Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.09.1915, Blaðsíða 1
RENNIE’S SEEÐSi HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTS,/^ BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co., Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THF ROSERY FLORISTS Phones Main 194. Night and Sun- day Sher. 2667 2S9 DONAl.D STHEET, WDJSIPEG XXIX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 2. SEPT. 1915. Nr. 49 Álit Mathers Samandreginn útdráttur úr skýrsln nefndarinnar, er á þessa leið. — 1. —Að allar kærur, sem nefnilin gefur skýrslu um, hafi rannsakaðar verið og reynst sannar vera, og eru þær þessar. 2. —Að áður en samningur var gjörður um þinghússbyggingarnar, hafi menn nokkrir gjört samsæri til þess, að ná peningum í kosninga- sjóð út úr upphæðum þeim, einkuin aukaupphæðum, sem lagðar voru til hygginganna; og skyldi jiess vegna fresta ýmsum fyrirhuguðum breyt- ingum, þangað til búið væri að “gefa út kontraktinn”, því að þá væri léttara að bæta við stórum aukaupphæðum fyrir ýmislegt. En mennirnir í samsæri þessu hafi í fyrstu verið þeir ' Sir Rodmond P. Roblin, Mr. Coldwell ,acting Min- ister of Public Works, og Thomas Kelly, aðalmaðurinn í félaginu Thomas Kelly &• Sons. 3. —Að Thomas Kelly & Sons hafi vitað um allar hinar fyrirhuguðu breytingar áður en tilboðin voru iögð fram. 4. —Að tilboðið frá Peter Lyall hafi verið hið eina tilboð, sem deild hinna opinberu verlta fékk í hendurj 2. júlí 1913, áður en tími sá var út- runninn, er auglýst var, að seinast- yrði á móti tilboðum tekið. Og aðj þetta tilboð Lyalls hafi verið sýnt Ivelly og liafi hann þá gjört sitt til- boð $3,250 lægra en tilboð Lyalls. Alt bendir á, að Sir Rodmond P. Roblin hafi verið maðurinn, sem lét Kelly vita alt um tilboð Lyalls. 5.—Að breytingin á undirstöð- unni, að hafa caissons í staðinn fyrir piling (steypta stöpla i stað- inn fyrir rekna), hafi verið heppi- leg. 6. —Að svikasamsæri þetta hafi Arerið stofn.vð til þess, að fá peninga í kosningasjóð, og þessu haldið á- íram og að því unnið alt til hins sið- asta. Að þessir hafi bæzt i samsæris félagið: Dr. R. M. Simpson, V. W. Horwood, byggingameistari fylkis- ins, og einn eða fleiri úr félaginu Kelly ifc Sons; og þessir allir unnu að framkvæmdum öllum meira eða minna í þessum sama tilgangi. — Engin sönnun er fyrir því að At- torney General J. H. Howden hafi verið í samsærinu í fyrstu. En fram- koma hans sýnir oss, að snemina hafi hann orðið við það riðinn. — \'ér ætlum, að Dr. Montague hafi ekki átt neinn þátt í því fyrst eftir að hann varð ráðgjafi opinberra verka. En i janúar eða febrúar hafi hafi Dr. Simpson gjört honum alt kunnugt um samsærið og tilgang þess, og þá hafi hann orðið einn af samsærismönnum. 7. —Að fyrir samsæri þetta hafi stórar peninga upphæðir verið svik samlega borgaðar til Thom'as Kelly & Sons úr sjóði fylkisins, sem þeir áttu ekkert tilkall til. 8. —Að Thomas Kelly dé Sons hafi borgað Dr. R. M. Simpson til kosn- ingasjóðsins stórar upphæðir if þessu fé, sem þannig var út svikið og stolið úr sjóði fylkisins. 9. —Að samkvæmt svikab’’dlu n þessum eða samsæri hafi kontrakt- örunum Thomas Kelly & Sons vevið borgaðar þessar upphæðir frá stjórn inni, sem þeir ekki áttu tilkall tii: Fyrir stólpana og gröft- inn .................$680,701.50 Fyrir stálið í norðurvegg bygginganna ......... 