Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 23. SEPT. 1915. Vínlandið góða. Stundun norrænna fræða, bæði fornra og nýrra, er stöðugt að auk- ast og útbreiðast í heiminum, og kveður nú ekki hvað minst að því í Ameríku. Þar í landi er vísinda- félag, sem nefnist “Félag til efling- ar norrænna fræðistundana”. (Soci- ety for the Advancement of Scand- inavian Study). 1 2. hefti 2. bindis af ritsafni fé- lagsins, marz 1915, stendur grein um ofangreint efni eftir Laurence M. Larson prófessor við Ulinois- liáskólann, og þykir þess vert að geta hennar að nokkru fyrir ís- lenzka lesendur. Höfundurinn getur þess, að mikið og margt hafi verið ritað um landa- fund íslendinga í Vesturheimi og muni enn eigi lokið rannsóknum á þessu málefni. Mjög ber þeim á milli, er á síðari timum hafa ritað um þetta efni. Enn eitt stendur þó óhaggað; enginn dirfist að neita því, að fslendingar hafi fundið lönd í Vesturheimi nálægt árinu 1000 (eg get þess að eins hér, að Norðmenn, og margir eftir þeim, tala jafnan um landafund Norðmanna i Vestur- heimi, þó að það vitanlega væru lslendingar, sem löndin fundu, og enginn veit til að nokkurt norskt skip í þá daga sigldi beint frá Nor- egi til Vesturheims). Höfundurinn telur, að nýjari frásagnir um Vín- landsfundinn megi teljast byrja með landabréfi Sigurðar Stefánssonar (skólameistara i Skálholti) um 1500. Þó að menn hefðu þá í vesturlönd- um Norðurálfunnar vitað um landa- fundi Columbusar nálega heila öld, þá virðist svo sem fregnir um þá landafuqdi hafi enn eigi verið til fslands komnar, því að Sigurður virðist hafa alla sína þekkingu á Vesturálfunni að eins úr íslenzkum sögum, einkanlega Eiríks sögu rauða — 100 árum síðar ritar Þormóður Torfason Vínlands-sögu sína, og byggir þá bæði á Flateyjarbók og Eiríks-sögu. Næst frásögn, sem að kveður, er í Antiquitates Americanae sem Rafn gaf út 1837. Hvorki Þor- móður né Rafn voru rýnnir (krit- iskir) sögumenn. Fyrsti fræðimaðurinn, sem reyndi að rýna frásagnirnar um Vínlands- fundinn nákvæmlega, var Gustav Storm prófessor; birti hann um þetta ýmsar ritgjörðir i “Historisk Tidskrift” (Kristianiu) á árunum 1886—1892. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að það væru að eins frásagnirnar tvær í Eiríks-sögu rauða, sem hefðn nokkra alvarlega kröfu til áreiðanleika. f frásögn Flateyjarbókar þótti honum tíma- talið alt á ruglingi, og einstök atriði frásagnarinnar óáreiðanleg. Storm komst einnig að þeirri niðurstöðu, að eftir því sem næst yrði komist af islenzku heimildarritunum, þá hefðu íslendingar aldrei komist sunnar en á Nýja Skotland. 1911 kom nýr maður til sögunnar að rita um þetta mál, inn frægi landkönnuður Dr. Friðþjófur Nan- sen. Hann birti það ár stóra bók, f.e mhann nefndi In Northern Mists (f norrænum þokum). Hann kann- ast að visu við, að það muni óyggj- andi, að Norðmenn (þ. e. fslending- ar) hafi fundið Ameriku, en hann hafnar öllum frásögum fornrita vorra um þessa atburði, og telur þær samsetning einn, sprottinn frá iat- neskri hjátrúarsögu um Sæhieyjar, er hann hyggur að Norðmenn hafi kynst hjá írum. í sögunni um eyjar þessar stendur, að þar vaxi vínvið- ur og gnægð af