Heimskringla


Heimskringla - 11.03.1915, Qupperneq 3

Heimskringla - 11.03.1915, Qupperneq 3
WINNIPEG. 11. MARZ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Fyrirlestur um nauð- synjatæki almennings. (PUBLIC UTILITIES). H. A. Robson, fulLtrúi opinberra •velferðarmála (Public Utilities Com- missioner) hélt nýlega fyrirlestur um mál þessi, til þess að skýra þau fyrir fólki, og var margt manna að hlusta á hann. Vanalega skildu menn mál þessi svo, að það væri þjóðvegir, sveitavegir, stræti, eða notkun þeirra af einstökum mönn- um eða félögum eða sveitum, eða þá vatnsleiðsla (Power Plant;. Gat hann þess, að fáir menn skildu, hvað mikið mál hessi flétt- uðust inn í lif og starf hvers ein- asta manns. Tók hann til dæmis vatnsleiösluna, með öllum pípunum um strætin og inn í húsin. Nú eru menn búnir að gleyma þcim tim- um, þegar prívat félag eitt átti þetta alt saman. Svo cr gasið og rafmagns- Ijósin og strxtabrautirnar og vagn- ttrnir, og svo mikið er um þetta, að frá því maður fer á fætur hér í Win- nipeg og þangað til maður fer að sofa á kveldin, þá eru menn stöðugt að nola eina eða aðra grein af þess- um Public Utilities. Menn fara á strætisvögnunum til vinnu sinnar, íara upp á skrifstofurnar i Uftivél- uin, scm ganga upp og ofan af raf- urmagri, og þegar vér setjunist við skrifborðið, þá tökum vér telefón- ínn og köllum upp verksmiðju, þar sem vélarnar renna allar af saina afli. Það er skylda umsjónarmannsins i þessum málum (Publie Utilities) fyrst og fremst að sjá um, að ein- siakir menn geti ekki gjört sér þau að féþúfu; og í öðru lagi að sjá um, að þau gætu þrifist, hvort heldur í iiondum einstaklinga eða dlmenn- ings, eða félaga einhverra; það væri skylda hans að sjá um, að þau gælu haldist við, að störfin væru rekin með hagnaði fyrir almenning, og svo að peningum þeim væri óhætt, sem til þessara mála væru lagðir Eitt af málum þessum er það, að líta eftir flutningsgjaldi og far- gjahli. 1 Bandaríkjunum hefir nefnd vélafræðinga verið kosin til þess, .að virða hinar mörgu og löngu járn- brautir landsins, til þess að liægt væri að miða flutningsgjald og far- gjald við peninga upphæðir þær, sem brautirnar höfðu kostað, og láta eigendur brautanna fá hæfilega vöxtu af peningum þeim, sem þeir höfðu lagt til þeirra, án þcss að taka lillit til þess, sem þeir höfðu blásið hlutina upp með vatnsblöndu (wat- ered stock). — Alt til þessa hafði «nginn mælikvarði verið til að stika brautirnar með. — En i New York ríki var það talið nægilegt, að láta eigendur fá 8 prósent leigu af pen- ingum þeirra í braut hverri, sem þær í sannleika höfðu kostað þá. Oft hafði almenningseign (public •ownership) komið til umræðu, þeg- ar talað var um velferðarmál þessi. Og það var margt, sem mælti með þvi. Stóreignafélögin líta illum aug- um til almennings eignar á hlutum «ða fyrirtækjum flestum, en hafa sagt, að þau væru viljug til að láta aðra liafa rétt til að ráða, hvað | hvað tekjur þeirra af almenningi j skyldu vera. En málum þessum , fylgdi oft áhætta, sem félög ein- j stakra manna vildu ekki leggja á j herðar sínar. Félög þessi vildu ekki j fara inn á