Heimskringla - 16.09.1915, Síða 6

Heimskringla - 16.09.1915, Síða 6
BLS. 6. HEIMSKRINGIA. WINNIPEG, 16. SEPT. 1915. —Hver var hún?— ‘Ást yðar og hatur eiga það sameiginlegt, eins og þs'r segið, að þau leiða af sér dauðann’, sagði Ronald. ‘Það eru allar líkur til, að þér vitið ekki hvað ást er’. ‘Ekki það!’ hrópaði jarlinn. ‘Eg hefi nýlega séð Helenu, búið undir sama þaki og hún, hlustað á mál- róm hennar, athugað andlitsdrætti hennar, svo eg veit, hvað ást er. Eg elska hina Ijóshærðu Helenu yð- ar, Ronald. Hvert eitt hár hennar er mikilsvirði í minum augum. Ilún verður myndarleg greifainna á Charlewick. Faðír hennar hefir gefið samþykki sitt til giftingar okkar, og það sem meira er — hann hefir tekið að sér að fá hana til að samþykkja það’. ‘Það verður enginn hægarleikur. Er ungfrú Clair i þessu húsi?’ spurði Ronald nokkuð ákafur, þrátt fyr- ir sjálfsstjórn sina. ‘Nei, og hún hefir aldrei verið hér’. ‘Er barúninn hér?’ ‘Nci, hann hefir aldrei verið hér heldur, og hann mun aldrei flytja dóttur sína til East End í London. Hin aðalborna ungfrú Clair ætti að vera i Hackney! Nafnið sjálft bannar það’. ‘En eg spurði eftir barúninum við dyrnar, og þjónninn gaf mér í skyn að hann væri hér’. “Þjónninn er minn vinnumaður. Hann segir það, sem eg hefi sagt honum að segja. Hann beið yðar og átti litlu ræðuna sína tilbúna’. ‘Bcið mín! Það er ómögulegt!’ ‘Alls ekki, góði bróðursonur. Eg stóð bak við eitt götuhorn og beið yðar, og þegar eg hafði staðið þar timunum saman, sá eg yður loksins koma langt í burtu. Þá gekk eg inn í götuna og lét sem eg sæi yður ekki, en eg vissi að þér höfðuð séð mig og eltuð mig. Eg fór á undan yður til þessa húss, sem er sú gildra, er beð- ið hefir yðar i marga daga; þar eð eg bjóst við yður fyrri’. ‘F.r það meining yðar, að þetta hús hafi verið leigt i þvi skyni að tæla mig inn i það?’ ‘Einmitt í því skyni og engu öðru. Eg sá aug- lýsingu yfir dyrunum um það, að þetta hús væri til leigu ásamt húsmununum. Eg leigði það — og hér er- uð þér- nú’. Ronald var hálf ruglaður. Hann fór nú að skilja að hann hafði verið gintur inn í þetta hús svo lævís- lega. að hann gat ekki áttað sig á því . ‘Eg veit að þér hafið búist við þvi, að eg myndi fara að leita ungfrú Clair, þegar eg yrði fær um það’. sagði hann seinlega. ‘Eg veit að þér hafið talið vist, að bréfið mitt mundi hvetja mig til að leita hennar. Eg veit að yður hefir grunað, að eg rriundi kviða fyrir óhultleik hennar, — en hvernig gátuð þér vitað að eg mundi fyrst leita í London? Hvers vegna gátuð þér vænst mín hingað?’ ‘Það er auðskilið. Eg hefi gætt yðar nákvæm- lega síðan þér fóruð frá Litla Charlewick. Ekkert af því sem þér sjálfur, þjónn yðar eða Harton hafið gjört, er mér ókunnugt. Eg vissi að þér leituðuð i norður og austur jöðrum borgarinnar. Eg vissi, að þér mynd- uð að siðustu koma til Hackney og þá óhjákvæmilega í þessa götu, og þvi leigði eg þetta hús og beið yðar sem kónguló hjá netinu sínu. Ef þér hefðuð hafið rannsóknir yðar í Surrey, þá hefði eg leigt þar hús, en ekki hér. Skiljið þér þetta nú?’ spurði jarlinn. ‘Nei, eg er enn í vafa. Það er eins og þér þekkið hugsanir mínar og áform, — en það er óhugsandi. Þér eruð slægur, — en hvernig gátuð þér búist við mér hingað i dag?’ ‘Eg bjóst við yður í gær, og stóð nokkrar stundir og beið yðar; en þér komuð ekki. En i morgun hafði eg mann við hóteldyrnar, þar sem þér sofið; hann heyrði yður segja, að þér ætluðuð til Hackney í dag, og kom strax og sagði mér frá því. Eg vissi að þér nninduð koma i þessa götu og beið yðar hér’. Ronald var nú ekki fyllilega ánægður með þessa skýringu; enda þótt hann findi ekkert annað líklegra. Hefði hann nú ekki komið i þessa götu? Hefði hann ekki komið til Hackney? Jarlinn virtist lesa hugsanir hans og brosti ógeðs- lega. ‘Þó þér hefðuð ekki af eigin vilja komið til Hack- ney, þá hefði eg fundið upp á einhverju til að ginna yður hingað; og hefði það ekki lánast, þá hefði eg flutt yður hingað með valdi. Þér skiljið það máske ftú, að eg byrja ekki á neinu, sem er í óvissu, en að eg veit vel hvað eg gjöri. Eg tók mitt áform og fylgdi því’. ‘Jæja’, sagði Ronald. ‘Það lítur svo út að þér hafið verið heppinn í þessu tilfelli. Ungfrú Clair er ekki í þessu húsi, hcfir aldrei verið hér 'og veit ekki að það er til. Hvar er liún þá?’ - ‘Eg get_£kki gefíð yður meiri upplýsingar en í bréf- inu voru. Það er ekki hægt að finna hana. Hún er vel geymd’. ‘Það vona eg hún sé’, sagði Ronald efandi. — ‘En fyrst þér neitið að segja mér, hvar hún er, viljið þér þá segja mér, hvers vegna eg er hér? Er það áform yðar að myrða mig?’ ‘Myrða yður? Þér gjörið mig hræddan, minn kæri bróðursonur’. ‘Finst yður þessi hugsun svo ósanngjörn og hræði- leg?’ spurði Ronald. ‘Þér reynduð að drepa mig við Charlewick?’ ‘Þér eigið við tilviljanina í vatninu. 1 reiði minni gjöri eg stundum það, sem eg get ekki gjört með köldu blóði. Undir vissum kringumstæðum myndi eg ekki hika fremur við að drepa yður en flugu; en eins og stendur er það ekki áform mitt. Vegna þæginda minna og hugarrósemi, er það nauðsynlegt, að þér hættið þessum leitum yðar eftir Helenu, og gefið mér tíma til að biðja hennar. Þér gætuð af tilviljun komist að því, hvar hún er, og nærvera yðar gæti tafið fyrir mér. — Eg kýs heldur, góði vinur, að vita af yður í fjarlægð einn mánuð eða tvo, og að starfsetja Harton og þjón yðar við að leita yðar i stað ungfrú Clair’. ‘Þeir geta máske fundið mig svo fljótt, að hin ó- þægilega nærvera mín við yður yrði möguleg’. ‘Eg ætla að eiga undir því. Eg skil yður eftir hér hjá Pietro’, sagði jarlinn. ‘Hann er reglulegur úlfur, og eins tryggur við mig og hundur. Allir peningar í heiminum gætu ekki komið honum til að vera mér ó- trúr. Hann veit auk þess að eg er vellauðugur og get borgað starf hans ríflega. Ef þeir, sem yðar leita, koma hér i nánd-, verður auglýsing fest upp yfir dyr- um girðingarinnar, að þetta hús sé til leigu. Eg hefi leigt þetta hús fyrir C mánuði, og get leigt það öðrum, ef eg vil; svo ekki verður spurt um auglýsinguna, sem jafnframt leiðir leitarmenn yðar afvega. Áform min eru vel hugsuð, eins og þér sjáið. Yður verður haldið hér sem fanga, þangað til eg er giftur ungfrú Clair.— Eg segi henni að þér séuð dauður; séuð búinn að gleyma henni, eða hvað helzt annað, sem er liklegt’. ‘Svívirðilegi þræll! Ungfrú Clair giftist yður ald- rei, hvort sem eg lifi eða dey!’ ‘Máske hún vildi gjöra það til að frelsa líf yðar’, sagði jarlinn þrjóskulega. ‘Eg elska hana og eg hata yður. Það er ekki fyrirfram séð til hverra ráða eg verð að taka’. ‘Þér eruð ekki hræddur við það, að þegar þér sleppið mér lausum, muni eg opinbera heiminum allar gjörðir yðar?’ ‘Nei, alls ekki. Eg er föðurbróðir yðar, og þér munuð ekki vilja svívirða ættarnafn yðar, né gjöra Helenu, sem þá verður konan mín, neina háðung. — Alt sem þér vilduð segja um mig, verður að sanna; og eg efast um að þér gætuð það. Er nokkuð fleira, sem yður langar að vita? Eg held eg megi til að yfirgefa yður’, sagði jarlinn um leið og hann leit á úrið sitt. Eg á ferð fyrir höndum, — eg verð að finna Helenu’. ‘Ferð? Hún er þá ekki í London?’ Jarlinn beit á vörina. Hann hafði ekki ætlað að veita Ronald neinar upplýsingar, þó hann væri bund- inn, og svaraði þvi hörkulega: ‘Það er löng ferð til West End — er ekki svo? Ef þér þarfnist nokkurs, þá veitir gamli Pietro yður það Þessir veggir eru þykkir og húsið afskekt; en ef þér æpið, þá hefi eg skipað Pietro að kefla yður. Verið þér skynsamur og fylgið aðvörun minni. Það er ekki líklegt, að eg komi aftur til Hackney. Verið þér sæl- ir, kæri bróðursonur. Addio, — eins og við segjum á spænsku’. Jarlinn tók Ijósið, hneigði sig, fór út og lokaði dyrunum. Hann gekk ofan til herbergis niðri, þar sem gamli þjónninn beið hans. ‘Alt er í reglu’, sagði jarlinn glaðlega. ‘Hann gekk í gildruna og það var hyggilegt bragð. Þú hefir unn- ið starf þitt vel, Pietro. Þú skalt fá Winet jörðina á meðan þú lifir, ef þú heldur eins vel áfram og þú hefir byrjað, og heldur honum hér innilokuðum þangað til eg er giftur ungfrú Clair’. ‘Þér megið treysta mér, lávarður’, sagði Pietro Eg hefi fjötra, sem eg legg um fætur hans svo hann geti hreyft sig um gólfið, og handjárn ætla eg líka ða láta á hann, ef kaðallinn dugar ekki. Eg skal geyma hann hér í sex mánuði eða sex ár, ef þess þarf með. Það verður nýtt hvarf, eins og þegar V>ér týndust fyrir tuttugu árum siðan. Máske Ronald hverfi jafn lengi?’ Jarlinn hleypti brúnum, en gaf engan gaum að orð- unum um sig. ‘Frændi minn heldur að eg hafi beðið hans i gær. Láttu hann halda þeirri ímyndun; gættu hans vel, og vertu mjög varkár með svör upp á spurningar hans. Láttu sem þú þekkir hann ekki, né Charlewick eða Devonshire. Þú ert Pietro núna og gleymir því að þú ert Pétur Diggs frá Charlewick’. ‘Eg skal muna efjtir að gleyma’, sagði Pietro. — ‘Þér megið treysta mér, lávarður. Móðir min sór móð- ur yðar dýran eið fyrir því, að hún skyldi vera henni trygg, og allir synir hennar hafa svarið yður trygð. — Við gleymum því ekki, að við vorum brjóstbörn móður okkar, og að spænska blóðið flýtur um æðar yðar eins og vorar. Hafið þér fleira að skipa fyrir um?’ ‘Ekkert fleira. Eg verð nú að fara. Gáðu að því, hvort gatan er manntóm’. Peitro gekk út að hliðinu og kom aftur með þá fregn, að engir væru á ferð; hann kvaðst hafa kallað á vagnmann, sem ók framhjá. Jarlinn tók töskuna sína, sem lá á borðinu, flýtti sér út, sté inn í vagninn og ók í burtu. Þegar Peitro var búinn að loka öllum dyrum, fór hann upp til fang- ans með ljós í annari hendi en fjötrana í hinni. Ronald spurði hann um margt; en fékk ekkert svar. Peitro lagði á hann fótafjötrana og leysti kað- alinn. ‘Þér getið nú gengið uni gólfið, þegar yður þókn- ast, lávarður’, sagði hann. ‘Eg skal koma með dýnu hingað, sem þér getið hvílt yður á; og þér getið feng- ið þann mat, sem þér viljið’. Hann læsti dyrunum, þegar hann fór; en kom brátt aftur með harða dýnu, kodda, ullarteppi; dálítið