Heimskringla - 15.04.1915, Side 1
RENNIE’S SEEDS
HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS,
í BULBS AND SHRUBS
•PHÓNE MAIN 3514 FORCATALOGUE
Wm RENNIE Cö., Limited
i 394 PORTAGE AVE., - - WINNIPEG
Flowers telegraphed to all parts of
tbe world.
THE ROSERY
FLORISTS
Phonei Maln 104. NlKht and San-
day Sher. 2067
280 DONALD STREET, WINNIPEO.
XXIX. AR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. APRÍL 1915.
Nr. 29
BARDAGINN í KARPATHA
FJÖLLUNUM.
Fréttir frá Stríðinu.
Vorverkin byrjuð hjá þeim á vig-
völlunum i Evrópu, bæði að vestan
*g austan. 1 Flandern hafa Bretar
»ótt fast að við Chapella og La Basse
•g Belgar hafa hreinsað til við Yser
i Flandern og hrakið Þjóðverja, —
reyndar ekki langan spöl, en þó dá-
Mtið og tekið nokkrar skotgrafir
þeirra. Canadamennirnir eru 'farnir
að koma þar fram og hrósa fqringj-
»r Frakka og Breta þeim, og segja
>á vera jafna þeim, sem beztir eru.
Jslendingarnir virðast ekki vera á
•ftir öðrum; það er farið að minn-
ast á Austmann í blöðunum, og er
>6 hvorki hann né aðrir Canada-
menn nunir að vera þar nema niinn
Mma, að undanteknum “Prinsessu”
Mokknum (Patricias). — En einkum
®ru það þó Frakkar, sem farnir eru
að hreyfa sig. Þeir hafa legið í hýð-
inu þarna í fjöllunum i kringum
Toui ogVerdun; en nú eru þeir
komnir á kreik.
Þeir hafa nú í hálfan mánuð gjört
snarpar og harðar og stöðugar árás-
ir á Þjóðverja milli ánna Moselle,
sem rennur norður á Þýzkaland, og
Meuse (Maas), sem rennur norður
til Belgíu og Hollands. Það er vest-
ur og norður af Vosges fjöllum. Þar
er sterki kastalinn Metz, sem Þjóð-
verjar tóku af Frökkum með fylk-
inu Lothringen (Lorraine), og hafa
Maldið sjðan. Nærri beint vestur
þaðan er kastali Frakka: Verdun,
eitthvað 30 mílur við Meuse ána, en
suðvestur af Metz við Meuse, sem
frá Toul rennur nærri beint í norð-
ur til Verdun, er staður sá við ána
Meuse, sem St. Mihiel heitir, og eitt-
hiel hefir þó bardaginn verið harð-
astur.
Eitthvað 15 milur norður af St.
Mihiel eru hæðir töluverðar, skógi
vaxnar og bær, sein Les Eparges er
nefndur. Þar hafa Frakkar sótt á af
kappi nú í meira en hálfan mánuð,
en Þjóðverjar varið með hinni
mestu hreysti. Loksins náðu Frakk-
ar hæðunum og bænum í vikunni
sem leið. Má geta nærri, hvort þær
hafa ekki verið harðsóttar; þar sem
30 þúsund Þjóðverjar lágu þar falln-
ir eftir hálfan mánuð.
Á þessu litla svæði, 15 til 20 míl-
ur norður og einar 25 milur austur,
er nú liklega fram undir hálf milli-
ón manan, eða 400—500 þúsundir,
að berjast dag og nótt. Þjóðverjar
vilja ekki tapa þessum stað, — og
Frakkar eru jafn ákafir að ná hon-
um. Sunnan og austan við Pont a
Mousson hafa Frakkar einnig sótt
fast á fylkingar Þjóðverja, og mega
þeir ekkert af sér draga, að standa á
móti þeim. Má vera, að þessi á-
hlaup séu meðfram gjörð til þess,
að varna því, að Þjóðverjar geti
sent lið austur til hjálpar Austur-
riki í Karpatha fjöllunum, svo að
Rússar eigi hægra með að vinna bug
á þeim. En svo er lika hitt, að ef að
Frakkar gætu brotið þarna hlið á
hergarð Þjóðverja, þá væri það eins
og að höggva lim eða hönd af manni
í axlarlið; limurinn yrði laus frá
bolnum. En armurinn Þjóðverja
stendur út þaðan alla leið norður
og vesiur að hafi; hann yröi þá laus
og í mestu hættu.
