Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.07.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 29. JÚLl 1915. HEIMSKRINGÍLA BLS. 7 Leiðrétting vi?S æfiminning Sigurtar Jónssonar. (Sbr. Hkr. nr. 27, 1. april 1915). Mér hefir verið benl á, af gagn- kunnugum manni, að ýmsar mis- sagnir liafi orðið i æfiminningu Sigurðar heitins Jónssonar (d. 10. marz þ. á.), er birtist í Hkr. 1. april þessa árs. Maður sá, sem bent hef- ir á þessar villur, er alinn upp á næsta bæ við, þar sem foreldrar Sigurðar heitins bjuggu, og er þvi gagnkunnugur ættingjum hans og vandamönnum. Helztar athuga- semdir hans eru þessar: “1. Sigurður heitinn var ekki fæddur á Torfufelli, heldur mun hann hafa verið fæddur á Jódísar- stöðum í svo kallaðri Staðarbygð. l'ar bjuggu foreldrar hans, þegar eg man fyrst eftir. Eg held hann hafi jafnvel hlotið að vera orðinn 6—7 ára gamall, þegar hann fluttist með fcreldrum sinum fram að Torfu- felli. “2. Jón faðir hans er talinn Jóns- son. Það er heldur ekki rétt. Hann var Jóhannesson. 3. Bergþóra móðir hans er talin Randversdóttir. En hún var Sigurð- ardóttir Randverssonar. “Þetta þykir máske ekki þess virði að leiðrétta það; en eg lít samt öðruvísi á það mál. Ef nokkrar æfi- minningar eru ritaðar eftir dána menn, þá ætti að vanda heimildir eftir beztu föngum”. Eg er höfundinum þakklátur fyrir þessar leiðréttingar. — Að þessar skekkjur urðu í frásögninni, er þvi að kenna, að heimildir minar voru ekki eins nákvæmar og átt hefði að vera. Það er ávalt satt að það ber að vanda heimildir eftir beztu föng- um, þegar ritaðar eru æfiminning- ar. En oft getur verið ervitt að fá þær, ef ekki næst til því kunnugri manná. Mér hefir einnig verið bent á, að foreldrar Sigurðar heitins, er þau fluttust frá Torfufelli, hafi fært sig að Nýjabæ, í Austurdal i Skagafirði, en ekki að Nýjabæ í öxnadal. Rögnv. Pétursson. Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns Þvottavélar Red Rafmagns Þvottavélar Harley Vacuum Gólf Hrelnsarar ‘Laco" Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Kafmagns “Fixtures" ‘Univer.sal" Appliances J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phone Matn 4064 Wlnnlpet VlCgJörtSlr af öllu taijl fljótt o* vel af hendl leistar. ™! D0MINI0N BANK Hornl Votre Dam* t>g Sherbrook* Stf. IIf uftntóll npph---------g . 6,000,001» VaranjóVur.......... ..9.7,000,00« Allar elgnlr. ... ^ ^ ..978,000,0<HI Vér óskum eftir viTlskiftum verz- lunarmanna og ábyrgumst a3 gefa þelm fullnœgju. SparisJóTJsdeild vor er sú stœrsta sem nokkur banki hef- lr í borglnni. lbúendur þessa hluta borgarinnar óska att sklfta vi?J stofnun sem þeir vita aTJ er algerlega trj'gg. NafD vort er fulltrygging óhlutlelka ByrJiTJ sparl lnnlegg fyrlr sjálfa yTJur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáðsmaSur PHONE GAIWiY 3450 Isabel Cleaning and Pressinff Establishment J. W. QUINN, etgandl Kunna manna bezt aö fara mel LOÐSKINNA FATNAÐ Vlögeröir og breytlngar á fatnaöl. Phone Garry 1098 83 Isabel St. hornl McDermot Coiumbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum liveiti og aöra kornvöru, gefum hxsta verö og ábyrgjumst áreiöanleg viöskifti Skrifaöu eflir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508 Vinarkveðj’a til Kristjáns og Margrétar Sigurösson (frá Selárdal á lslandi). Orkt í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra hjóna, sem framfór i | Grunnavatnsbygð, Man., 19. júni 1915. í Grunnavatns hérað minn hugur sér brá, og heimsækja gullbrúðhjón fer, — til Kristjáns og Margrétar kom hann þá, með kveðjuorð þessi frá mér. | Sæl veri hjónin frá Selárdal; þau