Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.05.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. MAf, 1915. HEIMSKRINGLA fiLS. 5 Kanptu þín Sumar Nærfót hér Við höfura þá teg-und em er notaileg — passa notarlega og endast vel. Samföst föt:—65c $1.00 $1.25 og $2.00 Allt sem við biðjum um er að þú reynir okkur. WHITE & MANAHAN, Limited 500 MAIN STREET Fréttir litlar, blöðin tala ekki um annað en Lusitaníu. Bernsstorff, sendiherra Bandaríkj- anna hefir farið i felur og lokað sig inni. Er búist við að Bandaríkin fái honum passann og biðji hann að snúa heim til sín. öll stórblöð Bandaríkjanna taka í sama strenginn. Blaðið New York Herald prentar stórum stöfum á hverri blaðsíðu (en þær eru 24). In Memoriam, American Women and Children lost on board the Lusitan- ia. Og á ritstjórnar blaðsiðunni eru margar greinar, sem byrja með þessu: “What a pity Theodore Roosevelt is not President of the United States to-day.” Á þeirri blaðsíðu er einnig grein ein undir orðunum “In Memoriam” er getur þess að þjóðin Bandaríkja sé búin að telja sína dauðu og reikna út tapið, eftir sé þá að kalla inn skuld- ina. Dönum ofbýður þetta sem öðrum. 1 Kaupmanh. blaðinu Hvoedstad- en stendur grein á þessa leið: Það er ijóst að Þýzkaland stend- ur nú utan allra vébanda alþjóða- laganna. Ef meðferð Þjóðverja á Belgum, ef að Louvain, Senlis og Rheims hafa ekki sýnt oss Dönum að hlutleysi þjóðanna er einskis virði, þá getvm vér iært af dæm: Lusitaníu, hvað öðrum muni boðið cf svo við horfir. En Þjóðverjar ættu að sjá það, þó að seinna yrði, að tovpedóin sem hitti Lusitaníu. hitti líka oss og særði holsári hinar \ iðkvæmustu tilfinningar als heinw Rfkisþingið í Texas samþykkir á- lyktanir um að slfta nú þegar öllu stjórnmála sambandi við Þjóðverja. Öll blöð ftala lieimta strfð og stjórnin hefur bannað alt telefón samband við Austurríki. Á laugardag og sunnudag fóru 10 þúsund Þjóðvejar úr ítaíu norður fyrir lfnuna til Svissaralands. Hér- umbil öll sveit sendiherranna þýzku var farin heim til Þýzkalands og Austurrfkis úr Rómi. Tímatakmark samninganna milli Austurrfkis og Italfu rann út klukkan 12 á mánu- dagsnóttina. Rússar liafa stöðvað innhlaup Þjóðverjar á Kúrlandi við Mietau, eitthvað 20-25 mílur suðvestur af Riga og leggjast þar svo þungt á, að þýzkir hrökkva undan. En vestan á Kúrlandi liafa þýzkir víst náð strandborginni Leibau. 1 Karpathafjöllunum eru sagnir svo óljósar að ekki er hægt að henda reiður á. En líklegt að þar éti hver sii.t. Við Hellusund sfga Bretar drjúg- um á. Landherinn er vfða, að minsta kosti kominn á hæðirnar á tanganum upp yfir kastölunum við þreng.-lin og ínargir þeirra ef ekki flestir brotnir að vestan, því Elisa bet er farm að ,-ökkva flutninga- skipum Tyrkja nyrðst í þ.engslun- inn í sundið, eða þangað sem þrengslin byrja. Bardaga hafa Bandamenn háð marga f dölunum og á hryggjunum á tanganum. Tyrkir berjast hraustlega, en verða þó undan að láta. Zeppelinar einir 2 eða kanske 4 leita upp með Thames og varpa nið- um spengikúlum á Ssouth End ein- um 60 og nær 50 á öðrum stað. Þeir gátu banað gamalli konu einni. Ein sprengikúlan liafði komið ná- lægt skipi einu þar sem 1,200 enskir þjóðverjar eða þýzkir Englendingar voru í haldi. Lág þar nærri að Þjóðverjar dræpu sína eigin menn. Austurríkismenn komnir með nýj- an her manna suður undir landa- mæri Serba. En fari Italir á stað, þá hafa þeir í fleiri horn að líta, og