Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. OKTÓBER 1915. HEIMSKRINGIA. BLS. r. Beztu Matarkaupin. Ræða Guðm. Björnssonar landlækn- is i efri deild 18. úgúst. Eg hefi engu við það að bæta, sem hv. framsögum. -K. E.) nú hefir sagt um breytingartillögurnar. En þó þykir mér hlýða að fara nokkr- um orðum um þetta mikilsverða mál við þessa umræðu. • Það ‘er að visu gott og sjálfsagt, að landsstjórninni og útvöldum mönnum, sem skipaðir eru henni við hlið, sé heimilað vald til þess, að gjöra allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að verða á þess um háskalegu tímuin. En hitt er eigi siður nauðsyn, að alþingi íhugi vendilega fyrir sitt leyti, hverjar og hve víðtækar þessar ráðstafanir skuli vera. Þetta eitt er víst, að hættan er ekki minni nú en í fyrra, — eg hygg að í raun og veru sé útlitið ískyggi legra nú en þá. Það hefir komið á daginn, að þessi ófriður hefir orð- ið miklu víðtækari og illkynjaðri, en nokkur gat rent grun í. Eg hygg því, að allir hér á þingi muni sam- mála um, að óumflýjanlegt sé, að lieimila landsstjórninni vald ti' slikra ráðstafana, sein nauðsyn kref- ur. En hvers krefst nauðsyn lands- manna nú? Hvað á að gjöra? Un það hafa þegar orðið talsverðar um- ræður og skiftar skoðanir í háttv. neðri deild. Og ef til vill eru heldur ekki allir á eitt mál sáttir i háttv. efri deild. Hingaðtii hafa menn mest talað um þá hættu, sem stafa kynni af kjöt- skorti og hafa því háværar raddir heyrst um, að banna ætti að ein- hverju leyti útflutning á kjöti. En aðrir hafa þó bent á, að háskalegra væri, ef skortur yrði á kornmat i landinu. Það er einkum þetta tvent, kjötið og körnið, sem mönum hefir orðið tíðrætt um. Og eg hefi nú kvatt mér hljóðs aðallega til þess að lýsa skoðunum mínum um það efni. Eg vil þá taka það fram þegar, að höfuðnauðsynin virðist mér þetta eitt: að tryggja landinu næg- an kornmat. Þegar allar lifsnauð- synjar hækka í verði, verður byrðin þyngst á herðum fátæklinganna, og er þvi lifsspursmál að athuga sem vandlegast, hvernig hœgt sé að gjöra bezt matarkaup. En mér hefir fund- ist á skorta, að þessari spurningu væri slikur gaumur gefinn sem skyldi. f slikum efnum kemst al- þýðan oft á rétta leið af sínu eigin kyggjuviti, og eg vil leyfa mér að benda á, að á síðustu árum hafa bændur meir og meir tekið upp þann sið, að selja kjöt og smjör, en kaupa í staðinn korn og smjörlíki. Þetta hafa þeir vitanlega gjört vegna þess, að þeir sáu, að þetta voru góð matarkaup. Menn kunna að ætla, að munurinn á saðningsgildi þessara matartegunda sé ekki mikill eftir verði þeirra; en hann er geysimik- ill. Eg hefi reiknað út, hvað mikið næringargildi er i einnar krónu virði af ýmsum matvælum, sam- skvæmt núgildandi verðlagi.1) Mér telst svo til, að 5-föld næring sé í rúgmjöli á móts við saltkjöt, og að ferfalt meiri næring sé í saltaðri sild en kjöti. Ennfremur er næstum þvi tvisvar sinnum betra matarkaup að smjörpundinu fyrir 90 aura, heldur en að kjötpundinu fyrir 50 aura. Og um tólgina er það að segja — ef pundið af henni er selt á 50 aura — þá fæst margfalt meiri nær- in(J fgi’ir þá peninga, heldur en ef kcypt væri fyrir þá saltkjöt eða salt- fiskur. Mennirnir þurfa að halda á nær- ingarefnum bæði úr dýraríkinu og jurtaríkinu. Og fyrsta lífsnauðsyn okkar er sú, að tryggja oss þær mat- vörutegundir, sem við ekki getum framleitt sjálfir. Korn vex ekki hér á landi, og þurfum vér því að flytja geysimikið af kornmat frá útlönd- um. Undanfarin ár höfum við flutt inn 9% þúsund smálesta af korn- vörum, eða fyrir 2 millíónir króna. Eg get ekki betur séð, en að fyrsta ráðstöfun stjórnarinnar hljóti að verða sú, að útvega landinu nægi- legan kornforða. Þar með er auð- vitað