Heimskringla - 09.09.1915, Qupperneq 6
BLS. 6.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 9. SEPTEMBER, 1915
— Hver var hún?—
‘Jú, hún er mér við komandi’, sagði Upham með
ákafa. ‘Eg skal giftast ungfrú Brend, þrátt fyrir neit-
un hennar nú. Margur maður hefir fengið neitun, og
þó unnið sigur með þolinmæði sinni. Eg skal lyfta
þeirri vanvirðu-blæju, sem nú hylur nafn hennar, og
þá mun hún varla neita mér. Agnace, ert þú að verja
orðstír Henry Brends? Þú varst ung stúlka — aðeins
barn — þegar þú þektir hann. Eg hataði hann af því
að hann sóttist eftir þér; en það gleymdist brátt. —
Hann hvarf alt í einu og skildi þig eftir hrygga í huga.
Sé ungfrú Brend dóttir hans, þá hefir hann hlotið að
vera giftur einmitt þá — eða var hann ekkill?’
Ungfrú Powys stóð upp.
‘Afsakið að eg neita að svara þessum flækjuspurn-
ingum’, sagði hún. ‘Brend er dauður. Látið sögu
hans deyja með honum’.
Upham varð rauður af gremju.
‘Eg hefi stundum hugsað mér, Agnace, að þú hafir
lifað ógift sökum þessa fagra þorpara; og nú held eg
að það sé satt, — já, sannarlega. Og eg held þú þekkir
fyllilega æfisögu ungfrú Brend, og eg held — já í sann-
leika — eg held þú þekkir til þeirra ranginda, sem hún
hefir orðið fyrir.
Ungfrú Powys varð föl sem nár.
Upham sá, að orð hans höfðu hitt markið. Hann
varð alveg hissa en jafnfraint glaður.
‘Eg fer að skilja’, sagði hann hægt. ‘í helvíti er
enginn púki jafn ofsareiður og stúlka, sem er hafnað,
segir skáldið. Þú fékst að vita að Brend var giftur,
þegar hann var að tilbiðja þig; svo fanstu konu hans
og barn, og hefndir þín á honum með þvi að gjöra þeim
rangt á einn eða annan hátt. Þetta virðist nú óliklegt,
en eg held eg sé á réttu spori. Eg fer að skilja’, endur-
tók hann. ‘Það er bezt þú segir mér allan sannleik-
ann, Agnace, og að þú samþykkir giftingu okkar ungfrú
Brend, annars skal eg opinbera leyndarmál þitt’.
Svipur ungfrú Powys lýsti hinni dýpstu fyrirlitn-
ingu.
‘Níðingurl Að koma með hótanir til kvenmanns
og það til þinnar eigin frænkul, hrópaði hún. ‘Eg
ögra þér. Hafir þú ekki skynsemi til að skilja á-
kveðna neitun, þá þarf eg ekki að hræðast neitt frá
þinni hendi. Ungfrú Brend, eg vil að þér komið með
mér til herbergis mín’.
Agnace gekk út, jafn tiguleg og drotning.
Edda fylgdi henni án þess að lita við Upham, en
hann hikaði ekki við að ganga við hlið hennar og
hvísla að henni:
‘Fyrirgefið þér mér, Edda; en ást mín skal verða
endurgoldin. Eg skal komast eftir leyndarmálinu um
yður, og þér skuluð fá að þekkja það, en svo kref eg
yður sem endurgjald’.
Edda svaraði engu, en fylgdi ungfrú Powys til við-
talsstofu hennar.
Upham lokaði dyrunum á eftir þeim, og fór svo að
ganga um gólf i mikilli geðshræringu.
‘Á undarlegan hátt er eg komin á rétt spor til að
uppgötva leyndarmálið’, hugsaði hann. ‘Agnace veit
hver stúlkan er og þekkir alla æfisögu hennar. Eg trúi
ekki einu orði um ‘skömm og svívirðingu’, sem á að
hvíla yfir nafni ungfrú Brend. Hvað varð af Henry
Brerid, þegar hann hvarf? Er hann dauður? Elskaði
Agnace hann? Breyttist ást hennar í hatur? Eg hefi
aldrei getað liðið Agnace síðan hún neitaði bónorði
mínu fyrir mörgum árum síðan. Eg vildi að eg gæti
auðmýkt hana. — Ahl’
Voðaleg hugsun greip hann.
