Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.06.1915, Blaðsíða 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNl 1915. Hin Leyndardómsfuilu Skjöl. Saga eftir WALtEH WOOUS. Eg hagnýtti mér nú tafarlaust tilboð húsbóndans, og kveikti mér í vindli, er eg fann á borðinu; einnig tók eg mér góðan drykk úr þeirri flöskunni, sem mér leyst bezt á. Eg fann nóg af vindlum og alls konar vín- um i hliðarskáp einum i setustofunni. Eftir að hafa sopið á flöskunni og kveikt í vindlinum, fór mér að liða ögn betur, og leið svo full klukkustund, að eg fann ekki sárt til kringumstæða minna, og leit nú jafnvel bjartari augum á framtíðina. Eg komst jafnvel svo langt, að mér tókst að fullvissa og sannfæra sjálfan mig um, að Ethel væri dáleidd af Johnson, og henni væri hegðun sin alveg ósjálfráð; en alt myndi verða gott um síðir. En ef eg hefði verið beðinn að gefa ástæð- una fyrir þessari fullvissu minni, þá hefði mér ekki orðið greitt um svar. Það var nokkuð áliðið siðari hluta dagsins, þegar eg varð var við, að það hafði verið komið með mat inn til min. Engann sá eg þó koma inn og engan fara út og skil því ekki, hvernig maturinn komst á borðið. Eg fór nú í eitt skifti enn að skoða dyrnar, sem eg hafði komið inn um, — aðrar dyr var ekki um að ræða á herbergjunum, að minii áliti. Og fann eg að þær voru svo vel festar aflur með boltum og keðjum að innan — og eg bjóst við eins Vönduðum frágangi að utan —, að ómögulegt hefði verið fyrir neinn að opna þær, án þess að eg yrði þess var. Læsingin var svo traust, að eg sá einnig að óhugsandi var, að eg kæmist þar út með neinu móti af eigin rammleik. Eg fór nú að leita eftir öðrum dyrum, og athuga læsinguna á gluggunum. En það var þegar eg kom frá þessari yfirskoðun minni, sem eg varð var við, að maturinn hafði verið settur á borðið. , Maturinn var vissulega ekki af lakara taginu. Eg hefði naumast getað beðið sálfur um ákjósanlegri mat á beztu gistihúsum í New York. Þar var fiskur, fugla- kjöt, nautakjöt, ostur, allskonar tegundir af garðmat og brauði, og svo hafði gefandinn kórónað alt þetta með enni flösku af dýrasta kampavíni. Maturinn hlaut að hafa verið settur á borðið á einhvern mér dulinn hátt, meðan eg var í hinu herberginu að athuga gluggana og leita að öðrum dyrum. Líklega gegn um einhverja leynismugu, sem eg vissi enn ekkert um. Það sýndi mér einnig, að það voru hafðar sterkar gætur á mér að utan frá, þó eg gæti ekki orðið var við þann spæjara. Hvað lengi sein Johnson hafði í huga að halda að mér þarna, þá var það þó víst að hann ætlaði ekki að láta mig skorta mat né drykk. Eg settist nú niður við borðið og fór að gjöra matnum góð skil, því eg vaK orð- inn hálf svangur og matarlystin var því heldur í betra lagi. Þegar eg var orðinn mettur og búinn að drekka kampavínið, kveikja i nýjum vindli og seztur í hæg- indastól, og farinn að reykja vindilinn, leið mér svo vel, að eg nærri þvi gat fyrirgefið óvini mínum alt sam- an, sem hann hefði gjört mér á móti. Hugsunarafl mitt virtist nú komast í rétt ástand, og fór eg nú að hugsa um, hvernig eg ætti að fara að því, að láta eina vin- inn minn, sem eg átti í New York, vita, hvar eg væri niður kominn,— en sá vinur var ungfrú Ethel Reed. Ýmsar aðferðir komu ppp í huga mínum; en eg kastaði þeiin frá mér jafn ótt aftur sem gagnslausum, unz eg áleit að ein væri heppilegust, en hún var sú, að skrifa Ethel skýrt og skorinort bréf, og senda henni á hendur falið