ekki sagt, að stjórnin eigi að kaupa alt það korn. Hún gæti og ætti að hafa þá aðferð, að grenslast vandlega eftir, hvað verzlanir og kaupfélög landsins hafa gjört til þess, að birgja sig að kornvöru. — Vera má, að verzlanir og kaupfélög sjái sér fært, að útvega af eigin ramleik alt það korn, sem þarf;-en hitt gæti lika komið í ljós, að svo væri ekki, og þyrfti þá stjórnin samstundis að hlaupa undir bagga. Þess vegna er slik eftirgrenslan af stjórnarinnar hálfu bráðnauðsyn- leg. Eg vil annars leyfa mér, að vekja athygli manna á því, að fyrir tveim árum var þvi hreyft hér á alþingi, að nauðsyn bæri til að þing og stjórn sæju svo um, að á hverju hausti væri til hér á landi ársforði af kornvöru. Því var þá haldið fram af minni hálfu, að annaðhvort ætti landsstjórnin að hafa alla korn- verzlun í sínum höndum eða þá alls- herjar kaupfélag fyrir alla þjóðina. Eg hygg að það hafi nú þegar sýnt sig, að talsvert vit var i þessari til- lögu. Svo sem kunnugt er, gjörðist það í fyrra haust í fyrsta sinn, að landsstjórnin beittist fyrir korn- kaupum í stórum stil frá fyrstu hendi. Þessi fyrsta tilraun hepnað- ist prýðilega, varan var ágæt og verðið var ágætt. Eg er sannfærð- ur um, að mörgum hefir orðið þetta ljós bending þess, að þetta væri rétta framtiðarbrautin: að gjöra alla kornverzlim að landsverzlun, sem þó helzt ælti að vera i höndun- um á allsherjar kaupfélagi. — Mér finst rangt, að minnast ekki á þessa þjóðarnauðsyn við þetta tækifæri. Þá vil eg minnast litið eitt á önn- ur matvæli. Það er betra matar- kaup í saltfiski en kjöti, og ef nóg er til í landinu af góðu fiskæti, þá er lítil þörf á kjöti. Að eins verður þess að gæta, að í öllu kjöti er tals- vert af fituefnum, en mjög lítið í fiski. Þess vegna þarf miklu meira viðbit með fiski og verður að setja undir þann leka. Það vill nefndin gjöra með seinni br.till. á þskj. 295, sem fer fram á að banna allan út- flutning á mör og tólg. Árið 1912 voru flutt héðan úr landi 27 þús- undir tvípunda af tólg; en svo mikil er feitmetisþörfin og svo afkáralegt er verzlunarólagið, að talsvert af þessari tólg varð að flytja inn í landið aftur, eða 8600 tvípund. Nú er það vist, að feitmetisþörfin eykst með þverrandi kjötnautn,- en vax- andi fisknautn. Eg þori því ekki að fullyrða, að feitmetisþörfinni verði fullnægt, þó að allri tólg sé haldið í landinu; en hins vegar býst eg við, að mikið muni falla til af tólg í haust, því að sjálfsagt verður slátr- að í langmesta lagi, vegna hins háa kjötverðs. Loks vil eg minnast á sildina. — Söltuð síld er ein hin bezta fæða, bæði holl og næringarmikil. Það er (eftir verði) ferfalt meiri saðning í henni en kjöti, og í henni er mik- ið af feiti. Menn kunna nú að segja, að síldin geti samt ekki orðið að fullu liði, því að alþýða manna kunni ekki ennþá að eta hana. Þetta er að vissu leyti satt; en það er nú, finst mér, einmitt liin fyrsta skylda stjórnarinnar og væntanlegrar vel- ferðarnefndar, að fræða alþýðu um, livernig hún geti aflað sér hollrar og ódýrrar fæðu fyrir sem minst verð — hvaða matarkaup séu hent- ust. Þessu næst er hitt, að sjá um, að beztu og ódýrustu matvæli séu liöfð á boðstólum og allstaðar fáan- leg. Eg skal nú ekki fara fleirum orð- um um þetta efni. Mér finst að það, sem eg nú hefi sagt, hafi hingað til verið látið liggja um of í láginni. Eg held að ekkert vit sé í, að fara að banna útflutni.ng á einhverju af salt- fiski og saltkjöti, en vanrækja hitt, að útvega hentugustu og ódýrustu matvæli. Eg vona að gjörlegt verði að ráða fram úr vandræðum þeim, sem að höndum kunna að bera, án þess að grípa til þess óyndisúrræð- is, að stórskaða framleiðendur lands ins. Og þessu vil eg að lokum bæta við: Ef