Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEDS ^HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANTS^V J BULBS AND SHRUBS WJ >HONE MAIN 3514 FOR CATALOGUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegrapbed to all parts ot the world. THE ROSERY FLORISTS I'hones Main 104. Nlfrht and Snn- day Sher. 24167 2S0 DONALD STREET, WINNIPEG. XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ, 1915. Nr. 37 Fréttir frá Stríðinu Þýzkir taka Przemysl Nú er kastalinn mikli í Galizíu kominn 1 hendur ]>jóðverja. Rúss- ar tóku liann með umsátri og sveltu í vor eftir að hafa setið ]>ar marga mánuði um hann. Hann gafst upp og eftir það gjörðu þeir kviðuna í Karpathafjöllunum og Ungarn. En áður en Austurríkismenn gæfu hann upp ]>á eyðilögðu ]>eir og sprengdu upp öll helstu útvirkin og yfirhöfuð spiltu öllum vígum og virkjum sem ]>eir gátu. Það hefði tekið marga mánuði og mikinn mannafla að gjöra við ]>au, og halda kastalanum. En núna í þessari stóru og löngu kviðu þjóðverja er þeir settu hálfa aðra milíón manna þarna á einar 30-40 mflur og kynstur öli af smáum fallbyssum og trölla- byssum, þá hafa þeir óefað haft þetta 1 huga. Fyrir viku síðan sóttu þeir fram eftir Zugenadalnum austur af Trent. Þar var hæð ein 6000 feta há. Þar á var virki Austurríkismanna, og nefndist strýtufjall, Coni Zugena. Þar voru Austurríkismenn. Það var erfitt verk. ítalir sóttu að sunn- an frá Ala og þurftu að taka einn lirygginn og hólinn eftir annan og alsstaðar ginu fallbyssur Austur- { ríkismanna við ]>eim. Þeir sóttu , einnig ofan Zugena dalinn beint austur af Trent þegar kom upp und- j ir aðalvígið, fleygðu ítalir malpok- um sínum til að verða léttari, brettu ! upp ermar og runnu upp hæðina. Hríðin dundi á móti þeim, en upp | komust þeir og þegar í návígi kom hrukku Austurríkismenn undan og nú halda þeir hæðum öllum aust- anmegin Adigeárinnar sem Trent stendur við. Þeir stefndu austur norðan við Przemysl og gátu Rússar ckki rönd við reist, en fóru í flæmingi undan Þýzkir tóku Jaroslaw og komust yf- ir Sanfljótið, á firntán skyndibryggj- um (bátabryggjum) og yfir í tang- ana milli San og árinnar Lubaezow- ka sem kemur að suðaustan cn San beint að sunnan frá Przemysl. Þegai þangað var komið snöri Mackensen öllum aflanum suður á [ við, barðist við Rússa um Radymno 1 af mestu grimd og hrakti l>á. Og jiú héldu þeir suður beggja megin árinnar eða fljótsins Sari sein Przem- ysl stendur á. Annan her sendu þeir að vest&n og sunnan, en þar eru mýrar miklar og ógreiðfærur milli Dniesterfljóts og Przemysl. Þeir gótu þvf sótt að Przemysl á þrjá vegu og sóttu fast. Þegar Rússar náðu Przemysl ]>á ! var |>að inikill fengur fyrir þá. Þeir tóku þar 120,000 fanga og feikn af vopnum og skotfærum, og þá gátu ]>eir tekið ]>essi 150,000 hermanna, sem sátu um kastalann og beitt þeim annarstaðar, enda fóru þeir undireins upp í skörðin á Karpath- afjöilunum og yfir þau inn á Ung- arn. En þaðan stóð þjóðverjum mestur háskinn. En iivað sjálfan kastalann Przemysl snerti, l>á var hann að mestu ónýtur, gildra ein ef Þýzkir kæmu. Enda vissi Nikú- iás það og má at' því sjá fyrirhyggju hans og herkænsku. Hann vissi að ]>ýzkir myndu leita á aftur ein- hverstaðar þarna, og í margar vikur var liann búinn að láta flytja vopn og fallbyssur þaðan og lengra aust- ur og inn í landið. Á hverjum degi gengu lestirnar þaðan. Þegar þjóðverjai’ komu var náttúr lega tekið á móti. En með miklu mannfalli náðu þeir