Heimskringla - 23.09.1915, Side 5
WINNIPEG, 23. SEPT. 1915.
HEIMSKRINGLA.
BLS. 5
Fréttir frá Stríðinu
VitSbót vitJ her Bandamanna.
Frakkar kalla út 400,000 menn á
aldrinum 18—19 ára. Og Rússar
kalla út þá, sem eftir eru af mönn-
um upp til 36 ára aldurs, og geta
þeir nú í vetur bætt við 8 milliónum
æfðra hermanna, ef þeir hafa vopn
til handa þeim. ,
Þýzkir kvíða vetrarherfer'ðum.
Það er ætlun flestra þeirra, sem
stríðinu fylgja og þekkja til um á-
stand þjóðanna, að Þjóðverjar séu
nú að reyna að berja á Rússum, svo
að þeir geti verið óhræddir fyrir
þeim um tima. Þeim óar við að
liggja úti í skotgröfum og berjast í
hriðum og gaddi á Rússlandi yfir
veturinn. En nú eru þeir þar komn-
ir, sem þeir geta ekki eiginlega graf-
ið sig i jörðu niður. Þeir eru þarna
beggja megin við fenin miklu i Rúss-
landi, Pripet og Pinsk flóana, og
sagt er að þeir hafi náð borginni
Pinsk, sem er norðan við mestu fló-
ana eða norðantil i þeim.
Og eiginlega eru Þjóðverjar nú
klofnir þar i tvent um flóana, því að
litla eða enga hjálp getur suðurarm-
ur þeirra, suður undir Galizíu og
Búkóvína, veitt norðurarminum, —
norður undir Riga flóa —, þó að á
lægi. Og má af því sjá ráðkænsku
Nikulásar hertoga; þvi að alt var
hann búinn að undirbúa þetta áður
en hann fór.
En ef að Þjóðverjar eiga að sleppa
við vetursetu þarna, þá þurfa þeir
nú að herða sig. En þeim er farið
að ganga svo miklu tregara en áður,
eð þar sem þeir komást áfram, sem
er helzt norðan við flóana, þá er
það að jafnaði ekki full míla á dag,
í staðinn fyrir 5 mílur í Galizíu,
þegar gállinn var mestur á þeim. —
Og víða eru Rússar að stöðva þá
og hrinda þeim aftur, bæði á suður-
og norðurarminum.
Á vesturkantinum.
En hershöfðingjar Frakka og
Breta búast nú bráðlega við hörðuin
hríðum frá þeim á vesturkantinurii,
— harðari en nokkru sinni áður. —
Þessar hríðar hljóta Þýzkir að gjöra
áður en vetrar að, og gjöra þær á-
reiðanlega, ef að þeir geta þokað
Rússum nokkurntíma svo langt aft-
ur, að þeir geti sloppið frá þeim;
en það er hægra sagt en gjört, því
að ef að Þýzkir halda undan, þá
koma Rússar á eftir, og þá verða
þýzkir i meiri hættu, en þeir nokk-
urntíma liafa í komist, og margan
mega þeir þá manninn láta; en ákaf-
lega seinfarið um sléttulöndin þarna
austurfrá.
— Þann 18. sept. er’fullyrt, að
Bandamenn i sameiningu hafi ósk-
að þess, að Búlgarar segðu af eða á
með hverjum þeir ætluðu að verða,
Bandamönnum eða Vilhjálmi og fé-
lögum hans.
— Þann sama dag kemur fregn
frá Genf, a ðÞjóðverjar hafi afráðið,
að gefa bráðlega út yfirlýsingu um
það, að þeir innlimi í hið þýzka ríki
alt það land, sem þeir hafi unnið í
I'rakklandi og Belgíu.
— Hvort sem það er satt eða ekki,
þá hefir Enver pasha hinn tyrk-
neski fullyrt það, við hermenn sina,
að Vilhjálmur vinur þeirra komi þá
og þegar með mikla hersveit manan
að hjálpa þeim til að reka Banda-
menn af skaganum.
— Rússar hafa sökt allmiklum
seglskipaflota í Svartahafi fyrir ó-
vinum sínuin Tyrkjum; þeir höfðu
hlaðið flotann vopnum og skotfær-
um; öll skipin sukku, en menn all-
ir voru teknir til fanga.