óbygði landsfláka með brautir sínar eða fyrirtæki, þó að það væri algjörlega nauðsynlegt til þess að geta bygt upp landið. Gott sýnishorn af þessu væri ljós- og aflstöðvar Winnipeg borgar. En það fyrirtæki hefði aldrei á fót kom- ist, ef að borgin Winnipeg heiði ckki lagt þar til lánstraust sitt og fylgi. Þetta er gott sýnishorn fyrir | allar þess konar stofnanir. Það er með öllu óhrekjandi, að stofnun sú og starfrekstur af hálfu hins opin-1 bera, er mjög verðmæt. Alþýðueign- in stendur þar á föstum fótum og borgar sig vel. Það hefði oltið á ýmsu með tele- fónþræðina; en með þvi að taka þá að sér og gjöra að almenningseign heíði mögulegt verið, að koina fón- unum út til sveita þeirra og bænda, sem ekkert félag einstakra manna hefði látið sér til hugar koma að fara með þá, hversu ríkt, sem það hefði verið. Sérfræðingar útilokaðir. Eitt af þvi bezta og farsælasta við Manitoba lögin um Public Utilities, væri það, að losna við það eða skjóta loku fyrir það, að báðar hlið- ar máls eins gætu kallað sérfræð- inga (experts) frain sem vitni, sinn sérfræðinginn eða sérfræðingahóp- inn hvor hliðin. Nefndin í málum þessum hefði sina eigin sérfræð- inga og fengi stundum að auk pri- vat sérfræðinga. Stundum væri nauðsynlegt, að fá góða bókfærslu- inenn (accountants). En rétt og glógg bókfærsla væri óumflýjanlega nauðsynleg. En und- anfarið höfðu hin stóru félög ekki viljað hafa reikningsfærslu þá, sem hægt væri að sjá af, hvað þau græddu á starfi sínu, að stjórna og eiga þessi almenningstæki. En þessi nýja nefnd gæti neytt þau til þess, og var þá oft, að bókfærsla þeirra varð einfaldari og betri. Fyrirkomulag þetta hefði komist fyrst á á Englandi, undir öðru nafni nafni þó; en svo varð það brátt vin- sælt i Bandaríkjunum. En þar kæmu dóinstólarnir oft i veginn og bönn- uðu, að framfylgja úrskurðum þess- ara nefnda, og hefði þá komið óorð á nefndirnar og fyrirkomulagið alt. Eitt væri það atriði við lög þessi, mælti Mr. Robson að síðustu, sem frábrugðið væri lögum þessuin bæði á Englandi og í Bandaríkjunum. En það væri vald það, sem lögin gæfi nefndinni eða umsjónarmanninum yfir hlutum félaga (stocks). 1 Mani- toba mætti ekki selja stocks eða shares, nema nefndin gæfi sainþykki sitt til þess. Og kæmi það oft i veg- inn fyrir, að óhlutvandir menn fé- flettu aðra og það kannske stórkost- lega. Bœndaþingið í Saskatchewan. Fimtán hundruð karla og kvenna mættu á bændaþinginu (Grain Grow ers Association) í Regina hinn 10., 11. og 12. febrúar sl., og voru allir úr Saskatchewan. Forseti þingsins var Mr. J. A. Maharg. Félag þetta er stofnað til að vinna að öllum velíerðarmáluin bænda, svo sem mögulegt er; menta þá og fræða og draga þá saman, svo að þeir hjálpi hver öðrum. Það er þvi co-operative samvinnufélag, jiannig, að það kaupir í félagi fyrir bændur og selur í félagi fyrir þá hveiti og annan ágóða jarðar, — líkt og Heimskringla fyrir ári síðan sagði frá uin samvinnufélag Dana o. fl.— Stranglega tekið mun það ekki vera pólitiskt, en tekur þó fyrir öll vel- ferðarmál jijóðarinnar: Afnám vín- sölu og bindindi, tollinál, iðnað og búskap allan. Af skýrslu kvenna- deildarinnar sést, að þær, konurn- ar, byrjuðu annað ár sitt í félaginu ineð fimm deildum út um sveitirn- ar; en nú eru þær á einu ári orðnar 50, og er það stórmikill vöxtur. 