Heimskringla - 19.08.1915, Side 6

Heimskringla - 19.08.1915, Side 6
BLS. 6. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1915. —Hver var hún?— ‘Ungfrú Brend, systir min var saklaus, ung og elskuleg stúlka, svo eg get jafnvel ekki leyft yður að bera upp slíkar spurningar um hana. Við höfum hina fylstu ástæðu til að virða minningu hennar. Hún var góð, eðallynd og elskuð af öllum’. Edda fékk strax grun um, að þessi eldri ungfrú Powys, sem dó svo ung, væri ‘litla frú Brend’ frá Roc- ket Hall, og þar af leiðandi móðir sín. Ungfrú Powys óvilji að tala um hana, og hin undarlega framkoma hennar virtist benda á, að slíkt væri hugsanlegt. Þó vaT Edda ekki viss um þetta. Hún hélt að leyndar- málið um fæðingu sína væri ekki svo auðvelt að ráða, ■og vildi því enga ákveðna skoðun taka, fyr en eftir oákvæma ihugun. Hún þagði um stund, og ungfrú Powys hefði ef- laust þótt vænt um að þekkja hugsanir þær, er áttu sér stað í litla, svarthærða höfðinu, meðan Edda sat þar niðurlút. ‘Eg vona, að þér farið að kunna vel við yður hér, ungfrú Brend’, sagði Agnace vingjarnlega. ‘Já, eins vel og mér er mögulegt að kunna við mig á nokkrum stað, sem ekki er heimili mitt’, svaraði Edda og leit upp. ‘En eg vil, að þér skoðið þetta hús, sem heimili yðar, ungfrú Brend. Eg vil, að þér gangið inn og út um herbergi mín eins og yngri systir. Eg vil, að þér skoðið mig sem hinn bezta vin yðar, og að þér jafn- framt berið fult traust til mín’. ‘Þér eruð mjög góðar. En eg get ekki skoðað hús þetta sem heimili mitt, þar eð eg hefi enga kröfu til þess, ungfrú Powys. Eg virði mikið góðsemi yðar. Eg veit að eg á engan stað að fara í, ef. yður skyldi mislíka við mig, svo eg yrði að fara’. Svipur ungfrú Powys varð sorgbitinn og hún stundi. Hún hefir ef til vill búist við meiri ástúð af Eddu, en af lagsmær; en Edda var nú á annari skoð- un; hún vildi aðeins gjöra skyldu sína sem lagsmær og meira ekki. Ungfrú Powys hafði neitað því, að hún væri í ætt við sig, neitað kröfu hennar, og tekið hana í sína þjónustu af eintómri meðaumkvun. En unga stúlkan, sem alist hafði upp í Yorkshire og þekti mennina og lífið aðeins í gegnum bækur, gat ekki trú- að því, að ungfrú Powys hefði tekið sig að sér af ein- tómri meðaumkvun. Henni fanst hún hafa náttúrunn- ar eðlilegu kröfu til dóttur bankarans, og þvi varð hún stundum afarreið henni, en stundum þráði hún ást hennar á þann hátt, sem hún gat ekki skilið. ‘Mér finst þér vera óvanalega stríðgjarnar, dnga stúlka’, sagði ungfrú Powys og horfði á hana, eins og hún vildi iesa hugsanir hennar. ‘En mér geðjast að yður og hinni djarflegu og fjörugu framkomu yðar, og langar til að yður geðjist að mér. Eg á mjög fáa vini, sem eg treysti, en sem vinur yðar vil eg fúslega vera’. ‘ ‘Vinátta mín er einskisvirði fyrir stúlku eins og yður’, sagði Edda róleg. ‘Þér eruð eins og hvít og fögur lilja, en eg er eins og litið o.g tilkomulaust blóm, sem vex fyrir utan ræktaða garðinn, og mig vill í rauninni enginn hafa, og enginn á mig. Og af því leiðir, að þó eg búi i fallega húsinu yðar, lesi fyrir yður og fái mín laun hjá yður, þá er eg hrædd um að •eg getialdrei orðið annað eða meira fyrir yður, en hver’annar þjónn, og