Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. OKTÓBER 1915. HÆIMSKRINGLA. BLS. 5 Góð og merk kona dáin. Þann 5. september andaðist hér í borginni Sigurleif Pétursdóttir, — ekkja eftir Erlend Erlendsson kaf- tein. Hafði hún húsnæði hjá þeim lijónum Rafnkeli Bergssyni og Sig- ríði konu hans, sem var náskyld Sigurleifu heitinni. Þau Sigurleif og Einar Stefánsson (alþingismanns) voru systkyna börn. Sigurleif var við beztu heilsu fram í andlátið, og leit ekki út fyrir, að vera meira en 56 ára, en var þó 76 ára, þá er hún lézt; og þá er hún gekk til hvilu sinnar i síðasta sinn, sofnaði hún sætum og rólegum blundi, og var svo heppin að þurfa ekki að heyja þetta voðastríð og baráttu við dauðann, sem þó er svo algengt hjá oss mönnunum; þvi það er ekki ætíð tekið út með sældinni, að skilja við þennan heim. Á sunnu- dnginn 5. september var hún fyrst aí öllum á fótum, eins og hennar var vandi, og matreiddi fyrir sig morg- unverð og sömuleiðis dögurð. En kl. 1 varð henni snögglega ilt og gekk hún þá til hvílu sinnar og af- klæddist. Lagðist á koddann sinn og sofnaði. Og að hálfri stundu lið- inni hafði hún sofnað sætum svefn- höfga fyrir fult og alt. Sigurleif var fædd 20. mai 1839, að Bæ(?) í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu. Var faðir hennar Pétur bóndi, er þar bjó, sonur síra Sveins prófasts í Berufirði Péturssonar. En móðir hennar Sigriður (hin yngri) var dóttir Eiríks Benediktssonar, Bergssonar prófasts Guðmundsson- ar, og er ætt þessi kölluð Hoffells- ætt. Móðir Sigriðar Eiríksdóttur var Þórunn, dóttir Jóns Helgasonar sýslumanns; en kona Jóns sýslu- manns og móðir Þórunnar, var Sig- ríður Magnúsdóttir prests á Hall- ormsstað, Guðmundar prests Magn- ússonar. Móðir Sigríðar Magnús- dóttur var Kristín Pálsdóttir, prests á Valþjófsstað Högnasonar. Jón sýslumaður, langafi Sigurleif- ar, var sonur Helga bónda á Svert- ingsstöðum i Eyjafirði, ólafssonar, Helgasonar í Rangárvallasýslu. Systkyni Sigurleifar voru ellefu; níu systur og bræður tveir. Hétu systurnar: Þórunn, Emerisjana, Þur íður, Kristín, Guðrún; þrjár Þor- bjargir og ein, er ekki hlaut skírn. Bræður: Sveinn og Eirikur. Þá er Eiríkur var 26 til 28 ára að aldri, var hann vinnumaður á Aðal- bóli á Jökuldal; mun það hafa verið 1860 eða 1861, að hann með öðruin manni þar úr dalnum fór i eftirleit um haustið inn á Fljótsdals öræfi. En eins og kunnugt er eru Fljótsdals öræfi hin mestu öræfi og víðáttu- mesta afrétt, sem til er á íslandi, og eru sauðamenn viku að heiman, þá farið er í fjallgöngur á haustin, þó allir séu ríðandi. Þá er Eiríkur og félagi hans voru komnir inn u öræf- in, og á þann stað, er helzt þótti von sauða, skiftu þeir sér. En skömmu síðar brast á ofsaveður með kafaldi og hörkufrosti og hélst veðrið þrjá daga. Maður sá sem með Eiríki var, komst i afdrep, og barst þar fyrir á meðan á veðrinu stóð; hafði með sér nesti er honuin entist, þar til A'eðrinu slotaði og komst hann til bygða alveg óskemdur. — En Eirík- ur kom ekki til skila og fanst hvergi hvernig sem leitað var um haustið cg fyrri part vetrar. En mörgum ár- um síðar fundust mannabein inst inni á öræfum og vissu menn að þetta voru bein Eiríks. Hann hafði haft einkennilega hnappa i fötum sínum, og hjá þessum mannabein- um lágu hnapparnir, er verið höfðu í fötum Eiríks, þá er hann fór í fjallgönguna í síðasta sinni. Þá er Sigurleif var 22. ára að aldri, giftist hún Erlendi Erlends- syni, og var hann þremur árum eldri. Var Erlendur