Heimskringla - 15.04.1915, Blaðsíða 8
BLS. 8.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15. APRÍL 1915.
*—---------------*
Úr Bænum
Hr. Skúli Árnason, Brú P.O., Man.,
kom að sjá oss. Hann flutti inn hing-
að í haust og líkar fremur vel í borg
inni, en hélt þó að hollara og trygg-
ara væri undir bú úti í íArgyle bygð
en hér.
Hr. Jónas Sturlaugsson, frá Svold,
N. Dak.; kom til borgarinnar nýlega.
Hann segir hið bezta af öllu þar
syðra. Sáning byrjaði strax eftir
páska, og er þar nú hver mgður á
ökrum úti frá morgni til kvelds.
Það var ekki alveg rétt sagt frá í
siðasta blaði um efni Heimkomunn-
ar, leiksins fræga, sem verður leik-
inn i Goodtemplarahúsinu á mánu-
dags- og þriðjudagskveldið kemur.
Þar er minst á eldri dóttirina, en á
að vera yngri dóttirin, sem tæld
hafði verið. Þar er einnig sagt frá
Robert sem mentamanni, en hann
er aðallega verzlunarmaður.— Þetta
er fólk beðið að athuga, er það
kemur að sjá leikinn.
Það kemur annars ekki oft fyrir,
að lslendingar hafi tækifæri til að
sjá annan eins leik, og sem hefir
verið eins vel vandað til. Leikur
þessi var leikinn í tvær vikur sam-
fleytt í Reykjavík fyrir fullu húsi,
og fékk mikið lof. Leikendurnir,
sem leika hann hér, eru þeir beztu,
sem völ er á meðal íslendinga vest-
an hafs. Allir þekkja þá Árna Sig-
urðsson og John Tait, er leika aðal-
stykkin; og alt hitt fólkið er búið
að vinna sér hylli almennings sem
leikfólk.
Þetta verður aðal leiksamkoma
íslendinga í Winnipeg þetta ár, og
ættu því allir, sem geta, að koma.
Sjá auglýsingu á öðrum stað í
blaðinu.
Hr. Jón Hólm, frá Mountain,
N. Dak., kom að sjá oss á Heims-
kringlu. Hafði farið ofan til River-
ton og tekið sér land þar, og ætlar
að flytja sig norður þangað undir
haustið. Það gladdi oss að sjá Jón.
Og vér álítum það þvi betra, þess
fleiri Bandaríkjamenn, sem hingað
koma.
Næstkomandi sunnudag verða við
morgunguðsþjónustu fermd tuttugu
ungmenni í Tjaldbúðarkyrkjunni.
Að kveldinu verður altarisganga
fyrir fermingarbörnin og aðstand-
endur þeirra, og svo alla, sem óska
þess, — ættu að vera sem allra
flestir. ,
Umræðuefni í únitara kyrkjunni
næsta sunudagskveld verður: Dag-
legt líf. — Allir velkomnir.
Stúkurnar Hekla og Skuld hafa i
undirbúningi skemtisamkomu, sem
verður haldin fimtudagskveldið 29.
þ. m. Ágóðinn af samkomunni renn-
ur í sjóð, sem varið er til þess að
hjálpa ofdrykkjumönnum að fá
lækningu á drykkjuástríðunni. Stúk-
urnar hafa á undanförnum árum
styrkt allmarga með lánum og gjöf-
um úr sjóði þessum til að taka Gold
Cure. — Styrkið gott og þarft fyrir-
tæki með þvi að sækja samkomu
þessa. — Skemtiskrá verður aug-
lýst í næsta blaði.
Eg kvaldist í mörg ár af bakverk
CBa nýrnaveiki og hefi reynt mörg
meööl frá hinum oB öBrum læknum.
Fyrir litiB meira en ári kom lyfsall
mér til ati reyna DR. MII.ES’ VERK-
VARJVANDI PIL,I.t;R, og eftir aö eg
var búinn aö brúka pær í liBugt ár
bá fann eg aö eg var mikiB betri i
nýrunum, og eg er glaJSur aö segja aö
eg hef góöa von um atS veröa bráBum
albata.
J. E. ALliEN,
fyrrum bæjardumari,
Glasgow, Ky.,
Dr. Miles Verk Yarnandi Pillur
hafa gefið mjög góðan árangur við
verkjum í öllum pörtum lfkamans.
Með því að varna æsingi gefur það
Ifffærunum tækifæri að ná sér aftur
og vinna sitt vanaverk reglulega.