Hún er ósögð saga þeirra ennþá,
og vita fæstir um þrautir þær, sem
hermennirnir hafa oðið að þola þar,
af báðum flokkum, bæði Rússum,
sem sækja á, og hinum, sem verja.
Nú er einn foringi Austurríkis-
manna kominn þar úr fjöllunum og
hefir hann verið þar í þrjá mánuði,
og segir han nsögu sína á þessa leið:
Hann var orðinn heilsulaus, og
var sendur þaðan með lest særðra
og sjúkra manna, og voru þar marg-
ir, sem kalið hafði á fætur. -— Hann
skrifar 2. april frá höfuðborg Ung-
arns, Budapest.
“Við fórum á stað fyrir 3 dög-
um alls 200 manns, og var hver ein-
asti særður eða veikur. Við þurft-
um að ganga til járnbrautarstöðv-
anna. Áfangarnir voru 4 og 5 milur
í einu; þá þurftum við að hvila
okkur. Stundum þurftum við að
bera margt af mönnunum og hvild-
um okkur í hverju þorpi sem við
komum að. Svona gengurn við i 36
klukkutíma, og öll leiðin, sem við
fórum á þeim tíma, voru eitthvað 40
kílómetrar eða 25 milur enskar.
“Þegar við komum á járnbrautar-
stöðvarnar, voru margir mennirnir
nær dauða en lifi. Þrjá af þeim
höfðum við orðið að skilja eftir í
þorpum, sem við fórum í gegnum
á leiðinni, þeir voru svo veikir.
Sífeldar fallbyssiidriinur.
Seinustu vikurnar tvær (fyrir 1.
april) var stöðugt hin grimmasta
orusta í Karpatha fjöllunum, yfir
allan þenna' langa vígvöll, sem við
héldum; og aldrei linaði á drun-
um fallbyssanna, hvorki nótt né
dag. Við urðum svo vanir þessu
$töðuga öskri, að þegar eg loksins
kom burtu þaðan frá vígvellinum,
varð eg alveg forviða á kyrðinni og
hvað alt var friðsamt og rólegt.
Mvað tvær milur suður þaðan kastali
frá dögum Rómverja, sem kallast:
Roman Cainp. Verdun og Toul hafa
Þjóðverjar aldrei náð, þó að nærri
Mafi lcgið, en þarna, sem St. Mihiel
er, miðja vega milli Toul og Verd-
un, komust þeir snemma í stríðinu,
•g náðu þar svo góðri fótfestu, að
hvernig sem Frakkar hafa látið, þá
bafa þeir aldrei getað hrakið þá það
an. Þeir hafa haldið þar þríhyrnu
einni, og er St. Mihiel hvassa horn-
á þrihyrnunni.
Nokkru fyrir stríðið, eða 1912,
komu Þjóðverjar þangað og keyptu
cða leigðu sér land eða lóðir í bæn-
um og ætluðu að stofna þar vcrk-
smiðjur miklar. Þeir fóru að grafa
fyrir grunni og kjallara og vönduðu
það alt sem bezt og grófu djúpt og
steyptu grunn allan úr cementi og
reistu á bjargi. Þótti Frökkum mik-
ið til þeirra koma og héldu þeir
mundu verða borginni og sveitinni
til mikillar uppbyggingar. Þetta
gekk fram á árið 1914. En þá kom
stríðið og var lítið búið annað af
byggingunum þýzku en kjallarinn;
hann var fullgjör og fyrirtaks vand-
aður og traustur. En þegar striðið
kom, urðu Þjóðverjar þessir að
hætta og fara heim, og þótti mörg-
um ilt, þvi að þeir komu sér mæta
vel og spöruðu ekki skildinginn.
