Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. BLS. 3 Mennirnir á undan Adam. EFTIR J ACK LO N IJ O X. (Höfundiir að ‘The Call of the Wild’ og ‘The Sea Wolf’ osfrvj. En hvað var þessi persónuleiki? Hvenær hafði hann lifað vakandi á jörðu þessari og fengið alla þessa undarlegu lífsreynslu, sem kom fram í draum- um mínum? Þessum spurningum einmitt svöruðu draumar mínir. Þessi persónuleiki, eða þessi per- sóna (vil eg kalla það) lifði fyrir löngu síðan, þeg- ar jörðin var ung, á þeim tíma, sem vér köllum mið- pleistocene*?. Hann féll niður úr toppi trjánna, en snerti þó ekki jörðina. Hann bablaði**? af ótta, er hann heyrði ljónin öskra. Rándýrin eltu hann og höggormarnir vildu höggva í hann tönnum sínum. Hann bablaði með ættfólki sínu á fundum þess. Hann varð fyrir hrakningi af höndum eldmann- anna”, þegar hann flýði undan þeim. Þessi hin önn- ur persóna mín er forfaðir forfeðra minna, lengst upp í hinni myrku fornöld; en sjálfur var hann af- komandi dýra þeirra, sem þá fyrir langa löngu höfðu fengið fingur og tær og klifrast upp í trjátoppana. árum; nálægt 94,000 árum á uP'Hn Adam, ef seinni talan er rétt; annars 74,000 árum. **) Babla, þ. e. tala með hljóðum tómum, en ekki stöfum eða atkvæðum og þvi siður orðum. En nú heyri eg yður koma með þá mótbáru eða spurningu: Hvernig stendur á því, að vér hinir skul- um ekki hafa þessar ættgengu endurminningar Iíka, þ>ar sem vér þó höfum þenna óljósa, annarlega per- sónuleika, sem hrapar niður um rúmið meðan vér sofum? En því get eg svarað með annari spurningu: Hvernig stendur á því, að kálfar koma í heiminn með tveimur höfðum? En útskýringin á því er sú, að þetta sé náttúru-afbrigði. Og þá er hinni spurn- ingunni líka svarað: Eg hefi þenna tvöfalda per- sónuleika og þessar fullkomnu ættgengu fortíðar- endurminningar af því eg er náttúru afbrigði. En nú vil eg skýra þetta ögn betur. Hin vana- lega fortíðar-endurminning, sem vér höfum, er þessi draumur vor, að vér séum að hrapa í loftinu. Þessi persónuleiki vor er mjög óljós. Hið eina, sem vér munum um hann, er þetta: að vér séum að hrapa. En aftur hafa aðrir miklu skýrari endurminningar um þenna fortíðar-persónuleika þeirra. Þeir eru margir, sem dreymir að þeir séu að fljúga, að ein- hver ófreskja sé að ofsækja þá, að þeir sjái allra- handa liti, að það sé verið að kyrkja þá, að högg- ormar séu að ofsækja þá, eða óværð — flærð og önnur smákvikindi — að kvelja þá. Með öðrum orðum: hjá oss öllum eru ein eða önnur spor þess- arar fyrri tilveru vorrar. En hjá sumum af oss er hún nálega gleymd með öllu; aftur er hún miklu skýrari hjá öðrum. Hvað mig snertir, þá hefi eg þessa endurminn- ingu um fortíðar tilveruna í ákaflega ríkum mæli. Fortíðar-tilvera mín er mér næstum því eins ljós, eins og nútíðar-tilveran, og að þessu leyti er eg eins og eg sagði áðan, sannarlegt náttúru afbrigði, — eg er arftöku-afbrigði náttúrunnar. En áður en eg byrja sögu mína, ætla eg fyrir- fram að svara efunar-postulum sálarfræðinnar, sem svo gjarnir eru á, að hæðast að öðrum hugmyndum en þeirra eigin, og eru mjög líklegir til þess að segja, að draumar mínir komi af ofmiklum lestri og því, að þekking mín á framrás lífsins hafi mér óafvitandi dregið fram draumsjónir þessar. En það er þá fyrst til þess að svara, að eg hefi aldrei verið mikill náms- maður. Eg var neðstur í bekknum, þegar eg út- skrifaðist. Eg gaf mig meira við líkamsæfingum en námi, og — eg sé enga ástæðu til þess