Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.09.1915, Blaðsíða 6
BLS. «. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 23. SEPT. 1915. — Hver var hún?— núna í vor, því þá œtlaSi eg sjálf til Yorkshire. Eg hélt alt af að Nesbit hefði sínar eigin tekjur, þvi eg vissi að honum voru sendir meiri peningar, en þér höfðuð þörf fyrir, og áleit að þér œttuð talsverðan af- gang. Eg var ekki fær um að fara til Yorkshire i mai, en var að mestu ferðbúin þangað, þegar þér komuð. Eg áleit, að eitthvað yrði að gjöra fyrir framtíð yðar, en var ekki komin að neinni niðurstöðu’. ‘Þér viðurkennið þá, að.þér borguðuð Nesbit fyr- ir uppeldi mitt?’ ‘Já, það viðurkenni eg’, sagði ungfrú Powys frem- ur treglega. Eg borgaði þessa peninga sem vina móð- ur yðar. Frú Priggs borgaði ávalt með gullpeningum. Ávisun hefði sýnt, að peningarnir komu frá mér. Erindi frú Priggs til Yorkshire var ávalt það, að borga þessa peninga. ‘Frú Priggs hefir þá verið frú Catherine, sem stundaði móður mína þegar hún ól mig’, sagði Edda. ‘Það tjáir ekki, að Upham fái að vita það, og heldur ekki að eg hafi verið alin upp á yðar kostnað, ungfrú Powys. Grunur hans um að eg sé dóttir yðar, fengi þá of sterka sönnun’. ‘Ungfrú Brend’, sagði Agnace kuldalega, ‘eg vil biðja yður að ætla ekki að slíkt samband eigi sér stað á mili okkar. Mér geðjast að yður vegna móður yðar og hennar vegna vil eg vera vina yðar; en eg viðurkenni aldrei frændsemi okkar á milli. Munið þér það’. Edda hélt áfram að ganga um gólf og sagði svo: ‘Haldið þér, ungfrú Powys, að eg hafi enga tilfinn- ing, enga sjálfsvirðing? Ef þér eruð ekki móðir mín, þá vitið þér, hver móðir mín er. Stundum held eg, að hún lifi enn’. Hún leit fast og rannsakandi á ung- frji Powys. ‘Ef hún lifir, þá veit hún alt mér viðvíkj- andi. Hún hefði getað náð ást minni, ef hún hefði sýnt mér nokkra vináttu. Ef hún þjáist af einhverri dulinni óvirðingu, þá skyldi eg hjálpa henni til að bera hana. Ef hún hefði sjálfsálit, skyldi mitt sjálfs- álit hjálpa til að styðja hana. Aðeins að vita það, að hún var móðir mín, þó eg yrði að dylja þá þekkingu alla æfina, — að vita það, að hún var fús til að láta dul- arfult samband eiga sér stað á milli okkar, — það hefði verið mcr óviðjafnanleg ánægja. Eg gæti vel liðið dauða fyrir þá móður sem elskaði mig. Engin óvirð- ing hefði getað skert virðingu mina fyrir henni, ef hún hefði getað verið nógu viðkvæm og nógu kvenleg til að taka mig i faðm sinn. En nú er það of seint’. ‘Of seint?’ ‘Já, ungfrú Powys, alt of seint’, sagði Edda, og var sem eldur brynni úr augum hennar. ‘Þó að móðir mín knéfélli fyrir mér nú, myndi eg ekki líta við henni. Sú kona, sem er svo ístöðulaus og vond, að fleygja frá sér saklausu barninu sínu, sem dæmdi þetta barn til að lifa við fátækt og skort, einangrun og óveittar. þrár, sem gat vitað að eg stend nú við þröskuld lífsins, ein- mana og hrygg, og bauð mér aldrei þá huggun, sem í ástríkum orðum felst, eða lofaði mér vináttu móður- innar, — sú kona getur aldrei — aldrei náð ást minni eða virðingu. Eg skyldi nú neita að kannast við hana’. Nú varð þögn um stund. Edda talaði fyrst, og nú var hún rólegri og röddin ekki eins skrækjandi og áður. ‘Ungfrú Powys’, sagði hún; ‘eg finn nú að eg er ekki lengur fær um, að vera hjá yður. Eg vil ekki lengur þola ásóknir Uphams, og eg vil ekki lengur vera yður til ama; því á meðan eg er hér mun Upham ofsækja yður vegna min. Þegar hann veit að eg ætla í burtu fyrir fult og alt, þá hættir hann að hugsa um mig og mína liðnu æfi’. ‘Ungfrú Brend — Edda —, þetta er ækki alvara yðar?’ ‘Eg hefi aldrei verið alvarlegri á æfi minni, ung- frú Powys. Eg fer í þessari viku’. Ungfrú Powys varð blóðrauð út undir eyru af reiði. ‘Þér megið ekki gjöra neitt slíkt', sagði hún í skip- andi róm. ‘Þér verðið hér’. ‘Með hvaða heimild getið þér haldið mér kyrri?’ spurði Edda. Ungfrú Powys leit undan. ‘Með þeirri heimild, sem móðir yðar gaf mér’, svaraði hún svo. ‘Hún bað mig að gæta yðar. Þér verðið að vera kyrrar hjá mér, Edda. Að mér látinni skal verða séð um yður fjárhagslega’. ‘Sú móðir, sem ekki vildi eiga mig, en fleygði mér hurtu, hefir engan rétt til að ráða yfir mér, eftir að eg er farin að geta hugsað sjálf, ungfrú Powys. — Eg þakka yður fyrir vinsemdina; en eg hefi enga kröfu til yðar, svo séð verði, og eg get ekki verið hér leng- ur. Ef eg á að segja sannleikann, þá er eg ekki ánægð hér, og vil heldur snúa aftur til gömlu heiðarinnar, og búa þar i betlarakofa, en að lifa hér af yðar peningum, ungfrú Powys. Eg er þreytt af þessum skrautfatnaði’, hún leit með hálfgjörðum viðbjóð á fatnað sinn. ‘Eg vinn fyrir engu hér og vil ekki lifa af náðarbrauði. — Það er aðeins til málamynda, að eg er lagsmær yðar, og með þvi að lesa og syngja fyrir yður borga eg alls ekki fæði mitt og því siður klæði. Hér lifi eg aðeins af líkn, og eg get það ekki lengur; eg fer. Eg vil held- ur fara héðan opinberlega en að strjúka, og það er þess vegna að eg segi yður nú sannleikann’. ‘Eg ætla ekki að leyfa yður að fara. Þér þekkið ekkert til heimsins. ó, Edda — Edda —’. Þessi or<5 lýstu afarsárum tilfinningum, og hún nuggaði höndunum saman af örvilnan. Edda hélt að ungfrú Powys væri nú komin að þvi að opinbera sannleikann; en ef það hefði verið, þá hindraðist hún af þvi að frú Priggs kom inn úr innra herberginu með örvilnanarsvip yfir sér. Hún hafði heyrt alt, sem talað var, bæði af Upham, Agnace og Eddu, og neyðarvein húsmóður hennar kom henni til að hraða sér. Frú Priggs leit til Eddu, þaut svo til ungfrú Powys og tók hani í faðm sinn og hvíslaði að henni. Slepti henni svo aftur, gekk fáein spor frá henni og settist; en út vildi hún ekki fara. Ungfrú Powys gjörði það sem hún gat til þess að verða róleg aftur. ‘Eg — eg get ekki mist hana’, tautaði hún. ‘En, ungfrú Agnace, af henni hefir stafað ógæfa fyrir þetta hús’, sagði gamla þernan. ‘Látið þér hana fara aftur til Nesbit. Látið þér hana fá peninga; og látið þér hana svo fara. Upham er reglulegur högg- ormur. Ungfrú Brend hefir rétt fyrir sér í þvi að vilja flýja hann. Föður yðar vegna — sjálfrar yðar vegna — ungu stúlkunnar vegna — sendið þér hana burt’. ‘Eg fer ekki til Nesbit aftur. Og eg þigg enga pen- inga’, sagði Edda róleg. ‘En hvað ætlið þér að gjöra? Hvert ætlið þér að fara?’ ‘Eg ætla að vinna fyrir mér’. ‘Ungfrú Agnace, hlustið þér á mig’, sagði frú Priggs skjálfrödduð. ‘Ungfrú Brend verður að fara. Burtför hennar héðan, hindrar Uphams lævislegu á- form. Hún segist ekki vera ánægð hér, og þér liðið, þjáist. Hún er ekki nógu skynsöm til að veita vináttu yðar móttöku án þess að spyrja. Verði hún hér, þá verður það okkur öllum til ógæfu. Hún verður að fara’. ‘Nei, nei, — það er ómögulegt —’. ‘ó, ungfrú Agnace, verið þér nú svo góðar að fara að mínum ráðum. Hún fer frá okkur með leynd, — ef hún fær ekki yðar samþykki. Er það ekki, ungfrú Brend?’ ‘Jú, eg fer héðan á einhvern hátt’. ‘En, Edda, min —’ ‘Þegið þér nú, ungfrú Agnace. Þér eruð. utan við yður’, sagði gamla þernan og tár komu fram í augu hennar. ‘Eg hefi hugsað mér áform, sem vel á við, bæði fyrir yður og ungfrú Brend. Þér munið eftir bréfinu, sem þér fcnguð i gær frá gömlu frú Vavasour; í því bað hún yður að útvega sér unga, fjöruga lags- mær, sem væri fús til að búa eða vera meðal skozku hálendinganna hjá henni, og væri henni til aðstoðar sem dóttir. Þér sögðust ætla að reyna á morgun að finna slíka stúlku. Frú Vavasour vill fá stúlku, sem er uppalin og mentuð sem heldri stúlka, sein getur lesið og sungið fyrir hana og setið hjá henni, hér um bil eins og ungfrú Brend hefir gjört hér. Frú Vavasour er tíguleg, gömul kona, af aðalsættum. Þér eruð sjálf- ar vanar að heimsækja frú Vavasour, og henni er vel við yður. Já, þar getur hún lifað dulin öðrum’, hvísl- aði hún. Ungfrú Powys var nú orðin róleg aftur, og hlust- aði með athygli á orð gömlu þernunnar sinnar. Það var auðséð, að hún ætlaði að íhuga ráðleggingu henn- ar nákvæmlega. ‘Yfirgefið þér mig nú litla stund, ungfrú Brend’, sagði hún vingjarnlega. ‘Eg ætla að hugsa um þetta málefni og láta yður svo vita, að livaða niðurstöðu eg kemst áður en þér sofnið’. Edda hneigði sig og fór. Ungfrú Powys fór ekki út þetta kveld. Hún átti langt samtal við irú Priggs, og þegar það var á enda, hér uin bil tveim stundum síðar, gekk hún til herberg- is Eddu og barði að dyrum. Edda bað hana að ganga inn. Edda sat við borðið og saumaði. Á borðinu stó' ljós — því gasljós voru sjaldgæf í svefnherbergjum á Englandi. Unga stúlkan var að bæta og laga svarta, slitna silkikjólinn sinn, sem hún var i, þegar hún kom til Lundúnaborgar. Ungfrú Powys brá illa við, þegar hún sá það. ‘Edda’, sagði hún; ‘eg er komin til að segja yður, að eg gef samþykki mitt til þess, að þér farið’. Edda hneigði sig, stóð upp og bauð henni stól. ‘Eg gizkaði á, að hvaða niðurstöðu þér mund- uð komast, ungfrú Powys’,'sagði hún; ‘og eg er nú að bæta kjólinn minn. Eg held eg fari á morgun, þegar Upham er farinn niður í bæinn’. ‘Þér megið ekki ætla, að þér séuð lausar við alt samband við mig’, sagði ungfrú Powys hörkulega. — ‘Þér skuluð ekki yfirgefa þetta hús til þess að fara hvert sem þér viljið. Þér eruð reglulegt barn í þekk- ingu yðar á heiminum, svo eg ætla að hafa glöggar gætur á öllum yðar hreyfingum. — Eins og þér heyrð- uð frú Priggs segja, ])ú fékk eg í gær bréf frá gamalli en mjög kærri vinkonu ættar okkar. Konu, sem nú er nærri hundrað ára gömul. Hún býr einsömul í stórri, gamalli höll á Skotlandi, en hefir heilan her af þjón- ustufólki. Amma mín, móðir mín og eg, höfum allar sótt hana í bústað hennar, Ben Storm Castle. Það er afskektur en einkennilegur staður á milli fjallanná þar. Frú Vavasour skrifar mér að hún sé orðin þróttlítil; en þegar tekið er tillit til aldurs hennar, er hún enn all rösk. Hún er einmana og vill fá unga og fjöruga stúlku sér til