Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 1
» RENNIE’S SEEÐS HEADQUARTERS FOR SEEDS, PLANT^Sl I BULBS AND SHRUBS PHÖNE MAIN 3514 FORCATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 280 DONALD STHEET, WINNIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANII OBA, Fl vlTUOAGINN 19. AGÚST, 1915. Nr. 47 Stríðs=fréttir Litliir frcgnir nenia cinlægt held- •ur hinu sama áfram. Að austan heyr- ist ckki, að Þjóðvcrjar hafi náð nokkru af Rússahcr. Þeir halda xmdan í makindum Rússarnir, en snúast stundum illa við og lætur rússneski björninn þá klærnar ó- spart ganga á Þýzkaranum. Er það riú að koma í ljós, hvilíkur fyrir- taks foringi Nikulas hcrtogi er, að missa ekki menn i himdrað þús- undatali, þegar aðrir eins mcnn og Mackensen og Hindenburg sækja á eftir mcð Þjóðverjana. En það hefir hjálpað Rússum, að vængirnir að sunnan og norðan liafa vcrið svo sterkir að hinir hafa ekkert á þessu unnið, en treystast ekki að sækja á cftir þeim um miðj- una meðan vængirnir gcta lokast að haki þeim. í austurhorni Galiziu, við Zlota, lipa og Dhiester, halda Itússar sömu stöðvum og fyrir fjór- um vikum. Þar vinna Þýzkir ekkert á, og nær armur sá á fjórða hundrað íi’.ílur suður af Warshau eða miðju Póllandi. Norður undir Riga ogl alla lcið fra Warshau til Riga, á 3— 4 hundruð milna svæði, voru Þjóð- verjar að brjótast um og vildu ná járnbrautunum austan við Kovno og Vilna og Dvinsk, á bökkum Dyna eða Dwina. Þeir þeystu þar um íneð riddarasveitum sínum, en ])á sendu Rússar Kósakka .. móti þei'm og þeir börðu hina þýzku af sér. -—| Svo sendu Þýzkir stóra heri, 300— 400 þúsund manna, þar austur; en það fór á sömu leið: Rússar hröktu | þá aftur frá Dwina fljóti og frá Kov- r.o. Reyndar voru þeir búnir að flytja alt fémætt úr Kovno, en vildu ekki láta borgina fyrri en í síðustu lög, og endirinn varð sá, að Þýzkir urðu að hörfa aftur; þeir gátu ekki einu sinni náð borginni Riga- við Riga fl óa. Þeirri borg hefir Vilhjálm I iir gjarnan viljað ná, og er það mik- il verzlunarborg. Þeir sendu nýlega ’ flota mikinn, sem átti að fara inn í Riga flóann og setja þar herflokka á | land, en Rússar mættu þeim úti við I eyjarnar, sem loka flóanum, ösel j <Eysýsla) og Dagö (Dagey); hiifðu ! Þýzkir 9 bryndreka og fjölda smærri skipa. Þar var sjóbardagi mikill og Rússar máttu betur. brutu og skeindu fleiri skip Þjóðverja, og urðu Jieir undan að halda. Við Ilellusund hafa Bretar lent lierflokkum á tveimur eða þremur stöðum. Norðan við Sarosflóann yið þorp, seni Karchali heitir. Það er norðan og vestan við botn flóans; ti- Jiar skamt austur á tangann, sem lcendur er við Hellusund. Þar er tanginn mjór austan við flóann ein- ar þrjár mílur. Þar hafa Tyrkir víg- grafir og kastala, Jiar sein Bulair kallast. Einmitt þarna koma Bretar nú að baki þeim og taka allar ieiðar frá Bulair til Miklagarðs, og má bú- ast við að þar byrji slagur þessa dagana. Beint vestur af Maidos á vestur- strönd skagans hleyptu Bretar nýju liði á land norður af Avi Burnu; en þar voru Ástralíumenn áður komn- ii. Má þar búast við tiðindum á báðum stöðum áður langt líður. En nú eru Tyrkir sjálfir orðnir leiðir á öllu saman og eru að gjöra upphlaup í herbúðunum á skagan- um móti þýzku foringjunum. Upp- hlaupið var revndar bælt niður og forsprakkarnir teknir og fluttir í jarnuin til Miklagarðs. En óvist er, livort Tyrkir þora að hegna þeim, svo er óróinn og óánægjan orðip