hægt verður að búa svo um hnútana, að ekki verði kornmatar- skortur og sjávarútvegurinn geti haldið áfram, þá er sennilega ekk- ert að óttast. Þess hefir verið of lít- ið gætt, að meiri háski gæti ekki dunið yfir landið, en sá, ef aðflutn- ingur á kolum og steinolíu teptist. Þá mundu togarar og vélabátar verða gð liggja aðgjörðalausir uppi í landsteinum og sulturinn sækja að hverju heimili á ötlu landinu. En á meðan við getum aflað oss nægilegs kornforða og haldið úti okkar fríða fiskiflota þá verður aldrei mikil þröng í búi hjá alþýðu manna, hvað sem öllu kjötinu.líður. — tsafold. Rasmus (heimsækir Pétur, sem er nýlega orðinn ekkjumaður. Þótti konan hans nokkuð tunguhvöss með- an hún lifði. Ljósastjaki hangir á veggnum): Því hangir þessi stjaki hérna á veggnum? Pétur: Hann á að minna mig á hana Jóhönnu mina sælu. Hann var það seinasta, sem hún kastaði í ber- an skallann á mér. Pétur Jónsson söngvari. Það er ekki nema rúm hálf öld síðan, að nokkuð fór að bóla á is- lenzkri sönglist. Skólapiltar námu reyndar alloft útlend sönglög, en al- þýða manna þekti ekki annað en rímnalög, tvísöng og slæman kyrkjú- söng. Um nokkra sjálfstæða ís- lenzka sönglist eða söngment var ekki að ræða. Og það kvað svo ramt að því, að útlendir fræðimenn, sem komu til landsins. meðal annara Konráð Maurer, héldu fram, að ís- lendingar enga sönghæfileika hefðu. En sem betur fer hefir reyndin orð- ið önnur á. Um miðja siðustu öld fóru menn að vakna, og þá urðu einnig ýmsir til að glæða áhuga manna á fögrum söng. Má þar fyrst og fremst nefna menn eins og Pétur Gudjohnsen, sem mikið bætti ís- lenzkan kyrkjusöng og með góðri söngkenslu kendi mönnum að meta góðan söng, og síðar Jónas Helga- son, sein með söngheftum sinum fyrstur manna opnaði eyru alþýðu fyrir útlendum söng. Hefir hann með þessu gjört meira fyrir is- lenzka sönglist en margan kann að gruna. Nú áttu menn ekki að eins kost á að kynna sér útlend lög með islenzkum textum, «n gátu nú einnig iðkað söng sjálfir, eftir söngreglum. Það kom þá líka brátt i ljós, að ís- lcndingar áttu ekki að eins marga á- gæta raddmenn, heldur einnig að margir þeiira voru söngnæmir og flestir söngelskir. Og þegar alt kem- ur til alls, eigum við ef til vill, að tiltölu, fleiri raddmenn en nokkurt annað land. Síðan hefir íslenkri söngment smámsaman miðað áfram. Jafnframt því, sem útlend lög urðu kunn, þá höfum við einnig eignast íslenzk tónskáld, sum ágæt, sem mikið hafa gjört fyrir sjálfstæða is- lenzka sönglist. Má þar fyrst og fremst nefna snillinginn Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem enn lifir við góða heilsu í Edinborg, og síðar ýmsa aðra. Alt þetta hefir leitt til þess, að íslenzkri sönglist hefir óð- fluga rleygt áfram. Og vitanlega hlaut svo að fara. Það gat ekki náð nokkuri átt, að ís- lenzka þjóðin væri ósöngvin. Lit- um nánara á. Sönggáfur manna standa venjulega i nánu sambandi við staðháttu. Þar sem þjóðflokkar mætast, eins og til dæmis í Mið- Evrópu, á mörkum Germana og Rómverja, hafa fæðst flest öll mestu tónskáld jarðarinnar. Og þar sem mikil náttúrufegurð er, einkum nærri sjó, hafa fæðst mestir og bezt- ir söngmenn. Ekkert land hefir alið jafnmarga ágæta söngmenn og ítalia og engir hafa mýkri né blæfegurri raddir. Þær bera blæ af bláma Mið- jarðarhafsins og töfrum ítalskrar náttúru.