1 Þessum Grain Growcrs bækl- ingi, sem oss var sendur, er skýrsla um þing þetta og skýrsla um Grain Growers í Alberta og Grain Grow- ers í Manitoba, sem mættu i Bran- don 13., 14. og 15. janúar þ.á. — 1 þeirri skýrslu sézt þó, að einn hóp- ur íslenzkra bænda er i því. Nefn- ist deild sú Siglunes-deild, og er hr. Kr. Peterson forseti, Sig. Peterson varaforseti, Jón Jónsson (frá Sleð- brjót) féhirðir. Stjórnarnefnd: Ben. B. Helgason, Davíð Gíslason, J. B. Helgason,' H. Guðmundsson, Guðm. Jónsson og J. K. Jónasson. Má vel vera, að fleiri séu islenzkar deildir i Manitoba en þessi, þó að vér vit- um ekki; en enginn hefir frætt oss. Forseti kvendeildarinnar i Sas- katchewan er Mrs. Violet McNaugh- ton. Hún hélt ræðu á þinginu, ekki mjóg langa, en afbrigði að skýrleika og efni. Hún talar uin félagsmynd- an, um atkvæðisrétt kvenna, um af- nám vinsölu, um bókasöfn, um starf kvenna á komandi tíma og um stríð- ið. Miss Emma Stocking, skrifari kvendeildarinnar, ritar í skýrslu sinni um myndun félaga, um full- komnun (efficiency) i búskapnum; sýnir, hvað konur skyldu leggja sig eftir á heimilunum, og gjöra sér kunnugt um Social Service, um menningu og siðgæði, um föður- landsást og að gegna skyldum sín- um við land og þjóð; um hjálp til þeirra, sem liðið hafa, og um nauð- synina, að hafa háleitar hugmyndir. Skrifari aðalfélagsins, J. B. Mus- selman, kemur með fjárhagsskýrslu félagsins, er sýnir, að fjárhagur þess er góður; svo getur hann um samvinnu, um félagsmyndun, um fundi í sveitunuin; um að bera þá yfir árið, sem ekki hafa getað greitt gjöld sín fyrir uppskerubrest; um jiá, sem skilvísir eru; um embættis- menn; um flutningsgjald undir út- sæði, með járnbrautum; um fram- lög eða gjafir til Patriotic Fund; um kvendeildir í félaginu. Forsetinn .1 .A. Maharg ávarpar fyrst fundinn eða þingið með sköru- legri ræðu og talar um samvinnu; uin frjálsa verzlun; um aukna fram- leiðslu óg bættan búskap; um stríð- ið; um vínsöluna; um jarðyrkju og blandaðan búskap, og um félagslif- ið, hve áriðandi sé, að það gangi vel. Það má mikið læra af öllu þessu, og eitt er víst, að einsog bændurnir bera alt mannfélagið á herðum sér, eins gætu þeir ráðið lögum og lof- um, ef þeir væru samtaka; og svo annað, en það er, að konur hafa vanalega lagað og munu laga og inóta komandi kynslóðir í franitíð- inni, — að minsta kosti meðan þær sjá um uppfóstur barnanna. FRÉTTABRÉF. -¥ Leslie, Sask., 15. febr. ’15. Hr. ritstjóri Heimskringlu! Viltu gjöra svo vel, að ljá mér rúm í þínu heiðraða blaði fyrr fá- einar línur til kunningja míns? Heiðraði kunningi minn. Þú baðst mig um daginn að senda þér fáeinar línur, og segja þér frá miðsvetrar- samsætinu (Þorrablót), sein haldið var að Leslie 21. jan. þ. á., og vil eg með glöðu geði verða við þessari bón þinni, og verður þú að taka vilj- an fyrir verkið, þótt línur þessar verði ekki visindalega hugsaðar, né formlega samdar. 