ekki það hálfa á móts við Cath- erine — Priggs. Það er undarlegt, hve erfitt mér veit- ir að muna seinna nafnið hennar. Eg vil segja sann- leikann, eins og hinn ógleymanlegi Washington hins vegar við Atlantshafið gjörði, þegar hann var drengur og feldi kirsiberjatréð, — eg ætla að segja yður blátt áfram hugsan mína: Eg vil helzt engan vin eiga’. Tígulega andlitið hennar ungfrú Powys fölnaði. - ‘Eins og þér viljið, ungfrú Brend’, sagði hún kæru- leysislega. ‘Eigið þér svo marga vini, að þér getið fleygt frá yður því sem eg býð?’ Edda brosti raunalega. ‘Eg á enga vini — alls enga vini’, sagði hún. ‘Eg hefi aldrei þekt neinn nema Nesbit og kenslukonu mina. Frú Nesbit dó, og kenslukonan mín fór, þegar ekki var mögulegt að borga henni vegna peningaskorts; og Nesbit er gamall, suðandi geitungur, laus við alla góða eiginleika, sem gætu vakið nokkurs manns þokka á honum; hann er lifandi lyfjaber, gangandi ilm- vatnsflaska, skoplegur, grettinn, gamall stúrlyndismað- ur. I^efði eg átt að fá góðan þokka á honum, þá hefði mig sannarlega skort takmark fyrir vináttu mína. — Mínir einu vinir voru fuglarnir, blomin • og eyðilega heiðin, sem eg hataði stundum eins og lifandi óvin, og elskaði hina stundina eins og vin’. ‘Þessir dagar eru nú algjörlega liðnir’, sagði ungfrú Powys, sem ógnuðu hin ofsafengnu orð ungu stúlk- unnar. ‘Hugsið þér ekki oftar um þá, Ed — ungfrú Brend. Látið þér nýtt líf byrja fyrir yður hér. Hugsið þér ekki framar um dulleikann, sem hvílir yfir fæð- ingu yðar, byrjið þér lífið að nýju, sem vinstúlka mín og lagsmær, og eg skal sjá um yður á ókomna tíman- um. Þér skuluð aldrei aftur finna til þess eirðar- leysis né ófullnægðu þráa, er þér urðuð fyrir í York- shire’. ‘Getið þér breytt eðli minu, ungfrú Powys? Líf mitt hefir ávalt verið autt og tómt; en eg vissi heldur ekki, nema af bókum, að nokkrir áttu við betri kjör að búa. Eg hefi aldrei séð gæfurikt og mentað heimili. Mér hefir verið gjört afar órétt, og eg fyrirgef aldrei þau rangindi á meðan eg lifi — aldrei. Hvaða heim- ild hafði móðir mín að skilja mig eftir hjá ókunnu fólki, strax eftir fæðinguna? Hún losnaði við alla vunhyggju og fyrirhöfn, máske vanvirðu, með því að skeyta ekkert um mig, — en hvað hefir það líka kost- að? Eg hefi aldrei kynst ástaratlotum, — enginn hef- ir nokkru sinni nefnt mig ástríku nafni, — enginn hefir nokkru sinni skeytt um það, hvort eg lifði eða dæi. Eg hefi verið svikin og gjört rangt til. Eg hefi vaxið upp sem verðlaus jurt, og eg er viss um, að einhver hefir þekt mig og veitt mér athygli, og — hafi hann nokkurntima flutt bæn — beðið um að eg mætti deyja’. ‘Ungfrú Brend, þér gjörið mig hrædda —’ ‘ó, þér þekkið ekki jafn ákaft og ofsafengið eðli og mittl’ hrópaði Edda með reiðiþrungnum svip og titrandi vörum. ‘Útskúfuð frá því eg fæddist, — fleygt burt af þeim höndum, sem áttu að hlynna að mér, höt- uð og gjört rangt til! — Getur yður furðað á því, þó eg hati foreldra mína, og að eg vilji að þau viti, hverj- um þjáningum eg hefi orðið fyrir? Og þó hefir aldrei verið til í heimnum sú stúlka, sem vildi hafa endur- goldið ást og umhyggju með meiri elsku en eg hefði gjört. Eg vona, að móðir mín sé