að draga dul yfir það — miklu meira við knattleik á borði (billiard). Þá vil eg geta þess, að eg þekti ekkert til “fram- þróunar” (evolution) fyrri, en eg kom á háskólann; í bernsku og æsku var eg þegar búinn að lifa upp aftur í draumum mínum öll smáatriði þessa hins annars löngu — Jöngu áður — liðna lífs. Samt vil eg geta þess, að smáatriði þessi voru mjög á reiki og ósamanhangandi, áður en eg fór að fræðast um framþróun lífsins. En framþróunin var lykillinn að draumsjónum þessum. Hún skýrði þær allar; hún gjörði sennilegt alt þetta forneskju-flug heila míns, heila nútímamannsins, sem hvarf aftur í hina myrku fortíð, til tíma þess, er hinir fyrstu menn voru að hrista af sér hami villidýranna. Því að á þessum liðna tíma, sem eg var að hverfa aftur til, var maðurinn ekki til, eins og vér þekkjum hann nú. Það var einmitt þegar mann- kynið var að fæðast, sem eg hlýt að hafa lifað þessu lífi, sem eg var að rifja upp í draumum mínum. III. KAPÍTULI. BERNSKU minni var það oftast að mig dreymdi eitthvað líkt þessu: Mér þótti eg vera ofurlítill angi og liggja í kufung í hreiðri einu úr kvistum og greinum. Stundum lá eg á bakinu; og þannig lá eg tímunum saman og horfði á sólargeislana brotna á laufinu fyrir ofan höfuð mér, og laufblöðin, er þau hrærðust af vindinum. Oft var það og að hreiðrið mitt vaggaði fram og aftur, þegar vindur- inn var nógu sterkur. En meðan eg lá þarna í hreiðrinu, þá var það æfinlega, að hjá mér ríkti hugmyndin um þetta voðalega tóma rúm fyrir neðan mig. Eg sá það *) MiS-pleistocenc tíminn var fyrir 80,000—100,000 aldrei; eg gægðist aldrei yfir röndina á hreiðrinu til að sjá, hvað fyrir neðan mig væri. En eg þ e k t i og óttaðist þetta rúm, sem beið þarna þegjandi fýr- ir neðan mig og ógnaði mér, jns og gínandi skolt- ur á einhverri óskapa skepnu, er alt vildi gleypa. Þenna draum dreymdi mig mjög oft í bernsku minni. 1 honum var eg aðgjörðalaus, og var hann því fremur lýsing á ástndi mínu en gjörðum. En svo var það oft, að alt í einu í draumunum komu fram ókunnar verur og ógnandi atburðir; þrum- urnar og brestirnir í óveðrinu og storminum, eða ó- kunnug landspláss, sem eg aldrei hafði séð. Þá ruglaðist draumurinn, en maran vonda tróð mig.— Eg skildi ekkert í þessu þá. Það bylti um öllum hugsanagangi mínum. Því að draumar mínir voru ekki í samanhang- andi heild. Eina stundina var eg ofurlítill dreng- hnokki hins “unga heims”, liggjandi í hreiðri mínu uppi í trjátoppinum; en hina stundina var eg full- vaxinn maður í “unga heiminum”, og var þá að berjast við hinn hryllilega og skelfilega “Rauð- auga”. En næsta augnablik var eg að læðast skríð- andi ofan að tjörninni, sem við drukkum úr í hita dagsins. Atburðir, sem fyrir komu með margra ára millibili í í'hinum unga heimi”, komu fram í draumum mínum með nokkurra mínútna eða sek- úndna millibili. En þetta var alt í graut og vil eg ekki þreyta yður á því. Það var fyrst, þegar eg var kominn af bernskuskeiði og var búinn að dreyma mörg þús- und drauma, að það lagðist alt saman og varð mjög skýrt og ljóst eins og dagurinn, — þá var það, að eg náði haldi á tímanum, og gat skipað í saman- hangandi röð atburðum og gjörðum, eftir því, sem það kom fyrir. Þannig varð mér mögulegt að draga upp myndina af hinum horfna unga heimi , eins og hann var, þegar eg lifði í honum, — eða þegar hin önnur persóna mín lifði í honum. Það gjörir lítið, hvort heldur var, því að eg, nútíðar- maðurinn, hefi líka horfið