þá verður Svisslendingum hætt eftir hótunum Vilhjálms að hann inyndi á tveim stöðum vaða inn í lönd þeirra, fyrir það að ftalir hafa nokk- rum sinnum flogið yfir suðurdali Svissaralands. Vilhjáímur “blóS” Fagra rauða blóöið, er dýrlegt í augum keisarans. Það veit hver maður sem nokkuð þekkir til sögu Vilhjálms keisara, og ættmanna hans, aö hann er veið- imaður ákaflega mikill. í hundraða og þúsundatali banar hann dýrum á hverju ári. Það er sagt að nokkru fyrir striðið^ eða jafnvel 1905 hafi hann verið áð stæra sig af þvf, að hafa drepið 50 þúsundir dýra, og I svo bætti hann við: “Þegar eg hugsa til hins ótölulega fjölda dýra í skógum mfnum, þá verður mér oft að hugsa sem Friðrik mikli við Kol- in, er hann hrópaði til hermanna sinna: ‘Hundar Ilaldið þér að þið getið lifað til eilífðar?’ Svo hélt hann áfram, “eg vona eg tvöfaldi eða þrefaldi á næstu 10 árum þessa tölu dýra, sem eg hefi banað. Ef eg get ekki Jeikið inér að verulegu stríði, þá er það samt skárra en ekk- ert, að skjóta dýr f skógum mínum”, Læknum hans ofbýður oft þessi drápgirni lians. Hann er friðlaus, ef að hann getur ekki drcpið eitt- hvað. Einn læknir hans segir að þetta sé æði, sem fylgi honum, og allir sem nærri honum standa eru þessu full- kunnugir. Þetta fylgir honum ein- lægt, og aldrei sé hann eins ánægð- ur eins og þegar hann skrifar.nafn sitt undir einlivern dauðadóminn. Og alla þessa tíð, sem hann hefur að völdum setið hefur liann aldrei náðað nokkurn mann, sem til dauða hefur verið dæmdur, jafnvel ekki, þó að dómsmálaráðgjafinn hafi mælt með manninum. Svona er nii Vilhjáimur “blóð” og nvi kemur hann fram í sínu rétta ljósi. Hví skal dauÓann óttast? Hann er hiÓ fegursta æfintýri lífsins. Svo mælti Charles Frolnnan, hinn nafnkunni höfðingsmaður frá New York, nokkurum mínútum áður en hann sökk ineð Lusitaníu. Mr. Charles Frohman stóð á þil- farinu á Lusitaníu, þegar skipið var að leggjast á hliðina rétt áður en það sökk. Það lágðist svo snögg- lega að ekki var hægt að renna út nokkrum björgunarbát af þeirri hliðinni, sem niður vissi og hinu- megin á skipinu gekk illa að losa um þá og sumir sukku af ofhleðslu, þegar í sjóinn kom. Mr. Frohman stóð þar hjá stvilku einni, Miss Joli- vet. Þau höfðu bæði hætt við að reyna að komast í björgunarbátana, en sáu þó að skipið myndi sökkva von bráðara. Þá var það að Mr. Frohman sagði þessi orð sem lengi munu í minnuin höfð, og rétt á eftir sökk skipið ineð öllu þvf sem á var, stakk sér áfram og rendi niður sem fiskur á sextugu djúpi. Frohman druknaði, þetta voru síðustu orð- in sem hann talaði, en stúlkan Rita Jolivet komst lífs af. á Kinsalahöfn (>ar sem Lusitanía fórst frainUndan voru býsna mörg lík flutt á land og var þar haldin iíkskoðun yfir þeim sem dauðir voru (coroners jury). Kvað dóm- nefndin upp svolátandi úrskurð: Dómnefndin útskurðar^ að voða- giæpur þessi hafi framinn verið þvert ofan í öll milliríkja-lög og sé brot á rnóti samningum allra ment- aðra þjóða, og því sakar dómnefnd- in yfirmenn neðansjáfarbáts þessa er þetta brot framdi og keisara Þjóðverja og stjórn þeirra um fyrir- hugaðan ásetningsglæp og morð allra þessara manna. Þetta er og verður dómur als heimsins. Þetta var morð, ásetn- ingsmorð, lengi og vandlega fyrir- hugað með köldu blóði, hinn sví- virðilegasti glæpur, seín gálginn einn ér hin rétta hegning fyrir, hvort sem í hlut eiga barúnar eða aðmíralar, ráðgjafar eða keisarinn