Heimskringla


Heimskringla - 25.03.1915, Qupperneq 3

Heimskringla - 25.03.1915, Qupperneq 3
WINNIPEG, 25. MARZ 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 3 *-------------------------------------------------------—* Stúlkurnar litlu sem unnu silfurmedalíurnar á upplestrar samkomum I. 0. G. T. a------------------------------—---------------------------* Þórlaug G. Búason. Jakobína Johnson. Stórstúka Manitoba og Norðvest- urlandsins I. O. G. T. hefir gengist íyrir því, að koma á stofn kapp- upplestra samkomum (Elocution Contests) á meðal meðlima sinna, til mentunar og skemtunar. Tvær svona samkomur voru haldnar síð- astliðinn mánuð, og voru það með- limir barnastúkunnar Æskan, er stóðu algjörlega fyrir þessari skemt- un. í fyrri klassanum voru fimm, sem keptu um verðlaunin (silfur medalíu), og vann þau Jakobína Johnson, 13 ára gömul, dóttir Magn- úsar Johnson (contractor), að 624 Beverly st. — í hinum klassanum voru sjö, er líka keptu um silfur inedalíu, og varð þá hlutskörpust Þorlaug G. Búason, ellefu ára, dóttir Mrs. Guðrúnar Búason, að 564 Vic- tor st. Þetta er aðeins eitt af því góða og þarfa, er börnunum er kent í barna- stúkum Goodtemplara, og ættu allir góðir meðlimir Reglunnar að senda börn sín þangað. Frá herstöðvum Frakka (Ameríkumaður, dr. C. K. Austin, sem lengi hefir búið í París, hefir sent blaðinu þetta bréf. Dr. Austin hefir ferðast hér á landi, og er mik- ill íslenzku-maður). Herra ritstjóri! 1 gærdag brá eg mér snöggva ferð í bifreið til frönsku herstöðvanna við Roye. Leið mín lá um þau hér- uð, þar sem hafa verið háðar sum- ar hinar grimmustu orustur í styrj- öldinni. Vænti eg þvi, að dálitið ferðabréf verði vel þegið af lesend- um yðar. Roye er hcr um bil 100 km. norð- ur af París. Vegurinn þangað liggur gégnum Senlis og Compiegne; leið okkar lá þannig gegnum þau héruð, sem v. Kluck lét her sinn flæða yfir siðast í ágúst. Bærinn Chantilly er sjö km. vestn við Senlis og 41 kin. frá París. Þangað komst þýzki her- inn, en ekki nær höfuðborginni. 1 þessuin bæ rændu Þjóðverjar tals- vert, einsog þeirra er vani. En eng- in veruleg hermdarverk unnu þeir þar. En í Senlis báru rústirnar vitni um einn hinn svartasta glæp, sem framinn hefir verið í stríðinu. Að- farir þýzka hersins þar eru gott sýnishorn af bardagaaðferð Þjóð- verja og nútíma menningu Þýzka- lands. Og þó grimdarverkin i Sen- lis séu ekki neina einn lítill liður í því gegndarlausa eyðileggingar- starfi, sem hefir lagt í rústir ara- grúa borga í Belgiu og Norður-Frakk landi, og vil eg þó lýsa með fám orðum þessum bæ einsog hann er nú. Senlis var einn liinn fegursti smá bær í nágrenni Parisar-borgar. Þar voru margar fornar og incrkilegar byggingar, sumar jafnvel frá dög- um Rómverja. Alt i kringum bæinn voru fagrir skógarlundar. Var þar prýðilega fagurt hvarvetna í hérað- inu öllu, sem hallaði niður að vötn- um þeim, er nokkru neðar renna gegnum Chantilly Park. Það var varla .til friðsamari staður eða feg- urri heldur en þcssi litli bær. En nú er Senlis ekkert annað en kol- svartar rústir, og stendur þar varla steinn yfir steini. Ein deild af her v. Klucks lagði bænn í eyði með frábærri grimd, undir þvi yfir- skini, að það væri réttlát hefnd, þar sem einn af