Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.03.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. MARZ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 5. • • Vér afgreiöum yöur fljótt og greiöilega og gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö þá sem verzla viö oss. THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED Phone Main 2511 Henry Ave. East Winnipeg Spánnýr Vöruforði G. G. G. FANNING MILLUR. No. 24 $20.00. No. 30, $22.50. No. 60, $75.00 Baggers fyrir No. 24 og 30 $5.75. No. 60, $16.00. (]>a?i getur verit5 at5 þessir prísar hækki ef tollskráin gerir þaí5 nautSsynlegt.) The G. G. G. Co, I.td 1015 VertJskrá sýnir og útskýrir Seed-drills Picklers, Harrows, Tractors, Plows, Cultivators, Manure Spread- ers, Wagons, Buggies, Fencing, Building Supplies, Flour, Salt, etc. Skrlfitt eftlr verUskrft I dagr Sendi?5 okkur þetta vagnhlass af korni. 14 The /raT? kWMOPK cSCGAlör POkTWILLlAM NtWV Fréttir frá Stríðinu. (Framhald frá 1. bls.) in* í haröfennið, eða sem kalla má jðkulinn, því að frostin eru svo mik- II. Það er fljótgjört, að grafa sig inn i fönnina, þó að hún sé hörð og þeg- ar hríðar, þá sjást þar engin manna- vhrki. En Rússar þola vel kuldann, og kunna betur að búa sig, en menn af sléttum Þýzkalands. Og þegar Rússar eru fyrir, þar sem Austurrik- ismenn koma að, þá vita þeir hinir síðarnefndu ekki fyrri, en kúlna- hriðin dynur á þá, og þarna er oft að kafa í snjónum í mitti og verður þá oft lítið um vörn, og sjást þeir á [ eftir standa skotnir og helfrosnir í snjónum; og ef snjórinn sígur, þá smákoma þeir upp, kollarnir og herðarnar, — þeir eru einsog að gægjast upp úr sköflunum, til að sjá sig um i heiminum. MÖD stríð eru góS, en þetta er himnaríki. A þingi Breta kom striðið til um- ■;eðu og hvernig hinum ýmsu þjóð- flokkum félli vistin og lifið i skot- gröfunum og bardögunum. Gat þá einn þingmaður þess, að Hindúi einn í liði Breta á Frakklandi, het verið spurður um, hvernig lionum félli þetta alt saman, en hann var íljótur að svara: “ÖZZ stríð eru góð, «* þetla er himnariki!" Rússinn á Tyrkjann. Floti Rússa í Svartahafinu er nú loksins kominn af stað úr höfnun- mn við Odessa og Sebastopól, og stefnir suður að Sæviðarsundi (Bos- phorus). í flota þessum eru þrír bryndrekar nýjir, sem hafa 30 tólf pundá fallbyssur til að “hlunka” á Tyrkjann með. Mörg hafa þeir stór rftip önnur, þó að þessi þrjú hin aýju séu bezt. En það þarf mikils ▼íð, því að sundið, sem Mikligarður stendur við, er ramlega víggirt; kastalar beggja megin með hinum beztu Krúpp byssum, sem Vilhjálm- ur keisari var búinn að útvega fóst- bróður sinum Tyrkjasoldáni áður ea strið þetta. byrjaði. í Lundúnum og um allan heim ern menn forvitnir, hvernig þeim muni ganga, er þeir koma suður í aundin þau. Þessi sund eru ennþá þrengri en Hellusund, ekki full 500 yards (250 faðmaq, þar sem þau eru mjóst, og þurfi eiginlega 15 þuml- nnga fallbyssur til þess að brjóta vígin, byssur einsog Queen Elisa- belh hefir. Á þeim enda sundsins, hinum nyrðri, sem kemur inn í Svartahaf, eru kastalarnir sagðir á- kaflcgn sterkir. óefað hafa þetta verið samantek- in ráð Rússa og bandamanan, að Rússar skyldu