102,692.36 Fyrir suðurvænginn og neðri grind (grillage) 68,997.71 Fyrir múrstein í stað hnullunga (rubble) .. 17,968.73 Fyrir 3 íeta gröft undir bygginguna, sem borg- aður var en aldrei unninn ................. 21,734.80 Alls ........$892,098.10 10. —Að samkvæmt svikabrellum, eða samsæri þessu hafi þeir Sir Rod mond P. Roblin og Dr. Montague gjört samning við kontraktorana um $230,100 fyrir stálið í norður- vænginn, og var það þorra manna vitanlegt, að það var yfir liundrað þúsund dollurum meira en vera átti, og skyldi þessi viðauki allur ganga i kosningasjóð. 11. —Að Sir Rodmond P. Roblin ennfremur hafi gjört samning við kontraktorana um neðri grindina (grillage) í suðurvænginn, fyrir 215 þúsund dollara, og vissu þeir félagar allir, að þar i átti að felast nefndarinnar meira en hundrað þúsund dollarar til kosningasjóðsins. 12. —Að Sir Rodmond P. Roblin ennfremur gjörði samning hinn 4. júlí 1914 við kontraktorana um stálið í yfirbygginguna á suður- vængnum, miðparti og hvolfþaki þinghússbygginganna, upp á $802,- 550, og vissi bæði hann og kontrakt- orarnir, að í þessari uppliæð var fólgið stórmikið fé til kosninga- sjóðsins. En um livelfinguna var engin áætlun til og gat því enginn þeirra vitað neitt með vissu, hvað hún mundi kosta. 13. —Að Dr. Simpson hafi verið fjármála-agcnt þáverandi stjórnar til að koma i framkvæmd svika- brellum þessum og samsæri, og hvað snerti stöplana (caissons) og hina þrjá samninga úin stálið, þá á- kvað hann ýmist alla upphæðina til kosningasjóðsins i einni heild eða i prósentatölu af upphæðinni, og skyldi þetta leggjast við áætlun Horwoods og þetta gjörði Horwood.j Hann bætti öllum þessum tilteknu upphæðum við áætlun sína. 14. —Að Ilorwood tók þetta gott og gilt frá Dr. Simpson. Hafði Mr. Coldwell fyrst sagt honum að gjöra þetta, en síðar gjörði hann það með vitund og ráði Dr. Montagues. 15. —Að þeir Sir Rodinond P. Rob lin og Dr. Montague, einhverntima eftir 18. október 1914, en fyrir 1. janúar 1915, voru farnir að óttast afleiðingarnar af því Cf uppvíst yrði um samning þenna upp á $802,650, og eyðilögðu því ráðgjafa samþyktina (Order in Council) 4. júlí 1914, sem veitti þeim heimild lil að fullgjöra samning þenna, — eyðilögðu hinn umgetna samning og öll eftirrit hans og öll skjöl, er hann snertu, eða gátu leitt til þess að menn fengju vitneskju um hann, og sem þeir vissu um. 16. —Að Dr. Montague hafi verið samþykkur kontraktörunum Thom- as Kelly & Sons um það, að bæta þeiin upp allan skaða af eyðilegg- ingu samningsins með $75,000,sem kæmu frá byggingu hvelfingar þing- hússins — og að hann (Dr. Mon- tague) hafi þá sent Mr. Horwood til Chicago með Thomas Kelly til þess að semja um það við Mr. E. C. Shankland, að bæta við þyngd stáls- ins í hvelfingunni. svo miklu, sem nægði til þess að fá þessa upphæð; og ennfremur — að Mr. Horwood gat komið þessu til leiðar við Mr. Shankland. 17.—Að áætlunin uin stálið i hvelf- inguna, sem E. C. Shankland gjörði, er 467 tonnum meiri en hún átti að vera, til þess að geta fengið út úr þessu $80,000 aukaborgun handa kontraktorunum. 