sjálfsánu hveiti; en einmijtt þetta sama segja fornsög- urnar um Vínland. Lærðir menn í fornum norrænum fræðum vildu þó ekki fallast á skoð- anir Dr. Nansens. Þeir töldu að minsta kosti Eiriks-sögu áreiðanlegt heimildarrit. En engu að síður voru þó röksemdir Nansens þyrnir í aug- um þeim mönnum, er enn lögðu trúnað á sögurnar um Leif heppna og Þorfinn Karlsefni. En einn kemur öðrum fremri. Maður er nefndur William Hov- gaard. Ilann er danskur maður og var um hríð höfuðsmaður i sjóher Dana.*) Nú er hann prófessor við Institute of Technology í Massachu- setts i Bandaríkjum Norður-Ame- ríku, og er fræðigrein hans lögun- arfræði skipa (naval design). Það heyrir hverjum sönnum fræðimanni til, að þekkja einnig sögu sinnar fræðigreinar. Hann drógst þá til að fara að kynna sér landafundi fs- lendinga hinna fornu, þegar hann var að kynna sér skipalögun og sigl- ingar á 10. öld. Upphaflega ætlaði hann sér að binda rannsóknir sínar við “siglingar og skyld efni”; en hann vafð þess fljótt áskynja, að ein rannsóknin gjörir aðra nauðsynlega, og því fór svo, að ritgjörð sú, sem hann ætlaði sér að rita, óx svo að úr því varð heil bók (The Voyages of the Norsemen to America, New York 1914), og er bókin prýdd mörgum myndum og landabréfum og er mjög hugðnæm bók að lesa. *) Bróðursonur Hovgaards, er hér stýrði póstskipunum við ísland i nokkur ár. Eftir stuttan inngang tekur höf- undurinn það fyrir, að lýsa lífinu á fslandi og Grænlandi á 10. og 11. öld. Því næst koma tveir kapítul- ar um skip og skipagjörð á víkinga- öldinni. Mjög áríðandi rannsóknar- efni í þvi efni er spurningin um ferðhraða skipanna, og eru niður- stöður prófessors Hovgaards þar rcjög sanfærandi. 5. kapítulinn er um Vínlandsferðirnar, og færir hann þar til aðalefni sagna þeirra, sem hann byggir rannsóknir sínar á. Næstu tveir kapítular eru rök- samlegar rannsóknir á þessum upp- spretturitum, til að komast að niður stöðu um, að hve miklu leyti þeim sé treystandi sem söguritum; er þar sérstaklega fróðlegt að lesa það, sem hann segir um Flateyjarbók. — 8., 9. og 10. kapituli eru um Vínland op það sem um það er skráð, um afurðir þess, íbúa, landslag og sirendur. í siðustu tveim kapítulun- um lítur hann á frásagnirnar um Vínlandsferðirnar frá landfræðis- sjónarmiði og setur þær saman í skipulega frásögn samkvæmt þeim niðurstöðum, sem hann hefir komist að í fyrirfarandi kapitulum. Það er ekki auðið í stuttri bókar- fregn, að skýra frá öllum þeim fróð- legu niðurstöðum, sem próf. IIov- gaard hefir komist að, þvi siður að ræða þær. Sumt af þeim eru vita- skuld að eins úrlausnartilraunir; sumt eru getgátur einar, og má við því búast, að menn fallist ekki al- ment á þær allar; en i sumum efn- um finnur höfundurinn að hann stendur á öruggum grundvelli. —- Spurningunni um það, hvort ljós- hærðu skrælingjarnir, sem Vil- hjálmur Stefánsson hefir nýlega fundið muni vera afkomendur inna fornu landnámsmanna í Grænlandi, segir hann að vér verðum að láta þjóðfræðingana um úr að ráða. Nið- urstaða hans er sú, að með tímanum hafi nokkur ruglingur komist á frá- sagnirnar, bæði í Eirílcs-sögu og Flateyjarbók; en með því að sálda gætilega