,
sem geymt haTa og frá glötun vernd-
að sögu Norðurlanda um fleiri
aldir
Þegar fslendingar fengu að ráða
sjálfir og setja kennara inn á Wes-
Iey College, og islenzkan var sett
sem kenslugrein inn á námsskrá
(Calender) Manitoba háskólans, án
þess þó, að nokkur kennari væri ráð
inn við háskólann sjálfan, — þá var
mjög mikilsvert spor stigið i áttina
til þess, að varðveita islenzkuna hér
i landi.
En nú er Iengra farið, þvi að það
er gjört meira en að setja islenzk-
una inn á kensluskrána,— það er
einnig gefln full vissa fyrir þvi, að
kennari i íslenzku verði settur við
háskóla fylkis þessa, af háskólanum
sjálfum, undjr eins og fslendingar
sýna það, að þeir vilji nota þetta,
vilji halda uppi tungu feðra þeirra
og mæðra, tungu Snorra og Egils og
Bjarna og Jónasar og Steingrims og
allra hinna ungu manna, sem nú eru
að gjöra garðinn frægan land úr
landi.
Vér verðum að gæta vor, vinir,
að sleppa nú ekki tækifærinu. —
Þetta tækifæri kemur eins og upp í
hendur manna, cn þvi er varið likt
og öðrum tækifærum. Það rennur
fram hjá oss, ef að vér grípum það
ekki. Vér sjáum það ekki aftur i
hundrað ár — ekki að eilifu.
Fyrst og einkum snertir þetta
alla þá íslendinga, sem í Saskatche-
wan búa. Tækifærið kemur að dyr-
um þeirra, — það bankar og biður
þá upp að Ijúka. Vilja þeir gjöra
Prófessor Thorbergur Thorvaldsson,
University, Saskatoon, Sask.
Af heilum huga óskar Heims-
kringla yður, Saskatchewan búum,
til ánægju og arðs af islenzkunámi
við skóla þennal
Hvað er hægt að gjöra
fyrir litla bændafólkið.
Eftir S. A. Bjarnason.
Flestir munu nú spyrja fyrst og
fremst, hvaða fólk það sé, þetta
“Iitla bændafólk”. Það hefir vist fáí
um dattið i hug, að slika stétt sé að
finna, og þá þvi siður, að hún þurfi
nokkurrar hjálpar með. En þvi er
núsamt þannig varið, að þessi stétt
ér*Bl:, Wg hefir verið til frá því land
fyrst bygðist, þó hcnni hafi oftast
verið Iítill gaumur gcfinn. Þessi
stétt er í flestum bygðum miklu fjöl-
mennari, miklu fjörugri og mnuu
framfúsari, en hin stéttin, nefnilega
í'stóra bændafólkið”, eða fullorðna
fólkið, sem i sveitum býr. Þessi
)ýðingarmikla bændastétt, — upp-
vaxandi kynslóðin í sveitum og smá
lorpum, verður oft að fara margs
á mis, og elst oft upp við erfiðleika,
sem að siðustu gjöra þeim lifið ó-
gcðfclt. Það mesta, sem viðast hvar
hefir verið gjört fyrir börnin úti á
landi, er að veita þeim aðgang að
barnaskólamentun, þegar hentugt
er; en lengra nær ekki uppfræðsl-
an. Hingað til hefir lítið sem ekk-
erl verið gjört lil að örfa þau við
daglcg störf, eða gjöra þeim vinn-
una skemtilcga og upplífgandi. Svo
sækir fjöldi ungra manna og kvenna
í bæjina, til þcss að sleppa við erf-
iði og ógeðfclda vinnu; og flestum
Starfsaðferð.
Eitt aðalfélag nær yfir alt fylkið,
og innibindur öll hin smærri félög
eða deildir. Félagið (eða hvert
smærra félag í sinu eigin nágrenni)
nefnist “The Manitoba Boys’ and
Girls’ Club”. Aðalstjórnandi félags-
ins er Útberiðslustjóri Búnaðarskól-
ans, og skal leita til hans, þegar upp-
lýsinga þarf við. Utanáskrift: “The
Director of Boys’ and Girls Clubs",
Agricultural College, 'Winnipeg. —
Félagið samanstendur af drengjum
og stúlkum, tíu til sextán ára göml-
um. Starfsemi félagsins felst í sam-
kepni, sem nao er á Jíverju sumri, í
þvi að framleiða búsafurðir og að
vinna heimilisstörf. Á hverju hausti
er svo haldin dálitil iðnaðarsýning
I hverju því nágrenni, þar sem fé-
lag er starfandi, og eru gefin verð-
laun þeim, sem skara fram úr í
hverri grein. Á sumrinu 1915 fer
fram samkepni í eftirfylgjandi
greinum:
1. Hænsnarækt.
Einn félagsmeðlimur úr hverri
fjölskyldu fær gefin 12 hænuegg, af
hreinu varpkyni (ábyrgst, að þau
séu undan hænum, sem að jafnaði
verpa 200 eggjum á ári). Þessum
eggjum skal unga út, og skal ala upp
ungana til hausts og sýna þá. Allar
nauðsynlegar upplýsingar fylgja
með viðvíkjandi^uppeldi unganna,
svo hvert barn ggtur unnið starfið
rétt. Hver þátt-takandi þarf að halda
reikning yfir alt, sem hann kostar
til, svo að hægt sé að reikna út, hver
ágóðinn verður af starfinu. Einnig
verður að skrifa stutta ritgjörð um
aðferðir, sem notaðar hafa verið
við uppcldi unganna.
2. Kartöflurækt.
Hver meðlimur, sem óskar eftir,
fær gefins tiu pund af góðum út-
sæðis-kartöflum, ásamt öllum upp-
lýsingum viðvíkjandi ræktun og
uppskeru. Eitt bushel af uppsker-
unni skal sýna að hausti. Vinnu-
kostnaður allur verður að reiknast
og dragast frá verði uppskerunnar.
c. Maísrækt
(til gripafóðurs).
Hver meðlimur, sem æskir, getur
fengið 150 frækorn af hverri af
þremur mais-tegundum (450 fræ-
korn alls). Eitt bindi -af þeirri teg-
und, sem bezt lukkast) skal sýna að
hausti, og einnig gefin skýrsla, s.ml
sýni, hvernig hinum ýmsu tegund-
um hefir farnast. Vinnukostnaf sk.,1
telja og tilraunir skulu gjörðnr til
að sýna, hvaða fóðurmagn maís hef-
ir fyrir mjólkandi kýr. All þetta
skal innibinda í stuttri rilgjörð.
d. Svlnarækt
(fyrir drengi aðeins).
Hver sá, sem vill taka þáll i þess-
ari deild, skal útvega sér tvo s'dns-
hvplpa. Hann elur þá upp, vigtar
mánaðarlegá; leggur iil vcrðs alt
fóður og annan kostnað. — Ná-
kvæmar upplýsingar um meðhöndl-
un hvolpanna, verðmæti fóðurleg-
unda pg fleira, eru gefnar af öllum,
sem i samkepninni eru. Svinin skal
sýna á haustsýningunni. ,
Þesar fjórar aðaldeildir veita ung-
Íingum tækifæri að æfast i búsýslu,
óg eru alveg eins “spennandi” og
upplífgandi einsog heilbrigð sam-
kepni framast má verða. Bórnin
læra að þekkja jarðveginn; læra að
sá og uppskera og ala upp skepnur,
alt eftir beztu aðferðun., og er
það ómetanlega mikilsviroi' hvern-
ig sem á er litið. Einnig læra þau
að semja ritgjörðir, halda reikn-
inga, sinna fundarstörfum og koma
fram opinberlega. Alt þetta öðlast
þau í viðbót við það, sem þau irra
á skóla, eða i daglegum •íörfum
heima hjá sér. Það er meira að
segja ekki óhugsandi, að margt það
barn, sem þreytist á að ganga á
skóla og Iæra af bókinni eingöngu
fái nýjan áhuga fyrir lærdóminum,
þegar það fær tækifæri til að b:‘ta
reikningslistinni og ensku-náminu
á þenna hátt.
Hinar deildirnar eru þessar:
5. Brauðgjörð.
6. Saumaskapur.
7. Niðursuða á aldinum.
Þessar þrjár deildir fyrir stúlkur.
r. Trésmiði, fyrir drengi..
Þessar deildir geta börnin tckið
fyrir rétt fyrir sýningartimann og
sýnt svo gripi sína. Til dæmis er
ætiast til, að drengirnir smiði lítið
hænsnahús, varpkassa, eða einhvern
annan hlut, sem um er samið.
Upplýsingar Viðvikjandi öllum
þessum deildum, érp einnig gefnar
ölium þeim, er þátt taka. ,
• * *
Niðurlagið af þessari grein fjall-
ar um Hauslsýnihguna, Hvernig á
að mýnda félag, Skýrslur frá starf-
andi félögum, og fleira.
Fálkarnir vinna frægan
sigur.