aftur þangað og lifað lífi fornu mannanna, í félagi við þessa aðra persónu mína. Fyrst að þetta á nú ekki að verða nein mann- félags langloka, þá ætla eg yður til hægðarauka, að færa saman alla þessa ýmislegu atburði í skiljan- lega og greinilega sögu. Því að í gegnum alla drauma mína rennur einn samanhangandi atburða- þráður. Sem dæmi þess tek eg vináttu mína við “Laf-eyra”, fjandskap hans "Rauðauga" og ást mína á henni “Hraðfætlu”. Og taki maður alt í einni heild, þá veit eg að þér munuð verða mér samdóma um, að það er bæði nokkurnveginn sam- anhangandi og skemtileg saga. Eg man ekki mikið eftir móður minni. Ef til vill hinar fyrstu — og sjálfsagt hinar skýrustu end- urminningar um hana eru þessar: Eg man eftir mér ligjandi á jörðunni. Var eg þá orðinn nokkuð eldri en þegar eg lá í hreiðrinu, en þó ekki orðinn sjálf- bjarga. Eg veltist um í þurru laufblaðaruslinu og var að leika mér að þeim, sönglandi og myndandi urgandi hljóð í barka mínum. Sólin steypti yfir mig geislum sínum og eg var svo lukkulegur og nota- legur. Eg var þarna á litlum, skóglausum bletti; en á allar hliðar voru toppar af smáhríslum og burknaplöntum; en yfir smátoppana gnæfðu stofn- ar og reinar stóru skógareikanna. Alt í einu heyrði eg hljóð eitt. Eg settist upp og hlustaði, en hreyfði mig ekkert; smásönglið kafnaði í barka mínum og eg sat þar sem stein- gjörvingur. Hljóðið færðist nær og nær. Það var eins og göltur væri að rýta. Fór eg þá að taka eftir hljóðinu, sem kom af því, að einhver þrengdi sér í gegnum smáhríslurnar. Svo sá eg burknana dreif- ast af líkama einhverjum. Svo klofnuðu þeir sund- ur og eg sá í sindrandi augu, langa trjónu og hvítar vígtennur. Þetta var þá villigöltur. Hann starði forvitnis- lega á mig. Tók hann þá að rýta einu sinni eða tvisvar og velti þunga sínum af einum framfæti á annan, hreyfði höfuðið á báðar hliðar, svo að burknarnir lögðust undan. Alt fyrir það sat eg enn sem steingjörvingur og deplaði ekki augum, er eg starði á hann, og þó var óttinn og skelfingin að naga hjarta mitt. Það var eins og þetta væri einmitt það, sem eg ætti að gjöra, að vera svona þegjandi og hreyf- ingarlaus. Eg átti ekki að fara að hljóða, þó að háskinn ógnaði mér. Það var náttúruhvötin að vernda sjálfan mig, sem bauð mér þetta. Og svo sat eg þarna og beið og beið, — eg vissi ekki eftir hverju. Gölturinn ýtti burknunum til hliðar og gekk fram á auða blettinn. Það var eins og forvitnin hyrfi úr augum hans og fóru þau að sindra af grimd mikilli. Hann skók hausinn ógnandi að mér og gekk feti nær.. Þetta gjörði hann aftur og aftur. Þá rak eg upp hljóð — eða org —, eg get ekki lýst því, en það var skerandi skelfingar-hljóð. Og þetta virtist einmitt vera það, sem eg átti að gjöra, þegar svona var komið. Skamt þaðan heyrðist nú annað svarandi hljóð. Það virtist koma hik á gölt- inn við hljóðin í mér; en meðan hann var að tví- stíga hikandi þarna, þá vatt sér skepna ein svip- lega inn á blettinn. Hún var lík stórum “orang-utang”, hún móðir mín, eða “chimpanzee”, og þó var hún þeim að mörgu leyti ólík. Hún var þreknari en þeir og hár- minni. Handleggir hennar voru ekki eins langir, en fætur hennar v®ru digrari. Klæði hafði hún engin nema hárið. Og eg get fullyrt það, að hún var grimm, þegar hún reiddist. Bandóð af reiði stökk hún inn á blettinn. Hún nísti tönnum, skældi sig alla í framan, skelti grenj- andi saman tönnunum og orgaði í sífellu: “Kha-ah, kha-ah!”