loka sundinu að Borðan, þegar Bretar og Frakkar ksemu að sunnan, svo að floti Tyrkja vseri þar innibyrgður og hefði ekk- ert undanfæri nema að gefast upp eða sökkva. Enn eru Bretar í þrenglunum, er þetta er ritað, þann 6., en búnir að brjóta syðri kastalana og þangað er búið að sópa upp öllum sprengivéi- um úr sundinu, eða einum þriðja hluta af leiðinni, ncfnilega Chanak Kalesi; eru það nálæga 16 mílur, en eftir er að fara 33 milur eða svo. — Samt eru Bretar búnir að brjóta kastalana nokkuð á undan sér. En vestan við tangann í Saros vikinni er nokkur hluti frönsku herskip- anna að skjóta á Bulair, kastala Tyrkja, og skjóta yfir sandhæðirnar á tanganum. ftalía enn að hugsa sig um.— Grikkir ólmir. Bulgarar og Rúmenar vígbúnir. Eitthvað eru Búlgarar að búa her- sveitir sínar, og er ekki óliklegt, að þeir reyni nú að ná Adríanópel og Kirk Kilisse, sem þeir unnu fræg- astan sigur við i Tyrkja striðinu. Rúmenar er og líklegt að fari af stað áður en þessi vika er liðin, og er nú annaðhvort að gjöra fyrir itali, að fara nú á stað eða ekki. Það getur verið, að þetta sé sein- asta tækifæri þeirra. Og það segir sendiherra Rússa á ítalíu, Krupen- sky. Telur hann vanséð, að ltalir fái nokkuð úr búinu, þegar skift verður, ef þeir fari ekki á stað nú.. Ekki vist, að það verði þegið seinna. Grikkir eru á nálum, ekki af ótta, heldur ákafa og áhuga, að fá að vera með að sparka í Tyrkann og senda hann yfir sundið til Asíu. Láta lítiS til sín taka. Það er einsog neðansjávarbátar Þjóðverja séu farnir að linast, og er sem þeir veiði litið; en kolaskip og jafnvel fiskiskútur Breta renna á þá og sökkva þeim í kaf. Ey'Sing sprengidufla. í Norðursjónum og kringum Eng- lands strendur hafa Bretar eytt sprengiduflum, þannig, að senda út smá gufubáta, tvo og tvo, er færu með langan vað á milli sin, er lægi djúpt nokkuð í sjónum. En sprengi- duflin fljóta ofarlega i sjónum, en strengur liggur úr hverju dufli til botns. Þegar vaðurinn er dreginn i miðjum sjó, þá korna duflin á hann, og má þannig hreinsa alt það svæði, sem yfir er farið. Bæði er þetta þó seinlegt og hættulegt. En svo liafa Bretar líka aðra að- ferð, og lítur svo út, sem hún sé betri í ám og mjóum álum. Eru þeir nýfarnir að nota hana, enda er það ný uppfinding. Þeir sprengja morð- tólin upp með öðrum sprengidufl- um. Þeir senda út bát einn litinn, sem ekki ristir dýpra en tvö og hálft fet. Með honum fer annar bátur, er flytur smá sprengidufl, 5þ punda þungt hvert þeirra og er hvert dufl fest á endann á 50 feta langan járn- hólk. Hólkar þessir með sprengivél á hverjum enda eru lagðir með hundrað feta millibili, alls 10 i eiBu. Þá er merki gefið skipinu, sem sent hefir bátana, og kveikir það i öllum vélum þessum með rafurmagni; en þær sprengja upp allar vélar, sem nálægt eru. Svona verða bátar þess- ir að halda áfram hægt og hægt og sprengja upp við og við, eða lengju og lengju í einu, 1000 fet. Þeir hreinsa miluna á klukkutíma; það er að segja, ef þeir eru ekki skotnir i kaf, eða rekast á einhverja sprengi- vélina óvinanna, sem sendir bát og menn og hólka og tundurvélar i loft ujjp. Flugmenn Frakka 10 þúsund ferðir hafa flugmenn Frakka farið í