íuikil. Yfirforingi Þjóðverja, sem stýrði Tyrkjum á Skaganum, varð vitstola út úr öllu saman og er i haldi í Miklagarði; en i stað hans sendi Vilhjálmur hertogann af Mecklen- burg. Þess má geta, að ítalir hafa nú 650 þúsundir hermanna til taks að senda hvert sem Bandamenn vilja. Annaðhvort norður á Frakkkland eða austur á Hellusund. En ekkí gengur vel að lcoma Bal- kan þjóðunum á stað. Þær eru að rifast urn hnútur, sem þær vilja naga, og hangir sín þjóð i hverri taug, en engin vill sleppa. Og svo tr konungur Grikklands og kvinna hans Sofía áköf með Þýzkum. En samt eru allar Jjjóðir á skaganum hræddar við þá, að þeir muni harð- drægir og sérdrægir, ef þeir vinna sigur. Á mánudaginn komu þing þjóðanna saman hvert í sínu lagi. En eiginlega gekk ekkert. Venizelos komst til valda á Grikklandi, og vill hann vera með Bretum og Frökk- um; en stirðleikinn milli þjóðanna er orðinn svo mikill, að tvisýnt er, hvort hægt verði að koma l)ar á nokkru samkomulagi. Aftur gengur ítölum einlægt á- fiam; Austurríkismenn vinna J)á aldrei; en þeir (ítalir) smájioka hinum og taka af þeim skotgrafir, vígi og fjallatinda. Það gengur seint, en Jió einlægt áfram. Á Frakklandi og í Flandern geng- ur svo sem ekkert og er lítið barist; samt tóku Canadamenn skotgrafir n-ýlega með hreysti mikilli i Fland- ern. En þeir Bandamennirnir eru nú farnir að senda flugdrekana i flot- um stórum eins og herskipaflota á sjó. Þeir fara, hinir stærri flug- drekarnir, 30—40 saman, en fyrir þeim og til hliðar fara aðrir hrað- skreiðari og smærri drekar, sem forverðir eða spæjarar og ráða á dreka óvinanna, sem koma á móti flotanum. En flotinn allur heldur á- fram Jiangað sem ætlað er, og þegar þar er komið, hella J)eir úr sér sprengivélunum. Þannig fóru milli 30—40 stórir flugdrekar Frakka ný- lega á stað og flugu inn á Þýzka- land og komu yfir kastalaborgina Saarbrucken i Lothringen og J)eir steyptu yfir kastalann nær 200 stór- um sprengivélum. Þýzkir sendu flug dreka sína á móti; en hinir hrað- skreiðari og smærri drekar Frakka réðust á móti J)eim og börðust og urðu Þýzkir undan að halda. Allir komu Frakkar heilir heim. Hermennirnir í gröfum Frakka og Breta þarna á Fralcklandi og Fland- ern eru orðnir órólegir og vilja ó- vægir fara og reka þýzlca heiin til sín, — segjast hafa í fullum höndum við þá. En foringjarnir vilja bíða. Farið er að tala um, að Holland sé að búa sig til að ganga i lið með Bandamönnum. Þeir sjá það Hol- lendingar, að vinni Vilhjálmur, þá eru lieir umkringdir af þýzkum iöndum á þrjá vegu, og búast þá ekki við löngu lífi sem sérstakt ríki; en dæmin alt í kringum þá, hvernig Þjóðverjar hafa tekið einn landflákann eftir annan. Hollend- ingar hafa í rauninni alt af verið að búast og hafa haft hermanna- flokka á landamærum sínum til þess að verja þau yfirgangi Þjóðvexja En nú hafa Jieir einlægt verið að kaupa meira og meira af herbúnaði öllum frá Ameríku og þykir það grunsamt. Hollendingar hafa einar 600—800 þúsundir hermanna, og ef að þeir færu á stað, þá myndu Rretar undir eins senda hálfa mill- ión manna til hjálpar þeim, og frá Hollandi yrði minst fyrirstaðan að komast inn á Þýzkaland. Þetta væri Bretuin og Frökkum betra, en þó að ein eða allar Balkanjijóðirnar færu á stað með Jieim. Flutningsskipi Breta sökt í Grikklandshafi Það var gufuskipið Royal Ed- ward, eitt af farþegaskipum C. N. R. linunnar, sem Bretar fengu sem ílutningsskip, þegar