Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 2. SEPT. 1915. HEIMSKRINGLA. (StofnutS 1SS6) Kemur út á hverjum fimtudegi. írtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver'5 blaUslns I Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áritS (fyrlrfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blabsins. Póst e5a banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur. Skrifstofa: 720 SHERBROOKE STREET, WINNIPEG. P. O. Box 3171 Talslml Garry 4110 Skýrsla Mathers nefnd- arinnar. Nú er hún komin skýrsla Math- ers nefndarinnar, eins og sjá má af égripi því af henni, sem hér er í blaðinu. Vér gátum ekki verið að taka skýrsluna alla; hún var svo löng, að hún hefði náð yfir tvö eða þrjú blöð og þá hefði margur verið orðinn leiður að lesa, að ætlan vorri. Enda hafa menn fylgst svo með máli þessu í enskum og íslenzk- um blöðum, að mönnum er það nokkuð kunnugt. Og nú eru blöðin að segja, að bráðlega muni höfðuð sakamál á móti þeim, sem ákærðir eru. Og sé það gjört, þá er tæplega heiðar- legt eða leyfilegt af blöðunum, að leggja dóma á einn eða annan, sem sakborinn er. Pað mætti þá segja, að þau væru að reyna að hafa áhrif á réttvísina og snúa dómi hennar eða spilla máli sakborinna manna, Hið fyrra mun óleyfilegt; hið síð- ara ódrengilegt. En þess mega menn geta, að það er leiðinlegt, að aðalvitnið, Mr. V. W. Horwood, er að eigin játningu meinsærismaður og meðsekur í glæp um þeim, sem framdir hafa verið; svo að nefndin sjálf verður að af- saka það, að hún hefir tekið vitnis- burð hans eða þeirra gildan. — Og þó að vér segjum þetta, þá erum vér ekki í neinn máta að áfella neíndina sem vér vitum að alt eru valinkunn- ir menn. Vér finnum til með henni og skiljum svo vel, að henni hefir þótt leiðinlegt, Sjö hundruð þúsund dollarar er nokkuð mikið í hana á einu ári. — Og hverjir fá svo þetta alt saman úr henni? Vér höfum sagt það áður, að “á skal at ósi stemma’’. Hvers vegna er það ekki með lögum talinn glæpur, að veita mútur eða taka mútur úr þessum óseðjandi og ó- tæmandi sjóði? Er heiður og æra manna svo litilsvirði, að þetta sé falt á hverri stundu, hverjum þeim, sem kaupa vill? Ekki er furða, þó menn steli, þcgar þúsundir munna cru opnir að gleypa og síhungraðir! Fáráður er málleys- inginn. Einhver “Eg er” (samanber: "Eg em sá, sem eg em”) skrifar í Lög- bergi 26. ágúst á móti ritstjórnar- grein þeirri, er vér rituðum í Heims- kringlu: “Fáráður er mállei/singi í frarnandi landi”. Vér vitum ekki, hvaða sveinsstauli þetta er og hirð- um ekki heldur. En það gleöur oss stórlega, að hann telur oss með ill- gjörðamönnum, því að lof hans hefð um vér hneysu talið. Maðurinn skrifar nærri hálfan þriðja dálk á móti greininni, og hrekur þó ekki eitt einasta atriði í henni. Hann er að reyna að tala um það sem skeði hér vestra fyrir nærri 30 árum, þegar hann var nýlega úr reifum kominn á íslandi. Hann veit ekki af baráttunni um skólamálið, sem hér hefir staðið árum saman. Hann þekkir ekki bygðir Frakk- anna, kynblendinganna og útlend- að nota bófa þessa inganna hér í þessu landi. Hann sem vitni hvern á móti öðrum hvern með öðrum. En eitt er það, sem oss er ekki