Hann fölnaði og settist skjálfandi niður.
‘Stúlkan iíkist Brend’, tautaði hann; ‘en stund-
um finst mér hún að sumu leyti likjast Agnace. Er —
getur það verið mögulegt, að Agnace sé móðir henn-
ar?’
Hann leit i kringum sig, eins og hann væri hrædd-
ur um að veggirnir heyrðu til sín.
‘Hvar var Agnace fyrir 19 árum siðan?’ tautaði
hann. ‘Stúlkan segist vera 19 ára. Agnace var þá 15
ára eða þar um; en samt getur það verið mögulegt.
Eg held að eg þekki leyndarmálið’.
Hann þaut á fætur og gekk fram og aftur um gólf-
ið í mikilli geðshræringu. Hraðaði sér svo upp á loft
til frænku sinnar.
Ungfrú Powys og Edda voru seztar; sú eldri á
silkiklæddan legubekk, en Edda á fótaskemil við hlið
hennar. Ungfrú Powys lék sér að dökku lokkunum
á höfði Eddu, og reyndi með vinsamlegu viðmóti að
ná trausti hennar.
‘Góða mín’, sagði hún. ‘Þér vitið nú að eg er vin-
stúlka yðar og þó hagið þér yður ekki gagnvart mér
sem slikri. Eg þekki yður ekki betur nú en daginn,
sem þér komuð, og þó langar mig mikið til að heyra
um liðna æfi yðar. Þér eruð ávalt svo kaldar og þög-
ular gagnvart mér’.
‘Um hvað á eg að tala, ungfrú Powys?’ sagði Edda
i bitrum róm. ‘Á eg að segja yður að eg hafi aldrei
haft gólfdúk á herbergi minu fyrri en eg kom hingað?
Að herbergi nunnanna eru skrautleg í samanburði við
herbergi mitt í Racket Hall? Að eg átti aldrei falleg
föt? Að eg lifði eins og einmana fugl á heiðinni, eftir
að kenslukonan yfirgaf mig og að enginn bar um-
hyggju fyrir mér?’ .
Ungfrú Powys fölnaði.
‘Nei, mig langar ekki til að heyra um þetta’, sagði
hún í hryggum róm; eg vissi ekki — eg hélt ávalt,
Edda — leyfið mér að kalla yður Eddu, ungfrú Brend,
— voru engar gleðistundir í lífi yðar á heiðinni? Átt-
uð þér aldrei vini? Mér þótti vænt um að heyra það,
að þér elskuðuð ekki Upham; en þegar hann spurði
yður, hvort þér elskuðuð nokkurn annan, roðnuðuð
þér. Hvers vegna roðnuðuð þér? Elskið þér nokk-
urn, Edda?’
Með hvaða heimild komið þér með slíka spurn-
ingu, ungfrú Powys?’
‘Með þeirri heimild, sem — vinstúlka hefir’.
Edda horfði fast á Agnace.
‘Vinur sýnir traust þeim, sem veitir honum trún-
að. Þér hafið aldrei sýnt mér neinn’.
Ungfrú Powys huldi andlitið með höndum sínum,
en svaraði engu. Hún skalf frá hvirfli til ilja, svo auð-
séð var að hún kvaldist.
Edda fann til meðaumkunar með henni.
‘Það skaðar engan’, sagði hún, ‘þótt eg segi yður
að eg hefi átt elskhuga. Eg veit ekki, hvar hann er,
eða hvort eg fæ nokkurntíma að sjá hann aftur. Hann
kom til að stunda veiðar á heiðinni í fyrrahaust. —
Hann sagðist ætla að koma aftur þetta ár; en eg gift-
ist honum auðvitað aldrei, þar eð hann er af heldra
fólki og er í hálfgjörðri ósætt við ættingja sina, svo
að slík gifting myndi eyðileggja hann. Eg myndi að
eins verða honum til skammar, eins og þér vitið, — og
þó — og þó — erum við heitbundin’.
‘Heitbundin? Edda, þú mátt ekki sjá hann aftur!