Ioftinu, og alls hafa þeir flogið 1,116,000 mílur, — eina billíón og hundrað þúsund mílur. Áhugi á Bretlandi fer vaxandi Á Bretlandi verður áhugi almenn- ings einlægt meiri og meiri, eftir þvi sem stríðið endist lengur. Það eru reyndar verkföll hér og þar, en þau standa ekki lengi; enda hefir stjórnin sjálf oft gengið í málin og stutt verkamenn að fá hærra kaup- gjald, og borgað meira eða minna af hinu aukna vinnugjaldi. En hvar sem farið er um England, Skotland og írland, þá heyrist ekki annað, en að mest af öllu ríði á að vinna sigur í stríðinu. Menn heimta, að engir séu undanþegnir herskyld- unni, og er jafnvel farið að tala um það, að það sé nokkuð skrítið, að prestarnir fari ekki i striðið og berj- ist fyrir föðurlandi sinu einsog aðrir. Smáhnippingarnar á Frakklandi. Við og við eru Þjóðverjar að gjöra áhlaup á Frakka á Norður-Frakk- landi, en Frakkar taka harðlega á móti. Þetta eru nú ekki kaliaðir miklir bardagar, en æði harðir eru þeir stundum, þó að þeir nái ekki yfir mikið svæði. Hér er sýnishorn af einum. Það vpr við Notre Dame de Lor- ette. Þjóðverjar gjörðu áhlaup og gátu sprengt upp all-langa röð af fremstu skotgröfum Frakka, og áð- ur en reyknum lyfji af sprenging- unni, voru Þjóðverjar komnir i graf- irnar i þéttum skörum, og þó að Frakkar tækju á móti, þá máttu þeir ekki við, sem eftir lifðu, og hrukku undan i næstu grafir. Þjóðverjar komu fast á eftir þeim og höfðu margskeytur og létu þær sópa um grafirnar. Urðu þá Frakkar að láta undan síga til þriðju grafanna, og enn eltu Þjóðverjar þá, og var nú mest barist með byssustingjum. Og þaðan urðu svo Frakkar enn að hörfa, þvi hinir voru miklu lið- fleiri. Gátu þeir svo fengið vígi bak við grafirnar, sem hinir gátu ekki hrakið þá úr; og voru Frakkar ekki í góðu skapi yfir hrakförum þcss- um. En þarna voru ]>eir um nótt- ina og bjuggu sig undir að taka grafirnar aftur af Þjóðverjum; en þcir voru búnir að búa betur um sig i þeim og hlaða vigarð fyrir framan sig með sandsekkjum. Undir eins og dagaði byrjuðu Frakkar sprengikúlnahrið á Þjóð- verjana, og sprungu kúlurnar í gröf- unum, þar sem Þjóðverjar voru, og svo sendu þeir þeim við og við hríðar úr stórskotabj'ssum. Þjóð- verjar sendu þeim sprengikúlnahríð aftur á móti og sprungu þa'r flestar yfir höfðum þeim og alt i kringum þá, með voðalegu braki og brestum. Þegar þetta var búið að ganga nokk- urra klukkutíma, hættu Frakkar að skjóta og stukku upp úr gröfunum og hlupu á Þjóðverja hálfbognir, oft á hnjám og höndum; en Þjóðverj ar skutu í sífellu af liandbyssum sínum. Frakkar komust í næstu gröfina til Þjóðverja, og nú var stungið með byssustingjunum og lamið með byssuskeftunum og flýðu Þjóðverjar þeir, sem burtu komust, og yfir í næstu gröf. Frakkar héldu þessari, en koniust ekki lengra. Hin gröfin framundan var troðfull af Þjóðverjum, og höfðu þeir hlaðið öflugan varnarmúr mcð sandsekkj- um fyrir framan sig. Nú var enn farið að senda þeim sprengikúlur. Það voru að eins 50 yards á milli grafanna, og sáu Frakkar sprcngikúlurnar koma beint niður í grafirnar; þær tættu Þjóðverja í sundur, og flugu stykk- in af þeim, hendur, fætur og heilir búkar í háa loft. En nótt var komin, loft