Heimskringla - 18.03.1915, Side 8

Heimskringla - 18.03.1915, Side 8
* BLS. * HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. MARZ 1915. *-----------------------------* * Ur Bænum 1 h----------------------------* Miðvikudaginn 10. þ. in. andaðist að Hallson, N. Dak., inerkismaður- Init Sigurður Jónsson. Hann var íæddur á Nýjabæ í Öxnadal árið '1849. Var siðast á Torfufelli i Eyja- €rði. Hann fluttist til Amenku árið '1874, og var þá kvongaður fyrir aokkru. Kona hans var Sigriður Brynjólfsdóttir, er andaðist 8. okt. 1909. Fóru þau hjón fyrst til Kiu- nionnt, Ontario, en þaðan 1875 til Xova Scotia, og voru þar í 6 ár. Þá fluttust þau til Dakota, arið 1882. Hefir búið þar isíðq,n. Eftirlifandi tiörn þeirra hjóna eru: 1) Brynjólf- ur, bóndi við Halison. N. Dak.; 2) >órarinn, búsettur í Cavalier, N .D.; 3) Sigurður, bóndi við Lonesome Butte, Sask., og Skapti, ókvæntur, til heimilis í Cavalier, N. Dak. Jarðarförin fer fram á miðviku- daginn þann 17. þ.m. frá heimilinu, sunnan við Hallson bæ. Sira Rögnv. Pétursson jarðsöng hinn látna. Kvenfélag Únítara safnaðarins hef ir ákveðið að halda skemtisam- fcornu fimtudagskveldið 8. apríl. Á- gætt prógram : aðeins suffragettes, sem þar koma fram. — Einnig verð- or þar dregið um mynd af Þing- oóllum; oliumálverk eftir Vestur- tslendinga nafnkendasta listamann. Myndin verður til sýnis í íbúðar- glugga A. S. Bardals viku fyrir sam- komuna. — Aðgöngumiðar kosta að eins 25c, og gilda þeir fyrir hvort- tvegga: beztu skemtun, sem hér er töI á og $50.00 listaverk. — Munið staðinn : Samkomusal únítara, horni Shcrbrooke og Sargent stræta, 8. april. — Nánar auglýst siðar. Næsta sunudagskveld verður um- ræðuefni í Únítara kyrkjunni: Hóf i orðum. — AHir velkomnir. Engmennafélag Únítara heldur fund fiintudagskveldið í þessari riku, á vanalegum stað og tima. — Meðlimir eru mintir á, að sækja fnndinn. Stúkan Hekla, nr. 33, I.O.G.T. Nokkrir meðlmir stúkunnar Heklu hafa komið sér saman um, að xkemta stúkunni á nýstárlcgan hátt á næsta fundi og biðja þeir alla ís- lenzka Goodtemplara í Winnipeg, að sækja fundinn. Gott prógram xueð söng, hljóðfæraslætti og fleiri xkemtunum. Menningarfélags-fundur. Sira Hjörtur Leó flytur erindi á Menningarfélagsfundi um: fíitvissu Jóhannesar guðspjalls, í kveld (mið- Tikudagskv.). Allir boðnir og vel- loinnir. Frjálsar umræður á eftir. Biblfu-fyrirlestur i Goodtemplarahusinu (niðri), cor. Sargent og McGce st., sunudags- iveldið 21. marz kl. 7 siðdegis. — Efni: Heitög ritning, innblástur og trúanleiki. Er það rétt, að biblí- vn sé í mótsögn mð sjálfa sig? Allir velkomnir. Davíð Guðbrandsson. Mr. Pétursson, frá Lake Manitoba er hér í bænum að leita sér lækn- inga við meiðsli, sem hann varð fyr- ir. Skaut hann sig í hendina, svo að sór varð af mikið og hættulegt, og er óvíst, hvort læknar fá bjargað hendinni. Nóttina milli hins 15. og 16. marz var brotist inn í búð Eggertson & Son, á horninu á Victor og Welling- ton, á sama stað og um sama glugg- ann og farið var í hana fyrir eitt- hvað 5—6 vikum. Þá var glugginn brotinn, en nú var honum ýtt upp. Stolið var smjöri, svínafeiti, eggjum og fleiru, um 40 dollara virði. Eng- inn hefir ennþá grun um það, hyerjir valdir séu að þessum inn- brotum, því ófundinn er sá, sem gjörði innbrotið hjá þeim í fyrra skiftið. Columbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra . kornvöru, gefum