sjálfur; það er samfara eiturspýj- unni þjóðverja, sem óefað á upp- tök sín hjá þessum blessuðu há- mentuðu þjóðverjum, vísindamönn- unum góðu Þetta heyrir til þeirra Kultur. Allur heimur ætti að rísa upp á móti mönnum þessum, sem slíkt og þvílíkt fremja. Að þola annað eins er að svívirða alla rétt- lætishugmynd, troða siðgæði eður moral í forina, gjöra heim þennan að úlfabæli, þar sein hver vargurinn rífur og slítur annan í sundur. Enda munu nú ítalir koinnir á stað og Bandarikjablöðin hrópa “tríð, stríð. Þcir eru of göfugir íiandarikjamenn^ að þola atmað e;ns. AUur heirourinn ætti að 'eggj. ast á eitt að bijóla þessa menn á bak aftur og aliar þeirra kenningar tim Kultm og Maehtpólitík allar kuiningar Treitsche og Bernhardi og Neitzche og Haeckel. Þar er áin, sem at ósi skal stýfia. Hún iiefir æf- inlega óhindruö runnið um löndin og frjófgað akrana og nú sést upp- skeran. Eimskipafélagið og bruninn 25. apríl þ.á. Vegna margra fyrirspurna um brunann á skrifstofu Eimskipafél- agsins og uin i>að, hver áhrif hann muni hafa á félagið, hefir stjórn félagsins þótt rétt að biðja blöðin að birta almenningi skýrslu þá er hér fer á eftir: Um kl. 3 aðfaranótt 25 þ.m. mun eldsins hafa orðið vart í Hotel Reykjavík; innan örskammrar stundar stóð það hús í björtu báli. Eldurinn komst bráðlega í húsin hinum megin við götuna og hafa þá þeir, sem komnir voru að brunan- um farið að bjarga úr næstu húsun- um. Enginn lúður var þeyttur um bæinn þá. Atvikaðist því svo, að enginn at' aðstandendum Eimskipa- félagsins, hvorki stjórnendur né skrifstofufólk, fengi nokkra vitn- eskju um brunann í tæka tlð svo séð yrði um að bjarga úr skrifstof- unni. Um kl. 4, eða nokkrum mfnútum eftir kl. 4, voru þeir vaktir skrifstof- ustjóri og ritari stjórnarinnar, O. Johnson. Þeir fóru þegar á fætur og komu að brunanuin svo að segja samstundis, kl. 4.15. Stóðu logarnir l>á út úr öllum gluggum skrifstofunnar, svo engin tiltök voru að bjarga neinu. Aðrir að- standendur fengu síðar að vita um brunann; formaður félagsins var vakinn kl. 6.30. Var húsið þá að mestu fallið. Á skrifstofunni voru geymd öll skjöl félagsins, öll skrifstofutæki, eyðublöð o.s. frv. 1 peningaskáp sem talinn var mjög öflugur, var geymt meðal annars þetta: Sjóðbók félagsins og höfuðbækur þess, ýmsir samningar, allir hlutafjársöfnunar- listar, hlutabréfaskrá með númer- um hlutabréfanna, 3-400 kr. í pen- ingum, ein bankaávísun. Aðalhlut- hafaskráin, sem var spjaldskrá 1 16 bókum var geymd í tréskáp. Þar var einnig geymt hlutabréfaupplag- ið, myndamótin að hlutabréfunum, m.m. Alt þetta^ ásamt öllum bréfa- skiftum félagsins, hefir brunnið til kaldra kola. í fyrstu voru menn vongóðir um að óskemt væri eða lítið skeint það, sem í peningaskápnum var. Þegar er fært þótti, var hans leitað í rúst- unum og er hann fanst á sunnudag- inn síðdegis var honum komið í geymsluport félagsins. Var hann þá glóðheitur. Var hann látinn kólna yfir nóttina og svo opnaður að morgni 26. þ. m. að viðstöddum umboðsmanni váti-yggingarfélags þess, er skrifstofumunirnir voru vá- trygðir hjá, framkvæmdarstjóra og mönnum úr stjórn og endurskoðun félagsins. Logaði þá í skjölum þeim er í skápnum voru og reyndist það alt ónýtt af bruna. Það, sem var á skrifstofunni og útbúnaður skrifstofunnar, var vá- trygt fyrir 5,000 krónum. Félagið útvegaði sér þegar samdægurs nýja skrifstofu og fékk öll eyðublöð þau, er send höfðu verið til