ljóst og vér aldrei höfum getað gjört oss fulla grein fyrir, þó að vér höfum svona nokkurnveginn reynt að fylgja málinu, þrátt fyrir það, að það var leiðindaverk. Þetta, sem oss er óljóst að miklu, er það: og veit ekki, að fransk-katólskir menn ráku nú nýlega alla enskutalandi prófessora af Ottawa háskólanum. Einir 3 af 43 urðu eftir, sem ensku gátu talað. — Ilann veit ekki, að stjórnin varð að skerast í leikinn. Hann ætti nú að vera búinn að sjá það, ef að hann hefir skilið ensk- una, sem vér vitum ekki um. Og vér Hvaö varö af stuldinum? t hvers c^ums* um> a^ hann geti svona þol- eöa hverra vasa lendir hann, þessar ar)leBa bjargað sér á ensku máli. sjö hundruÖ þúsundir dollara? — Ekki að vér viljum taka fyrir það, Af skýrslu nefndarinnar er helzt að lan8t frá; en vér efumst um það. sjá að það hafi alt lent í kosninga-! ^g maðurinn sér ekki, að vér sjóð Konservatíva. Er mögulegt að Þurfurn að eiga viðskifti við ensku- ná því aftur? Þetla er stórkostleg talandi menn á hverjum degi; við upphæð. j enskutalandi yfirvöld, lögmenn, Það virðist hálf undarlegt, að l^Ena, sveitarstjórnir; lesa ensk annar eins fjárglæframaður, og vér hlöð, læra fræði öli á enskum bók- vitum ekki hvað, eins og þessi Kelly unl’ 8ar>ga r gegnum enska skóla, er, skuli hafa látið eitt hundrað l|tskrifast af enskum háskólum; lifa þúsundið á eftir öðru renna í gegn ensEu Hfl með enskum nágrönnum, um greipar sínar í kosningasjóð Konservatíva, í staðinn fyrir að taka toll af eða láta eitthvað verða eftir í vösum sínum. Mikill dánu- maður má hann vera við Konserva- tíva, hann Kelly! Og sama er að segja um alla þessa menn, sem sak- aðir eru um stuldinn. Stálu þeir fyrir ^jálfa sig, eða stálu þeir fyrir félögum og vinum. Hann sér ckkert af þessu. En hví í dauðanum fer maðurinn að skrifa um það, sem hann ekki þekkir, nema af því að hann er blessað flón! Vér sjáum ekki ástæðu til þess, að rita frekar um þetta. Greinin sýnir sig sjálf, sem vér rituðum: “Fáráð- ur er málleysingi í framandi landi”, Friðurinn í Bandaríkjunum í voða. Glæpsamlegt að vera óviðbúinn. Blekkingar friðarpostulanna eru falskur draumur. (Ilöfund að: Eftir EDWAfíD LYELL FOX. “Bakviö tjöldin bardaganna á Þýzkalandi). aðra? Sóru þeir meinsæri af mann-' ver ætlum, að það þurfi meiri kærleika eða hvað? — SaJt fékk sína peninga, 24 þúsund dollara að sagt var; Shankland fékk 15 þúsund dollara “on account”; Horwood fékk peninga, Elliott fékk peninga. En hinir? Stálu þeir fyrir sjálfa sig, eða stálu þeir fyrir aðra. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að þeir liafi stolið fyrir kosningasjóðinn. Það væri garnan að vita, hvort hann væri Iöggiltur, þessi sjóður eða fé- lagið, sem hefir hann með höndum, eða hvort það væri löglegt að út- býta fé úr slíkum sjóðum. Ef að liann er löglegur, þá ætti náttúrlega að vera eftirlit með honum, og aug- lýsa almenningi öll hans útgjöld upp á hvert einasta cent, hvert þau fafi, hverjum þau séu borguð og fyrir hvað þau séu borguð. En sé það nú satt og rétt, sem nefndin segir — og vér efumst ekki um —, að þeir hafi stolið þessum 700 þúsund dollurum fyrir kosn- i.’igasjóðinn, er þá ekki mál komið, að