ibúunum hefði skotið á þýzka herinn og orðið manni að bana. Fyrir þessar sakir lögðu Þjóð- verjar hendur á borgarstjórann, ald- urhniginn mann, skutu hann og grófu, svo að höfuðið vissi niður og fæturnir upp. Síðan æddu hermenn- irnir um bæinn, brutust inn i húsin, rændu og stálu því sem þeir máttu, og feldu ibúana sem hráviði. Sú kenning Þjóðverja, að allir íbúarnir í heilli borg eigi að bera á byrgð á gjörðum eins einasta óvita, sem vera kann í bænum og láta þar fyrir lif og eignir, er ein af þeim mörgu glæpsamlegu kreddum, sem þeir reyna að fegra með afbrot sín. Eg hefi aldrei fundið. fyr en eg fór að lýsa þeim aðferðum, er “inenta”- þjóðin þýzka beitir í þessu héraði, hve tungumálin eru ónákvæm á- höld. Grimdaræði viltra dýra og manna er mildi í samanburði við heiftareld lærðra siðleysingja. Með þvi að steypa allri Norðurálfunni í afgrunn þessarar óttalegu styrjald- ar, hafa Þjóðverjar gjört sig land- ræka úr hinum siðaða heimi. — Að algatan í Senlis er hér um bil einn kin. á lengd. Til beggja handa eru húsin rústir einar; engri einustu byggingu var hlíft. Borgin öll er eydd, og þeir af bæjarbúum, sem til náðist, allir drepnir, af því, að sagt er, að einn Þýzkur hermaður hafi verið skotinn. Sú sjón, sem fyrir augun ber í Senlis, var svo andstyggileg og gagn- stæð öllu réttlæti og drengskap, að mér var beinlínis hugléttir, að kom- ast út úr rústunum og út i sveitina. Leiðin lá nú cftir einum af hinum ágætu þjóðvegum, sem greinast um alt Norður-Frakkland út frá París. Þótti mér furðu gegna, hve lítil vegsuinmerki sáust eftir allan þann grúa þýzkra, enskra og franskra hermanna, sem flætt höfðu um hér- að þetta. Þrátt fyrir alla umferðina var vegurinn álíka mjúkur og slétt- ur undir bifreiðinni einsog beztu bifvagnabrautirnar í Parisarborg. á allri leiðinni milli Senlis og Com- piegne sáust hvergi nein vígamerki, engar skotgi-yfjur, viggarðar eða sviðnir blettir eftir undangengna skothríð. Limgirðingarnar eru eins og þær áttu að sér; símastaurarnir sömuleiðis. Hér og þar voru bænd- ur að verki á ökrunum við að reiða út áburð eða færa heim sykurrófur. í einstöku þorpi mátti sjá hús og liús brunnið og kúluför á öðrum. Ann- arsstaðar lágu brotnir hervagnar og bifreiðar við veginn, og í læk nokk- uruin einn hestsskrokkur. Svona var umhorfs alla leið, þangað til heyra mátti dunur skothríðarinnar á vígvellinum. Það var varla nema eitt einasta sináatriði, sem minti á striðið í þessum héruðum. Allir, sem hafa farið í bifreiðum um Frakklanu, munu minnast, að á öll- um vegamótum cru tréspjöld á staurum, er sýna stcfnu veganna. En næstum öll þessi spjöld litu nú út einsog stórgjörð sáld eftir byssu- kúlur Þjóðverja. Hafa þeir hlotið að eyða þar ótrúlega miklum skotfæra- birgðum til lítilla nota. En útlit veg- anna eftir alt það slit, er verða hlaut af umferð þessa mýgrúa af fót- gönguliði, riddara- og stórskotaliði og flutningsvögnum, er þar hafa farið um síðustu vikurnar, bar ljós- an vott um vegagjörð og vegastjórn I'rakka, hve hún hefir verið i á- gætu lagi. Þannig liðum við áfram yfir þessi fögru héruð, yfir lágar hæðir og litil dalverpi, gegnum þorp þar sem ekki sást manna nema kon- ur og börn; aftur inji í eyðilega skógarfláka, þar sem varla er