afgreiðslunar í Hafnafirði. Ekkert stans hefir því orðið á daglegri starfrækslu fél. agsins. Beint fjárliagslegt tjón mun fél- agið ekkert bíða af brunanum, eða nær ekkert, með því að alt var vá- trygt. En talsvert af vinnu stjórn- arinnar hefir farið fyrir gig. Mun hún leitast við að vinna það upp aftur eftir föngum. Enda þykist mega byggja á greiðvikni hlutafjár- safnenda og einstakra hluthafa, sem þörf verður á við endursamning hluthafaskráarinnar. Ræða Bradbury’s. Mr. Bradbury hóf ræðu sína á þessa leið: Eg saka Hon. Sir Wilfrid Laurier og flokksmenn hans á sambands- þinginu og í senatinu uin það, að þeir beri ábyrgð þunga fyrir það, að gefa herstjórnarvaldi Þjóðverja undir fótinn, svo þar af leiddi, að þeir sögðu Bandamönnum þetta stríð á hendur. Þér munið það vel, þegar Sir Wilfrid Laurier var að burðast með flotann árið 1910, — flotann, sem átti að byggja hér til að styrkja Bretaveldi: smáskútur 2 fyrir vesturströndina og tvær aðrar fyrir austurströndina, með tveimur 6 þumlunga fallbyssum og fimin 4. þumlunga, hver kuggurinn. Lýsir hann svo, hve smáfleytur þessar séu auðvirðilegar í saman- burði við hin þýzku herskip. Þær væru rétt til athlægis. Og hefðu þær átt að níæta Þjóðverjum, þá hefðu þær aldrei komist í skotfæri. Þjóð- verjar hefðu verið búnir að skjóta þær í kaf löngu áður. Og þegar umræður voru í þinginu 11,11 þetta, þá var Laurier sýnt fram á það, að skip þessi væru algjörlega gagnslaus og verri en það, ef að til stríðs kæmi. Og þá varð það svo hlægilegt, þegar talað var uin, að herskip þessi, eitt eða fleiri, sigldu á sjó út frá Canada og mættu skipi óvinanna, sem ráðist hefði á kaup- far Breta, þvi þá kom Laurier fram með það að þetta Canada skip mætti ekki skjóta skoti á óvinina fyrri en búið væri að kalla þingið saman og það hefði rætt og samþykt, hvort Canada ætti nú standa með Bretum eða ekki. Þetta hefði sýn.t, hvað sáralítil var ást þeirra til móðurlandsins svo llítil, að landráðum lág nærri. En þetta hugarfrar ríkti hjá Liberal- flokknum á þingi og í senatinu, og þvi var það, að Sir Robert Borden og Konservatívar risu upp og stóðu á móti þessum uppástungum af öll- um mætti. Þegar kosningar fóru fram til sambandsþingsins, þá hét Sir Bo- ber,t Borden þvi, að yrði hann kos- inn, þá myndi hann fara . til Eng- iands og ráðgast um það við flota- málastjórnina, hvernig Canada gæti bezt komið fram Englandi til styrkt- ar. Sir Wilfrid Laurier féll í kosn- ingunum árið 1911, og Mr. Borden var falið af þjóðinni að taka við stjórnartaumunum. Hann fór þá til Englands, einsog hann hafði heitið og ráðgaðist um við stjórn flotamál- anna. Þegar hann kom hingað aft- ur, lagði hann fram tillögur sínar og flotamáladeildarinnar á Englandi. En þær voru á þá leið, að Canada gæti bezt hjálpað Bretum með því að láta byggja þrjú hin stærstu og beztu brynskip (dreadnaughts), sem peningar gætu ke.vpt og visindi og | kunnátta bygt. Það áttu alt að vera ! álika skip og Queen Elisabeth er nú, skipið, sem vér allir höfum heyrt uin getið. Þau áttu að hafa 15 þumlunga byssur og geta skotið af öðru borði i einu stálkólfum, sem voru 15,210 pd. til samans að þyngd hvert þeirra. Og ef að vér berum það sainan við Laurier-skipin, sem áttu að ge.ta skotið í einu af öðru borði 355 pundum af stáli, þá sést munur- inn : 15,210 á móti 355. Þetta er þá munurinn á stefnum flokkanna, og er hann svo mikill, að engum saman- burði er þar hægt við að