hr. Johnson, og treysta á lukkuna með það, hvort hann afhenti það viðtakanda. Eg ásetti mér að athuga vel dyrnar, og þegar hann eða hún, sem færði mér matinn, kæmi inn næst, skyldi eg leggja dálitla upphæð í lófa hans eða hennar, sem milligöngumanns- laun milli mín og Ethelar. Eg hafði að sönnu litla von um, að mér tækist þetta; en þetta var þó það bezta ráð, sem eg gat upphugsað mér i bili. Eg reif svo blað úr vasabók minni og skrifaði þar á eftirfylgjandi bréf til Ethelar: “Kæra ungfn'i Reed! , “Eg er nú i kringumstæðum, sem væru við- unanlegar, ef það væri ekki þín vegna. Mér líður að sönnu ekki vel, og verst fgrir það, að eg skyldi fríviljuglega gangu í gildru Johnsons. En það er sannleikur, það hefi eg gjört. Hér er eg sem fugl í búri, en lifi við allsnægtir. Það er afleiðing þess sem þér sjálfri er kunnugt um, að eg hefi verið lokaður hér inni gegn vilja mínuin, og eg bið þig og vona svo góðs af þér, að þú beitir áhrifum þín- um til þess, að eg fái atfur frelsi mitt. Eg er inni- lokaður í þeim herbergjum, sem eg tek fyrir að vera Johnsons prívat herbergi, og sé engin ráð til undankomu, nema tneð þinni góðu hjálp. Má eg ekki vona, að þú beilir áhrifum þinum mér til frelsunar? Eg hugsa mér að aðal ástæða John- sons til að fara svona að ráði sínu við mig, sé sú, að koma mér úr vegi meðun hann er að koma fyr- irætlunum sinum fram: sem sé, að koma skjölunum til réltra eigendu og fá sín laun fyrir þuð, og hitt að gifta sig — þú veizt. “Eg þarf ekki að skýra fyrir þér, hver áhrif þetta hefir á mig. Eg lofa því, að eg skal ekki nota frelsi mitt, ef eg fæ það, til þess að orsaka þér neitt mein persónulega í nokkrum skilningi. “Hvað þér sjálfri við kemur, þá hafði eg ætið, síðan við sáumst fyrsl, búist við alt öðrum enda- lokum en þessum. En nú er mér frelsi mitt fyrir öllu. — Það mælir þinn vinnr’. Eg braut nú saman blaðið, sem eg sá enga ástæðu til að skrifa nafn mitt undir; lagði það svo á borðið og beið þess, að dyrnar opnuðust og einhver kæmi inn. Tíminn virtist seinn að líða og mig tók að sækja svefn. Eg barðist við að halda mér vakandi; en mér tókst það ekki, o gsofnaði síðan í stólnum. Eg hrökk upp við það, að klukka í næstu her- bergjum sló tólf um nóttina. Eg stökk upp.af stólnum, þv mig hafði verið að dreyma, að Ethel væri hjá mér i herberginu og stæði hjá mér sem verndarengill. for að horfa eftir blaðinu, sem eg hafði skrifað á og látið á borðið. Það var ekki á borðinu, né heldur voru þar neinir dúkar eða matarleifar; alt hafði verið tek- ið á burtu meðan eg svaf. Eg leit í kringum mig eftir blaðinu, en er eg sá það ekki strax, kviknaði von hjá inér um það, að þvi mundi verða komið til skila. En sú von dó bráðlega út, er eg sá undir borðinu blaðið sundurtætt í smá- snepla. Áður en eg fór í rúmið skrifaði eg bréfið í ánnað sinn, braut það sainan og lét það detta lit um glugga þann, er eg hafði brotið rúðuna í skömmu eftir að eg kom inn í herbérgið. Þetta virtist heimskulegt; en eg sá ekkert annað ráð í bili til þes sað komast í samband við Ethel. XX. KAPÍTULI. Hvað eg sá i gegnum lilla gatið á veggnum. Það var liðin rétt vika frá því að eg hafði verið gjörður fangi og allan þann tíma hafði eg ekki séð nokkra lifandi manneskju. Hvernig sú vera, sem færði mér matinn, gat gjört sitt verk, án þess að eg yrði henn- ar var, var mér óskiljanlegt. Það virtist ómögulegt, en saint var það gjört þrisvar, á dag á hverjum degi. Ef eg brá mér úr setustofunni eina eða tvær inínútur, þá var það nóg: maturinn kom á meðan. Morgunmatur- inn koin vanalegast meðan eg var að taka morgunbað- ið. Hinar máltiðirnar komu ekki á neinum vissum tím- um, heldur var leitað eftir tækifæri að koma þeim til mín, þegar eg var í hinu herberginu og var að lesa eða dottaði í stólnum. Eg var nú farinn að láta mér standa á sarna, hvernig maturinn komst til mín, bara að eg fengi hann, og var jafnvel farinn að hyllast til. að vera ekki í herberginu um matmálstíma.