Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 6
Hver var hún?— 21. KAPÍTULI. \ . La Tour de St. Pierre. A strönd Normandisins á Frakklandi er stór og brött 3iæð; er þar ágætt útsýni yfir hið brezka sund. Á hæð- ir.ni stendur gömul, gráleit höll með sivölum turni, svo nálægt klettabrúninni, að turninn eins og hangir yfir hafinu. Þessi turn, sem er tveimur loftum hærri «n höllin, hefir strýtumyndaðan topp, og sökum mjóu glugganna og traustu steinveggjanna, minnir hann á löngu liðna riddaratíma. Frá efsta toppi turnsins og niður að sjónum, sem skolast um fætur klettsins, er snarbratt og hér um bil 300 fet á lengd. Höllin, sem lítur út fyrir að vera viðauki við turninn, er yngri; það er löng og skrafitleg bygging með stórum gluggum, loftgóðum veggsvölum og afarmikil trappa við inn- ganginn. Á þrjár hliðar hússins er þéttur skógur, há- vaxinn, sem eins og heldur vörð um það; en á vestur- hliðina er hinn óviðráðanlegi klettur; en þar er ekk- ært skjól gegn vindi. Höllin hefir fengið nafnið af turninum, og er nefnd Tour de St. Pierre (Sankti Péturs turn). Hún er eign Normandí fjölskyldu af aðalsættum, en sem er bláfátæk orðin. Af ætt þessari emú að eins einn á lífi, og dvel- ur mestan tíma ársins í París, en fer með heldra'fólk- inu til Vichy og Biarriz, til að dvelja þar stuttan tíma, og hálfan mánuð á hverju ári dvelur hann i höllinni sinni til að stunda dýraveiðar. ófrjóu jarðirnar, sem æltaróðalinu heyra til, hefir umboðsmaður eigandans léð bændum, fyrir eins háa leigu og unt er að fá; en greifinn á St. Pierre hefir skóginn til afnota, og þar að auki heimild til að veiða á leigulöndum bændanna. J>egar hann kemur til að stunda veiðarnar, fylgja hon- um ávalt margir Parisarmenn, sem bændur eru hræddir við og gleðjast stórlega þegar þeir fara. Greifinn af St. Pierre og lávarður Clair voru góð- ir vinir, þar eð enski barúninn hafði dvalið mörg ár í Paris, og oft verið gestur greifans í höll hans í Nor- mandí. Greifinn var ókvæntur maður, sem elskaði alls konar veðjanir; hann var letingi af heldra tagi, sem eyddi tmanum á Boulevarderne (virkisstrætun- um); en jafnframt hafði hann fasta skoðun á föður- réttindunum, og áleit, eins og aðrir Frakkar, að faðir- ínn mætti gefa dóttur sína hverjum sem hann vildi. Meðan Ronald leitaði í London að Helenu, og varð hennar vegna að þola fangavist í Hackney, kom barúninn sér fyrir ásamt dóttur sinni í Tour de St. Pierre i Normandí. Að þau fengi aðsetur í höllinni var blátt áfram vandalaust. Hann fór með dóttur sína og þernu hennar frá Charlewick í London, settist að í prívat hótelli, eins og áður er getið. Við Helenu var hann vingjarnlegur og alúðlegur, svo hann fékk hana til að treysta sér, þó ckki gæti hún elskað hann. Þegar þau yfirgáfu hótellið fóru þau með póst- vagninum til Dover; hann vildi ekki fara með járn- brautarlest, svo Ronald yrði erfiðara að finna spor þeirra. Helen fékk ekki að vita, hvert stefnt var, fyrri en þau komu að sundinu. Sem svar upp á spurningar hennar, hló barúninn glaðlega og sagði: “Svo þú hélzt að við værum' á ferðinni til sveita- hústaðar þíns Roseínount í Essen, Helen? Eg man það, að eg gaf þér það í skyn; en Rosemount er nú i