Nú kemur striðið, — og einmitt
þarna upp Moselle dalinn kemur
einn stór hópur Þjóðverja, mörg
hundruð þúsundir manna. Þeir fara
fram hjá Metz og stefna á milli Toul
og Verdun, einsog þeir ætluðu að
vitja um kjallarann. Eftir mikla
bardaga brjótast þeir þar fram og ná
borginni St. Mihiel og kastalanum
þar hjá. Og nú fara þeir að vitja
um kjallarann; þeir koma með í-
búa í hann. En íbúar þessir eru þá
stóru voðalegu fallbyssurnar frá
Krupp verksmiðjunum, sem eru svo
þungar, að það verður að setja und-
ir þær cements-steypu, sem standi á
föstu bjargi, annars eru þær ónýtar.
Jæja, þeir settu þær í kjallarann.
Þær voru þá komnar heim til sín,
þar sem þeim hafði verið staður bú-
inn í kjöllurum þessuin hinum afar
sterku. Þetta gjörði stað þenna að
óvinnandi vígi og fallbyssurnar
gátu sópað landið 15—20 milur alt
í kringum sig, og því hefir það ver-
ið, að Frökkum hefir gengið svo
illa að vinna stað þenna.
En nú seinustu vikurnar hafa þeir
verið að sækja þarna á og hafa get-
að sveigt Þjóðverja aftur á bak
beggja megin, svo að línan þýzka
liggur nú nærri þverbeint austur frá
Mihiel til Pont a Mousson, en norð-
ur og austur til St. Hilaire. Núna
seinast hafa þeir þokað Þýzkum aft-
ur á bak nokkrar mílur frá Pont a
Mousson og í Pretre skógunum þar
fyrir vestan. En norðan við St. Mi-
Austurfrá smásígur Rússinn á. Á
hverum degi verða þeir fleiri og
fleiri Rússarnir, sem koma suður yf-
ir skörðin, og nýlega komust þeir í
gegnum fjallskarð eitt, sem Tuc-
holka heitir, sunnan við Uszog, og
þar klufu þeir Austurríkismenn í
tvent, eða reyndar þrent, og er einn
armurinn Austurríkismanna hnept-
ur uppi undir fjöllunum á milli
skarðanna og kemst hvergi. En
tvær stórar deildir aðrar verða að
hörfa undan; önnur suður en hin
ofan á slétturnar. Uszog skarði voru
þeir ekki búnir að ná þeim þánn 12.
apríl, en áttu aðeins 4 milur að því.
Niðri á sléttunum eru Austurrikis-
menn óðum að safna liði, og Þjóð-
verjar senda þangað alt, sem þeir
mega missa. En farnir eru Rússar
nú að færa sig ofan undir slétturn-
ar og jafnvel ofan á þær. Þar fyrst
geta þeir farið að hafa not af Kós-
ökkunum, sem þeir hafa orðið að
nota fótgangandi i fjöllunum. En
komist þeir á hestbak, eru þeir marg
faldir við það, sem þeir eru gang-
andi. Og nú eru slétturnar allar
skrúðgrænar og nóg fóður og gott
handa hestum þeirra. Þarna smá-
síga Rússar niður. En nú er fylk-
ing þeirra orðin nálægt hundrað
milur á breidd þarna. En alls berj-
ast þeir í Karpatha fjöllum og Buk-
óvína á 200 milna breiðu svæði.