virkjunum hálf brotnum norðan við kastalann og Rússar höfðu ]>ar sinn gamla sið, héldu undan og börðust. Þeir létu þýzka borga toll frekan í blóði fyrir livcrt fótmál, sem þeir komust áfram Rússar flýðu aldrei, þeir héldu und- an og börðust. í fylkingum héldu Rússar undan úr kastalanum. Og enn héldu þeir undan austur lengra og er nú hergarður þeirra frá San- fljótinu þar sem Lubaczowka-áin rennur í það einar 40 mílur norður af Przemysl, og nokkuð beina leið með dálitlum sveig austur á við suður tii borgarinnar Lemberg. Er sá hergarður óbrotinn en þá. Víða hafa þeir tekið svo hart á móti að þeir hafa stráfelt hersveitir Austur- ríkismanna og Þjóðverja. Þannig mistu Austurríkismenn þar í einum slagnum 3 bestu hersveitirnar sínar sem eftir voru, úrvalalið. Voru það fjallasveitir úr Tyrol og dölunum við Alpafjöllin, fjallabúar, sem ætl- aðir voru til þess að mæta ftölum á Alpafjöllunum l>egar l>eir sæktu þar fram. Þetta er alveg sama sagan og í Póllandi hvað eftir annað. Hergarð ur Rússa er senr togleðursstrengur. Þegar ]>ýzkir leita fast á lætur strengurinn undan. Þýzkir sprikla innaii þessara banda sem óðir menn Það tognar á böndunum, en þau siitna aldrei. Þrír neðansjáfarbátar veiddir Sú frétt kemur frá Skotlandi að menn hafi orðið varir við neðansjáf- arbáta inn á Tayfirði (Firth of Fay) á Skotlandi. Menn gátu brugðið við og rent netum (vírnetum) yfir fjörðinn og byrgt þá inni. Þeir lágu við botn niðri í 60 klukkutíma Þá komu þeir upp og gáfust upp er þeir sáu að þeir komust ekki út. Hafa víst verið búnir að reyna það. Bátarnir voru þrír. Munkar sem spæjarar á ítalíu. Það hefur komist upp um munka nokkra í klaustri einu á ítalíu að þeir voru njósnarmenn fyrir Austur- ríkismenn. Voru að senda þeim fregnir með spelum, af efsta lofti kiaustursins. Þeir náðust fimm. Það var í Bari, sunnarlega á austur ströndinni. Nebansjáfarbátar sökkva skipum. Einlægt eru neðansjáfarbátar Þjóðverja að sökkva verzlunarskip- um Breta, og fiskibátum. Og Zepp- elínar að heimsækja England, en oft sprengja Bretar þá. Nú nýlega, 7. maf, náði einn flugmaður Breta Zepi>olín einum. Ivomst upp fyrir liann 6,000 fet í lofti uppi og hleypti niður á iiann 6 sprengikúlum. Ein oða tvær hittu og sprakk belgur- inn og stóð í báli og steyítist svo niður. En loftþrýstingurinn varð svo mikill á flukdrekanum að hon- um hvolfði og féll niður iíka. En flugmanninum lukkaðist að reisa hann við aftur, en varð að lenda í óvinalandi. Hann gat þó komið honum á stað aftur og náði til stöðva sinna. En Zeppelíninn féli logandi niður og fórust allir, sem á voru, en ]>að voru 28 manns. Svíar og Rússar gjöra samninga. Frá Stokkhólmi komu þær fregn- hinn 7. júní að Svíar og Rússar hafi gjört samninga með sér snertandi fjárhag, verzlun og iðnað beggja landanna, og hafi þar lagast margt það er olii ríg og missætti meðal ]>jóða þeirra. Þó að Svíar séu ekki í stríðið komnir, þá hafa þeir með þessu dregist nær Bandatnönnum en fjær Vilhjálmi “blóð” og þýzkur- um lians. Holundarsár Grikkjakonungs. Grikkjakonungur Constantin hef- ur nú í nokkrar vikur iegið sjúkur af þyndarbólgu að sagt var, eða ein- hverju slíku, og hefur sóttin aukist svo að nú er hann talinn liggja fyrir dauðanum. Constantin var kvænt- ur Sofíu systur Vilhjálms keisara. Var hún fríð kona og mentuð, en víst skapstór nokkuð. Er það fyrir satt haft, að í aprílmánuði hafi sleg- ið í orðakast milli þeirra hjóna i lestrarstofu konungs og varð drotn- ing þá svo