Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.08.1915, Blaðsíða 3
WINNIBEG, 19. ÁGÚST, 1915. HE1MSKBIN8I.A. BLS. 3 Bréf írá Vancouver. 24. júlí 1915.. 1 blöðunum, sem komu út í Van- couver í gærkvekli, l)irtust nöfn J>eirra, er staðist hafa próf við und- irbúningsdeild háskólans (McGill Matriculaton) hér í British Colum- bia í vor. Og tók eg þar eftir einu islenzku nafni . Það er Einar Gísla- .son. Hann hefir staðist þrófið með góðum vitnisburði (64). Einar er að eins 17 ára gamall. Hann er sonur Þórðar Hoggard á Garðar, N. Dak., en er fóstursonur hjónanna: Gísla ■Gíslasonar frá Langanesi i Þingeyj- arsýslu, og Ingibjargar Einarsdótt- ur Magnússonar úr Barðastrandar- sýslu. Hafa þau átt heima hér í Van- eouver um nokkur ár, en eru nú ný- flutt til Hunter Island. Mun Einar dvelja hjá þeim norður þar, þangað til í haust, að kensla byrjar við há- skólann. Jóhann Sœmunclur Jóhannsson «r sá eini Islendingur, sem stundað liefir nám við McGill háskólann í Vancouver, B. C., á síðastliðnu ári. Við vorprófið komst hann upp í 3. bekk háskólans, með I. einkunn; en fékk ágætis-einkunn í latínu og grísku. Hann var langfremstur allra sambekkinga sinna í grisku og grískum bókmentum; eða með öðr- um orðum: var einu ári á undan þeim öllum i þeirri grein. Hann var forseti Stúdenta-félags þess beþkjar skólans, sem hann var í, og liafði á hendi öll fjármál nefndar þeirrar, sem gaf út ársrit McGili liáskólans i Vancouver, B. C., og var þar að auki meðlimur McGill Y. M. C. A.. — Eyddi liann miklum tíma við fundarhöld og ýms störf í þágu nefndar þeirrar, er gaf út árs- ritið, og var oft og einatt mjög svo bundinn við það verk, þegar hinir stúdentarnir lásu af kappi miklu undir prófin. Og er þvi alveg undravert, að hann skyidi ná svo hárrri einkunn við vorprófið síð- asta. En án efa hefir það mikið lijálpað honum, að hann er ágæt- lega vel að sér í hraðritun. — Jó- seph Sæmundur er 18 ára gamall, og er sonur hjónanna Eggerts Jó- hannssonar (fyrv. ritsfjóra Hkr.), og Elínar Hjörleifsdóttur. 1 sumar hefir hann verið í þjónustu C.P.R. íélagsins (sem hraðritari) austur í P.evelstoke, B. C. Jóhann Alexander Jóhannsson, hróðir Jósephs Sæmundar, hefir stundað hér nám við High School i tvo vetur; komst hann upp i efsta bekk þess skóla i vor með ágætum vitnisburði. Hann er 15 ára gamall, og hefir hann dvalið heima í sum- ar hjá foreldrum sínum. Fleiri íslendingar kunna, ef til vill, að hafa stundað nám við æðri skóla hér í borg; en eg hefi ekki haft kynni af þeim og veit ekki um nöfn þeirra. J. M. B. Þýzkarar í Relgiu. Hvernig þeir nota sér landifi. 1 einu ensku blaði segir þannig frá: — Afleiðingarnar af yfirráðum Þýzk ara í Belgíu eru þær, að ástandið í landinu fer stöðugt versnandi. — Forðinn af brauði, kaffi, koluin, steinolíu og öðrum lífsnauð- synjum minkar daglega. 1 Antwerp- en er 25 próspnt af fólkinu atvinnu- laust. Fyrstu mánuðina eftir að Þjóð- verjar höfðu náð yfirráðum í Belg- íu sendu þeir áleiðis til Berlínar: 40,000 tons af hveiti, 15,000 tons af maís, 48,000 tons af byggi; 100000 sterlingspunda virði af léreptum, 200,000 sterlingspunda virði af olíu- kökum, 120,000 punda virði af oliu; ull fyrir 240,000 pund; gummi fyrir 400,000 pund; kopar fyrir 800,000 pund; hrísgrjón fvrir 80,000 pund. Auk þess undrin öll af hómull tré og mörgu fleiru. Þjóðverjar fundu af leðri og görv- uðum húðum upp á 1,200,000 pund, sem þeir sendu til Þýzkalands. — Mörgum flatbotnuðum bátum lilöðn- um með skinnavöru, höfða Belgir sökt, en Þjóðverjar slæddu