ánægju’. ‘Eg held mér muni geðjast að þvi að fá stöðu hjá henni’, sagði Edda. ‘Á hún enga ættingja?. ‘Jú, en að eins tvo, og það eru fjarlægir ættingjar. Hún hefir lifað lengur en börnin hennar og barna- börnin, maður hennar og æskuvinir. Hún er sérlynH og þrálát, og jafnvel afkomendur hennar eru orðnir henni okunnir. Dóttir sonarsonar hennar giftist lá- varði Clair, nautnafiknum og drykkfeldum manni, sem að líkum hefir verið orsök i hinum árla dauða hennar. Frú Vavasour var andvíg giftingu hennar, og vildi ekki sjá hana eftir það. En lávarður Clair á dóttur, em er heitbundin lávarði Bonald Charlton, eftir þvi sem eg hefi heyrt. Ronald er sonarsonur jarlsins af Charle- wick, sem er eigandi Racket Hall. Frú Vavasour hefir aldrei séð ungfrú Clair og vill það ekki heldur. Ung- frú Clair er sá eini lifandi kvenlegur afkomandi frú Vavasour; en gamla konan á líka sonarsonar son, — ungan mann, sem er fremur gáskafullur, en þó auga- stcinn hennar, þar eð hún hefir sjálf alið hann upp; en nú hefir hann vilst af réttum vegi, svo hún vill ekki sjá hann heldur, og lifir alein á meðal þjónustufólks síns. Hún býður 100 pund i laun um árið. Viljið þér fara til hennar:’ ‘Já, það vil eg’, svaraði Edda strax. ‘Eg get unnið fyrir mér þar, að minsta kosti’. ‘Þér getið farið að morgundeginum liðnum, ef þér viljið fara svo snemma. Frú Priggs skal fylgja yður, og eg skal skrifa meðmæli með yður, sem greina frá, hvers vegna þér komið strax. Eg skal skrifa á morg- un og segja frá komu yðar, og frú Priggs getur simrit- að frú Vavasour frá Edinborg, svo þér komið ekki ó- vænt. Þér eruð enn fastráðnar í því að fara?’ bætti ungfrú Powys við. Þessu svaraði Edda játandi. ‘Þá getið þér ekki fundið betra heimili, en Ben Storm Castle. Það er stjórn forsjónarinnar, sem hefir ráðið því, að frú Vavasour skyldi skrifa mér að út- vega sér félagsmær einmitt núna, og mér þætti vænt um, ef þér vilduð skrifa mér um það, hvernig yður geðjast að heimilinu þar’, sagði ungfrú Powys sorg- bitin. ‘Það skal eg með ánægju gjöra’. ‘Það dugar ekki, að þér farið með þenna slitna kjól, Edda. Frú Vavasour er mjög sjirautgjörn kona, svo þér verðið neyddar til að klæða yður eins vel þar eins og hér. Þér þurfið nýja viðbót af fatnaði, sem við skulum kaupa á morgun. Eg skal fara með yður í vagninum mínum til þess að kaupa nægilega viðbót af fatnaði og öðru’. Edda varð neydd til að þiggja að gjöf það, sem hún hingað til ekki hafði viljað þiggja, nema sem lán. Ungfrú Powys vildi engar mótsagnir heyra; enda kom Edda ekki með þær. Þeim kom saman um, að Edda skyldi ekki minnast á burtför sína, hvorki við bankar- ann Powys eða Upham, og að ungfrú Powys skyldi gjöra grein fyrir henni við þá. Ungfrú Powys var eina klukkustund hjá Eddu, — köld og tíguleg. Svo fór hún út og Edda var ein eftir. ‘Það liggur þá fyrir mér að fletta við nýju blaði i bók lífs míns’, hugsaði Edda. ‘Eg skil ekki, hvernig eg get kunnað við mig þar inn á milli fjallanna hjá Hálendingunum. Mér finst sem einhver grunur lifni i huga mínum um það, að einhver undarleg forlög liggi fyrir mér. Mér finst eins og mér sé sveiflað í hring, sem laufi á sléttlendi. Eg held, — já, eg held það á- reiðanlega, að eitthvað óvanalegt, gott eða ilt, biði mín á Ben Storm Castle’. 