koma. , Liberalar drepa málið um skipa- styrkinn. Afleiðingin af allri þessari fram- komu Liberala var sú, að þó að Kon- servatívar gjörðu alt sitt til, að koma fram lögum um byggingu þessara þriggja stóru bryndreka, og kæniu lögum þessum frain í neðri málstof- unni, þá var samt eftir að fá lögin viðtekin i senatinu; en þar vora Liberalar i meiri hluta, vinir og fylgjendur Sir Witfrid Lauriers. — Þeir fylgdu honum sém kvikindi taniin, og gjörðu alt, sem hann skip- aði. fíg þeir drápu málið. En það var alveg það sama og þeir hefðu sagt Vilhjálmi og riddurum hans, vígbúnum og brynjuðum frá hvirfli til ilja, — sagt honum með berum orðum: Canada stendur ekki nted Englandi; Canada vill ekki leggja fram skip eða menn til að hjálpa Rretum, ef að þér, Þjóðverjarnir, ráðist á þá. Vér höfum yfirgnæfandi sannanir fyrir þessu Vér höfum svo yfirgnæfandi sann- anir fyrir þessu, að enginn efi get- ur á því leikið, að Þjóðverjar skildu framkomu þingsins í málum þess- um og Liberal flokksins einmitt á þessa leið. Hin merkustu og við- lesnustu blöð Þjóðverja og hinir fremstu stjórnmálamenn þeirra gripu við þessu fegins hendi, og voru fljótir að lýsa þvi yfir og gjöra það heyrum kunnugt, að veldi Breta væri sundurslitið, og liver höndin upp á móti annari; og ef að Bretum væri sagt stríð á hendur, þá mundi hið brezka veldi brotna upp og klofna sundtir. lndland væri að bíða eftir tækifærinu til að gjöra uppreist ag hrista af sér okið, er Bretar kúguðu þá undir. Suður- Afrika mundi gjöra alveg hið saraa. fíg Canada, mesta og viðlendastn eignin Hreta, veeri nú þarna búin að segja Bretum það og lýsa þvi yfir svo skýrt og greinilega, sem framast mietti verða, að Hretar þyrftu ekki þaðan að búast við neinni hjátp, þó að strið bivri að höndum, hversu voðalegt, sem það vieri Álit blaöanna í Evrópu. Þegar Laurier og Liberalar með meiri hluta atkvæða i senatinu, — höfðu felt og drepið lögin um her- skipatillagið 1913, og með því sýnt það öllum heimi, Ijóst og greinilega, að hin stærsta nýlenda Bretavcldis vildi ekkert gjöra til að hjálpa Bret- um, þegar þeim mest lægi á, þó að voðinn væri fyrir dyrum, þá fer London Morning Post um það svo- felduin orðum: “Óvinir vorir verða stórlega glað- ir yfir úrslitum þessum. Vinum vor- um kemur þetta fyrir sjónir sem óhappaverk og illur fyrirboði. — Þetta hlýtur hjá öllum að vekja hug- myndina um það, að það sé engin tilhæfa i þvi, að Bretaveldi sé sam- tengt traustum böndum; þetta sé ekkert annað en tilhæfulaus tilbún- ingur, — þjóðsaga ein. Þeir geti því verið óhræddir, sem brjóta upp Bretaveldi, og hnekkja yfirráðum Breta á sjónuin. Þeir þurfi ekkert að óttast það, að nýlendurnar fari að leggja saman til að hjálpa Bret- um, ef að á þá er ráðist og farið er að sökkva skipum þeirra. — Deetur Hretlands handan við höfin myndu ekki láta sig það neinu skifta, þó að móðirin aldna virri tætt i stindur og rifnar af henni flikur allar. Þýzku blööin. Á Þýzkalandi réðu menn sér ekki af ánægju yfir aðgjörðum senatsins í málum þessum. 