dáin. Að vita að hún einhverntíma hefði ætlað að taka mig til sin, hefði dregið úr beiskju sorgar minnar. Og þó voga eg að segja, að hún slepti hendi sinni af mér við fæðinguna, og reiddist því að eg skyldi ekkÚ deyja strax’. Svipur ungfrú Powys sýndi, hver áhrif hin reiði- þrungnu orð höfðu á hana. ‘Þér eruð voðalegar, ungfrú Brend’, sagði hún. — ‘Eg þekti móður yðar, — þér neyðið mig til að viður- kenna það. Hún var góð og verðskuldaði virðingu yðar, og hún var líka löglega gift’. ‘Var hennar rétta nafn — Brend?’ ‘Já. nafn manns hennar var Brend. Spyrjið mig ekki um meira. Eg get aðeins sagt yður, að hjónaband j hennar var ógæfusamt, — að áður en þér fæddust misti hún mann sinn á þann hátt, sem var henni til vanvirðu og hræðslu um alla æfina’. ‘Var hann góður maður?’ ‘Nei, nei’, sagði ungfrú Powys með ákafa. ‘Hann hafði vondar eðliseinkunnir; var vondur maður. Hún misti hann á hryllilegan. hátt. Hann — hann er má- ske dauður núna, býst eg við —’ ‘Hvað þá, þér vitið það ekki! Hann lifir, ef til vill?’ ‘Já, það getur skeð að hann lifi; en hann er fjar- lægur þessu landi. Hann sézt aldrei á Englandi aftur. Hann þorir ekki að láta sjá sig hér’. ‘Og hann er faðir minn?’ ‘Yðar faðir, ungfrú Brend’. ‘Eg hefi ástæðu til að vera upp með mér af for- eldrum mínum’, sagði Edda háðslega. ‘Faðir minn var þorpari. Móðir mín valdi mig til þess, að hefna sín á fyrir þrælmensku hans, eins og eg væri ekki hennar barn jafnt sem hans! Eg vona að hún hafi orð- ið gæfurik. Og hún var lögleg kona hans? Var hjóna- band þeirra ekki alment kunnugt?’ * ‘Auðvitað. Var ekki dvöl frú Brends á Racket Hall, undir sinu rétta nafni, sönnun þess? Góða ung- frú Brend, — þér eruð of harðar i dómum gagnvart móður yðar. Hún hafði sína galla; en þér, barnið hennar, getið í sannleika kent í brjósti um hana. Þér getið ekki vitað, hve mikið hún hefir liðið’. ‘Ungfrú Powys, þér segið þetta í bænarróm, og það við mig, einmana og yfirgefna stúlku, sem enginn vill kannast við. Ef móðir mín lifir, vona eg að hún sé eins gæfurík og eg. Enn ein spurning: Líkist eg föður minum?’ ‘Nei, það vona eg að þér gjörið ekki. Þér hafið erft §umt af ytra útliti hans; en, guði sé lof, þér eigið ekkert af aðal-einkunnum hans. Þér eruð hreinskiln- ar, blátt áfram, frjálslegar í framkomu, sannleikselsk- ar, viðkvæmar —’. ‘Eins og móðir mín?’ tók Edda fram í fyrir henni. ‘Hún hefir hlotið að vera viðkvæm’. Ungfrú Powys snöri sér undan, svo Edda sá ekki á- hrifin af orðum sínum. ‘Viljið þér þá láta þetta vera í síðasta sinn, sem Jsér minnist á þetta?’ sagði ungfrú Powys róleg eftir litla stund. ‘Það er mjög líklegt, ungfrú Brend, að þér komist aldrei að leyndarmálinu um fæðingu yðar, og eg ræð yður til að hætta við að reyna það. Gjörið yð- ur ánægðar með að vera hér. Eg vona, að yður fari að þykja vænt um mig með tímanum, og á meðan eg lifi, getið þér fengið að vera hjá mér. í erfðaskrá minni skal eg minnast yðar, svo að Jsér verðið efna- lega sjálfstæðar eftir dauða minn. Eg skal sjá um yð- ur, sem dóttur vinstúlku minnar frá skóladögunum, sem mér þótti mjög vænt um. Þessi frásögn, sem eg hefi gefið öðrum, verður að nægja yður nú og framvegis. Eg hefði átt að