Selt með þeirri ábyrgð að skila
andvirðinu aftur ef fyrsta askjan
bætir ekki.
SUMARDAGURINN
=FYRSTI=
Fimtudaginn, 22. Apríl
Concert og Social
*
i
Tjaldbúðarkirkju
kl. 8 aS kveldi.
PROGRAMME:
1. Piano Duet, tvær ungar stúlkur
2. Quartette, fjórar karlmanna-
raddir.
3. Vocal Solo, Mrs. I. H. Bell
4. RæSa, Árni Anderson, lög-
maSur
5. Vocal Solo, Jónas Stefánsson
6. Upplestur, Árni SigurSsson
7. Vocal Solo, Alex. Johnson
8. Vocal Solo, Mrs. P. Dalmann
9. Piano Solo Mrs. Hall
Fríar veitingar í salnum á eftir.
Orchestra spilar meSan á þeim
stendur.
INNGANGUR 25c
Takið eftir auglýsingu um Hluta-
veltu Hjálparnefndar Únítara safn-
aðarins á öðrum stað i blaðinu. Á-
góðanum verður varið til að styrkja
fátækar og þurfandi islenzkar fjöl-
skyldur. Inngangseyrir með einum
drætti og skemtunum 25c.
Laugardagskveldið 10. þessa mán-
aðar hélt Ungmennafélag Únítara
samsæti til heiðurs þremur með-
limum sínum, sem lokið höfðu námi
á háskólum þessa fylkis, — þeim:
Hjálmi Daníelssyni og Stefáni A.
Bjarnasyni, frá búnaðarskólanum,
og Björgvin Stefánssyni, frá háskól-
anuin. — Þeir voru sæmdir minn-
ingargjöfum : ermahnöppum úr gulli
með áletruðum fangamörkum þeirra
og félagsins. — í samsætinu tóku
þátt um 70 manns og fór það mjög
ánægjulega fram.
Fögnum sumrinu.
Únitara söfnuðurinn hefir ákveð-
ið að halda böggla-samkomu á sum-
arduginn fyrsta, fimtudagskveldið
22. þ.m. Bögglarnir verða boðnir
upp, þegar skemtiskránni er lokið.
Aðgangur lOc; dömur, sem koma
með böggla, borga ekki inngangs-
eyrir. — Gleymið ekki að við erum
íslendingar. Komum öll og heiðr-
um Sumardaginn fyrsta og skemtum
okkur!
Takið eftir auglýsingunni frá
Mac’s hreyfimynda-húsinu. '— Það
hittist svo á, að nú þegar vér fyrst
auglýsum fyrir þá, að þeir sýna
Mary Pickford í “Mistress Nell”
(mjög skemtileg saga). Þessi sýning
er í fimm pörtum, og þar sem allir
Þekkja Mary Pickford, þarf ekki að
orðlengja, hve skemtileg sýningin
muni vera.
Hr. J. E. J. Straumfjörð, frá Otto
Man., er hér á ferðinni að sækja son
sinn J. H. Straumfjörð, sem nú er
búinn að liggja á spítalanum hér á
sjöunda mánuð. Skaut sig í annan
fótinn i haust og var fluttur hingað.
Fjórum sinnum þurfti að taka af
fætinum, því einlægt hljóp spilling
í sárið. I.oks er það nú búið, og fer
hann heim til sín. Hann er 18 ára
gamall. Dr. Brandson gjörði skurð-
inn aftur og aftur og má Straum-
fjörð þakka honum líf sitt. Hann
hefir tekið mikið út svo ungur, en
vel kann að vera, að bjartari dagar
séu framundan.
HEIMKOMAN
Sjónleikur í fjórum þáttum.
verSur sýndur í íslenzka Good Templara húsinu
Mánudagskveldið og Þriðjudagskveldið
19. og 20. April, 1915
ASgönguseðlar: 25c, 35c, og 50c. Til sölu laugardags og
mánudags eftirmiðdag þann 17. og 19. apríl hjá B. Metú-
salemssyni, horni Victor og Sargent St., og einnig viS
inngönguna.
The Norwegian Lutheran Church
heldur samkomu í Fyrstu íslenzku
lútersku kyrkjunni á horninu á |
Bannatyne og Sherbrooke föstudag-
inn 16. apríl kl. 8 e.m. Gott pró-
gram. — Inngangur 25 cents.
StríSsskatturinn.
Nú gengur hann í gildi stríðsskatt
urinn hinn 15. april.
1 cents frímerki á öll bréf til
stáða í Canada, Bandaríkjunuin,
Mexikó, Englands og nýlenda Breta,
hvar sem þær eru.