- Eg var orðinn fullur ótta um hagi Ethelar Reed. Eg vissi, að hún var hraust, einbeitt.og ákveðin; en Johnson var henni hraustari, einbeittari og ákveðnari, og þegar hann ein- setti sér að gjöra eitthvað, þá mundi hann ekki hætta fyrri en hann hefði komið því í framkvæmd. Hann var óskammfeilinn og ófyrirleitinn óþokki og sparaði engin brögð til að koma sínum málum í framkvæmd. Af öll- um þeim, sem voru óvinir mínir, var hann lang hættu- legastur, og það sýndist mér ómögulegt að geta rétt hluta minn gagnvart honum. Forvitni min vaknaði nú að nýju, og það var ekki svo mikið sem naglahaus, að eg ekki athugaði það ná- kvæmlega. Eg reyndi óaflátanlega að mölva járn- böndin frá gluggunum, en eg gat ekki svo mikið sem beygt þau. Þau virtust ónáttúrlega sterk fyrir sina stærð. Eg reyndi að saga þau í sundur með dálitlu sagarblaði, sem var i vasahníf inínum; en tannirnar voru eyddar upp áður en eg var búinn að gjöra sjáan- legt far járnið. Það var hið harðasta stál i þessum böndum. Eg hefði getað kallað við gluggann og hefði ef til vill einhver heyrt til mín; en stórmenska mín hafði aftrað mér frá því, að gjöra vart við mig á þann hátt, og ásetti eg mér að nota það úrræði ekki fyrri, en Öll önnur ráð reyndust mér gagnslaus. Það var ennþá vonarneisti í brósti minu um það, að sá tími kæmi, að eg hefði Johnson á mínu valdi, einsog hann hefði mig nú. Þegar eg var að skoða veggi, dyr og glugga í síðasta sinni, fann eg dálítið gat á veggnmn, sem var á milli herbergis þess, er eg var í, og Johnsons prívat skrif- stofu. Gat þetta var þannig lagað, að það var á að gizka 14 þumlungar á hvern kant og fyrir því renni- lok. Gatið var mikið víðára mín megin; en á renni- lokinu var svolítið gat, rétt svo að eg kom ritblýi inínu þar i gegn. Eg sá stra* að þetta gat var þannig lagað, að hægt var að sjá úr Johnsons herbergi inn um alt það her- bergi, sem cg var í, án þess að frá mér sæist nokkuð, sem gjörðist fyrir framan. Þessu renniloki hlaut að vera hægt að renna til hliðar, upp eða niður. Eg eyddi mörgum klukkustunduin í það, að reyna að finna út veg til að ýta þessu renniloki til. En eg gat það ekki, en fann samt að ef það væri mögulegt að renna hnífsblaði inn á milli, mundi það varna lok- unni að ganga inn í falsið; en samt ekki hindra það, að lokan rinni nógu langt til að.sýnast lokuð að utan- verðu frá. Eg rendi nú hnífsblaði mínu inn á milli þarna, að kveldi Jiess sötta dags, er eg hafði verið þarna irrni- lokaður, og mér til mestu gleði varð eg var við, að eg gat heyrt mest alt, sem talað var á prívat skrifstofu Johnsons. Eg lagði nú eyrað við og gat heyrt að þeir sem voru að tala saman, voru þeir Johnson og Heil- born. Hvað mikið sem eg reyndi, gat .eg þó ekki heyrt fyrir víst, hvað þeir voru að tala um. Eg heyrði að eins orð og orð á stangli og heyrði þá hlæja. 