Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. y WINNIPEG, 23. SEPT. 1915. Fréttir úr Bænum. Skemtifundur. Hinn 4. október næstkomandi Mr. Kristján Eiríksson, frá Pebble Beach, Man., kom til bæjarins til að sjá augnalæknir. Hann lét hið bezta af öllu þar norður með Dog Creek vatninu. Tið reyndar þur og köld; grasspretta rýr, en akrar góðir. — Vatnið er stórum að lækka, svo að það er farið að botnfrjósa á vetrum og e.vðist því fiskur í því. Alt er landið að þorna nálægt þar sem hann er. Eins og getið var um í síðasta blaði, messar síra Elmcr S. Forbes i únítarakyrkjunni á sunnudags kvcldið kemur á venjulegum tima, kl. 7. Síra Forbes ér einn af merkari prestum og starfsmönnum Únítara í Pandaríkjunum. — Allir velkomnir. heldur stúkan Framþrá I. O. G. T., No. 1G4, OPINN FUND í samkomu- húsi sínu að Lundar, Man. Til skemt- unar verður: Ræða, söngvar, hljóð- íæraspil, upplestrar-samkepni, kapp- ræða milli hr. Páls Reykdals og síra H. J. Leó, og fleira. Samkoman byrjar kl. 8.30 e. m.— Inngangur ókeypis, en frjáls sam- skot tekin fyrir sjúkrasjóð stúkunn ar. Allir boðnir og velkomnir. Veit- ingar seldar á staðnum. Forstöðunefndin. Á þriðjudagskveldið 19. október ætlar stúkan Hekla að hafa Tombólu til arðs fyrir sjúkrasjóðinn, eins og hún er vön á hverju hausti. Betur auglýst siðar. Hr. Árni D. Thorlacius er nýlega genginn í Cameron Highlanders her- deildina. í þeirri deild er úrvalslið og hefir lengi verið í mesta uppá- haldi hjá brezku herstjórninni. Árni er sonur ólafs Daníels Theó- dórs Thorlacíusar, er var um nokk- ur ár kaupmaður i Stykkis- hólmi, og konu hans Guðrúnar Jó- sephsdóttur, Skaptasonar læknis á Ilnausum. Ó. D. Th. var sonur Árna ólafssonar Thorlacius, umboðs- manns í Stykkishólmi; hafði umboð yfir Arnarstapa og Skógarstrandar jörðum um fjölda ára. Hann var 3 settur sýslumaður í Snæfellsnes- sýslu. Hann var mesti atgjörvismað- ur um suma hluti. Fimleikamaður og skotmaður með afbrigðum. Hann var og fróður um marga hluti. Hann hélt veðurbækur i sextíu vetur, og eru þær merkilegar að sögn; þær eru nú á Landsbókasafninu. Árni heitinn var sonur ólafs “ríka” kaup- manns í Bíldudal, Þórðarsonar, Sig- hvatssonar, Þórðarsonar, Þorkels- sonar, Þórðarsonar, o. s. frv.. Og bjuggu sumir langfeðgar þeir að Ormsstöðum í Grímsnesi. Árni D. Thorlacius er búfræðing- ur, og kom hingað vestur árið 1910. Hann hefir siðan stundað smíðar með fleiru. Hann er karlmannlegur, í gildara lagi og friður sýnum. Býst við að fara héðan um jólaleytið “í Austurveg”, að fornum vikingasið. Kunningjar hans óska honum alls hins bezta. Að hann komi heill aft- ur eftir frækilega og sigursæla fram- göngu. K.Á.B. Miss Steina J. Stefanson auglýsir tilboð um að kenna ensku og fleiri fög i þessu eintaki blaðsins, og vilj- um vér benda mönnum á auglýs- ingu hennar. Allir þeir, sem ensku vilja nema eða fullkomna sig í henni eiga þar kost á fyrirtaks kennara. Miss Stefanson er prýðisvel ment- uð; hún hefir um nokkur ár verið fréttaritari enskra blaða, og ritar gott mál á enska tungu. Hún er al- þekt hér meðal íslendinga fyrir skarpleika sinn, ekki einungis í þessari einu grein, heldur miirgum öðrum. Og þeir, sem reynt hafa, vita það, að vanalega læra menn hvað svo sem það er, Betur og fljót- ara hjá “prívat” kennara, sem gefur sig eingöngu við því, heldur en á opinberum skólum. Og margur nem- andi hefir komist miklu lengra fyr- ir “prívat” kenslu, þegar honum htfir fundist sér þungt ganga nám- ið á skólunum. Vér ætlum að Miss Stefanson sé í alla staði fær uin, að veita kenslu þá, sem hún býður. Mr. A. G. Paulson, verzlunarmað- ur frá Gimli, Man., kom hér til borg- ar þann 16. þ. m. og var á ferð til dætra sinna nálægt Álptavatns ný- lendu. Er önnur þeirra gift þar, en hin skólakennari. Verður hann þar nálægt vikutima. Systrakveld hjá stúkunni Skuld miðvikudagskveldið í næstu viku (29. sept.). Allir íslenzkir Good- templarar velkontnir. Leiðrétting. — 1 síðasta blaði Heimskringl, þar sem eg gat um móð urætt Hermanns E. Davíðssonar, liefir fallið nafn úr í prentun. Þar er: “Hún er dóttir Stefáns Jónsson- ar klausturhaldara á Einarsstöðum” o. s. frv.; en átii að vera þannig: Hún er dóttir Stefáns Jónssonar, Jónssortar, klausturhaldara á Ein- Einarsstöðum, o. s. frv. K.Á.B. - ■ Húsa uppdrættir og allskonar efni EATON’S GETA HJÁLPAÐ ÞÉR VIÐ NÝJAR BYGG- INGAR EÐA VIÐGERÐIR. Fáðu þessa EATON Catalogue yfir nútíðar-hús, og bygginga efni ef þú hugsar þér að byggja hús eða fjós eða ef þú ætlar þér að gera . nokkrar stærri umbætur. Það hefir inni að halda uppdrætti af húsum og fjósum, og skrá yfir Lumber, Millwork, Hardware—satt að segja full- kominn lista yfir öll byggingar efni og á Eaton verði. Þú getur sparað þér peninga með því að kaupa allt sem þú þarfnast af EATON Því ekki að rannsaka þetta fyrir sjálfan þig? Catalogue sent þér ókeypis ef þú skrifar eftir því. Við kaupum rakleitt frá Millunum, og mikið í einu og fyrir peninga út í hönd, og fáum þess vegna beztu viðar teg- und á lægsta verði...Við seljum beint til þess sem brúkar efnið með aðeins litlum ágóða þessvegna þarft þú að íhuga gaumgæfilega það sem EATON býður og prísana. SKRIFAÐU EFTIR HVERJUM AF ÞESSUM CATALOGUE SEM ER. Þau sem bte nÚ °ý PrCntUð °g tn’ 411 útbreiðslu. SettuX fyrir aftan það eða Þ u sem þig vantar, sknfaðu svo nafn þitt og heimilisfang fyrir neðan og sendu til okkar. Nú er tíminn að kaupa ytri MODERN HOMES AND BUILDING GASOLINE ENGINES c"néra“c,h"»kgDf SKwmo"aÍknes pianos 0E0AKS 8 INVALID CHAIRS GROCERIES SPORTING GOODS WAIIPAPERS Name......:.............. Post Office........ Province.. T. EATON 09.™ WINNIPEG - CANADA 5YRPA 2. og3. hefti af 3. árgangi verða send kaupendum og útsölumönnum næstu daga Innihald: Kona kapteinsins Saga. - -- -- - 1 RauSárdalnum. Saga - Eftir J. Magnús Bjarnason Magnhildur. Saga - Eftir Björnstjerne Björnson Til SutSurheimskautsins. - Feröasaga Scotts kapteins eftir hans eigin dagbók fslenzkar þjóösagnir - -- -- -- -- - - Nikulás stórhertogi meö mynd - -- -- -- - SjálfsvirÓing. Saga ----- Eftir Allan Sullivan Einkennilegasti atburbur í sambandi vib strítSib - - Prestskonan. Saga frá dögum Kristjáns IV. Eftir Kristófer Janson Tveir heimsfrægir menn:—Marconi—Roberts lávartiur. - Hersöngur Frakka. - -- -- -- -- -- Afmælisvísur - -- -- - - -- -- - Prófritgeröir tveggja drengja á íslandi ------- Nyrsta land á jöröinni. - ------ TIL MINNIS: Rauöhæróar konur og aódráttarafl þeirra—Eru hermanna hjóna- böndskynsamleg,— Bjarga tré lífi sínu?