Vesalings barnið mitt, — mér kom ekki til hugar, að
bak við alt fjörið þitt væri slík sorg hulin’, sagði ung-
frú Powys. ‘En Edda, þú getur aldrei gifst. Ef eg
gæti liðið fyrir þig, skyldi eg glöð gjöra það. Edda,
þú mátt trúa því, að eg skyldi með ánægju gefa lif mitt
til þess að þú yrðir lánsöm’.
Hún laut áfram og kysti andlit ungu stúlkunnar
með ákafa.
Á sama augnabliki var barið að dyrum, og Upham
kom inn i æstu skapi.
‘Afsakaðu Agnace’, sagði hann; ‘en eg hefi fund-
ið nýja sönnun fyrir málefni mínu, og eg er kominn til
að segja þér hver hún er. Eg held að þú samþykkir
giftingu okkar ungfrú Brend, og munir jafnvel hvetja
mig til að eiga hana’, sagði hann mikilmannlega. ‘Eg
held eg hafi fundið það, sem ræður gátuna. Eg held
þú sért móðir hennar’.
Ungfrú Powys stökk á fætur og benti hörkulega á
dyrnar.
‘Eg skal strax fara, kæra frænka’, sagði Upham
drembilega. ‘Eg skal komast eftir sannleikanum í
þessu efni, og sýna hver þú ert. Þegar eg kem með
sannanirnar fyrir þvi, að ungfrú Brend sé þín eigin
dóttir, þá verðurðu að komast að samningum við mig
— skilurðu það! Eg hefði kvongast Eddu aðeins fyr-
ir hennar myndarlega útlit og góða ætterni. En af
því skuggi hvilir yfir nafni hennar, krefst eg sem
hennar hluta, helmingsins af privat eignum þinum.—
Ef þú neitar, skal eg segja föður þínum hver þú ert.
Eg ræð ykkur til að gefast strax upp. Eg hefi alt i minni
hendi og veiti enga líkn. Eg kem á morgun til að
heimta svar ykkar’.
Hann fór út og skelti hurðinni hörkulega á eftir
sér.
16. KAPÍTULI.
/ gildrunni.
Þegar Ronald var búinn að senda vagninn sinn
burtu þenna óhappadag, sem hann hvarf, hélt hann á-
leiðis til Hackney Downs. Það var hlýr og viðfeld-
inn dagur í ágúst; loftið létt og þægilegt eins og á vor-
in. Ronald gekk i hægðum sínum, þó hann væri nú al-
bata orðinn eftir veikina, og hann gekk inn til kjöt-
sala og brauðgjörðarmanns, til að spyrja um nýkomna
gesti. Hann gekk eftir tveim eða þrem götum, og kom
loks í eina, sem var breiðari, lengri og beinni en hin-
ar, og virtist liggja beint til Downs. Beggja megin við
götuna voru háir múrgarðar, og i þeim voru með stuttu
millibili dyr, sem málaðar voru brúnar. Við hliðina
á hverjum dyrum voru málm-handtök til að hringja
með dyraklukkunni, og nafnið á húsinu bak við garð-
inn málað á hverja hurð. Ronald las nöfnin sér til
gamans.
Húsin voru lagleg að sjá og tvílyft, — eigendurn-
ir kölluðu þau listihús — með skrautlega framhlið,
stóra glugga úr þyku gleri, og jurtagarða með allskonar
ávöxtum. Á sumum þeirra voru auglýsingar um, að
þau væru til leigu. Sum þeirra sáust varla, af því þau
voru umkringd af háum trjám.
“Maður gæti sezt að í þessum húsum og talið víst,
að hann findist aldrei’, hugsaði Ronald. ‘Eg get naum-
ast séð húsin liérna megin sökum múrgirðingarinnar.
Eg get naumast haldið, að barúninn hafi flutt Helenu
hingað, og þó er hér ágætur felustaður’.
Hann hélt áfram göngu sinni.
Hann hafði séð fjölda af húsum í jöðrum Lund-
úna borgar, sem voru umkringd háum múrgirðingum;
en þó ekki lík þessum. Hann langaði mikið til að kynn-
ast þeim betur, og þegar vinnukona opnaði.einar dyrn-
ar og kom út, notaði hann tækifærið til að lita inn og
sjá, hvernig fyrirkomulagið var.