Fálkarnir Iéku á móti Strathconas
á mánudagskveldið var hér á Audi-
torium skautahringnum, og unnu 14
vinninga á móti 3 hinna. Það gladdi
hjörtu eldri og yngri, að horfa á þá
vinna. Það var sem áður hefðu þeir
verið að læra eða lofa hinum að
vinna. Nú voru yfirburðirnir svo
miklir, að þeir óðu beint í gegnum
flokkinn hinna. Þeir unnu samán
núna. Fjöldi manna horfði á þá, og
sýndist öllum eitt, að ekki hefðu
þeir betri menn á svelli séð.
Nú þurfa þeir aðeins að vinna
einu sinni ennþá, og dagurinn er
næsta mánudagskveld; þá leika þeir
við Portage, og nú þurfa þeir að
vinna þá. Það er erfiður flokkur að
sigra; en við ættum að fara með
þeim og láta þá vita, að óskir vorar
fylgja þeim, piltunum, — áð vér
verðum stoltir yfir sigri þeirra, þvi
heldur viljum vér það kjósa en hitt
fyrir þeirra hönd; þó að fjarri sé
því, að vér sökum þá, þó að þeir
tapi, ef að þeir leggja fram sitt
bezta.
Komið nú og horfið á þá!
25. ársfnndur fslenzka Únítara
safnaðarins.
hér í borg var settur 31. janúar síð-
astliðinn.
Tilkynning kom frá presti safn-
aðarins, síra Guðm. Árnasyni, að
hann segði af sér embætti sínu við
söfnuðinn með 6 mánaða fyrirvara,
eða frá 1. ágúst næstk.
Þá flutti síra Rögnv. Pétursson
svolátandi yfirlýsingu:
“Nú á þessu kveldi, er vér, hinn
Fyrsti Únílara söfnuður tslend-
inga í Winnipeg, komum saman i
kyrkju vorri á aðalfundi, við
byrjun hins 25. árs safnaðar vors,
— fáum vér ekki tekið svo til árs-
fundar-slarfa vorra, að vér- ekki
fyrst minnumsl með trega og
söknuði hins mikla missis, er
kyrkja vor og söfnuður hefir beð-
ið á þessu ári við fráfall vors
bezta og ágætasta manns, herra
SKAPTA B. BIiYNJÓLFSSONAIi.
Hann var frumherji frjálsrar
trúar meðal íslendinga hér i álfu,
ávalt leiðtogi alls skoðanafrelsis.
Hann gekk á undan i öllu því, er
laut að siðferðis-fullkomnun, öll-
Um drengskap, hvort lieldur verk
hans voru unnin i þarfir þjóðfé-
lagsins sjálfs, mannúðarstofnana
eða hinnar frjálsu trúar.
i “Þess biðjum vér þvi að góður
guð blessi starf hans og eftirdæmi
oss og þjóðflokki vorum á ókomn-
utn tíma, og líkni og varðvciti vini
hans og vandaménn, er bcra sorg
i hjarta, er hann einn fær helgað
og grætt með sinum heilaga frið”.
Yfirlýsingin var studd af ritara
safnaðarins, og samþykt með þvi,
að fundarmenn risu allir úr sætum
sinum.
Þá voru kosnir fulltrúar safnað-
arins:
Björn Pétursson,
ölafur Pétursson,
Friðrik Sveinsson,
G. J. Goodmundson,
Stefán Pétursson,
Hallur Magnússoji,
Magnús Pétursson.
Djáknar voru kosnir:
Aðalbjörn Jónasson,
Hannes Pétursson.
1 hjálparnefnd:
Sira Guðm. Árnason,
Sira Rögnv. Pétursson,
Hjálmar Gislason,
Mrs. Tillie Pétursson.
Mrs. Anna Gíslason,
Mrs. Guðrún Pétursson,
Mrs. Hólmfriður Pétnrssón.
Yfirskoðunarmaður fyrir safnað-
arins hönd var kosinn Hannes pét—
ursson. '. )
Var svo fundinum frestað til 7.
febrúar næstk.
* Voru þá lagðar fram skýrslur em-
bættismanna safnaðarins.
Samkvæmt skýrslu fjármálaritara
voru tekjur safnaðarins á árinu,
með þvi sem i sjóði var 1. febr 1914,
$2,252.30; útgjöld 2,235.50; í sjóði
því $16.80.
Eignir safnaðarins (kyrkjan, lóð-
in og innanstokksmunir) voru virt-
ár á $36,624.30; áhvilandi 1 skuldir
$1,855.90; skuldlausar eignir safn-
aðarins $34,768.40.