einstök atriði úr, sé auðið að setja saman nokkurnveginn rétt- orða frásögn um landafundi þessa. Hann telur að bæði Eiríks-sögu og Flateyjarbók megi treysta i mörgum atriðum; en að í báðum finnist einnig nokkuð af ósannsögulegum samsetningi. Auðvitað þurfi hér ít- arlegrar rannsóknar við, og að í stöku tilfellum verði því, ef til vill, aldrei fullsvarað, hvor sögnin sé réttari um liitt eða þetta atriði. Sér- saklega er hugðnæmt Vínlandskort- ið, sem hann hefir búið til. Álit hans er, að íslendingar (sem hann kallar Norðmenn) hafi þekt strendur Ameríku alt suður á Cape Cod, sem er nokkru fyrir sunnan Boston. Þeir gáfu nöfn 3 lands- svæðum, Hellulandi, Marklandi og Vínlandi, og auk þess ýmsum flóum, víkum, höfðum og nesjum. En það þykir honum auðsætt, að lönd þau, er Þorfinnur Karsefni kom til, séu ekki þau sömu sem samnefnd lönd, er Leifur Eiríksson kom til (ef Leif- ur annars hefir gefið þeim nöfn sjálfur). Prófessor Hovgaard færir mjög sennileg rök fyrir þessu, og hvað á milli ber. Siðari landnemarnir fóru vilt í því að halda, að þeir hefðu fundið sömu staðina, sem Leifur hafði fundið og gefið nöfn; eða þá að þeir, sem sögurnar færðu í letur, hafa blandað saman sögusögnum þeim, sem þeir færðu í letur. Ilann ætlar að Helluland Leifs hafi verið eyjar nokkrar suður og vestur af Grænlandi. Markland hans hafi verið Nýja Skotland, og Vínland hans hafi verið héraðið umhverfis Cape Cod. En Helluland Þorfinns Karlsefnis hafi verið norðurströnd- in af Labrador; Markland hans hafi verið einhversstaðar sunnar á Labra dorströndinni, en Vínland hans hafi verið nyrðri hluti af Newfoundland. Að þessum niðurstöðum kemst hann ineð þvi, að bera saman landlýsing- arnar i fornu sögunum við landlýs- ingu og eðlisháttu þessara stranda nú á dögum. Það, sem hér hefir verið sagt, er nóg til að sýna, að bók prófeSsors Hovgaards er mjög merkilegt og mikilsvert rit. í henni fæst úrlausn á öllum vandkvæðum við að setja saman fullnægjandi sögu um Vín- landsferðirnar samkvæmt efni frá- sagnanna. Hitt er annað mál, að vér höfum rétt til að spyrja, hvort líklegt sé að allar þessar úrlausnir bans verði teknar góðar og gildar, sem fullnaðarúrskurður. Prófessor Larson kveðst hafa kynt sér með miklu hugðnæmi allar getgátur höf. En ekki segir hann að þær hafi allar fyllilega sannfært sig. Honum þyk- ir öll bókin bera merki glöggrar og röksamlegrar rannsóknar; en alt um það finst honum sem sumstaðar sé eitthvað eftir enn. Og undarlegt þykir honum að höf. skuli hafa sést yfir svo merkilegt rit eins og bók þeirra Olson og Pourne: The North- men, Columbus, and Cabot (í Orig- inal Narratives of Early American History. Edited by J. Franklin Jame- son. Vol. I, New-York, 1906), en þar er í nákvæm útgáfa helztu íslenzku söguritanna, gjörð af prófessor Juli- us Olson við Wisconsin-háskóla. — Þetta er sú útgáfa, sem líklegast er að ameriskir fræðimenn noti. Veikastar virðast mér (segir próf. Larson) röksemdir prófessors Hov- gaards til stuðnings trúverðugleika Grænlands-sögu í Flateyjarbók. Það skal játað, að höfundurinn hefir gjört mikið til þess að veikja mót- bárur Gustav Storms, en algjörlega virðist mér ekki