Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.10.1915, Blaðsíða 2
Bl-S. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 7. OKTÓBER 1915. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI. Steinolía.—Fiskifélag Islands hefir gengist fyrir þvi, að fá steinoliu- farni sendan til Islands frá Banda- ríkjunum. Eiga ýms félög í farmin- um, þar á meðal verkamannafélagið Dagsbrún og Iðnaðarmannafélagið. Fréttir úr ölfusi.—Maður þaðan sagði Vísi þetta i fréttum úr sinni sveit: Töðuheyskapur ágætur. Star- arheyskapur í Arnarbælisiorum hef- ir hepnast með langbezta móti. I sumar voru þær svo þurrar, að farið var um þær með vagna og heylestir. Enda eru þær nú næstum alteigað- ar. Eru bændur því orðnir vel byrg- ir fyrir kýr. Mikið hey liggur úti. Slægjulönd öll næstum alslegin. — Heilsufar gott. Fréttir frá Húsavík, símaðar þaðan 28. ágúst: Hér hefir ekki gefið á sjó í nokkra daga sökum hvassviðra. Lítill afli, þó á sjó gefi. Tvo báta vantar héðan — hvorn með þrem raönnum — og er i dag verið að leita þeirra. Sláttur gengur all-vel, en íremur illa sprottið. Annars tiðinda laust. Trúlofun. — Nýtrúlofuð eru Dóra Þórhall6dóttir biskups og guð- fræðiskandídat Ásgeir Ásgeirsson. Kolin á íslandi.—Þeir komu að vest- an 1. sept. á skipinu íslandi kola- nemarnir úr Stálvík. Segja þeir, að kolalögin í námunni fríkki eftir því, scm innar dragi, séu fastari í sér og leirlögin á railli þeirra skiljist betur frá þeim en áður. Frá Blönduósi, 2. sept.—Bryggjuvið- bótarbyggingin er komin langt á leið og gengur ágættega. Verður bryggja þessi til ómetanlegs gagns fyrir staðinn og héraðið. Tíð er á- gæt og ágætur fiskafli. Cr fíangárvallasöslu er sögð önd- vegistíð. Heyskapur ágætur, jafn- vel meiri en undanfarin ár. Sigurður á Selalæk búinn að heyja á þriðja þúsund hesta. 170 dilkum austan úr Flóa var slátr- að hér í sláturhúsinu núna í vik- unni. Slátrin voru seld á kr. 1.20. Flokkaskifting á þinginu segja fróð- ir menn að sé þannig: Heima- stjórnarflokkur 15 þingm., Stjórnar- flokkur 9, Sjálfstæðisflokkur 8, og Bændaflokkur 7, og 1 þingm. utan flokka — þ. e. Skúli Thoroddsen,— segir Vísir. Síldarverðið á erlendum mörkaði er nú komið upp í 48 aura kgr. Fiskur var nýlega seldur í Reykja- vík fyrir 15 aura pundið; en eftir að nokkuð hafði verið selt með því verði var hann færður niður í 10 au. pundið, þar eð fiskurinn var ekki nýr. Sildarafli fgrir norðan er nú orðinn tregur; þó kom Skallagrímur ný- lega með góðan afla og mun vera búinn að fá nær 7000 tunnur. Alls hafa skip félagsins Kveldúlfs fengið um 19,000 tunnur. Skyrkyllar.—Sveitamaður var ný- lega með stóra og mikla skyr- kylla við búðardyr í Reykjavík. Bar þar að daglaunamann. Sá, sem að kom, innir að því, hvað skyrið kosti núna. Sveitamaðurinn svarar því engu. Hann þrifur kyllana með Grettismóð og vindur sér upp húð- artröppurnar. Hikar svo á þrep- skildinum og segir: “Það er selt. Annars er það svo dýrt nú, að al- menningur mun ekki kaupa það”.— Með það skildu þeir. Hafnarvörður fíeykjavíkur er kos- inn af bæjarstjórninni Guðmund- ur Jakobsson trésmiður, eftir marg- ítrekaða kosningu. Kássuferðir.