þá upp og notuðu sér vöruna. Daglega finna Þjóðverjar upp á nýjuin ástæðum til að kúga hi-.n siðasta pening út úr Belgiu mönn- um; en þeir sem ekki hafa pen- inga eru þrælkaðir miklu meira en þeir eru menn fyrir. öll listaverk, sem fundust í Belgíu og álitin voru nokkurs virði, voru send til Þýzkalands. Allar maskínur úr málmi, í þúsundum verkstæða i Belgíu, eru skrúfaðar sundur og sendar til Þýzkalands til verkstæð- anna þar. Einungis á þeim stöðum í Belgíu, þar sem Þýzkir búa til sprengivélar, eru maskínurnar ekki teknar burtu. Blaðið segir, að þetta sé alt stað- fest af belgiskum embættismanni, háttsettum, sem óhætt sé að trúa. — Jón Jenson yfirdómari. Hann lézt 25. f. m. -júní), eins og getið hefir verið. Hafði verið tæp- ur til heilsu um mörg ár, en van- heilsan farið vaxandi hin síðustu árin. .Jón Jensson var fæddur í Reykja- vík 23. nóv. 1855. Voru foreldrar lians Jens rektor Sigurðsson, hróðir Jóns forseta og kona hans ólöf Björnsdóttir (Gunnlaugssonar). — Ilann varð stúdent 1876; cand. juris 1882. Varð þá þegar aðstoðarmaður á islenzku stjórnarskrifstofunni, en ári síðar settur landritari. Því em- hætti gengdi hann þ&ngað til 1889, að hann var skipaður 2. dómari landsyfirréttarins og dómsmálarit- ari. Árið 1908 varð hann 1. dómari. Kvæntur var .1. J. (1889) Sigríði Hjaltadóttur, bróðurdóttur Bergs landshöfðingja Thorbergs. Hún lif- ir mann sinn ásamt 4 hörnum, er lieita: Guðlaug, ólöf, Bergur og Sesselja. Eru tvö þeirra á Menta- skólanum. Jón heitinn Jensson var bæjarfull- trúi í Reykjavík um mörg ár, sat á þingi sem fulltrúí Reykvíkinga 1894—1899 og lét sig miklu skifta sljórnmál alt til síðustu ára. Hann var stofnandi og aðalforingi Land- varnarflokksins 1903—1908 og rit- aði þá mjög mikið um stjórnmál í Ingólfi. Þegar Valtýskan var á ferð inni, var liann eindreginn talsmað- ur hennar og ritaði þá margar grein- ar í þetta blað. Síra Jón Helgason prófessor hélt húskveðjuna yfir Jóni heitnum Jens- syni. Hefir hann góðfúslega látið oss í té þann kafla húskveðjunnar, er í sér fól lýsing á hinum látna merkismanni og er hún á þessa leið: — -------Við fráfall Jóns Jensson- ar yfirdómara er þjóð vor orðin ein- um mætismanninum fátækari. Hún á þar áreiðanlega á bak að sjá ein- um sinna góðu sona. Seint og snemma bar hann hag hennar fyrir brjósti og átti enga ósk innilegri í hjarta, en þá, að reynast henni i öllu góður sonur og stuðningsmað- ur til vaxtar og þrifa, bæði í tíman- legum og andlegum efnum. Enda hefði hann margt til þess að bera, slíkur mannkostamaður sem hann var. Það var snemma öllum ljóst, sem eitthvað þektu hann, að heim- færa mátti upp á hann spámanns- orðið um “göfugmennið með hin göfuglegu áform, er stendur stöðugt i því sem göfuglegt er” (Jes. 32, 8), — að þar var maður, sem í hvi- vetna vildi láta gott af sér leiða og bersýnilegt var, að hafði öðlast ■skilning á því að vér erum lánþeg- ar guðs, höfum þegið lífið af föð- urhendi hans, og er því skylt að verja því sem þjónustumenn guðs honum til dýrðar. Þess vegna rækti hann jafnan embættisstörf sín með stakri alúð, ekki sízt hið vandasama dómarastarf, sein hann hafði á hendi fullan aldarfjórðung. Honum duldist ekki, hver ábyrgð fylgdi dóinarastöðunni, og var þar j)á og að flestra áliti réttur maður á rétt- um stað, bæði vegna ágætrar laga- þekkingar og góðra gáfna, og þó öllu fremur vegna næmrar og lifandi réttlætistilfinningar sinnar. En hon- um nægðu ekki fjölskyldustörfin ein, sern embættinu fylgdu. Starfs- lönguniri var svo mikil — svo rik löngunin