18. —Að stjórnin hafi samþykt að borga E. C. Shankland þessum 5 prósent á kontraktverð hvelfingar- irinar sem byggjast skyldi eftir upp- dráttum hans og áætlunum, og — að 23. des. 1914 hafi stjórnin borgað lionum upp i það (on account) 15 þúsund dollara. Þetta er meira en tvöföld upphæð við það, sem hann liefði átt að fá, hefði verið miðað við hæfilega þyngd stálsins og með sanngjörnu verði á því. 19. —Að meðan þingnefndin sat og skyldi rannsaka þetta í marz- mánuði 1915, þá gaf aðalumsjónar- maður þinghússbygginganna, W. A. Elliott, eftir beiðni Mr. Horwoods, vottorð um yarda-tölu “concrete” steypunnar í stöplunum (caissons) v'g William Salt breytti tölunum um dýpt stöplanna, einnig að beiðni Mr. Horwoods, — báðir í þeim til- gangi að blekkja og bera ósannindi fram fyrir nefndina. En í báðuin tilfellunum gjörði Mr. Horwood jvetta eftir skipun Mr. Coldwells. 20. —Að þegar þeir Mr. Coldwell cg Mr. Horwood urðu þess vísari að William Salt myndi ekki vilja sverja rangan eið um það, hvað stöplarnir næðu langt niður, — þá sendu þeir liann út úr fylkinu, svo aö þingnefndin gæti ekki náð i liann. 21. —Að vitni þessu William Salt l.afi verið borgaðar vissar mismun- andi upphæðir, meðan nefnd hinna opinberu reikninga sat að rannsókn- um sínum, og eftir að þingi var slit- ið, furðu stórár upphæðir, til þess að vera þar sem nefndarmenn gátu ekki með lögum náð honum. Og að þeir, sem mestan þátt tóku í því, að halda William Salt utan laganna á þessum tima, voru þeir: Mr. Cold- well, Mr. Howden, Thomas Kelly; Mr. Horwood og Dr. Simpson. En flugumennirnir (agents), sem þeir höfðu til þess, voru þeir Mr. W. A. Elliott, Mr. M. G. Hook, tveir vinnu- menn stjórnarinnar, og Mr. II. W. Whitla. 22, -—En er vér höfuin reiknað kontraktörunum fult verð fyrir öll I verk, sem þeir hafa unnið, og verð ; fyrir efnið á staðnum og stál smíð- að en ekki afhent, þar í talið verk j alt, sem unnið liefir verið frá 8. des. I 1914 þegar seinasta borgun varj greidd, fram að miðjum mai, þegar j verkið var stöðvað, — þá verður j niðurstaðan hjá oss sú, að kontrakt-i örunum hafi verið borgað meira en J þeir áttu svo nemur $701,093.59. 23. —Með þvi vér höfum ástæðu ti' að ætla, að burtuvera kontrakt- öranna úr löghelgi fylkisins muni vera um óákveðinn tima, þá hefir oss þótt ráðlegt, að leggja fram. þessa bráðábirgðar skýrslu bygða á sönnunum þeim, sem oss hafa i hendur borist. 24.—Þetta er þvi alt hér með lagt fram hinn 24. ágúst 1915. T. G. Mathers. D. A. Macdonald. Huglx J. Macdonald. Flugmannaskóli í Winnipeg. Colonel Meritt er frumkvöðull að fyrirtæki því. Segir einn merkur hershöfðingi, að flugmennséu svo svo mikilsvirði i stríði þessu og eftirkomandi orustum, að hann vilji heldur missa hálfa sveit manna (battalion), en einn flugmapn. Ríkir menn i borginni ætla að styrkja skóla þenna, og er búist við því, að $60,000 þurfi til þess að koma honum á stað. Hann á að bera sig sjálfur; en $400 þarf hver læri- sveinn að borga, er hann byrjar námið og er það borgun fyrir 3. mánaða kenslu. En þá er maðurinn fulllærður. essa peninga fær hver borgaða aftur, þegar liann gengur i herinn sem flugmaður. Colonel Merritt er einnig að koma skólum þessum á bæði i Hali- fax og Montreal. Búist er við, ef til vill, að skólinn verði hafður niður við vötn, Winni- peg vatn eða Manitoba vatn; því að þar er svo gott að lyfta sér upp af vatninu, ef vatnadrekar verða not- aðir. Þeir sem flug vilja læra verða að vera taugasterkir, snarráðir og hafa góða stjórn á sjálfuin sér, og þeir verða að vera fljótir að festa i huga sér myndir af landi því, er þeir fljúga