striðið byrjaði. Á skipinu voru 1350 hermenn og 220 men naðrir með skipshöfn, alls 1570 menn. Einum 600 varð bjarg- að. Hafa J)ar J)ví farist 970 inenn. Þetta var einhversstaðar i Grikk- landshafi, og báturinn sem sökti J)vi var neðansjávarbátur. Þetta er fyrsta flutningsskipið með herinenn sem Bretar hafa tapað. Það ætla i’ienn, að neðansjávarbáturinn hafi verið Jiýzkur. Mexikó. Mexikó búar eru farnir að færa sig upp á skaftið. Nú um heigina komu eitthvað 100 Mexikó menn yf- ir fljótið Rio Grande inn í Texas, nálægt bænum Mercedes og um- kringdu sináhóp af riddaraliði Bandarikjamanna, eitthvað 21 mann — og gjörðu skothríð á þá. Þeir gátu banað einum, en sært tvo aðra. Aðrir segja, að nær 3000 Mexikó- menn hefðu komið yfir um og ætl- að að ráðast á bæinn Mercedes. Bandaríkjamenn sendu undir eins fleiri hermenn til Mcrcedes, J)vi að Jiar voru ekki fleiri hermenn en 70. Og síðan vita menn ekki hvað gjörst liefir. Alt er á afturfótunuin í Mexikó, eins og vant er, og nú hafa Banda- ríkin sent tvö herslcip til Vera Cruz. Það gcngur stirðlega þar enn, og litil von að úr rætist bráðlega. Víðkuiinur borgari Bandaríkja er í varðhaíd hneftur af sveinstaulum Jónatans. I Dr. M. B. Halldórsson, Souris, N. Dak., U. S., kona hans Mrs. ólöf Halldórsson, dóllir síra M. J. Skaptasonar, og tvö hörn þcirra hjóna, Marion 2 (4 árs off Mavgarita 5 ára. Það hefir lengi verið almenn um- kvörtun um það, að erfitt væri fyrir ferðainenn að fara suður yfir Bandarikjalinuna héðan frá Winni- peg. Ár eftir ár hafa menn verið gjörðir afturreka, J)ó að J)eir væru búnir að borga fult fargjald til borga cða bæja í Bandarikjunum. Banda- rikja-borgarar, heiðarlegustu menn og konur, sem árum saman hafa bú- ift sem bændur og heimilisfeður í Bandaríkjunum 10—20 eða 30—40 ár, hafa verið teknir, sem flugu- inenn eða óbótamenn og fleygt út úr lestunum, sem lnindum, eða hnept- ir í fangelsi og stundum sendir lang- ar leiðar aftur til baka, ef eitthvað var í ólagi með passann. Og þetta er vanalega eklci gjört með mildi neinni eða hógværð, hcld- ur með hörku og durgsháttum og ó- mildum höndum. Sé þetta gamalt fólk, sem stirðlega talar enska tiingu, l)á má æfinlega við illu búast, og eins ef menn eru nýkomnir frá íslandi. Mennirnir, sem þetta gjöra, eru embættismenn Bandaríkjanna, sem seltir eru til að vernda réttindi borgaranna i Bandaríkjunum. En cinsog menn vita, kennir margra þjóða og margra grasa og margra sauða í ríkjum J)essum. Og það er eins og Bandaríkjastjórn hafi ekki ætíð verið heppin í vali þcssara l)jóna sinna, J)ví að miklum fjölda manna kemur saman um, að þeir séu ónærgætnir, hrokafullir og upp- blásnir af þessum rauðu hnöppum, sem J)eir bera og skoði sig sem ein- valda konunga á járnbrautunuin og allir aðrir eigi að slcríða í duftinu fyrir þeim. Og svo verður það stund um, að í staðinn fyrir að vcrnda réttindi Bandaríkja borgaranna, þá traðka þeir þeim, hneppa borgarana í fangelsi sem óbótamenn, einmitt J)essa, sem þeir áttu að vernda. Og ekki batnar meðferðin, ef að Jætta eru þýzkir menn, sein Jónatan hefir fyrir þjóna, eins og nú er. Það hefir kveðið svo mikið að þessu, að mönn um hcfir þótt það óþolandi; en oft- ast verða umkomulitlir eða fátækir menn fyrir svivirðingunum, sem þessir gullhnöppuðu, hrokafullu menn sýna borgurum landsins. Oftast hafa þeir átyllu fyrir gjörð- um sinum. Það er eins og óafvit- andi eða af miklu lnigviti séu