fara að líta eftir buddu þessari? mann til að hrekja hana en þenna, sem út er dreginn. En oss þykir leiðinlegt, að eyða skotum á óðins- hana og grátitlinga. Yfirvoíandi hætta. Vér tökum hér grein um hættuna, sem vofir yfir Bandaríkjunum, og kemur nú fyrsti hluti hennar. Aðal- lega stafar hættan fcá Japan, ef að Þýzkir verða nú undir. Ef ekki, þá dragast ekki lengi fundir Vilhjálms og Bandaríkjanna. Það má ekki taka það svo, sem vér viljum hnútum kasta að Bandaríkjunum. Vér vilj- um sóma þeirra í öllu, og sízt að þau séu undir fótum troðin. En það þarf meira en að hrópa friður, frið- ur, á þessum dögum. Þau hafa hróp- að: friður, friður löndin, sem nú eru eitt brunaflag; en friðurinn kom ekki. — Sósialistar landanna, þar á meðal þessar 4 millíónir Sósí- alista á Þýzkalandi, hafa hrópað: friður, friður. En nú drepur hver þeirra vopnaða og vopnlausa menn, konur og börn, sem hann getur yfir komist. — Lesið, vinir, greinina; hún skýrir sig sjálf. “\ér erum óviðbúnir striði og flestir af oss vita þaö. En vitiö þér hvaö það þýðir? Mr. Fox segir, aö vér lifum i aldingöröum óvitanna. En hvað eigum vér að gjöra?” — Þannig spyr ritstjóri mánaðarblaðs- ins McBride, sem gefið er út í New York, og er því Bandarikjablað. — En hér á eftir kemur greinin. Alla tíð síðan stríðinu lauk milli Spánverja og Bandaríkjamanna, höf- um vér lifað i aldingörðum óvit- anna. Með afstöðu vorri á hnettin- um höfum vér verið fyrir utan hinn pólitiska heim þjóðanna. Vér höf- um aldrei getað trúað því, að striðið myndi berast að ströndum vorum, og er því alt öðruvísi varið en Eng- landi, Frakklandi og Rússlandi og Þýzkalandi, sem máttu búast við því á hverju ári. Að þessari trú vorri hafa stjórnmálamennirnir hlynt á allar lundir. Og þeir gjörðu það í þeim tilgangi, að þeir slyppu við að tyða nema sem allra minstu fé úr ríkissjóði á herinn og flotann, svo að þeir gætu fengið sem mest til opinberra verka til að geðjast kjós- cndum sínum. Þessir menn hafa fengið mestan styrk sinn frá draumsjónamönnun- um, mentuðum og ómentuðum, frá draumsjónamönnum, sem hafa spilt meira áhrifum Bandaríkjanna á stjórnmál heimsins, en nokkurt slríð hefði getað gjört. Það er þess- um draumsjónamönnum að kenna, í:ð England hefir brotið rétt vorn, sem hlutlaus þjóð, að verzla við aðrar hlutlausar þjóðir, og að Þýzka lend hefir virt að engu rétt Banda- rikja þegna að sigla um höfin, sem dæmi má sjá af Gulflight og Lúsi- taniu. Það er þeim að kenna, að rnillíónir dollara hafa tapast í Mexi- kó og þúsundir manna hafa látið þar lífið. Það er draumsjónamönn- unum að kenna, að ryki hefir verið kastað í augu vor, hvað Japan snert- ir. — Þeir tala svo mjúklega um “bræðralag manna” draumsjóna- mennirnir; þeir eru svo fullir af lærdómi, er þeir eru að tala um það, að þjóðirnar séu svo fátækar, að þær geti ekki farið í stríð, og að verzlunarhagur og viðskifti banni það. Þessir draumsjónamenn búast kjólfrökkum, stíga í ræðustól, með vatnsflöskur á borði og Bandaríkja- fánann að baki hinn 4. júlí og flytja þrumandi ræður um það, “að þjóð- in þessi (Bándaríkin) þurfi aldrei stríð að óttast, því cð þeir geti sigr- að allan heiminn”. En