til að láta sem mest gott af sér leiða, enda hlóðust að honum — sérstaklega um eitt skeið — jafn- vel flciri trúnaðarstörf en hin veika heilsa hans mátti við. Því að hann lagði mikið verk í hvert það starf, sem han ntók að sér, hvort heldur var fyrir bæjarfélag vort eða fyrir landið í heild sinni. Og sum þessi störf höfðu einatt mikla baráttu í för með sér. Orsakaðist það með- fram af því, að vorum kæra vini var alla tið fremur ósýnt um, að binda bagga sína sömu hnútupj og sam- ferðamenn, og að honum liins vegar var ómögulegt í nokkru máli að veita fylgi sitt öðru en því, sem sannfæring hans bauð honum. En siíkra manna líf verður sjaldan bar- áttulaust. Hér er ekki staður til að leggja dóm á þjóðmála-afskifti vors látna vinar, enda brestur mig um of hvorttveggja-: næga þekkingu og skilning á þeim málum, til þess að eg áliti mér heimilt, að fara frekar út i þau efni. En það tel eg mér sem býsna nákunnugum óhætt að segja, að hvað sem stjórnmálaskoð- unum hans líður, hvort þær voru allar jafnréttar eða ekki, — eg get ekki um það dæmt, — þá tel eg það Ivent jafn áreiðanlegt, að hvatirnar voru ávalt hinar beztu: sonarleg ] ást til ættjarðar sinnar, og lakmark- \ ið, sem að var stefnt, ávalt hið hezt: heill og heiður fslands og hinnar íslenzku þjóðar. Og svo var mikill áhugi hans í þessum efnum, að það átti að sumu leyti heima um hann, sem i sálminum stendur: “Vandlæting min uppetur mig”. — Hin stjórnlegu áhugamál tóku huga hans algjörlega fanginn, því að hálf- velgja var ekki til í hans góðu sál. Tel eg engan efa á því, að líf hans hefði orðið honum í mörgum grein- um ánægjulegra og léttara en það varð, einkum síðasta áratuginn, ef hann hefði getað látið stjórnmálin minna til sín taka en hann gjörði, sérstaklega eftir að hann var hætt- ur að sitja á alþingi. Því að með j skapferli hans og lundarlagi, eins og vanheilsan hafði mótað þetta hvorttveggja eftir því sem á æfina leið, var hann býsna tilfinninga- næmur fyrir aðkasti andstæðinga sinna í stjórnmálunum.-Því að hann fékk einatt litlar þakkir fyrir sinn einlæga áhuga 'á málefnom þjóðar sinnar, og reyndi það oft, hversu annars góðum wönnum og vönduð- um getur sést yfir göfuglegar hvat- ii og göfuglegan tilgang. En hann gat blátt áfram ekki látið stjórn- málin afskiftalaus; hann gat ekki annað en verið að hugsa um þau, j tala um þau og helzt lika, meðan j heilsan leyfði, að skrifa um þau. — Spámannsjátningin gamla varð sar.n leiki i lifi hans: “Sökum Síonar get eg ekki þagað og sökum Jerúsal- em get eg ekki kyrr verið, unz rétt- læti hennar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brennandi blys” (Jes. 62, 1). Þjóðræknin var svo sterkur og lifandi veruleiki í lífi hans, og er mér óhætt að segja, að j hún hafi í senn verið einlæg þetta alt: og fordildarlaus, réttsýn og ó- sc-rplægin. Já, ósérplægin um fram alt. Honum hygg eg enginn hafi nokkuru sinni óljúgandi getað borið á brýn eigingirni í þjóðræknisbún- in^i, sem því miður stundum vill bóla á í stjórnmálalífinu. 