reið að hún þreif papp- írshníf einn þar á skrifborðinu og stakk konung i síðuna, en hnífur- inn hvass og oddmjór og liljóp á kaf en konungur féll niður. Sein- ustu fregnir segja konung liggja við dauðanum. Italir Búist er nú við harðri hríÖ frá ítalir liafa verið að lirikast upp þýzkum vestra. eftir fjöllunum i Trentdalnum og Það er sagt að nú moki Vilhjáhn- Carnishu og Julisku hryggjunum. j ur hermönnum sinum að austan og Avanti-Avanti! (áfram, áfram!) er vestur. Kemur það nokkuð af því heróp þeirra. Klukkutíma eftir | að nú um tima hafa bæði Bretar klukkutíma færast þeir ofar og ofar j og Frakkar á mörgum stöðum en á undan þeim gengur stórskota- lirakið þjóðverja bæði í Flandern og hríðin að brjóta virki óvinanna. Frakklandi, og svo hinu að þeir i þýzku þykjast nú loks liafa sigur unnið á Rússanum, þó að hætt sé við að þeir eigi enn eftir að finna klær rússneska bjarnarins í lioldi sínu. Sagt er að þýzkir hafi tekið nikið af hermönnum sínum af herskip- unum og fallbyssur líka og sent til Flatidern. Hellusundin. 275,000 Tyrkir hafa varið Hellu- sundin og er því ekki furða þó að seigt hafi gengið fyrir Bandamönn- um á skaganum þar sem þeir hafa verið 1. á móti 4. að líkindum. En missætti er farið að koma upp með Tyrkjum og hafa sumar sveitir þeirra gjört upphlaup á móti þýzku foringjunum. Við Euphrates hefur slagur orðið og flýðu Tyrkir og eru nú Bretar komnir nokkuð norður fyrir gröf Esra spámanns, eða 33 mílur noður af Kurna. Tóku þeir fallbyssur, skotfæri og um 300 fanga. Þýzkir kastalar í Canada. Nú er kominn mjög sterkur grunur upp um það, að þýzkir hafi síðan 1913 verið að búa sér eður reisa víg- stöðvar hér í Canada. Það er á eyju einni rétt fyrir ofan kastalann í Quebec. Hún kallast Isle of Or- leans og er í miðju Lawrencefljótinu Þeir mynduðu cementfélag 1913 og fengu leyfi til að byggja járnbraut hringinn í kring á eyjunni. Þeir reistu þar cementgrunna hér og hvar, samskonar og þeir bygðu í St. Mihiel á Frakklandi, og getið var í Kringlu. og eins hjá Liege. Þessa grunna höfðu þeir svo undir stóru Kruppbyssurnar og hefðu þeir komið þeim þangað þá hefðu þeir getað sópað kastalann i Quebec og langt í land upp, ög þarna ætluðu þeir að liafa skipalægi “Naval Base” Og ef þeir hefðu getað það, þá var þarna snaran svo haldgóð að þeir gátu farið með Candda, hvernig sem þeir vildu. Þeir voru þá sama sem búnir að vinna landið. En þetta hefðu þeir því aðeins getað að þeir hefðu verið búnir að lama Byeta á sjónum. En það mis- tókst og því hefur þetta náðabrugg þeirra orðið að engu. Tveir menn hafa verið teknir fastir í sambandi við þetta. Annar ]>eirra er barón von Polenz, fyrrum kaptfeinn í einni riddarasveit Þjóð- verja, liinn er S. P. Mundheim, for- maður í þýzku cementfélagi hér f Canada, og hefur það verksmiðju á eyju þessari sem að ofan er nefnd. Þeissir menn eru báðir þýzkir; þeir höfðu ráð á ótakmörkuðum pening- ingum, milíónum dollara. Allir mennirnir sem þarna unnu hjá þeim voru þýzkir. Þetta og annað eins sýnir hvað blindir menn geta verið eða réttara heimskir, að gruna þetta ekki fyrri. Hefðu önnur verið úrslit á sjónum, þá hefðu menn verið farnir að vita um þetta nú. Slagur grimmur. Einhver harðasti slagurinn norð- antil, náiægt Eystrasalti, stóð fyrir fáum dögum við á eina, sem Dubysa hcitir. F.r hún breið en grunn, svo að á sumufn stöðum er hún væð á vöðum. Þarna mættust þeir Ilússar <>g Þjóðverjar við Russijan. Áin var þar þrjá fjórðu úr mílu