skýjum þakið og hellirigning. En samt gjörðu Frakkar áhlaup i myrkrinu og sáu menn þá ekki handaskil. Þjóðverjar tóku á móti og varð þar voða aðgangur i myrkr- inu. Þjóðverjar hrukku út i holurn- ar alt í kringum grafirnar, eftir sprengikúlur þeirra, er þeir skutu fyrst á Frakka, og börðust þeir þá oft við sina eigin menn, sem þeir þektu ekki, af því svo var myrkt. Loks flýðu þeir Þjóðverjar, sem eftir voru, til eigin skotgrafa sinna og höfðu beðið mikið manntjón, — látið 3 menn fyrir hvern einn, sem þeir feldu af Frökkum. 3 þúsund Þjóðverja töldu Frakkar dauða í gröfunum þarna og milli grafanna, og voru þó ótaldir þeir, sem særðir höfðu undan komist. Þetta og annað eins skeður nú þarna annanhvern dag, á mílu svæði hér og hvar í skotgröfunum, og er ekki talið; það þykir varla í frásög- ur færandi, ef það eru ekki hundruð þúsunda, sem berjast. Bandamenn skjóta á Smyrna Það sýnist sem Bretum og Frökk- um sé nú orðin full alvara þarna eystra. Á Litlu-Asíu skaganiun nær miðjum, stendur borg sú, er Sinyrna heitir. Er þar höfn mikil og þar er verzlun mest íLitlu-Asíu. Þar eru kastalar og herlið Tyrkja. íbúar borgarinnar eru um 200 þúsund. Fjöll brött eru upp af borginni, og er þar ákaflega fagurt. Þarna eru Frakkar komnir með einn eða tvo bryndreka og smærri lierskip og skjóta í gríð á borgina, eða eigin- lega mest á vigi Tyrkja þar, og gjöra usla mikinn. Er sagt, að nærri hver maður hafi flúið úr borginni, karlar og konur og börn, upp til hæðanna .. bak við bæjinn, en þangað er ör- skamt. Járnbraut liggur á bak við borgina norður til Skútari, á móti Miklagarði, og þar hafa 35 þúsundir tyrkneskra hermanna tekið sér stöðvar, til þess að verja brautina, svo að þeir geti þó alla daga flúið á henni norður. “Queen Elisabeth Þegar þetta er skrifað, þann 9. þ. m., var Queen Elisabeth, bezta her- skip Breta, komin vestur fyrir skag- ann vestanmegin við Hellusund. — Norðan við sundið að vestan mjókk- ar skaginn, svo hann verður eitt- hvað 3 mílur á breidd. Þar er flói inn úr Grikklandshafi að vestan, sem Saros-flói er kallaður. Þar er “drotningin” og skýtur yfir háls- ana eða skagann; fyrst á kastala þann, sem Bulair heitir, og stendur á miðju rifinu, þar sem það er mjóst og svo sunnar á nyrðsta kastalann, I við sundið að vestanverðu, en hann heitir Gallipoli, og jafnvel ennþá lengra, til kastalans i þrengslun- um, sem Kilid Bahr heitir; er þar 7 milna vegur að skjóta og land nokk- J uð flatt. En einlægt eru flugmenn Breta i lofti, til að leiðbeina þeim, hverng þeir skuli skjóta. Hin skip- in eru í sjálfu Hellusundinu, að hreinsa þar til, sem Queen Elisabeth var búin að brjóta áður. Deila á Grikklandi. Á Grikklandi kom upp deila milli Constantinus konungs og stjórnar- ráðsins. Stjórnarráðið vildi lierða á konungi, að leggja út í striðið og gefa Tyrkjanum skell, áður en hann slyppi yfir til Asíu; en konungur vildi ekki. Þá sagði Venizelos stjórn- arformaður af sér, en konungur reyndi þegar að fá annan mann til að mynda nýtt ráðaneyti, en þegar þetta er skrifað (þann 9.) var hann ekki búinn að fá neinn til að mynda ráðaneyti. Venizelos þessi hefir verið talinn einn af vitrustu stjórn- málamönnum