Heimskringla - 07.10.1915, Side 4

Heimskringla - 07.10.1915, Side 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 7. OKTÓBER 1915. HEIMSKRINGLA. (StofnuV 1SS6) Kemur út á hverjum fimtudegi. írtgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertJ bla?5sins í Canada og Bandaríkjunum $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rát5smanni blabsins. Póst et5a banka ávís- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Ráósmabur. Skrifstofa:. 729 SHERBIiOOKE STREET, WINNIPEG. P. O. Box 3171 Talslmi Garry 4110 Hví vinna menn nú ekki? Nú ættu að vera góðir dagar hér í Manitoba og hér í Winnipeg, þar sem uppskeran er betri og meiri en bún nokkurntima hefir verið síðan landið bygðist, og bóndinn fær nú vöru sína vel borgaða og hefir meira af henni en nokkru sinni áður. Og nú er nýja stjórnin komin að, og fjárglæframennirnir sökum born- ir og sumir í fangelsi hneptir. Og — bindindismennirnir fengu vilja sinn, að hnekkja Macdonald lög unum og halda við hótellunum og brennivínsbúðunum. Og kvenfrelsismennirnir urðu of- an á með fylgi kvenna og kvenfé- laga og allra hinna mörgu, sem kon- urnar elska og vilja þeim alt til vel- ferðar og heiðurs gjöra. — Það ættu að vera ljómandi timar hér i Manitoba, í efnalegu, fé- lagslegu, framkvæmdarlegu, siðgæð- islegu tilliti, og bindindið í heiðri hatf og kvenfrelsið til himins hafið og bróðurkærleikurinn anga út úr hverjum manni Menn mega ekki taka oss það illa upp, þó að vér tölum þannig, því að vér viljum þetta alt saman, og lát- um oss engu skifta, hverjir gjöra þetta, — ef það að eins er gjört, — hvort það er Pétur eða Páll, rainm- asti Konservativ eða elskulegur Liberal, — ef að það að eins er gjört og unnið af einlægum vilja og hrein- hjörtuðum ásetningi. Þetta eru alt saman velferðarmál, J>au hvinu í lofti, þegar stjórnarbyltingin varð hérna seinast. Nú líður tíminn óðum og allir bíða eftir framkvæmdunum. Bind- indismennirnir sjá einlægt drukkið hér dag eftir dag við brennivíns- horðin. Kvenfrelsismennirnir eru ekki feti nær þvi, að hrinda fram atkvæðisrétti kvenna. Og nú rignir einlægt, þrátt fyrir hina nýju stjórn, og hveitið hjá bændunum stendur í drýlum á akrinum og liggur undir skemdum. Og aðgangurinn er svo mikill að skrifstofum stjórnarinnar, að J>ar getur enginn feti fram kom- ist og er J)ó sárt, J>ví allir biðja um brauð, blessaðir mennirnir; svo að vér gctum vorkent J>eim, sem brauð- in veita, þvi að þau eru hrifsuð úr ur bænda af sjálfu sér. Það J>arf að vinna að þessu sem öðru, ef að það á að fá ‘framgang. Annars verður það ógjört. Landlæknir Islands. Vér getum ekki látið hjá líða, að benda mönnum á ræðu Guðmundar landlæknis Björnssonar á alþingi, sem prentuð er í þessu blaði; ekki fyrir það, að vér höfum ekki vitað þetta fyrri, heldur hitt, að J>etta og margt annað, sýnir það ljóslega, að heima á íslandi eru menn í ýnisum greinum að komast langt á undan mönnum hér. Hver maður, sem flutt hefði ræðu þessa hér í Winnipeg. meðal íslendinga, hefði verið út- hrópaður og hæddur fyrir vilieysu þá, sem hann væri að fara með. — Það er mjög oft gjört og er einmitl vanalega úrræðið þeirra, sem hvork vita né skilja það, sem verið er að fara með. I.andlæknirinn er að benda mönn- um á sparnað í matarkaupum. Menn eru viða farnir að finna til J>ess, þessu voðans ári, að það kunni að vera