—Samgöngurnar eru nú ekki betri en fyrri daginn. Gufu- skipafélögin láta skip sin koma til Reykjavíkur því nær á sama tíma. Um miðjan ágúst komu 4 póstskip sama daginn og Island fáum dögum síðar. En nú koma engin skip til Rvíkur fyr en um miðjan sept. og þá 4 í röð: Pollux 10., Sterling 12., Ceres 14. og Gullfoss 16. Bifreiðataxti i fíeykjavik.—Eftirfar- andi fyrirspurn og svar fræðir um bifreiðataxta í Reykjavík: Getur Vísir frætt mig á. hvort bifreiðarnar hér í bænum hafa ákveðna taxta fyrir ferðir til staða hér í nánd, og hvort eftirfarandi gjald sé honum samkvæmt? Eg fór í gær — sunnu- dag — ásamt 3 persónum öðrum (við vorum 4) í bifreið (frá Gunn- ari Gunnarssyni, að eg held) upp í Baldurshaga. 4 manns er fullfermi í bifreið. Mikið er um ferðalag upp í þetta svæði á sunnudögum, svo að bifreiðar eru á þeysingi fram og aft- ur. Við spurðum ekki fyrirfram um það, hvað farið kostaði (upp að Baldurshaga og til baka) og þótt- umst því til knúðir að borga það. sem bifreiðarstjóri krafði okkur um, er við komura aftur til bæjarins, en það var tuttugu krónur — fimm kr. fyrir manninn! — Svar. Bifreiöafé- lag Reykjavíkúr tekur 9 kr. fyrir bifreið upp að Baldurshaga, fram og aftur, viðdvalarlaust; en 4 kr. um klukkutímann meðan staðið er við. Ef menn vilja dvelja um lengri tíma á staðnum, geta menn látið bifreið- ina fara til Reykjavíkur og sækja rig seinna og kostar ferðin þá 14 kr. — Þetta er taxti bifreiðafélagsins; en hvort nokkur almennur taxti er til, er oss ókunnugt um. Símastarfsmenn á tslandi hóta verk- fulli.—Þann 26. ágúst barst stjórn- inni bréf frá öllum símritum og símameyjum landsins þess efnis, að þessir starfsmenn heimta 30 prósent kauphækkun á núverandi launum; en fáist það ekki, hótar þetta fólk verkfalli að tveim dögum liðnum, eða 28. ágúst. — Stjórnin kvaðst ekki geta bætt úr þessu upp á sitt eindæmi, en lofaði að leggja til við þingið, að þessum kröfum yrði sint r<ð nokkru; og samdist svo um, að símafólkið héldi áfram starfi i von um að þingið hækkaði laun þess.— Mannalát. — Halldór Jónasson, sonur sira Jón- asar á Hrafnagili, dó á Vífilsstaða- hælinu þann 27. ágúst. Þórður inagnússon, bóndi í Haga- vík í Grafningi, andaðist úr lungna- bólgu 28. ágúst. Var hann velmet- inn bóndi og starfmaður mikill. Jóhanna ólafsdóttir, kona í Hellna hóli í Rangárvallasýslu, réði sér bana nýlega með því að skera sig á háls með rakhníf. Hafði verið geð- veik undanfarið. Guðrún Ámundadóttir, 76 ára að aldri, andaðist í Reykjavík 2. sept., inóðir Ámunda kaupmanns og '1 ryggva trésmiðs. — (Frettirnar hér að framan eru að mestu tcknar eftir síðustu ágúst- og fyrstu september-blöðum Vísis). Gjafir til kirkna. — Sóknarnefnd Grindavíkurkyrkju beður þess getið, hve myndarlega sóknarmenn hafa gefið til hinnar nýju kyrkju sinnar, auk vígslugjafarinnar, er Finar Jónsson, kaupmaður í Garð- húsum, gaf fé til altaristöflunnar, sem Ásgrímur málaði: Kaupmaður Einar G. Einarsson í Garðhúsum gaf vandað harmóníum; Dagbjartur Ein arsson á Velli gaf messuskrúða. Þá gáfu safnaðarmenn með almennum samskotum tvo Ijósahjálma og sex vegglampa; og nokkrar konur í söfn uðinum gáfu altariskJæði með altar- isdúk og tvo altarisstjaka og flösku á altari. Eins biðyr sóknarnefnd