1 því til- liti liktist hann áreiðanlega nisum ágæta föðurbróður, sem hann hét í höfuðið á, hinu mikla göfugmenni þjóðar vorrar, að hafa ávalt “göfug- leg áform og að stnda stöðugur í þvi sem göfugt er”. En sömir eiginleikarnir, sem ein- kendu vorn látna vin i afskiftum hans af opinberum þjóðmálum, ein- kendu líka fram komu hans að öðru leyti, ekki sízt framkomu hans gagn- vart vinum sinum. Einnig þar fór þetta saman, einlægni hans og rétt- sýni, ósérplægni og góðvild. Ein- lægari vin vina sinna, tryggari og ó- sérplægnari hefi eg ekki þekt. — Trygð hans við þá var óbifanleg og viðleitni hans að efla heill og heið- ur þeirra, sem áttu vináttu hans að njóta, öílu meiri á hak en hrjóst. Því að eins hreinskilinn og hann var, fór hann sízt í felur með skoð- anir sínar, er honum að einhverju leyti mislíkaði við okkur vini sína, einkum ef skoðanir okkar á ein- hverju ináli komu ekki heim við hans skoðanir. En þótt stundum yrði úr þvi all-hörð orðasenna og liiti á báðar hliðar, þá var vinar- höndin jafnan framrétt að skilnaði eins og ekkert hefði ískorist. Eða þá góðvildin, sem hann bar til þeirra — gæti hann á einhvern hátt orðið þem að liði, hve var þá hjálp- arhöndin framrétt og hann jafnan reiðubúinn að brjóta sig í mola fyr- ir þá. Svo var hjartað gott, svo var ástúðin rík í eðli hans. En engum er þó kunnugra um hjartaþel hans og ástúð en þeim, sem voru honum nátengdust í lifinu, ciginkonu hans og börnum, systr- mn hans og bræðrum og öðrum ná- komnum ættingjum; enda veit eg, að hjá þeim verður söknuðurinn sárastur við fráfall hans og óbæri- legust tilhugsunin til þess, að hann skuli nú vera frá þeim horfinn. — Þeirra er missirinn mestur; það skarð, sem við fráfall hans er höggv- ið í ástvinahópinn, er stærra en svo, að það verði fylt. Vissulega hafa þeir ástæðu til að segja með harm- ljóðaskáldinu í Israel: “Fögnuður hjartna vorra er horfinn, vor gleði- dans orðinn að sorg”. — Þvi með ] fráfalli hans er “höfuðprýði þeirra niðurfallin”.--------- — (ísafold). Ogæfumenn. ___ ' Kaflar úr fyrirlestri eftir Þorstein Þórarinsson. --------Eg man það vel, þegar eg var barn, þráði eg það oft að vera j orðinn fulltíða maður, og kveið þvíj hvað langt yrði þangað til. Nú, þeg- ar eg er kominn á þroskaárin, þrái eg það oft hjartanlega, að vera orð- inn barn aftur; sé nú svo vel, hve þessi tími hefir liðið fljóttt löngu áður en mig varði; finn það nú, vel, hve mannsæfin er í raunnni á- kaflega stutt. Eg sé samt mjög vel, að þetta er óbreytanlegt lögmál, sem við yerðum öll að beygja okk- ur undir, og tjáir ekki á móM að mæla; en þá er annað, sem eg felli mig samt sem áður ekki við: hinn n.ikla mismun á kjörum okkar á þessari stattu æfi. Eg á hér ekki beiniinis við þann mun, sem er á ytri kjörum manna, stétt og stöðu; hann hlýtur alt af að vera; en mér finst það óþolandi, að þess utan skuli mega telja menn 1 tveim flokkum; sumir skuli vera nýtir menn, en ekki allir; sumir glaðir menn, en ekki allir, og sum- ir skuli vera gæfumenn en ekki allir. Eg skal þegar gjöra grein fyrir því, hver munur er á gæfu og ó- gæfu að minni hyggju. Gæfa er það, að vera msglaður maður. Þó er það síður en svo, að eg sé því almenna orði samþykkur, að “sá hafi nóg sér nægja lætur”. Alt af hafa ver- ið og eru enn, margir menn með svo smáa sál, að þeir hafa aldrei gjört neinar kröfur til lífsins, og því síður til sjálfra sín, látið hverjum degi næga sína þjáning, og lifað og dáið rólegir með alt eins og það var. Þessir menn eru þvi lika í vissum skilningi ógæfumenn. En það eru líka til menn, sem eru glaðir og ánægðir af öðrum ástæðum Þeir hafa fundið ltöllun hjá sér til að starfa eitthvað; séð hvað þyrfti að gjöra, og þeir ættu að gjöra. Þeir bafa sett sér takmark til að vinna að, og lagt þrek sitt og krafta fram til þess, og með því unnið bæði sér og Öðrum gagn, sem æfinlega fer saman. Og um leið hafa þeir gjört iniklu meira. Alt unnið gagn vekur gleði; alt sem er gagnlegt, er um leið gleðilegt. Og þá hafa þeir séð, að lífið er ekki þýðingarlaust, held- ur