19. KAPÍTULI. Gamlir kunningjar finnast. Daginn eftir þá viðburði, sem síðast var getið, komu meðlimir bankara fjölskyldunnar að morgun- verðarborðinu, og enginn hefði getað séð á andlitum Agnace, Eddu eða Uphams, ástriðurnar, hugsanirnar og áformin, sem geymdust undir yfirborðinu. Og ekki kom bankaranum til hugar, að neitt ósamlyndi ætti sér stað, þegar hann leit yfir hópinn. Hinni óvanalegu þögn veitti hann ekki eftirtekt, af því hann var að líta yfir morgunblaðið og lesa um verðbréfa gildi i kauphöllinni, jafnframt þvi, sem hann smakkaði á kaffinu sínu. Upham hraðaði sér að borða, og þegar hann var búinn að afsaka sig með því, að hann ætti mjög annrikt, fór hann út. Ungfrú Powys las bréfin sín og geklc svo út ásamt Eddu. Þær urðu samferða upp breiða stigann. ‘Komið þér með mér inn í herbergi mitt’, sagði Agnace. ‘Eg þarf að tala fáein orð við yður’. Edda fór inn með henni. ‘Setjist þér, ungfrú Brend. Eg skal ekki tefja yð- ur lengi’, sagði ungfrú Powys. ‘Þér eruð enn fast- ráðnar í því að fara, — eða, ætlið þér að vera kyrrar hjá mér?’ ‘Mér er ómögulegt að vera kyr’, svaraði Edda. Agnace stundi. Hún hafði búist við öðru svari. ‘Eg hefi legið vakandi í alla nótt og hugsað um þetta efni. Þér megið ekki líta svo á, að Upham hrekji yður í burtu. Hann getur ekkert ilt gjört okkur. Þó að eitthvert leyndarmál væri til um mína liðnu æfi, þá myndi liann ekki þora að opinbera það, ef hann findi það. Að svívirða sína eigin frænku, væri að sví- virða sjálfan sig. En ef yður er ógeðfelt, að vera á sama heimili og hann, þá skal eg hraða för minni til sveitaheimilis okkar. Viljið þér koma með mér þang- að?’ ‘Eg er yður þakklát fyrir vinsemdina, ungfrú Powys; en það er betra fyrir mig að yfirgefa yður. Eg skal ekki gleyma vinsemd yðar við þá stúlku, sem enga kröfu hafði til hennar; en eg vil heldur vinna fyrir mér sjálf’. Skugga brá á svipfríða andlitið hennar ungfrú Powys. ‘Eg hefi enn eina ástæðu fram að færa’, sagði hún. — ‘Ben Storm Castle er alveg ólíkt heimili okkar hér og sveitaheimilinu okkar. Hér getið þér fengið yður skemtigöngur, ekið í vagni, farið í leikhús og skemt yður við margt annað. Á sveitaheimilinu getið þér skemt yður á bátum, ferðast um nágrennið o. s. frv. — Það er áform mitt, að þér getið kynst félagslífi heldra fólks; kynst þvi sjálfu og haft þær ánægjur, sem ung stúlka á yðar aldri getur notið. — En Ben Storm Castle er alveg gngnstæSur þessu. Rfst á Ben Storm stemtur Ben Storm Castle, einmana og eyðilegri staður en með orðum verður lýst. Það var engin furða, þó hin ‘rika ungfrú Vavasour’ giftist lávarði Clair til þess að kom- ast burt frá slíku heimili. Það er lika eðlilegt, þó son- ur soriarsonar frú Vavasour hafi litla löngun til að vera kyr ár eftir ár í gömlu höllinni. Já, Edda, jafn kát og fjörug og þér eruð, munuð þér deyja þar úr leið- indum’. ‘Þér gleymið því, .ungfrú Powys, að eg er fædd og uppalin í mjög eyðilegu plássi’, sagði Edda. ‘Eg held að hátt og viðfeldið fjall, yrði mér skeintileg umbreyt- ing frá flötu heiðinni, þ#ar sem eg er fædd’. ‘Já, með skemtilegu fólki mætti una þar.. Eg hefi átt þar margar skemtilegar vikur, þegar höllin var full af gestum og ‘hin ríka ungfrú Vavasour’, sem seinna varð lafði Clair, var ung stúlka. En gömlu frú Vava- sour geðjast nú ekki að gestum