Breiða- bólsstaðarkvrkju í Vesturhópi þess getið, að Kristófer bóndi Pétursson á Stóruborg hafi gefið kyrkjunni vandað harmóníum, sem átt hafði látin kona hans, Steinvör Jakobs- dottir—(Nýtt kyrkjublað). Landsspítali er víst tvímælalaust sú stofnun til þjóðþrifa, sem nú er beðið eftir ineð mestri eftirvænt- ingu. Mun öllu, sem gjört er til að ýta undir það mál og halda því vak- andi, tekið með fögnuði. — Það er skemst á að minnast, að Geir Zoega gaf stórgjafir til Heilsuhælisins á Vífilstöðum, þar sem hann ásamt öðrum erfingjum Kristjáns sál. Jóns- sonar gaf 10,000 kr. sjóð til styrktar sjúklingum þar. Sá sjóður mun nú vera rúmar 11,000 kr., og hefir þó mörgum hjálpað síðan hann var stofnaður. Þá gaf hann og c. 5,5c, kr. til útbúnaðar (húsgagnakaupa o. s. frv.) á iii herbergjum á Heilsu- hælinu. — Nú hefir þessi sami mað- ur stofnað nýjan sjóð á afmæli sínu 26. maí í vor til styrktar fátæku fólki, sem heilsubótar þarf að leita á væntanlegum landsspitala, einkum þeim Reykvíkingum, sem þurfa ineiri háttar skurðlækninga. Aðrir landsmenn þó ekki útilokaðir. Verði landsspitali ekki tekinn til starfa 26. mai 1920, má verja % af árstekjum sjóðsins á sama hátt til styrktar sjúklingum á öðrum spitala í Rvík. Sjóðurinn er nú 2000 kr. með rent- um frá 26. maí þ. á. — Sjóðurinn verður i vörzlum gefanda meðan hans nýtur við og þangað til að byrjað verður að nota tekjur hans samkvæmt tilætluninni, og grunar kunnuga, að hann rnuni á- vaxtast drjúgum, rúmlega um vext- ina, næstu árin, ef gamla manninum auðnast að lifa nokkur ár enn, sem vér vonum allir.— (fsafold). Skotfærafalsanir í Danmörku.—Það hefir komið upp, að skotfæri hafa verið fölsuð allmikið í Danmörku. Varð þess vart í birgðum stórskota- liðsins, að púðrið hafði verið tekið úr skothylkjunum, en þau fylt með sandi og ýmsu rusli i þess stað. Skyndirannsókn var gjörð á skot- hylkja birgðunum og kom þá í ljós, að því er hermt er í dönskum blöð- um, að um “mjög ískyggilega fölsun sé að ræða”. — Þó tr þess ekki get- ið, að fundist hafi meira en 20—50 skothylki, en af þvi lciddi, að mjög nákvæm rannsókn á öllum birgðun- um var látin fara fram. Engum getum er að því leitt, af hvers völdum þessi svik séu, eða á hverri hátt þau hafi orðið fram- kvæmd. PlSTLAfí FfíÁ VESTUfítSLEND- INGUM t “NÍ'JU KlfíKJU- BLADI. Um skilnað ríkis og kyrkju.—Vest- ur-fslendingur ritar blaðinu: Þaö væri auma glapræðið, ef íslending- ar tækju upp á þvi, að skilja ríki og kyrkju. Ekkert annað en .ækkingar- leysi á svokölluðum fríkyrkjum, sem kemur þeirri flugu inn, að þar blómgist kristindómslífið betur. Böndin verða þar rammari, en nokk ur ríkisbönd. Prestarnir verða þar ó- frjálsir vinnumenn safnaðanna, háð- ir dutlungum einstakra manna, sem miklu ráða. Kyrkjuþingin miklu af- skiftasamari uin hagi safnaðanna, heldur en til dæmis alþingi. Ein- stakar stefriur verða rammari, skoð- í.namunur allur gjörir klofninga. Kostnaður gífurlegur, að uppihalda söfnuðum, máske tveim til þrem á sama staðnum, vegna einhverrar stífni. Prestsþjónusta engin á öðr- um stöðum. — Erfiðleikar neyða menn til að “snöggsjóða” presta handa sér, og þeir prédika svo allan hleypidómagróður hálfmentunarinn ar, sem vex upp í