Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.04.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 22. APRIL 1915. HEIMSKRINGLA BLS. 7 Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga THORSTEINSSON BROS. Byggja hús. Selja lóBir. tít- vega lán og eldsábyrgðir. Room 815-17 Somerset Block PHONE MAIN 2992 J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Bank 5th. Floor No. 620 Selur hús og lótilr, og annaí þar aB lútandi. trtvegar penlngal&n o. ri. Pbone Maln 3685 * S. A. SIGURDSSON & CO. Hósnm skift fyrir lOnd og lönd fyrir hás. Lán og eldsábyrgfi. Room : 208 Carleton Blbg Simi Maln 44«3 PAUL BJARNASON FASTEIGJVASALI Belur elds, lifs og slysa&byrgH o* útvegar penlnga l&n. WYNYARD, - SASK. J. S. SVEINSSON & CO. Belja lóTSir i bœjum vesturlandslns og sklfta fyrir bújarbir og Winnlpeg ló5ir. Phone Maln 2S44 71« MelNTYRB BLOCK, WINNIPBG J. J. Swanson H. G. Hlnrlkson J. J. SWANSON & CO. PASTBIGNASALAR OO penlngra mifilar Talafoal M. 3597 Cor. Porfaice and Garry* WlnntpeK Qraham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR 907-908 CONrEDKRATÍON LIFE BLDG. WINNIPEG. Phone Main 3143 GARLAND & ANDERSON Arnl Anderson E. F. Garland LÖGFRÆÐING AR (01 Electric R&ilway Chamberi. PHONE MAIN 1561 JOSEPH J. THORSON liLBNZKVR LÓGFRÆBINGDR ▲rltun: NcFADDBN A THORSON 1107 McArthur Bldg. Phone Maln 2671 Wkinlpec H. J. PALMASON Charterkd Accoontant PhoNK MaIN 2736 807-809 SOMERSET BUILDiNG Dr. G. J. GISLASON Physlelan and Snrgeon atbygli veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdðmum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- skurtSl. 18 Seath Srd St.» Grand Forks, IV.D. Dr. J. STEFÁNSSON *«1 Boyd Bldg., Cor. Portage Ave. og Edmonton Street. Stundar elngöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er ab hltta fr& kl. io tll 12 f. h. og 2 tll 6 e. h. Talslin! Maln 4742 HeimUli 105 Olivla St. Tala. G. 2316 Talslmi Maln 53«2. Dr. J. G. SNÆDAL TAINNLÆKNIR Sulte 313 Enderton Block Cor Portage Ave. og Hargrave St. Lærið Dans. Sex lexftir frera yíor fullkomnn ojr kostar $5.00 — PRfVAT tll- n1Ik:d elnalefra.— Komin, Nímin, akriflfl Prof. osr Mr». K. A. WIRTH, 308 Kena- Innrton Ulock. Tal- Hlml M. 4582. Dr. S. W. AXTELL OHIROPRAOTIO & ELEOTRIO TREATMENT. Engin meCul og ekki hnlfur 2S8V2 Portage Ave. Tali. M. 5296 T&kltt lyftivéltn& upp tll Room 608 boíil annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarlnnar (en ekkl á undir skrlfstofum) meS vlssum skll- yröum. SKTLDCR—Sex mánaöa ábúT) og rœktun landslns á hverju af þremur árum. Landneml má búa meö vlssum skllyr'Bum innan 9 mllna trá helmllis- réttarlandi sinu, á landl sc>m ekkl er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ívöru- hús veröur aö byggja, a® undanteknu þegar ábúöar skyldurnar eru fullnægö- ar Innan 9 mílna fjarlægö á ötiru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum héruöum getur góöur og efnílegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjórtiungi sectíónar metifram landt sínu. VertS $3.00 fyrtr ekru hverja SKYLDUR—Sex mánatSa ábútt é hverju hinna næstu þriggja ára eftlr at5 hann hefir unnitS sér ínn eignar- bréf fyrir heimilisréttariandi sínu, og auk þess ræktatS 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leit5 