Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 8

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 8
BLS 8. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 7. 0KT6BEH 1915. Föstudaginn og Laugardaginn “UNDER THE CRESCENT” Further adventures of an actress in an Egyptian Harem. Monday and Tuesday—Diamond form the Sky (14) and Broken Coin, Series (1) All the children of the John M. King will be seen in Moving Pictures Friday and Saturday Fréttir úr Bænum. | Árni Johnson, fæddur á Laugaseli í Reykjadal i Þingeyjarsýslu, fór .með 44th Battalion. Kona hans er Sesselja Björnsdóttir frá Selstöðum á Seyðisfirði í Norðurmúlasýslu. — : Þau hjón eiga 4 ung börn. Heimili peirra er 627 Agnes St. Mr. Ingimundur Erlendsson, frá Narrows við Manitobavatn var hér á ferðinni. Lét hann vel, af líðan manna par norðurfrá, þó að rigning- ar hefðu verið of miklar. Heyjum Hér voru í vikunni er leið á ferð náðu menn þar samt, en akra hafa ,Iohn Johnson, Sig. Sigurðsson, menn þar litla, lifa á gripum og hafa ' Stone Benson, Dóri Einarsson og stórbú margir. Hefir búskapur þar Swane Johnson, frá Árnesi í Nýja reynst mönnum ágætlega, þvi að fslandi. Þeir komu frá Minto, Man. bæði er þar auð að taka úr vatni og Voru í bændavinnu. Uppskeru sögðu af landi. Enda sézt það á mönnum þeir all-lélega, vegna þurka í sumar. þar. 1 Kaup í hveitislætti .$2.oU; en i þresk- Einnig var hér á ferð Mr. Sigurð-1 ingu $2.75. Þar er mikið óþreskt. ur Baldvinsson frá Narrows. jStendur þresking föst fyrir dynj- _____________ jandi rigningar og óþerrir. — John Laugardaginn 2. okt. voru þau 'Johnson, bóndi á Birkivöllum i Nýja Ilubert James Hardy, frá Winnipeg, j íslandi, var kátur og skrafhreyfinn og Louise Jónasson, frá Selkirk, gef-;að vanda, og “hvergi hræddur hjörs in saman í hjónaband af síra Rún- í þrá”. K.Á.B. ólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. j . ~m~. " 7 . . Eg hið Heimskringlu að færa hr. B. B. Halldörsson, eiganda að Dom- inion Hotel í Winnipeg, mitt hjart- ans þakklæti fyrir alúðar móttöku, sem hann sýndi mér gömlum og heilsuveikluðum. Eg kom til hans ókunnur og ráðafár. Var eg á hans vegum nótt og dag og fylgdi hann mér í bifreið sinni á lestina til Cimli — og alt gjörði hann þetta án eins cents borgunar. Bið eg þann sem alt sér og launar fyrir þann minsta af bræðrum sínum, að launa þessum velgjörðamanni minum af gnægt- um síns rikdóms. Með ógleymandi minningu til vel- gjörðamanns míns Björns B. Hall dórssonar. Magnús Sigurffsson. Mr. G. Johnson, sonur Jóns Guð- mundssonar á Gíslastöðum, Ilnausa P. O., Man., kom við hjá oss á heim- leið úr þreskingu hinn 29. sept. Hann hafði verið nálægt Starbuck, hér suðvestur af Winnipeg. Akrar höfðu verið þar ágætlega vel sprotn- ir, 25—30 bushel af ekrunni og það- an af meira. Alt var það sl^gið, en — ekkert þreskt. Eina þrjá daga höfðu þeir getað þreskt þar. Ein- lægt rigndi og jörðin var orðin svo blaut þar, að hann sagði, að þó að þurkur kæmi, þá myndu menn ekki geta komið þreskivélum um jörðina í hálfan mánuð. Það lítur þvi illa út þar, ef ekki batnar því fyrri og betur, og.