borð og ýmislegt annað, sem hann lét við veggi hei;- bergisins. Svo fór hann út aftur og læsti sem fyrri, en kom svo aftur með brauð, disk með köldu kjöti á og ílát með vatni í. ‘Meira þurfið þér ekki þangað til i fyrramálið’, sagði Peitro. ‘Ef eg heyri hávaða til yðar, læt eg upp í yður munnkefli, eins og mér var skipað. Eg sef laust og-ætla að verr fyrir utan dyrnar hérna’. Svo fór Peitro út og læsti. Hann kom ekki aftur inn fyrri en um morguninn eftir; en fyrir utan dyrnar svaf hann. Nú lét hann handjárn á Ronald i stað kaðalsins, og nægan mat skildi hann eftir á borðinu. Hann kom ekki aftur fyrri en að 24 stundum liðn- um; en Ronald heyrði hann ganga um húsið meðan dagur var og hrjóta fyrir utan dyrnar sínar um nóttina. Á þcnnan hátt liðu dagarnir og næturnar fyrir Ronald; en á meðan var Harton óþreytnndi að leita hans. Jarlinn kom ekki aftur. Stundum heyrði hann dyrabjölluna hringja, og við og við vagn aka um göt- una; en alls engan vin sá hann. Hann var sem dauð- ur og grafinn. Hann var búinn að vera 8 daga í klefanum, þegar Peitro kom inn til hans eitt kveldið með prentaða auglýsingu, sem nafn Ilartons stóð undir. Auglýs- ingin lofaði þeim hárri borgun, sem upplýsingar gæfu um Ronald. ‘Þeir hafa líka fengið sér spæjara’, sagði Peitro, þegar Ronald misti auglýsinguna á gólfið. ‘En um þessa borgun biður enginn, þvi enginn nema jarlinn og eg veit af yður hér’. ‘Einhver hefir séð mig ganga inn —’ ‘Eg held ekki; en þó svo væri, álita menn að þér hafið ekið burt í vagninum, sem fór skömmu á eftir. Eg er klókari én þér haldið; eg kaupi hvorki brauð eða kjöt hjá sama'manni daglega. Eg hefi sagt mönn- um, að húsbændur mínir væru farnir og eg væri einn eftir til að gæta hússins’. Ronald var auðvitað orðinn leiður á verunni þarna og vonlaus um að geta sloppið, en auglýsingin vakti hjá honum nýjan kjark og fastákveðið áform um að strjúka. ‘Pietro’, sagði hann og leit fast á þenna dulklædda mnna. ‘Þér vinnið vont verk fyrir peninga. Viljið þér ekki heldur vinna gott verk fyrir sömu upphæð? Hve mikið á eg að borga yður fyrir að sleppa mér? Þér hafið séð upphæðina i auglýsingunni. Hve mikið á eg að borga til að losna?’ ‘Ekkert. Þér eigið ekki nógu mikla peninga til að freista mín til að sleppa yður — og heldur ekki hann Harton’. Pietro var svo ákveðinn í rómnum, að ekki var til neins að þjarka við hann um þetta. Hann hafði drukkið allmikið og var því ekki eins varkár og vant var. Þrátt fyrir það, að Ronald var í járnum, var hann áður samt mjög aðgætinn og var alt af í nánd við dyrnar. Ronald var veiklulegur og Pietro vissi, að hann var nýstaðinn upp úr legu. Og hefði einhver sagt honum, að hætta stæði af Ronald, mundi Pietro hafa hlegið. ‘Þér viljið þá enga miskunn sýna mér? sagði Ronald. ‘Ekki minstu vitund’, sagði Pietro. — ‘Eg þekki ekkert til miskunnar. Eg veit, hvað mér er fyrir beztu og meira þarf eg ekki að vita. Eg kom með auglýs- inguna af þvi eg hélt að þér hefðuð gaman af að sjá hana, og nú fer eg’. Hann laut niður eftir auglýsingunni, sem Ronald hafði mist á gólfið; en hélt á ljósinu yfir höfði sér. Á sama augnabliki réðist Ronald á hann og barði hann í höfuðið með járnunum, svo hann féll flatur á gólfið. Áður en hann gat staðið upp, barði Ronald hann með knýttum hnefum á gagnaugað, svo Pietro eins og snorkaði og féll í öngvit. ‘Nú er um að gjöra að finna lyklana að járnum mínum’, sagði Ronald. ‘Ef hann skyldi nú ekki hafa þá?’ Með miklum hraða fór hanri ao leita að lyklunum; en bæði handjárnin og geðshræringin hindruðu hann að geta fundið þá. Hann örvilnaðist. Hvar eru þeir? Hvar eru lyklarnir?’ ‘Hamingjan góða! Að reyna þetta núna! Að vera jafn nálægt frelsinu! Mér verður að hepnast að sleppa! Lyklana — lyklana.’ Aftur þreif liann í fatnað Pietros. En hann hætti alt í einu og stóð kyr og hlustaði, og nú heyrði hann dyraklukkunni hringt. 18. KAPÍTULI. Áform Eddu. Þegar Gascogne Upham var farinn, þögðu þær báðar um stund; hann hafði boðið þeim til bardaga. Hótandi orðin hans ómuðu enn í eyrum þeirra. Ung- frúi Powýs\sneri sér frá, svo andlit hennar sæist ekki; en Edda sem var bráðlynd, þaut á fætur og gekk aft- ur og fram um gólfið; andlit hennar var rautt sem eldur og augun sem glóandi kol. ‘Eg verð að hata sjálfa mig fyrir það’, sagði Edda að lokum,‘ að í fari mínu skuli vera eitthvað, sem er aðlaðandi fyrir þetta viðbjóðslega varmenni. Eg gæti alveg eins gifst Nesbit eins og honum. Eg get sjálf rutt mér braut í heiminum, án hans hjálpar. Geti eg það ekki, kýs eg heldur að verða yfirunnin í baráttunni fyrir lífinu. Hann ætlar að komast eftir, hverjir for- eldrar mínir eru? Hann ætlar að útvega mér réttindi mín? Svei Eg fyrirlít hann og allar hans uppgötv- anir!’ Háa og hreina röddin, sem geymdi í sér svo mikið háð, kom ungfrú Powys til að líta við og horfa á lags- mær sína, eins og hún væri einhver undarleg skepna. ‘Eigið þér við, ungfrú Brend’, sagði Agnace, ‘að ef Upham fengi vissu um hver þér eruð og segði yður það, þá mynduð þér ekki vilja nota þær upplýsingar, sem hann færði yður?’ ‘Það er einmitt það, sem eg á við’, svaraði Edda með áherzlu. ‘Eg er of göfug til að vilja troða mér inn hjá nokkrum manni, eða njóta hagnaðar af þeim upp- lýsingum, sem óviðkomandi fregnsnápur getur náð í. Eg hefi heimild til að fá upplýsingu um leyndarmál mitt; en Upham hefir ekkert með það að gjöra, og eg hefi ekkert með hann að gjöra. Eg get aldrei sokkið svo djúpt í litilsvirðingu að giftast honum — aldrei’. Ofurlítill roði kom aftur í fölu kinnarnar á ungfrú Powys og geislum brá fyrir í bláu augunum hennar. ‘Þér eruð eðallynd, ung stúlka, Edda’, sagði hún strax og stundi. ‘En þér þurfið ekki að óttast neina uppgötvun frá Uphams hendi. Þótt hann sé slægur, þá getur hann enga uppgötvun gjört, af þeirri einföldu á- stæðu, að ekkert er að uppgötva. Orð hans eru mark- laus. Honum dettur of ýmiálegt í hug, sem hann getur aldrei fært sönnur á; en eitt sagði hann satt, — hann hefir öll þessi ár síðan eg neitaði bónorði hans, verið mér andstæður. Ef eg færi fram á það, mundi faðir minn undir eins reka hann úr húsinu og úr sinni þjón- ustu einnig; en eg ætla ekki að segja eitt orð. Gas- cogne er ekki glæpamaður, en hann er þröngsýnn og vondur að eðlisfari. — Eg þekki hann vel; hann hefir alt í einu komist að þeirri niðurstöðu, að þér séuð dóttir mín; en nú efast hann um, að það geti átt sér stað. Hann mun með leynd hefja rannsókn, og þegar hún reynist gagnslaus, verður hann undir eins aftur að engu.’ ‘Nema ef hann af tilviljun gæti ráðið gátuna um ætterni mitt’, sagði Edda alvarleg. ‘Eg held að eg skilji líka eðlisfar hans. Eg skildi að hann var mikið að hugsa um ætterni mitt; hann mundi að Henry Brend elskaði yður, og að hann — Upham — var fullur af- brýði gagnvart honum. Það litur svo út, sem eg hafi fæðst sama árið og Henry Brend sóttist svo mikið eft- ir yður. Brend hlýlur að hafa verið kvongaður þá, þegar hann kom fram sem elskhugi og ógiftur maður. Ef til vill byggir Upham skoðun sína á þessu. Hann getur ekki skilið, hvérs vegna þér takið i yðar vernd dóttur þess manns, sem elskaði yður, — nema hún sé lika dóttir yðar. Mannseðlið er ekki svo göfugt, að það gæti komið stúlku til að taka að sér sem vinu dótt- ur þess manns, sem hefði yfirgefið hana og á þann hátt mógðað hana stórkostlega’. ‘Þú rökleiðir þetta mjög vel, Edda’, sagði ungfrú Powys. ‘Vera kann að Gascogne rökleiði þetta á lík- an hátt; en hann hugsar ekki eins og þú. Hann steyp- ir sér kollhnýs að niðurstöðunni, i stað þess að rök- leiða sig að henni. Hann verður aldréi fær um, að útvega ýður réttindi yðar, sem þér svo nefnið’. ‘Það getur enginn gjört nokkru sinni’, sagði Edda sorgbitin. ‘Ekki einu sinni þér, ungfrú Powys’. Dóttir bankarans hrökk við. ‘Hvers vegna ekki?’ spurði hún. Edda varð ósegjanlega svipþung. ‘Hvaða réttindi ætti maður að fá við fæðingu sína?’ spurði hún. ‘Þegar eg fæddist hafði eg heimild til að vera viðurkend af foreldrum minum, heimild til að vera á heimili þeirra, heimild til að vera opinber- lega álitin þeirra barn’. ‘Það er að sönnu satt, að fæðingin heimilar þetta, en þá heimild, eða þann rétt, getið þér aldrei fengið, Edda’, sagði húsmóðirin hnuggin. ‘Það voru ekki einu réttindin, sem mér báru við fæðinguna og sem mér voru bönnuð, — þau eru ekki einu rangindin, sem eg hefi orðið fyrir’, sagði Edda áköf. ‘Áður en eg kom hingað vissi eg ekki, hve mikl- um rangindum og svikum eg var beitt. Hér hefi eg séð börnin með mæðrum sinum i listigörðunum. — Yfir börnunum er vakað og þau elskuð eins og sjald- gæf og dýrmæt skrautblóm. Eg óx upp sem annað ill- gresi á götubakkanum. — Hér hefi eg séð ungar stúlkur á mínu reki, ríða og aka um garðinn; þeirra er gætt með hinni mestu nákvæmni, þeim sýnd ástúð og að þeim dást; en um mig hefir enginn skeytt, hvort eg lifði eða dæi. Mig hefir enginn elskað, enginn að mér hlúð, og eg hefi aldrei hvílst í faðmi móður minn- ar; þegar hún ól mig, hataði hún mig og yfirgaf mig mánaðargamla’. ‘Edda, Edda!’ ‘Eg elska fegurð’, bætti hún við með ákafa, og rödd hennar skalf af geðshræringu, á meðan hún leit í kring um sig í herberginu, frá einum skrauthlutnum til ann- ars, ‘og þetta eðli var mér meðfætt; það er arfur frá foreldrum mínum. En eg var alin upp í fátækt; her- bergið mitt, fatnaðinn minn og aðrar lifsnauðsynjar hefði betlari fyrirlitið. Á milli þess, sem eg varð að læra eitthvað, varð eg að rölta um heiðina mér til skemtunar —’ ‘En, Edda, eg vissi þetta ekki. Nesbit fékk fyrir uppeldi þitt næga peninga upphæð til þess að þú gætir lifað við allsnægtir’. Nesbit hafði engar aðrar tekjur en þessar. Af þeim borgaði hann matreiðslukonu sinni, vinnukon- unni og hestasveininum, húsaleiguna og viðhald húss- ins. Hann klæddi sig og konu sina skrautbúningi, í samanburði við minn búning; auk þess keypti hann vindla, reyktóbak, vín, brennivín og annað, sem hann áleit sig þarfnast. Að þessu fengnu var litið eftir af peningum handa mér. Og þegar peningarnir hættu að koma, var sífeld fátækt á heimilinu. Frú Nesbit dó af þreytu við að stunda mann sinn, og eftir það var alt tífalt verra. Kenslukona mín fór; vinnukon- an sömuleiðis, og við lifðum sem betlarar, án þess að borga húsaleigu. Samt sem áður sá Nesbit um, að sig vantaði ekki neitt af sínum nauðþurftum. Enginn leið baga við þetta nema eg ein’. ‘Hefði eg vitað þetta! Hefði eg aðeins vitað þetta!’ sagði ungfrú Powys, ‘þá skyldu peningarnir hafa verið sendir; en i fyrra, þegar sá timi rann upp, er vanalegt var að senda þá, var eg mjög veik, svo frú Priggs var önnum kafin við að stunda mig, þar eð hún hélt að eg mundi deyja. Eg var veik í margar vikur, og þegar mér batnaði fór eg til Gastcin; þar dvaldi eg fram á haust ásamt frú Priggs. Þegar eg kom aftur i nóvember, afréði eg að senda ekki peningana fyrri en Innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA. F. Finnbogason Árborg F. Finnbogason ...Arnes Magnús Teit ...Antler Pétur Bjarnason ...St. Adelaird Páll Anderson .. Brú Sigtr. Sigvaidason ...Baldur Lárus F. Beck ...Beckville F. Finnbogason ...Bifrost Ragnar Smith Brandon Hjálmar O. Loftson ...Bredenbury Thorst. J. Gíslason ...Brown Jónas J. Húmfjörd ...Burnt Lake B. Thorvordsson ...Oalgary óskar Olson ...Churchbrigde J. K. Jónasson Dog Creek J. H. Goodmanson Elfros F. Finnbogason Framnes John Januson ...Foam Lake ICristmundur Sæmundsson Gimli G. .T. Oleson ...Glenboro F. Finnbogason .„Geysir Bjarni Stephansson ^ ...Hecla F. Finnbogason ...Hnausa J. H. Lindal ...Holar Andrés J. Skagfeld Hove .Jón Sigvaldason Icelandic River Árni Jónsson ísafold Andrés ,1. Skagfeld .. Ideal Jónas J. Húnfjörð Innisfail G. Thordarson ...Keewatin, Ont. Jónas Samson ...Kristnes J. T. Friðriksson ...Kandahar Thiðrik Eyvindsson ...Langruth Oskar Olson _ Lögberg Lárns Árnason ...Leslie P. Bjarnason ...Lillesve Eiríknr Onðmnndsson .Lundar Pétur Bjarnason Miarkland Eiríkur Guðmundsson Mary Hill John S. Laxdal ...Mozart Jónas J. Húnfjörð .. Markerville Paul ICernested Narrows Gunnlaugur Helgason ...Nes Andrés ,1. Skagfeld ...Oak Point St. O. Eirikson.. ...Oak Yiew Pétur Bjarnason ...Otto Sigurður J. Anderson Pine Valley Jónias J. Húnfjörð ...Red Deer Ingim. Erlendsson ...Reykjavík Wm. Kristjánsson Saskatoon Snmarliði Kristjánsson ...Swan River Gunnl. Sölvason ...Selkirk Runólfur Sigurðsson Semons Paul Kernested Siglunes Hallur Hallson ...Silver Hay A. .Tohnson Andrés J. Skagfeld ...St. Laurent Snorri Jónsson ...Tantallon J. A. J. Lindal ...Victoria B.C. Jón Sigurðsson Pétur Bjarnason ...Vestfold Ben B. Bjarnason Thórarinn Stefánsson . Winnipegosis ólafur Thorleifsson Sigurður Sigurðsson... ...Wild^Óak ...Winnipeg Beacli Thidrik Eyvindsson ... Westbourne Paul Bjarnason ...W’ynyard 1 BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jólnannsson Akra Thorgils Ásmundsson ...Blaine Sigurður .Tohnson ...Bantry Jóhann Jóhannsson ...Cavalier S. M. Breiðfjörð ...Edinborg S. M. Breiðfjörð Gardar Elís Austmann Grafton Árni Magnússon Hallson Jóhann Jóhannsson Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristjánnson Milton, N.D. Col. Paul Johnson „Mountain G. A. Dalmann Minneota Einar H. Johnson Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali ...Svold Sie-urður Jónsson Unham

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.