'Hamburg Nach- rischten er eitt af stórblöðum Þjóð- verja og er að nokkru leyti stjórnar- blað, og var áður fyrrum sérstak- lega blað Bismarcks gamla. Hinn 5. júni 1913 fer blað þetta svolát andi orðum um kanadisku málin: “Hvað svo sem afráðið verður “seinna meir, þá sýnir framkoma “og aðgjörðir senatsins i Canada “fram á það, að Bretaveldi hefir þar “beðið stórtjón siðferðislega og fjár- “munalega, að þvi er lýtur að vörn- “uin alríkisins. Þvi að menn voru “búnir að reiða sig á loforð Bor- “dens, þó að flónska væri. Loforð “hans höfðu ákaflega sterk áhrif á “allan heim. Mr. Churchill benti á “það, í hinni alkunnu ræðu sinni “um flotamálin. En nú hefir senat- “ið og Liberalar varpað öllu þessu “um koll og eyðilagt áhrif þessi. Og "nú sannfierast menn i heimi öllum "um það, að Bretar geta ekki treyst “neinni af nýlendum sínnm, ef i "það harðasta fer”. Þetta framansagÓa er alveg óhrekjandi. Þegar vér nú lítum á þetta alt saman, sem alveg er ómögulegt að hrekja (þetta hefir verið sagt í ræð- um og ritum, þetta hefir verið hugs- að af millíónum manna, og á þessu hefir verið bygður grundvöllur komandi framkvæmda og verka), þá hljótum vér að sjá og skilja, að Liberal foringjarnir í Canada eru að miklii leyti ábyrgðirfitllir fyrir hinu voðalega striði, sem nú seðir yfir löndin (og má vera, að ekki linni fyrri en það er komið yfir allan heim). Þeir vöklu þá trii og sannfæringit hjá Þjóðverjum, að þeim vtvri ó- htrtt að berja á Hretum, hventer sem þeir vildu og hvenær sem færi gæf- ist; hinir aðrir hlutar Bretaveldis, altar hinar viðlendu nýlendur þeirra — myndu sitja hjá og horfa rólegar á, án þess að lyfta fingri lil að hjátpa móðurlandinu. Þettahvatti og æsti Þjóðverja Þetta: að vér skyldum liika við, þegar mest lá á, átti stórmikinn þátt í því, að hleypa á stað styrjald- ar lávörðum Þjóðverja, til þess að bjóða allri Evrópu byrginn og þar á meðal Englendingum. Það er al- veg óhætt að fullyrða það, að ef að vér hefðuni staðið allir saman i ein- um stórum hóp og sýnt það, að Bretaveldi, bið mikla og viðlenda, væri alt eins hugar að verjast árás- um og yfirgangi, hvaða þjóðar sem væri, þá hefði komið hik á Þjóð- verja, og þeir að líkindum aldrei farið út í þetta stríð. En það var svo fjarri, að vér létuin nokkuð því- likt á oss heyrast, heldur einmitt hið mótsetta. Það er ekkert það veldi til í heimi, sem nú eða síðar geti gjört sér von um að sigra Breta- veldi. Það er fyrst nú, að Bretinn finnur aflið streyma um æðar sínar og hnikla saman vöðva sína, og eft- ir því, sem dagarnir líða, og mán- uðirnir og árin velta frain, þá finnur hann stöðugt styrkinn aukast og máttinn, að standa móti og brjóta á bak aftur hvaða veldi eða sambönd þjóða, sem kúga eða undiroka vilja Bretaveldi. En Sir Wilfrid Laurier kaus hinn verri hlutunn og óvirðu- legri og lék á hörpu þjóðmálanna, sem langspil væri, og átti það á hættu, að sundra og eyðileggja Rretaveldi. Þegar Sir Robert Borden lagði fram fvrir sambandsþingið sannan- ir fyrir því, að voðinn og háskinn j stæði fyrir dyrum, þá var vanhygni Liberala svo mikil, að þeir trúðu því ekki. Þeir fyrilitu vilja þjóðar- innar og tillögur Konservatíva, því þeir kunnu ekki að sjá hag og sanna velferð þjóðarinnar, en hirtu ekki um velferð Englands. OrÖ Bordens Liberal flokkurinn undir forustu Sir Wilfrid Lauriers er sök i þvi, að Canada iná nú fyrirverða sig og byrgja höfuð sitt, út af því, að eiga nú engin skip til að hjálpa Bretum i j stríði þessu. Hafa nú þegar marg- faldlega sannast or Mr. Bordens, er hann mælti fyrir upiiástungu sinni um að byggja herskipin hinn 5. des- ember 1912. Hannsagði: “Enn í dag erti skýin (á hinum pólitiska himni) þung og myrk, og heyrnnt vér þrumudrunur i fjarska og sjáum leiftrin þjóta um himin- hvolfið, — og vér getum ekki og viljum ekki biða og skeggræða