að hann hafi hrak- ið þær. En vera má, auðvitað, að frekari rannsóknir á tímabilinu leiði í ljós, að mótbárur Storms séu ekki á rökum bygðar. Eg hefi hér að framan gefið nokk- urn veginn fult ágrip af bókarfregn prófessors Larsons. Það ætti að geta orðið til þess, að einhverjir is- lenzkir fræðimenn kyntu sér bók Hovgaards. Að minsta kosti ætti Landsbókasafnið og Háskólabóka- safnið að fá sér hana. Norðmenn hafa mikið að því gjört á síðari árum að rannsaka efni og gildi fornrita vorra. En þar sem torveldleikar hafa verið á að koma á samræmi milli sagnanna sín á inilli og að skiljá rétt fornritin, þá hefir ríkt hjá Norðmönnum sívax- andi tilhneiging til að hafna frá- sögnum fornritanna og telja þær ó- trúverðar, en tildra upp í staðinn hugsmíðum ímyndunarafls sjálfra sin. Nú er það mála sannast, að frjó- samt ímyndunarafl sameinað með miklum lærdómi og djúpsærri skarp skygni leiðir oft til að sjá það rétta og ráða fram úr torfærum, sem á virðast vera. En hinsvegar virðast nýjustu rannsóknir, ekki að eins í norrænum fræðum, heldur og i öðr- um vísindalegum efnum, yfirleitt benda á nokkra straumbreytingu í þessum efnum, í þá átt, að menn leggja meira upp úr fornum upp- spretturitum og gjörast deigari á að treysta hugsmíðum eða getgátum, fyrri en alt um þrýtur með að sam- ræma uppspretturitin, og er það hugboð mitt, að þessari stefnu muni enn vaxa byr um sinn og að rýrna muni gengi sumra hugsmíða norskra fræðimanna. 1 þessa nýju stefnu gengur meðal annars in merkilega bók Eggerts Briem um Harald hárfagra. J. Ól. —(ísafold). Ættin Vilhjálms. Menn hafa eflaust heyrt um hinn mikla guðsótta Vilhjálms “blóðs” og það, að hann telur sig í frændsemi við hina helgu menn ritningarinnar, —telur sig að nokkruleyti goðbor- inn. í einni ræðu sinni skömmu áður en hann hleypti herskörum sínum á hina varnarlitlu Belgaþjóð, eru þessi orð höfð eftir honum: “í æðum mínum rennur blóð Da- viðs konungs sonar Jesse, hins út- valda í ísrael; en eins og þér vitið, var Davíð einn af forfeðrum frels- arans og var borinn og barnfæddur íí Bethlehem eins og Jesús Kristur”. Það er enginn efi á því, að Vil- hjálmur telur sig af þessum forfeðr- um kominn og því vera að nokkru leyti goðborinn. Og eitt af fornmenj- um þcim, er har.n metur meira en flest annað, er ættartala, þar sem ætt hans er rakin lið frá lið upp til Davíðs koungs. Samt er eitt við þetta, sem hann eins og hleypur yfir eða vill ekki minnast á, en það er það, að liann verður að rekja ætt sina í kvenlegg til þess að komast upp til Davíðs konungs. Hann verð- ur að taka ættlegg móður sinnar og rekja hann; en hún var dóttir Breta drotningar, Victoriu gömlu. Ættartalan byrjar á Zedekias, sem var seinastur konungur Júdaríkis í Jerúsalem og ættaður var frá Davið koungi. Eins og menn vita, sat Neb- uchadnezzar, Babýlóns konungur, um Jerúsalemsborg í sextán mán- uði, og var þá sultur farinn að herða svo að borgarmönnum, að þeir urðu að gefast upp. Zedekias og allar konur hans flúðu úr einu borg- rrhliði, þegar Babýlóns menn héldu inn um annað. En flóttamenn kom- ust ekki Iangt. Konungur var hönd- um tekinn með allri fjölskyldu sinni; synir hans