-----Og hvernig hagar nú til hjá okkur? Höfum við ekki sömu skilyrði? Ætli við ættum ekki jafn- marga ágæta söngmenn, ef við vær- im eins gömul og fjölmenn þjóð og ítalir? Eg efast ekki um þáð. Is- land er ekki síður litskrúðugt land. íslenzk náttúra er ekkert annað en litir. Alt verður að sjást í fjarska. Það eru litir og aftur litir. Þúsundir lita, þúsundir tóna; því það eru engir litir án tóna, engir tónar án lita. ísland er litanna land! Island er hið syngjandi landl Það er um- girt af voldugasta tónhafi jarðarinn- ar. Það talar tungum undirdjúp- anna, og ber kveðjur frá leiðum lið- inna veralda. Ströndin stynur undir nmga þess. Steinarnir tala. Straum- jungar ár streyma úr hjarta þess, sem bundin blóðrás tímans, og fimb- ulháir fossar mæla á flugtungu hinn- ir ósýnilegu sálar jarðarinnar. En lagið liggur ekki alt af jafn þungt á, stundum er það létt, — leikandi! Bláir lækir liðast með léttum nið lifsins, og bláar tjarnir, eins og barnaangu, speigla bláma himinsins og syngja honum þegjandi lofgjörð. Og jafnvel fram til fjallanna, þar sem eyðiþögn eilífðarinnar ríkir, cr eins og náttúran hvisli og ósýni- legar raddir hljómi. ísland er feg- ursta tónsmíð jarðar, en þó yfir- gnæfir myndin, móðir okkar allra, þetta ljómandi víða haf. Hún syngur í tónum og talar i litum. Hún talar i tónum og syngur í litum. Hún er liið “syngjandi land”.---- Við erum blóð af hennar blóði og bein af hennar beinum. Og við ætt- um ekki að geta sungið! Okkur væri ') Næring í krónuvirði af helztu matvælum. ) 5 10 15 20 Saltkjöt Saltflskur Söltuö stld Rögmjöl Smjör Tólg 1 pd. kr. 0,50 kr. 0,28 kr. 0,14 kr. 0,18 kr. 0,90 kr. 0,50 Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra kornvöru, gefum hæsta verð og ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. þá illa úr ætt skotið. Blóðið væri þá farið að þynnast. En sem betur fer er það ekki svo. Við höfum átt og eigum enn marga ágæta söngmenn. Hver hefir ekki heyrt getið um Ástu Ilallgrímsson, Geir Sæmundsson, Jón Jónsson, Valdimar Steffensen o. s. frv.? Þessa söngmenn af guðs náðl Þessar sönnu listasálir, sem lifðu listinni einni og létu sér nægja að syngja fyrir hið “syngjandi land”. Það er eitthvað svo göfugt og fallegt í þessu, en þó svo grátlegt um leið. Því sungu þau ekki landið lit, borg úr borg, og hvísluðu inn í livert eyra: ísland, tsland, ísland! I>au hefðu getað það. En eg ásaka þau ekki. Eg skil þau alt of vel til jiess. En við sem heyrðum þau, þökk um þeim, blessum þau. Og eg veit, að yfir leiðum þeirra ómar um ei- lífð: “hið syngjandi land!”------- Hinir gömlu falla, og nýir menn koma í þeirra stað. Við lifum á hinni nýju öld, þegar allir vilja fyrst og fremst syngja landið út. Það er eins og það liggi i blóðinu. Og fyrst er þá að nefna prinsinn í hinu “syngjandi landi”, óperu-söngvara Pétur Jónsson. Hann lagði af stað eins og undrabarnið í æfintýrinu. Hann átti ekkert nema stafinn og malinn. Allstaðar sem hann kom, söng hann, bara söng og söng. Og að lokum barst orðstír hans til konungs ins og hirðarinnar. Og vitanlega varð hann að syngja fyrir konung- inn. Og af því að konungurinn liafði aldrei heyrt svona fallegan söng, kysti hann hann og spurði hann, hvaðan hann væri. “Og eg er nú frá Islandi”. “Og hvar er það nú góðurinn” “Og það er nú norður í Atlantshafi” svaraði Pétur og hló. “Já, einmitt það, það er þarna norð- ur undir pól, þar sem hann Einar minn Arnórsson bakaði stjórnar- skrána; eg held eg verði þá að gefa þér hana dóttur mína og hálft ríkið, og haldir.ðu áfram að syngja svona í tuttugu ár enn, held eg að eg verði að gefa þér það alt”. Og það er til þess, að færa löndum mínum þessi gleðitíðindi, að eg sendi ísafold þessar línur. Það er svo sjaldgæft, að íslendingar vinni lönd, að þess ber að geta, hvenær sem það er gjört. Eg gjöri ráð fyrir að flestir hafi heyrt Péturs getið. Þegar hann hafði lokið stúdents-prófi sigldi hann til Kaupmannahafnar og iðkaði þar tannlækningar um hríð. En hann hætti því von bráðar og lagði nú alla stund á söngnám, fyrst i Kaup- mannahöfn og siðan í Berlín. Hann hefir