21. janúar rann upp með Iogni, en loft var þykt og drungalegt; hrím- þursar voru svo þykkir í lofti, að hvergi sást til sólar; en sá, sem skyldi hvað var á seiði, gat tekið eftir því, að stór undiralda var í að- sigi. Alt virtist með kyrð og spekt, þar til kl. 3 e.m., að hávaði og skálaglamur heyrðist álengdar frá sanikonuistaðnum; menn og konur sáust á hvinandi ferð, með fult fang- ið af hinu og þessu, og að vörmu spori var samkomuhúsið upphitað og alljósa, lang-líkast þvi, er menn hafa lesið í Þúsund og einni nótt. Og með þvi að eg var umsjónar- maður hófskálans, þá varð eg alveg forviða, að sjá alla þá snyrtilegu niðurröðun á öllu, sem að hófinu laut, og má liér heimfærast máls- hátturinn: “Margt er það í koti karls, sem kongs er ekki í ranni”. Eg skal segja þér það, kunningi minn, að kvenfólkið hérna i kot- bæjunum getur lagt á borð fyrir gest og gangandi, alveg eins vel og þær í stórborgunum. Póstspjald til okkar færir yður stóra litmyndaða Fræ verðskrá. McKenzie’s Quality Seeds Þama er kost besta Fræ. húsið í Canada. Þarna er Fræ húsið þar sem afgreiðsla er fljók Þarna er mesta Fræ hús í Vestur-Canada. Þarna er stærsta Fræ hús í Vesturlandinu. Þarna er best útbúna Fræ húsið í Vestur-Can-)5@“ ada. Þarna er Fræ húsið sem fyrirkomulag er best ífiétf* Vesturlandinu. Þarna er Fræ húsið Þarggp' sem öllum er gjört rétt til Þarna er best setta Frægj^ húsið. Þarna er yðar ébyrgð að þér fáið gott Fræ. ___ Fræið sem er sérstaklega "?SíUVaiið fyrir Vesturlandið. ____ Fræið sem gefur bestan <«1 árangur í VesturheimL McEenzie’s eru fræin sem "Igfteru líkust fyrirmynd og nafni. Alt fyrir akurinn, mat- 'tí'fJljurtagarðinn og túnið. Fræið sem á verulega "IgjJtsterka og heilsugóða fræ æfi _„_Fraein sem vaxa altaf frá “^byrjun. Sú tegund sem þeir 'A **skörpustu kaupa. Sú tegund sem vissast að kaupa. Þeirra merkilegu yfir- "^3 burðir eru framúrskar- andL Of Brandon, Man. A. E. McKENZlE CO„ Ltd. Calgary, Alta Áfram leið timinn til kl. 7 e.m.;— þá voru dyrnar opnaðar. En hvilík- ur aðgangur! Tveir efldir og þaul vanir dyraverðir, voru að taka á móti inngöngueyrir; þeir höfðu ekki nándar nærri við; hefðu átt að vera fjórir, og innan hálftima voru alsett borð, og gátu þar etið hundr- að og þrjátíu manns. Þegar hér var komið sögunni, þá vakti forseti samkomunnar W. H. Paulson sér hljóðs, og bauð alla vel- komna, og bað menn að taka til snæðings. Og af því að eg var nú þarna staddur, þá get eg borið um það, kunningi sæll, að þar voru öll spjót á lof.ti. Menn voru orðnir mat- arþurfi, þvi margir komu langt að. Ilvað þeir hafa hugsað, sem lijá stóðu og horfðu á aðfarirnar, fæ eg ekki sagt; eg býst við, að þeir hafi hugsað eins og eg, að þeir mundu ekki fá annað en ruður og ugga. En svo varð nú ejcki. Það voru nærri þrísett borð ög þó var nóg af öllu. Hugi og Þjálfi báru á borð og voru býsna liðugir i snúningum. Réttirn- ir voru: harðfiskur, hangikjöt (inik- ið og gott), svið, rúllupilsa; fleira og margbreyttara bakkelsi, en eg fæ lýst, en fram yfir ]iað nóg af öllu. Og skal eg ábyrgjast, að allir stóðu me.ttir frá borðum. Svo þegar hinir síðustu, er enn héldu á inátarskálmum sínum, voru að enda við