voru höggnir fyr- i augum hans, en augun síðan stung ir, úr höfði hans og hann sjálfur hlindur fluttur í' fj'trum til Babýlóns borgar, og þar dó hann nokkru seinna. Nú var karlleggur Davíðs kon- ungs upprættur; en dætur konungs héldu lifi, og voru þær fengnar í hendur landsstjóra Babýlónsmanna i Jerúsalem. En þaðan komust þær á flótta með langafa sínum Jeremías spámanni. Hann fór með þær til Egyptalands. Þar voru þær óhultar um tima, þangað til Babýlónsmenn kornu þangað herskildi. Þá urðu þær aftur að flýja, og fóru á ný burt þaðan með Jeremíasi, sem nú var orðinn feikna gamall. , Þau flæktust nú lengi um lönd og höf, og vildu komast sem lengst burt frá ofbeldismönnum þessum. Loks- ins komust þau alla leið til írlands. Þangað hafði nokkur hluti ísraels- þjóðar komist á flótta austan úr I löndum, eins og Jeremías var áður búinn að spá og segja, að væri “á- kveðinn til að festa þar rætur og bera lim uog ávöxtu, er breiddust út yfir öll heimsins lönd (festa rætur niður á við en bera ávöxt upp á við). Og þó að dóttir Zedekiasar hefði | ekki dreymt um það og kanske haft litla löngun til þess, þá lá það nú fyrir einni þeirra, að verða formóð- ir Vilhjálms keisara, tvö þúsund ár- um seinna, — keisarans, sem átti að verða verkfæri guðs til þess að breiða hina siðbætandi þýzku menn- ingu út um heim allan. Þem vantrúarmönnum, sem kynnu að efast um þetta bendir keisarinn undir eins á spádóm Ezekíels, sem útskýrir og staðfestir þetta alt sam- an með sögunni um örninn, sem sleit hinar ungu greinar af hinu hæðsta tré á Libanons fjöllum, og flaug með þær í landið, “þar sem verzlunin er mikil”. “Hann tók og fræ landsins og gróðursetti i frjó- sömum jarðvegi, og það óx upp og varð að vínvið miklum, er breiddi út greinar sínar og sendi út viðar- teinunga sína”. — Þannig sannaðist það, sem spáð var, að hið konur.g- lega fræ af kynkvisl Davíðs var gróðursett í hinu vestlæga landi langt í burtu. Vilhjálmur af irskum ættum. Þegar hér er komið, tekur við írska sagan, og getur hún um komu hins mikla spámanns, og að í fylgd hans hafi verið prinsessan Tea Te- phi og höfðu þau með sér marga dá- samlega helga dóma. Einn þeirra var hin nafnfræga harpa Davíðs og lét hún helga tóna hljóma oft í höll- um Tara. Þar var steinninn, sem Jakob hafði undir höfði sér í Bethel, er hann dreymdi drauminn góða; þar var sáttmálsörkin og ættartölur kynkvíslanna, og stafur Arons, sem blómgaðist og sendi út kvistu græna — og er þess getið, að allir þessi helgu dómar hafi verið grafnir 1 hæðinni miklu hjá Tara-borginni og ætla inenn að þeir séu þar enn, ef að nokkur vill eftir leita. Þegar prinsessan kom til írlands, þá var þar nýkosinn höfðingi yfir öllu írlandi (Heremon) Eochaid II. Var hann maður hraustur og hug- prúður og fríður sýnum, og frægur um alt land. Hann frétti skjótlega um fegurð og fína háttu frúarinnar ungu, og fékk það svo á hann, að hann fann hvergi frið né ró, fyrri en hann gæti augum litið hina fegurstu og háttprúðustu prinsessu, sem sól- in nokkru sinni hefði skinið á. Og þegar hann sá hana, þá var hún svo miklu fríðari og elskulegri, en hann nokkru sinni hafði gjört sér hugmynd um, og