Evrópu. Constantin er danskur að ætt, eins og kunnugt er. — Sumir ætla, að þetta sé gjört til að villa mönnum sjónir og séu látalæti, og að í rauninni sé kon-| ungur eins fús í stríðið og þegnar hans. Aftur sýnir það, að honum stendur einrver geigur af Vilhjálmi, sem mörgum öðrum smærri þjóð- höfðingjum, og er þó Constantin I dugandi maður sagður. Hann er kvongaður systur Vilhjálms keisara og segja sumir, að þar liggi fiskur undir steini. Seinustu fréttir. — Uppreistin í Portúgal heldur áfram, en enginn veit, hvað uppi verður á endanum. — Við Piliea fljót á Suður-Pól- landi hafa Þjóðverjar gjört harðar árásir á Rússa. — í Serbiu er fólkið að lirynja niður af pestnæmum sjúkdómum, og erþað afleiðing af hrakningi, er alþýðan hefir orðið að þola við að flýja heimili sín, og svo af hungri. Helztu tiðindi eru þau, að gamli syndaseggurinn, Abdúl Hamid, sol- dán Tyrkja sem einu sinni var, er nú laus orðinn. Allir héldu, að hann hefði verið hengdur eða kæfður fyr- ir löngu, en það hefir reynst öðru visi, því að hann er nú laus. Hann var settur af stóli og hneptur i fang- elsi, þegar Tyrkir þoldu hann ekki lengur, og svo gleymdi heimurinn honum. En hann liafði ekki verið af lífi tekinn, og i byrjun stríðsins var hann fluttur til Konia (Ikoni- um) i Litlu-Asíu. Og nú kemur sú fregn frá Bukarest, að hann sé sloppinn úr haldinu, og hafi vinir hans hjálpað honum til að losna. Búast nú allir við, að tíðindi verði með Tyrkjum innbyrðis, og muni stjórnarbylting óhjákvæmileg. Ab- dúl var áður talinn slægastur allra stórhöfðingja Norðurálfunnar og miðlungi góðgjarn. En enginn efi á því, að hann reynir að ná stjórnar- taumunum og reynir að draga sig út úr ófriðnum; en spursmál getur orð- ið um það, hvort Bandamenn vilja viðurkenna hann. Constantinus Grikkja konungur kvað engan geta fengið til að mynda nýtt ráðaneyti, þvi að öll þjóðin er með Veniz«los. En drotningin, sem einsog fyrr er sagt, er systir Vil- hjálms keisara, dregur örugt taum bróður síns og Þýzkalands, einsog eðlilegt er. Mega nú Grikkir sjá það, að litill hagur er fyrir þjóð eina, að hafa stjórnendur af öðrum ættstofni en þjóðin er sjálf. Og verður nú annarhvor málspartur undan að láta, þjóðin eða konungurinn. En vorkunn er Grikkjum, þó að þeir vilji vera viðstaddir útför Tyrkj ans; hann hefir þeim lengi harð- drægur verið. Venizelos sér fyrir eyðileggingu Tyrkja, í Evrópu að minsta kosti, og að eftir stríð þetta verður enn einu sinni skift Iöndum og ríkjum á Balkan skaganum, og ef til vill í Litlu-Asiu líka. Og nú hefir Austurriki minna að segja eða kannske ekki neitt. En áður ætlaði það ríki sér, að brjóta undir sig all- ar þjóðir á Balkan skaganum, að undanteknum Grikkjum, líklega. En nú vill Grikkland ná undir sig þeim hluta Albaníu, þar sem Grískir menn búa, og er það eitthvað góður þriðjungur sunnantil. Eru þeir Epí- rótar kallaðir. Svo vilja Grikkir fá allar eyjarnar i Grikklandshafi. Þeir fengu reyndar mikinn hluta þeirra eftir Balkan striðin. En Tyrkland hefir einlægt þverskallast við, að láta þá fá eyjarnar Mitylene og Khios, sem þeir lofuðu að láta þá fá i Lundúna friðnum 1913. Og svo eru eyjarnar Imbros og Tene- dos ennþá i