Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTS, BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOGUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY ar 3' FLORISTS Phonesi Maln 194. Nlfzrht and Snn- day Shor. 2«67 2S9 DONALD STREET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1915. Nr. 30 Strí ðs=f r éttir Sú saga kemur frá Berlín, að Nik- 'ulás stórhertogi haf verið særður nú fyrir nokkru. Hann kallaði fyrir sig Sievers herforingja, sem stýrði her Rússa á Austur-Prússlandi, 10. her- deildinni, sem fyrir nokkru fór ó- farir fyrir Hindenburg. Þegar Siev- ■ers kom a fund hans, þá fór Nikulás að spyrja hann hvernig staðið hefði á undanhaldi Rússa. Jókst það svo orð af orði, að báðir urðu heitir og gefur Nikulás Sievers löðrung all- mikinn, en þá dregur Sievers óðara upp skammbyssu sina og skýtur á Nikulás og kom skotið í kviðinn. Að því búnu skýtur Sievers sjálfan sig. — Nafnið Sievers bendir á, að hann hafi verið úr hinum þýzku hér uðum Rússlands meðfram Eystra- salti. En þaðan hefir Rússum oft bölvun staðið. En ekki hefir Niku- !ási staðið stórt mein af þessu, því sagt var nýlega, að hann væri vænt- anlegur til Ungarns. Laugardagsblöðin voru full með ])að, að Austurríkismenn væru fast að þvi komnir að ráðast á ítali i Trent dalnum náttúrlega, og að all- ar brautir á Suður-Þýzkalandi væru hlaðnar af hermönnum og herflokk- um Vilhjálms, sem hann væri að ■senda suður til þess, að Hjálpa Aust- urrikismönnum að berja á ftölum. Nú er að færast nær og nær ineð degi hverjum hin mesta orusta, sem heimurinn nokkru sinni hefir séð; ennþá meiri og líklega voðalegri en orusturnar á Póllandi. Það má bú- ast við, að öll þessi langa lína Rússa fari í bál frá Memel suður að Kar- patha fjöllum og þaðan um Ungarn frá Svidnik og Bartfa, suður af l)uk- la skarði, yfir Karpatha fjöllin i Us- zog skarði og austur um dali til Stry i Galizíu. Einkum er það í Ungarn, sem báðir safna liði af kappi. En snjór þiðnar nú óðum í fjöllunum og velta ár allar mórauðar fram og bakkafullar, og er þá örðugt yfir- ferðar qg illfært eða ófært með þungar fallbyssur. Er því ekki ólík- legt, að slagurinn þar dragist nokk- ura daga. Þó er ekki gott að segja, hvað Rússinn gjörir. Hann er litið farinn að fara ofan á slétturnar enn þá. Hann verður að hreinsa vel til i fjöllunum fyrst. En niður á slétt- urnar vill hann fara; þær eru nú s,igrænar af vaxandi gróðri, og þar ■eru óvinir þeirra. Það er sem þeir sjái þar hið fyrirheitna land, og all- ir vita, að ef þeir vinna nú, þá er stórt spor stigið, og erfitt verður að hefta ferðir þeirra. En liinir vita það líka, bæði Þjóðverjar, Austur- rikismenn og Ungverjar, og þeir taka nú á móti og draga ekki af sér. Enginn friður í nánd. Búist við, að allur Balkanskaginn fari á stað innan mánaðar. Á Ungverjalandi setja ‘Austurrík- ismenn á heri (arinies) á móti Rússum. Einn er undir forustu hershöfðingja Weirsch; er hann norðanfjalla, við Nida-fljót í Vestur- Galizíu. Hinir 4 eru allir í Ungarn, og stýra þeim: Erkihertogi Eugene Frederick og hershöfðingjarnir Bor- chevich, Remormoli og Pfanzer. — Auk þessara er inúgur Austurrikis- mann í Suður-Galiziu og Bukovína. En