Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 2
 BLS. 2 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. MARZ 1915. THE CROTO DRUG CO. WINNIPEG Bætir fljótlcga Ábyrgst RHEUMATIC TREATMENT VertS $1.50 Rafmagns heimilis áhöld. Hughes Rafmagrns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Oólf Hrelnsarar **l.acor* Nltrogen og Tungrsten Lamp- ar. Rafmagna 44FIxtures** MUnlversar* Appliances J. F. McKENZIE ELECTRJC CO. 283 Kennedy Street Fhone Maln 4044 Wlnnlpeg VlTJgJOrUlr af öllu tarl fljótt og af hendi leistar. D. GEORGE & C0. General House Repairs Cablnet Hakera aad tjphalaterers Furniture repaired, upholstered and cleaned, french pollshlnK and Hardwood Flnishing, Furnl- ture packed for shlpment Chairs neatly re-caned. Phone Sher. 2783 389 Sherbrooke 8». THE CANADA STANDARD LOAN CO. A«al Skrlfatofa, TYlnalpec $100 SKULDABRÉF SELD Tllþœglnda þeim sem hafa smá upp- hæóir til þess aTJ kaupa, sér 1 hagf. Upplýsingar og vaxtahlutfall fæst á skrifstofunnL J. Ca Kyl«, rflTbtmaQnr 42S Main Street. Wlaalgeg. Piano stilling Ef þú gjörir árs samning um aö láta stilla þitt Píano eða Player Píano, þá ertu æfinlega viss um að hljóðfæri þitt er 1 góðu standi. Það er ekki að- eins að það þurfi að stilla píano, heldur þar að yfirskoða þau vandlega. Samnings verð $6.00 um árið, borganlegt $2.50 eftir fyrstu stillingu, $2.00 aðra og $1.50 þriðju. H. HARR/S 100 SPENCE STREET CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCTL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Kistur, töskur, húsmunlr eöa ann- aö flutt eöa geymt. ISABEL BAGGAGE AND TRANSFER ST0RAGE GARRY 109S K3 ISAÐEL STREET Radd Framleiðsla Mra. Ho' nck, 485 Arllngton St. er relöubúin ab veita mðttöku nem- endum 1 yrlr raddframletöslu og söng. Vegna þesa aö hún heftr kent nemendum á Skotlandi undlr Lond* on Royal Academy prðf meö bezta árangrl er Mrs. Hossack sérstak- lega vel bœf til þess aö gefa full- komna kenslu og meö láu veröl. Símið Sherb. 1779 Brúkaöar saumavélar meö hsefi- legu veröl.; nyjar Slnger vélar, fyrir penlnga út 1 hönd eöa tll letlgu Partar 1 allar tegundir af vélum; aögjðrö á öllum tegundum af Phon- nographs á mjög lágu veröl. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Pólland. Fyrir þrjú hundruð árum siðan var Prússland litið hertogadæmi sunnan við Eystrasalt, beggja megin Vistula ósanna, og var land það bygt hálfviltum þjóðum. Austurríki var þá kallað hertogadæmi, og var litið, en fólk fákunnandi fjallabúar. Þá var Rússland reyndar stórt nokk uð, en mest voru það hjarðmanna- flokkar, sem bygðu landið norðan frá íshafinu vestan við Ural fjöllin. En þá náði Pólland yfir þveran austurhiuta Norðurálfunnar, frá Eystrasalti og suður að Svartahafi, og var frjálst og óháð lýðveldi, þó að nokkuð væri þar róstusamt stundum. Nú er frægðin gamla Póllands að mestu gleymd, en þjóðin fjöruga, gáfaða og frelsisgjarna fótum troð- in, og hefir svo verið um tvö hundr- uð ár. En smáhvolparnir, sem áður þorðu varla a'ð gelta að Póllandi, eru nú vaxnir orðnir, — kotbúarnir i Salsburger fjöllunum og fiskikarl- arnir við ósa Vistula fljótsins; Vind- ur, sem forfeður vorir sóttu til am- báttir og þræla sina, þeim er nú báðum vaxinn fiskur um hrygg, og nú brenna þeir og bræla hið forna, fræga Pólland, og vilja hneppa það i ánauð undir veldi keisarans þýzka, — þetta litla, sem eftir er af því; þvi að meginhlutanum eru rikin bú- in að skifta upp á milli sín. En þó er það ekki óhugsandi, að stríð þetta verði