höndum á leiguliða, kæri, litli vinur, og við getum ekki sezt þar að, þó við vildum. Já, sannleikurinn er sá, að eg hefi dálitla nýjung handa þér. Þú þarft um- breytingu á lofti og umhverfi. Þú ert sorgbitin yfir dauða hins gamla jarls í Charlew'ick; svo eg ætla að fara með þig til Frakklands, þar sem eg hefi búið svo Jengi. Hvernig lízt þér á það, góða Helen mín?” ‘Mjög vel, pabbi’, sagði Helen og stundi, um leið og hún hugsaði um Ronald. ‘En er ekki júnímánuður óhentug tíð fyrir Parísar-dvöl?’ ‘Veðrið er fremur kalt, og sumarið byrjar seint þetta ár. Auk þess dveljum við ekki nema viku í París, því þú ert ekki hneigð fyrir að taka þátt í félagslífinu, þó að sorgin, sem þú geymir, gjörði þér ekki nauðsyn- legt að lifa i kyrð. Heilbrigði þín og gæfa er mér alt fyrir öllu, og því er það áform mitt, að ferðast í hægð- um mínum um Frakkland; fá mcr hesta og vagn, og aka í nokkurri fjarlægð frá hinum fjölförnustu btaut- um. Á þann hátt kynnist þú franska fólkinu og hinni frönsku náttúru betur, en flestir aðrir Englendingar, sem hér ferðast um. Þegar við höfum átt skemtilegt sumar þar, snúum við aftur til Englands til vetrar- dvalar, og þú skalt þá ráða því, hvar við setjumst að. Við getum máske fengið uppáhalds heimilið þitt Rose- mount, með því að semja við leiguliðann’. Þetta áform, sem hann nú benti Helenu á, þótti 1-enni eins gott og nokkurt annað, sem henni hefði verið sagt frá. Hún vissi ekkert um samfundi jarls- ins og Ronalds i Charlewick garðinum, og barúninn heldur ekki; né um hin hættulegu veikindi, sem af þeim samfundum leiddu. Hún hélt, að sinn elskulegi Itonald mundi finna hana, hvar sem hún væri, og það var ásetningur hennar, að skrifa honum frá París, án þess að aðrir vissu. Ekki kom henni til hugar, að hún stofnaði sér í persónulega hættu. Hún var viss um að jarlinn gat ekki gifst henni án samþykkis hennar, og hún var jafn viss um það, að ekkert gæti komið fyrirt sem fengi hana til að bera hugþokka til hans síðar — fremur en nú. ‘Mér þykir vænt um að ferðast til meginlandsins”, hugsaði hún. ‘Eg vona að eg sjái ekki jarlinn fyrri en cg kem aftur til Englands; en eg veit að Ronald eltir mig. Hvernig sem alt snýst, fæ eg við og við að sjá hann, og bréf frá honum fæ eg oft og iðulega’. Sökum þessara vona sinna varð Helen fjörugri, og leit glöðum augum á framtíðina. Þau fóru yfir sundið til Calais með gufuskipi um nóttina, og með fyrstu lest fóru þau til Parísar og þau komu þar snemma morguns. Barúninn hafði ibúð í rólegri og kyrlátri götu í Faubourg St. Germaine, og þangað gengu þau strax. Eina viku voru þau í París, og það var þessa viku að maður frá Devonshire sá og þekti Helenu, er kom Harton á slóð hennar. Meðal þess fyrsta, sem Helen gjörði, fyrsta dag- inn, sem hún var i París, var að skrifa elskhuga sín- um. Þerna hennar tók að sér að skrifa utan á bréfið og koma því á póstinn. Þegar hún kom ofan, sneri hún sér að dyraverði. ‘Pósthúsið, ungfrú? Það er of langt í burtu. Þér verðið að láta bréfið yðar i bréfkassann, en — þér þurfið ekki að fara út einsamlar, til þess að leita upp kassann’, sagði dyravörðurinn vingjarnlega. ‘Sko, — hérna er kassi, sem allir gestir hótelsins láta bréfin