þeim sjálfum. Eg er viss um að ekki að eins kyrkja og kristindómur hefði stórskaða af skilnaði ríkis og kyrkju, heldur líka þjóðin, skoðað frá algjörlega “ver- aldlegu” sjónarmiði — peninga- skaði, félagsskaði og menningar- tjón. Barlómurinn. — Ritað vestan um haf: Hér kemur það ekki í blöð- um, þó að eitthvað slettist á bátinn með tíðarfar eða annað slíkt. Það mundi illa skemma auglýsinguna, rétt eins og kaupmaður laumaði því inn í kornauglýsingu, að ormur hefði i þvi fundist. Það er öðruvísi að sjá blöðin að heiman með allan barlóminn. Það er kvöl að taka upp blað vegna þess. Við sem erum að reyna að stríða við að halda fram gamla landinu okkar, fáum ávalt blöðin að heiman á móti okkur: Á hverju vori kveður við um lamba- dauða, hverju sumri um grasleysi, hverju hausti um hey sem hafi orðið úti og hverjum vetri um jarðbönn og yfirvofandi horfelli. Eg held að þetta sé eitt af stórmeinunum heima, og þarf að komast í fjarlægð til að sjá það. Menn segja að nafnið ‘^s- land” spilli fyrir landinu, og það^r máske ekki fjarri sanni. En helmingi meira spillir þessi óslitni barlóms- jarmur, sem ár og síð gnauðar frá íslandi. Einhver, sem á er hlýtt, ætti að taka ofan í blöðin og þjóð- ina fyrir þetta. — Ef ekki þarf ann- að en að venja sig á silalegt göngu- lag til að verða silalegur í skapi, og hratt göngulag til að verða ör og framgjarn, þá má nærri geta, hvaða heilbrigði þjóðin syngur inn i sig með þessum sultarsöng, auk áhrif- anna sem það hefir á aðra út í frá sem lesa. Frá Alþingi. fíÝfíTÍBAfí-VOFAN. Siðan Hkr. kom út síðast hafa oss borist blöð að heiman (ísafold og Vísir). Bera þau ineð sér, að frekar hafi verið róstusamt á þingi um mánaðamótin ágúst og september, sem stafað hefir á yfirborðinu aðal- lega út af frumvörpum, sem “vel- ferðarnefndin” (sem ísafold nefnir einnig “bjargráðanefnd”) hefir lagt fyrir þingið, til að ráða bót á hinni yfirvofandi hættu, sem verkafólk og lægst launuðu embættismenn eru i út af dýrtíðinni, sem orðin er í landinu. í síðasta blaði skýrðum vér frá kosningu nefndar þessarar, sem á að starfa með stjórninni til að af- stýra ýmsum vandræðum, sem land- inu stafar af Norðurálfustriðinu mikla. í nefndinni eru: Guðm. land- læknir Björnsson, Jósef Björnsson, Jón Magnússon, Sveinn Björnsson og Skúli Thoroddsen. Nefnd þessi- lagði fyrir þingið (neðri deild), frv. sem stefna að því, að láta framleið- cndur landsins (landbændur og fiskiútvegsmenn) borga nokkuð af hinu óeðlilega háa verði, sem þeir fá íyrir afurðir sínar, til landssjóðs í útflutningstollum, en stjórnin átti svo aftur að verja þeim peningum til dýrtíðarhjálpar handa þeim íbú- um landsins, sem ekki verða þessa gróða aðnjótandi, en verða að kaupa öllar lifsnauðsynjar með mjög mikið hærra verði, en að undanförnu. í i’æðu sinni í þinginu um þetta efni, sýnir Sveinn Björnsson fram á, með skýrum töluhi, að allar fæðutegund- ir, sem landsmenn nota, hafi hækk- að sem svarar 40 prósent, og hækk- un sauðakjöts muni nema um það er vetrar um 50—60 prósent; kol hafi liækkað um 73 prósent, og öll vefn- aðarvara til mikilla muna; en kaup verkamanna hafi lítið hækkað hlut- fallslega. Eftir að hafa skýrt itar- lega alla málavöxtu, endar þingmað- urinn ræðu sína á þessa leið: “1. Allar nauðsynjar hafa á síð- astliðnu ári hækkað um 40 prósent eða meira. 