1 fyrstu taldi eg víst, að eg væri umtalsefni þeirra. En svo fyltist eg gremju, því eg heyrði að þeir voru að kasta nafni Ethelar á milli sín mjög léttúðlega. Ileilborn var að óska húsráðanda til Iukku með framkvæmdir hans. Þeir sátu virkilega við vín- drykkju, og var eg meira en forviða á því, þar sern Johnson þóttist vera hinn mesti vínhatari. En hann þóttist vera svo margt. sem hann ekki var. Eg hlustaði þar til eg heyrði að algjör þögn var orðin, og dró eg þar af að Heilborn mundi vera farinn; enda heyrði eg nú, að lykli var smeygt í lásinn á renni- lokinu og hafði eg mig þá burtu; tók hnífinn og lét í vasa minn, flýtti mér að setjast í stólinn og lézt vera sofandi. Eg heyrði lásinn smella aftur, og er eg leit við, sá eg að maturinn var kominn á borðið hjá mér. Eftir vanda var kampavínsflaska meðfylgjandi og drakk eg úr henni í þetta sinn jafnvel með betri Iyst en nokkru sinni fyrri. Eg hafði fengið neista af nýrri von um, að mér tækist að finna upp ráð til að losast úr fangelsi mínu. Mér fanst eg vera búinn að finna upp ráðið. Það var að sönnu hroðalegt, en mér fanst það þó afsakan- legt undir kringumstæðunum. Og eg taldi engan efa á því, að hverjar sem afleiðingarnar yrðu til Johnsons, þá myndi enginn kviðdómur sakfella mig fyrir slíkt tiltæki. Eg fór svo i rúmið með þessa hugsun og svaf vært unz haliandi miðjum degi ilæsta dag. Eftir að eg var búinn að borða morgunmat, fór eg að gatinu og setti hnifsblað mitt undir lokuna, sem fyrri og gat nú ýtt henni ögn til hliðar, — nóg til þess, að eg gæti heyrt það sem talað var á skrifstofu Johnsons. Það var algjör þögn um langa stund. Svo varð eg þess var, að einhver kom inn, því eg heyrði hurð- ina látna hægt aftur, og stól dreginn til eftir gólfinu. Tvær manneskjur voru í herberginu, það var eg viss um af hávaðanum að dæma. önnur manneskjan var Johnson; eg heyrði og þekti málróin hans. Nokkur stund leið áður en eg gat fundið út, hver var inni hjá Johnson. En svo heyrði eg rödd, sem eg þekti svo vel! Það var málrómur ungfrú Ethelar Reed. Svo Ethel Reed var þá hér á skrifstofu Johnsons eftir að öllum starfsstofum hans var lokað; því nú ir laugardagur og klukkan orðin þrjú. En á laugardögum lokaði hann skrifstofum sínum og sendi vinnulýð sinn heim æfinlega klukkan tvii. Nú þurfti eg að nota þann hæfileika, sem mér var ^gefinn svo mjög umfram flesta aðra menn; en það var góð heyrn. Eg heyrði framúrskarandi vel; enda kom það sér vel fyrir mig, því nú hafði eg tækifa-ri til að hlusta eftir, hvað þau töluðust við Johnson og uiig- frú Reed, er þau voru í einéúmi og hugðu engan geta heyrt á tal sitt. Fyrst í stað heyrði eg sama sem ekkert, því þau töluðu svo lágt; svo fór eg smámsaman að heyra orð og orð á stangli, og eftir því sem þau töluðu lengur saman, eftir því heyrði eg betur, hvað þau sögðu, og bráðlega heyrði eg nokkurnveginn óslitna hverja ein- ustu setningu. Fyrst lengi vel gat eg ekki trúað Jiví, að eg heyrði rétt samtalið. En það gat þó enginn efi verið á því, að eg heyrði rétt. Etliel var að leika þann leik, sem eg hefði aldrei trúað, ef eg hefði ekki heyrt það sálfur, að hún gæti leikið. Hún var bókstafiega að selja sjálfa sig þessu kvikindi í manns mynd. Hún virtist vera dáleidd og búin að gleyma öllu, nema honum og peningum hans. Eg fann nú bezt, hvaða kraftur fylgir auðnum, og hvað gagnslaust Jiað er fyrir okkur fátæklingana að etja á móti honum. Johnson var reiðubúinn að kaupa og Ethel virt- ist til með að vera keypt. Samt heyrði eg á inálróm hennar eins og óbeit á manninum, en hann tók vist ekk- ert eftir