sin í. Látið þér bréfið yðar í hann, og það skal verða sent með hinum bréfunuin’. Þerna ungfrú Clair var frá Devonshire og fremur einföld; en hún var ungfrúnni mjög trygg, og þrátt fyrir einfcldnina var hún að sumu leyti mjög klók. — Hún áleit, að dyravörðurinn væri hreinskilinn, og lagði bréfið í kassann samkvæmt bendingu hans, og fór svo aftur til húsmóður sinnar. Hér um bil 10 mínútum síðar kom barúninn til dyravarðar og lézt vera i vandræðum; kvaðst hafa lagt rangt bréf í kassann og bað um leyfi að mega taka það aftur. Barúninn hafði búið árum saman á þessu hótclli, og herbergin, sem hann bjó í nú, hafði hann leigt til árs. Hann gaf þjóninum marga vikapeninga og var álitinn að vera enskur millíónari, og dyravörð- ur, sem nú fékk enn franka hjá honum, opnaði kass- ann umsvifalaust. Barúninn leit á bréfin, sem í kassanum voru. — Hann vissi, að þeir, sem i hótellinu bjuggu, voru allir franskir, nema hann og fians fólk; og þegar hann fann bréf með enskri skrift, með áritun til persónu, sem hann þekti, í “Litla Charlewick, Devonshire, Eng- land’’, tók hann það og sagði, að það væri bréfið sem hann var að leita að. Á þennan hátt orsakaðist það, að bréfið, sem Hel- en skrifaði elskhuga sínum, kom aldrei til skila. Það var því árangurslaust, að Helen vænti svars, leða að Ronald kæmi næstu viku. Þegar vikan var liðin, fór barúninn, Helen og þerna hennar af stað í sterkum en léttum vagni, sem tveir stórir hestar gengu fyrir. Það var áætlað, að ferðin yrði um Frakkland. 1 vagninum voru bækur, sem leiðbeindu ferða- mönnum, uppdráttarhylki og alls konar hressingar; barúninn brosti og var hinn vingjarnlegasti; veðrið var fagurt og ökumaður lipur. Eftir því, sem lengur var ekið, varð Helen í betra skapi. Þau fóru fram lijá stóru bæjunum, en gistu um nætur í afskektum smáþorpum, og á daginn óku þau um fáförula þjóðvegi, þar sem hávaxin tré stóðu til beggja hliða; þau kyntust einkennilegum frönskum veitingahúsum, með sérlegum Normandí siðum og vin- gjarnlegu, tildurlausu bændafólki. sem Helen heilsaði ávalt alúðlega. Þau heimsóttu litlu, gamaldags kyrkj- urnar, margar rústir huldar vínviði og ýms fögur land- svæði, svo að i uppdráttahylki Helenar var allmikið af laglega dregnum myndum. Hér um bil 10 dögum eftir að þau fóru frá París, viku þau út af þjóðveginum síðari hluta dags i inn- dælu veðri; þau óku í gegnum skóginn við St. Pierre, til hinnar einmanalegu hallar við sjávarströndina. Þessi trjágöng voru breiðari en þjóðvegurinn, en þau voru óslétt, með mörgum holum óg pollum, sem vagninn sökk oft ofan í. Gömlu trén mynduðu eins konar þak yfir þeim, svo varla komst sólargeisli í gegn um þau, niður á veginn. Það fór reglulegur kulda- hrollur um Helenu. ‘Hvert erum við nú að fara?’ spurði hún alveg forviða og fremur óróleg. ‘Erum við ekki i einhverjum privat garði?’ ‘Jú, i skóginum hjá St. Pierre, sem er eign eigand- ans St. Pierre’, svaraði barúninn. ‘Þú hefir aldrei séð neina svo gamla og fagra byggingu, eins og Pierre turn- inn, síðan við komum til Frakklands, — líklega aldrei á æfi þinni. Höllin er eign fransks manns af gömlum aðli, greifans af St. Pierre, sem er aldavinur minn. Eg hefi oft verið hér um veiðitímann. Það er ljómandi pláss, dálitið dimt máske, en ágætt pláss samt. Og þú verður að gjöra uppdrátt af turninum’. Helen svaraði ekki, en horfði áhyggjufull út um gluggann og vafði sjalinu fastar um sig. Jörðin var þakin þéttu kjarri, sem hérar og hirtir hlupu í gegn um; hirtirnir lyftu hyrndu höfðunum hátt og hlust- uðu. Trjágangurinn hækkaði smátt og smátt, eftir að þau yfirgáfu þjóðveginn, og þegar þau höfðu ekið hálfa mílu gegnum þenna þétta skóg, komu þau upp á hæð- ina, þar sem höllin stóð. Vagninn ók að innganginum. Barúninn for ofan úr honum og hjálpaði Helenu lika út úr honum. Þern- an sté líka út, og ökumaður for að taka út úr vagninum ferðatöskur, öskjur og böggla. Roskin kona með lín- húfu á höfði — sjáanlega húsmóðirin — opnaði dyrn- ar og kom út á pallinn; hún hneigði sig mörgum sinn- um og bauð gestina velkomna; rödd hennar var skrækjandi og hún talaði mállýzku. ‘að lítur út fyrir, að búist hafi verið við okkur’, sagði Ilelen, þcgar lítill maður i hvítri vinnuskyrttu kom út úr húsinu; og þegar hann var búinn að heilsa — fór hann að tína saman farangurinn og bera hann inn í húsið. ‘Eigum við að vera hér í nótt, pabbi?’ sagði svo Helen. ‘Já, það eru ofurjítil viðbrigði fyrir þig, Helen’, sagði barúninn fljótlega; en forðaðist að lita í augu hennar. ‘Ástæðan er, að eg fanngreifann i Paris, og sagði honum af tilviljun, að við værum að ferðast sök- um heilbrigði þinnar, og bauð hann mér þá þessa höll til íbúðar. — Ráðskonan og þjónninn fengu vitneskju um nær við mundum koma. Höllin er undirbúin fyrir komu okkar, og herbergið þitt er albúið; frú Binnet fylg- ir þér þangað upp. Komdu inn með mér’. Hann rétti henni handlegg sinn, sem Helen tók; svo gengu þau upp hina breiðu steintröppu, og þern- an á eftir þeim með fangið fult af sjölum og bögglum. Það var enginn tími til að koma með spurningar eða mótsagnir, — þó Helen hefði ekki verið of rugluð til að hugsa um slíkt. ‘Ungfrú Clair’, sagði barúninn, og nam staðar á pallinum fyrir ofan tröppurnar, íþetta er frú Binnet, ráðskonan hérna. Frú Binnet, þessi unga stúlka er dóttir mín og yfirráðandi hér á meðan við erum. Þér hafið engan skaða af því, góða kona, þó þér gjörið dvöl okkar hér eins þægilega og þér getið, og veitið ungfrú Clair sérstaka aðhlynningu. Gjörið þér nú svo vel, að sýna ungu stúlkunni herbergi hennar, á meðan eg tala við son yðar*. Frú Binnet, gild koná af meðalhæð, með kolsvört augu, mjög dökk hár á efri vörinni og gulleitt hörund, gekk strax á undan inn í húsið og Helen á eftir. Ráðs- konan fylgdi þessari nýju húsmóður sinni gegnum stóran gang að stiga, og svo upp á loft. ‘Greifinn skipaði svo fyrir, að turnherbergið væri búið út fyrir ungfrúna’, sagði gamla konan all-mál- hress, á meðan hún fylgdi Helenu gegnum gangana og ranghalana, sem virtust endalausir, fram hjá löngum röðum af lokuðum dyrum og gegnum stóran myndasal. ‘Ungfrúin er rómantisk, að eg hygg, og elskar því fagra útsjón. Úr turninum getið þér séð hafið, bátana, fiski- mennina og eyjarnar, — heill heimur út af fyrir sig, og ólíkur öllu, sem þér hafið áður séð, ef til vill. En nú erum við komin hingað’. Hún kom nú inn í þröngan gang með mjóum glugga. Úr