Einnig 1 cents frímerki á öll póst-
spjöld til framangreindra landa.
Ekkert stríðsfrímerki þarf að
setja á bréf eða póstspjöld til ann-
ara landa en þessara.
1 eents frímerki á allar póstávís-
anir.
2 centa frímerki á allar peninga-
ávísanir aðrar (‘Express’ ávisanir).
Fréttablöð, bækur, “circulars” og
bögglapóstur sleppi við skatt þenna.
Á þetta þarf engin striðsfrimerki.
Sérstök stríðsfrímerki verða til-
búin og höfð til sölu á pósthúsum
öllum, en séu þau ekki fáanleg, má
hafa vanaleg frimerki.
Þess verða menn að gæta, að ekki
dugar að hafa stríðsfrimerkin sem
veruleg frimerki, þó að frímerkin
vanalegu geti dugað sem stríðsfri-
merki. Menn mega t. d. ekki setja 3.
centa frimerki á bréf eitt, heldur
vanalegt tveggja centa frímerki og
1 cents striðsfrímerki.
Þá skal og taka það fram, að eng-
in striðsfrímerki þarf á bréf eða
póstspjöld til Frakklands, Italíu,
Hollands, Danmerkur, íslands, Nor-
egs, Sviss, Rússlands o. s. frv. Burð-
argjald er þar ákveðið með samn-
ingum og má ekki færast upp.
Til fólksins.
Einsog lesendur Heimskringlu
muna eftir, hefi eg getið þess áður í
blaðinu, að eg ætlaði mér að gefa út
bók með sögum af ýmsu tagi; og
hefði ekki styrjöld þessi hin mikla,
sem nú stendur yfir, lamað peninga-
markaðinn og öll viðskifti, hefði eg
getað látið bókina koma út í fullri
stærð nú í vetur. En til þess þó, að
verða ekki að öllu leyti svikari við
þá, sem eg hefi lofað bókinni, hefi
eg látið prenta 100 bls. i nokkuð
stóru 8-blaða broti. Eg hefi brotið
svona stórt, af því eg ætlast til að
bókin verði fáein hundruð blaðsið-
ur, þá hún er öll prentuð.
Af því að mér hafa borist bréf
víðsvegar að þess efnis, að æskilegt
væri, að fá draumana sem allra fyrst
— lét eg þá sitja fyrir.
Eg hefi því látið prenta alla þá
drauma, sem eg hafði fyrirliggjandi,
bæði eftir mig og aðra. Þessir
draumar eru um 80 bls., og er fyrsia
deild i sögusafni mínu.
Önnur deild hefir inni að halda
sögur eftir Kristján Geiteying, og
eru nokkrar af þeim í þessu hefti.
En þetta eru aðeins fáar af mörg-
um, sem eg hefi skrifað upp, og sem
enginn kann nema eg.
Þetta hefti, sem eg hefi nú þegar
minst á, er nýprentað hér i borg-
inni og kostar 50 cents póstfrítt
hvert sem er á þessum hnetti, ef
borgun fylgir með pöntuninni; og
hver sá, sem sendir mér $2.00, fær
5 bækur.
í næsta blaði mun eg geta auglýst
útsölumenn mína víðsvegar um
þetta land.
Kse.ru lslendingar! Kaupið þetta
hefti, svo þið getið fengið alt, sem
eg á eftir óprentað.
Yðar einlægur,
S. J. Austmann,
247 Lipton St., Winnipeg, Man.
Eða: Winnipeg P.O., Station D.
Síðustu stríðsnýungar.
Síðari fregnir geta þess til, að
skothríðin undan Björgvin og Seley
hafi ekki verið annað en viðureign
Breta við 2 eða 3 neðansjávarbáta,
og að flotinn þýzki, sem Norðmenn
sáu, hafi verið þýzkar duggur, sem
ætlað hafi til lslands að finna vini
Vilhjálms þar. En i striðinu trúir
hver því, sem honum sýnist.
— Þess má geta, að hinn frægi
herforingi Rusky er nú frá herstjórn
að sagt er. Hann tók Galizíu og Lem-
berg og síðan kvaddi keisari hann
norður, þegar Þjóðverjar létu verst
við Przasniz og óðu inn yfir landa-
mæri Rússa. Hann kom að sunnan
og hrakti Þjóðverja aftur. En að því
búnu varð hann að hætta hermensk-
unni, — þjáðist af innvortis krabba-
meini. Kvaddi keisari hann heim,
og fékk honum sæti í senatinu og
veitti honum heiður mikinn.