vissara, að hafa sparnað á ýmsu meðan eitthvað er til að spara, — þegar alt er uppgengið, J>á er úti tíminn að spara. Nú hefir ]>að verið álit alls þorra manan, að enginn maður geti hald- ið lifi, nema hann hafi nóg kjöt að eta á hverjum degi; menn gætu ekki unnið, menn gætu ekki haldið heilsu — ef að menn hefðu ekki blessað kjötið, tvisvar á dag, J>risvar á dag, fylli sína góða í livert skifti. En nú kemur landlæknirinn, einhver ment- aðasti maður á fslandi, og brýtur þetta alt niður með einni grein. staðinn fyrir að vera einhver su bezta eða sú allra-bezta fæðiitegund, eins og fjöldi manna trúir, af }>ví J>eir vita ekki betur, þá sýnir land- læknirinn, að kjöt sé einhver með þeim lélegri og óefað ein hin dýr ast fæðutegund, sem menn neyti. — Rúgmjölið, sem svo margir ætla að sé ónýtt, á móti kjötinu að minsta kosti, — Jiað er fimmfalt ódýrara en kjötið. Og svo segir landlæknir- inn, að “verði hægt að búa svo um linútana, að ekki verði kornmatar- skortur og sjávarútvegurinn geti haldið áfram, J>á er sennilega ekkert hendi þeirra, þar sem hundrað ‘ liendur eru útréttar eftir hverju Síldin segir hann að sé ferfalt brauði. j næringarmeiri eftir verði en kjötið, „„ , , : ef að hienn kvnnu að matreiða hana. En hvað er að? — Hvi sækja nu ekki bindindismennirnir fram og fá Kjötið er fallið úr tigninni, og sína eigin stjórn, sem J>cir styrktu' menn geta lifað góðu lifi án J>ess til valdanna, til að afnema eða allan sinn aldur og unnið eins minka brennivínsdrykkju í stór- hraustlega og verið eins þolgóðir. borginni. Þeir gaspra mikið um! Það er kanske leiðinlegt, en það það í blöðunum; en J>að vill oft er kjaftshiigg fyrir kjötið þetta. reynast svo, að þar sem mikið er | talað, þá er Iítið frainkvæmt. Það j eina, sem gjört hefir verið hér til að minka drykkjuskap, — það gjörði gamla Roblin stjórnin, sem nú liður j fyrir syndir sínar. Það var . hún, j Nýjar hreyfingar. Vér viljum benda mönnum á grein sem bannaði drykkjuna á kveldum ina eftir jarðyrkjufræðing Stefán A. öllum, þegar mest er drukkið, og Jjótti öllum við bregða. Veitinga- mennirnir sögðu, að J>eir væru eyði- lagðir, þangað til að menn væru búnir að læra að drekka um miðja daga. Nú hefir skóli sá staðið um tíma, og órefað hafa margir lært meira eða minna, Jiví að margir hafa verið nemendurnir. Væri nú ekki tími til kominn, að taka fyrir J>etta, svo að mennirnir lærðu að vera fyrir utan það. Vér efumst ekki um, að kven- frelsismálin séu áhugamál fjölda manna, eins Liberala sem Konserva- tíva. En hvers vegna cr þá ekki tek- ið til starfa? Menn ættu að vera farnir að sjá það, að það fær seint framgang, sem ekkert er að unnið. Grasið eða hveitið fyllir ekki hlöð- fíjarnason í blaði þessu. Hann ritar um hina nýju hreyfingu, sem kan- ske er þýðingarmeiri fyrir alda og óborna, en flest annað; einkum þó fyrir bændur í sveitum úti. Ilreyf- ingin hefir það mark og mið, að gjöra heimilin í sveitunum svo að- laðandi fyrir fólkið sein í þeim býr, að hugur og hjörtu þeirra dragist þar að, og geti ekki slitið sig frá þeinj. Með öðrum orðum: Að gjöra lieimilin hinn skemtilegasta, fróð- legasta, farsælasta og gleðiríkasta stað, sem yngri og eldri geta á komið. Menn vita það svo vel, að fram- tíðin fyrir hinar eftirkomandi kyn- slóðir er ekki i borgunum eða bæj- unum, heldur úti í sveitunum. Því fólkið er þar