þessum gangi lá sligi hærra upp, og þegar upp kom, voru þar einar dyr. ‘Þetta eru dyrnar að herbergi þvi, sem þernu yð- ar er ætlað’, sagði frú Binnet og opnaði dyrnar, og kom þá í ljós herbergi með lélegum húsmunum. ‘En herbergi ungfrúarinnar er á efra lofti, og er þaðan undur fagurt útsýni. Við skulum nú fara þangað upp’. Helen gekk á undan og nam staðar í ganginum. Ráðskonan kom á eftir lafmóð, og opnaði einu dyrnar, sem þar voru. ‘Herbergið yðar, ungfrú’, sagði hún. ‘Skol’ Helen gekk inn í herbergið. Það var stórt og kringlótt, umkringt af veggjum sí- vala turnsins. Gegnum 6 litla glugga barst birtan inn, og í gegnum þá sá maður umhverfi hallarinnar. 1 fyrsttu höfðu engar glerrúður verið í gluggum þess- um; nokkru síðar voru hafðir hlerar, til að verja að- göngu vindi og regni; en nú, á þessum nýtízkunnar dögum, var ein glerrúða í hverjum glugga, sem var þannig fyrir komið, að hún féll inn í þetta kringlótta gat, og mátti þar að auki ýta henni upp og ofan, eftir vild. Húsmunir voru margir og fagrir. Á gólfinu var þykkur flauelsdúkur, gulleitur; á veggjunum héngu skrautsaumuð tjöld, sem hinar göfgu kvenpersónur í St. Pierre höfðu búið til, er nú voru orðnar að dufti einu. Gluggablæjur voru þar engar — enda þurfti þeirra ekki, — en þar voru legubekkir, þægilegir hæg- indastólar, lítill bókaskápur og skrautlegt búnings- borð. Og lága, mjallahvíta rúmið var af nýtízku gjörð. Helen leit á herbergið, gekk svo frá einum glugg- anum til annars og horfði út. Gegnum þrjá gluggana var ágætt útsýni yfir sundið; gegnum þann fjórða sá maður ofan eftir klettinum og litla rönd af sjónum; en gegnum þann fimta, sá maður yfir skóginn, og gegn um þann sjötta sá maður hallarþakið og mölborna garðsplássið. ‘Þetta er dýrðlegt!’ sagði Helen himinglöð. ‘Pabbi gat ekki aðra betri ánægju veitt mér, en að fara hingað með mig. Þessi viðbrigði eru mjög þægileg’. Frú Binnet hneigði sig, rétt eins og henni hefði sjálfri verið hrósað. ‘Eg ætla nú að skilja yður eftir hjá þernu yðar, ungfrú’, sagði ráðskonan. ‘Eg er matreiðslukona jafn- framt því að vera ráðskona. Dagverður verður bor- inn á borð kl. 6. Eg hefi stúlku til að hjálpa mér í eld- húsinu og son minn Alphons; aðrir þjónar eru ekki i húsinu. Ef þér viljið hringja, þegar þér hafið haft fataskifti, þá kemur Alphons og fylgir yður ofan í dag- legú stofuna’. Ráðskonan gekk nú út. ‘Þú getur farið með henni, Letty’, sagði Helen við þernuna sína. ‘Þú getur náð í frú Binnet og kynt þér leiðina. Þú verður líka að kynnast Alphons, — sök- um þess, að eg ætla að senda bréf með póstinum á inorgun’. Þernan flýtti sér á eftir frú Binnet og Helen var nú ein eftir. Langa stund stóð hún við gluggann og horfði út. Hún horfði á sjóinn og sólargeislana, sem féllu á hann, og hvítu seglin á skipunum; en þá kom Letty aftur og vakti hana af draummókinu. ‘Það eru 4 milur til næsta þorps, ungfrú Helen’, sagði þernan, ‘og þar eru að eins fáein hús. Héðan eru bréf send þangað, svo þau haldi áfram þaðan með póstinum; og Alphons ætlar þangað á morgun í verzl- unarerindum, og tekur með sér þau bréf, sem eg færi honum. Alphons kann ögn í ensku; en frú Binnet og aðstoðarstúlka hennar kunna alls ekkert. Hér