En svo brosti hann að flónsku sinni og hélt á-
fram.
Á sömu stundu sá hann karlmannlegan mann í
fjarlægð, sem hann þekti eða hélt sig þekkja. Maður
þessi kom út úr hliðargötu, og gekk í hægðum sínum
í átlina ,til Downs.
Þetta var jarlinn irá Charlewick.
Ronald þóttist viss í sinni sök, að þe \ væri jarl-
inn, að dæma eftir breiðu herðunum, fjörugu hreyf-
ingunum og ruggandi göngulaginu. Og þegar svo vildi
til, að hann leit við eftir vagni, sem fram hjá ók, og
hann sá dökka, spænska andlitið að nokkru leyti, var
hann ekki lengur í nokkrum efa.
Ronald fór að ganga hraðara til þess að ná í
frænda sinn; en svo hugsaðist honum að það væri
ekki hyggilegt.
‘Hann ætlar a ' líkindum að heimsækja barúninn;
en ef hann sér mig, hættir hann við það. Eg verð þvi
að forðast að hann sjái mig, svo eg geti komist eftir,
hvar barúninn býr og svo fundið Helenu seinna’.
Ronald fór að ganga hægra, svo bilið á milli þeirra
yrði lengra. Jarlinn leit við og við út#á götuna, en
sneri sér aldrei algjörlega við.
Jarlinn virtist vera í góðu skapi, því hann veifaði
stafnum sínum. Og ekki virtist hann vita neitt um, að
honum væri veitt eftirför.
Alt í einu greip ótti Ronald.
Máske hann sé nú búinn að finna Helenu, og sé á
heimleið’, hugsaði hann. ‘Hvert spor máske fjarlægir
mig henni. Eg held eg verði að ná í hann. Og þó
ekki! hann heldur á blómvönd. Hann er á leið til
hennar! Forsjónin hefir leitt mig á rétta leið í dag’.
Jarlinn hægði göngu sina, stóð svo alt í einu kyrr
fyrir framan einar dyrnar og hringdi. Nú sneri hann
andlitinu að Ronald, svo allur efi hvarf.
Ekki vildi Ronald standa kyrr, en gekk ofur hægt.
Jarlinn virtist ekki sjá hann, þvi hann sneri sér að
dyrunum, er strax voru opnaðar.
Nú hálfhljóp Ronald.
Það var nauðsynlegt, að sjá inn í hvaða hús hann
fór, annars var alt óriýtt. Þegar hann kom að dyrun-
um, sem jarlinn hvarf inn um, sagði hann við sjálfan
sig:
‘Eru það þessar dyr eða þær næstu? Eg verð að
bíða þangað til hann kemur út, til þess að vera viss
um það’.
En þá heyrði hann næstu dyrum læst og fótatak
bak við múrinn.
‘Svo þetta er þá staðurinn’, hugsaði hann. ‘Þeir
eru á verði þarna inni. Þetta er þá afvikni staðurinn
barúnsins, og Helen er hins vegar við þenna múr. Ef
til vill er jarlinn að tala við hana núna, segja henni að
eg sé veikur eða dauður. En hann skal nú ekki vera
lengi einn þarna inni; eg skal láta sjá mig og hugga
ástmey mína’.
Hefði Ronald verið eldri og gætnari, þá hefði
hann eki strax troðið sér inn; hann hefði þá beðið
þangað til hann hefði náð i vinnukonu, og borgað
henni fyrir að færa Helenu bréf; en af því hann var
hreinskilinn og hrekkjalaus, hringdi hann dyrabjöll-
unni.
Nafnið á dyrunum var Vine Lodge, sem hann festi
í huga sér. Dyrnar voru nú opnaðar, svo sem fjóra
þumlunga, og gamall maður gægðist út um rifuna, og
spurði hvert erindi hans væri. '
‘Býr barún Clair hér?’ spurði Ronald.
‘Þó svo væri, að hann byggi hér’, svaraði maður-
inn hvast. ‘Þá óskar hann ekki eftir heimsókn nokk-
urs manns’.
Maðurinn lét sem hann ætlaði að loka dyrunum,
en þá rétti Ronald honum gullpening.