og hann tekur heimilisréttarbréíitS, en þó metS vlssum skilyrtSum. Laiidnemi sem eytt hefur helmllis- rétti sinum, getur fengitS heimllÍBrétt- arland keypt i vissum hérutSum. VertS $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDtTR_____ VertSur atS sitja á landiriu G mánutSi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virtSi. Bera má nitSur ekrutal, er ræktasi skal, sé landitS óslótt, skógi vaxiö etSa grýtt. Búþening má hafa á landinu i statS ræktunar undir vlssum skilyrtSum W. W. COIIY, Deputy Minister of the Interlor BlötS, sem flytja þessa auglýslngu leyfislaust fá enga borgun fyrir. Jarnbrautir á Islandi. Eftir Björn Kristjánsson bankastjóra. (Framhald). Kanada. Um Kanada scgir hann, að land- ið sé 90 sinum stærra en ísland, sem er heldur hátt i lagt, og gjörir það minna til, því landið er að stærð 8,684,643 ferh. kílómetra, en ísland 104,785 ferh. km. Það er því aðeins 83 sinnum stærra. Fólkstal 1911 segir hann þar 7,206,643, og er það rétt, en áætlar það 1913 7,7oo,000, en það fólkstál reyndist 8,0003,137. Lengd járnbrautanna þar telur hann um 47,150 kílómetra, og að 164 ibúar komi þá á hvern járnbrautar- kílóm. Segir hann, að járnbrautum fjölgi að tiltölu meira en fólkinu, en getur auðvitað ekki um ástæður fyr- ir því, ef svo er. Fylkin í Kanada segir hann að séu “mjög mislangt á veg komin, að því er landnám snertir. Sum eru ekki nærri fullnumin ennþá, sum eru alveg nýnumin”. Alt þetta er rétt, að mikið flæmi af sumum fylkj- unum, er hann nefnir 9 að tölu, er enn >,bygt; en hann lætur það líta svo út, sem að öll fylkin nái yfir alt landið Kanada, 8,684,643 ferh. kilóm. En samtals eru fylki þessi, sem liggja i samanhangandi röð, að norðanverðu meðfram Bandaríkj- nnum, aðeins 3,104,760 ferh. kílóm. eða rúmur einn þriðji hluti af Kan- ada, með eflaust eigi minna óbygðu landi, að tiltölu, en ísland. Hitt flæmið, um tveir þriðju hlutar, má telja alveg óbygt, allur nyrðri hlut- inn. Á öllu því svæði hafast við aðeins 2í,053 menn, aðpllega við námugröft. Og þó er einsog hann segir, mörg af fylkjunum sjálfum “mjög mislangt á veg komin, að því er landnám snertir”, og að “sum eru alveg nýnumin”. Til dæmis er hið stóra fylki, British Columbia, ekki bygt nema að litlu leyti, og tel eg það þó alt með bygðu fylkjun- um. En með þvi að byggja á þess- ari villu, kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að fsland sé þéttbygðara land en Kanada. Hér séu 83 menn um hverja 100 ferh. km., en 75 í Canadii. En ef sá samanburður hefði átt að hafa nokkra þýðingu, þá átti hann að taka flöt þessara 9 fylkja og sjá þá, hvað margir menn kæmu á hverja 100 ferh. km. lands. Eftir fólkstalinu 1913 yrðu það 258 inenn á hverjum 100 ferh. km., en ekki 75. — l sjálfu sér gjörir þessi stóra skekkja ekki mikið til, því að fjarri fer þvi, að hægt sé að byggja hér á höfðatölunni einni, einsog landsverkfræðingurinn hyggur að sér geti fleyzt með að nota til þess að sanna, að það borgi sig að leggja hér 500 km. járnbraut á móts við járnbrautirnar i Kanada. Ilagfræðisskýrslnr Kanada. Þær eru mjög greinilega samdar, og ekki þarf að leita þar lengi U1 þess að sjá, hvað fleytir þar járn- brautunum. Er furða, að