mikilsvirði, og stendur ekki á sama, hvernig með það er farið. — Þessir menn eru gæfumenn. En svo er enn til einn flokkur manna, sem aldrei hafa sett sér tak- mark til að vinna að, aldrei neina stefnu til að berjast fyrir; eða þá, sc-m er öllu tíðara, tekið að sér lifs- starf fjarri sínu hæfi, keptu eftir því, sem þeir gátu aldrei náð; gefist svo upp á miðri leið og borist með straumnum, fullvissir um, að lifið gæti enga gleði veitt; það væri til- gangslaust og einskis virði; þeiin liefði að minsta kosti aldrei “lagst neitt til”. Þeir hafa svo að lokum ekkert nema tómleikann í sálu sinni. — Þetta eru ógæfumenn. Eg er fullviss um, að alt af hafa verið til fjöldi manns í þessuin flokki; alt af hafa verið til menn, sein eru sífelt óánægðir með kjör sín, og þvi orðið sjálfun* sér byrði og þjóðfélaginu til lítilla nota; en það hryggilegasta er samt það, að eg held að þessum mönnum sé að fjölga, ógæfiimönnuniim með þjóð okkar sé hröðum fetum að fjölga, og það eru einmitt við gngri menn- irnir, sem fylluni þann flokk. Eg hefi oft verið að hugsa um or- sakirnar að þessu, að leita að því, sem veldur gæfubrigðunum, og eg htfi þótst sjá það að nokkru leyti. Við lifum á mestu framkvæmda- öld, sem yfir þetta land hefir kom- ið, og óneitanlega mestu framfara- öld lika, þó framkvæmdirnar og framfarirnar fari ekki nærri alt af saman, og ekki hér nema að nokk- uru leyti heldur. En þessir tímar eru umfram alt timar breytinganna. Atvinuvegirnir hafa fjölgað og vax- ið, vinnulaunin hækkað langt yfir það, sem holt er, bæði vinnuveit- endum og þyggjendum; viðskiftin liafa margfaldast og lífið alt orðið fióknara og umstangsmeira en áður var. Og þessu samfara hafa mögu- leikar til afkomu fjölgað; nýjar leiðir til fjárafla opnast. Og ein- mitt þegar þessar breytingar urðu, þá var ennfremur leyst vistarband- ið; mönnum leyft að fara hvert á land, sem þeir vildu, og leita fyrir sér, áður en þeir voru komnir vel á fót. Þetta agn hefir mörgum þótt girnilegt og óspart neytt þess. Það er langt frá, að eg vilji á nokkurn hátt leggja hömlur á at- hafnafrclsi manna og sjálfræði. — Það er ekki nema rétt og sjálfsagt, að menn hafi leyfi til að velja og liafna. En tækifærið var hér ekki tímabært; það kom á undan mann- inum. Það var illa séð fýrir því, að nú þarf meiri þroska og menning — meira persónulegt sjálfstæði, full- komnari mann en áður til að fylgjast með tímanum og velja sér þær leið- ir, sem til gengis og gæfu liggja. — Eða hverjar hafa afleiðingarnar orðið? Nú fara unglingarnir hóp- um saman frá heimilum sinum og æskustöðvum, eftir þeim breiðu og greiðu gangstígum, sem til fjárvona og frægðar sýnast liggja út um land- ið. Ungir efnismenn i sveitunum una þar eklíi lengur. Þeir fara svo stað frá stað, eftir því sem beinast liggur fyrir, hafa hvergi heimili, livergi fast land undir fæti, ef svo mætti segja; eru orðnir heimilis- lausir og því miður oft lánlausir reikunarmenn. Einmitt úr þessum flokki manna finst inér við höfum daglega fyrir augunum svo marga ógæfumenn. Þar sjáum við svo oft góða krafta og mikla hæfileika verða að engu. Og á hvaða leið erum við svo fyrir þetta alt? Sveitirnar eru komnar i þunga kreppu og vandræði fyrir fólksfæð; kaupstaðirnir eru þraut- beygðir fyrir fólksfjölda; jafnvægið 1 á kröfum manna og kröftum til að ] ! fullnægja þeim, er löngu horfið; ] kjarni og undirrót þjóðmenningar- j innar, heimilin, eru að ganga úr sér og þjóðin riðar til falls á þessari j framfaraöld. Það eru margar og háværar rnd<l- ir til afsökunar