óðara varð hann svo ástfanginn i henni, að hann réði sér ekki fyrri en hann náði ástum hennar; og brúðurin af Daviðs húsi varð drotning hins írska konungs; en sjálfur spámaðurinn gaf þau í hjónaband og krýndi þau bæði á steini Jakobs, sem upp frá þvi var kallaður Lia Faid, eða “steinn for- laganna”. Og eins og allir vita er það ein- mitt þessi steinn, sem fluttur var til Scone og þaðan tii Abbey of West minster í London, og á þessum steini í Westminster hafa svo marg- ir forfeður Wilhjálms verið krýntlir sem konungar Skotlands og Eng lands. Forfeður konunganna. Frá þeiin hjónum Eochaid og Tephi hefir komið fjöldi konunga sem ríkt hafa á írlandi lið fram af lið í þúsund ár, frá syni þeirra Irial Faidh til Feargus More, sem sagt er að farið hafi frá Antrim yfir til Skotlands snemma á sjöttu öld, og liafði hann með sér “stein forlag- anna”. Feargus þessi lenti í mörg- um æfintýrum og miklum hættum. En frá þessum afkomanda Tephi og sálmaskáldsins Davíðs er kominn konungabálkur mikill í Argyllskíri, og svo Skotakonungar niður til Jam- cs hins sjötta Skotakonungs og hins fyrsta konungs á Englandi af Stuart- ættinni; en frá þeim er Vilhjálmur “blóð” kominn i móðurætt. Þetta er nú ættbálkur sá, er Vilhjálmur telur sig af kominn, er hann vill rekja ætt sína til sálma- skáldsins Davíðs, til þess að sanna hinn guðdómlega uppruna sinn og komu sína í heiminn til að endur- reisa og frelsa mannkynið. Sjálfur hefir keisarinn ekki gjört þessa ættfræðislegu uppgötvun. Því að maður Victoriu drotningar var búinn að fræða hana um þetta löngu áður en Vilhjálmur kom í þenna lieim. Og árið 1861 gjörði klerkur nokkur heiminum það opinbert, — síra F. R. A. Glover. Reit hann bók eina, er han nkallaði: “Leyfar Juda kynkvíslar” (Remnants of Juda), og stóð þetta þar i. Og er hann hafði ritað bókina, vildi hann selja drotningu bókina, en hún þakk- aði fyrir og kvaðst ekki þurfa hcnn- ar, þvi að hún vissi þetta áður. Á þessu byggir prófessor Totten við Yale háskóla, er hann segir: — að þegar hinn núverandi prins af Wales setjist i hásæti Bretakon- unga, þá sé þar kominn hinn lang- þráði konungur Davíð, sem kominn sé í heiminn til þess, að safna sam- an Gyðingum frá yztu endimörkum BlUE BibboN G#íl£ BLUE RIBBON KAFF/ OG BAK/NG POWDER Er kaffibollinn þinn á morgnanna verulega bragðgóSur gómsætur og ilmandi ? Ef það er ekki þá biddu um Blue Ribbon kaffi næst þegar þú kemur í búðina og muntu skjótt finna muninn. Þú verður þægil- lega forviða. Blue Ribbon te, kaffi, Baking Powder, Spices og Extracts er alt af sömu tegund— hinni bestu. r jarðar og gjöra þá að mikilli og vold- ugri þjóð. Má hann með réttu Davíð nefnast, því að það er eitt af nöfn- um hans, sem hann hefir skírðúr verið. Og þar sem hann getur rakið ætt sína til Davíðs ísraelskonungs, þá kemur það vel heim við það, sem margir biblíulærðir menn halda fram, að við lok þessara tíma og byrjun hinna næstu verði uppvak- inn nýr Davíð konungur, sem eigi að sameina Gyðinga og á stofn koma veldi þeirra." Sumum kann nú að þykja þetta nokkuð langsótt; en ef að vér gæt- um að, þá er þetta ekki svo mikið. Vér vitum, að fjöldi íslendinga rek- ur ætt sína