— Serbar hafa nú hrakið Austur-
ríkismenn þrisvar af höndum sér;
en einlægt eru þeir að verða áleitn-
ari, og ef að Austurríkismönnum
kæmi þar styrkur frá Vilhjálmi, sem
um munaði, er hætt við að Serbar
stæðu skamma stund fyrir þeim fé-
lögunum.
— Nú segir Enver pasha, að Tyrk-
ir hafi yfir 2 milliónir manna undir
vopnum, og er rogginn mjög að þeir
þurfi ekki hjálp Vilhjálms, þeir geti
séð fyrir Bandamönnum; og þó að
ltalir og Búlgarar bætist við, þá
segir hann að Tyrkir séu hvergi
hræddir. — Aftur þykir mörgum
lítið að marka þetta. Enver hefir
gengið í skóla hjá Þjóðverjum, og
er því varasamt að trúa öllu sem
hann segir.
SUCCESS BUSINESS COLLEGE.
WINNIPEG,
MANITOBA.
Byrjaðu rétt og byrjaöu nfi. LœritS verzlunarfrætSi — dýrmætustu
þekkinguna, yem til er í veröldinni. LæriÖ í SUCCESS, stærsta og
bezta verziunarskóJanum. Sá skóli hefir tíu útibú í tíu borgum Can-
adalands—heíir fleiri nemendur en allir keppinautar hans í Canada
til samans. \ élrharnr (ir þelm skóla hafa hirwtn vrrblaun.—tJ^tvegar at-
vinnu — hefir beztu kennara —r kennir bókhald, stæröfræ'ði, ensku,
hraðritun, vélritun, skrift og að fara meö gasólín og gufuvélar.
Skrifið eöa sendiö eftir upplýsingum.
F. G. GARBUTT
I’reHldent
D. F. FERGUSON.
l'rinelpal
Members of the Commercial Educators’ Association
E. J. O'Sullivan,
M- A. Pres.
ESTA BL/SHED
Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk
undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað-
ritun, vélritun og að selja vörur
Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni.
Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink-
um kennarar. öllum nemendum sem það eiga
skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið
eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með
myndum.
THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE
222 Portage Ave...Cor. Fort Street.
Enginn kandfdat atvinnulaus.
ÞAÐ VANTAR MENN TIL
Að læra
Automobile, Gas Tractor IÖn í
bezta Gas-véla skóla í Canada.
í»aÖ tekur ekki nema fáar vikur
aö læra. Okkar nem'endum er
fullkomlega kent aö höndla og
gjöra viö, Automobile, — Auto
Trucks, Gas Tractors, Stationary
og Marine vélar. Okkar ókeypis
verk veitandi skrifstofa hjálpar
þér aö fá atvlnnu fyrir frá $50
til $125 á mánuöi sem Chauffeur
Jitney Driver, Tractor Engineer
eöa mechanic. Komið eða skrif-
ið eftir ókeypis Catalogue.
Hemphills Motor School
«4:t Main St. Winntpeg
Að læra rakara i5n
Gott kaup borgaö yfir allan ken-
slu tímann. Áhöld ókeypis, aö-
eins fáar vikur nauösynlegar til
aö læra. Atvinna útveguð þegar
nemandi útskrifast á $15 upp í
$30 á viku eða við hjálpum þér
aö byrja rakara stofu sjálfum
og gefum þér tækifæri til að
borga fyrir áhöld og þess háttar
fyrir lítið eitt á mánuöi. í»aö
eru svo hundruðum skiftir af
plássum þar sem þörf er fyrir
rakara. Komdu og sjáöu elsta
og stæösta rakara skóla í Can-
ada. Varaöu þig fölsurum.------
Skrifaöu eftir ljómandi fallegri
ókeypis skrá.
Hemphilis Barber CoIIege
I C«r. KlngSt. niid l*n<>ific Aveniie
WIWII'HG.
| útibú í Regina Saskatchewan.
Stór slagur í vændum.