til að losa um fjötur hinn ar fornu þjóðar og veita frelsi og sameina þessar 20 millíónir Pól- verja, sem nú lengi hafa setið við harðan kost undir þremur stórveld- um: Austurriki, Prússlandi og Rúss- landi. Þjóðirnar deyja og liða undir lok, en ægileg og hörð eru fjörbrot sumra þeirra, og stundum vilja þær ekki kyrrar liggja, þó að grafnar séu. Um það eru deildar skoðanir, hvar Pólverjar hafi fyrst komið fram. Menn hafa engar áreiðanleg- ar sagnir af þeim fyrri en á 10. öld. En það vita menn með vissu, að þeir voru einn hinna mörgu slaf- nesku þjóðflokka, og voru með hin- um stærri eða stærstu, og fyrir löngu siðan komu þeir að sunnan, ein- hversstaðar neðan til úr Dónár- dalnum og settust að við upptök fljótanna Oder og Vistula, eða i löndum þeim, sem nú eru Mahren og Slesía og Galizía og Suður-Pól- land. Snemma á elleftu öld tóku þeir kristni. Fyrst varð einn höfðingi þeirra, Mietzyslaw, ástfanginn 1 I)a- browka, dóttur konungsins í Böhm- en. En hún var kristin, og þó henni litist vel á manninn, vildi hún ekki giftast honum, nema hann tæki trú og léti skírast. Það gjörði hann. Sonur þeirra var Boleslaw, sem kall- aður var hinn mikii. Kristniboðar frá Rómaborg komu svo til þeirra og boðuðu Pólverj- um trú og fengu þá til að skírast. Hafa þeir siðan verið rómversk- katölskir. En flestir aðrir slafnesk- ir þjóðflokkar hafa verið grísk- katólskir. En það var fyrst á elieftu öld, að höfðingjar þeirra náðu kon- ungstitlinum. Þeir töpuðu honum aftur, er páfarnir lögðu óþokka á þá 1079, en náðu honum þó aftur tvö hundruð árum seinna. Undir Bolislaw, 992—1025 e. Kr., var Pólland mikið riki. Náði yfir helminginn af Austurríki sem nú er, nefnilega: Galiziu, Bukóvína, allan norðurhluta Ungarns, Mahren, Böhmen, Slesiu alla vestur að Elfu. og frá Böhmen norður undir ósana á Oder fljóti, og svo austur með Bug ánni að Vistula, nokkuð norðar en Thorn er nú; nærri vestur að Ber lin, sem nú er, en var þá ekki til Á fjórtándu öld bættist öll Lithuania við það. Árið 1667 bættist ennþá stór iengja við Pólland, alla leið norður frá línunni beint vestur af Moscow til Riga við Riga flóann og suður að Svartahafi. Var það þá eitt hið stærsta ríki i Norðurálfu. Mest var veldi Pólverja á fjórt ándu öldinni. Þá var Casimir hinn mikli konungur þeirra, frá 1333— 1370. Var hann kallaður “bænda- konungar”. Hann stofnaði háskól- ann í Crakow, og á hans dögum náðu Pólverjar Galiziu, Lemberg og fylkinu Volhyniu. Árið 1386 óx Pól- land um meira en helming, er hið mikia ríki Lithuania bættist við það; land bæði víðáttumikið, frjó- samt og þéttbygt. Náði það norður að Eystrasalti og austur undir Mos- cow. Löndin við Eystrasaít voru bæði Kúrland og Lífland. Vesturtak- mörk Lithuaniu voru skamt fyrir austan Warshau. Erfitt gekk þó að koma góðu sam- bandi og samlyndi á milli rikjanna; varð töluvert sundurlyndi miili manna og lagaðist aildrei til fulls. Og þegar veldi Póllands stóð sem hæst, var það aðeins samhand margra smáríkja sem hvert fyrir sig var meira eða minna óháð og hvert fyrir sig frábrugðið hinum að þjóð- erni, tungumáli, lögum og siðvenj- um. Það var því ekkert undarlegt, þó að ríkið sundurliðaðist, þegar það var klofið í marga hluta i fyrstu, líkt og Austurrikí hefir ver- ið nú á seinni timum. En hörmulcgt hefir mörgum þott, hvernig Pólland hefir verið bitað i sundur eða því hefir verið smáslátrað lifandi. Hvað stjórnarform snertir, þá var Pólland alla tið einveldi, þó að í rauninni væri það lýðveldi. llöfð- ingi