landsverk- fræðingurinn skuli ekki hafa komið auga á neitt i þessum greinilegu skýrslum, sem gæti orðið þessu máli til sannrar upplýsingar, ein- mitt þegar hann er að taka járn- brautarástand Kanada til saman- burðar við fsland, og hefir skýrsl- urnar vitanlega með sér. Mig furð- ar á, að hann skuli t. d. ekki hafa rekið sig á skýrsluna i hagfræðis- skýrslum þessum fyrir 1913 um vöru flutningsmagn Kanada með járn- brautunum og í hverju það er fólg- ið. Hún er á bls. 455. Þar finnur maður í rauninni alt. sem segja þarf, og sem hlýtur að opna augun á mönnum fyrir þvi, að landsverkfræðingurinn er enn óaf- sakanlega einhliða í þessu máli. Skýrslan er þá svona: Flutt meff járnbraiitunum. Akuryrkjuafurðir 17,196,802 smál. Námuafurðir .... 40,250,542 “ Skógarafurðir .... 16,609,100 “ Iðnaðarafurðir . . 19.694.220 “ Ýmislegt ......... 4,161,154 “ Búfjárræktarafurðir 3,173,563 Verzlunarvörur . . 4,365,852 “ Af skýrslu þessari sést, að járn- brautirnar hafa flutt 97,911,818 smá- lestir af vörum, sem ekki eru fram- teidfiar á tslandi, en aðeins 7,539,- 415 smálestir af samskonar vörum og mundu flytjast með járnbrautum hér. Af þessu sést, að fslendingar mundu geta haft í hæsta lagi svo sem 8 prósent af vöruflutningi fyrir brautir sínar á mótj við Kanada, sem verkfræðingurinn ber Island sanian við, ef þeir flyttu eins mikið að tiltölu og Kanada búar af þeim vörutegundum, er þeiíþafa.verzlun- arvörum og búfjarafurðum, og er þá tekið tillit til kornvöruflutninga upp í sveit, sem Kanada búar eru lausir við, og mun eg víkja að þvi síðar. Og það má svo sem nærri geta, hvort fólksflutningurinn yrði ekki niinni að tiltölu hér, þar sem Bandaríkin liggja áföst við Kanada með fram öllum fylkjunum yfir þvera Ameríku, með 97 millíónum íbúa, sem auðvitað nota Kanada- brautirnar i miklum mæli, bæði fyr- ir fólk og farangur. Eg vil því næst minnast á þessa 3 síðustu liði i vöruflutningsskýrslu Kanada nieð járnbrautunum: Búfjárafurðir, Verzlunarvörur og “Ýmislegt”. Búfjárafurðir. Á vöruflutningsskýrslunni í Kan- ada sést, að ekkert var í henni sam- bærilegt við íslenzka járnbrautar- flutningsþörf, nema þessir 3 liðir atí nokkru leyti, það er 8 prósent af vöruflutningsmagninu þar. Nú geta menn sagt, að búfjárræktin sé svo miklu meiri á íslandi en i Kanada, að þar standi íslar.d svo langtum betur að vigi með vöruflutnings- magn. Eg verð því, til að fyrir- byggja misskilning, að skýra frá, hvernig þessi samanburður horfir við, því það má sýna með tölum. — öll búpeningseign Kanada árið 1913 nam 2,273,509,599 krónum, eða 296 krónur á mann. Sé þetta framtal tekið eftir fylkjunum í Kanada, sem telja fénaðinn nokkuð meiri, verð- ur það fullar 300 krónur á hvern mann. Taki maður nú íslenzku hagfræð- isskýrslurnar 1912 (yngri eru ekki til), þá sést, að ef maður gjörir kýr og kefldar kvígur 150 kr., griðunga og geldneyti 100 kr., veturgamlan nautpening 60 kr., kálfa 30 kr., ær með lömbum 18 kr., geldar ær 15 kr., sauði og hrúta eldri én vetur- gamla 18 kr., gemlinga 12 kf„ geit- ur 14 kr., hesta fuilorðna Í00 kr., trippi 70 kr. og folöld 10 kr., þá nemur jjessi fénaður alls á landinu 16,685,590 kr., eða 191 kr. 79 au. á mann, ef fólkstalan er 87,000. Það er þá sýnilegt, að