Alt bendir á, að stór slagur sé nú
í vændum á norðurkantinum hjá
Rússum. — Hindenburg hefir með
trollslegum aðgangi og hamförum
hálfkvíað Rússa af á 200 mílna
svæði og er Vilna borg i broddi
tangans, sem af er kvíaður; segjast
Þjóðverjar vera búnir að taka þá
borg. En Nikulás hertogi var fyrir
löngu búinn að flytja alt fémætt úr
henni. Tanginn, sem Rússar eru nú
kviaðir á þarna, er þá frá Dvina
borginni við Dvina fljót (um 100
mílur suðaustur af Riga) og suðvest-
ur til Vilna einar 75—80 inílur, og
svo frá Viina suður og austur til
Minsk, norðan við Pripet flóana; og
er það álika langt eða jafnvel lengra,
jiví herflokkar Rússa hafa náð tölu-
ver.t suður fyrir Minsk. Þarna ein-
hversstaðar er það sem Hinden-
liurg ætlar að klekkja á Rússum;
kvía þá af, ef að hann getur, og til
þess hefir hann notað riddarasveitir
sínar meira en nokkru sinni áður.
Pússar höfðu þarna á þessu svæði
einar 300—500 þúsundir manns. En
Ilindenburg var sjálfur að norðan;
en Mackensen að sunnan. Er nú
Nikulás hertogi fjarri og of langt að
ná til hans suður i Kákasusfjöllum,
þar sem hann er að berja á morð-
ingjum Armeníumanna. En Russky
er aðalforinginn á þessu svæði, og
hefir hann oft reynst íáðagóður og
má vera, að svo reynist ennþá. —
Nikulás keisari er sagt að sitji oft á
ráðstefnum með foringjum sínum,
með kortið fyrir framan sig. En
iitla von gjöra menn sér um að hann
leggi þau ráð til, sem holl séu, og
má þakka fyrir, ef að hann spillir
ekki um. Sagt er að hann kenni
hverjum af öðrum sinna skástu
manna um, ef að erfitt eða illa geng-
ur, og reki hvern af öðrum. Er það
þá hepni, ef að hann rekur ónýtan
mann.
Þarna verður víst bráðlega slagur
mikiil — ef að hann er ekki þegar
byrjaður. Þjóðverjum er ant um, að
berja þarna á Rússutn og taka sér
vetrarstöðvar og grafa sig í jörðu
niður, því að þeir treystast ekki að
halda þarna áfram bardögum, þegar
vetrar að og jörð fer að frjósa; en
þurfa nú bæði suður á Balkanskaga,
suður á ítalíu og vestur á Frakkland
og Flandern. En ekki um að tala að
þeir geti komist nokkuð af þessu,
nema þeir geti gefið Rússum skell
jiarna og komist sjálfir i skotgrafir;
því að þá geta þeir haldið Rússum
með iniklu minna liði og farið burtu
með afganginn.
Seinustu Stríðsfréttir.
— Enginn veit, hvað Rúlgarar
ætla að gjöra; en nú hervæða þeir
sig af mesta kappi um alla Búlgaríu.
Þeir liafa jafnvel kallað menn til
vopna um alla austur Makedóniu,
sem lieyrir reyndar Serbum og
Grikkjum til; en i löndum þeim eru
margir Búlgarar.
— Það er farið að harðna á landa-
mærum Serba að norðan, því nú
eru jiangað komnir nýjir herflokkar
Austurríkismanna og Þjóðverja. Á
100 mílna svæði sækja þeir nú á
landamæri Serba og er þruman fall-
byssanna stöðug á öliu því svæði;
en það er að norðan og vestan milli
ósa Drina og Moíava. Þarna ætla nú
fóstbræðurnir Jóseppur og Vil-
hjálmur, að brjótast yfir landið
Serba og koinast til vina sinna Búlg-
ara. Þeir gátu reyndar fengið miklu
styttri leið austur yfir norðaustur-
horn Serbíu frá Dónárbökkum, þar
sem Rúmenia tekur við að austan.
Þar var ekki nema góð 30 milna leið
yfir hornið á Serbiu til Búlgaríu.