Pólverja var upprunalega kall- aður hertogi og seinna konungur og tók hann tign sína að erfðum. En eftir tólftu öld fóru lendir menn að eflast (aðallinn eður óðalsmennq og drógu til sín stjórn ailra opinberra mála. Lögin um, að konungstign gengi að erfðum, voru brotin hvað eftir annað, svo að þau loks voru að engu höfð, og þegar konungurinn dó, voru æfinlega ótal prinsar eða höfðingjar, sem sóttu um kontings- tignina. Einkum voru þeir af kon- unga-ættum Austurrikis eða Russ- lands, Frakklands, Saxlands eða Sviþjóðar. Og kosningunum fylgdu svo mikil svik og prettir, að þeim ofbauð stjórnmálamönnunum í Ev- rópu, sem þó voru útlærðir i refja- skóla Machiavellis og Mazarins. Og það voru aðeins aðalsmennirn- ir, sem mynduðu þjóðina, og þeir voru mennirnir, sem sátu á þingi eða sendu erindsreka sina þangað, og þar af leiðandi réðu þeir lögum öllum. Einkennilegast við stjórnarskrá Póllendinga var “bannið” (liberum veio, nefndu þeir það), — þetta “veto”, sem margir höfðingjar hafa ennþá. Yfir allan heim er það meiri- hluti atkvæða, sem ræður úrslitum mála. Sumstaðar þarf tvo þriðju hluta, eða þar, sem mest er, þrjá fjórðu. En við Iok fimtándu aldar, var það samþykt á þingi Þjóðverja, að ekkert mál skyldi ná fram að ganga ,sem ekki fylgdi hvert einasta atkvæði. Ef að ei.tt einasta atkvæði var á móti, þá var málið fallið, og i tvö hundruð og fimtiu ár var reglu þessari fylgt með sárfáum undan tekningum. Og það var ekki nóg. að einn ein- asti þingmaður gæti hrundið hverju máli, þegar til atkvæða kom, held ur gat hann lokað umræðum um hvaða mál sem var á einu augna- bliki, með þvi að standa upp og kalla hátt: veto (‘e‘g banna”, ncfni- lega umræðuna). Eftir það mátti ekki tala um inálið framar, — já, inátti leysa upp þingið með því að banna hvert málið á eftir öðru. Er óliklegt. að nokkurntima fyrri eða síðar hafi mönnum komið til hugar jafn vitlaus og ranglát aðferð, sem þessi. Og það er litium efa undir orpið, að þessi aðferS átti meiri hlut í því, að eyðileggja Pólland, en nokkur hlutur annar. Hinir útlendu höfðingjar og útlendu riki gátu æf- inlega keypt einn eða annan þing- mann til að eyðileggja hvaða mál sem þeir vildu. Á Póllandi var raunar meðalstétt einsog i öðrum löndum; en það voru verzlunarmenn og handiðna- menn (smiðir;, sem annaðhvort voru Þjóðverjar eða Gyðingar. All- ur múgurinn Pólverja voru bændur, og áttu þeir einlægt við ilt að búa; þeir voru kvaldir og kúgaðir af höfðingjunum. Þeir voru eins konar þrælar, sem fylgdu löndunum sem kúgildi og voru eign þeirra, sem löndin áttu; þeir höfðu öll ráð yfir lifi bændanna og limum. Bændurnir voru alveg réttlausir fyrir þeim. En alt fyrir þetta var Pólland ekki ver komið, en hin önnur lönd í Ev- rópu á sautjándu og átjándu öld- inni. Og hvað æðri mentun snerti, þá stóðu þeir langt um framar, en mörg hin löndin. Háskólar og skól- ar voru hér og hvar um landið og voru vel sóttir. Það var frá Cracow, sem hinn nafnfrægi heimspekingur Copernicus kom, fyrirrennari New- tons. Hann breytti gjörsamlega hug- rnyndum manna um alhciminn. Áð- ur héldu menn, að jörðin væri mið- punktur alheimsins, og stæði eða sæti föst, og allur heimurinn snörist um jörðina. Copernicus snöri þessu við og sannaði að jörðin væri hnött ur en ekki flöt og snörist um sólina, og allur heimurinn væri á eilífu flugi um geiminn. Þá voru Pólverjar snillingar i söngfræði og óðnim listurri. Og pólska þjóðin varð fræg og viðurkend um alla Evrópu og her- menn voru þeir