hraustara, fjörlegra, frjálsara og fegurra en I borgunum. Það lifir þar úti betra lífi, innanum ríki náttúrunnar, heldur en í hinum stóru húsum í borgunum, J>ar sem menn ekki vita, hvað maðurinn heitir í næstu dyrum og lætur sig engu skifta. Ef að ver viljum deyja út eða sökkva sem dropi í sjóinn, , á tr bezt að vera i borgunum. Það er sagt og sannað, af skýrsl- um í Parísarborg t. d., að J>að taki J>rjár kynslóðir að lifa í borgunum, — svo hverfi kynslóðin. Fyrsti mað- urinn kemur utan af landi í borg- ina, kanske bláfátækur. Hann brýzt þar áfram og aflar sér auðæfa og verður millíónaeigandi, þegar hann (leyr. Sonur hans tekur við auðnum og eykur hann eða heldur honum við ,og deyr sem auðkýfingur í höll sinni. Þá tekur sonur hans við eða J>riðja kynslóðin. Hann þekkir ekki fyrirhöfnina að safna auðnum, en hann brúkar hann og eys honum út a báðar hendur. Hann vill ekki vinna og kann ekki að vinna og get- ur ekki unnið; hann er landeyða og deyr öreigi eða því nær. Stund- um kann auðurinn að endast einum æltlið lengur, en sjaldgæft er það. Svo hverfa ættingjar þessa manns, deyja út eða lenda i lægsta ruslara- lýðnum. Þetta er sagan í París, — þetta er sagan i öllum hinum stærri borgum heimsins. Frá þessu vill hreyfing þessi og menn þeir, Sem að henni vinna, frelsa inenn. Sannarlega geta menn hvergi lifað jafn ánægjulegu lífi eins og úti á landi, efað menn kunna að lifa og læra. íslendingar hafa nú völ á ágætis- rnönnum til að leiðbeina sér í þessu, J>ar sem hinir nýju jarðyrkjufræð- ingar eru, sem útskrifast hafa af búfræðisskólanum hér í Winnipeg. Það se mþeir hafa skrifað Stefán og Hjálmar og S. J. Sigfússon hefir verið afbragðsvel af hendi leyst, og J>eir hafa sterkan og brennandi á- huga fyrir að verða fólkinu að gagni og það mun óhætt að fullyrða, að J>að þarf engan að iðra, að fara að ráðum þeirra. Og fleiri eru komnir út sem kennarar og eru allir góðir. þroska beztu krafta unglingsins, með því að kenna honum að skilja umhverfið, og náttúruöflin í kring um sig, þá er það sjálfsögð skykla, | að gjöra það. Sveitalí'ið verður' honum þá ljúft og aðlaðandi, og hann langar ekki til að yfirgefa það, til þess að leita meiri gæða í bæjarlífinu. “HVERS VIRfíl ER BCSKAPUR OG SVEITAL/F? “Ef búnaðurinn er aðeins pen- ingaspursmál, og búgarðurinn að eins verksmiðja til að framleiða matvöru, þá er bezt að hætta bú- skap í smáum stíl. Það væri þá miklu heppilegra, að gjöra akur- yrkju og kvikfjárrækt að iðnaði.- fyrirtæki, með stórum höfuðstól, o-7 borga verkamönnum daglaun, fyrir starf sitt á ökrunum. En vel að merkja: Þá erum vér um leið kom- in aftur í miðaldirnar; þeir, sem yrkja jörðina eru ]>á aftur orðrir þjónar (þrælar) auðkýfinga og að- alsmanna, og eiga ekki lengur hús yfir höfði sér. En sem betur fer er þctta ekki sú búnaðaraðferð, sem nú er á dagskrá. — Búgarðurinr og sveitalíf yfir höfuð, eru annað en framleiðslustofnanir, sem stjórnest af “dölum” og “centum”. Sveita- heimilið er sú stofnun, sem táknar œðstu velmegun þjóðarinnar, og er aðalgriindvöllurinn fyrir sönnum manndómi hverrar þjóðar. Sveita- heimilið er aðsetur frjálsræðis og jafnaðar; sú þjóð, sem á auðugustu og ánægðustu bændastéttina, við- heldur siðmenningu og framförum, þegar járnsmiðjur og fallbyssuverk- stæði eru í rústum. Ný hreyfing: Búfræðiskensla í sveitum og sveitaskólum. Eftir