En þar var landið fjöllótt; járn-
brautir engar og vegir ekki góðir;
og svo er það nærri Rúmeniu, að
þeir hefðu mátt búast við að fá þá á
liáls sér eða herðar, ef þeir tækju þá
leið. Það er enginn efi á því, að þeir
ætla sér að brjóta Serbiu undir sig,
og vaða yfir landið og taka Búlgaríu
í félag með sér, og koma svo með
eina til tvær milliónir hermanna að
Miklagarði og Hellusundi.
— Við Hellusund er einlægt barist
og má sjá það, að þar hefir ekki
hættulaust verið, á þvi, að af Bret-
uin og Ástralíumönnum hafa þar
fallið milli 70 og 80 Þúsundir siðan
þeir komu þangað. En sagt var nú
seinast, að þeir væru að mestu bún-
irað kvía af sterkasta vígið í landi
uppi: Achi Buba, sem eiginlega er
fjall eitt, en alt einn kastali.
— Ekki hafa menn heyrt neitt
um hreyfingar Grikkja eða Rúmena.
Báðar þjóðir langar í leikinn, en
konungur og drotning halda aftur
Grikkjum; en Rúmenar eru ver
staddir að því leyti, að þeir eru
þarna undir handarjaðri fóstbræðr-
anna. óefað verða þarna harðar
sennur.
— í tanganum norður frá austur
af Vilna hafa verið harðar hriðir og
eru ennþá. Sagt er að Þýzkir séu nú
búnir að ná Vilna; en ekki gengur
þeim þó alt að óskum, og margir
ætla að Rússar séu að inestu sloppn-
ir úr höndum þeim. Sjá margir nú
um seinan, að gjarnan hefði Niku-
lás hertogi nú mátt nærstaddur vera,
— þá hefðu þessar síðustu ófarir
með Vilna ekki einu sinni komið
fyrir. En Russky er öruggur og læt-
ur Rússa ráðast á raðir og fylkingar
Þjóðverjanna, hvað eftir annað .—
Það tefur þá og ruglar fyrir þeim
reikningana. óefað berjast þeir enn
þá nokkra daga þarna, áður en út-
gjört er um þetta.
— Á vesturkantinum halda Bretar
og Canadamenn miklu lengri her-
garði en áður. Þar gengur það heitt
til á allri þeirri linu. Stórskotahrið-
in dynur þar í lofti daga alla og ekki
ósjaldan næturnar með. Er nú sem
Bretar séu betur búnir að fallbyss-
um, maskinubyssum og skotfærum,
því að þeir láta sig ekkert, og þó er
mannfall tiltölulega lítið. Eins er
lijá Frökkum.
Lögmannafundur í
Winnipeg.
Hinn 16. september héldu lög-
menn fylkisins ársfund sinn, og var
það mikill og merkur fundur. Voru
þar saman komnir nær allir lög-
menn fylkisins og nokkrir hinna
allra merkustu lögmanna Canada.—
Sérstaklega var fundurinn merkur
fyrir ágæta fyrirlestra. Má þar
segja, að hver var öðruin betri, og
þó erfitt milli að greina.
Forseti fundarins var Sir James
Aikins, og flutti hann ræðu við
fundarsetninguna, en allir voru til-
heyrendur hljóðir meðan hann tal-
aði, og vildu ekki missa af nokkru
orði. H. A. Robson, fyrverandi Com-
missioner of Public Vtilities, talaði
um lögfræðisnám i Manitoba. R. W.
Craig, skrifari félagsins, lagði fram
skýrslur; hann gat þess, að 112 lög-
menn og lögfræðisnemendur, sem all
ir vœru í félaginu, hefðu gengið í
herþjónustu. — Eugene Lafleur, K.
C., frá Montreal, flutti ræðu um:
“1 Var and Law”.— En E. F. B. John-
ston, frá Toronto, flutti erindi all-
langt um “Ethics of the Legal Pro-
fession”.
Ágrip af ræðu hr. Lafleurs um
“Stríðið og lögin” er í fám orðum á
þessa leið:
Striðið og lögin”.
Á seinni timum hafa stríðin ein-
kent sig frá hinum fyrri stríðum
heinrsins með sívaxandi virðingu
fyrir alþjóðalögunum (Internationai
Law), og við hvert stríð, sem háð
hefir verið, hafa menn séð mikinn
nnin á mannúð og virðingu fyrir
réttindum inanna.