—Áhrif biblíunnar á Evrópu-ófrit5inn—Johnson barinn nibur—örlög Evrópu—Hefóar- kona í herþjónustu—Til gamans. Þessi tvö hefti bundinn í eitt kosta 60 cent. Árgangurinn $1.00 Þeir er senda útgefandanum $2.00 fá blaðið frá byrjun- 3. árgang; meðan upplagið hrekkur. 0LAFUR S. TH0RGEIRSS0N 678 Sherbrooke St. Winnipeg Myndasýningum þeim — úr stríð- inu mikla —, er ákveðið var að lialda að Lundar 28. þ. m. og að Markland þann 30., er frestað um ó- kveðinn tíma vegna ófyrirsjáanlegra I crsaka. Við tækifæri. Et eg veikum gfir dröfn œðstu vonar kneri, lœt svo beint i herrans höfn, hvaðan fyrst eg réri. Huld þvi eina höndin lér, hjálp i meinum fasta, hingað seinast halla mér, hér eg steini kasta. J. G. G. Bjór fyrir kunningja WRYS. i AW P Lager* MARIA MAGNUSSON PIANO KENNARI hefur nú byrjat! Plano kenslu og öskar eftlr islenzkum nemendum. 940 INGERSOL ST. WINNIPEG BAZAAR Kvenfélagsins í Skjaldborg stend ur í tvö kveld: Föstudags og laug- ardags (24. og 25. sept.). Ágætir, mjög eigulegir hlutir til sölu, ásamt kaffi og “Bakkelsi”, með öðru góðgæti. Alt með mjög sanngjörnu verði. Þar verSur skyr og rjómi og margt annað nýnæmi. Gott Music bæði kveldin. Bjór sem þér þykir góður 1 merkur eða pott hylkjum. F&an- legt hjá þelm sem þú kaupir af eBa hjá oss E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. BfíÉF Á HEIMSKBIKGLU. — Kristján G. Snæbjörnsson. S. Hannesson. P. O. Ball. Oddur Jörgen Benediktsson frá Hjarðarhaga á Jökuldal. Þessi bréf verða send á dauðra- bréfa pósthúsið, sé þeirra ekki vitj- Hann sá það fyrir. Móðir Rússakeisara er ekkju- drottning María Fedorowna (áður Dagmar prinsessa dóttir Danakon- ungs). Hún gat þess nýlega i sam- tali við formann Rauða kross fé- lagsins á Rtisslandi, hvað mikið hún hataði Þjóðverja, einlægt síðan þeir tóku Slésvík-Holstein af Dönum. Hún sagði að Rússar hefðu ætíð sýnt þeim alt of mikla gestrisni, þeg- ar þeir kæmu til Rússlands að leita sér atvinnu þar. Það hefði verið hlaðið undir þá og þeini veittar há- ar stöður og embætti. En það væri hið sama, hversu mikil vinahót og hversu mikið gott menn sýndu þýzkum, þá yrðu og væru þeir ein- lægt sömu Þjóðverjarnir. Kvaðst hún oft hafa sagt bónda sínum, Al- exander keisara þetta, en hann gat ekki trúað henni. Hún kvað einn mann hafa séð þetta fyrir: Játvarð konung VII., því hann var vitur maður og mikili höfðingi. Llppgjöf saka. Frétt frá Rússlandi nýlega segir þau tíðindi, að Rússakeisari hafi veitt 100,000 föngum uppgjöf saka. Tækifærisvísa. Albert fyndna skrltlu skóp, Og skilning lýsti manna. Hann er leiðarljós i hóp Og laukur hofgoðanna. K. Á. B. TIL ISLENDINGA I Þeir sem ennþá ekki hafa keypt rafurmagps eldavél mína, gefst ennþá kostur á að kaupa hana eða panta hjá sjálfum mér, eða umboðsmönnum mínum: MARSHALL WELLS, SCHILLINGS & SON., Winnipeg. Þessar eldavélar eru viður- kendar þær beztu á markaðinum af öllum sem hafa reynt þær. Verð er eftir stærð og gerð, frá $7.00 til $75.00, borgunar skil- málar eftir samningum. Leitið frekar upplýsinga til mfn PAUL JOHNSON, Phone Garry 2379. 761 William Ave. WINNIPEG P.S.—Ennfremur geri eg rafurmagns leiðingar, Plumblng og gufu upphitun, og allar viðgerðir þar að lútandi PAUL JOHNSON. Hefir ætíð hina nýjustu og beztu leiki. KOMIÐ OG SKEMTIÐ YKKUR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.