segja yður þetta, þegar þér komuð, sem eg segi yður nú: Sem dóttir kærrar æskuvinu skal eg annast vel um yður, og eg skal ávalt breyta við yður, sem yngri systur’. ‘Eg vona, að geta sýnt yður viðeigandi þakklæti, ungfrú Powys’, sagði Edda með þreytulegu brosi, sem hlaut að hafa áhrif á Agnace, Jió hún léti ekki bera á því. ‘En eg get ekki ávalt verið háð yður. Jafnvel mér, getur skeð, að lífið hafi eitthvað þægilegt að bjóða í framtíðinni. Og þó er það ekki sennilegt. Karlmenn eru mjög skynsamir. Þeir munu naumast kvongast stúlku, sem þeir vita ekki.af hvaða ætt er’. ‘Þér eruð af ungar til að hugsa um giftingu, ung- frú Brend. Að ári liðnu er nægur tími til að hugsa um Jiað’. Edda varð rauð sem blóð í framan. Hún var sjá- anlega ekki á sömu skoðun og ungfrú Powys i þessu efni. . ‘Nei, eg hefi enga heimild til að hugsa nokkru sinni um slíkt’, sagði unga stúlkan rösklega. Eg skal aldrei gifta mig. Hver ætli vildi hafa mig? — Sem frænka Nesbits var eg sú stúlka, sem menn gátu virt. En nú, hvaða drauma, sem eg hefi haft, þá fleygi eg þeim frá mér fyrir fult og alt. Eg dvel, það sem eftir er að lifa, eins og hingað til, — einmana’. Sorgarhreimurinn í rödd hennar lýsti þvi, að henni féll þetta þungt. Stundu seinna bað hún afsök- unar og fór til herbergis síns. Þegar ungfrú Powys var orðin ein, neri hún sam- an höndum af sárri sorg, — svo mikilli örvilnan, að engum, sem þekti hana, hefði komið til hugar, að hún gæti hugsað Jiannig. ‘En hvað hún þjáist!’ hvíslaði hún. ‘Og varir mínar eru lokaðar. Hún getur aldrei fengið að vita sannleikann — aldrei. Hvers vegna mintist hún á gift- ingu, og hvers vegna roðnaði hún og skalf? Er hún búin að reyna liað, sem allar stúlkur reyna, — hefir hún fest ást á nokkrum? Eg held það. Elskar hún Gascoyne Upham? Eg vil heldur sjá hana deyja, en giftast honum. Eða hefir hún fundið nokkurn á hinni eyðilegu Yorkshire heiði, sem hún elskar? Já, eg er viss um, að hún á þar elskhuga. Eg verð að fá að vita það. Hun er hreinskilin, og mun segja mér eins og er. 12. KAPÍTULI. Odo er fyrst sigri hrósandi. Hafi Ronald orðið hissa á komu frænda síns í garðinn um Jætta leyti, þá varð hann enn meira hissa á að sjá svip hans við tunglsljósið. Alt það illa, sem hann hafði heyrt um frænda sinn, stóð nú fyrir sálar- sjónum hans, þegar hann sá hið grimma, háðslega, ó- geðslega andlit frammi fyrir sér. Hann hopaði á hæl eins og fyrir eiturnöðru. Jarlinn, sem enn hélt hendi sinni áöxl honum, | leit rannsakandi og grunsamlega í kringum sig. Bar- úninn og Helen voru komin út fyrir heyrnarsviðið. — Hann og Ronald voru aleinir. ‘Eg hefi þá fundið yður á eign minni aftur, er það ekki?’ sagði jarlinn, skjálfraddaður af vonzku. Og það þrátt fyrir aðvörunina, sem eg gaf yður. Mig langar til að láta reka yður burt af eign minni með svipu!’ Ronald lávarður hristi hendi*hans af sér, og hop- aði á hæl. V t ‘Ekki þurfið Jtér að byrja svona hrottalega’, sagði Ronald lávarður. ‘Jafnvel jarlinum í Charlewick mundi naumast ganga greiðlega, að beita illu við mig’. ‘Helminginn af tímanum var eg vitni að sam- fundum ykkar Helenar’, sagði jarlinn hás. ‘Eg var í hvíta skálanum, þegar hún fór úr húsinu, sá hana og elti hana. Eg heyrði mikið af kjassmælgi ykkar og hinu heimskulega ástafjasi'. ‘Já, eg veit, að yður muni falla vel i geð að standa á hleri’, sagði Ronald háðslega. ‘En þér eruð nú án efa sannfærður um, að það er enginn hægðarleikur fyrir yður að veiða hana’. Jarlinn reyndi að hemja reiði sína af alefli. ‘Þér hafið litla'sjálfsvirðingu’, sagði hann, ‘að þér skuluð vilja fá hana til að standa við það loforð, sem hún gaf yur undir alt öðrum kringumstæðum en nú. Stúlkan er enn ekki 18 ára, fljótráð, heimsk og hneigð fyrir að halda fast við Jtann mann, sem henni geðjað- ist fyrst að. En látum hana finna, hve vald hennar er veikt; látum annan ríkari biðil knéfalla og smjaðra fyrir henni, og hún mun, eins og aðrar stúlkur, svikja hinn fyrsta ástmög sinn. En þessir leynifundir ykkar skulu aldrei verða endurteknir. Trúgirni hennar skal ekki oftar koma ykkur að notum. Þér skuluð ekki þvinga hana til að standa við það loforð, sem hún mun bráðlega hafa iðrast eftir að hafa gefið. Eg heyrði, hvað barúninn sagði, og met mikils hans föðurlegu um- hyggju fyrir dóttur sinni. . Hann hefir sín áform með hana, og vill ekki að hún fleygi sér í faðm betlara. — Verði það nauðsynlegt, þvingar hann hana til hlýðni’. ‘Þér virðist kunnugur áformum barúnsins’. Eg er Jjað. Einnig eg er biðill hennar, og þó að hún kjósi yður heldur, lætur faðir hennar hana giftast mér’. ‘Yður skjátlar’, sagði Ronald hörkulega. ‘Hér í þessu landi er ekki leyfilegt, að þvinga neina stúlku til að giftast þeim manni, sem hún fyrirlítur. Lofið inér að komast frain lijá’. ‘Ennþá ekki’, sagði jarlinn æstur. ‘Eg hataði yð- ur undir eins og eg sá yður, eins og eg hataði föður yðar. Hann var uppáhald föður síns frá þeirri stundu, er hann fæddist. Og mér er sagt, að faðir minn hafi elskað yður jafn mikið. Já, það getur verið, að hon- um hafi geðjast að yður, en skildi yður þó eftir sem betl- ara. Eg er hissa á því, að hann skuli ekki risa upp úr gröf sinni, af því að alt er orðið öðruvísi en hann vildi. En sú hræðsla, sein skein á andliti hans, þeg- ar eg ruddist með valdi inn í herbergið, þar sem hann lá. Hann stökk upp í rúminu og hrópaðj nafn mitt. Hann hélt og vonaði, að eg hefði verið myrtur fyrir 20 árum síðan. Hann var reiður af því að eg lifði og kom aftur til að ræna hinn elskaða sonarson hans arfinum. Flg hataði föður minn, hataði bróður minn, og eg hata yður. f æðum mínuin rennur ekkert af ykkar tamda enska blóði. Eg hugsa og finn meira til á einu augna- bliki, heldur en þið á heilu ári. Það er bezt, að þér verðið ekki á vegi mínum, ungi maður, því þegar Odo jarl hatar einhvern mann, þá hatar hann þann til dauðans’. Þessum síðustu orðum hvæsti hann út úr sér, og það var eins og augun hans svörtu ætluðu að éta bróð- ursoninn. ‘Eg sé enga ástæðu til allrar Jiessarar vonzku’, sagði Ronald rólegur. ‘Eg kom hingað til þess að finna ungfrú Clair, og nú ætla eg að fara. Hafið þér nokkuð njeira að segja?’ « Hann hreyfði sig eins og hann ætlaði að fara. ‘Bíðið þér við. Eg hefi meira að segja. Þér skilj- ið ekki, hvers vegna eg er reiður. Stóð eg ekki þarna undir trjánum og sá yður kyssa þá stúlku, sem eg ætla að giftast? Sá eg yður ekki þrýsta henni að brjósti yðar? Eg hata yður, og eg^elska þessa stúlku. Að eg mæti mótstöðu, — Jjað livetur mig. Eg aðvara yður um það. að halda vður i fjarlægð frá mér og henni. Við skulum ekki vera keppinautar, Ronald Charlton. J— Þér verðið að hætta að gjöra tilkall til.hennar, nú J og ætíð’. Ronald brosti með fyrirlitningu. ‘Haldið þér, jarl, að ásamt arfi mínum hafi eg j mist kjark minn? Helen elskar mig, og okkur skal J enginn aðskilja. Það er satt, að eg er fátækur; en J fátækt er enginn glæpur. Mig langar alls ekki til að J þræta við yður; en reynið ekki að ráðast á mig, eða hefja ofsóknir gegn ungfrú Clair. Eg aðvara yður, að hver ofsókn, sem hún verður fyrir, annaðhvort af yð- ur eða föður sínum, yður í vil, hlýtur sína hegningu, og sú hegning lendir á yður’. ' ‘Með leyfi að spyrja, á hvern hátt?’ sagði jarlinn háðslega. ‘Eg þekki lundarfar yðar’, sagði Ronald kulda- lega. ‘Þér eruð geðríkur og verðið oft óður. Þér er- [ uð eins og eldgígur, sem á hverju augnabliki getur jgosið og ollað eyðileggingu. Þar eð eg þekki yður að ljessu, veit eg að síðustu 20 árin æfi yðar — hvar sem j Jjér hafið eytt þeim — hafa að geyma eitthvað af ofsa J yðar og rangindum. Eg veiþ að þessi 20 ár geyma leyndardóma, sem þér vilduð ekki láta í ljós fyrir all- an heimsins au<5’. ‘óh’, hvæsti jarlinn, — krepti hnefann og beit á jaxlinn. ‘Eg sé að eg hefi komið við aumt kýli. Þér eruð hræddur. Þér opinberið sjálfan yður. Þér hafið ljá Ieyndardóma, eins og eg hélt? Þessi leyndardóms- fulla liðna æfi yðar liefir máske glæp að geyma. Lá- | varður Charlewick, — eg sver það, að ef að þér snert- j ið við ungfrú Clair, ef að þér ofsækið hana með ástar- J atlotum yðar, og krefjist þess, að hún giftist yður, — þá skal eg komast eftir leyndarmáli yðar og gj‘ra það j opinbert öllum heimi, hvað sem það kostar mig og mitt nafn’. Jarlinn urraði og nísti tönnum, hamslaus af reiði, alveg eins og vilt dýr. ‘Þér haldið máske, að spæjarar, sem ekki gátu áð- ur komist að leyndarmálum yðar, geti það ekki held- ur nú’, sagði Ronald rólegur. ‘En þeir mundu haga störfum sinum öðruvísi nú. Eg skyldi fá þá til að rannsaka alla æfi yðar, og byrja þegar þér komuð til Charlewick fyrir viku síðan. Þeir myndu komast eft- ir því, hvaðan þér komuð, frá hvaða járnbrautarstöð og hvaða höfn. Spor eftir spor myndu þeir kynnast æfiferli yðar, þangað til þeir komast að — nú, hverju? Leyndarmáli yðar. Neyðið mig ekki til þessa. Eg vildi helzt ,að nafnbótin, sem svo mörgum af Charle- wick ættinni hefir tilheyrt, væri hrein i augum allra. Fyrir sjálfan mig vil eg ekki rannsaka æfiferil yðar, — en eg ætla að vernda ungfrú Clair, hvað sem það kostar’. Rómurinn var hörkulegur og svipurinn ákveðinn, sem sýndi að honum var alvara. Fiið dimma andlit jarlsins var grænt af æði. f augunum virtust eldingar á sveimi, en ekki gat hann talað sökum æðisgenginnar reiði. ‘Þér hafið sjálfur knúð mig til þessa’, sagði Ron- ald enn freinur. ‘Þér hafið kveikt lijá mér alvarlega reiði, og nú vil eg fá málalokin. Áður en eg fer héðan í kveld, vil eg fá fullkomið loforð yðar fyrir því, að þér hættið við fjónorð yðar til ungfrú Clair, — annars byrja eg á rannsókn æfiferils yðar, sem mun enda — já, þér vitið bezt hvar. Eg vænti svars.’ ‘Svar mitt er Jjettal’ Eins og tígrisdýr stökk Odo á bróðurson sinn, og barði hann með steinhörðum hnefanum á milli augn- anna. Ungi maðurinn féll til jarðar, sem skotinn væri. Jarlinn leit rannsakandi augum í kringum sig, stundi illilega og knéféll svo við likama Ronalds og Jjreifaði á slagæð hans og hjarta. ‘Hann er ekki dauður, hanner bara í yfirliði. Höggið, sem hann fékk, hefði hálfrotað uxa. Hann bjóst ekki við sliku áhlaupi; hraði minn og það, að höggið koin óvænt, var mér til hagsmuna. Hann yrði án efa örðugur mótstöðumaður i reglubundnum bar- daga. Hann myndi verja sig eins og ljón. Hann rakn- ar ekki við i bráð. Hvað á eg að gjöra við hann? Láta hann liggja hér og rakna við og þefa upp minn voða- lega glæp á liðinni æfi? Nei, nei; eg verð að vernda sjálfan mig, hvað sem Jjað kostar. Eg verð að losa mig við hættuna, sem líf hans lætur vofa yfir mér. Hann skal aldrei geta opinberað leyndarmál mitt — aldrei! Hann verður að deyja! Hann leit við og horfði út á vatnið. Það voru fleiri möguleikar fyrir framkvæmd hins illa í huga hans, heldur en hinn skarpskygna föður hans hafði grunað. Þessi tuttugu ár, sem enginn vissi neitt um, höfðu hinar vondu tilhneigingar hans þroskast frá smárri plöntu til þess að verða að stóru tré. Hann hik- aði jafnvel ekki við að fremja morð. Þegar hann leit á vatnið, lifnaði hjá honum áform nokkurt. Hann þaut inn í naustið, tók þar lítinn bát og setti á flot, réri honum svo þangað, sem Ronald lá, tók hinn meðvitundarláusa mann upp og lagði hann í bátinn og reri svo út á mitt vatnið. Þar lagði liann árarnar inn og hlustaði. Laufið, sem hreyfðist af vindinum, báruskvamp- ið við fjöruna, fuglakvakið, — alt Jjetta virtist honum koma frá einhverjum, sem horfði á hann með leynd; en svo hló hann að hræðslu sinni og lyfti hinum með- vitundarlausa bróðursyni sinum upp. Á næsta augnabliki fleygði hann Ronald lávarði í vatnð. Odo réri *svo undir eins til lands, tylti bátnum og hélt heim á leið viðstöðulaust. ‘Eg hefði átt að vera viss um dauða hans’, hugsaði hann á heimleiðinni. ‘En eg held, að vatnið vekji hann ekki til meðvitundar. Það hefði líka þurft sterk- ar taugar til að dvelja lengur á vatninu. En honum er óhætt, — hann druknar’. Jarlinn var naumast horfinn á milli trjánna, þeg- ar Harton kom hlaupandi niður að fjörunni. Lög- maðurinn hafði gengið á eftir Ronald, af Jjví hann hafði grun um, að eitthvað ilt lægi fyrir honum, og hann kom mátulega snemma til að sjá það síðasta, er jarlinn gjörði við hann. Hann hélt að jarlinn hefði myrt bróðurson sinn. Hann þaut að naustinu, setti bát á flot og réri í skorpunni út á mitt vatnið. Þegar hann kom þangað, sem jarlinn ætlaði að drekkja bróðursyni sínum, skaut Ronald upp í annað sinn. Hann greip í vota hárið hans, dró hann inn í bát- inn og réri til lands. Þegar hann var á land kominn, reyndi hann að vekja Ronald til lifs og það lánaðist brátt. Þegar ungi maðurinn var orðinn fær um að ganga, fór Harton með hann til Litla Charlewick í greiðasöluhúsið. En ógæfu Ronalds var ekki lokið með Jjessu. Daginn eftir gat hann ekki farið á fætur, og næstu nótt fékk hann megna hitasótt. Missir