En það, sem einkennir þetta strið
frá öllum öðrum stríðum seir.ni
tima milli hinna siðuðu þjóða, sem
svo eru nefndar, er fyrst og fremst
það, að annar málsparturinn virðir
að engu og tekur ekkert tillit til
regla og venja og framkomu, sem |
viðtekin hefir verið og samþykt á
friðarfundunum í Hague. Og svo er
annað miklu verra, en það er, að
hinir merkústu og áhrifamestu rit-
liöfundar þeirra (Þjóðverja) neita,
lireint út, öllum þeim grundvailar-
atriðum, sem alþjóðalögin (Inter-
national Law) byggjast á.
Þessi hugmynd kom stuttlega cn
skýrt fram hjá Bismarck gamla, er
hann mælti þau orð, sem víða hafa
farið: “Þegar um vetdi Prússa er
að ræða, þekki eg engin lög”.
Einn aðalgrunnurinn undir al-
þjóðalögunum er það, að ríkin i álf-
um heimsins séu jafn rétthá og að
að hvert riki út af fgrir sig hafi
fullan rétt til þess, að stjórna sér
sjálft og lifa sinu eigin lífi, án af-
skifta anngra. — Þessa meginreglu
fyrirlita Þjóðverjar, og halda þvi
fram, að stríðið sé hið eðlilega á-
stand tilverunnar, en friðurinn hið
óeðlilega; að hnefinn, valdið, sé
hinn æðsti réttur, og séu tvær eða
fieiri andstæðar skoðanir á ein-
hverju, þá sé rétt að gjöra út um
það með stríði.
Handbók hermannanna þýzku.
Allir Þjóðverjar, sem i hernað
fara, hafa prentaða handbók, sem
stjórnin fær í hendur hverjum her-
manni, sem læs er að minsta kosti.
1 bók þeirri eru reglur fyrir öllu
framferði og breytni þeirra í strið-
inu, og eftir henni eru þeir skyld-
ugir að brevta.
Til þess að ná yfirhönd í stríði
við þjóð eina, er ekki nóg að ráðast
i' hermenn óvinanna eða kastala
þeirra. Menn verða einnig að eyði-
leggja allar þeirra eigur og viður-
væri. í bókinni er enginn greinar-
Fáðu þér land til eignar
IIORGIST A 20 ARUM
e£ l>ö vllt. LamlHJ fæðlr 1>Ir og klæH-
Ir og liorgnr fyrlr Nlg njAlft um lelð.
FeyklinlkitS flæml nf fyrirtakn frjö-
Hömu Inndi er til sölu f -Vestur-Canada
fyrir lfljjt verS meö srööuin HklImAlum,
l>eita frA $11 til $30 ekrnn A bAnnöar-
löndum l>ar nem nflgnr eru rlgnlngar
og Aveitulöndin $3Ö ekrnn.) SkiImAlart
Elnn tuttuKnstl af veröinu bornriat út
í liönd, hitt A.20 Arum. í Aveltuavelt-
um mA fA lAn upp A liyggingnr upp tll
$2000, er elnnlpr born:lHt A 20 Arum.
I-elgan A lAnl þvl er aöeins 6 per cent.
Xú er tæklfæritf nö bæta viti alg lönd-
um hinum næstu eöa útvega þau hnnda
vinum Hlnum og nAgrönnum. Frekarl
upPlýHÍng:nr fAst hjA
F. W. RI SSELL - - Land Agrent
Dept. of Xatural Reaources, C.P.R.
DESK 30, C.P.R. DEPOT - WINNIPKG
munur gjörður á þeim, sem vopn
bera og þeim, sem vopnlausir eru,
eða á eignum hins opinbera og
eignum einstakra manna, eða á víg-
girtum kastölum og varnarlausum
borgum. Reglan, sem menn eiga að
fara eftir, leyfir miskunnarlaus
morð á saklausum körlum og konum
op börnum og algjörða eyðileggingu
á stofnunum af öllu tagi: bókhlöð-
um, kyrkjum og gripasöfnum, —
ekki til þess að hafa neinn verulegan
hagnað af því, heldur til þess að
koma ótta og skelfingu inn hjá óvin-
um sínum, svo að þeir falli á kné og
biðji þá um vægð og grið, og gefi
upp alla mótspyrnu.