Þjóðverjar, sem eru í Kar- patha fjöllunum, eru undir forustu Alexander I.insingen, og eru 7 he.r- deildir (corps), liver 50,000 n.anns, eða alls 350 þúsundir mann.s. En aðal-yfirstjórn er sagt að Vilhjálinnr keisari hafi sjálfur og sé þarna kom- inn. Það væri því ekki furða þó að það yrði þungt fyrir Rússa þarna, þegar þeir hafa alt þetta á móti sér. En þeir cru nú búnir að gjöra það, sem óvinir þeirra töldu ómpgulcgt: hrinda æðisgengnuin áhlaupum Þjóð verja í Pólen, hvað eftir annað, og komast yfir Karpatha fjöllin. Má vera, að þeir verði ennþá þungir á velli og drjúgir i ráðum. FUNDI FRESTAÐ. í siðasta blaði var framkvæmd- arnefnd lslenzka Conservatíve Klúbbsins boðuð á fund á skrif- stofu Heimskringlu 22. apríl. En með því samkomur hafa verið auglýstar í öllum islenzku kyrkj- unum það kveld, verður fundin- um frestað um viku, til fimtu- ilagskvelds 29. apríl. Þá er fram- kvæmdarnefndin beðin að mæta stundvíslega kl. 8 að kveldi á skrifstofu Heimskringlu, til að Ijúka við ýms ólokin störf. Á. P. Jóhannsson, forseti. Þjóðverjar eru farnir að víggirða kastala gamlan sunnantil i Baden, sunnan undir taglinu á Svörtu skóg- um; kalla blöðin hann Istein; og má vera að rétt sé, þó að þar nálægt eigi að vera gömul kastalaborg, sem Hauenstein (Háisteinn) heitir. Þetta er sunnanmegin Rinar. Og er þá einsog Þjóðverar séu farnir að bú- ast við, að verða að hverfa austur yfir Rín fljótið. Samt virðist sem kastali þessi ætti fremur að vera til varnar móti Svisslendingum eða Itölum, heldur en Frökkum. Hinn 14. april var orusta mikil austanmegin Karpatha falla við Us- zog skarðið, 50 mílur suður af Prze- mysl. Stóð þá hrið hörð i 12 stund- ir milli Rússa og Austurríkismanna. Austurríkismenn biðu ósigur og hrukku undan, en Rússar náðu þar hæðum öllum, sein hinir höfðu tal- ið óvinnandi. Það er annars nokk- uð erfitt þarna; snjórinn er feyki- lega mikill í fjöllunum, þau eru sem jökulbreiður, skörðin þarna um 4 þúsund feta há og klettótt viða. — Þegar herflokkarnir sækja þar fram í ákafa, þá vita þeir ekki fyrri en heilir hóparnir hrapa fyrir björg niður; hafa þá farið fram á hengju í klettabrúnunum, og fer hengjanj niður með alla sem á henni eru, og sjá þeir ekki sólu framar, sem þar fara niður. Þarna vill hvorugur láta undan, og oft ræðst hver á annan á sama stað og tíma og mætast þeir þá á miðri leið, og er þá ekki hætt fyrri en annarhvor hópurinn er stráfall- inn. Við þenna bardaga náðu Rúss- ar öllum tindunum norðan í Uszog- skarðinu, en Austurríkismenn héldu járnbrautinni þann 14. april. Þó voru Rússar ekki meira en 3 mílur frá henni. Bleikir gægjast kollarnir upp. Frá Neuve Chapulle (Nýju kap- ellu), sem Bretar tóku með áhlaupi núna nýlega, í Flandern , er það sagt, að svæðið milli skotgrafa Breta og þeirra, er þeir ráku Þjóð- verja úr, sé þakið höfuðkúpum, sem steinlögð stræti væru. Þeir höfðu fallið þar í stórhópum Bretar og einkum þó Þjóðverjar; voru líkin svo dysjuð í frostunum, en grunt, og þegar þiðna tók komu hiifuðin upp, eins og va'ru þeir þá enn einu sinni að litast um í veröldinni, og svo þétt, að þar var kollur við koll; en mörg var kúpan ber og holdlaus og tómar augnatóftir. En