hæsta ! verð og ábyrgjumst á- , reiðanleg viðskifti. Skrifaðu eftir upplýsingum. — , ... Síra Albert Kristjánsson úr Álfta- vatnsbygðum, var hér á feð í vik- unn. Hann ætlaði ofan eftir fyrir helgina. Síra Rögnvaldur Pétursson bjóst við að fara suður til Dakota á þriðju daginn til að jarðsyngja Sigurð heit- inn Jónsson, sem átti að jarðsyngj- ast að Hallson á miðvikudaginn i þessari viku. Ritstj. biður afsökunar á prent- villu í auglýsingu um fyrirlestur síra Hjartar Leó á Menningarfélags- fundi. Þar stendur “ritvillur” í stað- inn fyrir ritvissu. Munið eftir bindndisfundinum i Goodtemplarahúsinu á fimtudags- kveldið í þessari viku. Þar verður góð skemtun óefað og góðar og fróðlegar ræður, þar sem þeir tala prestarnir tveir og Dr. Brandson, og málefnið er gott, eitt hið mest velferðarmál yngri sem eldri. Allir, sem unna því máli ættu því að koma og eins þeir, sem linir eru, eða á móti því, svo þeir sjái og skilji hvað málið þýðir; því að engum efa er það bundið, að þessir menn, sem tala, taka það fram og skýra út i æs- ar. Lítið eftir auglýsingunni hér í blaðinu; það verða þarna fleiri skemtanir en ræðurnar. Próf. J. G. Jóhannsson flytur er- indi stjörnufræðislegs efnis á Menn- ingarfélagsfundi í Únítarakyrkjunni fimtudagskveldð 25. marz. Myndir sýndar til að skýra efnið.— Allir boðnir og velkomnir. Hr. Halldór Árman, frá Gárdar, N. Dak., var hér á ferð í vikunni, á skemtiferð. Fór aftur heimleiðis fyrri hluta vikunnar. Hr. Björn Jónasson, frá Silver Bay, var nýlega á ferð hér í borg- inni. Mr. og Mrs. Lyngholt, frá Wild Oak, komu til bæjarins á þriðjudag- inn 9. þ.m. Mr.Lyngholt er að leita sér lækninga við augnveiki. Þau dvelja hér í bænum nokkra daga. Segja alt gott í fréttum þaðan að norðan. Fiskiafli hefir verið góður og líðan alment góð. Hr. Brynjólfur Þorláksson organ- isti verður á ferð um íslendinga- bygðir í Saskatchewan um næstu vikur. Hann verður i Wynyard á helginni er kemur. Áform hans er að stilla píanó fyrir fólkið þar í bygðunum. Þeir, sem þurfa að láta laga hljóðfæri sín, geta skrifað hr. Ásgeir T. Blöndal i Wynyard því viðvíkjandi. Hr. Brynjólfur Þorláks- son er þaulæfður í verki sínu. Hann er nú nýkominn frá Argyle og bæj- unum þar í kring. Hann er ekki ein- ungis orðinn viðurkendur meðal fslendinga, heldur cinnig af nn- lendum mönnum. Og hvar sem hann hann fer, þá vilja menn sjá hann aftur. Blaðið gefur honum sín beztu meðmæli. Skemtilegur fyrirlestur Einsog auglýst var í síðasta blaði Heimskringlu hélt Dr. Henry God- dard Leach fyrirlestur í Skjaklborg á laugardagskveldið var. Hann er skrifari félags þéss, er nefnistAmer- ican Scandinavian Foundation, og sem stofnað var árið 1911 af Niels Poulsen, dönskum mani í New York, og er tilgangur félagsins, að kynna enskumælandi mönnum sögu og bók- mentir Norðurlanda. Síra Rúnólfur Marteinsson inn- leiddi ræðumann með stuttri ræðu. Hóf hann ræðu sína með því, að tala uin bókmentir Norðurlanda til forna, og kvað hann fsland gamla vera föðurland skandinaviskrar menningar. Þeir hefðu skrásett sög- urnar og kvæðin gömlu, og taldi hann Snorra vera kannske bezta sagnaritara heimsins að fornu. Þá gat hann um það, að félag þetta næði yfir öll Norðurlönd, og veitti háskólanemendum styrk til utanferðar og frekari lærdóms í öll- um löndunum, Svíþjóð, Danmörku og Noregi og svo hér í Ameríku. — Væri nemendum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku veittur styrkur til að fara á háskóla hingað til Ameríku, en mönnuin héðan til Norðurlanda. Svo fór hann að tala um víkinga- iildina og gat um ferðir Svía, Norð- Mér er bötnuð hjartveikin. >£g verð hennar aldrei var nú. Eg er þakklátur a15 eg sá auglýsingu þína um Dr. Miles Hjarta Met5al. AtSur en eg byriatsi at5 brúka þatS var eg nú er eg glöt5 at5 geta sagt at5 nú er eg mjög slæm af hjarta sjúkdómi. En viti gótía heilsu. Eftir at5 hafa farits eftir reglum um brúkun hjarta mets- alsins. . MISS ANNIE FARRON, Topeka, Kans. Ferðu varlega með hjarta þitt og ert þú viss um að það er eins sterkt og það ætti að vera? Dr. Miles hjarta meðul stöðva hjarta hreyf- inguna og hjálpar því til að ná sér aftur eftir ofraunir, armæðu, áföll og ofreynslur Ef fyrsta flaskan baetir ekki þá gefur lyfsali þinn þér peningana til baka. Til sölu hjá öllum lyfsöl- um. j ♦ ♦ ♦ -♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -f ♦ -f 4- f -f •f t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Ókeypis Samkoma verSur haldin í Goodtemplarahúsinu fimtudaginn 18. þessa mán. (í kveld) ; byrjar kl. 8 e.h. Efnisskrá: t t t •f f ■f •f 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Ávarp forseta. Hljómleikar—Thorsteinn Johnston fíæða—Sira Hjörtur Leó. Einsöngur—Miss Efemía Thorvaldsson. fíæða—Dr. I). J. fírandson . Hljómleikar. Ræða—Sira fí. B. Jónsson. Söngur. Til þessarar samkomu hefir verið sérstaklega vel vandað einsog sjá má á efnisskránni. ENGINN INNGANGSEYRIR! ENGIN SAMSKOT! ALLIR VELKOMNIR! ♦ •f f t t t ST0RK0STLEG SALA Á HÁRL0KKUM (búttir til eftir puntun) Fléttur, 32 þuml. á lengd, sem kosta vanalega $15.00, kosta nú aðeins. . $8.00 Ef vér höfum ekkl yöar hárallt, munum vér fyrlr stuttan ttma, búa til sérstaklega, fléttur sem samsvara hárl yöar. Skrlflegum pönt- unum sérstakur gaumur gefln. Skrlflö eftlr vöruskrá MANITOBA HAIR GOODS CO. M. Person, RáÖsm. 344 Portage Avenue, Winnipeg manna og Dana, fyrst vestur og suð- ur til Orkneyja, Vestureyja og Suð- ureyja; Dana til Norðimbralands og allrar austurstrandar Englands; — Norðmanna suður með ströndum tii Fríslands, Hollands, Flandern, Nor- mandís og suður með öllu FYakk- landi. Þcir herjuðu þar og tóku strandhögg og rendu skipum sínum upp eftir hverri á og fljóti. Þeir tóku Normandí, fóru upp Signu og tóku Parísarborg, þó að þeir létu hana aftur. Þeir héldu upp Tempsá til Lundúna, og börðust þar við London bryggju og eyðilögðu bryggj una með því að renna sveruin köðl- um um stólpa hennar og festu svo kaðlana í langskip sín og réru svo stólpana undan bryggjunni. Sagði fyrirlesarinn, að um alt Austur-Eng- land væri þjóðin blendingur af Bretum og Norðmönnum, og mætti sjá þess merki enn þann dag í dag. Hið sama væri með öllum ströndum og eyjum. Enda bæri málið þess ljósan vott. Þá sagði hann frá ferðum viking- anna um Eystrasalt, Ermaland, Vindland, Kúrland, Ingermanna- land og Finnland. — Þá gat hann um ferðir hinna sænsku og norrænu víkinga til Rússlands, sem þeir í þá tíð kölluðu Garðaríki; sagði að þeir hefðu haldið lengra og lengra suð- ur með ánum, sem renna í Svarta- haf. Suður um Kænugarð, yfir Svartahafið til Sæviðarsunds (Bos- phorus) og Miklagarðs, og mintist á Harald konung harðráða, er hann gekk þar á mála hjá Grikkjakonungi og gjörðist höfðingi Væringja. En svo kölluðust hermenn þeir hinir norrænu, er suður komu