Hjálparnefndar skýrslan sýndi,
að 9 manns hafði verið veitt úr
sjóði þeirrar nefndar.
Kvenfélaginu höfðu bæzt 6 nýjir
meðlimir á árinu. Það héfir einnig
keypt nýtt og vandað hljóðfæri
(harmonium), og hafði áður gefið
kyrkjunni Vocálion og Piano, og
var komið vel á veg með áð borga
siðast keypta hljóðfæríð (harmöni-
um).
Hannes Péturáson, forseti Ung-
mcnnafélags Únítara, kvað félágið
nú telja 170 meðlimi. Það gjörði sér
far um, að vekja lifsgleðina og við-
halda social lifi, og hefði orðið mik-
ið ágengt. Það legði rækt við sak-
lausar, heilnæmar skemtanir. Það
hefði staðið fyrir mörgum social
fundum og heiirtsóknum á árinu, og
þar að auki haft eina bátsferð til
St. Andrews Locks, eitt skógargildi,
2 sleðaferðir, 2 spílafundi, heimboð
fyrir Bandálag Tjaldbúðar safnað-
ar og Afmælissamkomu, og tvenn
leikrit hefði það leikið.
Að ársfundinum afloknum var Öll-
um boðið niður í samkomusalinn til
snæðings. Voru þar margar ræður
fluttar af konum og körlum, gestum
og heimafólki, og kvæði flutt og
sungu menn svo að skilnaði Eld-
gamla ísafold.
Friðrik Sveinsson, rítári.
MENNINGARFÉLAGIÐ
Menningarfélagsfundur var hald-
inn 28. janúar.
Áður en byrjað var á venjulegum
fundarstörfum, bar herra Hannes
Peturson, er gcngdi forsetastörfum
sem varaforseti, fram svolátandi
yfirlýsingu:
“Menningarfélaginu finst það ekki
geta mxtt svo á fundi, að það
hjsi ekki yfir sárum söknuði s(n-
um yfir missir eins síns ágxtasta
manns, stofnanda og forseta,
SKAPTA B. BRYNJÓLFSSONAR;
þess manns, sem öllum fremur
hefir unnið að framfara- og
drengskaparmálum þjóðflokks
vors hér fyrir vcstan haf, — sem
var athvarf lítilmagnans, sjálf-
boðaliði sannleikans og fijrir-
maður frjálshugsandi manna.
“Vér lýsum yfir samhrygð vorri
með eiginkonu hans, föður og
ættingjum, og biðjum guð að
veita þeim styrk i þeirra þung-
bæru sorgum”.
G. J. Goodmundson studdi yfir-
Iýsinguna og var hún samþykt með
þvi, að allir fundarmenn risu úr
sætum sinum.
Þá voru kosnir þessir embættis-
menn:
Forseti—Síra Rögnv. Pétursson.
Ritari—Friðrik Sveinsson.
Gjaldkeri—ólafur Péturssom.
Varaforseti—Hannes Pétursson,
Meðráðendur—Síra Guðm. Árna-
son og Hjálmar Gislason.
Þá flutti *sira Rögnv. Pétursson
erindi um starf og stefnu Menning-
arfélagsins, er myndað var i ís-
lcnzku bygðinni i Dakota árið 1888.
Væntanlega birtist ágrip af þvi er-
indi í islcnzku vikublöðunum inn-
an skamms.
Hcrra Sigurður Anderson, frá í
Piney, Man., er áður bjó að Moun-!
tain, N. Dak., var staddur á fundin-
um, og talaði nokkur orð. Kvaðst
hann hafa haft mætur á Menningar-
félaginu og starli þess. Það hefði
verið fræðandi og i mannúðar- og
frjálslyndisáttina. Sjálfur kvaðst'
hann ekki hafa verið félagsmaður,
en sitt hús hefði ætið verið félags-
mönnúrti velkomið til fundarhálda.
G. J. Goodmundson kvað það;
fagnaðarefni fyrir •:ig, að Norðlend-
ingar, — Skagfirðingar, Húnvetn-
ingar og Þingeyingar —• áttu upp-
tök að Menningarfél. Á yngri árum
hefði hann ætið horft með lotningu
til Þingeyinga; hja þeim hefði and-,
legt atgervi og frjálslyndi yerið'
mest. i
Mrs. F. Sveinsson flutti kvæði éft-1*.
ir einn stofnanda Menningarfélags- -
ins, St. G. St., — eftirmæli eftir,
Magnús lögmann Brynjölfsson. Var
i kvæðinu vikið að starfi Menningar
félagsins. ... j
Var svo fundi slitið.