Þvi er og haldið fram, að í stríði
séu engin lög bindandi, ef að nauð-
syn eða hagnaður sé annars vegar.
Eftir þessu verða allir samningar
einskisvirði, þegar annar málspart-
ur hefir hagnað af því að rjúfa þá.
Herra Lafleur segist ekki ætla að
tína til einstök dæmi, sem nóg sé
til af, þar sem Þjóðverjar hafi fram-
ið hvert lagabrotið á eftir öðru. En
l-.ann segist ekki geta látið hjá líða
að benda á hina takmarkalausu ó-
svifni Þjóðverja, að neita hinuin
inentuðu þjóðum heimsins um úr-
skurðarvald yfir gjörðum þeirra;
að þeir skuli opinbert og hispurs-
laust brjóta lög þjóðanna og rjúfa
samninga þá, sem þeir hafa svarið
að halda. Um eitt af hinum mörgu
afbrotum þeirra væru þó allar þjóð-
ir sammála. En það var samnings-
rof þeirra og meðferð öll á Belgum.
Herra Lafleur mintist og á ýmsar
spurningar aðrar: Um neðansjávar
sprengitól; um að skjóta á varnar-
lausar borgir með sjó fram á landi
óvinanna; um réttindi þeirra, er
stríð heyja, að skella í sundur frétta-
þræði neðansjávar, er lægju landa á
milli,
Að lokum gat ræðumaður þess, að
aldrei i sögu mannkynsins hefði
heyrst getið um annað eins stríð,
cins stórt og voðalegt, eins grimt
og hatursfult. Þjóðirnar væru að
berjast — ekki um lönd eða borgir,
heldur um tilveru einstaklinganna
og allra þjóðanna, um réttindi
þeirra sem frjálsir menn; um rétt-
indi þeirra til að lifa í heimi þess-
um.
Og nú væri margur maðurinn að
spyrja sjálfan sig og spyrja aðra,
hvort nokkur hluti alþjóðalaganna
muni lifa eftir þetta stríð, eða þeim
öllum verði kastað í ruslakistuna,
sem dauðum og ónýtum fræðarugl-
ingi. En hann kvað eitt mæla með
því, að þau myndu lifa; en það væri
það, að allur liinn mentaði heimur
liefði óbeit og viðbjóð á þessum
hryðjuverkum, samninga- og griða-
rofum, — einkanlega þeim, er fram-
in voru í Belgíu, því að þau þekkja
menn alment betur en margt annað,
sem litlu eða engu er betra. Þessi
viðbjóður og fyrirlitning á inönn-
unum, er þetta unnu, á siðgæði og
siðferðiskenningum þeirra gæfi
mönnum þó von um, að alþjóðalögin
muni lifa þegar stríðið er búið og
réttlætið og mannúðin og bróður-
kærleikurinn standa á fastari fótum
en nokkru sinni áður.
Eldgos á Italíu.
öll þrjú eldfjöllin á ítaliu eru að
gjósa: Vesuvius, Etna og Stromboli.
Hið síðastnefnda eldfjall er á eyju
einni, er Stromboli heitir og liggur
liún norður af Sikiley. Fjallið sp\r
vanalega aur o gleðju. Mættu þeir
gjarnan verða þar undir gosinu Vil-
lijálmur “blóð” og Jóseppur Austur-
rikiskeisari og nokkrir helztu ridd-
arar þeirra. Engin eru gos þessi
enn hættuleg.
Tilsögn í ensku og al-
þýðuskóla-fögum.
Margir landar, sem nýkomnir eru
að heiman, eiga erfitt með að fá
vinnu af því þeir skilja ekki eða tala
lessa lands mál.
Aðrir sitja í sama stað ár eftir ár
og fá ekki verðskuldaðar stöður, af
iví þeir liafa ekki átt kost á, að
læra að lesa og skrifa ensku rétt.
í mörgum tilfellum, þar sem for
ddrar eiga bágt með að koma börn-
um sinum á skóla (ekki sizt ef þau
eru orðin stálpuð fyrir þann bekk,
sem þau sitja i), þá er það nærri
undantekningarlaust af því, að þau
eiga í stríði með eitt eða fleiri fög
og fá ekki sérstaka tilsögn í þeim.