. Svo skyndileg og voðaleg var framkoma hennar, að gölturinn ósjálfrátt hörfaði undan, sem okkar eigin líkama. Brjóstið var reyndar þykt, þyrfti hann að verja sig, og reisti burstina, er hún nokkurskonar hellir; en hann hafði enga hnýtta sveif að honum. Svo færði hún sig nær mér. Hún hafði gjört göltinn lafhræddan. Eg vissi einmitt, hvað eg átti að gjöra þessa stuttu stund, sem hún dvaldi fyrir geltinum. Eg stökk upp í fangið á henni, greip um mittið á henni og hélt mér með höndum og fótum, — já, með fótunum. Eg gat eins vel haldið mér með fótunum eins og höndunum. Eg fann svo vel átakið af hárum hennar í greipum mín- um, þegar skinn og vöðvar hennar hreyfðust við afl- raunir þessar. Eins og eg þegar hefi sagt, stökk eg í fangið á henni, og á sama vetfangi stökk hún beint í loft upp og greip höndum um gerin eina, sem hékk niður yfir höfði henni. Á sama augnabliki hentist gölt- urinn fram hjá undir fótum vorum, skellandi tönn- um saman í bræði sinni. Hann hafði náð sér aftur eftir fyrsta skelkinn, og stökk fram og rak upp ösk- ur, sem básúnuhljóð. Að minsta kosti var það kall til frænda hans, því að undir eins komu skrokkarnir stökkvandi um burknana og skógarhríslurnar úr öll- um áttum. Hvaðanæfa stukku nú geltirnir inn á blettinn, heill hópur af þeim. En móðir mín vóg sig upp á grein eina digra, eitthvað tólf fet frá jörðu; hékk eg þar í henni og vorum við óhult bæði. En hún var .æst mjög; hún bablaði og hljóðaði og sendi tóninn niður hinum burst-ýfða, tanngnístandi hóp, sem hnappaðist saman fyrir neðan okkur. Og þó að eg væri skjálfandi, þá starði eg niður á hin reiðu villidýr og reyndi að herma eftir hljóðum móður minnar eins og eg gat. Heyrðist þá langt í burtu mjög sviplíkt hljóð, en digurróma, líkt og drynjandi bassi. Urðu þau hærri og hærri, og brátt sá eg hann koma, hann föður minn, — að minsta kosti verð eg af öllum Iíkum að álykta, að það hafi verið faðir minn. Reyndar var hann ekki neitt tiltakanlega fríð- ur faðir, eftir því sem feður nú gjörast. Hann virt- ist vera hálfur maður og hálfur api, og var þó ekki api og ekki heldur verulegur maður. Eg get ekki lýst honum. Nú á dögum er ekkert líkt honum á jörðu eða undir jörðu eða í jörðu. Hann var stór maður á sínum tíma, og hefir hlotið að vera fult hundra og þrjátíu pund að þyngd. Andlitið á hon- um var breitt mjög og flatt og héngu brýrnar niður yfir augun. Augun sjálf voru smá og lágu djúpt í höfðinu og mjög náið. Nef hafði hann í rauninni ekkert. Það var flatt og breitt og enginn hryggur- inn og nasirnar voru holur tvær í andlitinu og stóðu nasaopin beint fram en ekki niður. Ennið lagðist aftur frá augunum og hárið byrj- aði strax við augun og upp á höfuðið. Sjálft var höfuðið ákaflega lítið og sat á feikna digrum en stuttum hálsi. Frumefnin höfðu verið sparsöm við byggingu líkama hans, eins og þau eru sparsöm við byggingu vöðva, eða breiðar herðar. Hann var ekki bein- vaxinn og gat engum litist vel á vöxt hans. En þó bar þessi líkami föður míns ljósan vott um styrk- leika, —en styrkleika, lausan við alla fegurð, grimd- arfullan villimanna styrkleika, ætlaðan til að grípa, hremma, rífa og eyðileggja. Hann var rýr mjög um mjaðmirnar, og fæturn- ir voru magrir, loðnir og bognir, og vöðvarnir lang- ir en ekki þykkir. I rauninni voru fætur hans líkari handleggjum en fótum. Þeir voru snúnir og hnút- óttir, og voru harla ólíkir hinum þrýstnu, holdmiklu kálfum, sem prýða leggi okkar, þína og mína. Eg man