frá Streiti i Breiðdal, og af hinni svonefndu Rreiðdælinga ætt. Það var haustið 1862, að þau voru gefin saman i hjónaband að Hálsi í Hálsþinghá af síra Þorsteini Þórarinssyni, sem þá var nýlega orðinn prestur í Berufirði. Og byrj- uðu þau Erlendur og Sigurleif bú- skap um liaustið í þurrabúð fast við kaupstaðinn á Djúpavogi, og var býli eða hús þeirra nefnt “Hlíðarhús”. Um það leyti, er Erlendur gekk að eiga Sigurleifu, var hann orðinn eða i þann veginn að verða kaf- teinn á hákarlaskipi fyrir verzlun þeirr örum á- Wulff. En verzlun þeirri stjórnaði Niels Péttur Emil Wayvat, danskur maður, er ól allan sinn aldur á Djúpavogi, frá því hann tók við verzlunar-ráðum rúmlega tvítugur. Átti hann danska konu og með henni 10 börn, og voru þau Wayvat og frú hans vel þokkuð hjá landsmönnum. Þarna hjá Wayvat kaupmanni hélt Erlendur út hákarlaskipum þar til 1876, að hann flutti til Eskifjarð- ar, og tók við stjórn á skipum þeim, er Tulinius lét ganga til hákarla- veiða. Tulinius átti fyrir konu Guð- rúnu dóttur síra Þórarns á Hofi í Álftafirði og eru þeirra synir hinir velþektu Tulinius bræður. Á meðan Erlendur og kona hans bjuggu á Djúpavogi, voru þau í Hlíð- arhúsum, er áður voru nefnd. Fékk bústaður þeirra þetta nafn af því, að húsin stóðu í hlíð eða brekku. Og það er ekkert oflof, þó sagt sé, að Hlíðarhús voru griðastaður fyrir aila, sem þangað leituðu skjóls eða beina á einhvern hátt. í kauptiðun- um haust og vor var þar ætíð hús- fyllir og öllum gjört gott án endur- gjalds. Gekk svo langt gjafmildi þeirra hjóna, að þau gáfu alt sitt og stóðu eftir með tómar hendur. Þó rnunu þau aldrei hafa komist í vandræða fátækt, því Erlendur hafði ætíð lánstraust hjá verzlunarfélag- inu, er hann vann fyrir. Þá er þau Erlendur og Sigurleif bjuggu á Djúpavogi, var það að eg kyntist þessum góðu hjónum. Þeg- ar eg var orðinn stálpaður, hafði móðir mín mig með sér i kaupstað og var þá ætið farið inn í Hliðarhús, þvi þær voru hinar mestu vinkonur, móðir min og Sigurleif, enda tals- vert skyldar; báðar í 4. lið frá Helga á Svertingsstöðum. Það fór snemma orð af því, hversu heppinn og góður sjómaður Erlend- ur Erlendsson væri. Hann aflaði að öllum jafnaði betur en aðrir, og braut ekki skip eða tapaði mönnum, og af þessum ástæðum var það, að Tulinius á Eskifirði fékk hann til þess, að ráðast hjá sér, með því að bjóða honum betri kjör. Á Eskifirði voru þau Erlendur og kona hans þangað til árið 1892, að þau fluttu til Canada og settust að í Argyle bygð í Manitoba. Bjó þar þá mágur Erlendar, Þorsteinn Antoni- usson, og var kona hans Sigriður systir Erlendar. Öll þau ár, sem þau Erlendur og kona hans bjuggu á Eskifirði, var Erlendur heitinn skipstjóri á ein- bverju hákarlaskipi Tuliniusar. Var hann nú jafnan kallaður “Erlendur kafteinn”, því í 30 ár liafði hann stýrt dekkskipi og það með svo mik- illi hepni og góðri stjórn, að i frá- sögur var fært. Á Eskifirði fædd- ust flest af börnum þeirra hjóna, er voru 9 að tölu, og hér var það, sem þeim fæddust þriburar 1878. Voru það sveinar tveir og mær hið þriðja. Bæði móðurinni og börnunum heils- aðist ágætlega, og urðu börnin öll fullorðin og myndarleg. Eru tvö af þeim nú á lifi: Fritz, giftur bóndi við Manitoba vatn og Carlina hér í borginni, gift ameriskum manni, og Elis, er úti varð í blindbil vestur i Melita, rúmt tvítugur. Þessi voru hin niu börn þeirra lijóna, talin eftir aldri: Jónina El- isabeth, gift Andrési Anderson “plastrara”, eiga þau 4 börn; Stein- dór