Dylgjur eru um, að Austurriki sé
að leita um frið við Rússa; en ekki
mun hann undirskrifaður ennþá —
friðurinn.
i
Núna á mánudaginn koma þær
fregnir i blöðunum, að norskur
skipstjóri, Sörensen að nafni, hafi
siglt í gegnum þýzkan flota einar 30
mílur norður af Líðandisnesi í Nor-
egi — út af Siradalnum. Taldi hann
12 herskip, er öll höfðu uppi þýzka
fánann, og reyk sá hann af tveimur
öðrum; öll voru herskipin máluð
grá að lit. — En frá Kaupmanna-
höfn kemur sú fregn þann 12., að
skip frá Haugasundi hafi snúið aft-
ur þenna dag, þvi að orusta mikil
hafi verið þar úti fyrir. Og við það
bætist, að norsk, svensk og dönsk
skip segjast hafa mætt þýzkum her-
skipum í Norðursjónum. En skip-
stjóri einn frá Björgvin mætti beiti-
skipum Breta (cruisers), sem sögðu
honum, að hann skyldi skríða með
landi fram, en hætta sér ekki á sjó
út. Beitiskip þessi eru hraðskreiðir
bryndrekar, þó ekki séu það hin
stærstu skip Breta.
í Björgvin heyrðust skotdrunur
og glampar sáust, en jörð skalf og
gluggar og hurðir hryktu. Var það
í suðvestur þaðan undan Seley. En
frá Scarborough (Skörðuborg), eitt-
hvað 40 mílur norðan við Hull á
Englandi, heyrðist sama dag skot-
hrið á sjó úti.
“Það virðist svo sem Rússar séu
nú einráðnir í þvi, að ryðja sér
braut að þessu sinni gegnum skörð-
in og fjöllin og torfærur allar. Þeir
spara ekki skotin og ekki mennina;
því stöðugt gjöra þeir áhlaupin, eitt
á eftir öðru. Hersveit mín hafði hið
bezta vígi, og við fórum að búa um
okkur þarna og víggirða okkur
snemma í janúar. En fullar tvær vik-
ur vorum við að koma fallbyssun-
um upp þangað; við þurftum að
draga þær upp brekku, er var 1,000
metra á hæð (3,280 fet). En nú eru
þær farnar, — komnar í hendur
Rússanna. ,
Þegar fréttin kom, að Przemysl
hefði gefist upp, þá var herdeild
okkar boðið að búast nú um og víg-
girða stöðvar okkar eins vel og
mögulegt væri, því að nú væri ekki
við góðu að búast; Rússar myndu
áreiðanlega koma. Við gjörðum
þetta eins vel og okkur var mögu-
legt. Við hjuggum stórtré og hlóð-
um þeim upp framan við virkin.
Við fléttuðum þrefaldar gaddavírs-
girðingar með 60 yarda millibili;
svo að nú sýndist það algjörlega ó-
mögulegt, að komast þarna í gegn
fyrir nokkurn mannlegan mátt, þeg-
ar við stæðum með hraðskeytu byss-
urnar og okkar eigin handbyssur
að baki. Það gekk alt nokkurn veg-
inn vel, alt til hins 25. En daginn út
frá morgni til kvelds var stöðug
stórskotahríðin og við og við sáum
við bregða fyrir hópum Rússanna.
Og svo fóru þeir að ráðast á okkur
á nóttunni; en við rákum þá af
höndum okkar.
Grimmileg næturáhlaup.
“Bardaginn var til þessa miklu
harðari á öðrum stað vigvallarins,
nokkuð frá okkur, seinustu vikuna
fyrir þann 25. En þann dag hafa
Rússar þeir, sem voru á hæðunum
andspænis okkur fengið mikinn lið-
styrk. Ekki var lengra milli okkar
en hálf míla. Og við sáum að þeir
höfðu fengið nýjar fallbyssur; því
að skothriðin varð einlægt þéttari
og þéttari og harðari og harðari, og
menn fóru að falla hver um annan,
og virgirðingarnar sýndust hverfa;
fyrst á einum stað, svo á öðrum. —
Þetta vissum við að var fyrirboði
þess, að þeir ætluðu að gjöra áhlaup
að nóttu til; enda brást það ekki.
En aldrei gat okkur grunað það, að
áhlaupið myndi verða eins voðalegl
og okkur reyndist.