— Þá eru smáfregnir að koma frá
ítalíu, er benda til þess að héðan af
sitji þeir nú ekki lengi hjá aðgjörða-
lausir. Yfirmenn allir og hermenn
eru beðnir að blekkja alla hnappa á
einkcnnisbúningi sínum, sverðs-
hjöltu og skeiðar, því alt sem glóir
er ágætt mark fyrir skotmenn óvin-
anna.
— Á Englandi og Italiu eru konur
að taka við verkum karlmanna,
bæði á skrifstofum og á verksmiðj-
um, og á ítalíu eru þær einnig farn;
ar að vinna á strætisvögnum.
SYRPA
TÍMARIT ALÞÝÐU
sögur, æfintýr og annaS innihald
til skemtunar og fróðleiks.
ÁRGANGUR $1.00
HEFTIÐ 30c.
KJÖRKAUP
Nýir kaupendur fá 1. 2. og 3.
árgang fyrir $2.00, eru það 768
blaðsíÖur af einkar skemtilegu les-
máli. Með því að fyrstu árgang-
arnir eru að þrotum komnir stend-
ur þetta fágæta tilboð aðeins til
loka aprílmánaðar.
0. S. Thorgeirsson
678 Sherbrooáe St., Winnipeg.
Mac’s Theatre
Cor. Sherbrooke and Ellice.
Always — The Best — Always
Mary Pickford in
“MISTRESS NELL”
5 parts.
Today and Tomorrow
Friday and Saturday:
“THE SONG IN THE DARK”
A Great 2 Reel Drama.
Coming Wed. and Thurs. April
2 1 st and 22nd.
Dustin Farnum in:
“CAMEO KERBY”
5 Parts
Bréf frá vígvellinum.
Austmann slátrar Þjóðverjum.
Eftirfylgjandi bréf var nýlega
prentað i Winnipeg Free Press, en
skrifað af Sergeant-Major H. R.
•Northover, manninum, sem Aust-
mann lærði hjá byssusmiði: —
“Á Frakklandi 22. marz 1915.
“Kæri Hawleyi
“Já, Svörtu DjÖflarnir eru hér og
hafa nóg að gjöra, og þeir eru sú
bezta sveit, sem nú er á meginlandi
Evrópu í hverju sem reyna skal. Eg
fer ekki að segja þér frá mannfalli
voru, því um það getur þú séð i
blöðunum.
“Mér hefir verið boðin hærri
staða, en eg hafnaði því tilboði, af
þvi eg vil ekki skilja við mína fé-
laga i 90., sem eru hér allra manna
fræknastir. Joe Austmann er iðinn
við að sálga Þjóðverjum. Hann
markar skoru í byssuskeftið sitt við
hvern haus, sem hann hæfir, og eru
skorurnar orðnar æði margar. Sjálf-
ur hæfði eg einn haus á hér um bil
200 föðmUm. Eg vissi, að það vár
Þjóðverji i launsátri ekki langt í
burtu; en vissi þó ekki, hvar hann
var, og var eg 20 mínútur í óvissu.
En þá kom upp skotmarkið og eg
miðaði á miðdepil. Skotmarkið datt
niður og kom aldrei upp aftur, svo
eg markaði hjá mér hæstu tölu, sem
hægt var að ná í einu skoti. Sú 90.
er búin að velja flokk (team) af sín-
um beztu mönnum, til þess að fara
til Berlin í sumar og reyna sig þar
við olympisku leikina. Þeir, sem
kosnir hafa verið, eru þessir: Aust-
mann, Houghton, Davidson, Cook,
Ford, Bishop, Watson og eg sjálfur,
og svo nokkrir menn til vara.
Pað er í ágúst í sumar sem ferð-
inni er heitið til Berlínar. Haf þú
gætur á, hvað símað verður á milli
landa um það leyti. ,
Aths. — Þjóðverjar hafa alla tið
fjölda manns í launsátrum, einn og
tvo í stað. Liggja þeir i leyni og
drepa alt, sem þeir sjá lifandi ofan-
jarðar, og það eru þessar launsáturs-
skyttur, sem Austmann hefir tekið
að sér að eyðileggja.
FLUTTIR
HérmeS tilkynni eg almenningi
að eg hefi flutt mig í stærri og
betri búð, þar sem öll viðskifti
geta gengið mikið greiðar en
áður.
Nýja búðin er að:
572 Notre Dame Ave.
aðeins þremur dyrum vestar en
gamla búðin.
Central Bicycle Works
S. MATTHEWS
eigandi.