þangað og gengu i herþjónustu. Fyrirlesarinn gat Ingólfs og ís- lands fundar og Grænlands og skýrði frá fundi Ameríku eða Vín- landsför, og sagði ítarlega og skýrði með myndum alt þetta. Sáust þar borgir og bæjir, herskip skjöldum sköruð og brynjaðir vikingar. — Jómsvíkinga sýndi hann og sagði frá heitstrenging þeirra við veizl- una og Jómsvíkinga bardaga. Þá sýndi hann og, er Jómsvíkingar FLUTTIR Hérmeð tilkynni eg almenningi að eg hefi flutt mig í stærri og betri búð, þar sem öll viðskifti geta gengið mikið greiðar en áður. Nýja búðin er að: 572 Notre DameAve. aðeins þrcmur dyrum vestar en gamla búðin. Central Bicycle Works S. MATTHEWS eigandi. TELEPHONE — GARRY— 121 voru höggnir eftir bardagann; þar mátti sjá Eirík Hákonarson og Þor- kel i Leiru með öxina, og Sigurð Búason; hann sagði frá því, er Vagn hjó Þorkel og skýrði EiriKi frá heitstrenging sinni. Þá gat hann myndasmiðsins Ein- ars Jónssonar og taldi hann mestan allra núlifandi myndasmiða. Sýndi hann nokxrar myndir eftir hann og voru sumar ákaflega tilkomumikl- ar, t. d.: Kýrin Auðhumla og jötun- inn að sjúga og nátt-tröllið með stúlkuna. Var það svo tilkomumik- ið, að ekki er út í það faranrii, að Jýsa því, þó maður sjái því brcgða fyrir í fjarska nokkrurn fáein augnablik. , Þá sýndi hann mynd af Skræl- ingjahóp þeim, sem Vilhjálmur Stef- ánsson fann við íshaf norður, sem hann sagði að myndu vera afkom- endur hinna foru Grænlendinga, er frá lslendi komu. Var ekki furða, þó að Vilhjálmi sýndist svo, því að sumir þeirra sýndu svo sláandi merki ættar sinnar og uppruna, að hefðu menn séð þá úti á íslandi, þá liefði cngum komið annað til hugar, en að þeir væru sannir fslendingar: hárið, andlitið, skeggið, vöxturinn var svo íslenzkt alt saman, og svo gjörsamlega ólíkt Eskimóa svipnum, að þar virðast engar frekari sann anir þurfa til. — Og mig skyldi undra það, ef að nokkur einn ein- asti íslendingur hefir verið þar inni sem ekki sá þetta. Dr. Leach sýndi þar ágæta mynd af Snorra Sturlusyni, og kom hún prýðisvel út. Fyrirlesarinn fylgdi einnig ferð- um þeirra Leifs Eiríkssonar frá Grænlandi suður með Hellulandi, Newfoundland, Nova Scotia og suð ur fyrir Cape Cod til Vínlands Fyrirlesaranum sagðist vel; tók hann atriði og atriði úr sögunum norrænu; en einsog hver maður get- ur séð, gat hnan ekki tekið alt á svó skömmum tíma, og litið gat hann um ferðir þeirra víkinganna til FTandern og Normandís, og ekki um ferðir þeirra til Spánar eða Sik- konungs. En það var vel valið, sem ileyjar, eða Jórsalaferð Sigurðar hann kom með og á hann þökk skil- ið fyrir. Hann sýndi, að hann var gagnkunnugur sögunum. Þvert yfir landið. Framhuld frá 5. bls. Nú var Iokið samleið við norðan- póst og hafði eg, einsog líklega flcstir aðrir ferðamenn, sem rcynt hafa, skemtilega samfylgd að þakka Sigurjón Sumarliðason, fyldgarmað- urinn hans og hestarnir hans, eru I allir hraustir og ágætir Norðlend- ; ingar. Geta öruggir mætt harðviðri og ó- færð, án þess að láta ofbjóða sér. Enda er þess full pörf; póstleiðin j er á þriðja hundrað K,iom., og stutt- ur hvíldartími suma sólarhringa, — Það er hin mesta nauðsyn og mann- uoarmál fyrir postana, að eiga dug- lega hesta og fara vel með þá. I því efni hygg eg, að Norðanlandspóstur- inn skari fram úr. Hitt er hörmu-* legt, að sjá magrá og þróttl’itla hesta brjótast um í ófærð, stundum, ef til vill, með þyngstu baggana. Hinn 