máhíðina, hrópaði for- seti hárri röddu, bað sér hljóðs, og kvað mál til komið, að bjóða fram hina ákveðnu skemtiskrá. Þessu boði var tekið með hinni mestu kyrð, svo að furðu gegndi. Var fyrst- ur á skemtiskránni sira Jakob Krist- innsson frá Wynyard, með Minni íslands. Hann hafði fyrir ræðu- punkt næturgalann, sem Kínakeis- ari einn átti, sem lesa má í smásög- um eftir danska rithöfundinn H. Andersen. Hann talaði vel og fagur- lega um þá hreinu hljóma, hreinu raddir, sem við íslendingar hefð- um koinið ineð heiman af Fróni. Þessar raddir þyrftu að vera Jirein- ar, en af veru vorri liér í álfu um margra ára skeið, væru þær farnar að blandast fölskum röddum. Ann- ars var ræða sira Jakobs fremur stutt, en vel hugsuð og vel meint. Næsti ræðumaður var Jón Víum frá Foam Lake, e'r talaði fyrir Minni Canada. Hann kvað það hafa verið forn-helga siði landnámsmanna fs- lands, að kasta súlum á sjó út og taka þar land, sem þær ráku, og um leið kveðja sér landvætti. Hann let í ljósi, að sér skildist á sögunni, að Leifur hepni hefði brúkað þenna fornhelga sið, að kasta súlum, og komið á land i Austur-Canada. Hann hefði einnig nefnt sér landvætti, og þessa sömu landvætti helgaði ræðu- maður ekki einungis öllum við- stöddum, heldur einnig öllum fs- lendingum, öldum og óbornum. Þá kom þriðji ræðumaður: Jón Thorlacius, Kristnes; talaði fyrir minni Vestur-fslendinga. Hann rakti frumbýlingsárin fslendinga hér i landi, i fjörutíu ár; bar svo saman ástand þeirra þá og nú. Hann áleit fslendinga vera eins háttstandandi eins og nokkurn annan þjóðflokk, sem þetta land bygði. Ræðumaður á- leit, að andlegar og efnalegar ástæð- ur íslendinga færu vaxandi með ári hverju, og óskaði þeim til auðs og velgengnis i komandi tíð. Á milli ræðanna voru sungin við- eigandi erindi, prenttið, og með þessu var hinni ákveðnu skemtiskrá 'okið. Nokkra aðra kallaði forseti upp á ræðupall, eftir hans eigin vclþókn- un; en aðeins þrír, sem þáðu boðið. Þeir herrar: J, Janusson, Grímur Laxdal og Þorvaldur Þorvaldsson. Að þessu búnu lýsti forseti því yf- ir, að nú lægi fyrir að byrja að dansa. Stóðu þá hendur fram úr ermum; voru þvi hroðin borð og rudd úr rúmi, og hófst sú skemtun (dansinn) kl. 11. Klukkan 3 um nótt ina fengu allir kaffi og bakkelsi i rikulegum mæli. Áður en eg skil við, að segja þér frá samsæti þessu, kunningi minn, þá skal eg geta þess, að hér var ekki talað fyrir minni kongs né kvenna; og er það þó skoðun mín, að bless- að kvenfólkið, sem gjörði sitt bezta til að gjöra þetta samsæti svo aðlað- andi, hefði átt það skilið, að það hefði fengið þakklætis-viðurkenning fyrir snyrtilega og heiðarlega fram- komu sína við þetta fjölmenna tækifæri; slikt ætti ekki að gleym- ast næsta ár. Samt sem áður á for- stöðunefnd samsætis þessa þakkir skilið, fyrir það, hvað hún hefir verið vel í útvegum til þess, að sam- sætið yri sem skemtilcgast. — Sam- sæti þetta var eitt hið bezta, sem haldið hefir verið i Leslie. Kyrð og kurteisi; allir hlýddu á ræðu- menn með mesta athygli, einsog þeir hefðu verið úr hcimi andanna. Ekki varð eg var við öldrukkinn mann, og tók eg þó nákvæmlega eft- ir þvi. Svo kann eg ekki þessa sögu lengri. Þau tiðindi hefi eg að segja, að i desember sk var hér myndaður söngflokkur; eru i honum 11 karl- rnenn. Iíennari er Mrs. W. H. Paul- son. Nafn liefir hann valið sér og kallar sig Hekla. Og óska eg þessum flokk góðs gengis og langrar og lukkulcgrar framtíðar. Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eina er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber tiL má opna spari- sjóðsreikning við TJnion Banka Canada, og með peninga 1 höndum má kaupa með peningaverði. 8á afsláttur hjálpar til að auka bankainnstæðu þína, og þú heflr gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVL, 0TIB0 A. A. WALCOT, Bankastjóri Ennfremur var nú um mánaða- mótin janúar og febrúar stofnað lestrarfélag, er kallar sig Fjölnir. Það hefir nú þegar 18 meðlimi. Það hefir samið lög og reglur; hefir þrjá stjórnendur, einsog vanalega i öðrum lestrarfélögum. Svo það er farið að rofa fyir degi með félagsskap hér í Leslie bæ. Blómgist og eflist alt, sem betur má fara, og sem að góðum félagsskap lýtur. Góður félagsskapur er of oft misskilinn af mörgum, og stendur sá misskilningur fyrir heill og fram- förum í mörgum góðum málefnum og þarflegum fyrirtækjum. Nýlega las eg það i Foam Lake Chronicle, að íbúðarhús Þorsteins Magnússonar hefði brunnið að mestu þann 8. þ.m.; hjónin verið burtu, en unglingsbörn heima. Sagt aðhafi kviknað út frá stópípu; flest- ir innanhússmunir brunnið og fatn- aður. Húsið er sagt að muni hafa verið vátrygt. Hef svo ekki meira að tína til í þetta sinn, kunningi sæll. Eg óska þér og þínum lukkulegrar framtio- ar. — Þinn einlægur. L. Arnason. Gervileg ýngismey Fyrir skömmu var opnuð hin mikla heimssýning í San Francisco, og var þá bætt við lögregluliðið mörgum nýjum varðmönnum, og meðal þeirra er stúlka ein, 21 árs að aldri. Hún heitir Blanche Payson og er af írskum ættum. Hún er 6 fet og 4 þumlungar á hæð, og vigtar 235 pund. A hún sérstak- lega að gæta þess, að karlmenn séu ekki um of nærgöngulir kvenfólki þar á sýningunni. Hún er sögð svo sterk, að ekki þurfi hún nema að gripa um handlegg þeirra, sem flörta, svo þeir sannfærist um, að þeim sé betra að hafa sig hæga. — Hún’er i einkennisbúningi, og þarf því enginn að efast um, hvað hún má bjóða sér. William Pinkerton, hinn heimfrægi spæjari, skrifaði með henni meðmælingarbréf, og var hún óðara tekin góð og gild. Kynt stólum og bor'ðum. Þegar Bretnr náðu ræningjaskip- unum þýzlcu við Falklandseyjar, þá var það hlutverk Breta-skipsins Kent, að ffást við skip Þjóðverja Nurnberg; en það var hraðskreiðara en Kent og nú var um að gjöra, að láta það ekki sleppa undan. Kent fór að kynda af kappi, en brátt sáu menn, að það ætlaði ekki að duga, og tóku Bretar þá það ráð, að þeir tóku hverja spítu, sem laus var, og sósuðu i oliu og settu undir katlana, — þeir tóku stóla alla og borð úr káetunum og kistur foringjanna, bleyttu það i oliunni og stungu und- ir katlana; varð þá skriðið svo mik- ið, að þeir fóru að draga Nurnberg, og áður langt liði gátu þeir sent þvi sprengikúlur svo inargar og þungar, að það brotnaði alt og sökk. AFURÐIR OG MATVÆLI EPLI f TUNNUM Spys 96.50 Baldwins HVEITI—Bezta tegund$3.