er einmanalegt pláss, ungfrú Helen’. ‘En mjög fagurt, Letty’, sagði Helen fjörlega. — ‘Við dveljum hér að eins stutta stund. Eg vildi að við gætum verið hér alt sumarið. Þú verður að taka upp fatnaðinn minn, sem kom hingað, þegar þú varst farin ofan. Eg hefi að eins tíma til að hafa fataskifti fyrir dagverð’. Þernan tók strax röskþiga til starfa. Helen lét svo þernuna fara, læsli djrunum og baðaði sig duglega í baðkerinu, sem var fult af vatni; fór síðan í föt sín að mestu og kallaði svo á þernuna. Hún var ekki lengi að fullkomna búning sinn, og var brátt ttilbúin að fara, ofan í stofuna. Með ljósleita hárið sitt, sem var undið saman ofan á höfðinu, klædd svörtum silkikjól, sem átti vel við bjarta hörundslit- inn hennar, var útlit Helenar í fullkomnu samræmi við hinn inyndarlega, gamla, sívala turn, þar sem hún nú hafði sezt að um tíma. Letty var nú orðin kunnug leiðinni, og hún fylgdi ungu stúlkunni ofan í salinn, við fjærstu hlið hallar- innar frá turninum. Þar fann Helen föður sinn skrúð- púinn. Salurinn var hátt, fallegt herbergi af nýtízku gjörð, mjög Jangt, með mörgum húsmunum; en flestir af þeim voru gamlir og sterkir. Barúninn gekk á móti dóttur sinni og mætti henni við dvrnar. ‘Nú, Helen, hvernig lízt þér á þig hér?’ var það fyrsta, sem hann sagði. ‘Mjög vel. Þú hefir nóg af viðbrigðum, pabbi’, sagði Helen brosandi; ‘en ef öll þessi viðbrigði væru eins viðfeldin og þetta, þá er ekkert út á þau að setja. Hve lengi eigum við að vera hérna?’ ‘Eins lengi og þú vilt, góða mín. Greifinn af St. Pierre léði mér þessa höll sumarlangt. Ef þér líkar að dvelja hér við hafið, þá er það gott. Ef þú vilt heldur ferðast um landið, þá förum við héðan þegar þú vilt’. Barúninn horfði fast á hana, en þó með leynd, og varð harð-ánægður, þegar hann heyrði svarið: ‘Eg skal með ánægju dvelja hér í sumar, pabbi, fyrst að greifinn er svo vingjarnlegur, að leyfa okkur að vera hér. Það er skemtilegt hér’. Barúninn samþykti áform hennar með mestu á- nægju, sem hann duldi þó. Nú var þeim sagt að dagverður væri á borð bor- inn, og barúninn fylgdi dóttur sinni inn í borðsalinn, og á borðinu stóð mjög freistandi rnáltið, búin til og borin fram eftir franskri venju. Eftir dagverðinn fór Helen á skemtigöngu með föð- ur sínum út á hjallann og klettinn, sem eins og hékk yfir sjónum, og þau voru lengi úti. Þ.egar hún var komin inn í herbergi sitt, skrifaði hún langt bréf til Ronalds, lokaði því og skrifaði á- ritunina utan á umslagið. Svo háttaði hún og sofnaði strax. Morguninn eftir lagði Letty bréf ungfrú Clair inn í annað umslag, skrifaði aðra áritun utan á það, fór svo með það til Alphonse og kom svo upp aftur til að hjálpa Helenu með klæðnaðinn. Undir eins og þernan var farin frá Alphonse, fór hann með bréfið til barúnsins, samkvæmt áður gjörðri skipan hans, og fékk góða borgun fyrir. Þannig féll annað bréf Helenar til Ronalds í bar- únsins hendur og var eyðilagt af honum. Næstu vikuna skemti Helen sér ágætlega. Hún klifraðist upp um fjöllin; gekk yfir í fiskimannaþorp- ið; sigldi um sundið; gekk skemtigöngur um trjá- garðinn; tíndi saman blóm; gjörði uppdrætti og varð bæði fjörugri og hugrakkari. Hún vænti Ronalds