oft átt við ýmsa erfiðleika að striða, en hann hefir nú sigrast á þeim öllum og hefir nú búið svo i haginn, að framtíð hans er fullráð- in. Hann var í fyrra haust ráðinn að óperunni i Kiel, sem er talin ein hin bezta í öllu Þýzkalandi og hefir árlegan styrk, svo þúsundum skiftir, úr keisarasjóði, af þvi að Kiel er berskipastöð. Hann söng að eins minni lilutverk framan af vetrinum, en hlaut alt af góða dóma. Blöðun- um kom öllum sainan um, að hann hefði ágæta rödd og færi ágætlega ineð texta. Að eins væri sá hængur á, að hann syngi með útlendum mál- blæ, sem þó engan veginn væri til baga. Næsta markmið hans yrði þó að vera það, að ráða bót á þessu til hlítar. Sömuleiðis kom þeim saman um, að hann væri söngnæmur, en því hafa fáir viljað halda fram áður. En það var þá fyrst, er hann hafði sungið i “Radamés” í “Aida”, að þvi var slegið föstu, hvilíkur af- burða söngmaður hann væri. Enda var það fyrsta aðalhlutverkið, sem hann söng. Um það stendur meðal innars i Volkzeitung: “Pétur Jónsson söng og andaði með svo mikilli leikni, að það var Linun að hlusta á hann. Það er ó- hætt að spá honum glæsilegri fram- tíð. Röddin er guðdómleg og hann getur beitt henni, hvernig sem haiu. vill. Hann leikur einnig mjög vel; ii hann gæti þó veriö fastari á svell | inu. Hann vantar ekki annað en að i s.mnfæra sjálfan sig um, að ekkert sc að leik hans. Þá væri hann óað- finnanlegur. Allir, sem unna fögr-1 um söng, ættu að fara að hlusta á hann”. Þegar hann hafði unnið þennan sigur var skrifað um hann í helztu söngbæjum á Þýzkalandi, og ágæt tilboð drifu nú að honum allstaðar að, að minsta kosti frá óperunum í Frankfurt' a. Main, Hamburg, Dres- den oc Berlín. En þvi miður gat hann migum þeirra tekið, þvi hann var ráðinn að Kielar-óperunni til næstu tveggja ára. En ekki bagar tð eiga þau að. Nú hlaut hann hvert aðalhlutverkið eftir annað, og eru þetta hin helztu þeirra: Rudolf i Bohéme, Canio i Bajazzo. Turiddu í Faust, Hans i Verkaufte Braut, Octa- vio í Don Juan, Hugo í Undine og Troubadourinn i Troubadourinn. 1 óperum Wagners: Lohcngrin i Loh- engrin, Erik i Der fliegende Hollæn- der, og Walzer i Tannhauser. Eins og menn sjá, er þetta ekkert smáræði fyrir byrjanda á einum vetri. En harfn hefir leikið sér að leysa það af hendi. Dómarnir hafa allir verið góðir, en ef eg ætti að þýða þá alla yrði það of langt mál. Að eins vil eg bæta við broti af þvi, Með innstæði í banka geturðu kepyt með vildarverði. Þú veist að hvað eína er dýrara verðurðu að kaupa í lán—Hversveg- na ekki að temja sér sjálfsafneitun um tíma ef nauðsyn ber til, má opna spari- sjóðsreikning við Union Banka Canada, og með peninga í höndum má kaupa með peningaverði. Sá afsláttur hjáipar til að auka bankainnstæðu þína, og þú hefir gert góða byrjun í áttina til frjálslegs sjálfstæðis. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0T1B0 A. A. Walcot, bankastjóri sem stendur um söng hans i “Trou- badouren” i Kielerzeitungs “Pétur Jónsson söng Manrico mjög vel. Hann hefir þegar náð á- gætum tökum á háa-c. Honum lét jafnvel að syngja Ariutia og Roman- cen, — og er þó langt stökk á milli. Röddin er mikil og málmkend. Loft- ið titrar í kringum mann, þegar hann syngur. Hann söng Ariuna svo vel, að hann varð að syngja hana tvisvar”.