neitt kvikt, nema varðsveitir Frakka, er gæta veganna. Þær eru hér allstað- ar með stuttu millibili, stöðva vagn- inn og heimta að sjá skírteini okk- ar. Yfirleitt er sárfáum' mönnum leyft að koma á þessar sloðir. Mér flaug í hug, að vel mætti svo fara, að við næðum ekki háttum til Parísar þá um kveldið, ef einhver af þess- um varðmönnum yrði veiðibraður í myrkrinu og setti kúlu gegnum vagninn, ef eigi væri nógu fljótt numið staðar. Að lokum rann þó vagninn inn í Compiegne og þá fór- um við að sjá, hvað um var að vera. Skömmu áður hafði þýzki her- inn gjört stöðug áhlaup á herlinu Frakka norður af Roye, og var þá Compiegne staður, er hafði “mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Fakka- her”. Það er talið, að í borginni búi að jafnaði um 16,000 manns. En nú virtust þar vera milliónir manna. Alt var fult af hermönnum, og þó flestum vopnlausum. Það leit út fyr- ir, að þeir hefðu fengið hvíldardag og væru nú að létta sér upp. Þar gat að lita hvers konar herlið: ridd- ara, fótgöngulið, vélbyssulið o. s. frv. En nú fór þó hver ferða sinna; enginn skipaði fyrir, og hermenn- irnir hópuðu sig einsog manngrúi á þjóðhátíðardegi og skeggræddu um daginn og veginn. Franskir her- menn hafa óneitanlega marga ágæta kosti, en þeir eru ekki sérlega fág- aðir hversdagslega, jafnvel ekki, er þeir ganga um götur Parísarborgar á sunnudagskveldum með sinum “heittelskuðu”. En þeir eru þó sannnefnd glæsimenni, borið sam- an við það, sem þeir eru nú. Engin orð fá lýst útliti þeirra, eftir alt, sem þeir hafa orðið að þola. En þeir berjast vel, hvað sem liður út- litinu. Við vorum samt í mestu vandræðum með, að komast í gegn um mannþröngina í borginni; mann hóparnir voru svo þéttir og her- mennirnir nokkuð heyrnardaufir. Þeir virtust varla vérða varir við, jótt ökuþórinn blési í bifreiðar- hornið. Orustugnýrinn hafði auð- sjáanlega lamað heyrn þeirra. A rennur gegnum borgina og var þar fyrrum traustleg brú yfir. Nú hafði hún verið sprengd í loft upp, og var þvi torsótt leiðin. Þó var til bráðabirgða skotið brú á ána, þann- ig, að mörgum bátum var lagt við stjóra, bakka milli, og timburflekar lagðir ofan á. Þó var brúin svo mjó, að ekki gátu tveir bifvagnar mæzt á henni. Um hádegisbilið, er við fórum norður yfir ána, var mann- fátt við brúna og hún greið yfirferð- ar; en á heimleiðinni, um kl. 4 e. h., var alt verra viðureignar. Þá var herinn að halda norður á bóg- inn úr borginni til að raða sér. Var þá stöðugur, óslitinn straumur i skotgrafirnar yfir brúna, endalausar liermannaraðir, og flutningsvagnar, hlaðnir margvíslegustu morðtólum. Og svo illa vildi til, að straumurinn var á móti okkur, og leit út um hríð, að við yrðum þar herteftir fram til eilífðarnóns, þvi á styrjald- artímum hefir ferðamaðurinn eng- an rétt til samgöngufæranna, nema af náð hermannanna, og sízt til að tefja fyrir 30 herflokkum, sem eru á leið til orustu. Meðan við biðum, veittum við nákvæma eftirtekt hin- uin frægu 7.5 cm. byssum. Þær eru blágráar að lit, langar og grann- vaxnar einsog snákar. Á hverri byssu var skinnhúfa yfir hlaupop- inu að framan. Þótti okkur þetta kyndugt og komumst að þeirri nið- urstöðu, að þessi varasemi kæmi af þeirri stöku óbeit, sem allir Frakk- ar hafa