þvi iniður mun nokkuð líkt eiga sér stað víðar. Þeir, sein vildu sinna kenslutil- boði Miss Steinu J. Stefánsson, geta fundið hana að máli í Suite 5 Acadia Block. Það cr í næstu dyrum við nýju Tjaldbúðina á Victor St. Hin árlega Tötnbólu-samkoma stúkunnar Skuld verður haldin 1. nóv. Nákvæinar auglýst síðar. Magnús Sigurðsson kom frá Bran- don og var að fara á gamallramanna heimili á Gimli. Han ner 68 ára gam- all. Farinn fyrir brjósti og þjáður únitarasöfnuðurinn ætlar að halda af höfuðveiki. Konu og börn á hann Tombólu í fundarsal kyrkjunnar j iPorta8e > Prairie; cHann er nr þann 21. þ. m. Þar verður einnig [ .Skagaf.rði a íslandi. S.gurður faðir skemtilegt prógram. — Það verður han,s var Jonsson, Oddssonar, bonda vandað ágætlega til þessarar Tom- a. ' ærðarnupi í \atnsdal í Huna- bólu, svo að hver einasti dráttur l',n«um- 0(,(lur hessl var faðir Gunn verði að minsta kosti 25 centa virði, lauf öo.nkyrkjuprests, að Lamba- stoðum við Reykjavik. Er ætt su og suinir upp á marga dollara. —. nýjir munir. Takið eftir nákvæmari j bol.nenn og alkunn. auglýsingu um þetta í næsta blaði K.A.B. Á laugardaginn 2. október voru gefin saman í hjónaband, að heimili J. J. Bíldfell, 664 McDermot Ave., Charles A. Nielsen póstafgreiðslu- í síðustu viku voru hér á ferð Pétur óleson (Gottskálksson), Jóri Jósefsson, Einar Vestmann og Hall-‘ maður og ungfrú Sólveig Thorsteins dór Bjarnason, frá Gimli. Þeir komu' son, systir Mrs. Bíldfell. Síra B. B. vestan frá Argyle bygð. Voru þarjjónsson framkvæmdi athöfnina. — um 2 mánuði í bændavinnu. Kaup var þar alment um $2.50 á dag. Rign- ingar hafa ollað stans á vinnu um síðustu daga. Þessir menn unnu hjá Heimskringla óskar framtíðarheilla. brúðhjónunum Einn mann vantar til að matreiða Arasonum. Segja þeir að þeir hafi1 fyr}r fjóra menn og koma fiski í fengið 40 bushel og yfir af ekrunni. ]r,n<4 á Winnipeg vatninu. Þeir, sem Búnir að þreskja um 15,000 bushel I vj]ja sjnna þessu, gjöri svo vel og afhveiti; eigi eftir 3—400 afhveiti. hitti Helga Einarsson á Seymour einnig hafra og bygg, og muni korn- Hotel næsta fimtudag eða föstudag tegundamagn þeirra bræðra verða i alt 27,000 bushel. — Þess var óskað að geta, að þeim féll ágætlega hjá þessum bændum í alla staði, og minnast þeirra sem góðra drengja, sem sýna röskleik og eðallyndi við starfsmenn sína. Sumir af þessum mönnum búast við að fara vestur aftur, þá þornar um. K.Á.B. li kl. 12 og 1 og semji um kaup. SYRPA ANNAÐ hefti af og þriðja Opið bréf til I)B. MAGNÚSAR HALLDóRSSONAR borgarstjóra i Sotiris, N. Dak. Eg heilsa þér, doktor Halldórsson, með ást, virðing og þakklæti fyrir handtak þitt á þeim Neche mannin- um, sem þú lagðir flatann á gólfið hefi eg nú sent öllum kaupendum, sem borgað hafa fyrir 3. árganginn, og einnig sent ritið öllum útsölu- mönnum. Þá, sem borgað hafa og ekki fengið þetta hefti, bið eg láta mig vita og vil eg úr því bæta strax. Argangurinn er $1.00 og borgist fyr- irfram. í lausasölu 30 cents heftið. Þrjá árgangana, sem komnir eru lit af ritinu, sel eg á $2.00 meðan úpp- lagið hrekkur. — Sendu mér $2.00, og eg sendi þér aftur 768 blaðsíður af skemtilegu »g fróðlegu lesmáli, sem þú hefir stóra ánægju af að lesa í tómstundum þínum. ólafur S. Thorgeirsson, 678 Sherbrooke St., Winnipeg. 