lengur, og býr alein með þjónustufólki sínu; mér er einnig sagt, að hún sé orðin geðvond og ill viðfangs, eins og búast má við af manneskju á hennar aldri. Hún er líka hörð í kröf- um, svo staða félagsmeyjar hennar verður naumast skemtileg. Frú Vavasour heimtar stöðuga athygli. — Menn verða að læra að syngja fyrir hana og skemta henni, svo hún verði ánægð. Eftir að þér hafið átt að búa við fullkomið frelsi, á eg bágt með að skilja, hvern- ig þér getið þolað slík bönd, ófrelsi og ósanngjarnar kröfur af gamalli konu’. ‘Eg er ekki ein af þeim fáu útvöldu, sem geta forð- ast öll óþægindi lifsins’, sagði Edda. ‘Eg verð að taka hlutina eins og þeir koma fyrir, og gjöra það sem mér finst réttast og bezt’. Ungfrú Powys kom með bænir, ástæður og pen- ingatilboð, en alt til einskis. Edda var ófáanleg til að hætta við það áform, að vinna fyrir sér. Hún hafði sjálfsvirðingu og kaus heldur fátækt og vinnu, en að vera skjólstæðingur og ómagi ungfrú Powys; en hún var jafnframt tilfinninganæm og ástgjörn, svo hún elskaði ungfrú Powys undir niðri; en hún var samt reið við sjálfa sig fyrir það. En hún gat þó ekki var- ist því, að hlýjar tilfinningar vöknuðu hjá henni, þeg- ar ungfrú Powys leit á hana, og hjarta hennar sló hrað- ara, þegar hún heyrði rödd hennar. Líf hennar var endalaust stríð. Þar eð hún hélt að ungfrú Powys væri móðir sín, og áleit hana hafa svift sig þeim helg- utsu réttindum, þá var lif hennar undir þessum kring- umstæðum sannarleg kvöl, sem hún gat ekki lengur þolað, svo að allar tilraunir ungfrú Powys til að fá hana til að vera kyrra, urðu að engu gagni. ‘Frá þessari stundu skal eg gefa yður riflegar ár- legar tekjur, ef þér viljið vera kyrrar, Edda’, sagði Agnace að síðustu. Edda brosti beiskjulega. ‘Eg er ekki sú persóna, að eg geti þegið ölmusu’, svaraði hún; ‘en eg er yður samt sein áður þakklát, ungfrú Powys’. ‘Hafið þér ekki hjarta, Edda —’ Nú brá fyrir eldingum i augum Eddu. ‘Eg hefi eins gott hjarta og sú móðir, sem fleygði mér burt og vildi ekki kannast við mig’, sagði hún; — ‘en þetta efni vekur hjá mér gremju, ungfrú Powys. Við skulum sleppa því’. Sár tilfinning sást á svip eldri stúlkunnar, en hún svaraði kuldalega: ‘Vagninn kemur að dyrunum klukkan 11, ungfrú Brend. Verið þér tilbúnar eð verða mér samferða til að kaupa það sem þarf.’ Edda hneigði sig og fór. Á ákveðinní stundu kom Edda út, og sté svo inn í vagninn með verndarmær sinni; var þeim svo ekið til Regent Street. Ungfrú Powys keypti mikið af skrautfatnaði og skrautmunum, sem helzt hæfði auðugri mey. Edda vildi ekki láta eyða svona miklu fé handa sér; en ungfrú Powys svaraði, að frú Vavasour væri mjög vandlát að klæðnaði þeirra, sem umgengust hana, og þessi útbúnaður væri því alveg nauðsyn- legur. ‘Mér finst það óhugsandi, að félagsmær, sem verð- ur að hlýða öllum kröfum og bendingum húsmóður sinnar,' þurfi að vera eins skrautklædd og prinsessa’, sagði Edda brosandi. ‘Eg hefi aldrei á æfi minni átt fleiri en tvo kjóla í einu, og eg held að alt þetta stáss þreyti mig’. En mótsögnum Eddu var enginn gaumur gefinn. Það leit svo út sem ungfrú Powys væri að þagga nið- ur rödd samvizku' sinnar með því að hlaða þessum dýrmætu munum á Eddu. Hún hélt áfram að kaupa, eins og henni væri hugsvölun að þvi, að gjöra eitt- hvað