------Svo mörg eru þessi sein von: í anda og sannleika ól þessss “Er eg lít þig, tigna móðir mín, þá magnast min unga löngun, — að bera’ út um löndin hrósin þin, og bjarmann, er kringum þitt enni skin, svo lúti þér þjóðir i lotning, sem tjóskrýndri fjallanna drotning”. heilögu orð. Gæfa Péturs hlýtur að gleðja alla listelska Islendinga. Ekki sízt af þvi,1 honum til æfiloka. Hann er skilgetinn sonur hins “syngjandi lands”. Ástir þess fylgja lionum, og við vitum, að það vaggar að hann er sannur listainaður. List- in er honum alt. Hann syngur af því að hann þarf að syngja. Hann varð ekki listamaður af hégómagirnd, eins og sumir af nýrembingum okk- ar, sem gala sjálfum k sér lof með hrokafullri sjálfsdýrkun, — og mið- ar þó furðanlega áfram. Honum hef- ir alt af verið ljóst sem stendur í vísunni: “Sjálfri list að lúta fyrst, listanámið vígi. Hrokinn til þess liáa í list, henlar ei sem stigi”. Hann er einn af vormönnum í hópi íslenzkra listamanna. Hann er ekki citt tif maurildunum, sem lýsir i skugga þeirra. Hann er einn af þeim, London, 27. ísafold. júlí 1915. H. Hamar. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. Til þess að verða fullnuma þarf aðein» 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup> borgað meðan verið er að læra. Nemendur fá staði að enduðu námí fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir- spurn eftir rökurum er æfinlegs mikil. Til þess að verða góður rak- ari verðið þér að skrifast i'it tr& Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. Islenzkur ráðsmaður hér. Skrá yfir Verzlunarmenn og Sérfræðinga J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Ilnnk 5th. Floor No. 520 Selur hús og lótSir, og annatJ þar a?J lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Main 26S5. Talslml Mnln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgU útvegar peningalán. og WYNYARD, SASK. E. J. SKJÖLD DISPENSING CHEMIST Cor. Simcoe and Wellington Sts. Pbone Gnrry 436S W’INNIPEG J. J. Swanson H. G. Hinriksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG lieniiiiin inlhinr. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Vér höfum fullar bir*rölr hreinn-tn lyfja og meOala, KoraiO meO lyfseöla yöar hiug- aO vér gerum meönlin nákvmmleKa eftir ávtsan lieknisins. Vér sinnum ntansveita pönnnnm og selium ariftinuraleyfi. COLCLEUGH & CO. Niitre Dniue Ave. <t ^herhriMihe St. Phone Garry 2690—2691 Graham, Hannesson & McTavish LÖGFR.EÐINGAR. 907—908 Confederation Llfe Bldg. Phone Matn 8142 WISMPEO FlNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó Vitigerts á metian þú bítiur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumah) 16 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) etia lebur, 2 mínútur. STEWART, li»:( Pnclfle Ave. Pyrsta búb fyrir austan abal- strætt. Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Main 1561 S01 Electric Railway Chamberi. SHAW’S Stærsta og elsta brúkalira fata- sölubúSin i Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue Dr. G. J. GISLASON Physlclan and Snrgeon Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- skurhl. 18 Sonth 3rd St., Grand Forka. Pf.D. GISLI GOODMAN TINSMIDVR Verkstætil:—Hornl Toronto St. Notre Dame Ave. o* Phone Garry 2088 Helmtlle Garry 809 Dr. J. STEFANSSON 401 BOYD BUILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hltta frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll S e.h. Talslml Matn 4742 Helmtll: 105 Oltvla St. Tals. O. 2515 A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um útfarlr. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfrem- ur selur hann allskonar mlnnisvaröa og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2162 WINNIPBQ. Sérstök kostaboö á lnnanhúes munum. Komlö tll okkar fyrst, hitS munlö ekkl þurfa aö fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—505 NOTRE DAMB AVENUB. Talelml Garry 5884. MARKET HOTEL 146 Princess St. á mótl markaölnum Bestu vfnföng vlndlar og aöhlyn- lng góö. Islenzkur veltlngamaV- ur N. Halldorsson, lelöbelnir Is- lendlngum. P. O’CONNBL etgandl WINNIPRQ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.