hraustir og hugað ir. Svo reyndist það að minsta kosti árið 1863, þegar hinn mikli herfor ingi Jóhann (John) Sobieski bjarg- aði Austurríkismönnum og Vinar- arborg, -— rikinu, sem hefir kúgað þá og tætt af þeim eina flikim. eftir aðra, einn landshlutann eftir ann- an, og nú eru Austurrikismenn að strádrepa niður syni þeirra, sem frelsuðu þá á neyðarinnar timum. Þá, árið 1683, höfðu Tyrkir, tryltir og hamóðir, vaðið yfir löndin öll sunnan við Vinarborg og stóð ekkert við þeim. Þeir unnu hvern sigurinn á eftir öðrum og scttust um Vínar- borg, höfuðborgina, og voru búnir að svelta hana svo, að innan fárra daga hefði hún orðið að gefast upp; en þá hefðu Tyrkir vaðið norður um alt Þýzkaland. Voru þá þjóðir allar skjálfandi, því aldrei höfðu aðrar eins ógnir vofað yfir Evrópu i þús- und ár, síðan Atli konungur var á ferðinni með Húna sina. En Sobi- eski var óskelfdur og kom með Pól- verja sína og sópaði Tyrkjum á burtu. En alt fyrir þetta er saga PóUands þessi seinustu tvö hundruð ár, áð- ur en það leystist í sundur, eintóm hrakfara saga: Innanlands sundur- gjörð og ósamlyndi og sívaxandi hættur utan að. Aðalmeinið var stjórnarfarslegt, og kom eða orsak- aðist alt af þvi, hvernig þetta lib- erum veto (bannið) var illa notað; og svo af ofstæki og blindni flokk- anna og eigingirni og sjálfselsku að- alsins, og svo því, að enginn var nógu sterkur eða öflugur, til þess að láta hina hlýða sér. Utan að staf- aði hættan af ágirnd og græðgi þjóð- anna þriggja, sem næstar voru, en það var Prússland, Rússland og Austurríki. I byrjun átjándu aldar kom hætt- an frá Sviþjóð. Þar var Karl kon- ungur 12. á ferðinni; mjög áþekkur maður að mörgu leyti Vilhjálmi keisara, herskár og hraustur og gjörði Svia trylta af bardagalöng- un. En Pétur hinn mikli Rússakeis- ari mætti honum, og þó hann biði hvern ósigurinn á fætur öðrum, þá varð hann þó að lokmn þyngri á vogunum en Karl og frelsaði það Pólverja í það skiftið. Þetta var fyrstu árin eftir 1700. En frestur sá varð aðeins stundarlangur, því að þá komu til sögunnar eftirkomend- ur Péturs mikla. En maðurinn, sem fyrst fékk hug- myndina um, að skifta Póllandi upp og smáreita af því einn lands- hlutann eftir annan, var víst Frið- rik Prússakonungur hinn mikli. Hann kom til rikis árið 1740, og leið ekki á löngu áður en hann var kom- inn í ófrið við Austurríki, og þegar friðurinn var saminn, hafði hann af því alla Slesiu, sem eiginlega var pólskt iand, en komið undir Austur- riki. Næst rendi hann girndaraugum til landsins, sem Pólland átti niður með Vistula og alla leið að sjó norð- ur um Dantzig. Pólland var þá mjög losalegt og samhaldslaust. Konung arnir voru kosnir af þinginu, og vanalega þurfti að múta öllum þorra þingmannanna, þvi að ef einn sagði nei, var hvert mál faliið. Enginn hugsaði um annað en mútur. (Framhald). Sjónir Vilhjálms árið 1908. Það er nú nýkomin út bók á Eng- landi eftir Wiliam le Queux, sem kailast; German Spies in England. Þar er kapituli einn með ræðu, er Viíhjálmur keisari flutti á lcvni- fundi stjórnarráðsins i Potsdain júnimánuði 1908. Kveðst höfundur inn hafa fengið skjöl þessi frá hátt standandi þýzkum manni, sem var mikill vinur Breta, en hann var einn þeirra sem á fundinum voru. Keisarinn hóf ræðu sína á þessa leið: . “Eftir langar og heitar bænir hef- ir ijósið ioksins komið yfir mig. Eg veit það vel, að útlitið i heiinin um er fremur skuggaiegt og myrkt fyrir oss Þjóðverjum; en vér þurf um ekki að örvænta, þvi Guð sjálf ur með öllu