lagð- ar gildrur fyrir menn til að ganga i, svo að þessir garmar geti á Jieim sýnt mátt og veldi Bandarikjanna. Það er passinn, sem hér er átt við. Allir verða að fá passa til að kom- ast suður. Þetta væri nú alt ágætt, ef að það væri svo létt að fá pass- ann. En það hefir mörgum mannin- om orðið fullerfitt, og það tekur tima stundum. Einn heiðarlegur borgari hér í Wiijnipeg ætlaði að fá I passa núna nýlega fyrir sig og konu sína, sem hafði orðið að sæta svi- virðingum og ólögum og var í haldi í Bandaríkjunum og mátti hvorki fara fram né aftur, J)ar sem hún var komin rétt fyrir sunnan línuna, — :<11 af hendi þessara rauðhnöppuðu. Maðurinn reyndi að fá passa; vildi fú að vita, hvernig konu sinni liði, scm í fangelsi hafði sett verið, eftir fréttum öllum. Þeir voru hálftregir, J)ví J)eir vissu um erindi hans. Þeir neituðu honum kanske ekki bein- línis, en l>cir settu rétt yfir honum. í tvo daga gekk þetta stapp; seinni daginn höfðu þeir sagt honum að koma á skrifstofuna; J)á settu þeir réttinn kl. 9 að inorgni, og í fulla 3 klukkutima voru þeir að yfirheyra hann. Þeir heimtuðu, að fá að vita um atvinnu hans, um eignir hans, hús og lóðir og livort það væri skuldlaust og hve mikils virði væru verkstæði hans, vélar, sem hann hefði þar og uin bankapeninga hans — þeir vildu fá að sjá bankabók hans. Ef að hér er ekki endurvakinn rannsóknarréttur miðaldanna, J)á kunnum vér ekki á hlutum þeim grein að gjöra. Að þetta og annað eins skuli liðast í frjálsu landi, líð- ast hvort heldur sem er í Canada eða Bandaríkjunum,— það er óhæfa hin mesta og svívirða fyrir J)jóðir þessar. Ilefði maður einn þurft að hraða sér, ætlað að vitja deyjandi konu eða sonar eða dóttur eða vin- ar, þá hefði hann eins vel mátt sitja heima, eins og að fá passann. En svo er nii gildran: Á járn- brautarstöðvunum hafa Bandaríkin embættismenn, sem eftir J)essu iíta, auk fjölda skrifstofumanna J>essara, og stundum munu J)eir vísa til Jieirra og það gjörðu þeir við konu manns J>essa. En lestin biður ekki, sem menn vita, og J)ó að menn nái lali þeirra og fái sainþykki Jieirra, l>á vill J>að ekki ætið duga. Það dugði ekki konu þessari. Það dugði ekki Dr. Halldórsson. . Konan var systir Dr. M. B. Hall- dc.rssno, Mrs. ólöf Goodman. Dr. Ilalldórsson fór með sömu lest suð- ur, kom á járnbrautarstöðvarnar og vildi fá passa handa sér, konu sinni og 2 börnum. Hann kom nokkrum minútum áður en lestin átti að fara, hitti J>enna embættismann Banda- ríkjastjórnar og var J>ar identified sem Bandaríkja borgari, að vitnum áheyrandi. Embættismaður þessi lcvað það alt rétt vera, og sagði járn- brautarþjóninum að selja honum tarbréfin, — það væri alt i lagi. " En nú kemur suður að linu. Þar hafa ýmsar sögur um gengið; en af þeim öllum virðist það ljóst, að þeim hafi verið bannað farið, sýnd- ar óvirðingar, árásir og ill meðferð og loks i fangelsi hnept og haldið þar föstum. Þessi hinn hái embættismaður Bandaríkjanna ineð rauðu linapp- ana, hefði eftir þvi sem næst frétt- ist, lagt hendur á þær konu Dr. Halldórssonsar og systur og ætlað að hrinda þeim eða fleygja út úr lestinni, þegar komið var suður yfir linuna. Og þeg^r Dr. Halldórsson stóð upp til að vernda konu sína og systur fyrir ómildum liöndum fúl- menna þessara, J)á er hann og allur hópurinn tekinn og settur inn. Það er eins og Dr. H. hafi verið hafður sér og enginn fengið að tala við hann fyrst lengi vel, en konurnar