það vel, að hann gat ekki gengið á iljunum; en það var af því, að fótur hans var gripfótur og líkari hönd en fæti. I stað þess að standa beint fram eins og hinar tærnar, lagðist stóratáin inn á móti hinum, eins og þumalfingur, og fyrir þetta gat hann gripið með tánum eins og höndunum. En hann leit út eins og hann átti að sér og koma hans til okkar þarna, þar sem við sátum uppi á grein- unum yfir hinum reiðu göltum, var einmitt lík sjálf- um honum. Hann kom eftir trjánum og stökk þar grein af grein og úr einu trénu á annað, og það með hraða miklum. Eg sé hann nú fyrir augum mínum, í vöku-lífi mínu, meðan eg er að skrifa þetta, þar sem hann sveiflar sér milli trjátoppanna, með hönd- unum fjórum. — kafloðinn og grenjandi af reiði; nemur hann staðar við og við, til að berja sér á brjóst með steyttum hnefum; svo tekur hann tíu og fimtán feta stökk á milli toppanna, grípur um grein eina með annari hendi, sveiflar sér svo að ann- ari grein og þrífur um trjátoppana, hangandi, stökkv andi og hikar aldrei, og er aldrei í neinum vanda, hvernig hann skuli halda áfram þessari trjágöngu sinni. En meðan eg var að horfa á hann, fann eg rísa í sjálfum mér, í hverjum einasta vöðva, skjálftann og titringinn af lönguninni að hlaupa fram og stökkva grein af grein, og vissan um, að eg mundi geta það seinna lá í hinu hulda afli í sjálfum mér og vöðvum i mínum. Eða, og hví skyldi eg eigi geta það ? — I i bernsku horfa smádrengirnir á feður sína sveifla exinni og fella trén, og þeir finna það hjá sjálfum sér, að einhver^itíma seinna muni þeir sjálfsagt einn- ig sveifla exinni og fella trén. Þannig var mér varið. Lífsaflið, sem í mér var, var til þess ætlað, að gjöra það, sem faðir minn gjörði, og það hvíslaði með leynd í eyru mér og blés mér í brjóst lönguninni, að verða nú líka mikill maður og leggja leið mína ofar jörðu í toppum trjánna. Loksins kom faðir minn til okkar. Hann var á- kaflega reiður. Eg man svo vel eftir því, hvernig hann rak út framstandandi neðri vörina, er hann starði niður á villigeltina. Hann urraði og skelti saman skoltum, eins og hundar gjöra; og eg man það, hvað augnatennurnar á honum voru stórar, — eins og vígtennur. Festust þær þá vel í minni mér. Þýzka landabréfið af Afríku. Þegar Botha var búinn að leggja unilir Breta suðvestur löndin þýzku í Afriku, fór hann heim til Cape- landsins og var þar tekið tveim höndum og búin veizla mikll. Sátu hana menn af báðum þjóS- flokkunum, Bretum og Hollending- um (Boers). Skýrði Botha þá frá framferði og fyrirætlunum Þjóð- verja í Afriku. Þeir höfðu treyst á hjálp Búanna til að yfirvinna lend- ur Breta þar, sambandsríkin, og höfðu heitið Maritz ofursta, upp- reistarforingjanum, — að Buarnir skyldu verða sjálfstæð þjóð, ef að þeim lukkaðist uppreistin. Mikið hefði þar fundist af þýzk- um kortum af Afríku, eins og ríkin óttu að verða eftir frið, sem semja átti 1916. Á kortunum var alt með einum Iit sunnan við miðjarðarlínu cg stóð á nafnið: “Þýzkaland hið meira” (Grosser Germany); en þö var snepill litill afmarkaður í miðju með nafninu: “Búa lýðveldið”. Herreros nefnist einn kynflokk- ur Afríkumanna, sem laut Þjóðverj- um þarna í Afríku; og gat Botha þess, að sér hefði ofboðið meðferð Þjóðverja á þeim, svo grimdarleg hefði hún verið. Þeir höfðu tekið Botha og mönnum hans sem frels- andi englum, er leystu þá frá vítis- píslum djöflanna þýzku. — Þýzkir liöfðu slátrað þeim í þúsundatali. Búa herforinginn Smuts var