signt hefir alfaðir hár. Hann batt þau fyrst saman í brúð- kaupssal, þeiin búsæld gaf fimmtíu ár. Þau byrjuðu í Selárdal búið sitt, með búrækslu fylgdust vel að; til þess nær þó ei minnið mitt, en mér sagði pabhi minn það. Hið islenzka dalverpi eg þykist sjá,1 og árniður heyrist enn þar, j hjá bænum, sem gott var gisting að fá j og gestanna samgangur var. Það sveitunginn man, er um fjall- lendið fór, og ferðlúinn, hungraður varð, hve gcstrisni þeirra var göfug og stór og gjafmildi: í fátækra garð. Samleið i fimmtiu ár farin er, — því fögnum með hjónunum nú. Það einkennir hvort þeirra, hvar sem fer: Iíærleikur, von og trú. Nú sögulegt atriði eitt eg finn, sem örfáir vita nú af: Með Kristjáni batt eg baggann minn, þá bjó hann sig vestur um haf. • Eg mér þá fús þann félaga kaus tit fylgdar i ókunn lönd; þar vissi eg öruggur, efalaus, af einlægri styrktar hönd. Og hér eina ósk í huga mér finn, |>á hugsa um þann atburö og mann, að bundið eg gæti lífsbaggann minn ' og borið svo eins og hann. Minn hugur svo víkur af hjónanna fund; þeim hjartans þökk ynnir um leið. Ávalt þau leiði guðs alveldis mund um ófarið lifsins skeið. Guöjón H. Hjaltalín. Samsæri ÞjóSverja í Bandaríkj- unum. Þýzkir menn í Bandaríkjunum eru einlægt að senda stjórninni i Washington hótunarbréf, og sýnir það að þar er reglulegt og stórkost- legt samsæri um alt landið. Má sjá það af bréfi þvi, er hér fer á eftir, og er það bréf aðeins eitt af mörg- um. “Það er aðeins einn vegur hugs- anlegur, til þess að halda Ameríku- mönnum frá því að slátra borgur- unum (þýzku, náttúrlega). En hann er sá, að eyðileggja skip þau öll, sem fara frá Ameríku, hlaðin skot- færum og vopnum, til þess að drepa Þjóðverja. Þetta eru Þjóðverjar | hér einráðnir i að gjöra. Og það er j svo langt frá að vér teljum það ó- virðingu, að vér ætlum það hinn inesta sóma og heiður og dygð; og eg er stoltur af því að vera í hinni fyrstu deild föðurlandsvina þeirra, sem falið hefir vérið að framkvæma þetta. En það — að einn af for- ingjum vórum, Eiríkur Mynther (öðru nafni Holt) hefir nú látið lif sitt við starf þetta, verður einmitt hin sterkasta hvöt fyrir oss hina, að vinna ennþá meiri afreksverk en hann gjörði. “Vér opinberum áform vor af því að vér viljum láta alla vita, hvers vegna vér erum að nota aðferð þessa, að sprengja upp skip og stór- hýsi og deyða menn. Þýzkaland er stórt og voldugt ríki; og áður en hálfur niánuður er liðinn verðum vér teknir til starfa um öll Banda- rikin, hvar sem vopn og skotfæri j og múlasnar verður sent af landi burt. Sumir af oss verða fastir teknir. Við því búumst vér. En hver einasti maður hefir svarið, að ráða sér bana, ef hann er fastur | tekinn. “Vér ætlum ekki að eyðileggja j eignir Ameríku manna, ef að vér I getum hjá þvi komist. En það dug- j ar ekkert kák, ef að vér eigum að láta Ameríkumenn sjá nauðsynina á að hætta, að flytja vopn og skot- færi til Bandamanna. Þannig skemdum vér stjórnarh' ina (Capitol), eins og eg sagði i j bréfinu, sem eg sendi áður, að vér ætluðum að gjöra. Morgan verður' að fara, — vér missum hans ekki í næsta sinn. En hvað Spring-Rice snertir, þá er hann Breti og þarf I þvi ekki um hann að tala. Mönnum hér mun ekki finnast eins mikið um dráp hans og Morgans”. Svo nefnir bréfið 5 gufuskip stór frá New York, sem þeir ætli að sökkva, ef þau leggi af stað með skotfæri á stað til Bandamanan. Einnig nefna þeir eitt skip frá Philadelphia, 6 frá New Orleans, 1 frá Montreal og 1 frá Savannah. Og mörg önnur fleiri skip ætla þeir að eyðilegga, ef Bandaríkja- stjórn lætur sér ekki segjast. Með þessum sprengingum sínum