og börnin hafi verið sett i klefa einhvern lítinn og óþokkalegan, og þar urðu þau að sitja, hver veit livað lengi. Sé þetta rétt, sem vér efumst ekki um að nærri láti, þá 'er þetta sví- virðing svo mikil, að ekki má kyrt liggja. Hvar eru nú fögru orðin og frelsis-glainrið og mannréttinda- blásturinn Bandaríkjamanna? Hvar er J)essi vernd, sem þeir veita borg- urum landsins? Hvár er þetta rétt- læti, sem hver æðri sem lægri íbúi Bandaríkjanna á að hafa auðveldan aðgang að? Þeir hrekja og óvirða heiðvirðar konur og menn, — ein- mitt mennina og konurnar, sem J>eir hafa svarið að vernda; fara með þau sem örgustu glæpamenn og bófa. Það er sagt þeir hafi þýzkir verið þessir menn, — útlærðir i skóla Vil- hjálms blóðs. Vér viljum segja, að mannfátt sé í Bandaríkjunum af ær- legum drengjum, ef að þeir þurfa að hafa Jiýzka menn í þjónustu sinni — Illa hafa J>eir nú gefist þeim sem öðrum, og seint verður hann trygg- ur, tóuhvolpurinn, eða kendir siðir manna. Dr. Halldórsson er alþektur um norðursveitir North Dakota rikis, og nafn hans kunnugra öllum fs- lendingum bæði i Canada og Banda- rikjunum, en flestra annara. Hann hefir gengið á liáskóla bæði i Banda rikjunum og hér; útskrifaður af læknaskólanum hér 1897. Tók em- bættispróf einnig í Grand Forks næsta ár, og hefir verið þar sem læknir síðan; fyrst i Hensel ein 2 ár, en hin árin í Souris. Hann hefir liaft mikla aðsókn sem læknir i Souris og þar í kring og einnig fyr- ir norðan linu. Hann er tæringar- læknir beztur þar um sveitir, og hefir læknað fleiri menn af þeirri sýki, en nokkur annar J)ar í norður- i íkjum. Hajin hefir verið bæjarstjóri i Souris (mayor) hvað eftir annað, og var það nú, er þetta kom fyrir. Allir hinir mörgu vinir Magnúsar læknis og þcirra allra, er sæta máttu ójöfnuði J)essum, finna til með þeim og eru gramir fyrir þeirra hönd, og vona að þau leiti réttar sins, ef hægt er móti valdi þessu að risa. Þeir eru mjög margir, sem hafa orðið að sæta likum ójöfnuði, óefað fieiri. en vér vitum, og eru það til- mæli vor, að J>eir sendi oss sein flestir greinilega en stutta lýsingu á lirakförum sínum hið fyrsta. Kurdar slátra ungum sem gömlum. Kurdar J)essir eru fjallaj)jóð, — austanvert í Litlu-Asiu, og eru J>eir ein J)jóðin í Tyrklandi og víst meira eða minna skyldir þeim, en fóst- bræður “Vilhjálms blóðs”. Þeir eru Mahómetstrúar og hafa lengi fengið orð fyrir grimd. Nú kemur frétt frá horginni Tiflis, sunnan við Kákasus fjöll, að þeir hafi verið á ferðuin og sópað Armeníu-mönnum úr bygðum þeirra, 50—100 þúsunda hópum. Þeir smala þeim, sem sauðum er smalað á afréttum; reka J)á af heim- ilum sínum, langar leiðir út á sanda og eyðimcrkur. Fegurstu konurnar taka þeir i kvennabúr sín eða selja þeim, sem kaupa vilja; öllum ör- vasa og lasburða slátra þeir, og mennina þrælka þeir. Stundum slátra þeir stórhópum. Þannig fóru þeir með liéraðið Bitlis í Litlu- Asíu austarlega, eða sveitir þær, sem kallast hin tyrkneska Armenia. — Þeir söfnuðu fyrst fólkinu saman, og þegar það var búið, slátruðu þeir öllum karlmönnunum. Voru þá eft- ir um 9000 konur og börn. Hóp Jienna ráku þeir fram á bakka Tigr- is fljótsins og skutu þar niður allan hópinn, en fleygðu likunum í fljót- ið. — Líkt l>essu hefir framferði Kurda verið hér og hvar við Armeniumenn — Biskup Armeníumanna hefir sent áskorun til Wilsons forseta Banda- rikjanna um að likna J)eim og láta þetta ekki viðgangast, og