þang- uð til hið yfirvofandi óveður skell- ur á með öllu því voðaafli, sem vér vitum vel að býr í þessum þungu og svörtu skýflókum, — vitum svo vel, að bera i sér eyðiteggingn, tortím- ingu og dauða”. Einni viku eftir, að þessi orð Sir Robert Bordens höfðu hljóinað uro alt Bretaveldi, hóf Sir Wilfrid Laur- ier og flokkur hans slag þann eða orustu, sem lauk með því, að lögin um byggingu bryndrekanna voru feld. — Þessi eru orð Sir Wilfrid Lauriers og stallbræðra hans og undirforingja Michael Clarke, og eru þau sýnishorn af skoðunum fjölda annara Liberala, innan þings og utan. Sir Wilfrid mælti á þessa leið: — “Hér er engiti knýjandi nauðsyn á ferðum, engin bráð yfirvofandi hætta, já, engin væntanleg hætta. (No emergency, no immediate dan- ger, no prospec.tive danger). Nei, eg vil ekki nota þessi orðatiltæki; — eg vil ekki segja: ef Bretland va>ri í háska, heldur: ef að Bret- land þyrfti að taka á öllum sínunt kröftum móti einu eða tveimur eð* fleirum stórveldum Evrópu, þá mi minn heiðarlegi vinur, Mr. Borden, gjarnan koma og biðja um ekki aS eins 35 millíónir, heldur tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum 35 milliónir dollara. Vér myndum þá fúsir að leggja fram alt fé og öll fjárráð lands ins, og enginn myndi á móti mæla. En hér er ekki um slikt ástand aí tala. Ástand það, sem nú liggur fyr- ir, er það, sem eg lýsti hér rétt fyrir skömmu. Hér er engin knýjandi nauðsyn. Þetta eru engar nýjar fregnir. Þessar fregnir eða upplýs- ingar, sem Mr. Borden sýndi oss ný- lega, sýna ekkert, sem vér vissuin ekki áður. Vér vissum hvert einasta orð, sem hann fræddi oss um, þekt- um hverja einustu tölu. Og eg vií segja meira: Hverja einustu tölu, sem hann nú kom með, ræddum vér fyrir fjórum árum. Það er engin hætta á ferðunt”. En undirforingi hans, Dr. Clarke, sagði: "Það er engin yfirvofandi hætta á ferðunt sem stendur, og enginn háski i vændum. f sögu hinna aust- lægu ríkja Norðurálfunnar á sein- ustu timuin höfum vér séð, að tvf> stórveidin, sem mest hafa haldið uppi friðnum, hafa verið Bretland og Þýrzkaland; þó að því nafi verið haldið fram, að þau væru vígbúin, til að stökkva hvort á annað. En vér megum vera þakklátir fyrir það, a« meiri hluti hinna mentuðu mann- flokka eru sannfærðir um það, aí stríð milli Breta og Þjóðverja myndí vera ástæðulaust og tilgangslaust stríð. Nei, guði sé lof Hér er eng- in hætta á ferðum (!!!). Þetta er sýnishont af skoðunum og framkomu Liberala, þegar um það er rætt, að styrkja England og fíretaveldi móti hinum komandi, yfirvofandi háska! NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka & móti öllum fatnaði frá yður til af hreinsa fötin þín án þess að væt* þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned $2.00 Pants Dry Cleaned.50c Fáið yður verðlista vorn á ölluia aðgjörðum skófatnaðar. Empress LanndryCo.LtcL Phone St. John 300 COR. AÍKENS AND DUFFERIN Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðein* 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið hyrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St.,' Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. Hospital Pharmacy Lyfjabáíin sem ber af öltuni öðruin. — Komið og skoðið okkur uni- | ferðar bókasafn: mjög ódýrt. — Einnig seljuni við peninga- ávísanir, seljnm frímerki og gegnum öðrum pósthússtörj- um. 818 NOTRE DAME AVENUE j Phone G. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.