á breidd, en vað á henni. Þeir fóru þegar að berjast og veitti ýmsum betur. Tvis- var unnu Rússar vaðið, en tvisvar töpuðu þeir því aftur. Þeir runnu hvorir á aðra í vaðinu með byssu- stingjum. Áin varð rauð af blóðinu, og þar druknaði hver sem særður var, en búkarnir féllu svo þétt, að þeir runnu ekki burtu, heldur hlóð- ust hver ofan á annan. I.oksins náðu Rússar vaðinu fyrir fult og alt og voru líkin þá svo þykk yfir ána, að ganga mátti á þeiin, og er sagt, að Rússar liafi lagt yfir brú af búkun- uin, og lögðu ofan á planka og keyrðu fallbyssur sinar og hergögn yfir. 35,000 hermenn kallaðir út. Canada kallar út að nýju 35 þús- und hermenn og þurfa þeir að komast á vígvöllinn í Flandern hið ailra fyrst. Á annað þúsund flugdrekar. Bretar hafa nú á annað þúsund flugdreka (aeroplanes og hydroplan- es) og einlægt bætast margir (fleiri tugir við á viku hverri) Geta þeir ]>ví bráðum sýnt þýzkum neðan undir sig. William Jennings Bryan ráðgjafi Wilson’s forseta Bandaríkj- anna segir af sér. Veldur því stefna Wilson’s út af viðskiftum við Þýzkaland. Bryan þykir Wilson of liarður á “Vilhjálmi blóð" því að Bryan hefur verið frið- semdar maður mikill. Urðu þeir nú saupsáttir loksins Wilson og Bryan. Bryan vildi slaka til, en Wilson taka á móti með staðfestu, og ekki þola að þegnar Bandaríkj- anna væru myrtir í stórhópum, en skipum þeirra sökt. Bréf úr herbúðum. Bréf frá Sergeant J. V. Austmann. Hr. S. J. Austmann, faðir skot- kappans .1. V. Austmanns, úr hcr- deiidinni “90. Rifles”, liefir fcng'ð bréf frá syni sinum, og cr liann nú í Magrieburg, Hills I.azareth, á Þýzkalandi. En Magdeburg er á sléttunum nær miðjum, norður af Sachsen, ekki mjög langt frá Bcrlin. Er það borg gömul, er var lögð i rústir í 30 ára striðinu. Tilly hers- höfðingi brendi hana. Bréfið er á þessa leið: “Eg er nú fangi, en er þó litið særður. Smábútur einn úr sprengi- kúlu reif upp kálfann á mér. En mannfallið þann dag í liði okkar var voðalegt. Bardagasvæðið var alt þakið dauðum og særðum mönn- um, og viggrafir okkar voru allar tættar sundur, svo að þær líktust enguni skotgröfum. Herflokkur okk- ar (battallion) var fimm daga í gröfunum, og á þeim tíma börðum við af okkur fimm áhlaup. En nótt- ina f.vrir.fimta daginn var skift um tvær sveitirnar (companies) af þess um þremur, sem voru í herdeild liessari. Þær voru látnar hvila sig, en okkur sendar tvær sveitir af ný- lendumönnum (territorials). Þeir v.oru rétt nýkomnir frá Englandi og liöfðu aldrei verið i skotgröfum fyrri, og var því engin furða, þó að þeir linuðust daginn eftir undir liiii,,T hroðalegu skothrið frá Þjóð- verjum. Þeim skeikaði ekki eitt einasta skot. Og þegar þeir komu, eftir seinustu hríðina, voru örfáir eftir af okkur,' og við urðum um- kringdir og urðum að gefast upp. Það hafa gengið miklar sögur um það, að illa væri farið með enska fanga, en alt til þessa hefir verið farið með okkur sem höfðingja, og við fáum bezta fæði. Við fáum að skrifa tvö bréf og 4 póstspjöld á mánuði, og svo er lier- búðarkytra (canteen), þar sem við getum keypt ýmislegt. J. V. Austmann. * * * Aths.