Enn aðrir unglingar hafa hætt i
lægri bekkjunum; en langar nú,
jegar komið er á fullorðins árin, til
iess að byrja á einhverri nýrri at-
,’innugrein, er útheimtir í það
minsta alþýðuskólamentun til grund
vallar, — en geta ckki fengið sig til,
að setjast aftur i skólabekk með
börnum, né mega eyða árum í það.
Stúdentar utan úr bygðum eiga
oft örðugt með ýms fög sin, aðal-
lega af því þeir eru stirðir í ensku.
Sérstaklega er það composition,
málfræði og litcrature.
Undirrituð vill veita tilsögn mót
mjög sanngjarni borgun, hverjum
þeim, sem þessu likt stendur á fyrir.
Til þeirra, sem eru viljugir að taka
tilsögn með öðrum, eru þrjár lexiur
(hálfur annar klukkutimi i hvert
skifti) fyrir dollar. Fyrir sérstaka
tilsögn (einn nemandi út af fyrir
sig) 50c á klukkutimann.— Borgist
vikulega eða eftir samningi.
Ef nógu margir nemendur fást,
verð eg til að taka á móti þeim í
hcntugri kenslustofu 1. október
næstkomandi.
Skrifið mér sem fyrst öll, sem
viljið sinna þessu.
Vinsamlegast,
STEINA J. STEFANSON.
(650 Maryland St.)
Sextlu manns geta fengið aðgang
að læra rakaraiðn undir eins. Ttl
þess að verða fullnuma þarf aðeins
8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup
borgað meðan verið cr að læra.
Nemendur fá staði að enduðu námi
fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum
hundruð af stöðum þar sem þéi
getið byrjað á eigin reikning. Eftir
spurn eftir rökurum er æfinlega
mikil. Til þess að verða góður rak-
ari verðið þér að skrifast út fró
Alþjóða rakarafélaginu.
INTERNATIONAL BARBER
COLLEGE.
Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan
við Main St., Winnieg.
íslenzkur ráðsmaður hér.
Gasolía í jörSu undir Winnipeg.
Nokkurn undanfarinn tima hefir
ínargan grunað, að gas væri undir
jörðu í Winnipeg, og hafa menn
orðið þess visari i brunni borgar-
innar No. 6 i Eimwood og mun efna-
fræðingur borgarinnar hafa rann-
sakað það. Olian rennur í stöðugum
traumi um pípu eina. —
Það var fyrir nokkru farið að
kvisast, að gas og gasolía væri fundi
in á landi borgarinnar, en lengi var
farið iágt með það. Félög voru farin
að bjóða borginni ódýrara gas, en
menn nú geta fengið, og var þá far-
ið að svipast cftir, hvort finna mætti
gas á landi borgarinnar; en bæjar-
stjórnin lét sér hægt með, að taka
boði félags þess, sem hauðst lil að
hita og lýsa borgina ineð ódýru gasi.
En ekki er hægt að scgja nokkuð íl-
legra um þetta enn sem komið cr.
Ein persóna (fyrir daginn), $1.50
Herbergi, kveid og: morgunverSur,
$1.25. MáltítSir, 35c. Herbergi, eln
persdna. 60c. Pyrirtak l alla statll,
ágæt vínsölustofa í sambandi.
TalHiml Garry 2252
R0YAL 0AK H0TEL
ChnH. GuHtafNHon, eicandl
Sérstakur eunnudags mllSdasrsvertJ-
ur. Vín og vindlar á bortiuin frA
klukkan eltt til þrjú e.h. og frA sex
tll átta at5 kveldinu.
2S3 MARKET STREET, WINNIPKG
CARBON PAPER
for
TTPEWRITER—PENCIL—PEN
Typewriter Ribbon for every
make of Typewriter.
G. R. Bradley
& Co.
304 CANADA BLDG.
Phone Garry 2899. Winnipeg
Hveiti
Hinnar miklu millu—
Sem stóra BrauÖið er búið til úr 18
PURIiy FLOUR
“ More Bread and Better Bread ”