‘Eg sá jarlinn frá Charlewick ganga hér inn rétt
núna’, sagði Ronald. ‘Eg er bróðursonur hans, lávarð-
ur Ronald Charlton; lofaðu mér að koma inn, gamli
maður’.
Gamli maðurinn velti gullpeningnum í hendi
sinni, beit í hann og leit svo rannsakandi augum á lá-
varðinn.
‘Ef þér eruð bróðursonur jarlsins frá Charlewick’,
sagði hann, ‘þá getið þér komið inn; þó reglan sé að
hleypa engum gesti hingað inn. Eg hélt að það væri
vinnukonan, sem hringdi, — annars hefði eg ekki
opnað’.
Karlinn opnaði nú dyrnar og Ronald gekk inn.
Svo læsti hann dyrunum ok lét slagbrand fyrir;
gekk svo eftir mjóum stig gegnum kjarr að bakdyrum
hússins.
Ronald gekk á eftir honum. Hann sá mörg hávax-
in tré kringum húsið.
Hús þetta var líkt hinum húsunum að öðru en þvi,
að hringinn í kringum það óx vínviður, sem næstum
þvi byrgði gluggana, en samt var það viðfeldið og
smekklegt.
Ronald gekk upp breiðu steintröppuna, sem lá
frá malarstignum að dyrunum, og barði á þær.
Gamli maðurinn, sem hleypti honum inn fyrir
girðinguna, hafði farið inn um bakdyr, og kom nú
másandi og blásandi að Ijúka upp þessum dyrum fyrir
honum.
Hann var hár og kraftalegur maður, með gráa
hárkollu, grátt skegg, gleraugu og klæddur einkennis-
búningi þjóna.
‘Fylgdu mér inn í stofuna, góði maður’, sagði
Ronald, og tók upp annan gullpening. ‘Eg hefi ekk-
ert nafnspjald með mér. Þú getur nefnt nafn mitt við
dyrnar’.
Þjónninn tók við peningnum, fylgdi Ronald upp
á loft og sagði til hans.
Ronald geklc inn í stórt herbergi, sem var fremur
dimt og nokkuð kalt. Vinviðurinn þakti gluggann al-
gjörlega, svo birtan komst aðeins inn í gegnum hann.
Húsmunirnir höfðu haft fagran lit; en voru nú mikið
slitnir. Húsið hafði sjáanlega verið leigt með tilheyr-
andi húsmunum.
Ronald leit í kringum sig.
Fyrst hélt hann að enginn væri í herberginu; en
þá heyrði hann að stóll var hreyfður i fjarlægasta
horninu og vissi þvi að hann var ekki einn. Hann
gekk þvert yfir gólfið, og sá þá að maður stóð upp af
stólnum og kom á móti honum. Það var jarlinn frá
Charlewick.
Ilskulegt bros lék um viðbjóðslega munninn á
jarlinum, þegar hann hneigði sig háðslega fyrir Ron-
ald lávarði.
‘Svo það eruð þér, Ronald?’ hrópaði hann. ‘Þér
drukknuðuð ekki? Þér dóuð ekki úr veikinni? Þér
fenguð bréfið mitt? Það er gott. Nú, hvert er erindið
hingað?’
‘Hægan og hægan’, lávarður’. sagði Ronald rólega.
‘Eg elti yður hingað. Eg kom til að finna ungfrú Clair.
Hvar er hún?’
‘Það lítur svo út, sem við séum báðir í sömu er-
indagjörðum’, sagði jarlinn. ‘Við viljum báðir ná í
Helenu. Já, hún er falleg, Ronald. Mér geðjast vel
að þessum laglegu, Ijóshærðu stúlkum með aðlaðandi
blá augu, fagran hörundslit, hinn — en eg er orðinn
reglulegur Romeo, heimskulegur, smjaðrandi elskhugi.
Eg hefi ort um augnabrúnir hennar, — eg hefi sungið
mansöngva henni til heiðurs, — öll skáldlistin i minu
spænska eðli hefir nú gjört vart við sig. Eg segi yður
satt, Ronald, yðar tími er nú úti’, sagði jarlinn háðs-
lega: ‘Úr sýn og liuga! Helen heldur að þér séuð
hættur að hugsa um sig’.
‘Það er ekki satt. Því kemur hún ekki. Hvar er
barúninn?’