S. Á. fíjamason. Eftirfarandi grein er þýdd (laus- lega) úr Agriculturul Gazette of Can- ada. Af því að hún fjallar um mál- efni, sem er efst á dagskrá menta- máladeildanna, hefir mér dottið í hug, a& æskilegt væri að birta hana á íslenzku. Hugmyndir manna um mentun og uppfræðslu hafa breyzt svo mikið hér í Vesturlandinu nú í seinni tíð, að varla er hægt að finna slíks dæmi. Fyrir fáum árum var sá mestur, sem gat slitið sig burtu úr foreldra húsum, til að “leita ment- unar” á æðri skólum og fylt hóp hinna útvöldu, sem veifuðu latínu, hebresku, heimspeki og reiknings- list, sem hámarki mentunar og fróð- leiks. Það er ekki tilgangur minn, að gjöra lítið úr þessum fögum, enda svara þau fyrir sig sjálf,— en breyt- ingin, sem hefir átt sér stað, felst i því, að nú er latína (o. s. frv.) ekki hámark mentunar fyrir menn og konur sem vilja vinna sjálfum sér og öðrum sem mest gagn. Menta- menn, og allir hugsandi menn yfir höfuð, hafa komist að raun um, að sú eina mentun, sem landinu er gagnleg er sú, sem bætir kjör fjöld- ans í heild sinni og framleiðir sem flesta nýta, starfandi menn, i þarfir lands og þjóðar. Það er ekki æski- legasta mentunin, sem aðskilur ein- staklingana frá fjöldanum, eða sem veitir þeim fáu möguleika til að lifa á starfi og orku fjöldans. Það má kallast tákn tímanan, að nú er til- raun gjörð til að kenna öllum börn- um og unglingum handverk, hann- yrðir og búfræði, á meðan þau eru á barnaskóla. Mentamenn eru sann- færðir um, að öll börn, sem alast upp í þessu frelsisins heimkynni, eigi að kunna að beita bæði hönd- um og höfði. Þeir sjá, að það varn- ar stéttaskiftingu og ójöfnuði, með því að gjöra alla jafna; það eykur velmegun yfir höfuð, því allir eru jafn færir til að hafa sig áfram; það útilokar að eilífu einokun og kúgun, því einokun og kúgun bygg- ist á þekkingarleysi og dáðleysi fjöldans, sem kúgaður er. Þannig ir því þá varið, að nú eru kend viða i barnaskólum þau vísindi, sem lúta að búnaði og handiðnum. — Allir skólakennarar, sem kennarapróf taka, læra undirstöðuatriði búnað- arvisindanna. f Manitoba taka á að gizka 150 kennarar þessa tilsögn á ári hverju. 120 prestar tóku sér stutt námsskeið á búfræðisskóla þessa fylkis á siðastliðnu sumri, til að kynna sér áhugamál bænda, og læra beztu aðferðir viðvíkjandi bú- sýslu. Hér eftir prédika J>eir “sam- tök, félagslyndi og framfarir” i sókn um sínum, og hjálpa ungum og gömlum til að leggja nýjan skilning i köllun sína. 1 Manitoba og Saskatchewan eru margir “District Representatives”, sem gangast fyrir framförum til sveita: stofna félög fyrir pilta og stúlkur (Boys’ and Girls’ Clubs) í sambandi við skólana, og örfa bænd- ur til að auka og bæta búnaðar- starfsemi sína. Fleiri fylki hafa líkt fyrirkomulag. í Ontario tóku á síð- astliðnu ári 106 skólakennarar og High School kennarar langt náms- skei& á búfræðisskólanum í Guelplh, til þess að læra meira um þarfir bændastéttarinnar í því fylki, og undirbúa sig til að leysa úr þeim þörfum sem bezt. Allmargir skólar víðsvegar út um fylkin launa sér- stakan kennara til að kenna bú- fræði, eins og hún er kend á sjálf- um búfræðisskólunum. Hér er fljótt farið yfir sögu; en það, sem eg hefi skráð hér að fram- an, sannar það, að mikil áherzla er lögð á að auka J>ekkingu og bæta kjör fólks til sveita. Aðal áherzlan er lögð á alþýðuskólana