sinu veldi er í félagi meif oss, og hefir Iagt oss i hendur meðulin til þess að leysa þýzka keisaradæmið úr hættunni miklu, er yfir því vofir, seni vildi hún eyði leggja velferð rikisins og farsæld í- búanna. Þér vitið við hvað eg á. Það er hin dásamlega uppfinding, sem hans “hávelborinheit” Zeppelin greifa fyrir drottins hjálp auðnað- ist að fullkomna til þess að auka og trygRjn dýrð og velferð föðurlands vors. Þessa uppfindingu hefir Guð sjálfur lagt i hendur mínar, svo eg gæti leitt Þýzkaland út úr ' öllum þeim vandræðum, sem yfir vofa, sigri hrósandi með fánann hátt á lofti, og staðfest með því og uppfylt orð skáldsins fræga, er kvað: “Deutschland uber Alles” (Þýzka- land öllum hærra, — einn rammi þjóðsöngurinn þeirra). Fyrst i friði og fyrst i striði. Já, herrar mínir! Þýzkaland er og á að vera fyrsta og fremsta land í heimi. Fremst í friði og fremst i striði. Það er að segja: friði þeim, sem Guð hefir boðið mér að fá með sigurvinningum fyrir hönd Þjóð verja, og eg er sannfærður um, að eg vinni sigur fyrir hjálp hins al máttuga. Svo segir fregnritinn, að keisar- inn hafi farið að skýra, hvernig þetta skyldi gjörast. Fyrst þyrfti að byggja nógu xnarga Zeppelin loft- báta, og eyðileggja með þeim flola Englendihga i Norðursjónum, Erm- arsund og á Atlantshafi. Og væri þá enginn hlutur á jörðu, sem gæti hindrað Þjóðverja frá að lenda her sinum á Bretlandi, og væri þá létt, að halda sigurför alla leið inn i Lundúnaborg. Hin hraðskreiðu far- þega og flutningsskip Hamburgh American og North German Lloyd skipafélaganna, með fleiri skipum, myndu á skömmum tima geta flutt óvígan her til Englands. Rússland kxmi þar ekki nærri. Þetta stríð myndi verða á moti Bretum og Frökkum, sagði keisar- JWE, RibboN gófíee BLUE RiBBON KAFFI OG BAK/NG POWDER Vér bjóðum yður að prófa hinar hreinu og ófölsuðh Bhe Ribbon fæðu- tegundir eingöngu á vorn eiginn kostnað Vér ábyrgjumst að þær séu algjörlega hreinar og í fylsta máta góðar. Ef að yður líka þær ekki að einhverju leyti, þá getið þér komið með þær í búðina aftur og fengið peninga yðar. inn Rússar væru illa komnir og ekki búnir að ná sér aftur eftir stríðið við Japan, og myndu því friði halda. Mintist keisari þá á Banda- ríkin í Ameriku, “þar sem hann eig- inlega hefði æðstu völd, þvi að nærri helmingur þjóðarinnar væri annaðhvort barnfæddir menn og konur á Þýzkalandi eða af þýzkum ættum”. En 3,000,000 atkvæðisbærir menn greiddu atkvæði í forsetakosn- ingum þar eftir því sem keisarinn vildi. Þeim (Bandaríkjunum) þyrfti að gefa lexiu. Þjóðverjar yrðu að hafa öll yfirráð i Siiður-Ameríku og Suður-Afriku, og Þýzki fáninn ætti að blakta yfir Jerúsalem. Svo sameinar hann sjúlfur allar þjóð ir undir ægishjálm sirtn. Svo lauk keisari ræðunni með þessum orðmn: “Þegar þetta alt er fnllkomnað, þá mun eg sameina alla hina hvítu þjóðflokka og mynda voldugt bandnlag, undir forustu Þjóðverja til þess að mæta háskan- um frá hinum gulu þjóðflokkum, seni er að verða ægilegri og voða- legri með ári hverju”. Mr.William le Queux kveðst hafa sent fregn þessa og skjöl til Breta- stjórrjar, og hefðu þau verið lögð fyrir stjórnaráðið og séu nú i skjala- safni þess. “Queen Elisabeth” einn af stærstu bryndrekum fíreta í Hellusundi. Xigs til messn valin bezt, varna sessinn skekur; rrínar skessan ramgjör mest róminn hvessa teknr. Vörgum óa vopnin sterk, vigin lógast báli; arma drríg úr yfirserk, eldi spjó og stáli. Vigin hneigðust djúpt í dú, darra- beygð við -flauminn, fertugeygða