á dragsúg. Þóttumst við skilja, að skinnhúfan ætti að vernda fallbyssuna, ástvinu hermannanna, frá að fá kvef í vetrarherferðinni. Þarna biðum við nú við brúna, unz svo vel vildi til, að hátt settur hershöfðingi kom þar að i bifreið og þurfti sömu leið og við. Hann vildi ekki biða og hafði vald til að stöðva þetta lifandi fljót. Gátum við komist í kjölfar hans og vorum nú sigri hrósandi á heimleið, með Bretafána annars vegar og rauða- krossinn blaktandi á hinni hlið vagnsins. Þegar við komum á hinn bakka árinnar, sáum við, að kvíði okkar hafði verið á góðum rökum bygður. Hermennirnir stóðu þar i endalausum röðum á Öllum götum og torgum. Þó sýndist mér enn meira af byssum en mönnum. Ald- rei á æfi minni hefi eg séð slikan byssufans, og eg vona, að Þjóðverjar verði þeirra varir, er þeir koma á vígvöllinn. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Hver, sera hefir fyrlr fjölskyldu aí sjá etia karlmatSur eldri en 18 ára, get- ur teklti heimllisrétt & fjórtiung úr section af ðteknu stjórnarlandl i Man- sækjandl vertiur sjálfur ati koma á ltoba, Saskatchewan ok Alberta. Um- landskrifstofu stjórnarinnar, etSa und- irskrifstofu hennar i því hératSi. í um- botSi annars má taka.land á öllum landskrlfstofum stjðrnarlnnar (en ekkl á undlr skrlfstofum) metS vlssum sktl- yrtSum. skyldur—Sex mánatSa ábdtS og ræktun landslns á hverju af þremur árum. Landneml má búa meti vtssum skilyrtSum innan 9 milna frá heimills- réttarlandi sinu, á landi s.->m ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ivöru- hús vertSur atS byggja, atS undanteknu þegar ábútSar skyldurnar eru fullnægtS- ar innan 9 mílna fjarlægtS á ötSru landi, eins og fyr er frá greint. f vissum hérutSum getur gótSur og efnllegur Iandnemi fengltS forkaups- rétt á fjórtSungi sectiónar metSfram landl sinu. VertS $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR—Sex mánatSa ábútS á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unnitS sér inn etgnar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktatS B0 ekrur á htnu selnna landl. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leitS og hann tekur helmllisréttarbréfitS, en þó metS vlssura skilyrtSum. Landneml sem eytt hefur helmllls- rétti sínum, getur fengitS helmiltsrétt- arland keypt í vlssum hérutSum. VertS $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— VertSur ats sitja á landinu 6 mánutSi af hverju af þremur næstu árum, rækta 60 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtSi. Bera má nttSur ekrutal, er ræktast skal, sé landlt5 óslétt, skógi vaxitS etSa grýtt. Búþening má hafa á landlnu i stat5 ræktunar undir vissum skilyrtSum. W. W. COKY, Deputy Minister of the Intertor BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrlr. En nú víkur sögunni aftur að heimanförinni, um miðjan daginn, er við nálguðumst sjáifa heljarslóð- ina. Eg hafði imyndað mér, að rétt á bak við sjálfa herlínuna mundi vera fult af hvers konar vögnum og fartækjum, er kæmu með inat, her- menn og skotfæri, en flyttu burtu særða menn og veika. En það var öðru nær. Umferð var þar að vísu, en ekki mikil, og allstaðar hin mesta regla, hvar sem á var litið. Við gestirnir sáum, að áður en dagur væri að kveldi kominn, mynduin við