‘Hann er farinn að sækja Helen. Hún kvað vera
ofurlítið feimin, sú litla daðurdrós. Svo þér funduð
mig hér, Ronald? Þér gætuð unnið yður inn stórfé,
sem spæjari’.
Háðið var svo bítandi í hegðan jarlsins og orðum,
að Ronald varð hálf órólegur. Hann hélt að jarlinn
vildi vekja þrætu, og til þess að forðast slíkt, sneri
hann sér við og gekk til dyra í því skyni, að bíða komu
Helenar við dyrnar.
Hann var ekki búinn að stiga nema fáein skref,
þegar jarlinn þaut að honum og barði hann niður. -
Ronald reyndi að verja sig, en gat ekki. Hann var sem
barn í járngreipum jarlsins. Hann kallaði á hjálp, og
gamli maðurinn kom hlaupandi inn með kaðal í hendi
til að binda hann.
Aftur reyndi hann árangurslaust að losa sig og
kalla á hjálp; en hann lá bundinn og ósjálfbjarga á
gólfinu, og horfði út i bláinn.
' ‘Farðu með hann i herbergið, sem honum er ætl
að’, skipaði jarlinn. Eg kem strax að finna hann. Eg
þarf að tala við hann nokkur orð’.
Gamli þjónninn tók Ronald og bar hann á öxlinni
inn í herbergi í bakbyggingunni. Hann kastaði hon-
um hranalega á gólfið, fór svo út og læsti á eftir sér
dyrunum. Ronald var litla stund einn í myrkrinu, en
svo heyrði hann fótatak óvinar síns úti í ganginum.
17. KAPÍTULI.
Skyndileg breyting.
Jarlinn kom inn í lítla bakherbergið, þar sem
Ronald hafði verið fleygt inn. Ilerbergi þetta var að
eins hola, 8 fet á lengd og breidd, gluggalaust roeð fer-
kantað gat yfir dyrunum, til þess að hleypa lofti inn.
Gangurinn fyrir framan holu þessa var líka dimmur,
svo þar var algjört myrkur. Engir húsmunir voru þar
og enginn dúkur á gólfinu.
Þarna lá Ronald bundinn á gólfinu, hugsandi um
göfuga mótstöðu.
Jarlinn brosti ógeðslega og sigurhróss glampa brá
fyrir í augunum.
Jarlinn hélt á ljósi í hendinni, sem hann lét á gólf-
ið, krosslagði handleggina á brjósti sínu og naut glcð-
innar yfir þvi, að sjá óvin sinn liggja þarna hundinn.
‘Sigraður en ennþá þrjóskur’, sagði jarlir.n i mjög
háðskum róm. ‘Gæti augnatillit drepið, mundi eg
falla dauður niður við fætur yðar. Hlífið þér ir.ér
við eldingunum úr augum yðar, kæri bróðursonur.
Þér gjörið mig örmagna!’
‘Háðið yðar er alveg gagnslaust’, sagði Ronald
rólegur; ‘en ef yður er sönn ánægja að því, þá þurfið
þér ekki mín vegna að hætta við það’.
‘Þér takið þessu með ró’, svaraði jarlinn. — ‘Eg
bjóst við, að finna yður veinandi og kveinandi. Eg
hélt þér væruð önnur eins veimiltíta og faðir yðar
var; en þér lítið út fyrir að hafa kjark og karlmensku.
Þess betra! Samfundir okkar til þessa, elskulegi bróð-
ursonur minn, hafa verið svo fáir og stuttir, að eg
þekki yður mjög lítið; en nú höfum við tima cg tæki-
færi til að kynnast. Við getum nú talað eins mikið
saman og við viljum, án þess að vera hræddir um, að
við verðum truflaðir’.
‘Það er hugrakkur maður, sem þarf að hafa óvin
sinn bundinn á höndum og fótum, áður en hann þorir
að tala við hann’, sagði Ronald.
Jarlinn roðnaði, augun skutu eldingum og hann
þreifaði um brjóstið, eins og hann væri að leita að
földu vopni.
‘Eggið þér mig ekki um of, sagði hann aðvarandi.
‘Þegar eg er reittur til reiði fram yfir ákveðið tak-
mark, missi eg vald yfir breytni minni. Knýjið þér
mig ekki til að gjöra yður mein’.