yfir, og geta dregið af þvi skýrar og réttar myndir. Á þessu liður mikið, þegar þeir þurfa að sýna hárrétt. hvar sveitir og her- flokkar óvinanna eru. Flugmenn þurfa að hafa góða al- menna þekkingu, engu siður, ef ekki fremur en aðrir herforingjar. Enda ti þeir hátt kaup og hafa háa stöðu i hernum. Vel þurfa þeir að verá æfðir áður en þeir eru fullkomnir flugmenn. Sléttueldur. A föstudaginn var sléttueldur all- mikill norður og norðvestur af Win- nipeg á eitthvað 8 milna spildu og varð ekki við hann ráðið. — Allan næsta dag vissu menn ekki um 5 fjölskyldur, hvort þær væru lífs eða liðnar; flestir töldu þær af. Rænd- ur hlupu til að reyna að slökkva eld- inn og var þó seint við brugðið. En eitthvað fór það i ólagi. Voru lík- lega óvanir sléttueldunum, eða höfðu ekki nægan tíma og litla stjórn á vörninni. Þó fóru margir út með hesta sína og plóga, að^ilægja fyri eldinn og brenna. SloEkvilið bæjarins var kallað og bjóst það um að verja bæinn. En þarna úti var hvergi vatn að fá. Talað var um, að kalla út hermennina, en ekki vitum vér til að hafi orðið af því. Eldurinn fór þvert yfir West-Kil- donan sveitina og var seint á laug- ardaginn eitthvað tvær mílur vestur af veginum frá Selkirk til Winni- peg. Þúsundir tonna af heyi hafa brunnið, og barst askan úr eldin- um inn í norðurborgina. Sagt er að eldurinn hafi farið yfir 10 þúsund ir ekra. Ekki munu hús nein hafa brunnið, nema kanske stöku kofar, og mannalát hafa ekki orðið nein, svo að menn viti. En eldurinn hefir blaupið niður í svarðlagið þurt und- jr grasrótinni i mýrunum, og þar logar hann hægt og hægt og getur haldið áfram að loga fram á vetur, ef ekki er að gjört. Höfum vér séð þess dæmi í Bandaríkjunum, þar sem eldur hefir lifað í þriggja til fimm feta þyku svarðlagi langt fram á jólaföstu, þrátt fyrir frost og snjó. Slátrun kristinna manna í miklagarði. Emil Galli, fyrrum ritstj. að blaðinu I evant Herald, er nú nýsloppinn frá Jíiklagarði, og segir hann að Tyrkir Séu nú orðnir sannfærðir um, að Bandamenn vinni bráðlega sigur á Skaganum og brjótist gegnum Hellu- sund með allan sinn skipaflota. En áðalmaður Tyrkja, Enver Pasha, sé nú að brugga ráðin að myrða alla kristna menn i Miklagarði. Það voru háttstandandi vinir Galli, sem komu honum burt úr horginni. En kveldið áður en hann fór komu margir helztu menn af Tyrkjum til hans og báðu hann að fara þess á leit við Frakkastjórn, að þeir færu vægilega með Tyrki, og sögðu að allur þorri Tyrkja væri nú andvígur Þjóðverjum. Býst Galli við, að varfærnari mennirnir meðal Tyrkja muni bráðlega gjöra upp- hlaup á móti Enver Pasha. Þeim óar við því, hvað á eftir kann að koma, ef að Enver Pasha slátrar öllum kristnum mönnum i borginni. Fjárhagur Þjóðverja. Þýzka blaðið Vorwaerts ræðir um hina seinustu Jántöku Þjóðverja og bendir um leið á ástandið, sem verða muni i landinu, þegar striðið er búið —-. . “Þegar stI'iðinu er lokið”, segir blaðið, “verða skuldir ríkisins og I eftirlaun hermanna svo mikil að | nema mun tveimur og hálfri billíón J marka — $625,000,000 — í árlegum j útgjöldum o gafborgunum, eða litlu minna en öll útgjöld keisaradæmis- ins voru fyrir árið 1912. Með öðr- um orðum: allar tekjur keisara- dæmisins verða að eins nægar til þess, að borga renturnar af skuld- um þjóðarinnar. Það verður þvi ó- umflýjanlegt, að leggja á nýja skatta til