3. árgangi Það handtak þitt minnir á hetjurn- ar Egil Skallagripisson og Skarp- liéðinn Njálsson: “Héffni frái eg frecgst til vigs Fima limu aff axla, Hvort hann reiddi rimmugígs Rönd effa Þráins jaxla". Kvað Sveinbjörn Egilsson. En þetta sama handtak þitt setur í mig stúderingar út af geðleysi því, sem þjáir alþýðu Pembina Countys, sem sér vitskertan mann leggja sig þversum á þjóðveginn og gjöra ferðafólki ergju og skaða, og sem ekki segir orð til að fyrirbyggja þetta frekar en blessaðir bjargræðis- gripirnir í haganum. Slík geðgæffi geta naumas't verið vegabót. Vinsamlega, Bjarni Bjarnason. Bréf frá Kolskeggi Thorsteinssyni. Sept. 8. 1915. Elsku mamma! Eg veit eg skrifa þér sjaldnar en eg ætti að gjöra. Eg er að öllu leyti við góða líðan; hefi ekki farið í gegnum neina veru- lega hættu síðan eg fór frá Eng- landi, en þó alt af nokkuð harða vinnu. Eg fékk nýlega tóbak frá þér og nokkur bréf frá bræðrum mínum og vinum, sem 3lt hefði verið mjög velkomið og ekkert að því annað en það, að mig langar í meira og meira, sérstaklega af bréfum og fréttum, — eftir því sem tíminn lengist og eg dregst aftur úr viðburðunum. Við búumst nú við á hverri stundu alt öðru en kyrlátu og ró- legu lífi. Eg fer i skotgrafirnar í kveld. Skrifaðu nú fljótt aftur og hafðu það fult af fréttum. Vertu í guðs friði. Þinn elskandi sonur. Kolskeggur Þorsteinsson. * * * Utanáskrift til Kolskeggs ers — Lance Corp. K. Thorsteinsson, .... 8th Batt. 2nd Brigade, lst Can. Contingent, War Office, France. Mr. Jóhannes Einarsson frá Lög- berg P.O., var hér i bænum núna; kom með mikið af feitum gripum til að selja. — Einnig var Mr. Bjarni Marteinsson hér, sveitarskrifari í Bifröst. Létu þeir vel af öllu; en rekja fullmikil. ‘Drengurinn litli sem dó’ SIGURDUR V/GLUNDSSON. Ofurlítill nýbygður kofi stendur í skógarrjóðri vestur af Gimli. Þar býr fátæk fjölskylda, — heilsutæpur faðir og móðir, sem er þreytt, því hún á stóran hóp. Fátæk eru þau, en altaf eru samt börnin hreinleg; þau fá líka einlægt ágætis vitnisburð á skólanum; kennurunum kemur sam- an um, að engin börn hafi þeir, sem betur kunni að hegða sér, né sem betur skili áfrain við lærdóminn. Þó skaraði Siggi fram úr þeim öllum. Hann lék sér að þvi, eftir að hann fór að stálpast, að vinna meiri part skólaársins, til þess að létta undir með pabba, sem ekki var sterkbygð- ur, og mömmu, sem við alt of þröng- an kost hafði að búa með hópinn sinn, — hann lék sér að því að missa úr meira en helming ársins, og koma svo ínn í “klassann” sinn og taka fyrstu ágætis einkunn! Kennararnir þurftu aldrei að segja honum neitt tvisvar, — skiln- ingurinn var þroskaður