þvi fyrir ákafanum, að koma sínu máli i gegn sem fyrst. Það varð stundarþögn, en svo byraði saintalið aftur, og heyrði eg nú betur en fyrrii hvað talaða var. Eg heyrði að Pithel fór fram á, að Johnson gjörði eitthvað sérstakt áður en af samningum gæti orðið með þeim, en hann neitaði því stöðugt. “Áður en gifting okkar fer fram, verður þú að gjöra þetta”, heyrði eg Ethel segja. “Þú verður að fá honum skjölin aftur og gefa honum fullkomið frelsi”. Hjartað í mér tók að hoppa, líkast þvi sem ein- hverjum hlut væri fleygt ofan stiga, og skoppaði tröppu af tröppu, og það vaknaði að nýju von i brjósti mínu. Svo Ethel var þá eftir alt samgn vinur minn! Enn sú gleði að hugsa til þess! Eg hevrði nú, að Johnson hló kuldahlátur. “Já, auðvitað”, sagði hann, “þessir hlutir verða að gjörast áður en giftingin 'fer fram! En athugaðu svo eitt, góða mín: það er ögn því til fyrirstöðu. — Blöðin hafa náð rangri sögu, og þú sjálf hefir verið svo óvarkár, að viðhafa orðið trúlofun”. “Já, eg hefi sagt: trúlofuð hr. Johnson”, sagði hún í kuldalegum róm. Það var auðheyrt á mæli henn- ar, að ef hún meinti að giftast þessum manni, þá var það bara til þess, að geta haft “góðan tíma”, einsog hún hafði sjálf komist að orði. Hana vantaði einungis peningana hans. “Já, orðabreyting með sömu meiningu”, sagði Johnson. “Fyrir utan þetta tvent, er það alls ekki neitt, sem eg get neitað þér um. Eg vil alls ekki gefa upp skjölin honum til handa, því þau eru mér annað það dýrmætasta i heiminum, og áður en eg sá þig það eina dýrmætasta. Og eg læt ekki þenna náunga lausan, fyrri en eg er alveg viss um að fá þig”. Hvað skeði eftir að hann hafði mælt siðustu orðin vissi eg ekki; en það varð stundar þögn. Svo heyrði eg einsog ryskingar, en ekkert hlóð eða samtal. Svo kom veikt hljóð og einsog eitthvað þungt félli á gólfið; svo varð aftur hljótt. Það næsta, sem eg heyrði, var að einhver var að eiga við lásinn á rennilokunni..’ — Svo var hvíslað og lýsti sér mikil geðshræring í rómn- um: “Ert þú þarna?” Eg trúði ekki eyrum mínum, og það var ekki fyrri en búið var að endurtaka orðin nokkrum sinnum, að eg þorði að fara að gatinu og horfa í gegn. Hinumegin, þvi þar var nóg birta, sá eg andlitið á Ethel, sem var alt uppljómað. Úr þvi skein bæði ótti og fögnuður. En út úr þvi skein einnig það, sem eg hafði lengi þráð að sjá þar. “Hvað í heiminum ert þú að gjöra hér?” spurði eg loks, er eg gat komið orðum upp fyrir undrun. “Gefa þeim fangaða frelsi”, sagði hún um leið og hún hringlaði í lyklakippu, sem hún hafði sjáanlega tekið af Johnson. Svo opnaði hún dyrnar og kom inn til mín. Hún hefði byrjað þarna að tala við mig í næði, einsog ekkert hefði komið fyrir, ef eg hefði gefið henni tækifæri til þess. Eig hafði hugfast, að hún hafði rétt sloppið úr mikilli hættu. Og eg fann líka, að eg hafði ranglega dæmt hana fyrir framkomu hennar. Eg gleymdi, að eg hafði verið fangi í heila viku, og að fyrir fáum augnablikum síðan var enginn vegur sjáanlegur fyriE mig til frelsunar, og von mín um, að sjá Ethel nokk- urntíma framar var engin. Eg vissi einungis, að nú var hún komin til mín aftur,’ og nærvera hennar færði mér nýtt líf, nýar von- ir og kjark, óbilandi $ark og þor. Þegar hún koin inn, þaut eg á móti henni og þreif hana í faðm mér. En ánægjustundin var stutt, því eg heyrði hávaða frá herbergi Johnsons og vissi, að hann mundi vera að koma til sjálfs síns aftur. “Komdu hérna í gegnum þetta herbergi”, sagði