því er svo varið, að þarna má hvorugur hreyfa sig úr skotgröfunum, og verða hinir dauðu að stara þarna inn í veröld- ina, — þangað til Bretar reka Þjóð- verja lengra i burtu. Konurnar hjálpa. í lok marzmánaðar voru 33,000 konur búnar að skrásetja sig, til þess að vinna að stríðinu á einn eða annan hátt. Sex þúsund þeirra buðust til þess, að vinna í vopnasmiðum; 4000 í kolaverksmiðjum, 1,700 í mjólkur- húsum, 500 við garðyrkju, 2000 við ýmisleg akuryrkjustörf, 1100 við búðarvinnu, 500 við skinnaverkun og 5000 buðu sig fram til skrifstofu- vinnu. Walter Runciman, forseti í lioard of Trade, lýsti þvi yfir, að konur skvldu hafa sama kaup og karlmenn hefðu haft við vinnu þessa, og þær stúlkur, sem buðu sig fram til jarð- yrkju eða akuryrkjuvinnu, skyldu fá hálfsmánaðar tilsögn á akuryrkju skólum. — Þetta losar mennina frá vinnunni, svo þeir geta farið i — striðið. Rússland. Það lítur ekki út fyrir, að Rússar vilji treysta því, að stríðið sé bráð- um búið, þvi að frá Petrograd koma þær fregnir hinn 15. apríl, að Rúss- ar hafi nú kallað út alla vopnfæra menn frá árunum 1900—1915, að þeim árum meðtöldum, um alt rík- ið. Það var áður búið að kalla út mikinn hluta af þessum herskyldu mönnum, en þó ekki nema i nokkr- uin héruðum eða fylkjum. En þetta útboð gengur yfir alt landið, og ætla menn að með útboði þessu tvö- faldi Rússar hermenn sina. Hafi þvi Rússar verið erfiðir við- ureignar og harðir í snerrum, þá verða þeir ekki léttari fyrir, þegar þessir koma allir, sem nú eru kall- aðir, og þessir nýju menn allir eru á bezta aldri, frá 20 til 35 ára, og það má treysta þvi, að þeir vilji ekki vera eftirbátar þeirra, sem á undan eru farnir, eða fallið hafa i barátt- unni við erfðaféndur þeirra, Þjóð- verjana. Sjóorustu-fregnin síÓasta. Nú er það komið upp, hvernig stóð á sjóorustu fregninni, er kvað Björn Walters dáinn. Að morgni hins 8. þ. m. barst mér sú sorgarfregn. að dáinn væri vin- ur minn Björn Walters (Jósepsson). Hann dó í bænum Watford í Norður Dakota, og er mér sagt, að banamein hans hafi verið hjartaslag. Björn var fæddur að Gili i Svart- árdal í Húnavatnssýslu 7. október 1869, og var þvi sem næst 45 og hálfs árs gamall. Foreldrar hans voru Josep Sigvaldason og Guðný Guðlaugsdóttir. Björn var mjög ung- ur, er faðir hans kom honum til menta vii gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal; stundaði hann þar nám i þrjá vetur og út- skrifaðist með bcztu einkunn. Árið 1885 flutti faðir hans með fjölskyldu sína til Ameríku og sett- ist að i Pembina héraði i Norður Dakota. Var Jósep þá aldraður og heilsubilaður, og varð því Björn að mestu að bera á sinum ungu herð- um framfærslu og forsjá fjölskyld- unnar, en þá var hann tæplega 16 ára, með sem næst enga lífsreynslu og í framandi landi. Hann bjó þá héimili foreldrum sínum í bænum Pembina, en sjálfur vann hann fyrst hjá bændum þar í grendinni. Árið 1888 varð hann aðstoðar agent fyrir Northern Pacific járnbrautarfélag- ið og hélt þvi starfi um nokkur ár. Árið 1886 var hann aðstoðar lög- gæzlumaður (Deputy Sheriff) fyrir Pembina hérað, og því starfi gengdi hann aftur árin 1899 til 1902. Meðan hann hafði þetta starf á hendi