Friðrik Sveinsson, ritari.
Söngsamkoma 2. febrúar.
Concért það, ér haldið var i úni- ;
tarakyrkjunni 2. febrúar tókst a-
gætlega; enda voru söngkraftar hín-
ir bcztu, yfir 40 manns i söngflokkn-
um, og iiiátti þar lita fólk úr söng-
flokkum allra islenzku kyrknanna
hér i borg. Var það talandi vottur
utn vinsældir og virðingu þá, er. org-
anisti og söngstjóri safnaðarins,
Brynjólfur Þorláksson, hefir áunn-
ið sér hér meðal fólks vors, er kann
að meta listina.
' Samspilið úr Lohengrin, á Vocal-
ion, Slaghörpu og Harmonium, var
tilkomumikið, og unun var að
hlusta á duet — slaghörpu og har-
monium — og sömuleiðis á har-
monium solo, er leikið var af hinni ■
mestu smekkvísi. j
Prófessor S. K. Hall Iék á slag-
hörpu með sinni alkunnu smekk-
vísi og snild.
Miss Dóra Friðfinnsson söng eink
ar fagurt lag, “Hið deyjandi barn".
Lagið raddsett af Próf. S. K. Hall.
Herra Halldór Þórólfsson söng
i‘Sverrir konungur”, kvæðið eftir;
Grím Thomsen, lagið eftir Svein-.-
björnssoii.
Hr. Sig. Helgason söng hið fagra <
lag eftir Sveinbjörnsson “Echo”. ,
Mr. og Mrs. Alex Johnson
sungu duet: ■. “Watchman what of..
the Nighl” -
Meðferðin á þessum söngvum var ‘
snildarleg. }.
“Dýrð sé guði hæzt i hæðum" var
sungið af flokknum með hinni upp- ‘
runalegu raddsetning. Var mjög eirt-
kennilegur og áhrifamikill tignar-
blær yfir þessum gamla kyrkjusöng.1
Siðasta nr. á söngskránrti,. 33,
sálmur Davíðs, eftir G. Wennerberg,
var snildarlega sungið af flokknum.
—- Hr. Thos. H. Johnson, er góðfús- ,
lega hafði tekið að sér að syngja ;
sóló-partinn í því tónsmiði, gat ekki )
verið viðstaddur, vegna veikinda, ;
og söng því herra Jónas Stefánsson
i hans stað og tókst ágætlcga.
Að söngskemtuninni aflokinni
gengu menn niður i samkomusal-
inn til kaffidrykkju. Að þvi ioknu
gjörði söngflokkurinn uppreist gegn
söngstjóra og söng marga söngva
með eldlegu fjöri, rétt einsog ahd
inn blés í brjóst: “Hvað er svo
glatt”, “ólafur reið með björgum
fram”, ó, fögur er vor fóstúrjörð”,
o. s. frv.
Voru allir hinir kátustu, og þótti
betur farið en heima setið.
Friðrik Sveinsson.
Þjóðverji sprengur upp brú
í Canada.
Maður einn að nafni Verner j
Horn, þýzkur, sprengdi upp brú !
eina á St. Croix ánni, á landamær- ;
um New Brunswick í Canada og
Maine i Bandaríkjunum. — Hann
sprengdi upp Canada hluta brúar-
innar og var þegar fastur tekinn af
Bandarikjamönnum. Segist hann
vera þýzkur herforingi og gjöra
þetta i þjónustu föðurlandsins. Er
hann með þessu að herja á Canada-
menn. Canadastjórn og sendiherra
Breta i Washington heimta hann
framseldan; en hann skýtur máli
sínu til sendiherra Þjóðverja í
Bandaríkjunuin, og má búast við
stappi miklu út af þessu. En á
meðan var hann sakaður um, að
hafa gjört skemdir á prívat húsum
Bandarikjamanna með sprenging-
unni og dæmdur fyrir það í 30 daga
fangelsi. Og þar geymist hann með-
an stjórnirnar fjalla uin málin. —-
Annaðhvort er maðurinn vitskertur
eða innblásinn af þýzkum anda.
Blaðið New York Times flutti ný-
lega fregn frá Dawson dags 4. febr.,
þess efnis, að fregnir þangað með
pósti frá íshafinu fullyrði, að þann
11. des. siðastl. hafi enginn þar vit-
að um,( að Vilhjálmur Stefánsson
væri þar nokkurstaðar á land kom-
inn.