það hættu- legasta við þetta er það — þó að nú- verandi stríð kunni að raska því —, að margir hafa trúað þeim, og það r.ienn, sem vanalega eru góðri skyn- semi gæddir. William Jennings Bryan var einn jjeirra manna, sem taldi stríð óhugs- andi, og virti einskis allar bending- ar um það, að vér ættum að vera við stríði búnir. Og jjó að Norðurálfan væri á vígvöllinn komin með meira eða minna þaulæfðum skörum her mannanna, þá hélt hann því fram, að vér þyrftum enga æfða hermenn, því vér gætum á svipstundu kallað til vopna millíón hermanna. — En með millíón hermanna þurfum vér fimtiu þúsund vel .æföra foringja. En núí dag höfum vér 5,015 reglu- lega herforingja, og eru þar í taldir mennirnir úr forvarða-flokkunum (scouts) frá E'ilipseyjum. En Bryan gat ekkert uin það, að vér myndum lierforingja þurfa. Vér höfum ekki skotfæri til þcss aö berjast lengur en tvær vikur. Það var Woodrow Wil- son, sem sagði við árslok seinast, að jiað hefði ekki varnað Evrópu- þjóðunum að fara i stríðið, að þær voru undir jiað búnar, og hvers vegna ættum vér þá að fara að búa oss í stríð? Þetta og það, að þjóðin hefir þann hugsunarhátt, að það sé fyrir neðan sig að fara í strið, vek- ur hjá mönnum falskar vonir um, að öllu sé óhætt og ekker.t að óttast, og þetta sitrar um allan líkama þjóð- arinnar sem deyðandi eitur. Wilson og Bryan eru friðarpost- ular. Bryan notar friðardrauma sína sem pólitiskan fjársjóð. Og sem dæmi þess njá færa það til greina, að hann sagði af sér embætti sínu, þegar júní-skjalið frá Washi.ngton var sent til Þýzkalands. Þjóðverja í Berlín rak í rogastans, er þeir fréttu það; forseti Bandaríkjanna vissi ckki, hvernig hann átti að snúa sér, og alþýða Bandaríkjanna varð alveg forviða af undrun, þegar það frétt- ist, að skjalið, sem sent var til Ber- Iinar, var þá friðsemdarskjal, þó að Bryan hefði ógnað það sein ófriðar- skjal. Sjómálaráðgjafi Bandaríkja Haniels er friðarvinur og eins er David Starr Jordan. Þá eru Sósíal- istarnir i Bandaríkjunum friðarvin- ir, og það æstir, svo að þeir vana- legá fara með hrópyrði um hermenn Bandaríkja, svo sem Jack London, er segir: “Þér ungu inenn! Hið lægsta tak- mark lífsins er það, að vera her- maður. Enginn maður getur dýpra fallið en að gjörast hermaður, — neðar en það geta menn ekki kom- ist. Haldið drengjunum frá hernum. Þar er viti að vera. Niður með her- inn og niður með flotann!” Þetta er aðferð fjölda Sósíalist- anna. E!n miklu hættulegri en þeir eru þó friðarpostularnir, því að orð- um þeirra er meiri gauinur gefinn. Og sumarið sem leið sagði Dr. Jor- dan, litlu áður en stríðið byrjaði: “Þaö liggur í augum uppi, að það cr ómögulegt, að verulegt stríö komi upp meöal þjóöanna í Evrópu”. Og menn tóku orð Dr. Jordans trúanleg. En svo kom stríðið, og nú lieyrum vér aftur: Þetta er sein- asta stríðið. Það er svo voðalegt, að það er ekki hugsandi, að annað komi nokkurntima á eftir. Ein- liverntíma fá menn þó vitið aftur. Bandarikin verða á undan með frið- arfánann og breiða friðinn út yfir lieim allan. Þetta er fásinna! Orðatiltækið: að þetta sé seinasta stríðið, hefir kveðið við eftir að heita má hvert einasta stríð í sögu