og áhrifum er beitt beinlínis og óbeinlínis til J>ess, að uppfræða ungdóminn í þeim fræðigreinum, sem eiga skylt við landlíf og landbúnað; jafnframt því sem uppfræðsla er gefin i ensku og reikningslist, sögu og bókment- um o. s. frv. En eg vil taka það fram, sem einnig er tekið fram í eftirfylgjandi grein, að þessi nýja mentunar-hreyfing er ekki hafin til þess að kenna búskapar aðferðir eingöngu, heldur til að þroska svo skilning og þekkingu ungdómsins, að mögulegt sé í framtíðinni að inn- leiða umbætur og framfarir þær, sem gjöra sveitalifið eftirsóknarvert, fyrir alla þá, sem alast upp úti á landi. Það er tilraun til að sýna fólki fram á það að framtiðar far- sæld þess er betur borgið með þvi að lifa í sveitum, heldur enn að þyrpast til bæjanna Sú var tíðin, að fólkið sem ræktaði jörðina, og stritaði fyrir vanþakkláta og hroka- fulla aðalsstétt, var kallað “búrar” og “þorparar”; nú er það heiður, að kallast “bóndi”, — að eiga land- eign og vera sjálfstæður og engum háður! Bændur ættu því að taka með fögnuði þessari nýju hreyfingu, og ættu að nota sem bezt bæði fyrir sjálfa sig, en einkanlega fyrir börn- in sin, allar þær stofnanir, sem vilja bæta úr þörfum þeirra. Greinin þarf engra fleiri skýr- inga við. Eg set hér fremur laus- lega þýðingu á sumum þeim hug- inyndum, sem koma fram í The Agricultural Gazelte of Canada. "MISSKILNINGUR, SEM VELDUR TJÓNI. “Áhugaleysi og jafnvel mótspyrna gagnvart búfræðiskenslunni frá bændanna hálfu, stafar eflaust af stórkostlegum misskilningi. Bændur ímjmda sér kanske, að búfræði sé það sama og búskapur (farming). Samtímis gjöra þeir sér það í hugar- lund, að búskapur (farming) sé verkleg framkvæmd, sem sé: að j plægja, herfa, sá, hirða búpening’ c-. s frv. Þessar kúnstarinnar reglur getai þeir kent sonum sínum fult eins vel^ pg skólakennarinn. “Hver drengur og hver stúlka, sem tekur sér bólfestu í sveitum landsins, er þess vegna stórmikils virði fyrir velferð Jyóðarinnar. Þau eru þjóðinni til meiri uppbygging- ar og sóma, heldur en sá, sem verð- ur að hjóltönn í iðnaðarvélum bæj- anna (a cog in the industrial mach- inery of the city). “EF........? “Er það tilgangur nútíðarinnar, að ala hér upp þjóð, sem er gædd þeim eiginleikum, og því Jireki, sem sveitalífið eitt getur veitt? Eða á hér að fórna framtíðar siðmenning vorri á altari mammons? Eigum vér að skeyta minna um velferð þjóðar- innar, en um aurasafn og peninga- hrúgur? “Ef að landbúnaðurinn líður tjón við útflutning (til bæjanna), sem stafar af peningalegum ástæðum, þá J>arf að sjá svo til, að peningamagn og velmegun eigi aðsetur í sveitum. EF að það þarf að stöðva burtrás yngra fólksins, úr sveitunum, — til þess að eyðileggja ekki framtiðar- horfur og framtíðarmenningu lands- ins —, með J>ví að bæta úr peninga- skorti bænda, þá verður að veita þeim svo mikla mentun og þekk- ingu, að auðvelt verði að afla sér auðlegðar með búskapnum (farm- ing). Fyrsta sporið er, að kveikja áhuga barnsins, og kenna því að meta rétt landlífið. “Það ungur neniur, gamall tem- ur”. — Yngri kynslóðin, sem ment- ast samkvæmt nútíðar hugsjónum J>essa lands verður sjálfstæðari og betur efnum búin, en sú, sem á und- an er gengin, og byggja landið sér og afkomendum sinum til meiri hagnaðar. “Aftur á móti eru menn nú farnir cð skilja, að peningarnir eingöngu skapa ekki farsælt