verða að breyta miklu af þeim hugmyndum, er við áður höfðum um hernað og vígaferli nútímans. Loks vorum við komnir að sjúkra- hæli þvi, er við vildum heimsækja. Það var eldgömul aðalsmannshöll, mitt í dásamlega fögrum, latifríkum skemtigarði, þar sem margir lækir streymdu hægt og þíðlega milli trjánna. Þo að mjög væri liðið á haustið, hengu laufin enn á trján- um og sló á þau hvers konar lit- brigðum: bleikum lit, gulum, rauö- um eða gullsljóma. Alt um kring var svo fagurt, friðlegt og yndislegt, sem fremst mátti verða — nema tvent: Fyrst margir litt særðir inenn er róluðu um i garðinum, og i öðru lagi stöðugir fallbyssudynkir. Virt- ist sern ekki væri þaðan steinsnar á vígvöllinn. Hjúkrunarfólkið sagði okkur. að þaðan væru ekki nema 5 km. að herlinunni, en af því að við vorum viðvaningar, að dæma um fjarlægðir eftir fallbyssuhljóði, — þótti okkur sem fallbyssur þessar væru varla nema i öskots fjarlægð. Þann dag var skothríðin ekki áköf. En nóttina áður hafði engum manni komið dúr á auga í höllinni fyrir vítishvellum morðvélanna, er þrum- uðu látlaust í báðuin herunum alla nóttina. Var þó fólk þetta orðið vant við orustugnýinn. Eg minnist varla að hafa lifað þvílíkt augna- blik einsog það, er eg stóð i þessum undurfagra garði, sem ótal kyn- slóðir höfðu fegrað og prýtt öld eft- ir öld, en vissi hins vegar að í ör- skots fjarlægð stóð hin grimmasta styrjöld, sem mannkynið hefir háð, -— baráttan þar sem siðmenning Norðurálfunnar ver réttlæti og frelsi veraldarinnar gegn óseðjanl- iegri ágirnd, ofsa og drotnunar- girni einnar þjóðar, — Jjjóðar, sein segir, að máttur sé réttur, og breyt- ir einsog það væri sannleikur. En látum okkur alla vona, að dramb sé þar falli næst. — (ísafold). Ern börnm farin a3 læra aS spara PENINGA? Hver úppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu f þvf að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. L0GAN AVE. OG SARGENT AVE., ÚTIBÚ A. A. Walcott, bankastjóri. Miðsvetrarmótin. Herra ritstjóri Heimskringlu! Viltu gjöra svo vel, að ljá eftir- fylgjandi línum rúm i blaðinu. Einsog kunnugt er hefir klúbb- urinn Helgi magri haldið miðsvetr- armót á hverjum vetri nú um nokk- ur undanfarin ár, hér í Winnipeg. Engum gat blandast hugur um það, að mót þessi væru höfð í þeim til- gangi, að um leið og þau væru fólki til sannrar skemtunar, þá áttu sam- komur þessar að vera til þess, að við halda ættjarðarást hjá Islend- ingum, og svo til að rifja upp gaml- ar endurminningar frá voru kæra Fróni. Bæði var skemtiskráin og matarhæfið, sem átti að vera, eins íslenzkt og föng voru á, og yfirleitt átti að reyna að hafa þessa sam komu með eins ísfenzkum blæ og unt væri. En þegar fram í sótti fór islenki keimurinn ao fara af matnum, og samkomurnar fóru yfirleitt að verða með ensku sniði. Fólkið fór að verða óánægt með þessi alíslenzku samkvæini, — sem áttu að vera, og oftast heyrði mað ur fólkið bera um það, að Þorra- blótið væri alt af að verða enskara og cnskara, eftir því sem fleiri væru höfð. 1 byrjun hafði mörg kona lát ið sjá sig i íslenzkum búningi, en nú kæmi það varla fyrir, en fínustu ballkjólar brúkaðir. Og mun það líka eiga sinn þátt i þvi, að sam- kvæmi þessi eru ekki eins vinsæl og við almennings