á hverjum degi, og/von og ótti háðu stríð í huga hennar. En eitt kveld um sólarlags bilið kom póstvagn keyrandi eftir breiðu trjágöngunum gegnum skóginn með einlivern gest. Helen stóð á hjallanum og augu hennar tindruðu af ánægju, en vonin litaði kinnar hennar blóðrauðar, og það var ekki laust við, að hún findi til skjálfta í limum sínum. En það var ekki Ronald, sem kom, heldur föðurbróðir hans, jarlinn frá Charlewick, sem kom brosandi með framrétlar hend- ur til hennar. Jarlinn, með dökka, spænska andlitið, gljáandi tennurnar og hvössu augun, var eins viðbjóðslegur i augum Helenar og eitraður höggormur. Hún hopaði á hæl, klappaði höndunum saman og heilsaði að eins með þvi að hneigja sig lítið eitt. ‘Það litur ekki út fyrir, að yður sé ánægja að þvi að sjá mig, ungfrú Clair’, sagði jarlinn. ‘Og samt sem áður hefi eg leitað yðar með indverskri þolinmæði og auðsveipni elskhugans’. ‘Auðsveipnin er gagnslaus, lávarður’, sagði Helen kuldalega. ‘Ef þér viljið finna pabba, þá er hann þarna inni í stofunni. En þarna kemur hann. Hann hefir séð yður út um gluggann’. Án nokkurrar afsökunar fór hún burt, þegar bar- úninn kom, og hraðaði sér upp í turnherbergið. Hún neitaði að koma ofan til dagverðar, og barúninn kom þá upp másandi og blásandi, og krafðist að fá að vita, hvort það væri áform hennar, að móðga sig eða að móðga jarlinn. ‘Það er ekki áform mitt að móðga neinn’, sagði Helen með talsverðum ákafa; ‘en jarlinn er óvinur Ronalds; hann rak Ronald burtu úr húsi sínu. Eg get ekki liðið hann’. ‘Eg sver það, ungfrú, að þú skalt vera'kurteis við hann, — eða eg skal láta þig liða fyrir ókurteisina. Eg hefi boðið honum að vera gestur minn, og þú verð- ur að sýrja honum viðeigandi virðingu. Þú ert dóttir min og eg krefst af þér dótturlegrar hlýðni! Þú ert nú í því landi, þar sem faðirinn hefir viss réttindi yf- ir ógiftri dóttur sinni, skaltu vita’. Helen varð föl sem liðið lik. Nú skildi hún alt. Hún skalf af hræðslu sem var sívaxandi. ‘Sagðir þú að þessi maður væri gestur þinn, sem þú hefðir boðið hingað, pabbi?’ spurði hún. ‘Já, eg gjörði það. Hann er gamall vinur minn, og eg vil ekki missa vináttu hans. Eg þekti hann sem lávarð Odo Charlton fyrir 20 árum síðan, og nú höfum við endurnýjað okkar gömlu vináttu. Höllin er min, sumarlangt; eg bauð honum að vera hér viku- tíma’. ‘Og það gjörðirðu, þó þú vitir að hann vill fá mig fyrir konu, og að eg giftist honum aldrei?, sagði Helen ‘Pabbi, eg get ekki verið í nánd við þennan mann!’ ‘Þú getur — þú verður!’ sagði barúninn hams- laus af reiði, og feita andlitið hans varð eldrautt af ilskunni. Þú ert einmitt viðeigandi klædd fyrir dag- verðinn. Komdu með mér, og mundu það, að þú verð- ur að vera kurteis við jarlinn!’ Hann tók í hendi hennar og neyddi hana til að koma með sér ofan i salinn. Þar var jarlinn fyrir og beið þeirra skrautklæddur, og gekk hann á móti Hel- enu til að hcilsa henni. Þó hún væri kurteis, þá var hún jafn köld sem ís. Hún talaði varla orð á meðan á máltíðinni stóð, og þagði alt kveldið. Jarlinn var þar nokkra daga, en fór svo burt aftur til mikillar ánægju fyrir Helenu. Hún var orðin föl og mögur; hún gat ekki skilið í þögn Ronalds og fjar- veru. Alphonse kom ekki með neitt bréf til Letty, og Helenu fór að gruna, að hér væru svik í tafli, eða að Ronald væri annaðhvort veikur eða farinn burtu úr Englandi. Nokkrir dagar liðu. Barúninn misti gleði sína, og huggaði sig því í meira lagi við flöskuna. Nú fór Hel- enu að langa tl að yfirgefa St. Pierre og halda áfram að ferðast um landið. Hún hafði nú séð nóg af hihu sanna eðli föður síns, — hafði orðið vör við úlfsklærn- ar undir sauðargærunni, sem olli henni skelfingar. — barúninn var ófáanlegur til að yfirgefa þennan ein- manalega stað, svo að Helenu fanst hún vera einskon- ar fangi. Jarlinn var að eins fáa daga i burtu og var í bezta skapi, þegar hann kom aftur. Dögunum, sem hann var í burtu, hafði hann varið til þess, að gjöra Ronald að fanga í húsinu í Hackney, og nú hélt hann að bón- orð sitt mundi hepnast, þar eð hann hafði búið svo vel um meðbiðil sinn. Helen stóð á klettinum, þegar hann fór ofan úr vagninum á hjallanum, og hann gekk í áttina til henn- ar, án þess hún sæi hann. Hún var í síðum, svörtum kjól, með kringlóttan hatt á höfði, skreyttan svörtum böndum, og hái, liðlegi vöxturinn hennar tók sig fag- urlega út við hinn bláa himinn. Andliti sínu snéri hún að sjónum; en hið yndirlega útlit hennar fylti hinn spænska elskhuga hennar með nýrri aðdáun. ‘Hún er sú fegursta stúlka, sem eg hefi séð, síðan eg kom til Englands’, tautaði jarlinn við sjálfan sig. Það er engin skömm fyrir mann að vilja eignast hana; en hún er þó eins stygg og viltur fugl. Nú ætla eg að koma henni á óvart og vera alúðlegur við hana. Það er eins gott að hún venjist þeirri hugsun, að eiga að giftast mér, — því giflast mer skal hún. Þegar eg fer héðan aftur, tek eg hana með mér sem konu mína’. Hann gekk til hennar með hægð. 22. KAPÍTULI. Nokkrar hálfeinlægar vísbendingar. Edda misti ekki snarræðið, þó hún hitti Upham svona óvænt. Það var eitt af eðliseinkennum hennar, að láta sér aldrei verða bilt við; meðan ungfrú Powys horfði á hana úr opna glugganum hins vegar við göt- una, meðan Nesbit hlustaði forvitinn fyrir innan hlið- ið, og meðan miklu fleira var undir stillingu hennar komið, en hana grunaði, þá sýndi hún að hún réði við kringumstæðurnar. Hún stakk lyklinum að hliðinu í vasa sinn og sagði: ‘Kurteisi yðar verður að eins sigruð af forvitn- inni, herra Upham. En þar eð þér komuð yfir göt- una mín vegna, gjörið þér þá svo vel að fylgja mér heim’. Hún rétti fram hendi sína eins og hún ætlaði að taka handlegg hans. En Upham vissi ekki, hvað hann átti að gjöra; hann leit forvitnisaugum á Nesbit. ‘En — en —’, sagði Upham; ‘þér hafið læst vin yðar inni, ungfrú Brend. Það er auðséð, að þér vilj- ið ekki seðja forvitni mína, sem nú hefir tifaldast. — Hver er þessi maður? Er það frændi yðar?’ . ‘Nei, hann er eki frændi minn’, sagði Edda kulda- legá. ‘Spurning yðar, herra Upham, er alt of nær- göngul.- Eg er fyllilega fær um að sjá um minar sakir, ef þér leyfið mér að segja það. Og ef þér framvegis búist við þvi, að vera álitinn göfugmenni, eða til- einka yður ögn af virðingu minni, — gjörið þér þá svo vel að halda forvitni yðar í skefjum og láta mig vera i friði’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.