mannkynsins. — Það var árið 1860, að senatorar Bandaríkjanna komu fram með til- Iögu þá, að afnema flota Bandaríkj- anna. Litlu seinna kom þrælastríð- ið. Eftir Krímstríðið 1855 reit sagn- fræðingurinn Buckle sögu menning- arinnar og gat þess, að aldrei framar myndi stríð verða í heiminum. Og Iivenær sem friður hefir verið sam- inn milli þjóðanna, þá eins og læð- ist þessi háskalega hugmynd um meðal þjóða mannkynsins: — Nú eru þó stríðin búin! Það er óhugs- andi, að nokkurntíma framar fari menn að heyja stríð og slátra hver öðrum! Hættan af Panamaskurðinum. Þessari hugmynd hefir Evrópu- slríðið gefið harðan skell. Það hefir sýnt og sannað, að friðarhreyfing- arnar geta ekki haldið þjóðunum frá því að berjast hver við aðra. Og þetta er mjög mikilsvirði, þvi að stríðið kemur einmitt nú, þegar Panamaskurðurinn er opinn til um ferðar. Hryllingar stríðsins hafa látið menn missa sjónar á þessu. En Panamaskurðurinn hefir komið oss í nánara samband en áður við Evrópu og Japan. Og hann hefir myndað ógnarfulla skýjaflóka, sem lyftast munu hátt á himin upp, þeg ar stríð þetta blindar ekki lengur sjónir vorar. Má hér geta orða Lew- is Nixon um skurðinn, og er hann maður, sem mest þekkir til her- skipasmíða um heim allan. Hann segir svo: “Vér verðum einhverntíma að berjast fyrir skurðinum, nema vér séum fúsir til að selja af hendi meg- inið af réttindum vorum og tökum þá stefnu, að afla oss eigna, efla þær og bæta og gefa þær svo útlendum niönnuin”. Af því vér vorum óviðbúnir, seld- um vér af hendi rétt vorn til Breta, hvað skurðinn snerti árið 1913. Þó var England ekkert að ógna oss. Það var aðeins lagaspursmál milli vor og þeirra. En vér þurftum að Kaupa hjálp Englands, kaupa Breta til að halda Japönum aftur. Að vér séum óhultir fyrir stríði frá Evrópuþjóðum sökum afstöða vorrar, er vitleysa ein. Vér mundum aldrei fara að berjast við Evrópu- þjóðir í lönduin Evrópu. En vir yrðum neyddir til þess, að berjast við þær í álfu þessari. Getur oss ekki komið neitt slíkt til hugar, þegar vér hugsum oss Evrópu jijóðirnar, sem rúmast ekki fyrir í löndum sín- um, — hina bláfátæku, rifnu og sí- liungruðu verkamenn og nauðsyn- ina fyrir þá að fá meira land eða deyja? Og svo er Monroe-kenning- in. Aðalatriði hennar er það, að vér séum herrar og húsbændur yfir Vesturálfu þessari. Hún segir Ev- rópu þjóðunum, að þær geti engar nýlendur fengið, hvorki í Norður- tða Suður-Ameríku. Og ef þær reyni það, þá sé Bandaríkjamönnum að mæta, — þeir fari þá á móti þeim, eða þessari þjóð, og berjist. Með öllum sínum mikla og voða- lega herafla hafa Evrópu þjóðirnar að eins einn tólfta hluta af öllu landi lseimsins. En land vort hér, her- mannalaust, með lítinn og illa búinn flota, hefir umráð yfir helming alls liins óunna, ótekna lands í heimin- um. Hve lengi ætlið þér að þetta geti haldist? Og hafi mannkynssag- an ekki sýnt oss það tvímælalaust á umliðnum tímum, þá sýnir þetta nú- verandi stríð oss, að Norðurálfan er oiðin vön því að taka það, sem hún þarfnast, eða vill eignast. Og hún þarfnast og vill fá lönd í Suður- Ameríku. Þjóðverjar komast hvergi að á Austurlöndum og hvergi í Suð- urálfu. En Suður-Ameríka