Erlendur, dáinn, ógiftur og barnlaus; Pétur Eiríkur, gifttur hér í borginni og á 7 börn; Lúðvík og Elín, dáin, ógift og branlaus; þá koma þriburarnir; á Fritz 2 börn; Carlina 1; en Elis, einn af þríburun- um, sem áður er getið dó ógiftur og barnlaus; Lúðvík Kristján hét hið yngsta barn þeirra hjóna og dó hann hér i landi, ógiftur og barnlaus. Sigurleif heitin var meðalkona á vöxt og svaraði sér vel; rauðbirkin á hár og hin fríðasta sýnum, eins og r;.argir í þeirri ætt, er frá Helga ölafssyni á Sveringsstöðum eru komnir. Hún var elskuverðasta eig- inkona og bezta móðir. Siglöð og hin skemtilegasta í viðrájðum, ininn- isgóð og fróð um margt, er gjörðist á uppvaxtarárum hennar og síðar. Leitaði eg oft til hennar viðvíkj- andi upplýsingum um ýmsa menn, er eg hefi verið og er að rita um, menn, sem uppi voru í mínu bygð- atlagi á síðustu öldinni. En nú er þessi góða og elskuverða kona Iiðið lík, — konan, sem mér þótti eins vænt um og þó hún þefði verið móðir min! Nú get eg ekki beimsótt hana oftar og ekki spurt eftir neinu framar. En blessuð sé minning hennar um aldur og æfi Winnipeg, 26. sept. 1915. S. J. Austmann. * * * Börn hinnar framliðnu biðja mig að þakka öllum þeim, er á einn eða annan hátt sýndu móður þeirra virðingu og heiður, með þvi að gefa blómsveig á kistuna eða vera við- staddir jarðarförina, bæði hér í Winnipeg og söinuleiðis i Argyle, því þangað var likið flutt og jarðað við hliðina á manni hennar, er dó þar 29. marz 1899. Einnig þakka börnin þeim hjón- um Rafnkeli Bergssyni og konu hans fyrir það, hversu vel þeim fórst við móður þeirra, þann tima, er hún dvaldi hjá þeim áður hún andaðist. Austri er vinsamlegast beðinn að taka up þessa dánarfregn. S. J. A. Fréttir frá Stríðinu. (Framhald frá 1. síðu). ugt höfðu þeir betra af viðskiftun- um í loftinu. Að eins einum flug- manni Breta hlektist á; en þó kom hann niður til sinna manna. Urðu þarna 27 slagir í loftinu undir skýj- um uppi. 1 hinni hörðu og snörpu orustu við Loos, sem er einhver liin snarp- asta, sem Bretar nokkru sinni hafa háð, var það undarlegt, er þeir komu brunandi að skotgröfum Þjóð- verja að þar stóð tröllvaxinn Þjóð- verji grafkyrr og hreyfingarlaus, er þeir komu. Hann var svartur í and- liti af púðurreyknum og ekki frýni- legur ásýndum. Hann var dauður og stirðnaður, fastur á fótum að neðan, er sprenging hafði hlaðið sandi og grjóti utan um hann; kúlúgat var i miðju enni og hafði hún farið i gegn um höfuð hans. En þarna stóð hann keipréttur og klofnaði fylking Breta beggja megin við hann, er þeir þustu fram hjá. Röð eftir röð Bretanna hljóp þar fram yfir grafirnar, tómar að mestu og sprengdar; en hálfar af dauðum mönnum, og rendu skeið að borg- inni Loos; en er þangað kom stóðu í augu þeim eldarnir úr röðum maskinubyssanna, og frá hverju húsi bæjarins heyrðust smellirnir eða geitið í byssum þessum, sem sendu á þá stöðugan kúlnastrauminn. Það voru maskinubyssur í hverju húsi í útjöðrum bæjarins; i hverjum glugga á efri og neðri loftum; i þröngum, iujóum skotgröfum, þvers yfir stræt- in, uppi á hinni háu turnbrú í miðj- um bænurn, og í kyrkjugarðinum, þar sem við fórum um og tókum á hlaupunum áður en við komum i bæinn, voru Þýzkir með meira en 100 maskínubyssur. Slagur á strætunum. Klukkan var 8 um morguninn, þegar þeir, sem ekki voru fallnir, komu i útjaðar bæjarins, og i tvo klukkutima stóð bardaginn þarna á strætunum og í húsunum og var harður. Það var kominn ruglingur á margar sveitir