2. Kaup alls almennings, sem ekki framleiðir sjálfur, hefir annaðhvort ekkert hækkað, eða þá um litilræði eitt. 3. Framleiðendur hafa grætt stór- kostlega fram um tilkostnað sinn við framleiðsluna, án nokkurrar sér- stakrar vinnu eða fyrirhafnar, svo mjög, að þá munar ekkert um, að missa af dálitlu af gróða sínum til i að hjálpa hinum til að standast dýr- tiðina. Löggjafarþingið situr á ráðstefnu og er jietta alt kunnugt. Og það get- ur bætt úr þessú. Hverja aðferð skuli hafa, má deila um. Aðferðin er eigi mér né öðrum kappsmál. Nú vil eg spyrja : Getum vér skilist á þessu þingi án þess að leysa úr þessu vandamáli, því langstœrsta og alvarlegasta, sem fyrir þinginu hefir legið? Getum vér það sámvizkunnar vegna? Getum vér það skyldunnar vegna? Getum vér það sóma þings- ins vegna? Getum vér.það vegna vel ferðar þjóðarinnar? Mitt svar er nei við öllum þessum spurningum. Eg vona að svar hins háa alþingis verði hið sama, er það tekur mál þessi til rólegrar en fljótr- ar yfirvegunar og ályktana”. En neðri deild tók þessu máli þannig, að hún feldi frumvarpið um útflutningstoll á afurðum framleið- cnda strax við 1. umræðu og neitaði að setja nefnd í það. ísafold fer um þetta hörðum orðum og kveður það ganga þing-hneyksli næst, og ásakar Bændaflokkinn, sem staðið hafi í þéttri fylking gegn frumvarpinu. — Þetta gjörðist í þinginu 31. ágúst. Daginn eftir hélt velferðarnefndin fund og samþykti eftirfylgjandi til- lögu: — “Út af undirtektum þeim, sem urðu í neðri deild í gær undir til- lögur nefndarinnar um tekjuauka handa landssjóði í einhverju formi, jjá sér nefndin sér ekki annað fært en að segja nú þegar af sér starfi jiví, sem alþingi hefir falið henni, samkvæmt 1. gr. laga 21. f. m.” Fjórir nefndarmenn skrifuðu und- ir samþyktina, þeir Guðm. Björns- son, Jón Magnússon, Jósef Björns- son og Sveinn Björnsson. En fimti nefndarmaðurinn, Skúli Thorodd- sen, hefir aftur tekið jiað ráðið, að mótmæla aðförunum í neðri deild með því að segja sig úr Sjálfstæðis- flokknum. En 4. sept. var fundur haldinn i sameinuðu þingi og lýstu þá flestir sem töluðu (nema Sig. Eggerz, sem sagði að sinn flokkur hefði nú mist málsvara sinn i nefndinni, þar sem Sk. Th. hefði sagt sig úr flokknum, og kvaðst enga ástæðu sjá til, að lýsa yfir velþóknun sinni á nefnd- inni) — yfir trausti sínu á velferðar- nefndinni og óskuðu að hún héldi á- fram starfi sínu, og var að lokum samþykt tillaga í þá átt. Lýstu þá nefndarmenn því yfir, að þeir tækju aftur uppsögn sína að vilja þings- ins. Lagafrumvarpið, sem þessu upp- þoti olli, er í aðalatriðunum á þessa leið: “1. gr. Af öllu kjöti, ull gærum, hestum og lifaudi sauðfé, er flyzt út á skipum, sem afgreidd eru frá ís- lenzkri höfn, skal greiða í lands- sjóð útflutningsgjald, sem hér segir: Af hverju kgr. af kjöti 8 a., af hverju kgr. af ull 20 au., af hverri gæru 10 au., af hverjum hesti 10 kr., og af hverri sauðkind 3 kr. “2 gr. Af öllum fiski og fiskiaf- urðum, er útflutningsgj. skal greiða af samkvæmt lögum 1881, 1894 og 1896, skal gjalda í laudssjóð fimm- falt það