fyrir aldur fram. Það var eins og hann hefði lag á því, að vinsa kjarnann úr hverju einu, færa sér hann í nyt og henda frá sér hisminu. Að eðlisfari var hann eðallyndur og prúðmenni. Hann sýndist óafvit- andi gjöra það, sem bezt átti við í það skiftið, við hvaða tækifæri sem var. Fyrra miðvikudagsmorgun réri hann á fiskimið með öðrum manni, — Þorvaldi Pálmasyni. Net þeirra lágu fjórar mílur undan landi og ætluðu þeir að knýta einu til við enda trossunnar. Veður var dálítið hvasst fyrri hluta dags. Far þeirra var hið bezta. Aðrir fiskimenn réru þennan dag og hlektist ekki á. Engir þeirra, og þó voru nokkrir, er áttu net skamt frá þeim félögum, minnast þess, að liafa séð til þeirra greinilega. Um riónbil fór einn fram hjá og sá ekk- ert og grunaði heldur ekki, að neitt væri að. Þeir félagar komu ekki í land. Leit var gjörð um kveldið og svo alla nóttina. Ekkert fanst. Vatnið, sem svelgt hafði í sig ungmennin tvö, þagði yfir með hverjum hætti það hefði borið af þeim. Það lá eins og spegill, tært og sakleysislegt í tunglsljósinu. Næsta morgun var það orðið öðru vísi; — það var eins og það hefði fylst hamslausri bræði yfir þessu ó- dáðaverki, sem það hafði unnið og gat ekki aftur tekið til ^ilífðar. Öld- urnar kolmórauðar slengdu sér með hamremis afli á sandinn í fjörunni. Úti fyrir víkinni var aðgangurinn ennþá hrikalegri. Þar veittu þær litlu kænunni, sem leitað hafði alla nóttina, svo harðan aðgang, að leit- armenn fengu með naumindum borgið lífi sínu, — votir — þreyttir — þögulir — hryggir. Þeir höfðu enga fregn að segja móðurinni, sem gæti dregið úr harmi hennar. Ilún hafði ekki verið látin vita neitt, — drengurinn hennar var i vinnu hjá öðrum og hún vissi ekki, hvílíkt högg hafði riðið að höfði hennar.— Nú varð að segja henni það! Það var einu sinni «kki hægt, að færa henni drenginn sinn til þess að gráta yfir honuin. öldurnar vöfðu hann köldum örmum og brimið söng yfir honum ömurlegan, drynj- andi líksöng. 1 tíu daga linti ekki hamagangi vatnsins, sem svo grimm- an leik hafði háð. Svo var farið að slæða, en vatnið heldur þeim enn í heljargreipum og þegir yfir leyndar- máli sínu. Dauðinn er æfinlega sár. Það er ekkert til nema tíminn, sem dregur úr sviðanum. Þessum saknandi for- eldrum var mikið gefið, — þau hafa líka mist mikið. Þegar söknuðurinn leyfir hugsuninni aðgang, verður þeim fróun í að vita, að hjá öllum, sem þektu drenginn þeirra, Sigurð\ Víglundsson, skólasystkinum, kenn-j urum, samverkamönnum og hús-| bændum hans, er minning hans j geymd en ekki gleymd. Þótt hann ; lifði ekki lengi, þá lifði hann mikið og vel. Islendingar hafa mist úr hópi sínum atgjörvismann til sálar og líkama. Vertu sæll, islenzki drengur, sem vanst gott og mikið æfistarf, þó það væri stutt, — sem hafðir til að bera íslenzkt drenglyndi eins og það var skilið á meðal forfeðranna! — Um hinn manninn, Þorvald Pálmason, er það eitt hægt að segja, — að það er ókunnur maður dáinn ii meðal vor! Hann var hér í landi að eins skamma stund, — ekki