13. des. var stefnt á Holta- vörðuheiði. Með póstinum voru tveir aðrir ferðamenn, ásamt inér, á leið til Reykjavíkur: Olgeir Júlíus- son bakari frá Akureyri, og húsa- smiður úr Reykjavík, Einar að nafni, sem verið hafði í Fjarðar- horni í sumar við húsbygging. — Um morguninn var fönnin svo djúp, að maðurinn gat ekkert gengið nema i hestaslóðinni. Allan daginn var látlaust kafald, og póstkofortin óku viða með sér mjöllinni. Þó farið væri af stað löngu fyrir dag, þá náðum við þó ekki í sælu- húsið á Holtavörðuheiði fyrri en i húmi um kveldið. Og það verð eg að segja, að þar bjóst eg við betri að- komu. Eg get því ekki látið hjá líða, að fara um það nokkrum orðum, ef verða mætti, að eitthvað yrði úr þvi bætt. Þar urðum við auðvitað að gista, engin tiltök, að brjótast lengra, þeg- ar ekki sá svipað því á milli staura. Sæluhúsið er þannig gjört að innan við það rúin, sem hestarnir hafa, er afiiiljaður dálítill klefi fyr- ir ferðainenn að hvílast í. Þar er ekkert annað til þæginda en olíu- vélar kríli og tveir bekkir til að sitja á. Nú getur hver sem vill sett sig í spor ferðamannsins, sem kemur þar uppgefinn af að brjótast áfram i ófærð, allur blautur upp til mittis og á höndum og auk þess sveittur. Hann verður að hafast við í klef- anum (við vorum þar 6 í þetta sinn) og berja sér til þess að verj- ast skjálftanum, unz það hitnar svo i húsinu frá mönnunum og ljósinu á olíuvélinni, að hélan klöknar á súð- inni. Þá tekur það versta við; vatn- ið streymir ofan á mann, einsog úti í regnskúr. í bleytunni er setið alt kveldið og nóttina, þvi að eigi er unt að þurka vetling, hvað þá bræk- ur. Væru ófærar stórhríðar fleiri daga — einsog oft á sér stað — mundi ilt að lifa i húsinu. Þeir giska á það, sem reynt hafa eina nótt. Ef einn mann bæri þar að illa til reika, tel eg vafasamt, að hann gæti haldið í sér lífinu, vegna kulda; og engan frið hefði hann til hvildar. Það er ömurlegt, að hugsa til þess, að gistihús á langfjölfarnasta fjallvegi landsins skuli vera svona ófullkomið, lakara en skýli leitar- manna i Mývatnsöræfum. (Niðurlag). HERBERGl TIL LEIGU. Stórt og gott framherbergi til leigu, á mjög hentugum stað, rétt við hornið á Sherbrooke og Sarg- ent. Nógu stórt fyrir tvo. Öll þægindi í húsinu. Telephone G. 270. 623 Sherbrooke Street. KENNARA VANTAR Tvo kennara vantar við Norður- Stjörnu skóla No. 1226, fyrír næsta kenslutímabil, sex mánuði, frá 1. maí til 1. des. Frí yfir ágústmánuð. Annar kennarinn þarf að hafa 1. eða 2. “Professlonal Certificate”. Tilboðum, sem tiltaki kaup og æf- ingu við kenslu, verður veitt mót- taka af undirituðum tll 1. apríl, næstkomandi. Stony Hill, Man., Feb. 15. 1915. G. JOHNSON, 26-29-U Sec’y-Treas. KENNARA VANTAR við Lundar skóla No. 1670, árlangt, frá 15. apríl næstkomandi. Verður að hafa Second Ctass Professional Certificate. Tilboðum, er skýra frá æfingu og kaupi, er óskað er eftir, verður veitt móttaka til 27. inarz 1915. D. J. Líndal, Secy-Treas. Lundar, Man. KJÖRKAUP PIANOS PLAYERS 0RGANS PHONOGRAPHS OXBRIDGE ORGEL, FIMM ÁTTUNDIR Walnut Cabinet snib; fyrirtaks kjör- kaup á $40. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánaðarlega. GODERICK CHAPEL ORGEL—EIKAR hylki, nýtt. Söluver'ð $70. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánat5arlega. SHERLOCK OG MANNING ORGEL, Píano hylki, “golden oak". Vanaver® $140; hérumbil nýtt. SöluverTS $70f Skilmálar $10 í peningum og $6 mán- a'ðarlega. THOMAS ORGEL, PIANO HYLKI tíR Walnut, ljómandi fallegt. $150 hliófc færi. Lítið brúkatS. Söluverft $80. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánaö- arlega. BELL PIANO CASE ORGEL — MJÖG vandaður frágangur, eins gott og nýtt. Vanaverð $160. Selzt fyrir $75. Skilmálar $15 í peningum $6 mánað- arlega. “PLAYER” ORGEL—SHERLOCK OG Manning. Fyrirtaks hljóðfæri. I>að re hægt að spila á það með höndunum eða með player piano músík rolls. Vanaverð $275. í»að er búið að borga fyrir það að nokkru leyti. Söluv.erð það sem eftir er að borga, $185. Skil- málar $20 í peningum og $7 mánaðar- lega. EUNGBLUT UPRIGHT PIANO, BtrlÐ til á Englandi. Lítið Píanó í Walnut hylki. Selst fyrir $125. Skilmálar $10 í peningum og $6 mánaðarlega. NEEDHAM & COMPANY — STÓRT Píanó í Golden Oak hylki. Vanaverð $400. í>etta píanó hefir verið brúkað aðeins fimm ár. Söluverð $200. Skilþ málar $10 í peningum og $7 mánaðar- lega. KIMBALL PIANO—STÓRT GOLDEN Oak hylki, mjög vandað, $450 píanó, tekið í skiftum; selst fyrir $225. Skil- málar $10 í peningum og $7 mánaðar- lega. DOHERTY PIANO—MISSION HYLKI, hér um bil nýtt. Vanaverð $400. Selst fyrir $265. Skilmálar $15 í pen- ingum og $8 á mánuði. MASON & RISCH PIANO. — MJÖG vandað snið, tekið í skiftum; brúk- að aðeins þrjú ár. Vanaverð $500; selst fyrir $325. Skilmálar $15 í pen- ingum og $8 á mánuði. EVERSON PLAYER PIANO—BRÚKAÐ tvö ár; í fallegu Walnut hylki; 65 nótu hljóðfæri í besta lagi. Vanaverð $700, selst fyrir $450 með tíu rolls af music og player bekk. Skilmálar $20 í peningum og $10 mánaðarlega. NEW SCALE WILLIAMS PIANO — $500 hljóðfæri, brúkað aðeins eitt ár af einum bezta söngkennara í studíó. Selst fyrir $360. Skilmálar $16 í peQ- ingum og $8 mánaðarlega. ENNIS PLAYER PIANO—HEFIR ALLA nýustu viðauka. I>etta Player píano er sérstaklega gott hljóðfæri. Vana- verð $700. í>að er búið að borga fyrir það að nokkru leyti; eigandi er að fara úr bænum, selst fyrir það sem eftir er að borga, $495. Við ábyrgj- umst þetta player píanó. Skilmálar $20 í peningum og $12 mánaðarlega. Tíu rolls af músic með. ELECTRIC PLAYER PIANO — APP- ollo. Vanalegt píanó, player píanó og Electric player, allt sameinað. $1,000 hljóðfæri alveg nýtt, en var brúkað til sýnis. Selst fyrir $800. Skilmálar eftir því sem um semst. í>etta er hljóðfæri fyrir heimilið og er einnig mjög til skemtunar í kaffi og skemti-husum. Tuttugu music rolls ókeypis. EITT COLUMBIA HORNLESS PHON- ograph og 25 records. Vanaverð $45 Söluverð $26. Skilmálar $7 í peningum og $5 á mánuði. EITT EDISON HOME PHONOGRAPH og 20 records. Brúkað. Vanaverð $78. Söluverð $28. Skilmálar $8 í pen- ingum og $5 á mánuði. EITT EDISON HOME PHONOGRAPH, og 10 records. Diamond Point Re- roducer. Söluverð $45. Skilmálar 8 í peningum og $5 á mánuði. KOMIÐ OG VELJIÐ ÓR Á MEDAN upplagið er stórt. PÓST PANTANIR FYRIR NOKKURT ofangreindra hljóðfæra verður að fylgja fyrsta borgun. Cross, Goulding & Skinner, Ltd. 323 Portage Avemie, Winnlpeg. l’HO\E (Í VKIIY 2253. (Eln persóna) fyrir daginn.............$1.50 MáltítSir............35c Rúm (eina persónu) 60c CHVS. filiSTAPSON Eigandi og ráBsmaSur. R0YAL 0AK H0TEL AlKjiirleea nj- útrétt. HeltnvntnN hltnn. Helt ok kiild liiíti. KvOldmatnr, rúm ob MorKunmatnr #1.25 peraúnan. 281-283 MARKET STREET WINNIPEG

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.