— Það litur svo út á bréfi hr. J. V. Austmanns, að nýju sveit- irnar, sem þeir Canada mennirnir fengu í grafirnar, hafi verið lausar á velli og flúið frá þeim, þegar ó- sköpin dundu yfir og skilið þá eina eftir að taka á móti Þjóðverjum, er þeir komu— fíitstj. Bréf nýkomið frá Pétri I. Jonas- syni. Kæri pabbi og systur! Aðeins fáar linur. Læt ykkur vita góða liðan mina. Vona þess sama með ykkur. Joe er hér og líð- ur vel. Vorum herteknir 25. apríl i orustunni við Ypres. Aðra vikuna megum við skrifa póstspjald, hina bréf. Þurfa öll að vera ljós og með góðri rithönd. Ef mögulegt er, þó sendu mér skildinga, — Money or- der. öll bréf og bögglar póstgjalds fri til hertekinna manna á Þýzka- landi. Þetta er alt að sinni. Beztu kveðjur til systranna. Þinn elskandi sonur, Pétur I. Jónasson. (Þýtt). Aths. — Kunningjar Péturs sonar míns geta fengið áritun hans hjá mér. tvar Jónasson, 593 Victor St., Winnipeg. Seinustu Stríðsfréttir. Erá Bukarest i Rúmaníu kemur sú fregn, að konungur Riimana hafi kallað út herinn, og er það fyrsta sporið, að leggja út í stríðið með Bandamönnum. Búist við, að ekki líði nema nokkrir dagar, þangað til þeir fari af stað. Austurrikismenn og Þjóðverj- ar óðum að senda herlið á landa- Til Sir Douglas C. Cameron, Lieutenant-Governor Manitobafylkis. Herra:—Vér undirritaðir meðlimir hins löggefandi þings í Mamtobafylki höfum heyrt að það sé áform ráðgjafa yðar, hávelborni herra, að óska þess, að þér uppleysið hið núver- andi þing og látið nýjar kosningar fara fram hið allra fyrsta, og þessvegna viljum vér beina athygli yðar að því, að þér og fyrverandi ráðgjafar yðar settuð nefnd til þess að rann- saka þungar og miklar ákaerur út af byggingu hinna nýju þinghúsa, en nú er svo langt frá því að hún hafi lokið starfi , sínu, að hún—þessi nefnd—hefur krafist þess, að ný nefnd verði skipuð til þessa starfa með meira valdi, en hin gamla hafði. Eftir vorri skoðun hafa íbúar Manitobafylkis rétt til þess að ákærur þessar séu rannsakaðar til hlýtar, áður en kjós- endur eru kvaddir til þess að kjósa sér nýja fulltrúa á þingið, og þeir hafa skýlausan rétt til þess, að vita fyrir víst hverjir séu sekir, ef nokkrir eru það, og hvað stór séu brot þeirra, og alt sem þar að lýtur, og rannsókn öll skyldi opinber gjörð, og leggjast fyrir alþýðu. Þetta skyldi alt gjörast áður en þingið er leyst upp. Af fyrgreindum ástæðum óska því undirritaðir þing- menn virðingarfylst, að þér hávelborni herra, haldið fast fram stefnu þeirri, að rannsóknarnefndin haldi áfram rann- sókn sinn en þingið sé ekki uppleyst eður málum skotið til al- þýðu fyrri en rannsókninni er lokið. Dagsett 3. júní, A. D. 1915. D. H. McFadden, E. L. Taylor, J. J. Garland, R. D. Orok, A. Benard, John T. Haig, James Morrow, I. Riley, F. Y. Newton, George Steel, J. Parent, J. B. Lauzon, G. R. Ray, J. P. Foley, James Johnson, S. Hughes, Wm. Buchanan, S. Thorvaldson, J. Hamelin, D. McLean. mæri Itala. Búist við hörðum snerr- um bráðlega. — Það var Canadamaður, sem steypti niður Zeppelin loftbátnum, sem getið er um í blöðunum núna, Lieutenant Varneford, og fékk hann Viktoríu-krossinn fyrir. Þjóðverjar í Bandaríkjunum eru að sagt er að kaupa Bethleheiu stálsmiðjurnar i Pennsylvania og Remington vopnasmiðjurnar í Hart- forð i Connecticut. Lukkist ]>eim þetta, ]>á ioka þeir smiðjum þessum, og þá geta Bandamenn engin eða þvi nær engin vopn fengið frá Bandarikjunum. — Segja óvinir Breta. að þá sé þeim ómögulegt að halda áfram stríðinu. En ske kynni, að þeim reyndist það öðruvísi, þó að það óefað yrði hnekkir niikill og kynni að lengja stríðið. Kelly borgar 12 þúsund til Liberala Það er minst á Keily “contrac- tor” á öðrum stað í blaðinu í sam- bandi við 12 þúsund dollara. En því er svo varið, að við vitnaleiðslu fyrir rannsóknarréttinum bar Mr. Elliot það fram, að Keliy hefði lagt 12 þúsund dollara í kosningasjóð Liberala. Engum getum var um það leitt, hverju hann hefði stungið í kosningasjóð konservativa, en marg- ur hafði maðurinn grun á þvi. 800 þúsund doilara samningurinn. f nokkra daga hafa menn um al!