er þeim opin og þar vilja þeir að leita og þar eiga heima. Monroe forseti ætlaði, að Monroe- kenningin myndi koma í veg fyrir vandræði frá Evrópu þjóðum. En nú einmitt verður hún orsök til ó- friðar og styrjalda. Áður fyrri og t.lt til skamms tíma var það óhugs- andi og ómögulegt fyrir nokkra Ev- rópuþjóð, að reyna að taka land þar með nokkurri von um góðan framgang. Og ollu því hinir erfiðu og ókleyfu flutningar.. En nú eru skipin orðin svo stór, að á þeiin má heila herflokka flytja, hvar sem fara skal. Og tvær þjóðir hafa flota, sem hvor um sig er stærri en floti Banda- ríkja, en það er England og Þýzka- land, og að fáum árum liðnum verða flotar Japana og Frakka stærri en vor. Alt til þessa hefir liver þjóðin í Evrópu varnað annari að taka sér land í SuðUr-Ameríku; en nú breytir stríðið öllu þessu, þegar því lýkur. Alt til þessa var vélagjörð lítil og menn þurftu ekki efni til vélanna og höfðu ekki vinnu fvrir þær. En nú er alt annað. Alt til þessa hafa þjóðir Austurlanda verið sofandi. En nú er Japan vaknað og hellir nýlendumönnum inn í Suður-Ameríku. Skriðan er farin að síga. Og vér verðum ann- aðhvort að gefa upp umráð vor yf- ir álfu þessari, sem er fjórði hluti heimsins með helmingi auðæfa allr- ar jarðarinnar — með öðrum orð- um: fella niður Monroe-kenning- una — eöa þá berjast. Vottorð sögunnar. Atburðir mannkynssögunnar end- urtakast. Arið 1810 höfðu stjórn- málamenn Bandaríkjanna mjög líkar skoðanir og menn hafa nú sunnan línu. Þá var öll Evrópa í einu báli á móti Napóleon og Frökkum. Og Þá var það, að John Randolph frá Virginíu barðist fyrir því af kappi niiklu, að minka her Bandaríkj- anna bæði á sjó og landi og mælti þá þessi orð, sem vér minnumst: “Hvað ófrið snertir, þá höfum vér, lof sé guði, dýpi mikið, þar sem At- lantshaf er, svo djúpt og breitt að það getur varið oss allri hættu. Stríð er óhugsandi”. En tveimur áruin seinna !agði ó- vinaherinn út á þetta djúpa haf og breiða og fór yfir það, og áður en árið væri liðið höfðu hermenn Breta brent að grunni niður stor- byggingu þá, sem Randolph hafði flutt í ræðuna með stóru orðin og sjálfbyrgingsskapinn, sem um tíma jók svo sjálfstraust Bandaríkja- manna, að á hvers manns vörum voru orðin Randolphs: “We can lick all crealion!” og mörg önnur þessu lík. Hinn 20. maí 1810 mælti Potter í ræðu sinni á móti hermanna laga- frumvarpinu: “Bretland hið mikla hefir enga menn aflögu, til að senda hingað á land upp. Og þó að Bretar befðu mennina, þá mundu þeir ekki vera þau flón að gjöra það”. En ári seinna fórust Dawson frá Virginiu þannig orð: “Vér höfum alt, sem vér þurfum, öll verkfæri, vopn og vistir, sem nægja til þriggja ára stríðs — við allan þann herafla, sem nokkur þjóð getur hingað sent”. En þegar hið óæfða og illa búna lið vort var á flótta rekið við Blad- ensburg og Hvíta húsið í Washing- ton stóð í björtu báli, þá reit Dolly iDóróthea) Madison á þessa leið: “Úli sá eg smáhópana af hermönn- unum ráfa í ýmsar áttir, eins og þeir hefðu engin vopn eða hefðu tapað móði og áræði til að berjast fyrir eigin arni ^ínum”. En um þetta þarf ekki lengi að tala. Það eru nú mörg ár síðan, en ástandið er