hæfi, einsog verið gæti, ef að ekki væri farið alveg eins langt með skartklæði og alls konar prjál, sem er of kostbært fyr- ir marga, en fyrirverða sig fyrir, að geta ekki verið með eins fínt til fata. Nú, þegar Þorrablótið var' búið að missa gildi sitt, sem alíslenzkt samkvæmi, þá reis upp annað félag og hélt sainkomu, sem kallaðist Borgfirðingamót. Það félag kom með það á stefnuskrá sinni, að hafa samkomu með íslenzku sniði, nefni lega íslcnzka skemtiskrá og íslenzk- an mat. Eg, sem skrifa línur þessar var á Borgfirðinganmtinu fyrsta sem var haft í Goodtemplarahúsinu i Winnipeg; og sannarlega hafði nefndin gjört alt, sem í hennar valdi stóð, til að gjöra mót það sem á- nægjulegast. Maturinn var ágætur og eg held eins íslenzkur að mestu leyti og lvægt var, og skemtanir góð- ar. En það má segja um það sem annað, að alt af sé eitthvað að. Mannfjöldinn var svo mikill, að ó- mögulegt var, að skemtanir yrðu að þeim notum, sein annars liefði ver- ið, cf ekki hcfði verið eins margt fólk, og voru því margir óánægðir. En ef sanngirni væri viðhöfð, þá virtist mér forstöðunefndin starfa einsog kraftar leyfðu. Ekki man eg hvað mörg voru Borg- firðingamódn; en siðastliðinn veU ur runnu þau saman i eitt þessi ís- lenzku samkvæmi hinna umgetnu tveggja félaga, og var kallað Þorra- mót. — Og að síðustu núna rétt ný- lega var haft ball, að mér skylst í staðinn fyrir þessi vanalegu is- lenzku samsæti. Það er ekki tilgangur minn með lessum línum, að kasta steini að nefndum þeim, sem hafa nú i nokk- ur undanfarin ár staðið fyrir sam komum þessum. Nei, þvert á móti; heldur skrifa eg þetta til þess, að ef hægt væri, að benda á eitthvert ráð til þess að samkoinur þessar mættu halda áfram; þvi mér finst iað vera mikilsvert að við halda þeim, þvi margir eru her í hópi okkar islendinga, sem leggja viljug- ir fram beztu krafta sina til að við- hafa fræðandi skemtanir af ýmsu tagi; og svo er líka gaman að sjá vel framreiddan íslenzkan mat, og eru óefað margar af hinum eldri konum, sem eru þvi verki vel vaxn- ar. Yið frekari umhugsun um þetta j mál, finst mér eiginlega stranda á | einu og sama skeri á hverju einasta af þessum mótum, og það er þetta: Að kveldið cða nóttin er of stuttur tími fyrir þess háttar sainkomur. — Tökum til dæinis: Það er aldrei byrjað fyrr en kl. 8 að kveldinu, og skemtiskráin er eðlilega æfinlega löng; svo fara fram veitingar, og einsog von er verður þá hávaði svo mikill, að ef að einhver er að flytja ræðu, þá hefir enginn not af þvi, og alt fer einsog von er verr en skyldi. Og svo verða margir óánægðir og skella allri skuldinni á nefndina. Fólk er vant að borga stærri inn- gangseyrir á þessar samkomur, en aðrar íslenzkar , og þess vegna, eins og eðlilcgt er, búast við að fá meira þægindi yfirleitt en að hægt er, að veita. — Mér hefir þvi dotti^ í hug, að svo framarlega, sem okkur hér vestan hafs þykir vænt uin móður- málið okkar, þykir vænt um endur- minningarnar frá ættjörð vorri, þá sé það oss fyrir miklu, að hafa á- framhald á þessuin okkar jijjðernis- samkomum, og frá mínu sjónarmiði verður að taka til þess ineira en eina kveldstund. Mér finst, að samkoman eigi að byrjase sggjuin kl. 2 e. h. og þá færu fram kvæði og ræður og hvað eina. Að loknum