gjald, sein ákveðið er í nefndum lögum; þo skal flutnings- gjald af hvers konar lýsi vera 5 au. fyrir hvert kílógramm. “3. gr. Af hverri síldartunnu (108 -•-120 litra), í íhverjuin umbúðum, sem hún flyzt, skal útflutningsgjald vera ein króna”. Áætlaði nefndin að tekjurnar af þessu gjaldi til landssjóðs yrðu 889 þús. kr., sem skiftust þannig, að á sjávarútveginn kæmu 450 þús. kr. og á landbúnaðinn 439 þús. kr. Miklu af tekjum þeim, sem frv. þetta veitti landssjóði, skyldi varið til (Jýrtíðarhjálpar, samkv. frumv. Sveins Björnssonar, sem er í aðal- atriðunum á þessa leið: “l..gr. Dýrtíðarhjálp veitir lands- sjóður heimilisframfærendum, sem hafa síðastliðið ár haft 2000 króna tekjur eða minna, og fá fyrirsjáan- lega ekki hærri árstekjur á komandi ári, 1. okt. 1915 til 30. sept. 1916, ef þeir ekki þigja af sveit. “2. gr. Dýrtíðarhjálpin skal vera sem hér segir: Fyrir kvongaðan mann 50 kr. og auk þess 10 kr. fyrir hvert barn undir 15 árum, sem er hjá foreldrunum, þó svo að upphæð- in fari aldrei fram úr 10 prósent af árstekjum, nema börnin séu fleiri en 4. Upphæðin getur þó aldrei farið fram úr 120 kr. til eins heimilisfram færanda. Ef hvorttveggja hjónanna hafa tekjur á árinu, skal leggja sam- an tekjurnar, og eiga þau því að eins rétt á dýrtíðarhjálp, að tekjur beggja samtaldar séu undir hámarki BLUE RIBBON KAFFI OG BAK/NG POWDER BLUE RIBBON fullkomnun hefur fengist mecS harSri vinnu og lærdómi í fleiri ár. ÞaS er ekkert sem er rétt eins gott. HeimtaSu BLUE RIBBON Kaffi, Baking Powder, Spices, Jelly Powders og Extracts. Þetta er ábyrgst aS vera ágætt og fullnægjandi. því, er umræðir í 1. gr....1 sveit- um er hjálpin helmingi minni en i kauptúnum.........” Áætlar flutningsm. að hjálpin sam- kvæmt þessu frumv. mundi nema 600,000 kr. Einnig hefir komið fram frv. um dýrtíðaruppbót til embættismanna landsins, sem miðast við launahæð þeirra: Þeir, sem hafa í árslaun undir 500 kr., fái 30 prósent uppbót af launaupphæðinni, og lækkar svo prósent-upphæðin eftir því seni að launin eru hærri, unz hún er komin niður í 5 prósent af 2800 kr.. Einnig borgist 15 kr. árlega fyrir hvert barn innan 16 ára, en ekki meira en 75 kr. á ári. Þar að auki hefir komið fram frv. um lækkun á aðflutningsgjaldi á kaffi, sykri og korni, einnig i sama tilgangi: að firra hina fátækari vandræðum. Og að síðustu hefir Bjarni Jóns- son frá Vogi* lagt fyrir þingið frv. til að afla landssjóði fjár til dýrtíð- arhjálpar, sem er á þessa leið: “1. gr. Hver maður, sem hefir rrieiri hreinar tekjur en 3000 kr., skal gjalda dýrtíðarskatt af þeim tekjum, sem hann hefir fram yfir þá upphæð. “2. gr. Af fyrsta hálfu þúsundi kr. fram yfir þrjár skal gjalda 10 pró- sent. Af fyrstu heilli þúsund fram yfir þrjár 15 prósent. Af annari heilli þúsund fram yfir þrjár 20 pró- sent. Af þriðju heilli þúsund fram yfir þrjár 25 prósent. Af fjórðu heilli þúsund fram yfir þrjár 35 prósent. Af hverri heilli þúsund þar yfir 45 prósent. “3. gr. Hreinar tekjur teljast laun starfsmanna og tekjur af fyrirtækj- um að frádregnum kostnaði. Fram- færslukostnaður heimilisins verður ekki dreginn frá”. Af öllu þessu framansagða sézt, að helztu menn þjóðarinnar heima álíta ástandið