Nóttina þá komu þeir i fimmföld-
um röðum, og sáum við þá ekki, fyr
en þeir voru komnir fast að okkur;
en þó komst enginn þeirra alla leið
til okkar. Við börðumst alla þá nótt
og fengum ekki einnar mínútu hvíld
— þegar við höfðum skotið niður
eða hrakið burtu fyrstu röðina, þá
kom önnur; en einlægt kom seinni
röðin nær okkur en hin fyrri, og svo
enn önnur, þegar þessi var skotin
niður. En þegar dagaði, var öðru-
vísi uinhorfs en vandi var til. Við
höfðum verið vanir að sjá raðir
búkanna ligga fram undan virkjun-
um, þegar áhlaupin voru búin, og
dreifarnar niður brekkurnar og of-
an í dalverpið. En í þessa stað kom
nú fimta röðin.
Enn koma þeir.
Þeir komu skriðandi i aurleðj-
unni og snjónum. Við skutum þá
niður i hópum; en þeir komu samt,
úr öllum áttum virtust þeir koma.
þeir voru að reyna að komast í virk-
in. Það gekk svona allan daginn
þann 26., og undir kveld komu þeir,
enn einu sinni, og aldrei höfðu þeir
verið eins .margir einsog þá. Við
höfðum engan matarbita fengið all-
an daginn; gaddavírsnetin, sem við
höfðum fléttað, voru öll tuggin og
höggvin i sundur; en skothríðin frá
Rússum var látlaus og hrundu félag-
ar okkar niður, og við sáum það
glögt, að það væri óhugsandi, að við
gætum veitt þeim mótstöðu, ef að
þeir héldu áfram að koma einsog
nóttina þessa og daginn.
Um miðnætti komu þeir nokkur
hundruð yards nær okkur, og sumir
af mönnum okkar þutu út á móti
þeim. F.n þegar hinir, sem eftir
voru, sáu að ómögulegt var að
stöðva þá, þá skriðu þeir burtu á
fjórum fótum, og það var eitthvert
kraftaverk, að ein 500 okkar gátu
komist burtu og sloppið við að
verða teknir til fanga. Hinir allir
voru teknir eða féllu i seinustu kvið-
unni, þegar Rússar komust i virkin.
— Allur fylkingararmurinn bcggja
vegna hörfaði eitthvað rúma tvo
kilómetra; en meginið af fallbyss-
unum urðu þeir að skilja eftir, þær
voru of þungar til að koma þeim
fljótlega burtu.
Það var búið að viggirða stöðvar
þessar, ef svo kynni að fara, að við
yrðum að flýja úr hinum fremri. En
við vorum varla búnir að búa um
ókkur næsta dag, þegar Rússar
komu og réðust þar á okkur, alveg
á sanja hátt einsog fyrri. Við létuin
skotliríðina dynja á þeim; hrað-
skeytlurnar eða kúlnavendina lét-
um við sópa um fylkingar þeirra.
Þeir hrundu niður í hundraðatali;
en samt komu þeir; og nú var okk-
ur skipað, að halda ennþá undan,
svo að við yrðum ekki strádrepnir
eða teknir til fanga. Næst höfðum
við ágætt vigi og þar fengum við
töluverðan liðstyrk. En þegar eg
fór þaðan á þriðja degi seint, þá
voru Rússar búnir að gjöra stöðug
áhlaup á okkur í ,tvo daga, svo að
aldrei var nokkurt hlé á.
Vonbrigði.
Fyrir nokkrum dögum barst hr.
Árna Eggertssyni skeyti frá stjórn-
endum Eimskipafélags Islands um
það, að skipið Gullfoss geti ekki á
næstu ferð sinni hingað vestur not-
að loftskeytatæki þau, sem á skip-
inu eiga að vera, og var hann beð-
inn að leita upplýsinga um, hver á-
hrif það hefði á væntanlegan fólks-
flutning með skipinu frá Halifax til
lslands í maí næstkomandi.
Eimskipafélagið vissi, að frá
Bandaríkjunum er fólksflutningur
bannaður með þeim skipum, sem
ekki hafa loftskeytaáhöld, og það
vildi vita, hvort svipuð lög væru i
gildi hér í Canada.