ræðum yrði maturinn framreiddur, segjum kl. 7 til 9, og ætti þá fólkið að vera búið að borða og væri þá held eg heppilegtt, að hafa hljóðfæraslátt og söng á með- an setið er undir borðum. Að end- ingu kæmi dansinn. Og þá á eg von á, að fólk mundi yfirleitt vera á- na-gðara en hefir átt sér stað und- anfarið. Eg vildi óska, að einhverjir vildu taka þetta til íhugunar. Mér finst, að með þessu móti, að taka hálfan dag, í staðinn fyrir einsog vanalegt er kveldið, þá verði verkið léttara og þar af leiðandi betur af hendi leyst af þeim nefndum, sem hafa samkomur þessar með höndum. Vinsamlegast. Kona. ™I D0MINI0N BANK Hornl Notre Dime i>( Sberbrooke Str. HðtntSmtðll npph______ VarasJðtSar... _ ___ Allar elBnlr._ _ ___ ____$.«,000,000 ____$.7,000,000 ____$78.000,000 Vér óskum eftir vitSskiftum verx- Iunarmanna og úbyrgumst atS gefa þelm fullnægju. SparlsjótSsdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- ir i borglnnl. lbúendur þessa hluta borgarlnnar ðska aTS skifta vltS stofnun sem þelr vlta atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrjltS spari lnnlegg fyrlr sjálfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONB GARRT 84S0 1900 WASHERS Ef þú hefur hug á að fá þvotta vél þá væri það þér í hag að skrifa okkur og fá upplýsingar um okkar ókeypis tilboð. 1900 Washer Co. 314 Hargrave St. WINNIPEG Lærið Rakara ISnina. Fullkomin kensla atieins $25.00 Kaup golditS lærlingum atSeins nok- krar vikur. Vit5 getum gert meira fyrir þig en nokkur annar Rakara Skóli í Canada og fyrir niinni pen- inga. Okkar skírteini syldir í öll- um okkar útibúum í Canada og Bandaríkjunum. Fyrir þinn eigin hag þá vanræktu ekki at5 koma atJ sjá okkur át5ur en þú gjörir samn- ing vit5 annan rakara skóla. t The National Barger College. 643 Main Street* Winnipegr ♦♦♦♦♦♦♦♦++♦♦< Crescent MJÓLK OG RJÓMI er sv# gott fyrir börnin að mæðurnar gerðu vel i að nota meira af þvi Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. TALSIMl MAIN 1400 SEGÐU EKKI “Eg má ekki viÖ að Iáta gjöra viÖ tönnurnar í mér” Vit5 könnumst öll vit5, at5 þat5 er hart í ári, og: íllt at5 ná í peninga. En þetta er ef til vill allt til gót5s. I>at5 kemur okkur öllum sem þurfum aÖ vinna fyrir okkar lifihraut5i til at5 meta peningana. GLEYMI) I>€ EKKI at5 þú innvinnur þér dollar í hvert sinn sem þú sparar dollar. MUND 1 »0 EINNIG at5 tennur eru oft meiri aut51egt5 en peningar. GÓÐ HEILSA er fyrsta spor til ánægju. t>essvegma þarft þú at5 passa tennur þínar. Nú er timinn. t>etta er stat5urinn þar sem fínar tanna vit5gert5ir fást. STÓRKOSTLEGUR SPARNAÐUR Á BESTU TANNA VIÐGERÐ Bridge Work $5 per tooth, 22k. Gull $5. 22k. Gull Krúnúr. OKKAH PRtSAR HHEVTAST ALDREI Svo hundrnhum Mkiftir fðlkn er a?5 nota sér þetta tækifærl. PVl EKKI Þt? FARA FALSTENNUR ÞÍNAR VEL? etSa ern Jner altaf hAlf lausar 1 munninnm? Ef mvo er þð komlTi til okkar ««; lAtlb okkur bAa tll tönnur fyrtr þig sem pansa og fyrlr okkar lAga ver#. PERSONULEG AÐGÆZLA—NotiS ykkur okkar 15 Ara reynaln. $8.00 Whale bone Opið á kveldin. DR. PARSONS McGREEVY BLOCK, PORTAGE AVE. Telephone M. 600. Over Grand Trunk Tlcket Office. <.$_$>+4_M.4_ff.f~ff..ff.f.ff.4 ff ff-f-f4ff f f ff>♦

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.