búpenings- afurðirnar með járnbrautunum hér hlytu að verða fullum þriðjungi minni en i Kanada. Verzlunarvörur. Þá er í þessu sambandi að minn- ast á hinn liðinn í vöruflutnings- skýrslunni, sem snertir fsland, verzl unarflutningana, því að skeð gæti annars, að einhver kynni að halda þvi fram, að þeir væru meiri hér en í Kanada. Eigi verður nær komist í þessu atriði, en að benda á vöru- innflutning og vöruútflutning beggja landanna, og sjá hve mikils sú velta nemur á mann. f Kanada nam vöru- innflutningur og útflutningur til samans 1913: 4,099,279,276 kr. Fólkstalan það ár var 8,003,173, og koma þá á hvern mann 511 kr..— Innfluttar og útfluttar vörur ís- lands námu árið 1912 31,905,000 kr. koma þá á mann 366 kr. eða nærri þvi þriðjungi minna. En taka verð- ur tillit til, að vér verðum að flytja allmikið af kornvöru upp i sveit, það af henni, sem eigi er neytt við sjávarsiðuna, og mun vera hæfilegt, að leggja það á móti útfluttum fiski- afurðum, sem aldrei geta orðið járnbrautarflutningur hér á landi, en sem námu 1912: 12,203,000 kr. Þannig er bæði búpeningsræktin og verzlunarveltan við önnur lönd, sem skapa ætti járnbrautarflutning- inn hér, um þriðjungi minni að til- tölu, en i Kanada. Af þvi má ráða, að alt of mikið er í lagt að segja, að við höfum að tiitölu 8 kilógr. af vöruflutningi á móti 100 kilógr. i Kanada; það mundi sennilegra, að áætla svo sem 5 á móti lOO. En að sama skapi hlýtur tekju- hallinn að verða meiri hjá oss, en Kanada búum af járnbrautarrekstri. þar sem vér höfum heldur engar vörutegundir að flytja, sem þeir hafa ekki. Um liðinn “Ýmislegt” er það að segja, að sárfátt, sem fært er undir þann lið, er flutt hér á landi, og það sem þar er samstætt, niundi reiknast hér undir almennar verzlunarvörur. Og loksins má geta þess, að vöru- flutningurinn í Kanada er miklu fjölbreyttari en hér; margt er þar flutt, sem eigi þekkist hér i verzhm. fénu er svo sem ekki að ræða. En þó einka-járnbrautarfélögin njóti ein- hvers hagnaðar, þá er ekki neitt á slíku að byggja, af þeim ástæðum, meðal annars: 1. að einkabrautirn- ar fá mikinn opinberan styrk. Árið 1913 nam sá styrkur í Kanada kr. 587,705,288; 2. að við einkajárn- brautir geta verið fléttaðir allra- handa aðrir hagsmunir, en af járn- brautarflutningi, svo sem að þær hafa fengið mikið og ódýrt land, er brautirnar voru lagðar, sem síðar er stigið svo í verði, að það gefur miklar árlegar tekjur; að járn- brautarfélögin hafa skipastól, í sam- bandi við járnbrautarreksturinn, sem gefi meiri arð en brautirnar sjálfar; að þær hafi hlutdeild í nám- um og skógum o. s. frv. Og svo má ekki gleyma þvi, hvað auðfélögin í Ameriku hafa mikið vald. Þau geta hér um bil skamtað sér haginn eftir vild á kostnað al- mennings. Ríkisbrautirnar hljóta því að vera bezti mælikvarðinn í slikum löndum fyrir þvi, hvernig járnbrautir borgi sig, enda ætlast landsverkfræðingurinn nú til, að járnbrautin hér verði landssjóðs- braut. Það liggur í augum uppi, að eng- in ástæða er til að svara landsverk- fræðingnum upp á hina ófullkomnu lýsingu hans og samanburð á hin- um einstöku fylkjum í Kana,da, sem auðvitað er jafn röng og villandi, einsog samanburðurinn við Canada í heild sinni. Eg vil þó til