höndum Tyrkja. Þær eru framundan Hellusundi að sunn- an. Þá eru undir Tyrkjum Rhodes- eyjan og Sporades syjarnar, sem ítalir halda nú. En allar eru eyjar þessar grískar, og svo er Cyprus-ey, sem Bretar halda. Fólkið er griskt og tungumál þess gríska og allur þess hugur fylgir Grikkjum. Þá eru og allar stendur Litlu-Asíu griskar, og Smyrna er stærsta gríska bbrg- in, sem til er. — Þetta er það, sem dregur Grikki til að fara í stríðið; þeir vilja hafa bræður sina i þjóð- félag sitt. Pálína Vigfúsdóttir, Einarsson. Ekkjufrú Pálína Vigfúsdóttir, Ein- arsson, lézt á fimtudaginn 25. febr. sl., að heimili dóttur sinnar, Mrs. D. J. Mooney, hér í borginni, eftir stutta sjúkdómslegu. Pálina heitin var borin í þenna heim 31. marz 1852 í Álftafirðinum, ag ólst þar upp hjá foreldrum sín- um, Vigfúsi bónda Sigfússyni og konu hans Katrinu fram að ferm- ingaraldri. Þá fluttist hún með for- eldrunum norður til Fljótsdalshér- aðs. Rúmlega átján ára að aldri giftist hún Einari bónda Hinrikssyni á Miðhúsum í Eiðaþinghá, er þá vai ekkjumaður, og bjuggu þau þar um nokkur ár. Þaðan fluttist hún með manni sinum að Vestdal í Seyðis firði og dvaldist þar um sjö til átta ára skeið, og búnaðist þeim hjónum þar mæta vel. Því næst skiftu þau á eignarjörð sinni Vestdal og gestgjafahúsi á Vest- dalseyrar kauptúni, og átti hún þar heimili jafnan siðan, þar til er hún fluttist til Vesturheims vorið 1904, ásamt einkadóttur sinni Jarðþrúði Guðrúnu, nú Mrs. Mooney. Höfuðorsökin, er dró hug hennar til vesturfarar, mun hafa verið sú, að sonur hennar fullorðinn og mann vænlegur, Jón Römmer, hafði fyrir nokkru fluzt til Winnipeg, og þráði hún mög að hitta hann, sem von var og hlakkaði mikið til. En aðkoman varð kuldalegri, en hún hafði vænst eftir, því að rúm- um tveimur mánuðum áður en hún kom til þessarar álfu, hafði Jón horfið snögglega og eigi spurst til hans síðan, þrátt fyrir miklar og margvislegar eftirgrenslanir af hennar hálfu og margra annara. Fékk þetta henni svo mikillar sorg- ar og svarf mjög að henni, sem og eðlilegt var, því að Jón var hennar eftirlætisbarn. Urðu því fyrstu árin vestra henni andstæðari og örðugri, en ella mundi hafa orðið. En kjarkurinn var óbilandi. Vann hún hér ásamt dóttur sinni við hvaða vinnu, sem hún gat fengið, unz dóttir hennar giftist Mr. D. J. Mooney, eiganda að Manitoba hóteli hér í borginni og dvaldi hún á lieim- ili þeirra hjóna jafnan síðan, að undanteknum tíma þeím, er hún varði til íslandsferðar fyrir tæpum góðrar aðbúðar og hins mesta ást- ríkis í hjónabandi varð henni alls lí barna auðið, er mörg dóu á ungum aldri, nema Eiríkur og Jón, er kom- ust til fullorðinsára. En fjögur börn- in eru enn á lífi og syrgja hina ást- ríku móður: Karl sýslumaður og alþingism. í Vestmannaeyjum, Vig- fús Goodmann, verzlunarmaður I Kaupmannahöfn; Ingimundur. fyrv. skipstjóri, i Winnipeg, og Jarðþrúð- ur Guðrún (Mrs. Mooney) einnig hér í borg. Stjúpdætur hennar voruí Guðný, gift dönskum málara i Kaup- mannahöfn, og Anna, sem dó hér vestan hafs fyrir nokkrum árum. Pálina heitin var umhyggjusöm eiginkona og elskuleg móðir böra- um sinum. Hennar kærasta áhuga- mál var að koma þeim til menta einsog