-i borgina talað margt og mikið um þenna 800 þúsund dollara samning. Þeir Elliot yfirumsjónarmaður þing hússbygginganna og Dancer aðstoð- arráðgjafi Dr. Montagues komu vist fyrstir upp með það, að þessi samn- ingur væri giataður, og Dancer kvaðst hafa séð Dr. Montague rifa samninginn úr bókinni, sem reikn- ingar og samningar stjórnarinnar voru ritaðir í. Það leit hálfsvart út. En nú keinur yfirheyrsla Mr. Rob- lins, og þegar hann er spurður um samning þenna, þá kveðst hann hafa skrifað undir hann í ogáti, er hann skrifaði nndir önnur skjöl, er til- heyrðu opinberra verka deildinni, i fjarveru Dr. Montagues. Þegar Dr. Montague kom heim, fann hann fljótt Mr. Roblin og gat þess, að þetta liefðu misgrip vcrið, því að hann þyrfti að'kalla sérfróða menn til að yfirlíta samninginn og ráðgast um við þá, hvort gangandi væri að þessum kostum. Sir Rodmond sagði, að sér hefði þótt þetta leitt og sagðist hafa lofað Dr. Montague, að hann skyldi fá aft- ur samninginn frá Kelly. Kelly samþykiti, að samningur |>essi vaui eyðilagður og fékk Roblin i hendur samninginn. Siðan sagði Mr. Roblin Dr. Montague, að eftirrit þau af samning þessum, sem væru til h'a stjórninni, skyldu eyðilögð, og tók upp á sig alla ábyrgð fyrir. Var svo öllum þessum eftirritum safnað saman, þau rifin í sundúr og fleygt í ruslakörfuna. ()g er þá þessi 800 þiisund dollara saga þar með búin, og enginn orðinn ríkari fyrir, -- nema að reynslunni. Danir veita konum atkvæðisrétt. Hinn 5ta dag júnímánaðar sam- þykti ]>ing Dana lög um atkvæðis- rétt kvenna, og afnumin einkarétt- indi mörg sem hinir ríkari nutu. í stórri fylkingu gengu konur síðan til konungs að votta honum þakklæti fyrir atkvæðisréttinn. Einnig fóru þær til þinghússins og þökkuðu þingmönnunum fljót og greið úrslit málanna. Var þá mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn. Enda var þetta mikið fagnaðarefni. Jónatan gamli smáharÓnar. Blaðið Ncw York World segir að Wilson sé nú búinn að rita svarið til Vilhjálms, og sé það nokkuð harðara en hið fyrra, og er þetta efnið: Þér hafið af yfirlögðu ráði banað borgurum Bandaríkjanna—yfir 100 rnanns, saklausum, konuni og bðrn- um. Vér vöruðum yður, að þér bæruð fulla ábyrgð fyrir gjörðir foringja yðar á neðansjáfarbátum. En þér skeltuð skollaeyrum við. Vér kröfðumst þess, að þér greidd- uð fullar bætur fyrir líf þeirra Am- eríkumanna sem sukku með Lusi- taníu og að þér hátíðlega hétuð því að breyta hernaðar aðferð neðansjáf arbátanna. Þér hafið svarað með rangfærslum og ósannindum er þér hafið verið að réttlæta morð þessi. Engin útskýring yðar og engin af- sökun getur réttiætt árásir aðrar eins og gjörðar voru á Lusitaníu. Þolinmæði vor er útrunnin. Og í nafni mannúðar og mannkærleika heimtum vér nú, að engin árás verði gjörð, á vopnlaus farþegaskip. Lukkuósk til Gulifoss. Hæða og heima stýrir, Háum á bekkjnm ekkils. Liknsamri lukkii veiti Lagar að blossa fossi; //<>/>/> svo með engu ói, Æ hljóti bragnar fljótir Hafreiðar engi yfir. l'n: tita l'enhring hvita. G. S. Bréf á Heimskringlu. Þorleifur Hansson, yfirsmiður frá Islandi (áríðandi). Kristján G. Snæbjörnsson frá Pat- reksfirði. Egill Jónsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.