skýring- ar minnast á svo sem eitt af fylkj- unum, er hann nefnir sem dæmi, og ber ísland saman við; það er fylk- ið British Columbia. Um það fylki farast landsverkfræðingnum þannig orð: “Loks er vestasta fylkið, vestur við Kyrrahafið, British Columbia, nærri 9 sinnum stærra en ísland, íbúatala 1911 var 392,480, og áætlað að hún væri 502,000 árið 1913. — Járnbrautir voru 1912 að lengd 3620 km„ og auk þess verið að leggja 3700 km. Árið 1912 hafa verið uni 126 manns fvrir hvern brautar-kíló- nieter”. Þar með er öll lýsingin búin. Og svo segir hann ennfremur: “Þannig sjáum vér, að i 4 vest- ustu fylkjunum í Ivanada á sam- feldu svæði, sem er um 27 siununi stærra en Island, er að meðaltali 88 manns um brautarkílómetrann. Þeim inundi þvi ekki ofbjótía þar vestur frá, þó orðað væri að leggja einhverntima á. næstu áratugunum svo mikið af brautum, sem svaraði einum km. fyrir hverja 200 ibúa”. Það leynir sér ekki. að landsverk- fræðingurinn vill láta lesandann skilja sig svo, að hann sjái ekki neinn verulegan mun á skilyrðun- um fyrir járnbraut í þessu fylki og á íslandi. Og ekki er annað að sjá, en að hann taki alls eigi eftir þvi, að járnbrautir í British Columbia standi i neinu sainbandi við brautir annara fylkja. f hans skrifum lítur það svo út, sem fylki þetta sé um- flotið land langt frá öðrum lönduni, einsog Island, og að járnbrautirnar þar verði aðeins að lifa á flutnings- magninu innan fylkisins. En þar sem lönd eða fylki liggja saman, hafa járnbrautir einstakra fylkja eðlilega eins mikið, eða jafn- vel meira, að flytja fyrir áföstu fylk- in eða löndin, en fyrir sig sjálf. British Columbia stendur því ekki einungis i flutningssambandi við öll fylkin í Kanada, heldur og einnig við öll Bandaríkin og jafnvel við Suður-Ameríku. Af þessari einni ástæöu út af fyr- ir sig á samanburðurinn alls ekki við. Og þó járnbraut liggi um fylki, þá er alls ekki vist, að fylkin leggi járnbrautina, eða leggi verulegt fé til hennar, heldur stór járnbrautar- félög, sem vilja komast þvert yfir landið með járnbrautir sinar, og fá til þess styrk alls landsins. Það er þvi æði villandi, að taka einstök fylki úr heildinni til samanburðar. Og þá þarf venjuleg vöruflutnings þörf, einsog hér gjqrist, ekki að vera orsökin til þess, að járnbraut er lögð, heldur viðáttan, vegalengd- irnar, námurekstur, viðarfram- leiðsla, iðnaður o. s. frv. l.oksins verður að taka tillit til þess, hvort fólkinu er dreift um alt land, eins og hér, eða aðeins annar jaðar landsins er bygður og veg- lagður, einsog yfirleitt er í Kanada. Og svo er um þetta landflæmi, að mikið af landinu er alóbygt. Mannfjöldinn 1911 var 392,480 og var aðalframleiðslan þar árið 1913, sem hér segir: Akuryrkja fyrir .... 9,439,200 kr. Skógarafurðir fyrir 589,204 — Námuafurðir fyrir .. 102,704,691 — Iðnaðarafurðir fyrir 234,737,249 — Saintals ..... 347,468,344 kr. í afurðum, sem ekki þekkjast á ís- landi, eða 885 kr. á mann. Þess utan framleiddi þetta fylki: Kartöflur fyrir...... 7,390,800 kr. Fóðurrófur fyrir.... 4,291,000 — Hey og smára fyrir .. 18,727,200 — Fiskiafurðir fyrir.... 