eins hitt, að koma í veg fyrir, að þeir séu fluttir frá Miklagarði og Ciliciu aust- ur til Knoieh i Mesópótamíu, því að J>að sé engu bctra, ef ekki verra, en bráður dauði. Vilhjálmur Stefánsson. Það er auðséð að víða á Vilhjálm- ur Stefánsson vini, sem er ant um hann. Nýlega kom fregn frá New York, er hljóðar svo: “Vilhjálmur Stefánsson hefir nú verið týndur í sextán mánuði; en alt fyrir J>að hafa vinir hins heims- fræga landleitarmanns vonir um það, að enn megi takast að bjarga honum. Og nú í þessum mánuði leggja tvö hvalveiðasip af stað til Wrangel eyjar til þess að reyna að finna hann og félaga hans. Annað J>eirra er skipið Bclvedere og stýr- ir því Alaf (ólafur) Swenson. En hann er maðurinn, sem liinn 7. sept. ember 1914 kom til Wrangel eyjar á gufuskipinu King and Winge, og bjargaði þeim kaptein Bartlett 16 saman. Ennfremur ætlar kapteinn Lane á hvalveiðaskipinu Polar Bear að koma til Wrangel eyjar einhvern- tima í þessum mánuði, þegar ís er þar laus frá landi og leitar þá Vil- lijálms með ströndunum. Stefánsson fór með fimta mann frá Martin Point á norðurströnd Al- aska hinn 22. marz 1914 og lagði ltið um ókunn lönd norður af Al- a.ska. Hinn 17. april voru þeir komnir að Camp Separation og sendi hann þá aftur skrifara sinn, Bert M. McConnell, og tvo aðra, Crawford og Johansen. Stefánsson bjóst við að koma aft- ur sama veg sem hann fór. En væri það óráðlegt, þá ætlaði hann að fara austur til Banks eyjar. En til þess voru þeir McConnell látnir fara aft- vr, að þeir skyldu senda bát til Banks eyjar, ef að þeir Stefánsson og félagar hans kæmu ekki aftur til meginlandsins á norðurströndum Jiarna. Nú kom Stefánsson ekki þangað, og voru þá tvö hvalveiðaskip send til eyjarinnar. En hvergi gátu þau scð nokkuð til Stefánssonar og fé- laga hans. — Hvalveiðamennirnir sögðu, að isinn hefði brotnað upp og leyst i sundur fyrri en vant var, og þó að Stefánsson hefði viljað komast þangað, þá hefði hann ekki getað það fyrir opnu hafi. "Eg cr fulltrtia um það (segir Mc- Connell), að Stefánsson sé svo ráða- góður, að hann með félögum sínum geti lifað á isnum i hálft þriðja til þrjii ár”. Stefánsson hafði með sér 400 “rounds” af skotfærum. Hann er fyrirtaks skytta og það er nóg til að veiða, þar sem hann fór um: selir, ísbirnir og tóur. Hann lagði út í ferð þessa til þess að ná dýrum handa félögum sínum, svo Jieir yrðu varðir skyrbjúgi. Ef að þeir hafa ekki komið til Wrangel eyjar, J>á er eini vegurinn að finna J>á, að senda út flugdreka, sem kosta myndu um 100,000 doll- ara. Þegar skipin með drekana kæmu að ísbrúninni, sem et 800 mílna löng, þá legðu flugdrekarnir ú: frá skipunum og tækju til flugs 175 mílur norðvestur yfir ísinn. Hver flugdreki getur séð glögglega 5 milur til beggja handa eða yfir 20 milna svæði til beggja handa, eða yfir 20 mílna svæði, ef tveir eru hvora leið eða 40 milur, en 20, ef cinn er á ferðinni fram og aftur. En Canada stjórn er svo önnum kafin i styrjöld þessari, að hún get- ur ekki snúist við Jiessu. Aftur hefir flugmannafélag (Aero Club> Banda- rikja fallist á Jietta og talið það vel gjörlegt. En allar tilraunir að hafa saman Jiessar 100 þúsundir dollara hafa brugðist, og nú er ekki hægt að sjá nokkra möguleika til þessa. Er eg þó sannfærður um, að Vilhjálm- ur sé lifandi ennþá og að hann og félagar hans myndu finnast, ef að þannig væri leitað”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.