TELEPHONE — GARRY -- 121
mm
SÖNGSAMKOMA
verður haldin í Lyric Theatre á Gimli.
Sumardaginn fyrsta, klukkan 8. e.h.
PROGRAMME.
1. —Söngflokkur (yfir 20 manns) undir stjórn hra. Jóns
J ónatanssonar.
(a) Voriðerkomið ----- O. Lindblad
(b) ísland ----- H. Helgason
(c) Vorvísa ------ A. P. Berggreen
2. —Trombone Solo ---------
Guðm. Björnsson
3. —Piano Duet - -- -- -- --
Miss Y. Jónatansson og Mrs. H. Lawson
4. —Baritone Solo - -- -- -- -
B. Kristjánsson
5. — (a) Ó, Guð vors lands - - Sv. Sveinbjömsson
(b) Heim til fjalla ----- J. Pálsson
(c) Mig hryggir svo margt - - G. Eyjólfsson
Söngflokkurinn
6. —Violin Solo - -- -- -- --
ó. Thorsteinsson
7. —Trombone Solo - -- -- -- -
Guðm. Björnsson
8. —Piano Solo - -- -- -- --
" Miss Violet Hermanson
9. — (a) Sjóferðin ------ O. Lindblad
(b) Vængirnir ------- Doleres
(c) Stríðsbæn ------ O. Lindblad
Söngflokkurinn
1 0.—Kökuskurður -
1 1.—Dans - -- -- -- -- --
Veitingar seldar.
Inngangur fyrir fullorðna 25c., fyrir böm 15c.
LEIDBÉTTING.— 1 Heimskringlu
25. marz, 5. bls., 4. dálki, í skrá yfir
gafir til Þjóðræknissjóðsins, stend-
ur: “1 Belgian Relief Fund Paul
Reykdal $50.00, en á að vera: Pat-
riotic Fund-
Vinnukona getur fengið vinnu úti
á landi. Þyrfti að kunna að
mjólka kýr í viðlögum. Kaup
$12—$15 um mánuðinn. Heims-
kringla vísar á. * ,
Skemtisamkoma og Veitingar
undir umsjón kvennfélags Skjaldborgar, verður haldin á
Sumardaginn Fyrsta í Skjaldborg
Apríl 22., 1915
PROGRAMME:
1. —-Ávarp forseta - Séra R. Marteinsson
2. —Píanóspil ----- Miss S. Fredrickson
3. —Frumsamið kvæði - Dr. Sig. Jul. Jóhannessson
4. —Fíólín spil ----- Mr. Wm. Einarson
5. —Recitation, Fjallkonan, (sýnd í Faldbúning)
Miss Jódís Sigurðsson
6. —3 raddaður Samsöngur: Skólameistarinn, nokkur börn
og Mr. B. Mteúsalemsson.
7. —Fíólín samspil: - Lærisveinar Mr. Th. Johnston’s
8. —Einsöngur ----- Miss E. Thorvaldson
9. —Upplestur ----- Miss Ásta Austmann
1 0.—Einsöngur, Selected - Miss H. Friðfinnson
1 1.—Samsöngur ------ Söngflokkurinn
12.—Veitingar - -- -- -- -- -
Byrjar kl. 8 e.h. Aðgangur 25c og 15c fyrir böm.
TOMBOLA
OG ADRAR SKEMTANIR
Hjálparnefnd Únítarasafnaðarins heldur Tombólu, fimtu-
dagskveldið I 5. þ.m. í samkomusal safnaðarins. Ágóðan-
um af Tombólunni verður varið til styrktar þurfandi íslenzk-
um fjölskyldum hér í bænum. Margir góðir drættir verða
þar á boðstólum. Á eftir Tombólunni verða skemtanir.
Stuttar ræður, Rögnv. Pétursson og G. Árnason; upplestur,
H. Gíslason og Mrs. Ingibjörg Goodman. Auk þess hljóð-
færasláttur.
Kaffi verður selt og unga fólkinu gefst kostur á að fara í
Grand March.
Fimtudagskveldið, 15. apríl, 1915.
Inngangur með drætti, 25c.
Komið og hjálpið.
Stoek Taking Sale
AUar vörur boðnar til sölu með afsláttum er reiknast frá
20 prósent til 80 próents.
$10.00 fléttur fyrir...............$4.95
$ 5.00 fléttur fyrir...............$2.40
$ 7.50 fléttur fyrir................ 95c
MANIT0BA HAIR G00DS CO.
M. Person, Ráðsm. 344 Portage Avenue, Winnipeg