vorar; foringjar þeirra voru fallnir eða særðir og lágu einhversstaðar á leiðinni, sem við höfðum farið. Þarna biirðust menn í hópum eða tveir og þrír sam- an, stundum einn og einn. Menn fóru hús úr húsi, og öll voru þau full af þýzkum uppi og niðri og i kjöll- urunum. Bærinn var reyndar allur brotinn af skothríðinni frá fallbyss- um vorum og sprengikúlum og kyrkjan lá öll í rústum í miðbænum; en veggir húsanna stóðu víða, meira eða minna brotnir og partur af loft- unum. En alt var þetta krökt af Þjóð- verjum, út úr gluggunuin uppi og niðri og af þakbrúnunum, gægðust maskinubyssur þeirra. Hér og hvar voru smáhópar Þjóðverja, sem vörðust þangað til hver maður var fallinn. En margir voru forviða yfir þessu áhlaupi okkar og vissu ekki hvað gjöra skyldi og gáfust upp. í eitt hús kom einn hermaður Breta, smávaxinn undirforingi; það var fult af Þýzk- um. Undir eins og hann kom inn, réðust þrír á móti honum; en hann varð fljótastur og skaut þá óðara alla þrjá. Við það gáfust hinir upp, og var þó einn yfirmaður. Þarna tók hann einn nær þrjátíu Þjóð- verja. Svona gekk það við Loos og Hul- luck, þar sem Bretar sóttu fram, og ei'gu vægara var það í Champagne cg Argonne, hæðunum, þar sem Frakkar voru. í Pinsk flóunum. Þeir voru að berjast þar sem ann- arsstaðar á austurkantinum, og var sullsamt þar í flóunum. En þó batn- aði ekki um, er Rússar gátu hleýpt ánni Pripet út í flóana. Þýzkir voru að sa>kja á eftir þeim og varð heill herflokkur fyrir áveitunni: það var 41. herdeildin (corps) Þjóðverja. En í hverri herdeild hafa Þjóðverj- ar 40—50 þúsundir inanan, og þó nær 50. Þarna fórst herdeildin öll í fenunum, að eins fáeinir komust af; enda voru Rússar nærri að hirða þá sem þeir náðu til. Balkanríkin. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa verið að safna her manns sam- an í borginni Temesvar. Hún er sunnan til í Ungarn, eitthvað 40 míl- ur frá Doná. Þaðan héldu Þjóðverjar suður að Dóná og reyndu að komast yfir hjá Semendria, sem er að norð- anverðu við ána, eitthvað 25 milum austur af BeTgrad. Serbía er þar sunnanmegin árinnar. Ekki gekk Þjóðverjum greitt yfir ána; þeir, sem reyndu, voru eyðilagðir, er þeir komu yfir á bakkann, og er fleiri ætluðu að koma þeim til hjálpar á ferju einni, þá voru þeir skotnir í kaf og druknuðu þar allir. Sagt er að hópar Búlgara strjúki úr hernum yfir til Rúmena: þeir vilja ekki berjast á móti Bretum og Rússum. 800 komu í einu til Calefat í Rúmeníu. Og konur Búigara gjöra alt sem þær geta til þess, að aftra bændum og bræðrum sinum frá að ganga í herinn. Þjóðin er nefnilega þver á móti stjórninni eða Ferdin- and keisara en hann er harður með \ ilhjálmi. Meðal almúgans er Rússland talið frelsari þjóðarainnar frá Tyrkjan- uin -— einlægt síðan í Rússa-Tyrkja striðunum 1877 og 1878, þegar Sko- beleff var mest á ferðinni. Síðan má sjá mynd af Alexander, keisara Rússa, í hverju koti bændanna, og á hundrað þúsund heimilum hangir hjá honum myndin af Gladstone gamla og Salisbury lávarði. Þetta eru hinir útlendu menn, sem Rúlgar- ar halda af. En Austurríki hafa þeir hatað í fleiri niannsaldra og búast við illu einu þaðan. Það er því langt frá að vera vilji þjóðarinnar, að fara á móti Bandamönnum,— hvort sem af því verður eða ekki. En vant er að geta til, hvað uppi kann að verða á skaga þessum. Þann 15. til 18. þ. m. átti það að verða afgjört; en nú koma Rússar til sögunnar og segja Búlgörum, að ef að þeir sliti ekki öllum samningum við Austurriki cg