frekast var auðið, og dá það allir, er til þektu, hve hart hún lagði að sér við að koma Karli syni sinura gegnum latínuskólann, þar sem maður hennar var þá að verða þrot- inn að heilsu og efnin mjög til þurð- ar gengin. En það rættist á Pálínu, sem svo mörgum öðrum, "að sigur- sæll er góður vilji”. Hún hafði sjálf farið margs á mis í uppeldinu, lítillar tilsagnar notið; til þess fann hún sjálf. Hún viídi ekki að börnin færu á mis við það ljös og þau tækifæri, sem mentunin getur veitt. Hún skildi raentaþrána og mentaþörfina svo vel, Þess vegna lagði hún svo mikið á sig barnanna vcgna, og þess vegna var hún svo fórnfús. Hún var örgeðja kona, bjartsýn og stórhuga, og elsk- aði alt, sem einhver mannsbragur var að. Islandi unni hún mjög. Hún var barn nýja timans fram í and- látið Pálína heitin hafði á yngri árum verið fríð, kona, andlitið tilkomu- mikið, með skýrum og þróttiniklum dráttum; svipurinn djarfur og við- mótið Ijúfmannlegt. Hún var trygg- lynd—sannur vinur vina sinna. Um það get eg, sem þessar linur rita, borið af eigin reynd. Eg þekti hana um allmörg ár. Og mér var hún all af, sökum frændsemi við mann hennar og vináttu við móður mína heitina, einsog hún ætti i mér hvert bein, og svipuð hygg eg að við- kynning hinna mörgu, er þektu hana á Seyðisfirði, eða hvar sem var, hafi orðið En nú er hún horfin—liorfin út úr lífinu, að minsta kosti sýnilegum ná- vistum. Henni var hvildar þörf. Heilsan var á förura. Börnin henn- ar kveðja hana með sorg og sökuði, en gleði lika, — gleði yfir þvi, að hafa átt jafngóða móður. Eg er visS um, að þeir eru margir, sem sakna hennar og minnast hennar með hlýj- um hug. Og eg held, að engir hugsi til hennar á annan veg. Pálína heitin var jarðsungin á mánudaginn 1. þ. m. frá Tjaldbúðar- kyrkju, að viðstöddu fjölmenni. Síra Friðrik J. Bergmann flutti ræður ) heimilinu og í kyrkjunni. Einar P. Jónsson. Róstur í Bæheimi. Frá Amsterdam kemur sú fregn, hinn 9. þessa mánaðar, að róstur hafi orðið i borginni Prag, helztu borginni í Bæheimi á Þýzkalandi.— Sveitar- eða bæjarstjórnin fór að [ útdeila brauði, sem nú er gjört urp i alt Þýzkaland, kartöflubrauði, og fólkið fékk ekki nóg af því, og þá kom ilt i náungann. svo að herliðið þurfti að lemja á honum. Nú er komin tími fyrir þig að kaupa Vor yfirhöfn Þetta er staðurinn til að kaupa hana. Okkar gráu og svörtu klæðis yfirhafnir, meðal þyngd, vel sniðnar eftir nýjustu vor tísku, eru óviðjafnanlegar á $14.00, $16.00, $18.00 og $22.00 Komið inn og skoðið það scm við höfum að bjóða. WHITE & MANAHAN LTD. 500 Main Street j tveim arum Naut hún hjá þeim Ódýr, Næringar Fæða Ovcti, Flour Testing Labor atory Hvítt hveiti er billegasta oj næringarmesta fæSa sem til ei SamanburSur frá peningaleg sjónarmiSi sýnir hveiti hafa 11 sinnum meiri kraft en kjöt. PXTRITY FLOUR er reynt Í ofni við millunna, sameinuð kunnátta efnafræðings og hveiti- __ mölunnar manna hefir verið not- að til þess að gjöra PURITY besta hveiti sem búið er til í Canada Þessi sérstaka varúð er húsmóðirinni fullvissa þess að hún fær óblandaða heilnæma vöru. PURITS FLOUR flore Bread and Better Bread

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.