‘Haldið þér að nokkur þurfi að knýja yður til
þess!, sagði Ronald hiklaust. ‘Þér reynduð einu sinni
að deyða mig i Charlewick garðinum. Þér virðist
samgróinn glæpsamlegum og ólöglegum störfum. Þér
brúkið vald, þar sem aðrir reyna sannfæringu’.
Jarlinn leit grimdarlega til hans og svaraði heift-
úðugur:
‘Eg er ekki skapaður eins og þér. Heita spænska
blóðið mitt hvetur mig til framkvæmda, sem yður
mundi ofbjóða. Eg er að eðlisfari ofbeldismaður og
ákafur, en þér — svei! í yðar æðum flýtur mjólk og
vatn. Þér getið ekki hatað, — þér getið ekki elskað.
En að því er mig snertir, þá hata eg yður til dauðans,
og ást mín er sem sléttueldur í Ameríku — hann hrek-
ur og sigrar alt sem fyrir honum verður’.
Innköllunarmenn Heimskringlu:
1 CANADA. /
F. Finnbogason Árborg
F. Finnbogason Arnes
Magriús Teit Antler
Pétur Bjarnason St. Adelaird
Páll Anderson Brú
Sigtr. Sigvaldason :.... ....Baldur
Lárus F. Beek ....Beckville
F. Finnbogason ..Bifrost
Ragnar Smith Branaon
Hjálmar O. Loftson Bredenbury
Thorst. J. Gíslason Brown
Jónas J. Húmfjörd Burnt Lake
B. Thorvordsson Oalgarv
Óskar Olson Churehbrigde
J. K. Jónasson Dog Creek
J. H. Goodmanson Elfros
F. Finnbogason Framnes
John Januson Foam Lake
Kristmundur Sæmundsson Gimli
G. J. Oleson Glenboro
F. Finnbogason Geysir
Bjarni Stephansson Hecla
F. Finnbogason Hnausa
J. H. Lindal Hoiar
Andrés J. Skagfeld Hove
Jón Sigvaldason Icelandic River
Árni Jónsson fsafold
Andrés J. Skagfeld Ideal
Jónas -J. Húnfjörð Innisfail
G. Thordarson Keewatin, Ont.
Jónas Samson Kristnes
J. T. Friðriksson Kandahar
Thiðrik Eyvindsson Langruth
Oskar Olson Lögberg
Lárus Árnason Leslie
P. Bjarnason Lillesve
Eiríkur Guðmundsson
Pétur Bjarnason
Eirfkur Guðmundsson Mary Hill
John S. Laxdal
Jónas J. Húnfjörð
Paul Kernested
Gunnlaugur Helgason Nes
Andrés J. Skagfeld Oak Point
St. O. Eirikson....
Pétur Bjarnason
Sigurður J. Anderson Pine Valley
Jómas J. Húnfjörð
Ingim. Erlendsson
Wm. Kristjánsson Saskatoon
Snmarliði Kristjánsson
Gunnl. Sölvason
Runólfur Sigurðsson
Paul Kernested
Hallur Hallson Silver Bay
A^.Tohnson
Andrés J. Skagfeld
Snorri Jónsson
J. A. J. Lindal
Jón Sigurðsson Vidir
Pétur Bjarnason
Ben B. Bjarnason Vancouver
Thórarinn Stefánsson
ólafur Thorleifsson
Sigurður Sigurðsson.... Winnipeg Beach
Thidrik Eyvindsson
Paul Bjarnason
í BANDARÍKJUNUM.
Jóhann Jóbannsson
Thorgils Ásmundsson .....Blaine
Sigurður Johnson Bantry
Jóhann Jóhannsson Cavalier
S. M. Breiðfjörð Edinborg
S. M. Breiðfjörð
EIís Austmann Grafton
Árni Magnússon
Jóhann Jóhannsson „Hensel
G. A. Dalmann Ivanhoe
Gunnar Kristjánnson Milton, N.D.
Col. Paul Johnson Mountain
G. A. Dalmann Minneota
Einar H. Johnson ..._Spanish Fork
Jón Jónsson, bóksali Svold
Sigurður Jónsson Upham