52,039,756 — Búfénaður var þar samtals metinn 157,247,132 kr. Af þessu sést að búpeningsræktin er fullum helmingi meiri i þessu fylki en hjá oss (sem var um 191 kr. á mann), og að fiskiveiðarnar eru nálega eins miklar á mann þar, einsog hér, eða ef til vill meiri, þeg- ar frá er dreginn sá afli, er útlend- ingar fá hér og flytja út. En sá er þó munurinn, að meginið af fiskafla i British Colunibia flyzt með járn- braut, sem sáralitið mundi flytjast hér. Kartöfluræktin er sýnilega miklu meiri en hér; en fóðurfram- leiðsla mun vera hæfileg handa bú- peningnum, þó allar líkur séu til að eitthvað flytjist burt af honum. Það verður því ekki séð, að nokk- ur maður með óbrjálaðri skynsemi geti skoðað skilyrðin fyrir því, að járnbraut geti borið sig á Islandi,, jafngóð eða lík og i British Colum- bia, því þar er svo ólíku saman að jafna. Áður en eg skil við Kanada, vil eg minnast á það, að landsverkfræð- ingurinn telur ekki ofætlun, að auka tekjur landsins á næstu áruin urti 10—12 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Og þar sem landinu mun tæplega bætast nein arðberandi eign á þessum árum, fyrir ekki neitt, hlytu j»ær tekjur mestmegnis að koma af auknum álögum á þjóð- ina. Hann ætlast til með öðrum orð- um, að gjöldin til landssjóðs séu hækkuð svo mikið. Og það er alt af hægðarleikur, að leggja á nýja skatta ef maður ætlar þeim engin takmörk. Búhygnir menn hafa komist að þeirri niðurstöðu og fylgt henni, að leggja á vænan hest 100 punda bagga, og ekki til muna þar fram yf- ir. Þar eru ákveðin takmörk sett fyrir burðarþoli hestsins. Á sama hátt virðist mér, að menn þurfi að gjöra sér grein fyrir burðarþoli þjóðarinnar. Nú eru landssjóðsgjöldin hér orð- in kr. 23.66 á mann, eða hærri en t. d. í Japan, Mexikó, Montenegro og víðar. (Framh.). — (Isafold). *---—---------------------— í Getið þess að þér sáuð aug- I Jýsinguna í Heimskringlu Gróði járnbrautanna. Landsverkfræðingurinn gjörir all- mikið úr honum, og laúur mest á þvi bera, að einka-járnbrautirnar græði um 17 prósent i Bandaríkjun- um, 4% prósent i Kanada og i Ástr- alíu 4 prósent, og séu þær síðast- töldu rikisbrautir. En verkfræðingurinn segir hér ekki neina hálfan sannleikann frem- ur en vant er, því hann nefnir ekki Kanada rikisbrautirnar; en á þvi. hvernig j»ær bera sig, hlýtur maður að byggja, hvernig járnbrautir i löndunum beri sig, þvi þær njóta ekki annara tekna, en af flutning- u m. Þrátt fyrir allan vöruflutninginn, sem að framan var sýndur í Kan- ada, var hagur rikisbrautanna þar, sem hér segir, umfram bein útgjöld af rekstrinum: Árið 1872: 100,170 kr.; árin 1873 -1879 var ávalt miklu meira tap á rekstrinum, en tekjum þessara ára nemur, stundum svo millíónum skifti. Áriu 1899—1900 var dálítill hagur umfram reksturs- kostnað. Árið 1901 var mikið tap; 1902—3 var dálitill ágóði; 1904 var tapið á rekstrinum 3,501,730 kr. og 1005 var'tapið 6,678,943 kr. 1906— 7 svolitill ágóði; 1908—1909 mikið tap; 1910—12 nokkur ágóði og 1913 talsvert tap. Að samanlögðu hefir verið stór- tap á rekstrinum og um rentur af Þegar þú þarfnast byggínga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons Limited Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, "Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Skrifstofa: Cor. R0SS & ARL1NGT0N ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.