afa hans; hin mikla og voðalega breyting á kjörum hans; hætturnar, sem vofðu yfir Helenu; tilraun jarlsins til að duepa liann, og Jiað, að hann var nærri druknaður — alt — stórar andleuar rtft líkamlegar þjáningar — höfðu veikt hinn sterka líkama hans og gjört hann liæfilegri til að taka á móti umferðarsýki. Hann var veikur vikum saman —i svo veikur, að ekki eitt orð um það, sem skeði utan dyra, mátti ber- ast inn til hans. Fólkið í smábænum var mjög hnuggið yfir veik- indum hans, en orsök þeirra þekti enginn. Lögmað- ui^nn gat ekki fengið sig til að brennimerkja jarlinn, eins og hann átti skilið, af því liann hefði verið ráð- gjafi og vinur ættarinnar alla sína æfi. Frú Partlett, sem rekin hafði verið úr vistinni i Charlewick, kom ásamt manni sínum til að stunda Ronald. Sir Henry Dawlish var kallaður frá London til að hjálpa læknin- um í Litla Charlewick. Harton kom til sjúklingsins á hverjum degi, þögull og hnugginn, en hafði litla við- stöðu. v Þegar Ronald fór að hressast, spurði hann oft um ungfrú Clair; en fékk ekkert svar. En Jjegar honum hélt áfram að hatna, sagði læknirinn við Harton, að nú væri hættulaust að svara honum. Það var nokkrum vikum eftir samfundi þeirra Ronalds og ungfrú Clair, að hann sat magur og fölur i hægindastól í nánd við gluggann, klæddur i síðan slopp, og bar andlit hans vott um sorg og kvíða. ‘Dyrnar voru opnaðr og inn kom Harton, sem var nýbúinn að tala við læknirinn. Hve Iengi á að lialda mér í óvissu?’ spurði Ron- ald. ‘Harton, segið þér mér hvar ungfrú Clair er?’ Harton tók stól og settist hjá honum, og leit svo á hann vingjarnlega og ineð þeirri samhygð, eins og hann væri faðir hans. ‘Þér megið búast við að heyra slæmar nýjungar, Ronald lávarður’, sagði hann. ‘Eg hefi ekki þorað að segja yður sannleikann fyrr. Helen er farin burt’. ‘Burt? Já, auðvitað. Eg vissi að hún ætlaði burt. En hvert er hún farin?’ ‘Það veit enginn. Faðir hennar fór burt með hana morguninn eftir siðustu samfundi ykkar. Þau eru al- gjörlega horfin’. ‘Hefir ekkert bréf komið til mín meðan eg var veikur?’ ‘Nei, Ronald lávarður’. ‘Það er undarlegt. Hvar er jarlinn?’ “TTann var í Charlewick-le-Grand í tvær vikur, eftir að barúninn og dóttir hans fóru, ásamt tveimur Jjjónum, sem hann hafði fcngið frá Exeter. Fyrir viku siðan fékk hann að, vita hjá lækninum, að þér munduð lifa, og þá lokaði hann húsinu og fór burtu aleinn og leynilega, en enginn veit hvert. Að líkindum er hann hjá barúninum og dóttur hans. Hann skildi eftir bréf, sem átti að fá yður, þegar þér væruð fær um að lesa það’. ‘Fáið mér það núi1a!’ Lögmaðurinn tók litið en læst bréf úr vasabók sinni. Ronald opnaði það og las þessi hrokafullu og háðslegu orð: “Minn kæri bróðursomir! “Læknirinn se§ir að þér munuð lifa, og eg sendi yður þessar línur til að bjóða yður velkominn til lífs og krafta. Barúninn hefir farið með dóttur sina til töfrandi fagurs staðar, og fer eg af stað i dag til að finna þau. Reynið þér ekki að finna þau. Þau eru þar, sem þér getið ekki fundið þau. Meðan þér eyðið tímanum til að hressast og frísk- ast, ætla cg að hvísla ástríkum orðum að Helenu, \ '

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.