ætla þeir að yfirstíga alt, sem áður hefir gjört verið til að myrða saklausa menn og konur. Þarna er hún ljós hin þýzka menning. AS vinna á ÞjóSverjum meíS flug- drekum. Söguritarinn Wells, sem margir þekkja af sögum hans, hefir stung- ið upp á því að bezta ráðið til að vinna hug á Þjóðverjum sé að Bret- ar gjöri út lO þúsund flugdreka og sendi yfir Þýzkaland. Ef að þús- und flugdrekar færu i einu til íssen, þar sem Krupp smiðjurnar eru, og létu rigna yfir smiðjurnar sprengi- kúlum, þá myndu þær ekki smíða vopn lengur. Þetta segir hann að Bretar ættu. að geta innan tveggja mánaða. , , Frá bardaganum eystra. Suðurfrá, við Bug og Dniester i Galiziu og Pruth vinna þýzkir ekk- crt á; þeir eru að reyna að komast' yfir ána, en Rússar hella á þá hrið- um svo miklum, að þeir verða und- an að hörfa, og þeir sem yfir kom- ast verða fastir eftir á bökkunum eystri eða eru teknir til fanga. Siðan þetta var skrifað, fyrir 2 dögum eða þann 17., hafa þýzkir hert svo sóknina austurfrá, einkum á Kúrlandi og norður af Warshau, að tvísýni er, hvort Rússar geta haldiö Warshau. Náttúrlega geta þeir barist og gjört þýzkum sóknina ákaflega dýra, en eftir öllum hátt- um þeirra má eins búast við að þeir haldi lengra undan inn i landið og lofi þýzkum að taka Warshau og þar með alt Pólland. Hið eina, sem gæti komið i veg fyrir þetta væri það að þeir ynnu stóran sigur þarna á næstu dögum, en það er ekki lik- legt. En færu þeir undan gætu þeir haldið sama hergarðinum, sem þeir hafa haldið; en mundu hanga sem áður eins og þrumuský þungt og mikið yfir höfði Þjóðverja. Þjóð- verjar hefðu fengið landfláka þarna eyddan og brunninn, en Rússinn væri ósigraður eftir sem áður. — Af herforingjum Þjóðverja sækir Von Bylow fram í Kúrlandi. Hann er norður við sjó. Von Eik- horn sækir fram sunnar honum til hægri handar; en hefir strandað á kastalanum Ossowetz; til hægri handar honum er Von Gallwitz. Og heldur hann suður af Austur-Prúss- landi og hefir tekið Prasznytz og stefnir á Narew ána. Vestur af War- shau er alt rólegt við Bzura og Raw ka árnar; en að sunnan sækja þýzkir af móði miklum fram til Lublin, sem er um 150 rnílur su& vestur af Warshau. Ekki hafa þeir þó náð þeirri borg ennþá. , — Á ítalíu berjast ítalir af mikilli hreysti á Isonzo bökkum; en þar er erfitt aðsóknar. Hefir mannfall ver ið þar svo mikið af báðum, að hæð- ir, hólar og lautir eru líkum þaktar. flalir geta ekki komist áfram fyrri en þeir ná kastalanum Gradisca við Isonzo og hæðunum umhverfis. — A Frakkalndi og i Flandern er við það sama. Vilhjálmur ekki enn kominn, en væntanlegur hráðum. Spurning. f blaðinu Lögberg eru talin öll j þingmannsefni Liberala i Manitoha ■ íylki — nema í Grand Rapids og Churchill-Nelson. Kosnin'gu i þeim kjördæmum er frestað. Mr. Edward Brown, gjaldkeri fylkisins, sést hvergi á blaði. Hann hefir ætíð tap- j að i öll þau skifti sem hann hefir I leitað til kjósenda í Manitoba. — Iivort er nú að hann treystist ekki að sækja á meðal mann, eða ætlar han nað biða eftir þeim 2 kjördæm- um, sem frestað er? Þar eru menn af ýmsum þjóðflokkum, hvítir menn, kynhlendingar, Indiánar og Skræl- ingjar. Við veitum þessu nákvæma eftirtekt, og vonumst eftir upplýs- ingum frá alþýðublaði okkar Heims- kringlu. , Spyrjandi utan úr óbygönm. Þýzkir reyna a?J sökkva ‘Orduna’. Orduna lieitir gufuskip eitt, sem var á ferð frá Ameríku til Englands nýlega. Það var hinn 9. júní, að það var komið á stöðvar þær, sem Lúsitania .sökk fyrir nokkru suður af Ki^isala á írlandi, að þeir urðu j varir við neðansjávarbát, sem fór að elta þá og sendi þeim torpedó, eina eða fleiri. Koig