hún í mesta flýtir. “Við skulum komast héðan fyrir fult og alt”. “Ekki i gegnum þetta herbergi”, sagði eg, “heldur í gegnum herbergi húsbóndans. Það er skömm að þakka honum ekki fyrir greiðann”. Eg fór svo inn i Johnsons herbergi' og sá að hann lá á gólfinu og fór að brölta á fætur. Hann var fölur í andliti og blóð rann niður hægri vanga hans. Það var mikill óstyrkur á honuin. XXIII. KAPÍTULI. Annar ftótti. Það var Ethel, sem hafði veitt Johnson þenna á- verka, og það var hún, sem hjálpaði honum upp í legu- bekk, er stóð við gluggann, og þvoði svo af honum blóðið með handklæði, er hún fann þar i þvottaklefa í herberginu. Eg varð afbrýðissamur, er eg sá Ethel þerra blóð- ið af þ'essum manni, og svo var eg hatursfullur til hans, að eg hefði látið hann eiga sig. En svo eru karlmenn öðruvísi gjörðir en konurnar. Það var ekki fyrri en Ethel var búin að þerra af Johnson blóðið, að hann virtist nokkuð taka eftir því, hverjir voru inni hjá honum. Þá fyrst kom hann auga á mig, og það blossaði upp á honum andlitið, eins og inni fyrir væri logandi eldur; svo færðist yfir það fyrirlitningar og haturssvipur. Eg hefi aldrei, hvorki fvrri né síðar, séð hatur jafn bersýnilega stimplað á nokkurs manns andliti. Höfðingi undirferlis og slægðar; geymslumaður hinna mikilvægustu leyndarmála lieimsins; úrræða- bezti maðurinn allra hinna leyndardómsfylstu glæpa- mála, hafði þá beðið ósigur að lokum, og það fyrir kvenmanni. Hann, sem alla jafná hafði farið sigri hrós- andi af hólmi í viðureign sinni við kvenmenn, lá nú i sáruin, er honum hafði veitt ein þeirra, er fyrir fáum mínútum virtist vera yfirbuguð af honum og á hans valdi. “Svo, hr. Johnson”, tók eg til máls, — “það hefir komið fyrir einn undra atburður. Eg sagði þér- eitt sinn, að sá tími muifdi koma, að eg fengi reikningana leiðrétta og mína eign aftur. En eg bjóst aldrei við að það yrði svona fljótt, né á svona einkennilegan, en skemtilegan hátt”. pg leit hróðugur til Ethelar. í geðshræringu minni hafði eg gleymt þeim mikla sannleika, að eg var ekki búinn að fá skjölin mín aftur. En eg heimtaði þau nú af Johnson. “Þau”, sagði hann, “fara með verðlaununum, sem þú hefir nú þegar unnið”. Hann virtist taka út miklar þrautir, svo Ethel, sem hrærðist til meðaumkunar með honum, fór yfir til hans og hagræddi honum á legubekknum. Eg athugaði allar hreyfingar hans nákvæmlega. Mér leizt ekkert á svipinn og heiftina, er brann úr aug- um hans, er hann þreifaði með báðum höndum í alla vasa á fötum sínum, eins og ef hann hefði orðið þess vísari, að liann hefði tapað einhverju. “Hún hefir sannarlega látið hendur sópa”, sagði hann svo og reyndi að brosa; en það tókst illa og líkt- ist meira grettum á andlitinu. Hann horfði á mig með- an hann talaði, en svo leit hann yfir til Ethelar og starði á hana. “Það er alveg satt, sem þú segir, hr. Johnson, ef þú átt við skjölin hans vinar okkar. Eg hefi þau. — Hérna eru þau”. Hún gekk nokkur skref í áttina til mín og rétti mér skjölin. Eg þekti þarna hin leyndardómsfullu skjöl, sem höfðu verið orsökin í öllum þessum vand- ræðum mínum nú upp á siðkastið. Eg rétti út hend- ina og tók feginsamlega við þeim af Ethel. Um leið og eg tók við skjölunum sá eg einkenni- lega rheyfingu til Johnsons. Á svipstundu hafði hann dregið upp skammbyssu og miðaði henni á Éthel. Hún sneri bakinu að honum og sá því ekki hætt- una, sem hún var í stödd. Eg átti von á, að óþokkinn mundi fyrst skjóta hana og