þess að borga hin vana- legu útgjöld. Þeir, sem muna eftir deilunum út af sköttunum árin 1908 og 1909, geta þvi gjört sér nokkurnveginn hugmynd um, hvern ig þessu muni verða tekið”. En nú gjörir blaðið ráð fyrir, að Þjóðverjar sigri. En skyldu þeir nú biða lægri hluta og þurfa að borga skaðabætur fyrir allar borgirnar, sem þeir hafa brent, fyrir liverja ekru, sem þeir hafa eyðilagt; fyrir alt sem þeir beinlínis hafa stolið: af listaverkum, peningum, matvæl- um, varningi, stáli og járni, kolum og öllu öðru, hverju nafni sem nefn- ist, og lifeyri til ekkna og föður- og móðurleysingjanna, — því að alt eru þeir þetta þrent: morðingjar, ræningjar og þjófar, — skyldu þeir verða neyddir til að borga alt þetta, þá er hætt við, að hún þyngist nokk- uð á herðum þeirra byrðin og yrði ínun meiri en þessu þýzka blaði hefir talist. En sanngirni og rétt- læti krefst, að þeir borgi alt þetta. Meiri liðsöfnun í Cenada Enn er ætlast til að 50 þúsund her mönnum verði safnað frá Canada. Og eiga þær sveitir að vera æfðar og tilbúnar um jólin. En nú er 44 her- sveitin (Battalion) að búast til ferð- ar, og vantar þó í hana, svo að aug- lýsingar eru um alla Winnipeg að skora á menn að vera með. Fréttir frá Stríðinu Síðan blaðið kom út seinast, liefir striðið gengið sinn vanagang og það af kappi allmiklu á öllum köntum. Við Hellusund. Þar brutust um miðja síðustu viku 2 brynskip Bandamanna gegnum Hellusundin og létu hriðina ganga á bæði borð, er þau rendu á milli kastalanna, sem skutu á þau á báðar hendur. Ekki er að sjá, sem þeim hafi meint orðið af sprengivélum, SAMSONS BltÆÐURK 1R SAMSOM J. SAMSON. Jón J. Samson og Samson J. Samson eru fæddir i Keldudal í Hegra- nesi í Skagafirði. — Foreldrar þeirra voru: Jónas bóndi i Keldudal. Hann var sonur Jóns Samssonar, sem var 1. alþingismaður Skagfirðinga á ráðgefandi þingum. Móðir bræðra þessara heitir Björg Jónsdóttir; er hún ennþá lifandi. Þeir bræður fluttu til Kanada árið 1887. Voru um stundarsakir í Manitoba, en fluttu síðan til Norður Dakota. Voru þar um 9 ára skeið. Jón J. Samson innritaðist sem lögregluþjónn i Winnipeg borg 17. júní 1903. En Samson J. Samson 30. apríl 1904. Hafa þeir stöðugt gegnt þeim starfa siðan. Báðir kvongaðir. Eins og sézt á myndunum, eru þeir báðir stórir og stæðilegir menn. Enda ber lögregluþjónum svo að vera, ef inngöngu ætla að fá. Jón er 6 fet á hæð, rétt vaxinn og liðlegur i hreyfingum. Samson er 6 fet 1% Þuml. á hæð, vel vETxinn og í feitara lagi; en liðlegur i hreyfingum. — Báðir karlmannlegir og gerðarlegir, eins og myndirnar sýna. Má telja þá með gjörvilegustu fslendingum hér í Winnipeg. Mér er ekki nákunnugt um ættir þeirra né frænda-fjölda. En faðir þeirra, Jónas i Keldudal, þótti atgjörvismaður einn hinn mesti í Skaga- firði. Karlmenni og glímumaður og vel látinn. Þetta hafa skýrir og kunnugir menn frætt mig um. Eins og sézt eru bræður þessir búnir að hafa lögreglustarfa stöð- ugt i 11 og 12 ár. Allmargir íslendingar hafa gengið i lögregluna hér í bæ, en engir ilengst jafn lengi og bræður þessir. — Jón J. Samson hef- ir nú um fleiri ár verið réttar-oddviti og skýrslu-ritari. Samson J. Sam- son hefir nú í seinni tima verið innanhúss fangavörður. Eru hvort- tveggja góðar stöður. Auðvitað hafa þeir komið sér ágætlega á lög- reglustöðvunum, þar sem þeir hafa verið hafnir upp í innanhúss