Undirritaður tók þvi að sér, að
leita upplýsinga um þetta, og komst
að því, að lög um þetta efni, sem
samþykt voru af ríkisþingi Canada
og staðfest þann 6. júní 1913, taka
af öll tvímæli um þetta mál og veita
fyrirspurninni frá íslandi beint og
ákveðið svar.
Fjórða grein nefndra laga tekur
fram þetta meðal annars:
“From and after the first day of
January 1914 no passenger steam-
er, whether registered in Canada
or not, licensed to carry fifty or
more persons, including passeng-
ers and crew, and going on any
voyage, which is or which in-
cludes a voyage of more than two
hundred nautical miles from one
port or place to another port or
place---------shall leave or at-
tempt to leavc any Canadian port,
unless such steamer is equipped
with an efficient radiotelegraph
apparatus in good working order,
capablc of transmitting messages
over a distance of at least one
hundred nautical miles, by night
and by day, and in charge of a
person fully qualified to take
charge of and opcrate such appa-
ratus”.
Brot mót þessari grein gildir alt að
þúsund dollara fjársekt. ,
Itarleg tilraun hefir verið gjörð
til þess, bæði með bréfum og hrað-
skeytum, að fá sjómálaráðgjafa
Canada stjórnar til þess að veita
skipinu Gullfoss undanþágu frá
þessu lagaákvæði, fyrir þessa sér-
stöku ferð skipsins, sem svo mikið
hefir verið auglýst í íslenzum blöð-
um hér. En ráðgjafinn hefir tjáð sig
ekki hafa vald til þess að veita þessa
undanþágu.
Siðustu skeytin, sem farið hafa á
milli um þetta mál, eru svo:
“Winnipeg, 9. apríl 1915.
“Minister of Marinc, Ottawa.
“Your telegram received. We
ask exemption ‘Gullfoss’ May trip
only. Steamer will carry only such
Icelandic passengers as wish to
sail direct from Halifax to Ice-
land at their own risk. No other
passengers carricd.
B. L. Batdwinson”.
Svarið móti þessu hljóðar svo:
“Ottawa, April lOth 1915.
"B. L. Baldwinson, Winnipeg.
“Legislation imperative. Im-
possible to grant exemption Gull-
foss.
J. D. Hazcn”.
Strax og eg fékk þetta skeyti,
sendi eg til íslands svolátandi sim-
skeyti:
“Winnipeg, April lOth 1915.
“Governor, Reykjavík.
“Canadian Law and Govern-
ment prohibits Gullfoss without
wireless carrying any passengers.
B. L. Baldwinson”.
Hér með er allur kjarni sögunnar
sagður.
Skipið Gullfoss getur ekki á þess-
ari ferð sinni fullnægt loftskeyta-
ákvæðum canadiskra laga, og fær
því ekki að flytja nokkurn farþega
frá canadiskri höfn, undir þcim
kringumstæðum.
Engum Vestur-íslendingum getur
þótt meira fyrir þessum vonbrigð-
um, en hlutasölunefndinni hér. En
hún finnur sér skylt að auglýsa
þetta nú þegar, til þess að landar
vorir fái vitað, að þeir eiga ekki
kost á, að koinast til lslands me?
Gultfoss í næsta mánuði.
Winnipeg, 12. apríl 1915.
B. L. Baldwinson,
ritari
Þingið seinasta.
Því var slitið hinn fyrsta dag
aprílmánaðar, einsog áður var getið.
Helztu laganýmæli, sem samþykt
voru, eru þessi:
Skattur lagður á leikhús og hreyfi-
myndasýningarhús, lOc á hvert sæti.
Skattur lagður á danssali, $100.00
um árið.
Skattur á autós aukinn úr $5.00
upp i $10.00.
Lengd moratorium lögin um eitt
ár.
Bannað, að lögsækja hermenn,
sem i stríði væru, fyrir skuldir, og
þeim veitt önnur hlunnindi.
Vínsölulögunum breytt þannig,
að hótelin skyldu loka brennivíns-
stofunum kl. 7 e. m., í stað kl. 11, og
heildsöluhús ekki selja áfengi eftir
kl. 6 e. m.