full tvö ár; kom sér vel við alla og vann af dygð, þegar hann vann hjá öðr- um. Hann var spakur í lund og karl- menni; dálítið yfir tvítugt. Ætt- ingjar hans heima á gamla landinu éiga um sárt að binda. Hann hafði ætlað heim til þeirra aftifr innan skamnif tíma. Gisli Súrsson. Húsfrú Björg Stígsdóttir andaðist þann 14. júní þ. á. að heim- ili sínu, Þorvaldsstöðum í Breiðdal i Suður-Múlasýslu. Banamein henn- ar var brjósthimnubólga. Björg sál. var fædd árið 1841, dóttir Stígs bónda Þorvaldssonar á Ásunnarstöðum í Breiðdal. Hann var mesti atorku og dugnaðarmaður, smiður góður og vel mentaður eftir því sem þá gjörðist. Fæddur árið 1801. Stígur var tvígiftur og var síðari kona hans — móðir Bjargar — Guðný Aradóttir, Höskuldssonar bónda á Þverhamri. Alsystkini Bjargar voru: Sveinn Stígsson smið- ur, sem lengst af dvaldi í Reyðar- firði; Elis, Guðný og Helga. Af fyrra hjónabandi Stígs er oss kunn- ugt um 2 börn : Merkisbóndann Þor- vald, sem bjó í Kelduskógum á Beru- fjarðarströnd, og Sigríði konu Stef- áns ólafssonar, móður Þorvaldar bónda Stefánssonar á Þorgerðar- stöðum i Fljótsdal. Þorvaldur Stígs- son átti mörg börn, sem öll fluttust til Ameríku í æsku og búa þar, vel efnuð og vel metin. Björg sál. var bráðþroska, greind og atgjörvismikil, og svo fróð og vel mentuð að undrum sætti, því skóla- vistar eða tilsagnar naut hún hvergi. Innan við þrítugsaldur trúlofaðist hiin efnilegum og merkum manni, Jóni Guðmundssyni, sem var bróð- ur- og fóstursonur síra Jóns Há- varðssonar á Eydölum. Reistu þau bú að Hóli og bjuggu þar þangað til að Jón dó árið 1874. Árið 1876 fluttist hún að Þorvalds- stöðum og giftist þar 1878 ekkju- manni Sigurði bónda Guðmundssyni frá Geitdal i Skriðdal, sem nú hefir orðið að sjá henni á bak eftir 36 ára ástríka sainbúð. Alt þetta áraskeið samfleytt hafa þau búið rausnarbúi á eignarjörð sinni Þorvaldsstöðum, þar til í vor að þau brugðu búi og f"ngu það í hendur Jóni Björgólfs- svni fóstursyni sínum og frænda liennar. Björg sál. var ein af mikilhæfustu og merkustu konum sveitarinnar. Ástrík eiginkona og afbragðs hús- móðir. Heimili þeirra hjóna varð lika brátt eitt af mestu rausnarheim- ilum sveitarinnar, þar sem alt bar vott um reglusemi, dugnað og vel- megun. Hún var framúrskarndi gestrisin og örlát hjálpsöm og nær- gætin. Eftir að hún tók að eldast og halda kyrru fyrir heima, svo hún gat ekki sjálf litið eftir, hvað nábúa og fátæka vanhagaði helzt um, — spurðist hún ítarlega fyrir um það, svo hún gæti liðsint þar sem helzt þurfti. Þeim hjónunum varð ekki barna auðið en 5 fósturbörn tóku þau og ólu þau prýðilega upp, auk fleiri barna, sem dvöldu þar fleiri og færri ár. Og svo var húsmóðirin og heimilið vel metið, að almennings- álitið taldi það barn verða fyrir sér- stöku happi, sem komst að Þorvalds- stöðum. Eitt skáldið okkar segir: “£n ef dggffa áttu safn, með ást og sannleik björtum, meff gulli verður gregpt j)ilt nafn, í góffra manna Iijörtum”. Slíkt safn átti Björg sáluga og með lifi sínu