því, sem aflaga fer hjá okkur og að okkur miðar ekki svo fram í sókninni sem mörgum þjóðum öðrum. Og venjulegast ci það þetta, að engin von sé að betur gangi en þetta: við séum svo “fáir, fátækir og smáir”. En finst ykkur það ekki nærri því broslegur mis- skilningur, að kvarta um fólksfæð, næðan mikill fjöldi manna í landinu neytir aldrei krafta sinna, svo að gagni komi, og enn meiri kraÞar fara forgörðum fyrir mistök á líf- inu? Nei, það vantar ekki fólk i þetta land, en samt vantar mikio. Það vantar starfandi hendur og I sjálfstæðan anda hjá fjölda m inns; i það vanta góð heimili i landið; — það vanta' gæfumenn í landið. Þyngri raun og óþolanlegri fyiir foreldra held eg varla sé önnur meiri en sú, að sjá börn sín verða að ógæfumönnum. Það eru ill laún fyrir alt það erfiði og orkuslit, sem j íoreldrarnir hafa lagt á sig fyrir j uppeldi barnanna, og umhyggju fyrir þeim. En er þeiin foreldrum | ])ó ekki að fjölga í landinu, sem i fyrir þesu verða? Eg að minsta kosti held það. — (Heimilisblaðið). Meira. Golumbia Grain Co., Limited 140-44 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og i ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti \ Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 3508 mmmmmt D. GEORGE & CO. General House Repairs < HbltiH iliikem and Upholatererfl Purnlture repaired, upholstered and cleaned, french polishing and Hardwood Finishing, Furni- ture packed for shipment Chalrs neatly re-caned. Phone Garr« 8112 860 Sherbrooke St. Sérstök kostaboÖ á innanhúss munum. KomitS til okkar fyrst, þiti muniö ekki þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. SSS—SM NOTRE DAMG AVENIIE. Talslml Garry 3884. HemphiII’s American Leading Trade School. Aíial skrlfstofn 643 Mnln Street. Winnipegr. Jitney, Jltney, Jitney. I>aÖ þ&rf svo hundrut5um skiftir af mönum til aö höndla og gjöra viö Jitney blf- reiöar, arösamasta starf í hænum. * AÖeins tvær vikur nauösynlegar til aö læra í okkar sérstaka Jitney “class” Okkar sérstaka atvinnu- útvegunar skrifstofa hjálpar þér &Q velja stööu eöa aö fá Jitney upp 4 hlut. Gas Tractor kenslu bekkur er nú aö myndast til þess aö vera til fyrlr vor vinnuna, mikil eftirspurn eftlr Tractor Engíneers fyrir frá $5.00 tll $8.00 á dag, vegna þess aö svo hundruöum skiftir hafa farHJ t stríöiö, og vegna þess aö hveiti er 1 svo háu veröi aö hver Tractlon vél veröur aö vinna yfirtíma þetta sum- ar. Eini virkilegi Automobile 04 Gas Tractor skólinn í Winnipeg. LærrlÖ rakara iönina 1 Hemphill’s Canada’s elsta og stærsta rakara skóla. Kaup borgaö á meöan þú ert aö læra. Sérstaklega lágt inn- gjald og atvinna ábyrgst næstu 25 nemendum sem byrja Viö höfum meira ókeypls æfingu og höfum fleiri kennara en nokkur hinna svo nefndu Rakara Skólar í Winnipeg. ViÖ kennum einnig Wire og Wire- less Telegraphy and Moving Plcture Operatlng.” Okkar lærisveinar geta breítt um frá einni lærigrein til anarar án þess aö borga nokkuö auka. Skrifiö eöa komiö viö og fáiö okaar fullkomiö upplýsinga- skrá. Hemphill’s Barber College and Trade Schools. Head Offlees 643 Mnln St., AVInnlpegr Branch at Regina, Sask. Lávarður Brassey, nafnkunnur sjóforingi Breta. I>ó aö hann væri 79 ára gamall var hann sendur til Hellusunds til a?5 Jeggja góö ráö í atlögum Bandamanna þar. Hann er heimsfrægur fyrir pekkingu á herskipum og sjómálum öllum er aö hernaöi líta. Þegar þú þarfnast bygginga efni e3a eldivið D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brenckr tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.