flegðan þá fremst sig teygði i strauminn. Nú er bundið felmtri flest, fólkið undan hörfar; brjóta sttndnr björgin fest fírefans tundur örfar. Hitdibranda kvikum kólf kljúfa fjanda veldi, þritughanda þursar tólf þeyttu á landið eldi. Engám féndum likn er léð, loga strendur táðar. Þór nafnkcndur Mjölni með mötvar á hendur báðar. J. G. G. t DANARFREGN. ---* Þann 15. jan. þ. á. andaðist á spítala i Bayonne, New Jersey, eftir þriggja mánaða veikindi, kona Þor- láks Björnssonar, er þar hefir búið fleiri ár. Hún hét Guðbjörg og var Jóhannesardóttir Árnasonar, frá Ytra-Álandi í Þistilfirði í Þingeyjar- sýslu á fslandi; en móðir hennar var Ingiriður Ásmundsdóttir, Jóns- sonar, frá Máná á Tjörnesi í Þing- eyjasýslu. Guðbjörg sál. var fædd 12. febr. 1863. Hún var eitt af 11 hörnum foreldra sinna, er á legg komust. — Eru bræður hennar og ein systir hér vestan hafs: Guðni og Ásmundur, húandi i Winnipeg; Kristján vestur i Alberta; Guðmundur, búandi i Ár- borg, og Kristin, kona Þorsteins Sveinssonar i Árdals bygð i Nýja fslandi. En systkyni hennar, sem heima eru á íslandi, eru: Síra Árni Jóhanncsson í Grenivík; Valgerður, kona Jóns Sveinssonar á Hólí i Höfðahverfi, og Þorbjörg, kona Jóns Ingimundarsonar á Brekku í Núpa- sveit í Þingeyjarsýslu. Tvö systkini hennar, Arnbjörg og Kjartan, eru dáin fyrir nokkrum árum. Guðbjörg sál. kom til þessa lands árið 1894. Árið eftir giftist hún eft- irlifandi manni sínum, Þorláki Björnssyni; er hann sonur síra Björns Þorlákssonar, sem lengi var prestur á HöskuldSstöðum á Skaga- strönd í Húnavatnssýslu; en móðir Þorláks var Katrin Jakobína Nelson Havstein, kaupmanns á Hofsós í Skagafirði. Kom Þorlákur til Ame- ríku árið 1880. Giftist hann Guð- björgu sál. maí 1895; höfðu þau hjón þvi lifað saman i hjónabanda r 19 ár og 8 mánuði. Eignuðust þau 6 börn; eitt af þeirn dó ungt, en þau sem eftir lifa eru: Viola Inga, 18 ára; Edvard Jakob. 16 ára; Myrtle.. 13 ára; Arthur, 10 ára, og Katrín Camielle, 7 ára gömul. Guðbjörg sáluga var guðelskandi og góð kona, umhyggjusöm og ást- rík móðir; dagfarsprúð í umgengni við alla, er hún kyntist, og ávann sér með því elsku og virðingu alln* þeirra, er hana þektu. Burtför hennar var því tilfinnan- legri, sem vinirnir voru fleiri. Blessuð sé minning hennar. ísafold og Austri eru beðin að- birta þessa dánarfregn. , Vinur hinnar látnu. V. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber uf ölliim öðram. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frimerki og gegnum öðrum pósthiisstörf- um. 818 NOTRE DAME AVENTTE Phone G. 5670-4474 Menn! LæriíS Automobile og Ga* Tractor Iðn. Vi5 þurfum at5 tá fleiri menn tll a?5 skipa þær stöíur sem eru auðar vegna þeirra mörgu hundru® manna sem hafa farit5 f srft5it5, og vegna þess hvat5 korn matur er hár þá vert5a allar Tractor vélar i brúkl næsta vor; og eigrendur eru alla reyt5u farnir at5 grjöra eftirspurn eftir véla fræt5ingum. Byrjat5u á skólanum nú strax svo þú vertiir vit5búin vorinu. Skrifiti eZ>a komiti og fáit5 fallega ókeypis vert5skrá. Hemphill’s Motor School. 483H 31ain Street, Wlnnlpeg. Phone Mnin 5181 170 Fort St. FRANK TOSE Artist and Taxidermist Sendlb mér dýrahöfntiin, aem þli) viIJItS Iflta Mtoppo tlt. Kaupi stór dýrsböfub, Blk tennur, og ógörfuti lot5skinn og hút5ir. Bit5jit5 um ókeypis bækling met5 myndum. BETUR BÚINN TIL Bragð Betri,—er Betri pC í merkur eða pott flöskum. Selt hjá öllum verzlunarmönnum eða frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.