og starfi greypti hún nafn sitt með gulli í hjörtum samtíðar- manna sinna og sveitunga. Nafn bennar var ætíð nefnt með aðdáun og virðingu, og hin ágæta minning hennar mun lengi lifa í hugum sveit- unga hennar og mörgu vina, og allra þeirra mörgu, sem áttu henni margt og mikið að þakka. Hún ól allan sinn aldur í Breið- dal, og minnisvarðinn, sem hún hef- ir veitt sér í hjörtum sveitunga sinna hefir þessa fögru áritun: hún var guðhrædd og góð, göfug og gáfuð kona. (Austri). Breiðdœlingur. Tindastóls-dísin. Leggtri mgrkrin Igsast svört, Ijómar rós í urð og grjóti, þar sem svifur sólarbjört Sigurlaug frá Veðramóti. Fregju cldum faldasól fögur ggtlir björg og voga, togar drótt við Tindastól töfrugeislum brúna loga. Skarlatskgrtli skrgdd hún er skgkkju fagurblárri undir, hvar um vengi vænust fer vafurloga tindra grundir. Jörff er ggllir júnisól Jónsmessu um nóttu bjarta tifar hún um Tindastól, tignarklæðin bezt þá skarta. Spegli tjörn á tindi hæst töfraskrúð i fleti gljáum, er sem Heklu glampi glæst glóðir elds of himni bláum. Þegar firffum foldar bóls fegurst gullskg dögun boffa töfradísin Tindastóls tekur baff i morgunroða. Álfur Steinsson frá Bjargi. | (Eftir fornum munnmælum um Sig- urlaugu ljósálfadís frá Veðramóti í Tindastól). Skólarnir útbreiða veldi Þjóðverja. Skólarnir hafa verið hið sterk- asta vopn í hendi Þjóðverja, til þess að útbreiða hið þýzka veldi í Ev- rópu. Á Þýzkalandi er enginn sá al- mennur skóli til, sem taki það í mál, að nota aðra tungu við uppfræðslu I barna en þýzku. Það er sama, hvað | margir liinna undirokuðu þjóða, af ; öðru kyni, heimtuðu það. Það væri | ekki tekið í mál. Þannig hefir því verið varið hjá Lithúönum (Lett- j um) í Prússlandi; hjá Pólverjum í hertogadæminu Posen; hjá íbúum j Holsteins og Elsas, og fleirum. Hin- ir þýzku skólar hafa unnið að þvi með lögrcglunni og yfirvöldunum, að brjóta á bak aftur og bæla niður allar þjóðernistilfinningar aðrar en þýzkar. Þegar Þjóðverjar í stríði þessu liafa verið að taka löndin hernámi, þá hefir það svo ljóslega sýnt sig, hvaða verkfæri skólarnir eru í liendi Þjóðverja. Það er alkunnugt, ; að í Belgíu hafa Þýzkir stofnað og í haldið uppi hundruðum þýzkra ; skóla með þýzkum kennurum. Og | af blöðum frá Vilna og Riga, og frá ótal öðrum stöðum, höfum vér séð, að undir eins og Þjóðverjar komu þangað, i Pólen og Lithauen og ; Rússland, voru allir lithuönsku og | rússnesku skólakennararnir r"knir; ; en settir í staðinn þýzkir l.ennarar. j Og svo var stranglega fyrirbðio. að , nota nokkurt annað mál i skólun- j.im en þýzku.'