síðan mig, og varð eg mjög skelkaður svo sem augnablik. En hann hleypti ekki af undireins. Hann eiftungis hélt byssunni í sigti og miðaði henni á Ethel. “Nú! Nú-” mælti hann. “Þetta skal verða við- burðarikur dagur fyrir þig! Láttu skjölin þarna á borðið, eða eg hleypi af skotinu!” Eg hlýddi. Mér fanst eg ekki geta gjört neitt annað. “Farðu nú til baka i fangaherbergi þitt”, hélt hann áfram. En eg hikaði við. “Farðu!” grenjaði hann, “eða eg—” Það var ekki nauðsynlegt fyrir hann að Ijúka við setninguna. Með hangandi höfuð labbaði eg af stað í áttina til herbergis þess, er eg hafði svo glaður í huga farið burtu úr fyrir lítilli stundu síðan. Johnson hafði ekki sín hatursfullu augu af mér. Til þess að komast inn í fangaherbergið, sem eg svo kallaði, varð eg að fara fast fram hjá honum. Hann fylgdi mér eftir með augunum, en hélt samt skamm- byssunni í sigti. Eg áleit, að þó Ethel ekki sæi hættuna, sem hún var í, þá hefði hún samt haft hugboð um hana, því hún stóð hreyfingarlaus á gólfinu, eins og væri hún stein- gjörvingur. Eg varð að ganga svo nálægt Johnson, að eg snerti knén á honum. Eg starði í augu hans og vaktaði hverja hans hreyfingu. Eg var óttasleginn. Eg átti von á, að heyra skotið ríða af á hverju augnabliki, og þar með tapa fyrir fult og alt því, sem mér var dýrmætast í heiminum. Skotið reið af; en engum gjörði það mein. Ósjálf- rátt skrikaði mér fótur, og eins og mönnum er svo títt undir þeim kringumstæðurii', hafði eg slegið út höndunuin og snert armlegg hans, svo skotið lenti fyr- ir ofan hiifuðið á Ethel. En sú guðs mildi!” Um leið og skotið reið af sneri Ethel sér við og sá þá, hvar eg var búinn að ná taki fyrir kverkarnar á Johnson og keyrði hann aftur á bak ofan á legubekk inn. Eg trúi því fyllilega, að ef það hefði ekki verið fyrir orð Ethelar, sem bað mig að vægja honum, að eg hefði þarna murkað úr honum liftóruna. Eg varð svo reiður, að eg réði mér ekki. “Þú gjörir það fyrir mig, að vægja honum”, bað Ethel. Svo eg slepti takinu, en Johnson lá eftir ör- magna. “Nei! ekki í þetta skifti”, sagði eg. “Þessi óþokki skal ekki njóta neinnar hjúkrunar. Ilann hefir sjálfur búið upp sitt rúm og það er bezt hann liggi í því”, — bætti eg við, þvi Ethel ætlaði í annað sinn að fara að hjúkra honum. “Hvað eigum við að gjöra?” spurði luin ráðaleys- islega. “Hvernig eigum við að komast út úr þessum vandræðum?” GJÖF Fyrir óákveðinn tíma á fólk völ á að fá einn árgang af Heimskringlu fyrir $2.00, og eitt eintak af stríðskorti norðurálfunnar, og þrjár Heimskringlu sögur gefins með. StrítSskortitS er nautisynlegt hverjum sem vill ,fylgjast metS vitSburtSum í þeim stórkostlega bar- daga sem nú stendur yfir í Bvrópu. Elnnig er prentatS aftan á hvert kort upplýslngar um hinar ýmsu þjótsir sem þar elga hlut atS máli, svo sem stært5 og fólksfjöldi landanna, herstyrkur þjótSanna samanburtSur á herflotum og loftskipaflotum, og ýmislegt annatS. Stríðskortið fæst nú til kaups á skrif- stofu félagsins fyrir 35 cent SKHA YPIR II Pl >1S K III \ C I, U PREMIUR. Bróflurdóttir Amtmannsins..... 25c. ÆttareinkenniíS ............ :*5c. Dolores ..................... a5c. Sylvia ....................... 25c. Lára ...................... 25c. Jón og Lára................... 25c. Ljósavört5urinn ............. 35c. Strít5skort NortSurálfunnar___ 35c. The Viking Press, 729 Sherbrooke St. Ltd. Talsími Garry 4110 P.O.Box 3171

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.