mannfélag. Þeir skilja nú, betur en nokkru sinni áð- ur, að það er betra að lifa fyrir hug- sjónir, heldur en fyrir peninga, munað og skemtanir(?) þær, sem peningar veita. Framarlega í flokki þeirra, sem þessar hugsjónir hafa, eru kcnnararnir, og þeir aðrir, sem eru að starfa að því að bæta sveita- lífið. Þá langar til að gangast fyrir betri mentun til sveita; meiri fé- lagsskap, betri kyrkjum, samtökum bænda og yfirhöfuð stærri sjón- deildarhring fyrir ungu kynslóðina, sem nú horfir vonandi aiigum til framtíðarlandsins. — En það, sem þessir frumkvöðir þurfa að \ gjöra fyrst af öllu, er að innprcnta bænd- unum, og þjóðinni yfir höfuð, hvað En hér veldur misskilningurinn míklum vandræðum. — fíúfræðis- kensla (hvort heldur hún fer fram | í smáum stíl í barnaskólunum, eðaj sem vísindagrein í búfræðisskól- um), cr ekki til þess ætluð, að kenna' I'úskap (farming), heldur til að und- ' irbúa menn fyrir búskaparstörf og sveitalíf. 1 barnaskólanum verður að þroska eftirtekt og hugsunarafl unglinganna, til þess að þeir geti j síðarmeir beitt auknum kröftum sín- búfræði og búfræðiskensla þýða.— Strax og fólkið lærir að skilja, að búfræðiskenslan er fyrsta sporið í áttina til framfara, bæði andlegra og efnalegra, þá verðtir það fúsara til að hlýða á kenningar framfarapost- ulanna, sem nú eru að reyna að bæta hag þjóðarinnar með því að lyfta hærra bændastétt þessa lands”. um við að leysa ráðgátur lífsins. Lifandi náttúran er langbezt tæki- færið til að koma þessu til leiðar. I’lönturnar, jarðvegurinn og dýrin vekja áhuga og eftirtekt, og styrkja ímyndunaraflið. Það er mikið heppi legra, að æfa og auka sálarkrafta barnsins gegnum þá hluti, sem snerta hið daglega líf þess, heldur cnn að reyna að gjöra það með námsgreinum, sem eru algjörlega ó- skyldar allri þeirri reynslu, sem það hefir fyrir sér. Ef að hægt er að BÁRA. Ei ertu bára langt frá landi; líðurðu hægt á kyrrum sjó. fírotnurðu enn á svölum sandi, svœfandi engill hörpu sló. Svo hefir þú um aldir alda áfram brunað um heljar slóð. Og enn muntu bára földum falda, feigðar og dauða kveða Ijóð. A. E. tsfeld. 1.—10.—'15. “Ukrainians”. Það hafa ýmsir verið að spyrja oss um Ukraine, — hvar það sé á Rússlandi og hverjir byggi það. Og viljum vér gefa litla skýringu um það, því að flest kort, sem vér höf- um séð, hafa það ekki, og bækur, sem greina frá þessu, eru ekki á hverri hyllu. Rússar í Evrópu skiftast aðallega í 3 flokka: Stóru Rússa, Litlu Rússa og Hvítu Rússa. Hinir fyrstu byggja norðurhluta Rússlands og hafa nokk uð blandast Finnaþjóðum. En Hvítu Rússarnir byggja norðvesurlöndin suður af Finnlandsflóa og hafa nokk uð samlagast Lithúönum, sem byggja Lithúaníu, þar sem nú er verið að berjast. En Litlu Rússar byggja suð- urhluta landsins, og það eru þeir, sem upprunalega kölluðu sig Ukran- ians (Malo-Russians). Litlu Rússar eða Ukrianians voru rétt fyrir aldamótin um 17,000,000, en hafa fjölgað síðan. Þeir hafa enn eitt nafn, sem þeir ganga undir, og er það Ruthenians. Þeir eru Slafar, eins og hinir Rússarnir og Pólverj- arnir. En landið Ukraine er eigin- lega alt Litla Rússland og Suður- Rússland, sem kallað er á kortum mörgum. Það er land norðan við Svarta og Asovska hafið, eiginlega írá Dónárósum og austur að vestur- enda Kákasusfjalla, þar sem áin Ku- ban fellur í það. Landið nær vestur og norður með Karpathafjöllum og norður undir flóana miklu Pinsk og Pripet, og þar austur sunnan við hið mikla skógaibelti, sem liggur þvert yfir landið, austur undir Volga.