líkt nú og þá. Enn er hinn sami vitfirringslegi hroki hjá þingmönnunum, — og enginn mað- ur er við neinu búinn. Vér kennum börnum vorum að elska föðurlandið, en hirðum ekki um sannleikann. Á skólanum var oss kent, að vér hefð- um unnið stóran og mikinn sigur árið 1812. En sannleikurinn er sá, að Bretar höfðu að eins 55,000 her- menn; en vér höfðum 527,652, eða nærri 10 á móti einum Breta. En oss veitti sannarlega ekki af þeim, af því að árið 1810 höfðu þeir verið á þinginu Randolpharnir, Pottarnir og Dawsonarnir og margir þeirra líkar, -— alveg eins og vér höfum nú á þingi menn, sem eru að berjast móti öflugum her og flota. Margt er fleira líkt hjá oss þá og nú. Þá var verzlun vor tept og hindr- uð eins og nú. Þá var Bretland með þjóðunum i Evrópu, að berjast móti .einum fjandmannahóp; — þá var hvað eftir annað brotinn réttur á oss sem hlutlausri þjóð. Skip vor voru tekin og flutt á hafnir inn eða eyðilögð. Og nú hata Þjóðverjar oss af því, að vér höfum selt og flutt skotfæri. til Evrópu þjóðanna, og vér höfum orðið að fylgja flutnings- lögum og ákvæðum Breta. Og þegar vér ætluðum að kaupa þýzku skipin, sem flúðu undan Bretum inn á hafnir vorar, þá voru Bretar svo einbeittir, að vér þorð- um ekki að halda áfram með kaup- in og auka flota kaupskipa vorra. Þá hefir Bretland svo aukið tölu efna þeirra, sem bannað er að flytja, að það hnekkir stórlega verzlun vorri, einmitt þegar vér hefðum get- að grætt sem mest á henni. Og Þjóðverjar sökkva skipum vorum og deyða borgara vora, hvar á sjó sem er. — En England tekur farminn af skipum vorum og fer með sem Bretunum sýnist. Þetta á- stand á sér nú stað af því, að friðar- pstularnir voru að prédika fyrir oss sí og æ, að aldrei gæti nokkurt strið fyrir komið og þess vegna vorum vér alveg óviðbúnir. Málið verður í fám orðum þetta: “Ef þú getur greitt duglegt liögg af hendi, þá getu þú heimtað rétt þinn; en getir þú það ekki, þá verður þú saur að eta”. (“If you have the punch, you back up your rights, and if you haven’t the punch, you ‘eat dirt’.” Það var þýzkt fréttablað, sem á prenti fór þessum orðum uin Lúsi- taníu, er þeir höfðu sökt henni: “Oh, give America a little money and she will forget it’.’. (Oh, gefum Amcríku skildinga, þá gleyma þeir þessu). Þannig hugsa þjóðir Evrópu til Bandaríkjanna í Ameríku. En hvaða áhrif hefir þetta nú á Monroe kenninguna? Vér heyrum oft talað um hina fornu vináttu Frakka til vor og Breta nú á scinni tímum. Og Þjóðverjar eru náttúrlega vorir elskulegu vinir. Þetta voru alt góðir vinir vorir meðan vér vorum ekki í vegi þeirra. Frakkar voru svo góð- ir vinir vorir, að þegar vér höfðum hendur fullar í þrælastríðinu. sem alveg ætlaði að slíta oss i sundur, þá brutu þeir Monroe-kenninguna. Vér mæltum á móti; en Frakkar sintu því engu, en fóru með her manns inn í Mexikó, til þess að setja Maximilian þar á keisarastól. En þegar þrælastríðinu lauk, þá höfðum vér nóga hermenn, sem vér hefðum getað sent til Mexikó. En þegar Frakkar sáu, að vér höfðum hnefann til höggs reiddan, — þá brugðu þeir við og höfðu sig sem fyrst burt úr Mexikó. (Framhald).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.