á- vann hann sér almenna tiltrú og [ virðingu héraðsmanna fyrir dugnað og samvizkusemi. Einsog lesendum þessa blaðs er ■ kunnugt, var það árið 1897, að þeir j Björn Walters og Einar ólafsson reistu Heimskringlu úr rústum, sem þá hafði hætt að koma út um nokkra inánuði. Samvinna þessara tveggja manna varð ekki löng, og tók Björn að sér útgáfu blaðsins einn skömmu síðar. En árið 1898 seldi hann | blaðið til B. 1.. Baldwinsonar og nokkurra annara félagsmanna, og hvarf hann þá aftur suður til Pem- bina. , Björn Walters kvæntist 10. janúar 1889 Soffíu Halldórsdóttur frá Brekku í Svarfaðardal i Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Halldór Rögnvaldsson og Sigurbjörg Hall- dórsdóttir. -— Þau Björn og Sofía eignuðust 5 börn, sem öll eru á lif: Jóhannes, Svafa, Halldóra, Haraldur og Helen. Eru börn þeirra öll hin elskuverðustu og prýðilega efnileg. 1 síðustu tvö og hálft ár var Björn umboðsmaður fyrir félag, er selur akuryrkju-verkfæri, og var hann á férðalagi í þeim erindum, er hann dó 7. þ. m., einsog áður er sagt; en heimili hans var i bænum Grand Forks i Norður Dakota. Björn misti föður sinn fyrir 25 ár- um síðan; en móðir hans lifir emn; hún er i Pembina bæ og nú á níræð- isaldri. stórskipa bardaga hafa staðið und- an Noregi, sem blöðin voru full af, og sem vér greindum frá, en gátum þess, að vér værum i vafa um hana. Þetta höfðu verið þýzkar fiskidugg- ur (trollarar), herskipahópurinn, sem norski skipstjórinn fór í gegn- um. Og þeir voru þarna á leiðinni með kynstur mestu af sprengidufl- um, sem þeir ætluðu að leggja i sjó- inn til að granda einhverjum; en Bretar fengu veður af þessu og eltu þá og hafa verið að skrifta þeim, þegar Norðmenn i Björgvin heyrðu mestu skothriðina. Nú er aftur sagt — þann 19. að kveldi — að 25 herskip Þjóðverja hafi verið á ferðinni framundan Ymuiden á Hollandi, hvort sem nú nokkur hæfa er fyrir þvi eða ekki. Má vera ða það hafi líka verið fiski- skip með tundurdufl, einsog þessi við Noregs strendur. Ýmsar nýungar frc stríðinu. “Eg veit ekki, hvenær striðið end- ar”, mælti Kitchener um áramótin siðustu, — “en það byrjar i mai”. Og nú er hann tilbúinn að fara af stað, þegar nóg skotfæri eru fyrir höndum; en úr því er vonandi að bætist bráðlega, og nú segja bréf frá vígvöllunum, að vegir séu farnir að þorna. — 1 sjóborgum Austurríkis við Adria haf hrópar fólkið um brauð eða frið. — Enn einu sinni börðu Rússar I af sér, þann 17. apríl, 16 æðisgeng- Björn var grafinn i Pembina 10. april, að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Þetta framansagða er það helzta, sem eg veit um æfiatriði Björns. Er það mjög stutt lýsing og ófullkomin, en þó vona eg að livergi sé rangt með farið. Björn var maður prýðilega vel gefinn til sálar og líkama. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, en þrekinn og karlmenni að burðum; snar i snúningum og atorkumaður að hverju-sem liann gekk. Hann var breiðleitur, augun snör og ennið hátt og gáfulegt. Lifsglaður og fjör- ugur var hann ætíð, og það var æf- inlega einsog lilýjan vorblæ legði um inann, er maður ræddi við hann. Stundum hætti honum kann- ske við að vera nokkuð gáskafullur, en ætíð var það græskulaust. Hann var trygðatröll vinum sínum, og þar fór enginn bónleiður frá garði, er hann gat orðið að liði. Björn var prýilega pennafær mað- ur, einsog þeir munu kannast við, sem lásu Heimskringlu meðan hann var ritstjóri blaðsins. Þá var stund- um hvast á kömbum; en menn þurfa lika stundum “islenzkan storm á Kaldadal” til að dusta af sér rykið og molluna. Annars skal eg ekki að þessu sinni leggja dóm á ritstjórn Björns: það gjörir liver eftir sínu upplagi og tólfkongaviti. Björn aðhyltist enga viðtekna trú- arskoðun; mup hafa hjartanlega tekið undir með skáldinu: “Kyrkjufélags trúarjátning trúi eg ei neina til þá vera i heimi, er sé hin rétta eina”. í stjórnmálum fylgdi Björn ætíð dyggilega stefnu Demókrata flokks- ins. Mér er einkum minnisstætt, er eg s« jijörn í siðasla skifti. Það var jarðarför Magnúsar heitins Brynjólfssonar. Þeir höfðu verið aldavinir frá því fyrst, er þeir kynt- ust, eiginlcga sem væru þeir skyld- getnir bra*ður, og inátti hvorugur hnjóðsyrði um annan heyra, svo ekki yrðu þar róstur á þingi. Birni féll afar sárt að sjá á bak þessum aldavini sínum, og er eg viss um, að lifið hefir aldrei getað bætt honum þann missir. Eg vann með Birni, eða réttara sagt fyrir hann, meðan hann var rit- stjóri Heimskringlu, og þótt þá væri stundum þröngt í búi hjá Kringl- ungum, sem oftar, þá væri eg þess albúinn, að lifa það alt upp aftur, i aðeins til að eiga samvinnu við slik- an mann. Vertu sæll, vinur minn. Og eg bið alla góðvætti að vernda og styrkja I ekkjuna þína, aldraða inóður og börn, sem nú hafa mist trygga stoð | og ástkæran samferðamann. M. Pétursson. in áhlaup Austurrikismanna vestur og suður undan Mezolaborks skarði, á hæðunum þar. Féllu Austurríkis- menn þar hrönnum en margir voru og til fanga teknir. Og full 70 þús- und hafa Rússar tekið þar seinustu vikurnar, af Þjóðverjum og Austur- rikismönnum; en náttúrlega láta þeir lika margan manninn. Ný von um að Gullfoss geti flutt farþega. Winiiipeg nefnd Eimskipafélags Islends kom saman laugardagskveld- ið þann 17. þ.m., og var ráðið að leita upplýsinga um kaup á loft- skeyta útbúnaði í New York, og grenslast efiir hve lengi það tæki að koma slikum útbúnaði fyrir i skip- inu; og ennfremur, hvort maður gæti fengist til jiess starfs. Upplýs- ingar þessu viðvíkjandi voru svo Eimskipafélaginu sendar á þriðju- daginn 20. þ. m. með svohljóðandi simskeyti: “Can purchase installed, four dags, Xew York radio-telegraph apparatus. Eighteen hundred and fiftg dotlurs installed. We can pag. Wireless operator forty doll- ars month. Twenty-five passen- gers waiting. Cable instructions sailing Gullfoss”. Eygertsson" Nú á eg von á svari þessu viðvikj- andi ekki seinna en á fimtudags- morguninn þann 22. þ. m. Ef þeir taka þessu, er ekkert til fyrirstöðu, að eg ráðstafi farbréfi fyrir alla, sem óska að fara. Árni Eggertsson. * * * Ef að það lagast með hin þráð- lausu skeyti á skipinu Gullfoss, sem svo miklum fjölda íslendinga er ant um, þá má þakka það dugnaði hr. Árna EggertSsonar, sem hefir beitt sér öllum til að koina lagi á þetta, siðan menn fréttu um ólag þetta. — Má vera að enn sé ekki loku fyrir fyrir skotið, að landar geti farið heim með GuIIfoss. Bréf frá vígvellinum. 