Þetta var undir eins I gjört og þeir komu í Kybasti, Viszt- | ytis, Mariampole og Suwalki, og hið i sama hefir nú verið gjört u:n alt | Kovnohéraðið og alt Kúrland. Hinir ; fyrri kenarar, sem kendu á máli i landsbúa, voru óðara reknir burtu. Landsins mál heyrðist ekki á skól- I unum, heldur þýzka. Það gjörði j ekkert til, þó að þessir kennarar j skildu ekki orð af tungu barnanna, — svipan kendi hörnunum þýzkuna. Og þýzku skólarnir og þýzku blöðin haldast hönd í hönd. f Belgíu hafa Þjóðverjar verið að prenta blöðin á þýzku, til þess að uppræta alt þýzkt þjóðerni, og alt miðar til j að gjöra hina uppvaxandi þjóð að undirgefnum þegnum og þrælum hermannavaldsins. Þegar Þjóðverjar komu í Lithauen j — þá fluttu þeir með sér Linotgpes (setjaravél) og fóru að gefa út dag- j blöð í bæjunum: Janvoge, Polanga, ; Shavli og fleirum borgum; blöðin J voru með þýzku letri (fraktur), sem , er frábrugðið rússnesku; hehningur- I inn á þýzku, en helmingurinn á máli | I-ithuana. Og í blöðunum var farið j að prédika um tign og veldi Þýzka- I lands, um mannkosti og dygðir Þjóðverja; en Bandamönnum, eink- um Rússum og Bretum, var úthúðað á allar lundir og alt hugsanlegt talið upp þeim til smánar og vanvirðu. Með þessu fylgir það, að Þýzkir flytja með sér vagnhlöss heil af mvndum af Vilhjálmi keisara í fullri stærð; og myndir þessar hengja þeir upp i hverjum skóla, sem þeir ekki brenna, og börnin landsbúanna eru nauðug eða viljug látin beygja sig fyrir myndinni og syngja þjóðsöng- inn þýzka: VDeutschland, Deutsch- land uber alles” (Þýzkaland, Þýzka- land ofar öllum). Þarna sézt svo Ijóslega tilgangur skólanna og blaðanna. 1 marga mannsaldra hefir þessi aðferð verið notuð til þess að uppræta þjóðerni hinna undirokuðu landa. J. O. Sgrirdas, ritstjóri Lithuanablaðs í New York, 15. sept. 1915. “Minstur postulanna.” Vildis sein aff velti alda völdin regni þvi aff hnekkja, fglgd ber cinum fgrir aff gjalda földum sveini meffal rekka. J. G. G. ™E DOMINION BANK Hornl Notre Dome og: Sherbrooke Street. Hbfubstðll uppb........... $0,000.000 Varasjóttur .............. $7,000,000 Allar elgnlr..............$78,000,000 Vér óskum eftlr vlóskiftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst at5 gefa þeim fullnægju. Sparisjóósdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. íbúendur þessa hluta borgarinnar óska at5 skifta vit5 stofnum sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjit5 spari innlegg fyrir sjálfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILT0N, Ráðsmaíur PHONE GARRY 3450 BrúkatSar saumavélar met5 hæfl- legu vertSi; nýjar Singer vélar, fyrir peninga dt i hönd et5a til leigu. Partar í allar tegundir af vélum; at5gjört5 á öllum tegundum af Phon- ographs á mjög lágu vertSi. J. E. BRYANS 531 SARGENT AVE. Okkur vantar duglega “agenta” og verksmala. CARBON PAPER for TYPEWRITER—PENCIL—PEN Typewriter Ribbon for every make of Typewriter. G. R. Bradley & Co. 304 CANADA BLDG. Phone Garry 2899. Winnipegr Isabel Cleaning and Pressing Establiíhment J. W. aUINN, elgandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098 83 IsabelSt. hornl McDermot Hospital Pharmacy Lyf jabútíin sem ber af öllum öðrum. — Komiff og skoðiff okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum viff peninga- ávisanir, seljum frimerki og gegnum öffrum pósthússtörf- um, 818 NOTRE DAME AVENTJE Phone G. 5670-4474

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.