þar með Botha, og sagði hann, að svo framarlega, sem þeir héldu ekki þessum nýteknu lendum Þjóðverja cg létu þá fá þær aftur, þá mundi sá dagur vissulega koma, að Þjóðverj- ar tækju alla Suður-Afríku. Þeir yrðu því að halda fast um það, sem þeir hefðu náð og láta lönd þessi aldrei af höndum. Að máli þeirra hershöfðingjanna var góður rómur gjörður og voru allir á eitt sáttir. Rússar sökkva hermanna-flutnings skipum Þjóðverja. í blöðunum nýlega kom fregn um Jjað, að þýzkir hafi í þokunni, sem á var, er þeir börðust i Riga flóa- komið 3 stórum hermannaflutnings skipum inn í flóann og voru þau full af hermönnum; það var við Per- nau, sem þau ætluðu að lenda, og voru nokkur þýzk herskip með þeim til að vernda þau. Rússar létu þau komast að landi. En þegar þeir voru í gott skotfæri komnir, létu Rússar kúlnahríðina dynja á þeim, og á skömmum tíma söktu þeir þeim öll- um þremur, og fórust þar víst menn allir. Herskipin héldu uppi orustu við fallbyssugarðana á landi í tvo klukkutíma, en varð ekkert ágengt, og urðu þeir svo frá að hverfa; þá var seinasta flutningsskipið sokkið til botns niður. Fjöldi hinna þýzku hermanna var á sundi af skipunum i hríð þessari, en sárafáir komust lifs af. Auðvelt að taka Banda- ríkin. Frá Plattsburgh í New York riki var þetta simað til blaðanna þann 18. ág.: Ein eða önnur Evrópu- þjóð, segir Col. Glenn, sem í ófriði væri við Bandaríkin, gæti lent mill- íón hermanna á strendur Banda- rikja við Atlantshaf, norður af Vir- giníu. Þeir gætu svo tekið rikin New York, Pennsylvaníu, New Jersey, Þelaware, Maryland og New Eng- land og haldið ríkjum þessum öllum ein 3 ár móti öllum þeim her, sem Bandarikin gætu á fót komið. Kvað hann óvinina síðan . geta haldið þeim með hergarði 300 milna löngum, frá Erie i Pennsylvaníu til Cheasepeake fjarðar. Og á þessu svæði væri alt auðmagn Bandaríkj- anna og mestallar verksmiðjur lands ins. Bóndi úr Nýja íslandi viltist inn ú bakstræti nærri Aðalstrætinu i Winnipeg, og horfði undrandi upp á hinar háreistu byggingar til beggja hliða. — Maður rak hausinn út um glugga, leit út og horfði niður til hans og sagði: ‘Heyrðu lagsi; þú sýnist undr- ast yfir hæð þessara bygginga, en þær eru aðeins fjós í samanburði við aðrar stórbyggingar bæjarins’. ‘Já’, segir bóndi; ‘eg hélt það væru fjós, og eg sannfærðist um að svo væri, þegar eg sá asnann reka haus- inn út um gluggann’. Eln persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunverBur, $1.25. Máltíbir, 35c. Herbergi, ein persóna, 60c. Fyrirtak i alla stabl, ágæt vínsöiustofa I sambandl. Tnlsfml Gnrry 2352 ROYAL OAK HOTEL Chas. GuHtafMon, elgandl Sérstakur sunnudags mit5dagsverT5- ur. Vín og vindlar á bort5um frá klukkan eitt til þrjú e.h. ogr frá sex til átta at5 kveldinu. 283 MARKET STREET, WINNIPEG Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns I>vottavélar Red Rafmagns I>vottavélar Harley Vacum Gólf Hreinsarar “LacoM Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances. J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Plionc Mnin 4064 WIXXIPEG ViSgjörSir af öllu tagi fljótt og vel hendi leistar. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Rihhon for every máke of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipeg K !' Hospital Pharmacy LyfjabúSin sem her af öllum öðrúm. — Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörf- um. 818 NOTRE DAME AVENTJE Phone G. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.