19. marz 1915. Kæri faðir minn! Nýlega meðtekið bréf þitt af 26. febr., og þykir mér vænt um að frétta, að þú ert farinn að gefa út bók þína, og vona að þetta fyrirtæki þitt lukkist. Jæja, faðir sæll, nú vitum við, hvernig það er að vera i orustu og kljást við þá Þýzku. Þvi við höfum skotist á við þá, einkum þó stór- skotaliðið, og það hljóta að hafa verð einar þrjátíu sprengikúlur, sem þeir skutu inn á milli okkar hérna um daginn,, og það skilur enginn í hvernig við komumst af svo að segja ómeiddir. Mér datt ekki í hug, að við mistum minna en heilt company En i stað þess höfðum við aðeins einn særðan. Af okkar mönnum, 90. herdeild- inni, hafa gengið úr leik 35 menn, síðan hingað komu, og þar af aðeins 5 dauðskotnir; hinir særðir. í vígskurðum höfum við verið 4 sinnum. Við erum 3 sólarhringa i þeim, og aðra 3 úr þeim. 1 þessum skurðum er vel viðunandi, einkum síðan fór að þorna til. Gangstéttir úr plönkum eru hvar sem maður fer og skútar grafnir inn i bakkana fyr- ir inann að sofa i. Líka eldhús, þar sem matreitt er fyrir okkur. Við höfum bað einu sinni i viku og þá skiftum við um nærföt. Óg^í oinu orði sagt: Það er alt gjört fyrir okkur, sem hægt er, til þess að okk- ur líði vel. Það, sem við erum allir að hugsa um er þetta: Hvenær á að láta til skarar skriða með okkur og Þjóð- verjum? Hvenær á að herða svo á skrúfunni, að Þjóðverjar gefist upp og stríðinu hætti? Sjálfur hefi eg það hugboð, að eftir 3 mánuði verði þeir yfirunnir; eða að minsta kosti illa lamaðir, jivi að jörð er farin að þorna, svo að hægt verður nú að hreyfa pig úr þessu. Veðrið hefir verið yndislegt nú í mánuð. Þú virðist imynda þér, að við byssusmiðirnir séum langt á bak við orustuvöllinn. Nei, faðir minn, þú hefir jiar ranga hugmynd, þvi vð olgjum okkar liði, hvar sem það fer. Og af sjálfum mér er það að segja, að þegar eg er ekki ao gjöra við byssur, hái eg hildarleik við leyniskyttur Þjóðverja. Mer hefir verið gefinn eins góður riffill og hægt er að smíða, með sérstökum út- búnaði fyrir þenna nýja starfa minn. Og þessi nýji rffili minn er framúrskarandi verkfæri! Hann er elskulegur! Og það hefir fleiri en einn vesalings Þjóðverjinn orðið að láta lifið fyrir sendingum þeim, sem þeir fá frá mér úr þessum nýja riffli minum. Og eg get ekki annað en hugsað um, að ef eg lifi striðið út og veg alla tið menn, einsog eg gjöri nú dags daglega hversu voðaleg tala þetta yrði, sem eg hefði þá tekið af lífi. Á hverju kveldi verð eg að svara sömu spurningunni, og er hún þessi: “Hvað hefir þú fengið marga í dag;”. Rétt einsog eg væri að skjóta fugia gjörða úr leir, sein kast- að er úr skotgildru (trapshooting). Þetta er nokkuð hættulegt, sem eg hefst nú að. En samt þarft þú ekki, að vera hræddur um mig, því eg beiti allri þeirri kænsku og snar- ræði, sem eg á til í eigu minni, og hræðsla veit eg ekki hvað er. Eg skrifa þér til eins oft og mér verður hægt, kæri faðir. Þinn elskandi sonur. J. V. Austmann. =1- * * ATHS. — Rétt nýlega var bréf í Winnipeg Telegram frá manni, sem er í Frakklandi og á orustu völlun- um, en á heima hér í borginni. Seg- ir hann, að leyniskyttur Þjóðverja