ein þeirra eitthvað 5 föðmum aftan við skipið, en skip- ið slapp aðeins, því þá var góð ferð á því. Kafbátur þessi fór um tíma ofansjávar og skaut á kaupmenn í á- kafa; en þeir hertu ferðina sem þeir gátu og loksins komust þeir undan. Á skipinu voru ferðamenn frá Winnipeg, Mr.Morse og A. H. Adams 567 Lipton St., Winnipeg. Hann var lika á Lúsitanía, þegar það skip sökk; en komst lífs af eftir að hafa verið á sundi i 3 klukkutima. Ef þið viljið hafa góða og ódýra skemtun, piltar góðir — þá bjóðið heim til ykkar öllum þeim kunn- ingjastúlkum ykkar sem ennþá ganga i haft-pilsum. Svo þegar þær eru komnar inn i málstofuna, þá sleppið einni éða tveimur lifandi músum á gólfið; —- og skemtunin tyrjar þegar í stað. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir einvs. TJ: ]>ess að verða fullnuma þa.rf áðein.- 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra Nemendur fá staði að enduðu námi fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þéi getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlegs mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóöa rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Tyrstu dyr vestiu. við Main St., Winnieg. fslenzkur ráösmaöur hér. NÝ VERKSTOFA Árér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suifs Dry Cleaned.$2.00 Pants Dry Cleaned..50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundry Cc.Ltd. I Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN Italskir yfirforingjar er stýra her ítala. General di Mayo og General Peruchette eru a?S líta yfir herstötJvar nálœgt landamærum Austurríkis. Um undanfarinn tíma hafa foringjar þessir veritS atJ sjá út hentugan statJ þar sem léttast væri atJ brjótast í gegn um hergart5 Austurríkismanna. Eru börnin farin að iæra aí spara PENINGA ? Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðheiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðri meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjóri v. Nýr kafbátur smíðaður af Banda- mannL Bandarikjamaðurinn Lake, sem I hygt hefir neðansjávarbáta fyrir! Bandaríkin, hefir nú smiðað kafbát einn, sem getur farið fram og aftur milli Ameríku og Evrópu, án þess að koma við eða slansa nokkurs- staðar. Hann getur með öðrum j orðum farið sex þúsund mílur, án þess að taka eldsneyti eða vistir nokkrar. Enginn hefir áður kom- íst þar nærri, sem þessi gjörir. A. : Mér sýnist þér liða hálfilla. B. : Já, þetta er hörð veröld. A.: En eg hélt þú hdfðir verið að hvíla þig og hafa góða daga úti á landi. Það sem vér þykjumst ætla a& gjöra er sjaldan í hinu minsta san»- ræmi við það sem vér gjörum. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL— PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. ,B.: Já eg var að reyna það. En hvað heldurðu eg hafi fundið? A. : Alt það bezta auðvitað. B. : Alt það harðasta meinarðu! Brauðið var hart; rúmið var hart; að ganga i kring var hart; og vatn- ið var hart. * * * Lögregluþjónninn. Ertu að líta eftir óróaseggjum? Já. Farðu þá hérna yfir i leyninginn. Þökk Eg held eg fari hérna upp eftir strætinu. FURNITUK on Easy Paymenís ■ J % *. OVERLÁND MAIN & ALEXaVdER Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga A. S. BARDAL selur likktstur og annast um útfarlr. AUur útbúnat5ur sá bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnlsvartSa I og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINJíIPEG. Dr. G. J. GISLAS0N PhyMÍclan anil Surgeon Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum .og upp- skurt5i. 18 South 3rd St., Grand Fork»t N.D.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.