fyrir Eddu, og endaði með þvi að kaupa sam- kerfi af roðasteinum, sem alls ekki átti við persónu i þjónsstöðu, en voru nógu fagrir og kostbærir til að nota í sölum drotninga. Edda var ung stúlka, og sem slík elskaði hún fagra muni, og i dökku augunum hennar ljómaði gleðin, þegar hún skoðaði þessa fögru muni. En þegar Agn- ace sagði henni, að roðasteinarnir væru lika ætlaðir henni, neitaði hún með fremur beiskum orðum að þiggja þá: ‘Eg er ekki eins og Esau’, sagði hún svo lágt að það heyrðist varla; ‘eg vil ekki selja fæðingarrétt minn fyrir baunasúpu’. Á leiðinni heim virtist ungfrú Powys að vera mjög hnuggin, og hvorug þeirra talaði eitt orð. Þeg- ar heim kom, gekk Agnaee inn í húsið, og Edda var að þvi komin að fylgja henni, þegar hún kom auga á dökkleitan, inagran, lotinn mann, með óstyrku göngu- lagi; hann var í slitnum, svörtum fötum, utan yfir þeim í yfirhöfn og stórum herðafetil; en í hendinni hélt hann á regnhlíf. Edda þurfti ekki að líta tvisvar á hann, til þess að sjá að það var fyrverandi fjárráða- maður hennar, herra Nesbit. Innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA. F. Finnbogason ....Árborg F. Finnbogason .. Arnes Magnús Teit ....Antler Pétur Bjarnason ....St. Adelaird Páll Anderson .... Brú Sigtr. Sigvaldason Baldur Lárus F. Beck Beckville F. Finnbogason Bifrost Ragnar Smith Brandon Hjálmar O. Loftson Bredenbury Thorst. J. Gíslason ....Brown Jónas J. Húmfjörd Burnt Lake B. Thorvordsson Oalgary Óskar Olson ;.„Churchbrigde J. K. Jónasson „Dog Creek J. H. Goodmanson Elfros F. Finnbogason Framnes Jolin Januson Foam Lake OlTTll f G. J. Oleson Glenboro F. Finnbogason ....Geysir Bjarni Stephansson ....Hecla F. Finnbogason Hnausa J. II. Lindal Holar Andrés J. Skagfeld ...,Hove Jón Sigvaldason Icelandic River Árni Jónsson ísafold Andrés J. Skagfeld Tdeal Jónas J. Húnfjörð Innisfail G. Thordarson Keewatin, Ont. Jónas Samson Kristnes J. T. Friðrilcsson Kandahar Thiðrik Eyvindsson Oskar Olson Lögberg Lárus Árnason Leslie P. Bjarnason „Lillesve Firíknr GnfSmundsson .....Lundar Pétur Bjarnason Eiríkur Guðmundsson John S. Laxdal Jónas J. Húnfjörð Paul Kernested Gunnlaugur Heigason Nes Andrés J. Skagfeld Oak Point St. O. Eirikson.... Pétur Bjarnason Otto Sigurður J. Anderson Pine Valley Jómas J. Húnfjörð Ingim. Erlendsson Wm. Kristjánsson Saskatoon Snmarliði Kristjánsson Swan River Gunnl. Sölvason Selkirk Runólfur Signrðsson Semons Paul Kernested „...Siglunes Hallur Hallson Silver Bay A. Johnson Sinclair Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson J. A. J. Lindal Jón Sigurðsson „.„Vidir Pétur Bjarnason Vestfold Ben B. Bjarnason Thórarinn Stefánsson ólafur Thorleifsson Sigurður Sigurðsson... ...„Winnipeg Beach Thidrik Eyvindsson .. Westbourne Paul Bjarnason í BANDARÍKJUNUM. Jóhann Jóhiannsson Akra Thorgils Ásmnndsson „Blaine Sigurður Johnson Bantry Jóhann Jóhannsson Cavalier S. M. Breiðfjörð Edinborg S. M. Breiðfjörð Gardar Elís Austmann Árni Magnússon Jóhann Jóhannsson ....Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristjánnson _ Milton, N.D. Col. Paul Johnson Mountain G. A. Tlftlmann Minneota Einar H. Johnson Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali Svold Sigurður Jónsson Upham i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.