alvarlegt, þrátt fyrir það þó allar afurðir landsins séu í afar háu verði. Hvernig þessum frv. reiðir af, eða liver ráð verða tekin til að vernda hina efnaminni fyrir yfirvofandi hættu, er enn ófregnað. Strandferðanefnd beggja deilda al- þingis leggur til að landsstjórn- inni sé falið að semja við Eimskipa- félga íslands um strandferðir næsta fjárhagstímabil. í nefndarálitinu stendur meðal annars: “Sem stend- ur er strandferðunum hagað svo, að Björgvinjarfélagið hefir 2 skip í för- um og fær 30,000 kr. styrk, og Thor Tulinius eitt skip með sama styrk. En samningur við Tulinius er út runninn núna í árslokin og við Björgvinjarfélagið í apríl 1916. En ráð var fyrir þVí gjört, að þá tæki Eimskipafélag íslands við strand- ferðunum. Var svo til ætlast, að smiðaðir væru 2 hentugir strand- ferðabátar í þessu skyni. öll þessi á- form hafa kollvarpast vegna ófriðar- ins. Eimskipafélagið hefir ekki get- að fengið bátana smíðaða í tæka tíð og eigi nema fyrir afarverð....... Urðu lyktir þeirra bollalegginga þær að Eimskipafélagið gjörði alþingi þetta tilboð: 1) Félagið býðst til að taka að sér strandferðir árin 1916 og ’17 með leiguskipum, eins hentug- um að stærð og gjörð til slíkra ferða sem félagið getur fengið, enda sam- þykki stjórnarráð íslands skipin.— ......3) félagið fái likan styrk til ferðanna og í fyrra var talinn hæfi- legur, 75,000 kr. hvort árið, en ef tekjuhalli verður á útgjörð strand- ferðaskipanna vegna auka-vátrygg- ingargjalda, og vegna þess, að skipa- leiga, kol og annað, er eða verður í hærra verði sakir stríðsins heldur en venjulegt er, þá bætir landssjóð- ur félaginu hallann”. Verkfallsbannlög.—Þeir Jösef Björns son, Magnús Pétursson, Karl Finn- bogason og Björn Þorláksson flytja frumvarp um verkfall opinberra starfsmanna. Tilefnið til frv. þessa er að líkindum verkfallshótun síma- þjónanna. Leggur frv. þungar sektir, fangelsi og embættismissi, eftir at- vikum, við að taka þátt í verkfalli embættismanna landsins. Og einniff skal hver sá embættismaður, sem á nokkurn hátt stuðlar til þess að koma á verkfalli meðal embættis- rnanna, sæta sektum, misjafnlega þungum eftir atvikum. Fjölgun ráðherra.— Nefndin i því máli leggur til, að engin breyting á æðstu umboðsstjórn landsins verði gjörð á þessu þingi, þó hún að hinu leytinu áliti nauðsyn til bera að fjölga ráðherrum, þar eð störfin séu svo margbrotin, að ofætlun sé einum manni að kynna sér þau öll svo vel, sem æskilegt og nauðsynlegt væri. Telur nefndin, að ef breytt yrði til á annað borð, að ráðherrarnir ættu fremur að vera 3 en 2, og vill að stjórn og þjóð hugsi nánara um það til næsta þings, á hvern hátt heppi- legast væri að breyta fyrirkomu- laginu. Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivií D. D. Wood & Sons. -------------------Limited-------------------- Verzla með sand, möl, mulin stein, kalk, stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” plastur, brendir tígulsteinar, eldaðar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennustokkar, “Drain tile,” harð og lin kol, eldivið og fl. Talsími: Garry 2620 eða 3842 Skrifstofa: Horni Ross og Arlington St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.