Þýzkaland, þá kalli Jieir burtu sendiherra sinn þaðan. Þeir verði a þessum tíma að senda burtu alla þýzka horforingja frá Austurríki og Þýzkalandi, seín seinustu dagana hafa verið að flykkjast þangað, til HerlTð minsta lýðveldisins í heiminum. San Marlno er minsta lýBveiaitS í helml og er me'5 Eandamönnum. Þetta litla ríki í Apenninafjöllunum sendi á vígvöllinn allan sinn stanðandt her sem var 60 manna og 900 sj&lfboöaliöa aö auk, en haföi aöeins eftlr 2 reglulega hermeiin, sem sýndir eru á myndinni. Members of the Commercial Edueators’ Association Stærsti verzlunarskóli í Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir. eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. þess að taka við forustu hersveita þeirra og mála allra, ef í hart fer.— Þetta var á sunnudaginn. Alt þetta makk Búlgariu við Aust- urríki og Þýzkaland, kemur frá Ferdinand konungi þeirra, sem af slórmensku kallar sig keisara. Hann er af ungverskum ættum og i hon- um er eitthvað af blóði frönsku kon- unganna af Orleans ættinni. Hann var herforingi í liði Austurríkis- keisara óður en hann varð konung- ur. Hann hefir einlægt verið þýzkur í anda. Það var honum að kenna seinasta Balkan stríðið, þegar Búlg- arar stukku á Serba, eftir friðinn við Tyrki og ætluðu að taka Make- dóniu af þeim og Saloniku, og Kav- ala af Grikkjum. En Serbar tóku vel á móti og Grikkir börðu á þeim, og til að kóróna alt, komu Rúmenar að norðan og óðu yfir varnarlítið land- ið. Urðu þá Búlgarar neyddir til að semja frið og töpuðu miklu af lönd- unum, sem þeir annars hefðu fengið að halda eftir friðarsamningana við Tyrki. Er þetta athæfi Búlgara alt þvi varmenskulegru, sem þeir eiga alt sitt frelsi og sjálfstjórn Rússum að þakka. Og nú má búast við, að fljótt og snarplega verði tekið á móti þeim — ef þeir fara að hreyfa sig; því að Grikkir fara af stað með alt sitt lið, einar 400 þúsundir; Frakkar og Bretar munu farnir að lenda liði við Saloniku, og ltalir eru að tala um, að verða með í förinni. l’m Rúmena veit enginn með vissu, hvað þeir muni gjöra, en eng- ir vinir Búlgara eru þeir. Búlgaría svarar ekki Rússum. Hinn 5 nóvember sögðu blöðin að Þjóðverjar og Austurríkismenn væru í óða önn að færa sig að landamær- uln Serbanna. — Austurrikismenn koma að vestan milli ánna Save og Drina; en Þjóðverjar að norðan frá Ungaralandi; svo ætla þeir Búlgör- um að koma á þá að austan. Búlgar- ar hafa legið þar vopnaðir og albún- ir á landamærunum að hlaupa á þá bvenær scm vera skyldi. Engu liafa þeir sint áskorun Rússa, að senda heim þýzku herforingjana, og er bú- ist við að þar fari nú alt í bál þann og þann klukkulímann. Bandamenn mega ekki bíða svo lengi, að þeir komi liði sínu saman Þjóðverjar og Búlgarar og þurfa að vera fyrri til. Hefir Sir Ian Hamilton, foringi Bandamanna við Hellusund, nú far- ið til Saloniku til að búa út land- gang Bandamanna þar, Breta og Frakka; en Grikkir eru farnir að halda liði sínu norður. Og búast inó við, að Rússar sendi lið til að berja á Búlgörum, og sendi herskip sin til að skjóta á kastala þeirra Varna við Svartahaf. Bretar taka liklega Dedea- gatch og Enos við Grikklands haf, og verða þá Búlgarar innilokaðir ó alla vegu. Einkum ef Rúmenar fara af stað lika. Og svo er hálfpartinn búist við uppreist af Búlgörum sjálf- um. Tyrkir drekkja 10,000 Armeníu- mönnum. Trebizond heitir borg ein í Lithi- Asíu við Svartahafið. Ilún er i lönd- um Tyrkja og búa þar margir Arm- eníumenn. — Rétt nýlega smöluðu Tyrkir