liig- reglustörf. Tiltölulega þekki eg mennina lítið, þó Jón nokkuð meira. En svo mikið þekki eg þá, að þeir eru Islendingum til sóma í stöðum sinum. Með eigin eyrum hefi eg heyrt hérlenda menn, sem mark má á taka, bera þeim bezta orð, og telja þá til heiðurs fslendingum. Um þetta er eng- um blöðum að fletta. Þeir bræður eru einir af þeim sönnu, göfugu fs- iendingum, sem skammast sin ekki fyrir ættjörð sina og þjóðerni sitt. Þeir þora að sýna, hverjir þeir eru. Og einmitt af þessu, að þeir eru sannir og raunhæfir íslendingar, get eg um þá opinberlega. Eg ann hverjum einasta fslendingi þakka og viðurkenningar, opinberlega, sem á það skap, kjark og ættjarðarást, að hringsóla ekki sem höfuðsóttar- kind inn í hérlenda mannlífs-sogandann. Þeir, sem eru ættjarðarvinir hér vestra, eru líka trúustu og beztu brezku borgararnir. Þeir þekkja tvent hið æðsta: ást og skyldu, — ást til ættjarðar'sinnar og skyldu við ríkið og þjóðfélagið, sem þeir fluttu til. Þessa göfgi hafa þeir Samson bræður í hreinum og ósviknum mæli. Ritað á Höfuðdag 1915. K. Asg. Benediktsson. og hafa Bandamenn einhvernveginn getað hreinsað leiðina. Enda eru nú margir neðansjávarbátar þeirra komnir inn í Marmarahaf og hafa sökt hverri fleytu tyrkneskri, sem á flot kemur úr höfnum eða víkum út. Þá lentu Bandamenn i Shuvla-vík vestan á skaganum, nær miðjum. | Er þar vatn innan við grandann, { einar 3—4 milur á hvern veg, og fóru þeir beggja megin við vatnið, og náðu hæðunum austur og suð- austur af vatninu áður en Tyrkir gátu veitt nokkra mótspyrnu; en þá komu þeir, og var þar barist ákaf- lega, þó gátu Tyrkir ekki meira en stöðvað þá. Varð þar mannfall svo mikið af Tyrkjum, að gjár í fjöllun- um urðu fullar af dauðum líkum þeirra, og í hitunum þar, fóru þeir fljótt að rotna; en lyktin varð -svo mikil að varla var líft þar nærri. — Er það nú opinbert orðið að Tyrkir liafa heimtað af Vilhjálmi, að hann komi og hjálpi þeim hið bráðasta, því annars verði þeir að gefast upp og semja frið við Bandamenn og taka hvaða kosti sem þeir bjóða. Þá herðir það og á þeim, að Rússar eru | itorðan við Sæviðarsund og eru nú orðnir nærgöngulir og -skjóta i kaf skip Tyrkja inni á sundinu; en hafa sent flugmannahópa inn yfir Mikla- garð og hafa þeir látið sprengikúl- um rigna yfir útjaðra borgarinnar, og gjört þar usla mikinn. Verður Tyrkjum óvært við, og flýja hver sem getur til Asiu og stöðvast ekki fyrri en i fjöllum uppi. Bandamenn á skaganum eru ein- lægt að þoka skotgörðum og gröfum sínum nær og nær Tyrkjum; það kostar að visu mikið mannfall oft og tiðum, en það smáþrengir að Tyrkjanum, og ljóst er þar oft á nóttu sem degi af skoteldum og lát- lausum sprengikúlum og ljósvönd- um skipanna, er þau láta leika á virkjum Tyrkja og gröfum, þegar barist er á nóttum. — Ekki hafa Rúmenar ennþá leyft skotfæralestum Þjóðverja að fara í gegnum lönd sin. En Þýzkir hafa haft önnur ráð til þess, að koma skotfærunum til vina sinna. Þeir hafa flutt þau á Zeppelin-skipum, eða flugbelgjunum hinum stóru. Þetta hafa þcir gjört einlægt í sum- ar og hafa haft til þess 12 Zeppe- lina, sem til samans hafa farið 280 ferðir og hver Zeppelin flutt i ferð hverri 4 ton af vopnum eða skot- færum, eða alls 1,140 ton, og fyrir það hafa Tyrkir getað haldið áfram bardögunum. (Framhald á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.