Neitaði að ógilda úrskurð Rob-
son’s dómara um Provencher brúna.
Laðgi 5 dollara skatt á lifsábyrgð-
armenn og setti umsjónarmann til
að lita eftir gjörðum þeirra.
Ákvað, að sendir skyldu um-
ferðarkennarar út um sveitir, sem
ekki hefðu skóla eða stjórn.
Stofnaði verkamannadeild (Bur-
eau of I.abor) til að safna skýrslum.
Neitaði breytingum á Coldwell-
lögunum.
Neitaði að gjöra breytingar á at-
kvæðalistunum.
Samþykti álit meiri hluta Public
Account nefndarinnar, sem sýknaði
stjórnina af ákærum Liberala út af
þinghússbygingarmálinu.
Auk þessa vann þingið að hinum
vanalegu störfum sinum viðvikjandi
starfsemi þeirri, er stjórnin lætur
fram fara í fylkinu: vegabótum,
byggingum og því er að landbúnaði,
stjórn og uppfra-ðslu lýtur i binum
ýmsu sveitum og héruðum fylkis-
ins; samþykti og ákvað hin vana-
legu útgjöld o. s. frv.
Stöku daga hefir verið hiti nokk-
ur í þingmönnuin, sem reyndar oft
kemur fyrir á þingum. En heitast
hefir orðið út af þinghússbygging-
unum. Liberalar sökuðu Konserva-
tíva um fjárdrátt, og kom það fyrir
þingnefnd, sem skipuð var báðum
flokkum. Liberalar báru Jiar fram
sakir sinar. Meiri hluti nefndarinn-
ar var samdóma um það, að þeir
hefðu ekért sannað. Svo kom úr-
skurður nefndarinnar fyrir þingið.
Og aftur samþykti meiri hluti þings-
ins úrskurð nefndarinnar.
En I.iberalar voru ekki ánægðir
með það og heimtuðu konunglega
nefnd (Royal Commission). Mr.
Roblin gaf það eftir, og á hún til
fullnustu að göra út um málin. —>■
Nefnd sú er óskipuð enn.
Fundarboð.
Framkvæmdarnefnd fslenzka Con-
servatíve Klúbbsins er beðin að
mæta á skrifstofu Heimskringlu
næsta fimtudagskveld, 22. þ.m., kl.
8 stundvislega, til að ljúka við ým-
islegt viðvíkjandi starfsemi klúbbs-
ins síðastliðinn vetur.
Á. P. Jáhannsson, forseti.
Miðnættissólin. (Hannes S. Blöndal: Ljóðmæli, III. útgáfa aukin 1913, bls. 39). Sjá, næturskuggar yfirbuga eigi Lo! Sombre shadows ne’er can overcome þinn undrafagra, bjarta geislastaf Thy wondrous fair and brightly beaming rays. um miSja nótt sem letrar land og haf Even by night with noon’s abundanóe blaze logskærum rúnum sem á hæstum degi. Thy fiery runes ’twixt earth and heaven’s dome. ViS sjónbaugs rönd þú situr hafs á öldum, Riding the waves at our view’s utmost rim, úr svölu djúpi stiginn næturúSa From out the cloud-racks of the chilly sea, þú lætur verSa gullinn geislaskrúSa, Thou drawest forth a golden galaxy sem glitrar skær á himinskýja tjöldum. Whose starry brightness decks the heavens dim. Eins er þá skyggja svartar sorgarnætur So too when night ungraciously lours í sálu manns, og enginn geisli lengur Over our souls, and not a ray is shed sólbjartrar vonar lýsir lífs á vegi, From Hope’s glad heav’n to light life’s weary way; Þá náSarsunnu sína drottinn lætur Our gracious Lord, his sun of grace empowers —þá sunnu, aldrei hvíldar til sem gengmr— —Like thee by rays immortal garlandéd— birtast, svo nótt að björtum verSur degi. To shine, that night may show like brightest day. Skúti Johnson.