*0 upp í 93.25 100 pundin. FylHlega jafn gott og Five Roses a® llt. VIDUR—Fluttur heim til fólks hvar sem er í bænum. Tamark$5.25 Jack Pine 94.50 Poplar 93J50 93.75 KARTEPLUR—70c og 75c bushel KORN Tlh FÖDURS—Bændur og abrir geta sparab sér peninga me5 því ab slá sér saman og panta “carload’*. Verb verbur 85c til 86c bushelltt, simitS eftir vertii. Skrifib eftir verbi á. öllum matvælum. AU- ir ofangreindir prisar eru F.O.B Winnipeg. Sendið okkur bús afurði ykkar. Viö seljum þær ykkur í hag, sölu- laun aöeins 5 prósent Ný egg 25c tll 30c dúsiniö ;vert5 gildir i 10 daga. Hænxni 12c til 13c pundiÖ. Fnglar Dc tll lOc pundíö. (án hausa og fóta) Kalknnar 15c og 16c pundiö. Andlr og Gæalr 13c ojc 14c pundiö (óverkaöar með haus- um og fótum). Smjör No. 1 mótaö 23« tll 24c. No. 2 Smjör 23c og 24c i krukkum 21c og 22c þar til viö sjáum þaö. No. 1 Dairy í krnkkum eða kollura 16c tll ISc. Vegna þess hvaÖ raarkaöurinn er óstööugur er ráðlegt aö bændur sendi afuröi sina til markaðs í umboöi: D. G. Mc BEAN CO. 241 Princess SL, Winnipeg. ™ D0MINI0N BANK Hornl Notre Dtmc og Sberbrooke 8tr. HSfaSatðll nppb------- VaraaJAfior_____ Allmr elftnlr. -_______ ____t.6,000,000 ____S. 7,000,000 ____#7S,000,000 Vér ðskum eftlr vlBsktftum verz- lunarmanna og &byrgrumst ab get& þelm fullnægju. SparisjóSsdelld vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- lr i borginnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar óska at> sklfta vlh stofnun sem þelr vita aB er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrJlV sparl lnnlegg fyrlr sj&lfa ybur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONE GARRY 3450 * * Getið þesa að þér sáuð aug- lýsinguna 1 Heimskringlu 1900 WASHERS Ef þú hefur hug á að fá þvotta vél þá væri það þér í hag að skrifa okkur og fá upplýsingar um okkar ókeypis tilboð. 1900 Washer Co. 314 Hargrave St. WINNIPEG SEGÐU EKKI “Eg má ekki við að láta gjöra við tönnnrnar í mér” ViB könnumst öll viö, aö þaö er hart i ári, og íllt atS ná í peninga. En þetta er ef til vill allt til góös. Þaö kemur okkur öllum sem þurfum aö vinna fyrir okkar lifibrauöi til aö meta peningana. (;i.i:v >1I> I>C KkKI aö þú innvinnur þér dollar f hvert sinn sem þú sparar dollar. MUIVD l*C KINNIG aö tennur eru oft meiri auölegti en peningar. Göt) HKII.SA er fyrsta spor til ánægju. Þessvegna þarft þú aö passa tennur þinar. Nú er timinn. Þetta er statiurinn þar sem fínar tanna vitSgertiir fást. STÓRKOSTLEGUR SPARNAÐUR Á BESTU TANNA VIÐGERÐ Bridge Work $5 per tooth, 22k. Gull $5. 22k. Gull Krúnúr. OKKAIt PRISAR HHEYTAST AI.ltRKI Svo hundruöum sklftir fölkn er a» nota aér þetta tæklfærl. PVl KKKI I»Úf FARA FALSTENNUR ÞÍNAR VEL? eöa eru þær altaf hAlf lan.nar 1 munninnmf Kf mvo er þá komlð til okkar «k Ifttiö okkur bún tll tönnur fyrlr þig sem puwaa og fyrir okkar lftga verö. PBRSONULEG AÐGÆZLA—Notlb ykkur okkar 15 Ara reynnln. $8.00 Whale bone Opið á kveldin. DR. PARSONS McGRKKVY RI.OCK, PORTAGK AVK. Telepbone Trunk Ticket Oiflce. e®». Over Grand

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.