þar öllum Armeniumönnum í borginni, ungum og gömlum, kon- uni og körlum, tíu þúsundum að tölu, fóru með þá út á vatnið, bundu hendur þeirra og fætur og drektu þeim þar öllum, — konunum, ung- börnunum og gainalmennunum. — Þannig fara þeir með alla Armeníu- menn; þcir ætla að uppræta þá, af þvi að þcir eru annarar trúar en þeir sjálfir. Armeniumenn hafa skorað á Ame- ríku að hjálpa sér. En þeir hafa boð- ið að taka við öllum, sem yfir kæmu og borgarar vildu verða. Meira geta þeir ekki gjört, því að þó að þeir á- minni og skori á Tyrkjann að gjöra þetta ekki, þá sinna Tyrkir þvi engu en fara sinu fram sem áður. verjum, sem koma að norðan til að ráðast á Serbíu. — Frakkar lenda 70,000 hermönn- um í Saloniku. — Venizelos stjórnarformaður á Grikklandi segir af sér. Konungur egist ekki geta staðið með honum og barist á móti Þjóðverjum. Blöð og stjórnmálamenn þar keypt af Þjóð- verjum. — Ráðgjafar Búlgaríu konungs hóta honum upphlaupi, og að hann tapi krúnu og máske Iifi, ef að hann fari með Vilhjálmi. óvíst, en meiri líkur til, að þeir fari af stað,— hvað sem Grikkir kunna að gjöra. Þýzkir vinna nú hvergi á Rúss- um og eru Rússar farnir að sækja á bæði að sunnan og norðan. i Hernaðar aðferð Þjóðverja. Ljótar sögur um framkomu Þjóð- verja koma víða að úr Rússlandi. — Þessi er ein, frá Lipinoka í Suwalki héraðinu við landamæri Austur- Rússlands: Þjóðverjar höfðu tekið þorp þetta og komu með tvo nýlega hertekna Kósakka og einn mann úr fótgönguliðinu. Þeir fóru að spyrja þá um hersveitir Rússanna, en þeir vildu ekki svara, og fóru þá Þjóð- verjar að pina þessa herteknu menn. Annan Kósakkanna bundu þeir við tré og létu höfuðið snúa niður, og er hann vildi ekki svara þeim, húð- strýktu þeir hánn þarna; þá slitn- aði bandið, er batt hann við tréð, en hann féll endilangur niður, og með- an hann lá þar stakk herforingi liann með byssusting og lét bann þar lif sitt. Hinn Kósakkann höfðu þeir bundið við staur þar hjá, > og var • hann langt leiddur af meðferð þeirra. Kallaði hann þá til þeirra veikum rómi: “Eg er Kósakki úr hersveit Kuban Kósakkanna, bræð- ur; eg heiti Ravel Antonoff. Segið foringjum mínum, að eg liafi gjört skyldu inina fram i dauðann”. Þeir brendu hann þarna hér og hvar um líkamann með logandi vindluin sín- um. Svo brennimerktu þeir hann með nafni Vilhjáhns keisara, — og sýnir það, að þeir hafa haft brenni- markið með sér, því þeir liituðu það, svo að það varð rauðglóandi. Þegar þessu var lokið, fóru þeir að vitja um manninn úr fótgöngu- liðiiiu og ætluðu að hafa álika skemtun af að pína bann. Þeir höfðu látið hann i hlöðu eina og tvo Þjóð- verja að gæta hans. En þegar þeir komu þangað. þá voru þar þrjú lík. Rússinn hafði náð sverði annars þeirra, ráðist á þá og banað báðum, tn síðan deytt sjálfan sig. Þegar herinennirnir fóru þaðan, skutu þeir á hóp af kontim og börn- m, sem þarna voru, og deyddu 'jölda þeirra. TIBARFAMD l WIXXIPEG OG XÆRLF.XDIS. Einlægar rigningar og kuldar i Winnipeg og um næstu sveitir og lítur ekki út fyrir að létta. Loft cr þykt og kólgufult dag cftir dag, eins og haust væri alveg gengið i garð. Seinustu Stríðsfréttir. — Hinn 5. október kallaði Rússa- stjórn sendiherra sinn i Rúlgaríu heim, og er þá sundurslitið friðnum þar — Sagt að Mackensen stýri Þjóð- Fremst að Hreinleika Fínast á bragíiíi ws La4er KliiNtakt n «"> C*a>fiiim. í merkur e?ia pott hylkjum. Til kaups hjá verzlunarmanni þínum et5a rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.