til Egils Skallagrimsson- ; r og annara landnámsmanna og hinna fyrri konunga í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð; og vér vitum af einum ættfróðum landa hér, sein vér heyrum að hafi rakið ætt sína til Ása, og jafnvel upp til Adams. Mað- ur sá er hér i Winnipeg, og er það Mr. Ottenson í River Park. Hann er bókamaður mikill. En allir vita, að fyrsta skilyrðið til að þekkja þetta, er að hafa bækurnar og svo að grúska nóg í þeim. Konur að mynda sér- stakan flokk. Frú O. H. P. Belmont frá New York, forseti á Womans Votes Con- vention i San^ Francisco, flutti þar skörulega ræou, á fundi kvenna hinn 14. sept., og skoraði á þær að mynda nýjan sérstakan flokk og binda sig ekki við neina hina gömlu pólitisku flokka karlmannanna, en vinna að menningu mannkynsins eftir hug- myndum kvenna. Henni fórust rneðal annars orð á þessa leið: “Atkvæðisbærar konur úr þessum 12 ríkjum Bandaríkjaniia, sem veitt hafa konum atkvæðisrétt, eru hér soman komnar til þess að mynda pólitiskan flokk. Þetta er i fyrsta sinni í sögu heimsins, að konur hefja þessa hreyfingu. Hvaða þýð- ingu hefir það? “Það hefir þá þýðingu, sem allar hreyfingar aðrar, er konur stofna til, að hin betri siðferðislega hlið mannkynsins krefst réttar síns. “Konur Vesturríkjanna ætla með krafti atkvæða sinnajið afla réttlæt- is og frelsis öllum hinum ánauðugu systrum sínum. “Þetta systrafélag atkvæðisbærra kvenna verður mikils ráðandi í stjórnmálum komandi tíma. Vér skorum á yður, að gjöra ekkert bandalag við nokkurn stjórnmála- flokk karlmanna, sem nú er til. — Gleymið þvi aldrei, að í 20 aldir hefir yður verið komið til að trúa því, að yðar aðalverk væri það, að laga og bæta úr öllu hinu illa, sem lcviknað hefir og þroskast í og af hinni svonefndu menningu karl- mannanna. Það er vissulega kominn timi til þess, að vér konurnar höf- um vora eigin menningu. “Vér skulum ákveða nýjan laga- bálk heiðurs og æru og annan mæli- kvarða siðgæðisins, æðri og full- komnari þeim, sem nú er i gildi”. D. GEORGE & CO. General House Repairs Cnbinet Mnkers nnd UpholHterers Furniture repaired, upholstered and cleaned, french polishingr and Hardwood Finishingr, Furnl- ture packed for shipment Chairs neatly re-caned Phone Garrj 8112 860 Sherbrooke St. Rafmagns — heimilis — áhöld. Hughes Rafmagns Eldavélar Thor Rafmagns í>vottavélar Ked Rafmagns l>vottavélar Harley Vacum Gólf Hreinsarar “Laco” Nitrogen og Tungsten Lamp- ar. Rafmagns “Fixtures” “Universal” Appliances. J. F. McKENZIE ELECTRIC CO. 283 Kennedy Street Phonr Mnln 4004 IVINNIPEG ViSgjörSlr af öllu tagl fljótt og vel hendi leistar. Brúkaöar saumavélar met5 hæfl- legu veröi; nýjar Singer vélar, fyrir peninga út í hönd eöa til leigu. Partar i allar tegundir af vélum; aögjörö á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu veröi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega "agenta” og verksmala. Þegar þú þarfnast bygginga efni e'Öa eldivið D. D. Wood & Sons. -------------Limited-------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eidaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eöa 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.