séu eins á bak við lið Breta einsog fyrir framan það, þó enginn skilji í þvi, hvernig á þvi standi. Hann seg- ir, að þeir hafi sjónauka á rifflum sínum og séu afbragðs skyttur og gjöri mikið manntjón. Hann segir líka frá því, að ein velþekt skytta úr 90. herdeildinni sé búin að fá rif- il með sama útbúnaði, og drepi hann nú þá þýzku á 1100—1200 yds. eða meira en tvo þriðju úr mílu. — Það er vist enginn efi á því, að þessi maður er Austmann. Til J. XBildfell. Forni vinur! Þökk fyrir siðustu fundi. Hefir mér ekki liðið öllu bet- ur i annan tima, en þegar eg rabbaði við þig. Ef til vill þykir þér nú víkja undarlega við, þar sem eg sinti ekki málaleitun þinni, en þú munt þó átta þig, er þú minnist sam- eiginlegt áhugamáls: Eimskipafé- lags Islands. Þar vil eg vera með; sendi eg nú hr. Th. Thorsteinsson andvirði þriggja hluta, í viðbót við þá 17, sem eg hefi áður skrifað mig fyrir. Ekki svo að skilja, að þrir hlutir skifti miklu i sjálfu sér, en ef til vill geta þeir orðið einhverjum aflögufærum Vestur-íslendingi hvöt til frekari hlutakaupa i Eimskipa- félagi Islands. Reyndar svo ekki injög til ágóða; efa þó ekki reikn- inga Matthiasar. Velferð áhugamáls er aðalatriðið; en það næsta fyrir framandi Islendinga er að leggja 2ið. Vel sé houum, Árúu og Þ'ng- vellingum. Kannast eg nú betur við þá grannana góðu, en eg gjörði, þegar fyrst var gefinn kostur á hlutakaupum í Eimskipafélagi ís- lands. Kemst þó seinna fari. Vænt- anlega eiga aðrar sveitir fslendinga eftir að fara að dæmi Þingvellinga og sjá sig um hönd áður en orðið er um seinan. Enda óskiljanlegt ann- að en melmegandi Vestur-fslending- ar grípi þetta gullvæga tækifæri til að sýna fslendinginn, og manninn sýnuin við öðrum. En ósýnt, hvern- ig hann fær varist glötun í þjóða- iðunni canadisku, þvi ekki erum við, færstir allra, svo sinkir, að við veitum straumunum í okkar farveg. Á fslandi verða bautasteinar okkar að standa, ef þeir eiga að sjást. Markerville, 13. apríl 1915. ./. Sveinsson. Leikurinn Heimkoman verður endurtekinn annan föstudag 7. inaí i Goodtemplara húsinu, horn- inu á Sargent og McGee St. Byrjar kl. 8.15 siðd.. Inngangur 35 cents hvar sem er i húsinu, engin viss sæti seld.— Að afstöðnum leiknum verð- ur dans og góður hljóðfærasláttur til kl. 2 eftir miðnætti. Munið eftir samkomunni i Skjald- borg á Sumardaginn Fyrsta. Pró- grammið er ágætt og géiðar veitngar á cftir, sem kvenfélagið stendur fyrir Vegna ófyrirsjáanlegra forfalla hefir orðið að FRESTA að halda Biigglasamkomu þá, sem auglýst var i síðasta blaði, að yrði haldinn í samkoniusal Cnítara á Sumardaginn Fyrsta. Að likindum verður sam- koma þessi haldin snemma í mai. » n Dómarar kvaddir í rannsóknarnefnd. H Hinn 20. apríl lýsti stjórnarformaður Sir. Rodmond P. Roblin ö því yfir að hann með stjórninni hefði útnefnt menn í þessa hina y konunglegu nefnd, er rannsaka skal málin út af jsinghússbygg- ** ingunni. * Nefndarmenn eru þessir: jj Chief Justice Mathers. !* Judge D. A. Macdonald. « Sir Hugh John Macdonald. tj Allir eru þeir dómarar, orðlagðir fyrir sanngirni og réttsýni. i við 88R8R888888Rn8R»8n»8888i:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.