*) Land þetta er stærra en keisara- dæmi Vilhjálms og er ákaflega frjó- samt, með þykkri, svartri inold. svo að varla finst frjósamara land í öll- um heimi. Þar vex rússneska hveit- ið og korntegundir aðrar, sykurróf- ur; og gripaland cr þar ágætt. Þar eru fiskiveiðar i ám og vötnum, skógar og námur. 30,000,000 naut- gripa hafa þeir, og ættu því Ruth- enar þessir, Ukrainians eða Litlu Itússar, að vera einhver auðugasta þjóð í heimi. En þeir eru fáfróðir, og þeir hafa verið kúgaðir öhl fram af öld. -— En fari svo, að Banda- menn sigri í stríði þessu, þá munu þeir vakna upp af hinum langa og draumilla svefni, sem aðrar þjóðir, og þá blasir framtíðin við þeim. *) Árnar Pruth og Dniester og Bug og Dnieper og Don renna suður um landið, flestar skipgengar langt upp í land og fullar af fiski. Helzta borgin upp í landinu er Kiev (Kænu gaður til forna) og er mikil borg ennþá. NÝ VERKSTOFA Vér erum nú færir um að taka á móti öllum fatnaði frá yður til að hreinsa fötin þín án þess að væta þau fyrir lágt verð: Suits Steamed and Pressed 50c Pants Steamed and Pressed 25c Suits Dry Cleaned.....$2.00 Pants Dry Cleaned.......50c Fáið yður verðlista vorn á öllum aðgjörðum skófatnaðar. Empress Laundr y Co. Ltd. Phone St. John 300 COR. AIKENS AND DUFFERIN ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um heimilisréttariönd í Canada Norívesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu a® sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur teklö heimllisrétt é fjöröung dr sectlon af éteknu stjórnarlandi i Mant- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi veröur sjálfur aö koma & landskrifstofu stjórnarinnar, eía und- irskrifstofu hennar í þvi héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl á undir skrifstofum) meö vissum skll- yröum. SKYIDIIR.—Sex mánaöa ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyröum lnnan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sinu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ivöru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landl, eins og fyr er frá greint. í vissum héruöum getur gðöur og efnllegur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectionar meöfram landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDIIR—Sex máhaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefir unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sinu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hlnu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fenglö um leið og hann tekur heimllisréttarbréflð, en þó meö vissum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur helmllls- rétti sínum, getur fengiö heimillsrétt- arland keypt í vissum héruöum. VerB $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDIIR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöl af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 vlröt. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búpening má hafa á landinu i staö ræktunar undir vissum skllyröum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö, sem flytja þessa auglýslngu leyflslaust fá enga borgun fyrlr.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.